Hárgreiðslustofa sem rukkar ekki eftir kyni

Srta Morales | 16. maí '15, kl: 14:01:28 | 782 | Svara | Er.is | 11

Hæ. Vitiði um einhverja góða hárgreiðslustofu sem er með sömu gjaldskrá fyrir konur og karla? Allt í einu er ég búin að fá nóg af því að borga sérstakt álag fyrir vinnu iðnaðarmanns vegna kyns og ætla að hætta því.


Random dæmi af internetinu: Svavar meistari á þessari stofu klippir karl fyrir 6700, en hækkar verðið um 71% upp í 11.500 ef það sest kona í stólinn hjá honum. Af hverju er þetta álitið eðlilegt?
http://www.senter.is/

 

Ígibú | 16. maí '15, kl: 14:03:26 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki um neina stofu sem gerir þetta ekki. Sem er frekar fúlt fyrir mig t.d. þar sem ég er örugglega með minna hár en margir karlmennirnir sem borga samt minna :(

Andý | 16. maí '15, kl: 14:03:59 | Svara | Er.is | 2

Ég hef oft pælt í þessu og aldrei skilið hvernig stofur bara komast upp með þetta árið 2015! Kannski því bara tökum þessu þegjandi og hljóðalaust, ha!?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Srta Morales | 16. maí '15, kl: 14:06:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hættum því þá.

Andý | 16. maí '15, kl: 14:11:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já! Gerum alþjóðlega byltinu, ég skal taka vesturstönd Svíþjóðar!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Raw1 | 16. maí '15, kl: 14:05:45 | Svara | Er.is | 4

Ég borga alltaf fyrir "karlaklippingu" í Carino, þar sem hliðarnar á mér eru rakaðar, ekkert klipptar. Kostar mig 3800kr að klippa hárið.

Kaffinörd | 16. maí '15, kl: 15:06:14 | Svara | Er.is | 0

Shitt ég borga næstum það sama fyrir klippingu og litun og bara herraklippingin kostar hjá þessum Svavari

holyoke | 17. maí '15, kl: 19:53:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvert ferð þú? :O

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Stúdíó Hallgerður

Kaffinörd | 16. maí '15, kl: 15:11:05 | Svara | Er.is | 0

Vá ég get farið 2 sinnum á mína stofu í klippingu og litnu fyrir það sama og eitt skipti kostar á þessari senter stofu. 

hillapilla | 16. maí '15, kl: 15:26:11 | Svara | Er.is | 2

Ég get alveg skilið verðmun eftir klippingum, meira mál að klippa í styttur og dúll en að raka bara hliðarnar og stytta að ofan. Ég myndi hreinlega bara biðja um herraklippingu ef það væri það sem ég vildi ef hárgreiðslustofurnar geta ekki metið umfang klippingarinnar út frá... já, umfanginu.

Srta Morales | 16. maí '15, kl: 15:43:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eitthvað verulega bogið við það ef fagfólk getur ekki lagt mat á umfang verks og rukkar bara eftir einhverju sem kemur verkinu sjálfu ekkert við. Það er eins og að dekkjaverkstæði verðlegði umfelgun eftir hæð viðskiptavinar eða tannlæknir rukkaði fólk út frá stjörnumerki. 

hillapilla | 16. maí '15, kl: 19:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er "pínu" spes...

hillapilla | 16. maí '15, kl: 15:27:28 | Svara | Er.is | 0

Annars er þessi verðmunur sem þú nefnir út í hött sko, þó það sé rakstur annars vegar og styttuklipping hins vegar.

jsg80 | 16. maí '15, kl: 20:00:44 | Svara | Er.is | 0

Það þarf að "vinna,, miklu meira með kvenmanshár heldurðu en kk. Þarf oft að þvo og blása og greiða og slíkt... Fer meiri tími og vinna.

hillapilla | 16. maí '15, kl: 20:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 23

Einmitt, "oft"... ekki alltaf. Spurning um að rukka fyrir þjónustuna sem veitt er en ekki eftir kyni kúnnans..?

Srta Morales | 16. maí '15, kl: 20:46:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er eðlilegast að hafa það sér á verðskrá svo að þau sem vilja geti fengið þá þjónustu og borgað fyrir hana. Reyndar held ég að svona sé yfirleitt ekki innifalið, virðist a.m.k. ekki vera það á stofunni sem ég linkaði á.


Ég persónulega er ekkert fyrir svona dúllerí þegar ég fer í klippingu og ég get ómögulega séð neitt sem réttlætir þetta álag á þá þjónustu sem ég kaupi. 

nerdofnature | 17. maí '15, kl: 22:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona er yfirleitt innifalið. En svo bjóða stofurnar upp á að koma til þeirra bara í þvott og blástur, þess vegna er þetta líka sér á verðskránni.

Felis | 18. maí '15, kl: 11:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju ætti að þurfa að gera það oftar fyrir konur ef að aðilarnir eru með svipað hár og svipaða klippingu? 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bert | 18. maí '15, kl: 15:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég og kærastinn höfum farið í klippingu á sömu stofu á sama tíma. Hann reyndar fór aðeins á undan mér og var búin á eftir mér. Þegar kom að því að borga reikninginn var mín klipping mun dýrari (munaði 2000 kr) þó svo að það hefði farið minni tími og minni vinna í mitt hár. Konurnar gátu ekki svarað fyrir það afhverju ég þyrfti að greiða hærra gjald. Reyndi þó að segja að annað væri herraklipping, sem fól í sér að þurfa að nota skæri og rakvél og meiri nákvæmnisvinnu en að særa rétt af mínu hári (engar styttur eða vesen). Þetta er rugl!

Máni | 16. maí '15, kl: 20:28:06 | Svara | Er.is | 0

Þetta er svona í Danmörku líka. Þetta fór þar fyrir einhverskonar stjórnvald, mögulega verðlagseftirlit, man ekki alveg, og var dæmt löglegt.

nefnilega | 16. maí '15, kl: 21:02:21 | Svara | Er.is | 3

Svo er hárgreiðslufólk hneykslað á fólki sem klippir sig bara sjálft.

Dreifbýlistúttan | 18. maí '15, kl: 11:44:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það?

Srta Morales | 17. maí '15, kl: 15:21:17 | Svara | Er.is | 0

Er svona stofa í alvörunni ekki til?

fjörmjólkin | 17. maí '15, kl: 22:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sorry en ég man ekki nafnið en pinkulítil stofa sem er bara í bílskúr og er við hliðina á Björnsbakarí við gatnamót Miklubrautar/Lönguhlíðar (minnir mig) Er (var?) með skilti úti og þar stóð "Klipping x kr." Sem benti til þess að það væri eitt gjald á klippingu. Eins og þú sérð er ég með allar staðreyndir á hreinu en þú gætir rúntað framhjá við tækifæri og tjekkað á þessu.

Sorry að ég svari þér með svona ófullkomið svar, er bara svo sammála þér og ósátt við þetta verðlag og hef lengi verið á móti þessu og ekki farið á stofu í 3 ár vegna þessa rugls...

fjörmjólkin | 17. maí '15, kl: 22:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var gáfuð eftirá og gúgglaði. Stofan heitir Hárflikk og rukkar eftir kyni. Klapp á koll fyrir mig, skal sjá um það sjálf..

nerdofnature | 17. maí '15, kl: 22:36:22 | Svara | Er.is | 1

týpísk "herra" klippingin er fljótari en týpísk "kvenna" klippingin. 
Samt sammála að það sé asnalegt að kalla þetta "herra" og "kvenna". Gæti þess vegna verið kallað "fljótleg" og "ýtarleg?" klipping.
En það er ekkert sem bannar kvennmanni að biðja um herraklippingu.

Bella C | 17. maí '15, kl: 23:26:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það tekur lengri tíma að klipp manninn minn heldur en mig, ég er með milli sitt hár og auðvelda klippingu en samt er hann alltaf rukkaður um mun minna

nerdofnature | 18. maí '15, kl: 12:29:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hefurðu talað við þann sem klippir þig, hvort þú gætir fengið ódýrara því það tekur svo stuttan tíma?
Ég hef td fengið afslátt af barnaklippingu því strákurinn var órólegur og konan gat bara klippt að aftan, ekkert að framan.

kauphéðinn | 17. maí '15, kl: 23:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað er týbísk herra og dömuklipping og á hvaða öld ert þú

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

nerdofnature | 18. maí '15, kl: 12:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þess vegna set ég gæsalappir og bendi á að það sé asnalegt að kalla þetta herra og kvenna

Felis | 18. maí '15, kl: 11:59:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

væri þá ekki eðlilegra að rukka eftir tíma sem fer í klippingu? 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nerdofnature | 18. maí '15, kl: 12:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, mér þætti það eðlilegra. Hvort sem það sé gert sem X kr pr mín eða eins og ég sagði fljótleg klipping vs ítarleg klipping.

Nói22 | 18. maí '15, kl: 12:29:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessu er ég ekki sammála. Karlmenn geta verið með styttur alveg eins og konur. Konur geta verið með stutt hár alveg eins og karlmenn.


Það ætti frekar að rukka fyrir vinnuna heldur en kynið.

nerdofnature | 18. maí '15, kl: 12:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Again. Ég er sammála því eins og kemur fram í innlegginu

lagatil | 17. maí '15, kl: 23:18:07 | Svara | Er.is | 0

Eru kvennmenn með erfiðara hàr?
(Meina þà þessar sem eru stutt klipptar)

bdi | 18. maí '15, kl: 14:56:57 | Svara | Er.is | 0

ætli þetta sé ekki bannað ?
er þetta ekki mismunun á grundvelli kyns?

amazona | 18. maí '15, kl: 19:06:48 | Svara | Er.is | 0

Ég læt klippa mig á Rakarastofunni Dalbraut

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Síða 10 af 47896 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Guddie, Hr Tölva, paulobrien