Hafrafitnesskökur (Jói fel)

AnítaOsk | 21. jún. '09, kl: 11:23:18 | 22810 | Svara | Er.is | 2

..er einhver hérna sem þekkir uppskriftina af þessum kökum? Er með grunninn nokkurnveginn á hreinu en það er kryddið sem mig vantar... kanill, negull eða eitthvað meira/annað??

 

raavi | 23. jún. '09, kl: 15:30:54 | Svara | Er.is | 1

úuúú endilega deila þeirri uppskrift! ss grunninum :D takk

-inga.

AnítaOsk | 23. jún. '09, kl: 15:39:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er með hana heima, skal henda því inn. Þær eru reyndar mjög góðar þannig... flugu út, en ég vil fá þær eins ;)

gmar | 25. jún. '09, kl: 09:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mmmmmm ég elska þessar kökur!!!
ef þú ert til í að deila þá er ég til ;-)
heidabjorg@gmail.com

Lindo | 25. jún. '09, kl: 23:14:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þær eru æðislegar þessar kökur, væri æði að fá grunninn ;o)

blomid | 28. jún. '09, kl: 13:20:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mmm já væri alveg til í uppskriftina :)

__________________________________________________________
“Beneath the makeup and behind the smile I am just a girl who wishes for the world.” Marilyn Monroe

Topsí | 28. jún. '09, kl: 13:29:52 | Svara | Er.is | 1

Ég nota kanil. Þetta er æðislegar kökur, auðveldar og fljótlegar:) Og tala nú ekki um ódýrari en Jóa Fel kökurnar.........

trisha | 28. jún. '09, kl: 22:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver er uppskriftin langar að prófa ;-)

mja | 29. jún. '09, kl: 21:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér, megum við fá þessa dýrindisuppskrift? ;)

Krúsirnar sjálfar

hoppaskoppa | 30. jún. '09, kl: 16:24:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uppskrift óskast ... takk

Seize The Day

mja | 6. júl. '09, kl: 15:33:14 | Svara | Er.is | 0

Er eitthvað djúpt á uppskriftinni? Langar svakalega að prófa...

Krúsirnar sjálfar

Lumix | 6. júl. '09, kl: 21:55:37 | Svara | Er.is | 16

Hafraklattar - uppskrift
Fyrir ykkur sem þekkið Jóa Fel klattana, þá eru þessir betri.

Innihald:

a)
1,25 bollar hveiti/spelt (ég notaði spelt)
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanill

b)
1 bolli smjör (lint)
1/2 bolli sykur/hrásykur (ég notaði hrásykur)
1 bolli púðursykur
2 tsk vanillusykur/vanillukorn (ég notaði vanillusykur)
2 egg

c)
3 bollar haframjöl
200 gr rúsínur

Aðferð:
• Blandið a) saman í skál.
• Hrærið b) saman í aðra skál. Fyrir þetta þarf vél eða þeytara.
• Blandið a) og b) saman í skál. Það þarf nokkuð stóra skál, sérstaklega ef gerð er tvöföld uppskrift.
• Bæti c) við blöndu a) og b). Sjálf notaði ég aðeins minna af rúsínum en er í uppskriftinni.
• Á þessu stigi er deigið enn nokkuð blautt.
• Búið til kúlur í höndunum, ca. á stærð við tómata, setjið á plötu og fletjið lítillega út. Ég var að ná svona 9 stykkjum á plötu. Athugið að klattarnir stækka í ofninum.
• Bakið í miðjum ofni við 200° í svona ca 7-8 mínútur. Crucial að baka ekki of lengi. Þeir eiga rétt að byrja að vera brúnir. Ekki láta ykkur bregða þó klattarnir séu enn dúnmjúkir eftir baksturinn. Leyfið þeim að kólna, og þá dökkna þeir aðeins og harðna.
• Útúr tvöfaldri uppskrift fékk ég 45 klatta, þ.e. 5 heilar plötur.
• Þetta tók mig eingöngu klukkutíma að gera þetta.
Nammi namm og gangi ykkur vel.

mja | 7. júl. '09, kl: 14:06:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, prófa þetta við tækifæri!

Krúsirnar sjálfar

Celestial | 8. júl. '09, kl: 14:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi er alveg æði! Deigið er alveg sérsaklega gott *roðn* ;)

rimi3 | 16. júl. '09, kl: 10:20:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nammm þessir eru geggjaðir, nýja uppáhaldið mitt, takk fyrir mig :)

ÝNNEJ | 13. okt. '10, kl: 15:39:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef verið að gera þessa uppskrift og set helmingi minni sykur og set múslí og tíni rúsínurnar úr því

'•(¯`'•.¸★¸.•'´¯)•'´

Kofi | 5. júl. '11, kl: 21:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit einhver hvað einn bolli eru margir dl? þarf annars að redda mér svona bollamáli ;)

Kofi | 5. júl. '11, kl: 22:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æj ég bara gúgglaði það og upp kemur að usa bollinn er 2,37 dl og enski bollinn sé 2,5 dl þannig að 2,5 dl ætti að vera gúd tú gó... hlakka til að baka þetta :)

RKG | 7. okt. '11, kl: 14:37:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að prufa þessa uppskrift og finnst hún æði!! :) En ég breytti örlítið. Setti sem sagt 100gr appelsínusuðusúkkulaði og um 60-70gr af döðlum í staðinn fyrir rúsínur. Síðan notaði ég kókosolíu í stað smjörs og minnkaði púðursykurinn um helming. Endaði síðan á að setja 2bolla haframjöl og 1bolla af kókosmjöl í stað 3bolla haframjöl :) Þetta kemur mjög vel út.

gormurr | 23. ágú. '12, kl: 14:33:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veit mjög gamall þráður, en ertu að baka þetta á blæstri ?

Liljaa | 31. jan. '10, kl: 13:54:35 | Svara | Er.is | 3

Veit að þetta er gömul umræða en langar að uppfæra hana því þessir klattar eru nammi !!

__________________________________________________________

ღღ Ég á 4 yndislega Gullmola ღღ

supereva84 | 21. maí '10, kl: 12:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hæhæ :)
spurning...

má bæta við hnetum eða möndlum í þessa uppskrift.. ?:) eða einhversskonarfræjum ?

Ziha | 22. maí '10, kl: 10:06:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

örugglega... engin lög eða reglur sem banna það, í matreiðslu gildir það að nota hugmyndaflugið.... :-)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

herba | 25. júl. '16, kl: 12:42:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já um að gera :) Það er hrikalega gott :)

Kær kveðja,
Þuríður Ósk

www.heilsufrettir.is/els

hlh88 | 29. jún. '10, kl: 22:10:27 | Svara | Er.is | 0

ég elska þessar kökur! er búin baka þetta ýkt oft :)

zargbat | 11. sep. '10, kl: 18:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gerði þessar um helgina. Notaði súkkulaði í stað rúsína þar sem heimilisfólkið fúlsar við þeim. Sjúklega góðar.....
mmmmmmm
Þær hurfu bara ......

Danbúar | 13. sep. '10, kl: 19:48:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mæli með hvítu súkkulaði og macdemian hnetum í stað rúsínanna... bara gott.

Rukia | 29. mar. '11, kl: 11:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar færðu macdemian hnetur? Hef leitað út um allt hélt ég.. :)

Danbúar | 9. maí '11, kl: 13:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmm versla þær ef ég fer til útlanda eða fæ einhvern til að kaupa þær fyrir mig. Heyrði reyndar sagt um daginn að heilsubúðirnar seldu þær, en get því miður ekki staðfest það... vona þú finnir þær c",)

Rukia | 11. maí '11, kl: 00:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sniðug, ætti að gera það. Ég reyni að athuga með þær, minnir samt að ég hafi reynt þær á sínum tíma, kannski það hafi breyst :)

zargbat | 28. mar. '11, kl: 23:01:07 | Svara | Er.is | 0

upp

lechef9 | 5. apr. '11, kl: 21:13:04 | Svara | Er.is | 0

verð að prófa þessa!! elska þessar kökur

Nessihressi | 13. apr. '11, kl: 15:50:20 | Svara | Er.is | 0

Þessar kökur eru svo góðar að ég get eiginlega ekki verið án þeirra :o)

Er búin að baka þær margoft en bætið við eða breyti uppskriftinni, t.d

Set hakkaður döðlur í stað rúsína, höfræ, möndlu- og hesluhnetukurl. Hef alltaf notað kókosolíu í stað smjörs og þær voru eiginlega bara betri að mínu mati :o)

Svo um daginn gleymdi ég að setja hveitið út í og mér brá heldur betur í brún þegar ég kíkti í ofninn,,,, láku um alla plötuna. Ætlaði að henda þeim en ákvað að smakka á þessu og þetta var meira að segja bara mjög gott sem snakk hehe

Rukia | 14. apr. '11, kl: 10:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða uppskrift notar þú? :)

Nessihressi | 14. apr. '11, kl: 11:40:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mín uppskrit er svona :

a)
1,25 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanill

b)
1 bolli kjarna kókosolía
1 bolli púðursykur
2 tsk vanilludropar
2 egg

c)
3 bollar haframjöl
2 msk hörfræ
1/2 bolli muldar möndlur
1/2 muldar heslihnetur
2-4 döðlur (skornar í litla bita)

Aðferðin er alveg sú sama nema að ég baka þær aðeins lengur þ.e. í 10 mín.

Rukia | 19. apr. '11, kl: 18:42:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk æðislega fyrir uppskriftina :) ..eru þessar líkar Jóa Fel kökunum?

Nessihressi | 20. apr. '11, kl: 14:19:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær eru svipaðar. Eru grófari og ekki eins mjúkar þar sem ég baka þær í 10 mín en ekki 7-8 mín .

pjonadot | 1. maí '11, kl: 12:22:33 | Svara | Er.is | 0

þessir hafraklattar eru æði..betri en hjá Jóa fél

adidass | 13. júl. '11, kl: 02:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hæhæ;)
ég var að setja uppskrift af æðislegum hafraklöttum sem ég baka mikið af, ,það er á blogginu mínu
http://www.oskaheilsa.com/
svo er um að gera að breyta um tegundir af múslí , ég set aðeins minna af sykrinum og púðursykrinum en það sem er gefið upp.
Svo er múslíð sem er á myndinni hér æðislegt í þetta ;) lang ódýrast í Bónus
bestu kveðjur
Ósk

adidass | 13. júl. '11, kl: 02:14:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úpps myndin af múslí pokanum er of stór :) ætla að reyna að laga það svo ég geti sent hana ;)

zargbat | 10. okt. '11, kl: 10:25:54 | Svara | Er.is | 0

Salthnetur koma líka frábærlega út. Hef ekki tölu á hvað ég er búin að gera þesssa oft. "þæg uppskrift" hægt að leika sér helling með hana, hm eins og reyndar hefur margoft komið fram hér ;-)

frúdís | 25. okt. '11, kl: 13:37:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín er svona eftir endurbætur. Finnst hinar of sætar.


Hafraklattar (Stór uppskrift)

220 gr lint smjör
1 bolli hrásykur
1 ½ bolli púðursykur
4 egg
1 tsk vanilludropar
Smjör og sykur hrært saman, svo eggin og vanilludropum bætt við og hrært áfram.

Bæti við í skálina:
1 ½ bolli heilhveiti
1 bolli hveiti (má vera heilhveiti líka)
2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk kanill
4 bollar hafarmjöl
1 bolli sólkjarnafræ
2 msk hörfræ
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 bolli rúsínur
Hræri saman með sleikju, hnoða með höndunum í restina. Degið er frekar blautt og á að vera það. Góð matskeið af deigi og móta sem kúlu, fletja þær út á bökunarpapír á plötunni. Það komast 9 kökur á bökunarplötuna. Þær eru mjúkar fyrst en harna svo þegar þær kólna. 180° í 8-10 mín

Sumir nota kókosfeiti, spelt, í staðinn fyrir smjör og heilhveitið. Ég hinsvegar fæ í magan af spelti svo að heilhveitið er málið á þessum bæ.

zargbat | 25. okt. '11, kl: 21:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég set líka alltaf minni sykur en gefinn er upp. Hef það fyrir reglu að minnka sykurinn í öllu sem ég baka um ca 1/4 til 1/3 og það tekur ENGINN eftir því, allavega ekki fengið kvartanir hingaðtil. Finnst venjulega kökuuppskriftir of sætar...;-)

ekas | 4. nóv. '11, kl: 14:22:22 | Svara | Er.is | 0

Athugaðu vel hvaða krydd þú kaupir, sumt inniheldur MSG sem er hættulegt efni, ofnæmisvaldandi, hef sjálf fengið ofnæmi af því, kíktu vel á innihaldslýsingarnar.
Smá upplýsingar varðandi þetta á:
http://www.godarfrettir.is/is/grein/2011/11/02/ertu_ad_borda_msg_an_thess_ad_vita_thad

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46338 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Kristler, paulobrien