Hakakrossinn

Steina67 | 2. feb. '08, kl: 21:16:53 | 741 | Svara | Er.is | 0

Hvernig útskýrir maður fyrir 7 ára gömlu barni hvað Hakakrossinn er og þýðir.

Hún er ekki að fatta þetta og teiknar hakakrossinn í gríð og erg og mér finnst það ekki fyndið. Get bara ekki útskýrt það í mínum pirring. Kanski merkir ekkert fyrir ykkur í dag og er kanski orðið ómerkilegt tákn.

 

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ídaló | 2. feb. '08, kl: 21:22:19 | Svara | Er.is | 0

segðu bara ÞETTA ER DJÖFULLINN OG EF ÞÚ TEIKNAR ÞETTA Á ENDARU Í HELVÍTI OG BRENNUR ÁSAMT HITLER OG STALÍN OG BRÁÐUM BUUUUUUUUSSSSHHH ;)

Steina67 | 2. feb. '08, kl: 21:23:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úfff þá fer hún að gráta og sér skrattann í hverju horni. Hún sér sko dáið fólk hér og þar og dregur ekki frá glugganum sínum. ÉG sagði að þetta væri vont merki fyrir vont fólk. Hún vildi fá nánari útskýringar samt, hvernig vont

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

maur | 2. feb. '08, kl: 21:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

segðu henni það bara. Algjör óþarfi að vera að pakka þessum börnum algerlega inn í bómull fram eftir öllu. Þú þarft ekkert að útskýra allt í smáatriðum, en segðu henni það bara

Steina67 | 2. feb. '08, kl: 21:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er ekki vön því heldur. En ég er samt búin að komast að því að maður á ekki að hleypa börnunum sínum út úr húsi fyrr en 18 ára.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ídaló | 2. feb. '08, kl: 21:25:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe ég myndi bara segja henni sannleikann virkar best

strákamamma | 2. feb. '08, kl: 21:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hakakrossin í sjálfu sér er ekkert vont merki, því var bara stolið af hitler þessvegna er það þekkt sem merki nasista. mig minnir að merkið þýði eitthvað voða jákvætt samt sem áður.

strákamamman;)

Sodapop | 2. feb. '08, kl: 21:36:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var verndartákn eða heillamerki löngu áður en Hitler notaði það... Boðaði gæfu til þess sem bar það.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

tacitus | 3. feb. '08, kl: 01:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er rétt. Hakakrossinn var mest notað sem tákn fyrir sólin.
http://en.wikipedia.org/wiki/Swastika

_________________________________________
Dauðinn og samfélag FB síða: https://www.facebook.com/eittsinnskalhverdeyja/

"To me, Nature is sacred. Trees are my temples and forests are my cathedrals." ~ Mikhail Gorbachev

Viggah | 2. feb. '08, kl: 21:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún ekki barað gera eimskips krossinn seð hann eitthverstaðar?

Steina67 | 2. feb. '08, kl: 21:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur vel verið, held samt að Eimskipskrossinn snúi öðruvísi en hakakrossinn

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Afspyrna | 2. feb. '08, kl: 21:31:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann snýr bara öfugt, hef heyrt margar sögur af gömlu þýsku fólki sem kom með skemmtiferðaskipunum og sáu ekki muninn og urðu dauðhrædd

glmom | 2. feb. '08, kl: 21:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.eimskip.is/portaldata/1/images/logo.jpg

ekki fynst mer þetta líkt hakakrossinum ???

Minena32 | 10. nóv. '22, kl: 11:00:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thank you so much for the sharing. By the way, I waana to share with you https://paperminecraft.online

Elva Borg Meldal | 2. feb. '08, kl: 21:57:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er þetta ekki eitthvað sólarmerki?

Adult Ego Syndrome er heilkenni sem smitast auðveldlega á milli fullorðins fólks.

Ahura Mazda | 2. feb. '08, kl: 21:33:20 | Svara | Er.is | 0

Segðu henni bara hvað hakakrossinn stendur fyrir. Er það nokkuð svo flókið? Þetta er reyndar mörgþúsund ára gamalt tákn, og í hindúisma stendur það fyrir "frið", og í ásatrúnni kallast þetta "þórshamar". Nasistarnir eru bara einn hópur af mörgum sem hafa notað þetta í gegnum aldirnar. Passaðu bara að hún teikni hann ekki skakkann, þá er þetta bara í fínu lagi.

Steina67 | 2. feb. '08, kl: 21:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já gerði það bara, var ekkert að fela það fyrir henni en sagði henni jafnframt að það séu til fleiri merki sem eru svipuð. Svo hún hætti að teikna og fór upp í sófa og sofnar örugglega fljótlega.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Betri | 2. feb. '08, kl: 21:37:26 | Svara | Er.is | 0

ertu viss um að þetta sé ekki bara verðandi stjórnarformaður(kona) Eimskips ??

Steina67 | 2. feb. '08, kl: 21:43:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú örugglega, hún á eftir að verða forstýra einhvers stórs fyrirtækis svo Eimskip gæti það alveg verið ;) bara byrjuð að æfa sig.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

snsl | 2. feb. '08, kl: 21:51:14 | Svara | Er.is | 0

Segðu bara að það hafi verið rosalega vondur maður sem meiddi mikið af fólki sem notaði þetta merki til að merkja sér svæði þar sem hann ræður og allir eru vondir, alveg eins og hundar pissa á ljósastaura til að sýna að þeir ráði þar.

jólanna | 2. feb. '08, kl: 21:52:05 | Svara | Er.is | 0

barnið er bara að rifja upp minningar sínar úr fyrra lífi

hljóðkútur | 2. feb. '08, kl: 21:52:09 | Svara | Er.is | 0

Er ekki hakakrossinn upprunin í einhverjum norrænum fræðum eða eitthvað álíka

------------

****

Golsa | 2. feb. '08, kl: 22:03:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú mig minnir að hakakrossinn tákni sólina. helv nasistarnir skemmdu táknið sem "gott" tákn því miður

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

musalus | 2. feb. '08, kl: 22:04:29 | Svara | Er.is | 0

En að taka bara fánann með hakakrossinum niður og athuga hvort barnið fari ekki fljótlega að teikna eitthvað annað í staðinn? Hehe.....

Þegar það fer að teikna öfuga krossa líka,þá myndi ég fara að athuga málið....:)

Anteros | 2. feb. '08, kl: 22:05:28 | Svara | Er.is | 0

Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít.

Uppruni og merking
Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó einkum sólarinnar. Frumlegasta hugmyndin um upphaflega merkingu krossins var sett fram af bandaríska stjörnufræðingnum Carl Sagan (1934-1996) sem leit á hann sem tákn fyrir halastjörnu sem komið hafði nálægt jörðinni og vakið athygli um allan heim.

Hakakrossinn hefur fundist í fornleifauppgreftri alls staðar um Austurlönd nær, í Egyptalandi, Tyrklandi, Pakistan, Íran og Írak. Talið er að upphaflega hafi hann breiðst út frá Indusdalnum (nú í Pakistan) til grannþjóða í vestri. Einnig finnst hann víða í fornleifum frá dögum Hittíta þar sem nú er Tyrkland. Svipað merki er einnig að finna meðal frumbyggja Norður-Ameríku.

Stundum var krossinum snúið rangsælis og var þá álitinn tákna ógæfu. Víðast hvar var þó merking óháð því hvort hann sneri réttsælis eða rangsælis. Í indverskum trúarbrögðum, hindúisma, búddisma og jainisma, var táknið álitið heilagt. Það gat táknað hreinleika, töfra og gyðjuna Kali.

gegnum Búddista barst hakakrossinn til Kína og Japan þar sem hann táknaði bæði sólina og töluna 10.000. Þar var hann notaður til að tákna innlend blendingstrúarbrögð, svo sem Cao Dai í Víetnam og Falun Gong í Kína. Hásæti Dalai Lama í Tíbet er jafnan skreytt með þessu merki.

Notkun á Vesturlöndum
Ástæðan fyrir því að nasistar gerðu merkið að sínu er trúlega sú að það tengist elstu menningarþjóðum sem töluðu indó-evrópsk mál (sem í Þýskalandi nefnast indó-germönsk mál). Þýski fornleifafræðingurinn Heinrich Schliemann (1822-1890), sem fann Tróju, komst að þeirri niðurstöðu að táknið ætti sér indó-evrópskt upphaf.
Þýskir þjóðernissinnar notuðu hakakrossinn við ýmis tækifæri áður en hann var gerður að tákni nasistaflokksins á flokksþingi í Salzburg 7. ágúst 1920. Samkvæmt Hitler táknaði hið rauða í fána flokksins félagslega samhjálp, hið hvíta þjóðlega samstöðu en hakakrossinn yfirburði Indó-Evrópumanna yfir semítum (gyðingum og aröbum).

Á fyrri hluta 20. aldar var hakakrossinn vinsæll hjá ýmsum öðrum en nasistum, meðal annars vegna áhrifa Schliemanns. Krossinn var notaður til merkja hitt og þetta, svo sem mynt, póstkort og byggingar. Breski rithöfundurinn Rudyard Kipling (1865-1936), sem dáðist að indverskri menningu, merkti allar bækur sínar með tákninu.

Bandaríska guðspekifélagið tók hakakrossinn upp sem sitt tákn, ásamt krossi og Davíðsstjörnu. Einnig tók 45. herdeild Bandaríkjahers upp þetta merki, trúlega vegna vinsælda þess meðal Navajo-indíána. Finnski loftherinn notaði það milli 1918 og 1944 og sumar herdeildir nota það enn. Skátahreyfingin notaði þetta tákn fram til 1935. Á Íslandi var hakakross með óvenju stuttum örmum lengi hluti af merki Eimskipafélags Íslands.

Vegna óheppilegra tengsla hakakrossins við nasisma er nú bannað með lögum að sýna merkið í Þýskalandi. Þetta hefur orsakað vandamál varðandi hof hindúa, búddista og jainista, þar sem táknið er iðulega notað. Þá hefur einnig komið til tals að banna þetta útbreidda og forna tákn innan Evrópusambandsins.

http://en.wikipedia.org/wiki/Swastika

Golsa | 2. feb. '08, kl: 22:09:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir þessa fræðslu Anterso, greinilega er minnið mitt nokkuð gott þar sem ég tengdi það sólinni ;) gaman að lesa um uppruna þess og hvað það stendur fyrir

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:21:10 | Svara | Er.is | 0

Myndi nú bara segja frá Hitler og að hann reyndi að drepa fullt af fólki og drap fullt af fólki og að hakakrossinn hafi verið táknið hans. Bara útskýra þetta, finnst það ekki flókið.

Blah!

Anteros | 2. feb. '08, kl: 22:23:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Liggur á að útskýra það fyrir 7 ára gömlu barni. Er fólk ekki aðeins að farast á nojunni og gera meira úr þessu en efni standa til?

Betri | 2. feb. '08, kl: 22:24:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú lánið barninu bara liti

Steina67 | 2. feb. '08, kl: 22:26:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei mér finnst ekkert liggja á því að útskýra það fyrir henni, Sagði henni að það hefði vondur maður átt þetta merki og því margir ekki verið ánægðir með hann og það sem hann gerði. Hún spurði ekki nánar út í það.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Anteros | 2. feb. '08, kl: 22:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry en við erum að tala um sjö ára gamalt barn og það merkir ekkert meira hjá því að teikna sólarkross en hring eða ferhyrning. Það liggur engin táknræn merking þarna að baki og barnið hefur engar forsendur til að vita á hvaða hátt nazistar misnotuðu þetta tákn. Og ef þú ætlar að fræða barnið um sólarkrossin sem tákn, afhverju að fræða það eingöngu um tengsl nazista við það. Því ekki að fræða það þá í leið um 3000 ára gamla sögu tengda tákninu.

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:30:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski vegna þess að hakakrossinn var fyst þekktur sem nasistatákn. Mér finnst allavegana mikilvægt að þessi kafli mannkynssögunnar gleymist ekki.

Blah!

Anteros | 2. feb. '08, kl: 22:39:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hann var alls ekki fyrst þekktur sem nastistatákn. Það er mikill misskilningur, hann á sér 3000 þúsund ára gamla sögu og fólk þekkti hann fyrir daga Nazismans. Tenging Nazistaflokksins við hann er einn partur af sögu þessa tákns sem er eitt af þeim elstu í heiminum og þekkt í flest öllum trúarbrögðum. Af hverju að kenna barninu og það 7 ára gömlu barni einn þátt í sögu táknsins.

Ahura Mazda | 2. feb. '08, kl: 22:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það að vera eitthvað feiminn við að segja barninu frá hakakrossinum er eins og að ætla að banna því að nota hamar af því að hamar og sigð vorum tákn Sovétríkjanna. Ekki var Stalín nú slakari í drápunum en Hitler.

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:48:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur samt aldrei verið svona kyrfilega tengt við ákveðna atburði eins og hakakrossinn var tengdur við útrýmingarherferðir Hitlers.

Blah!

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:44:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ ekki svona útúrsnúning. Flestir þekkja þetta tákn vegna Nazistanna þó svo að þetta tákn hafi verið til lengi. Ég veit alveg hvað þú ert að fara, en einfaldlega vegna þess hve þetta tákn var kyrfilega tengt Nazistum og þeirra starfsemi þá er það bara öðruvðisi í dag en það var fyrir tíma Hitlers.

Jú, það má alveg útskýra þetta allt fyrir barninu, en ég myndi sjálf ekki gúddera að barnið mitt væri að teikna þetta tákn í gríð og erg og halda að það væri bara tákn einhvers góðs. Merking þess einfaldlega breyttist vegna Naiztanna.

Blah!

Anteros | 2. feb. '08, kl: 22:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er alls enginn útursnúningur. Af hverju er ekki hægt að gúddera það að 7 ára barn teikni þetta tákn eins hvaða tákn sem er. Það hefur enga forsendur til að tengja það nazisma.

Golsa | 2. feb. '08, kl: 22:48:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta merki er kannski þekktast í dag sem tákn nasista því miður en táknið á sér mikið merkilegri og betir sögu.

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:49:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en viljum við hampa merki sem var svona kyrfilega tengt einhverjum mestu glæpum mannkynnssögunnar?

Blah!

Golsa | 2. feb. '08, kl: 22:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

spurning hvort ekki á að koma því inn hjá fólki að merkið hafi aðra og betri merkingu og fá fólk til að viðurkenna að merkið gerði engum neitt þó að það hafi verðið tákn nasista

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:53:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar góður puntktur og ég verð að viðurkenna að ég svissast svolítið á milli hvaða afstöðu ég á að taka.

En ef það á að hefja upp fyrri merkingu þessa tákns, þá held ég að það verði að taka inn í dæmið merkingu Nazistanna og útskýra það vel að það hafi verið misnotkun á þessu merki og því sem það upphaflega stóð fyrir.

Blah!

Golsa | 2. feb. '08, kl: 22:56:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er alveg sammála þér ég er mjög beggja blands gagnvart þessu merki, ég met mikið fyrir hvað það stóð fyrr á öldum og finnst leiðinlegt að sú merking hafi verið skemmd af hálfvitum sem héldu sig æðri öðrum.

merkið er fallegt og sorglegt að trúarbrögð heimsins sem enn meta merkið mikils skuli ekki fá að nota það vegna nasistanna

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

Lilith | 2. feb. '08, kl: 23:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mér finnst einmitt rosalega leiðinlegt að þessi merking hafi verið skemmd vegna nazistanna. Mér finnst einmitt þetta merki í raun fallegt og upprunaleg merking mjög falleg.

Blah!

Anteros | 2. feb. '08, kl: 22:58:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu tekur þú þátt nazistana inn í ef fólk er á annað borð að útskýra táknið og fjalla um sögu þess. Notkun nazistana er órjúfanlegur þáttur í sögu táknsins. Hinsvegar sé ég ekki þörfina fyrir því hjá svona ungu barni.

Lilith | 2. feb. '08, kl: 23:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé þörfina fyrir því, þar sem svo margir tengja þetta enn eingöngu nazistum. Eins og ég segi, ég ætti ekkert erfitt með að útskýra þetta fyrir mínu barni og sé ekki að það skaði það á neinn hátt að fá að vita eitthvað um þennan part mannynssögunnar.

Blah!

Anteros | 2. feb. '08, kl: 22:53:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig færðu það út að verið sé að hampa því?

Ahura Mazda | 2. feb. '08, kl: 22:56:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þegar öllu er á botninn hvloft, þá byrjaði umræðan á því að verið var að velta fyrir sér hvort og hvernig ætti að skýra þetta út fyrir barninu. Þetta er partur af mannkynssögunni, og það ætti ekki að saka að segja barninu frá sögu þessa merkis. Það er ekki eins og það hlaupi síðan út og fari að gasa alla gyðinga sem það sér.

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:56:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski asnalega orðað, en vísa bara í fyrra svar mitt. Ef það á að tala um forna og góða merkingu þessa tákns, verður líka að minnast á Nazistana og hvernig þeim tókst að skrumskæla það. Mér finnst það bara alls ekki mega gleymast.

Blah!

Golsa | 2. feb. '08, kl: 22:30:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uss ég notaði hakakrossinn á unglingsárunum.

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:28:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Liggur á? Ég hef ekki farið í að útskýra þetta fyrir mínu barni, enda bara aldrei gefist tilefni til. En ef eitthvað svona kæmi upp ætti ég í engum vandræðum með að útskýra þetta á nokkuð einfaldan hátt.

Blah!

Ahura Mazda | 2. feb. '08, kl: 22:24:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en Hitler drap engann. Það voru bara vinir hans sem voru svona óþekkir.

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú víst, hann drap sjálfan sig.

Blah!

Ozzy | 2. feb. '08, kl: 22:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jammm

Ahura Mazda | 2. feb. '08, kl: 22:31:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg rétt. En var það þá ekki góðverk?

Lilith | 2. feb. '08, kl: 22:33:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ne, hann var bara að flýja undan réttvísinni.

Blah!

Ahura Mazda | 2. feb. '08, kl: 22:34:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst hann samt alveg ágætur. Hann var til dæmis bindindismaður, reykti hvorki nér drakk og var mjög mikill dýravinur. Það er enginn fullkominn.

musalus | 2. feb. '08, kl: 22:36:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo var hann líka grænmetisæta.....

Ahura Mazda | 2. feb. '08, kl: 22:38:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hann var líka smekkmaður á klæðnað. Nasistarnir voru nú alltaf í flottum fötum. Hugo Boss hannaði t.d. SS búningana fyrir þá.

musalus | 2. feb. '08, kl: 22:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Porsche framleiddi líka VW bjölluna að þeirra forsskrift...held að skriðdrekarnir hafi verið Porsche líka.....

Ahura Mazda | 2. feb. '08, kl: 22:48:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Porsche framleiddi einhverja skriðdreka fyrir þá, líka Daimler og Henschel. IG Farben, sem heitir í dag BASF reddaði gasinu í sturtuklefana.

RaggaH | 2. feb. '08, kl: 22:56:27 | Svara | Er.is | 0

Þetta kom upp hjá mér fyrir löngu síðan, ég útskýrði bara fyrir mínum hvað þetta stendur fyrir og áhuginn á þessu hvarf.

www.hross.blog.is

Lynx | 2. feb. '08, kl: 22:57:08 | Svara | Er.is | 0

Láttu hana snúa því við - þá er það eimskipsmerkið

Annars er þetta eldjökulgamalt mjög algengt tákn - nazistarnir bara fengu það lánað og komu óorði á það.

http://en.wikipedia.org/wiki/Swastika

Kv.

L.

Huppa | 2. feb. '08, kl: 23:10:09 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn sem er að verða 11 fór allt í einu að teikna þennan hakakross og ég útskýrði fyrir honum Hitler og allt það. Hann hefur ekki teiknað hann síðan.

En ég vissi reyndar ekki um að þetta hefði verið eitthvað eldgamalt merki.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Er eitthvað sem bannar manni að koma með gæludýr eins og hund með sér í sundlaugar í Reykjavík _Svartbakur 25.11.2022 26.11.2022 | 19:34
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022
Opna óvart scam póst :( Tryllingur 26.11.2022
Hjálp! HM000 26.11.2022
Má maður koma með eigið nammi í bíó lillion 24.11.2022 25.11.2022 | 20:46
Strætó og nýja Klapp kerfið sem átti að bjarga öllu er nú ónýtt ! ! _Svartbakur 24.11.2022 25.11.2022 | 18:18
Ungabarn,Barn,unglingur,ungmenni,fullorðinn Tryllingur 24.11.2022
búningaleiga hvellur 28.12.2006 24.11.2022 | 10:18
Ekki leyfa comment á facebook??? er það hægt?? diploma 5.11.2012 24.11.2022 | 10:15
Uppskriftir fyrir Crock Pot / slow cooker Hundastelpan 13.1.2015 24.11.2022 | 04:11
Bílapartasölur - kaupa þær af manni bíl? chichirivichi 5.5.2007 24.11.2022 | 04:04
Ísland þriðja besta landið til að setjast í helgan stein jaðraka 23.11.2022 24.11.2022 | 01:55
Halda á sér hita í úkraínu Tryllingur 24.11.2022 24.11.2022 | 01:14
Hey Fribbi wazzup? Fordfocustilsolu 23.11.2022
Pedro Hill - Pottþétt Pedro: Bestu augnablik ferilsins Pedro Ebeling de Carvalho 23.11.2022
Langar að kíkja til spákonu/miðils, plís ekki koma með ljót comment,vitið þið um einhverjar stúlkan sem starir á hafið 18.7.2017 22.11.2022 | 22:27
Ísland friðasta landið í heiminum Tryllingur 20.11.2022 22.11.2022 | 21:43
Rósakál? Ráðalítil 18.9.2007 22.11.2022 | 09:14
rósakál með jólamatnum? kurekastelpa 23.12.2007 22.11.2022 | 09:13
Tannplantar - verð? FmLísa 16.11.2022 22.11.2022 | 07:45
Hvar Er Best að Kaupa Hrillingsmyndir Fyrir VHS? MostlyRetroShit 21.11.2022
Djúphreinsun á Teppum - Skúfur skufurteppahreinsun 21.11.2022
Comment á dv SantanaSmythe 29.1.2015 21.11.2022 | 09:11
sjampó-hárnæring í skylagoon? Selja2012 20.11.2022
Róleg tónlist spiluð á píanó - Sonur minn Pedro Ebeling de Carvalho 20.11.2022
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022
ÓE miða á Aron Can gudrunia 19.11.2022
2 miðar á Aron Can afmælistónleika bigga777 14.11.2022 19.11.2022 | 01:28
Árásin á Bankastræti Club _Svartbakur 18.11.2022 18.11.2022 | 23:44
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 17.11.2022 | 12:32
Ekki fara þangað til Raufarhafnar i ferðalag Hollaweber 14.8.2022 17.11.2022 | 12:03
Barn fætt í viku 31 Skottalitla 24.4.2005 17.11.2022 | 01:32
Sala hlutabréfa í Íslandsbaka. _Svartbakur 16.11.2022
Sjampó fyrir hárlos Aura Pain 9.11.2022 15.11.2022 | 17:15
Er að leita af notuðum kynlífleikföngum aftereight 15.11.2022 15.11.2022 | 11:47
Kven-tuxedo? Sorellina 15.11.2022
Kulnun janefox 22.10.2022 15.11.2022 | 02:00
Einfaldur ísskápur með klakavél! regazza 14.11.2022
Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar _Svartbakur 13.11.2022 13.11.2022 | 19:00
Hvers vegna er svona stór hluti Íslendinga svona illa gefnir eins og sjá má á skrifum hér ? _Svartbakur 11.11.2022 13.11.2022 | 17:27
gænar inni/úti seríur vestursveit2 13.11.2022
Systkinabörn egillvalla 30.12.2013 13.11.2022 | 00:15
Lag Þursaflokksins "Fyrst var ekkert" í flutningi mínum Pedro Ebeling de Carvalho 13.11.2022
Vantar barnapíu í Grafarvogi -húsahverfi mæsímó 10.1.2007 12.11.2022 | 13:18
Tómas á Alþingi VValsd 30.12.2021 11.11.2022 | 15:52
Af hverju eru Íslendingar svona illa gefnir og heimskir? spikkblue 6.3.2020 11.11.2022 | 11:13
Jóladagatal - fyrir dömuna? bílaþvotturtedda 11.11.2022
Hakakrossinn Steina67 2.2.2008 10.11.2022 | 11:00
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.11.2022 | 10:52
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 10.11.2022 | 04:03
Síða 1 af 26919 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, tinnzy123, rockybland, Bland.is, Atli Bergthor, Óskar24, Guddie, krulla27, Gabríella S, MagnaAron, RakelGunnars, Anitarafns1, joga80, aronbj, karenfridriks, mentonised, superman2, tj7, barker19404