Harmsögur feðra

neutralist | 5. feb. '17, kl: 15:26:35 | 2822 | Svara | Er.is | 4

Það virðist vera í tísku núna að forsjárlausir feður komi fram opinberlega í fjölmiðlum undir fullu nafni, og jafnvel með nafni og mynd af barni sínu að auki, og saki barnsmæður sínar um tálmun. Þær svara yfirleitt ekki fyrir sig, hvort sem það er vegna sektar eða til að vernda börnin fyrir frekari umfjöllun.

Dofri Hermannsson gerði þetta eins og frægt er orðið og sakaði fyrrum konu sína einnig um ofbeldi gegn sér. Friðgeir Sveinsson skrifaði tilfinningaþrungnar greinar fyrir rúmu ári um að hann hefði verið "drepinn frá" dóttur sinni og birti fullt nafn hennar opinberlega. Svo kom reyndar í ljós að sama ár og barnsmóðir Friðgeirs sleit samskipti við hann var hann handtekinn vegna kannabisverksmiðju sem hann rak, auk þess sem hann hefur tvisvar tapað forræðismálum fyrir dómstólum, en hvað um það.

Nú stígur Ólafur Willam Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips fram með nafn og mynd af dóttur sinni, sem hann segist hafa barist fyrir í ellefu ár en megi ekki hitta. Segir hann fullum fetum að móðir stúlkunnar hafi "tálmað umgengni hennar" við hann "á hverju ári í ellefu ár". Þetta birtir hann sem opna færslu á Facebook, sjáanlega öllum, ásamt mynd af stúlkunni og nafni hennar. Yfir þrjú þúsund manns hafa deilt þessu. Myndir á síðu hans sýna þó að umgengnin hefur greinilega verið einhver á þessum 11 árum, en hvað um það.

Hvað finnst ykkur um svona opinberunarskrif? Er allt í lagi að birta einhliða ásakanir á hendur foreldri barns opinberlega og opinbera í leiðnni nafn barnsins og birta jafnvel auðþekkjanlega mynd af því með? Er líklegt að það hafi góð áhrif á samskiptin eða líðan barnsins? Er alltaf víst að alltaf sé verið sé að segja 100% satt þegar foreldri setur sjálft sig í svona fórnarlambshlutverk með opnberri umfjöllun?

 

neutralist | 5. feb. '17, kl: 16:10:01 | Svara | Er.is | 9

Engin sem þorir að tjá sig? Ég er ekki að sækjast eftir því að fólk tjái sig um þetta tiltekna mál, heldur þessa tísku eða bylgju feðra sem koma fram með opinberar ásakanir og birta með mynd og nafn barns.

Nú þekki ég eina konu sem hefur verið sökuð um tálmanir. Það sem allir nákomnir vita og barnsfaðirinn líka, er að barnið vill ekki umgangast hann vegna ofbeldis sem hann beitti móður þess að barninu ásjáandi. Enda hefur sá maður ekkert sóst eftir umgengni. Hann hins vegar segir öllum sem spyrja að umgengnin sé tálmuð, því að það er auðveldara en að segja að barnið vilji ekki hitta hann vegna þess að hann sé ofbeldismaður.

Bakasana | 5. feb. '17, kl: 16:47:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Er þetta ekki bara eins og gengur og gerist með ofbeldi eða misbeitingu valds innan fjölskyldna. Það þarf einn eða tvo til að opna umræðuna og þá fyrst þora hinir að segja frásinni upplifun. Ég veit ekkert hvað er satt og logið í þessum tilteknu málum frekar en ég veit hvað fer fram þegar feður kúga barnsmæður sínar. En mér finnst lítið úr gert þegar er talað um þetta sem tísku. 

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 16:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

ég hef verið "tálmunarmóðir" fyrir löngu síðan. Þar var umgengnin regluleg í stuttan tíma og svo engin í langan tíma sem byrjaði yfirleitt með því að símanum var ekki svarað daginn fyrir umgengnina. Barnið gat verið að bíða og pabbinn kom ekki. Þegar barnið var orðið fært um að tjá tilfinningar sínar kom í ljós hunsun og vanræksla og barnið t.d. hringdi í mig til að vita hvað það ætti að gera þegar það var skilið eftir með smábarn sem pissaði undir af því að það hafði enga leið til að ná í pabba sinn. Ég spurði síðan barnið hvort við ættum kannski ekkert að hringja í hann af fyrra bragði, það liðu nokkur ár. Allan þennan tíma talaði hann við aðra eins og ég væri að tálma og hann ætti svo bágt.

larfur1972 | 5. feb. '17, kl: 16:58:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Er það ekki frekar að menn hafa ekki neinn annan vettfang til að koma svona á framfæri.. Munið það að það eru mörg dæmi þar sem góðir menn fá ekki neina umgengni bara vegna haturs móður. Ég hef staðið í svona máli í 2 ár núna og ekkert gengur né rekur. Sonur minn sem er 4 ára þekkir mig ekki lengur og sársaukinn sem ég hef gengið í gegnum er mikill og viðvarandi.Ég hef reynt allt en nú er svo komið að ég þarf væntanlega að sætta mig við að ég fái ekkert af þeim að vita fyrr en þeir eru sjálfráða.

neutralist | 5. feb. '17, kl: 17:02:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ef hann er búinn að sætta sig við að sjá barnið ekki aftur, hvers er hann þá bættari að birta mynd og nafn barnsins opinberlega? Mér finnst það nefnilega bera vott um tillitsleysi og sjálfhverfu sem fær mig til að efast um að hann sé jafn saklaus og hann lætur líta út fyrr.

Foreldri sem setur hag barnsins í fyrsta sæti myndi ekki vanvirða einkalíf þess með svona nafn- og myndbirtingu.

Zagara | 5. feb. '17, kl: 19:18:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

En geturðu sett þig í spor þess sem er beittur tálmunarofbeldi og allir segja honum að grjóthalda kjafti því annars bitni það á barninu? Það er líka rosaleg kúgun að lögheimilisforeldri sé frjálst að eitra barnið og hitt foreldrið má aldrei segja neitt opinberlega því þá er það foreldri brennt á báli.


Það er nefnilega skelfilega mikið valdaójafnvægi í málefnum skilnaðarbarna og að mínu mati þyrfti að láta börn fá einhvers konar umboðsmann eða eitthvað sambærilegt við réttargæslumann. Jafnvel að skikka BVN til að eiga aðkomu að þessum málum því þau ættu sum hver að vera BVN mál. Það þarf að geta skikkað lögheimilisforeldri til þess að taka þátt í sáttaferli því eins og staðan er í dag þá getur það foreldri neitað öllu og komist upp með það. Á endanum ráðleggur sýslumannsembættið umgengnisforeldrinu bara að bíða eftir að barnið fullorðnist.

neutralist | 5. feb. '17, kl: 20:27:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, ég myndi alltaf reyna að hugsa um barnið en ekki sjálfan mig og sleppa þvi alla vega að birta nafn og mynd af barninu opinberlega.

Myken | 14. feb. '17, kl: 22:39:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski er þetta í von um að þegar barnið er nógu gamalt að það rekist á þetta og sér að pabba var ekki alveg sama og hefur þá samband

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

safapressa | 22. feb. '17, kl: 23:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já og allir vinir og hver sem barnið á eftir að kynnast í framtíðinni og googlar það sér þetta... er það gott fyrir barnið?

Nói22 | 22. feb. '17, kl: 23:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og allar fréttirnar um málið (t.d núna á Vísi og kommentin fyrir neðan um hvað mamman sé vond manneskja). Sé ekki hvernig það sé gott fyrir barnið að sjá það.

safapressa | 22. feb. '17, kl: 23:39:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Akkurat.

Myken | 23. feb. '17, kl: 15:00:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en sé ég ekki hvað það skiftir máli þar sem ef annað eða bæði foreldrar eru nafngreyndir þá er nú ekki flókið að finna út hvað börnin heita..

En ég er alls ekki að segja að það sé rétt að nafngreina þau eða myndbyrta ég var bara að benda á afhverju fólk gæti fundist það þurfa þess

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

noneofyourbusiness | 23. feb. '17, kl: 15:29:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er samt algerlega eigingjörn hugsun, sem er fyrst og fremst út frá líðan foreldrisins, en ekki út frá hag barnsins.

Myken | 23. feb. '17, kl: 15:31:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

gulli81 | 5. jan. '19, kl: 03:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða þá hugsað með hagsmuni barnsins í huga seinna meir. Ef til dæmis tálmunin hafi verið gerð í hefndarskyni, svo fellur faðir hugsanlega frá af einhverjum ástæðum, væri þá ekki ákveðin huggun í því fyrir einstaklingin sem ekki skildi hvers vegna  pabbinn var ekki til staðar og að barnið sem kannski var talið trú um að pabbinn sem sé fallinn frá hafi ekkert viljað með það gera hafi að minnsta kosti reynt allt til þess að fá að njóta samvista við það? Einstaklingurinn gæti þá að minnsta kosti fengið einhver svör með einföldu googli við því sem kannski hefur nagað hann að inna árum saman?

neutralist | 6. jan. '19, kl: 01:02:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var engin tálmun í þessu máli, hefur komið fram fyrir dómi.

gulli81 | 6. jan. '19, kl: 02:23:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var ég að halda því fram? Ég var nú bara svona að meina almennt, kannski hefði ég átt að vera aðeins skýrari með það. Ég held að það hljóti að vera flestum ljóst að það er ekki tálmun í gangi þegar barnið er hjá umgengnisforeldrinu. Í þessu máli má lesa í dómnum að hegðun beggja foreldra var algjörlega fyrir neðan allar hellur og í raun er það mjög furðulegt að barnið hafi hreinlega ekki verið tekið úr þeim aðstæðum að þurfa að vera bitbein í deilum foreldra sinna og sett í skammtímavistun á meðan báðir foreldrar kæmust aðeins niður á jörðina. Mín skoðun er sú að ef svona staða kemur upp hafa hvorugt foreldranna ekkert með umgengni við barnið að gera.

safapressa | 23. feb. '17, kl: 21:19:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já þess vegna finnst mér svona mál aldrei eiga heima í fjölmiðlum, ég segi það ekki að ég skilji ekki af hverju fólk gerir þetta, eflaust til að reyna allt, en það þýðir samt ekki að það sé rétt eða gott fyrir barnið.

Myken | 14. feb. '17, kl: 22:38:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lögheimilisforeldri er frjálst að eitra barnið finnst mér rangt orðað því það er engum frjálst að gera það en hinsvegar á það betri aðgegni til þess og þeir sem eru svo barnalegir og sjálfkverfir gera það því miður..

og já oft ætti bvn að koma að þessum málum og það er heldur ekki rétt að í dag eða nokkurtíman sé það þannig að það sé bara lögheimilisforeldri eða forræðisforeldri sem getur neitað öllu og komist upp með það..
Veit ekki betur en hitt foreldrið getur verið jafn erfitt og neitað og ekki mætt og þar eftir götunum..

Það eru alltaf minnst tvær hliðar á öllum málum ekki gleyma því og þeir sem verða fyrir mestum skaða þegar foreldrar geta ekki unnið saman eru börnin..

Ég veit um dæmi þar sem faðirin hafði ENGAN áhuga á barni af fyrra sambandi aldrei haft og til að losna við að sú sem hann væri með og hennar fjölskilda væri að skifta sér af þá laug hann upp á barnsmóðir sína að hún væri að tálma samband hans við barnið gekk svo langt að falsa bréf og sendi sjálfum sér til að geta sýnt fram á að hún væri að tálma sambandið..

Samband mitt við minn barnsföður var ekki upp á marga fiska en ég gerði það sem ég gat eins lengi og ég gat til að ýta undir að hann tæki barnið og hefði samband við það..En það er í raun lítið sem maður getur gert þegar að foreldrið neitar að taka barnið aukalega utan við pabba helgar á sumrin eða um jóla eða páskafrí eða lengri hegar  en frá fös til sun þegar það er frí á mánudegi eins og hvita sunnuhelgar..

Jú eg hefði getað farið til sýslumans og fengið úrskurð en hvað hefði það bætt..   ég hafði ekki mikin áhuga á að senda barnið mitt til fólks sem vildi greinilega ekki hafa það meira en það þurfti og komst upp með.

Enda var það fljótt að grípa tækifærið og fékk ástæði til að slíta öllu sambandi við barnið sem þá var reindar orðið 18 ára..

og þetta stíngur en sem betur fer á barnfaðirin góða fölskyldu sem er í góðu sambandi við barnið en það sárasta er að það á systkini sem fá ekki að kynnast henni eða hún þeim... ekki eðlilega að minnsta kosti..

En svona er það þegar fólk er sjálfshverft..

en ég veit líka það eru til mæður sem vilja ekkert með börnin sín hafa og bæði mæður og feður sem nota börnin sín sem peð í valdabaráttu og þeir sem verða verst úti eru börnin sjálf og jafnvel ömmu og afar , hálfsystkyni og stjúpsystkinni...


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

noneofyourbusiness | 23. feb. '17, kl: 15:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

heldur þú sem sagt að umgengnisforeldri geti ekki talað um lögheimilisforeldri þegar barnið er í umgengni?

Myken | 23. feb. '17, kl: 15:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sagi ég það?

eina sem ég sagði er að lögheimilisforeldri hefur betra aðgegni til þess..og þá er ég ekki að tala um þar sem barnið er 50/50 hjá foreldrum heldur þar sem umgengisforeldri hefur aðrahvora helgi og eitthvað sumar og jólafrí..

En ef foreldrið ætlar sem að eitra hug barnsins þá að sjálfsögðu skiftir engu hvor þeirra það er..
en það sagt þá hefur það foreldri sem barnið er meira hjá betri aðstæður til að rétta með gjörðum sínum það sem hitt reynir að eyðilegja þegar það getur...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Alfa78 | 6. feb. '17, kl: 12:52:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hann er að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Ekki barnið

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 17:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

málið er að það að viðkomandi fari með þetta í löngum bréfum á netið, hvað þá með mynd og nafnbirtingar sem mér finnst alveg forkastanlegt, segir ekkert til um það hvort hann sé að segja rétt frá staðreyndum. Ég veit um dæmi eins og mitt og ég veit líka mjög sorgleg dæmi þar sem er kerfisbundið tálmað og grafið undan trausti barnsins í garð föðurins. Ég veit líka um dæmi þar sem móðirin hefur ekki lagt í slaginn og hefur sett barn til föður þess til varanlegs skaða. Hvað af þessu er algengara en annað hef ég ekki hugmynd um.

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 17:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

eitt af því sem gerir þetta flókið er að svona tálmunarásakanir geta verið beint framhald af ofbeldi það sem viðkomandi er vanur að halda fram við og um lögheimilisforeldrið að það sé klikkað og lygið í samhengi við kúgun, andlegt og/eða líkamlegt ofbeldi. Þetta geta verið mjög vel máli farnir einstaklingar sem hljóma sannfærandi við aðra á meðan lögheimilisforeldrið er brotið að reyna að ná sér en þarf að verja sig fyrir svona ásökunum og sannfæra fólk um að þetta sé ekki rétt. Fólk í þessari stöðu fer ekki í slagsmál á síðum fjölmiðlana til að verja sig fyrir ofbeldismanni.

Zagara | 5. feb. '17, kl: 19:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Lögheimilisforeldrar þurfa ekki að segja neitt því þeir aðilar eru nánast ósnertanlegir eins og kerfið er í dag.

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 19:28:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

finnst þér að þessi ágreiningur eiga vera leystur á forsíðu DV?

Zagara | 5. feb. '17, kl: 19:34:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Miðað við að svona frásagnir eru að aukast, hvort er séns á að það sé vandamál í kerfinu eða að það séu svona rosalega margir barnsfeður klikkaðir?


Ef við gerum ráð fyrir að það séu dæmi um bæði, þá er það samt nóg til þess að láta skoða hvort það megi bæta þennan málaflokk. Sýslumannsembættið er eitt það ómanneskjulegasta fyrirbæri sem ég hef kynnst og að þessi aðili eigi að aðstoða við að leysa vandamál skilnaðarbarna er frekar glatað. Sáttameðferðin er framför en engu að síður, þá ræður lögheimilisforeldrið alveg hvort það vilji taka þátt eða ekki. 

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 19:41:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

hvort heldurðu að það sé líklegra að svona mál séu að aukast eða þessi tegund af blaðamennsku er að verða vinsælli? Miðlarnir hanga inni með athugasemdir við svona fréttir þó að þær séu löngu farnar úr böndunum og þetta verður svona "team hann" af því að ég hef lent í þessu með viðeigandi "feministatussur" og allt það eða "team hún" af því að ég hef lent í þessu með "þið eruð allir svona svínin ykkar". Þú heldur að þetta sé raunverulegur flötur á umræðu?

Þetta hefur verið stundað í mörgum löndum í áratugi á meðan "þau lönd sem við viljum bera okkur við" er þetta ekki eins sjálfsagt.

Zagara | 5. feb. '17, kl: 19:58:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég sagði ekki að þessi mál væru að aukast. Ég var að benda á að feður sem hafa lent í svona eru farnir að þora að koma fram. Það er stórt skref fyrir marga því það eru rosalegir fordómar eins og þessi þráður sýnir svart á hvítu.


Það eru til klikkaðir feður og það eru til klikkaðar mæður. Ég hef t.d. séð marga dóma þar sem BVN er að svipta einstæðar mæður forsjá tímabundið eða ótímabundið. Mér  finnst betra að reyna að gera kerfið betra heldur en að kenna fólki um. Kerfið býr til mjög mikið valdaójafnvægi milli foreldra eftir skilnað og á sama tíma er það ekki gott í að leysa úr því ef samvinna fer að ganga illa.

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 20:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

það er þá jákvætt og eðlilegt að menn komi fram í fjölmiðlum, myndbirti og nafngreini börnin sín og ásaki mæðurnar um ofbeldi sönnunarlaust og enginn formlegur aðili má eðli málsins samkvæmt tjá sig um málið?

Zagara | 5. feb. '17, kl: 20:10:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sé að þú kýst að svara engu sem ég segi varðandi gagnrýni á kerfið. Þú ert líklega viljandi að reyna að finna fleti til þess að réttlæta það að fordæma menn sem eru margir hverjir mjög örvæntingarfullir?


Stundum eru menn að setja eitthvað fram opinberlega í veikri von um að börnin þeirra finni skilaboðin þegar þau hafa þroska til. 


Ég veit um mörg dæmi þar sem fólk er að ásaka annað fólk um ofbeldi án sannana. T.d. konur sem ásaka fyrrverandi maka um ofbeldi. Ég sé aldrei svona svakalega miklar efasemdir þegar það kemur upp. 

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 20:26:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

við getur rætt hvort upphæð meðlags sé raunhæf eða ekki, ég hef bara engan áhuga á að fara út í eitthvað sem umræðuefnið snýst ekkert um. Nafnlausir einstaklingar að saka nafnlausa einstaklinga um ofbeldi er einhver að segja sögu ekki ásaka neinn. Aðeins annað en að koma fram undir nafni, jafnvel með flottar uppstilltar myndatökur, nafngreina barnið og birta myndir af því, jafnvel opin bréf til þess. Ef þú sérð ekki muninn þá er ekkert skrítið að þú teljir samhengi á milli svona skrípaleiks og að kerfið sé gallað

Zagara | 5. feb. '17, kl: 20:14:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara í þessum þræði eru t.d. nokkur dæmi þar sem er verið að saka feður um ofbeldi án sannana. Sé þig ekki vera að amast við því.

daggz | 6. feb. '17, kl: 00:40:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvað veist þú um það hvort það séu sannanir fyrir ofbeldinu eða ekki? Ef ég kýs að tjæa mig nafnlaust á umræðuþræði um ofbeldi sem ég varð jafnvel fyrir þá er ég ekkert endilega að láta dóminn fylgja með.


Ég get sagt það fyrir mig að það eru til sannanir fyrir öllum ,,ásökunum" mínum. Þær eiga bara ekkert erindi í fjölmiðla og/eða umræðuþræði á netinu.

--------------------------------

neutralist | 6. feb. '17, kl: 15:06:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eru þeir nafn- og myndbirtir?

T.M.O | 6. feb. '17, kl: 18:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað finnst þér svo um þróunina í þessu máli?

daggz | 6. feb. '17, kl: 23:36:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlai það sé ekki einhver rosa samsæriskenning ;) Kerfið er bara ónýtt! 

--------------------------------

T.M.O | 7. feb. '17, kl: 01:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er ennþá að bíða eftir svar.... það er bara grafarþögn

daggz | 7. feb. '17, kl: 17:31:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einmitt bara búin að kíkja hérna inn til að sjá hvað akkeri segir. Bíð spennt!



--------------------------------

Myken | 14. feb. '17, kl: 22:43:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fór með forræði á mínu barni og sem betur fer var sagt við mig að ég þurfti ekki að samþykkja sameiginlegt forræði þegar barnsfaðirinn  sótti eftir því.
Hann sótti ekki eftir því til að fá meiri umgegni við barnið því get ég lofað þér og með umsókninni um sameiginlegt fórræði fylgdi líka með sú hótun að ef ég samþykkti ekki myndi hann sækja um fullt forræði... sem hann gerði aldrei enda hafði hann ekki áhuga á því bara að fá að stjórna og mér grunar að hann trúði því líka að með sameiginlega forræði þá þryrfti hann heldur ekki að borga meðlag..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Brindisi | 5. feb. '17, kl: 19:59:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er þetta ekki bara einn hluti þess að það er alltaf verið að tala um að útrýma þöggun og skila skömminni á gerandann, það fara svo margir í dag í fjölmiðla með sín mál, hef ekki séð svona gagnrýni á nauðgunar- eða eineltisfórnarlömb sem koma fram með sín mál jafnvel þó að með umfjölluninni sé nokkuð ljóst hver eða hverjir gerendur eru. Hinsvegar alltaf verra þegar börn eru spilinu

neutralist | 5. feb. '17, kl: 20:30:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eru nauðgunar- og eineltisfórnarlömb almennt að nafngreina og myndbirta? Því að þessir menn eru að því.

Brindisi | 5. feb. '17, kl: 20:35:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei enda segi ég ....nokkuð ljóst hver eða hverjir gerendur séu.....þetta er bara aðeins flóknara dæmi, þeir geta ekki tjáð sig án þess að fólk geti á auðveldan hátt komist að nafni barnsins því miður

neutralist | 5. feb. '17, kl: 20:45:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Bæði fyrrum dópsalinn sem skrifaði greinina í Kvennablaðiið í fyrra og þessi sem er í Nútímanum í dag gerðu meira en það - þeir hreinlega birtu nöfn og myndir dætranna. Fólk þurfti ekkert að "komast að" neinu. Nöfnunum var flaggað í dramaskrifum pabbans.

Bara það að einhver maður skuli gera það segir mér að hann sé að hugsa meira um sig sjálfan og eigið drama, heldur en hag barnsins.

Brindisi | 5. feb. '17, kl: 21:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég er ekki hlynnt nafnbirtingum barna en maður spyr sig hvað geta feður gert þegar allt annað er reynt, finnst þetta samt ömurlegt

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 22:20:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þér finnst nafnbirtingar barna þá vera réttlætanlegar og bera árangur?

neutralist | 5. feb. '17, kl: 16:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki nefnilega líka svipuð dæmi. Ég þekki tvö dæmi þar sem mæður hafa gert umgegni erfiða út af (að því að virðist alla vega) bara gremju eftir skilnað. En ég þekki fleiri dæmi þar sem konur hafa verið sakaðar saklausar um tálmun.

Til dæmis þekki ég móður sem hætti að senda barnið sitt í umgengni af því að faðirinn var fallinn og kominn aftur í neyslu. Hún var samt úthrópuð af ættingjum hans sem tálmunarmóðir. Ég þekki líka móður sem var beitt grófu ofbeldi af barnsföður í sambúðinni og að barninu ásjáandi. Hún leyfði samt umgengni eftir sambúðarslit, en þegar barnsfaðir beitti hana ofbeldi að barninu viðstöddu þegar hann var að skila barninu of seint og hún leyfði sér að gera athugasemd við það, hætti barnið að vilja fara til hans og hún neyddi það ekki til þess.

Ég þekki líka mann sem hirti ekkert um umgengni en sagði öllum að hann væri tálmaður af því að það leit betur út en að segja að hann nennti ekki að vera með krakkann.

tóin | 5. feb. '17, kl: 17:34:16 | Svara | Er.is | 2

Er ekki bara einfaldlega algengara að fólk opni sig um ofbeldi sem það er beitt - hvort sem það eru harmsögur feðra eða harmsögur kvenna eða aðrar harmsögur.  Umræðan opnari í dag en hún hefur verið hér áður fyrr.

Ég er hins vegar mótfallin myndbirtingu af börnum, sama hvort foreldrið er að tjá sig.

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 17:47:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það sem brenglar þetta er að þetta opnar líka fyrir athyglissjúka siðblindingja. Þess vegna kemur vafinn. Maður fer að lesa í frásögnina hvort hún er "sannfærandi", hvort maður þekki eitthvað til. maður setur fullt af sínum eigin pælingum og lífsreynslu inn í söguna og kemur svo út með einhverja niðurstöðu sem getur verið jafn röng eins og rétt.

tóin | 5. feb. '17, kl: 17:54:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allar harmsögur í fjölmiðlum opna á slíkt - að sagan sem slík sé frá athyglissjúkum siðblindingja eða að þau sem komi í kjölfarið séu athyglissjúkt siðblint fólk.

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 17:59:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þess vegna er skiljanlegt að fólk efist, tilgangslaust að fólk fari á límingunum þó það hafi mismunandi skoðanir, þeir einu sem vita eitthvað eru þeir sem þekkja til

tóin | 5. feb. '17, kl: 18:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda þarf ekki að fara út fyrir notendur þessa vefsvæðis til að finna dæmi um harmþrungnar sögur þekktra nikka þar sem mörg nikk fara á límingunum yfir því hvað viðkomandi á bágt eða er mikið ógeð - og svo kemur í ljós að þetta var allt saman lygi.


Svo er það líka auðvitað þannig að sami hluturinn þarf ekki að líta eins út gagnvart tveimur aðilum - þó báðir segi satt.

T.M.O | 5. feb. '17, kl: 18:58:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég held að þetta vefsvæði sé vagga svona atburða lol

daggz | 5. feb. '17, kl: 18:28:29 | Svara | Er.is | 8

Ég get allavega sagt það að vegna minnar persónulega reynslu þá hef ég mjög takmarkaða trú á svona sögum. Ég reyni þó að halda opnum huga og dæma ekki, á hvorn veginn sem er. Vegna þess að ég veit að bara önnur hliðin segir mér eiginlega ekki neitt. Og maður er jafnvel ekkert betri með báðar hliðar. Svona mál eru oft svo flókin og erfið.


Ég hef hins vegar verið úthrópuð sem tálmunar móðir, öskrað á mig að ég væri að stela brarninu og mun verri hluti sem ég kæri mig ekki um að muna. Ég hefði alls ekkert orðið hissa ef ég sæi svona sögu um mig á netinu, það hefur svo sem komið ýmislegt fram á einkasíðu. En hvað segir það? Ekki neitt. Það að taka mynd af barninu, nafngreina það segir ekkert til um réttmæti frásagnarinnar. Reyndar ef eitthvað er þá hefur það þau áhrif á mig að ég hef minni trú á frásögninni.


Mig hefur oft klæjað í puttana og langað að standa upp og segja frá minni hlið. Ég kýs bara að gera það ekki því mér finnst það ekki þjóna hagsmunum barnsins. Þannig ég skil ekki þessar sögur, með nafngreiningu og myndum. Ég fæ bara grænar bólur. 

--------------------------------

Þönderkats | 5. feb. '17, kl: 19:17:32 | Svara | Er.is | 2

Það hafa verið skrifaðar nokkrar svona greinar um vinkonu mína og barnið hennar. Sá maður má bara hitta barnið undir eftirliti. Hann var mjög ofbeldisfullur og lamdi bæði barnið og konuna áður en hún fór frá honum. 

Ég veit auðvitað ekki hvað er satt í þessum greinum en mér finnst þetta svo sorglegt bara, vorkenni börnunum sem eru nafngreind og föst á milli deilna foreldra sinna.

stjarnaogmani | 5. feb. '17, kl: 20:33:57 | Svara | Er.is | 3

Ég tálmaði ekki umgengni en hefði átt að gera það. Faðirinn vildi ekki vera helgarpabbi og kom bara þegar hann gat að sækja börnin. Lofaði að fara með þau í bíó en þurfti svo að svíkja það vegna þess að hann fékk sér alltaf bjór eftir vinnu og orðin fullur um kvöldið. Hann fór á pöbb þegar hann tók eitt skipti börnin 7 ára og 8 ára og skildi þau eftir, kom svo um nóttina og vakti þann yngri kl 5 um nóttina og rak hann út að moka snjó. Stelpuna rak hann inn og spurði hvort hún vildi moka snjóinn þegar hún var að reyna að fá hann til að hætta þessu. Hann gaf þeim reyndar alltaf pening þegar þau báðu hann um, og var þá kannski að kaupa sér frið. Strákurinn 23 ára er ekkert sérstaklega hrifinn af pabba sínum í dag en samt umgengst hann pabba sinn og vil ég meina að börn aðlagist ótrúlegustu hlutum. Ef ég hefði tálmað umgengni þá hefði hann örugglega segja þeim að ég leyfði honum ekki að hitta þau, til að gera mig að grýlu.

neutralist | 5. feb. '17, kl: 20:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það eru nefnilega til mörg svona dæmi. Svona fyrir utan þá sem beinlínis beita ofbeldi.

Nýlega var maður dæmdur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu, en hann hafði verið framarlega í samtökum forsjárlausra feðra. Hann er ekki sá fyrsti eða sá eini úr þeim félagsskap sem dæmdur hefur verið fyrir ofbeld.

skoðanalögreglan
bogi | 6. feb. '17, kl: 11:21:55 | Svara | Er.is | 3

Ég verð að viðurkenna að ég er með fordóma fyrir þeim sem þetta gera og er því algjör hræsnari í þessu samhengi. Ég fer alltaf að hugsa um hvað ætli þessi sé ekki að segja!

Hins vegar geri ég mér alveg fulla grein fyrir því að það séu til konur og þá mæður sem eru alveg spinnigal og eru ekkert að hugsa um hag barnanna sinna. Síðan er alveg allt annað að segja frá sinni sögu (þó það sé þá alltaf auðvelt að tengja barnsmóðurina með nafni við) og greina frá ofbeldi - en fáránlegt að vera að draga nöfn barnanna sinna og setja jafnvel myndir með inn í umræðuna. Það gengur að sjálfsögðu í báðar áttir, þarna er ekki verið að hugsa um hag barnanna.

micro | 6. feb. '17, kl: 11:56:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

enda var verið að birta þessa frétt:

 

  

daggz | 6. feb. '17, kl: 12:38:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég viðurkenni að ég hló mikið inn í mér. Enda svipað og mín reynsla. Þ.e. öskrað og æpt, ásökunum hent fram en stðreyndin var sú að kerfið var að hugsa um hag barnsins og því fór sem fór. Kom engri tálmun við. Ég hugsa oft ,,glymur hæst í tómri tunnu". Sem er eiginlega frekar sorglegt því akkúrat mál feðra sem eru að nota kerfið til að beita enn frekara ofbeldi eða þeir sem koma fram með hörmungarsögur en segja bara hálfa söguna og ekki þær forsendur sem liggja raunverulega að baki. Þær sögur skemma svo mikið fyrir þeim sem eru raunverulega að glíma við raunverulega tálmun.

--------------------------------

bogi | 6. feb. '17, kl: 13:01:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Einmitt -
Ég fór líka að hugsa að nú virðist það vera ansi algengt ennþá (sé samt smá breytingu hjá yngri kynslóð en minni) að mæðurnar séu þær sem aðallega hugsa um börnin. Þær eru skutlandi í tómstundir, mæta á leiki / keppnir, eru í sjoppunum í fjáröflunum, þær er í stjórn foreldrafélaga og oftast þessar sem sjá um að skipuleggja hittinga þegar börnin eru yngri við vini. Pabbarnir kannski áhugalausir eða leyfa bara konunum að ráða því það er auðveldara ... og svo þegar það verður skilnaður þá fylgir barnið mömmunni áfram. Þannig að þetta valda ójafnvægi í samböndum frá upphafi veldur svo þessari togstreitu sem verður gjarnan við skilnað. Sum börn eru kannski lítið hænd að pöbbunum osfr. Þá getur verið erfitt að fjarlægja barn frá móður sem það er mest tengt við af öllum, einungis vegna þess að þær tálma umgengni. Er það endilega í hag barnsins, ef aðrir hlutir eru í lagi? (ekki það að mér finnist þessi hegðun í lagi, hún er auðvitað óásættanleg).

daggz | 6. feb. '17, kl: 13:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, ég er alveg sammála þér. Þessi mál eru aldrei einföld. Og ég gæti vel trúað því að þetta umönnunar ójafnvægi sem virðist enn vera svo algengt (en alls ekki algilt) spili stóran þátt.

--------------------------------

bogi | 6. feb. '17, kl: 13:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hann er sem sagt bara að segja ósatt .... díses.

Cheddar | 6. feb. '17, kl: 11:57:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vandinn er sá að það eru til bæði snarvitlausar mæður og feður sem er skítsama um hag barna sinni.

bogi | 6. feb. '17, kl: 13:02:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Auðvitað - og ég hef orðið vitni af því í mínu persónulega lífi hvernig skilnaður hefur umbreytt hegðun manneskju. Þá er um að ræða einhverskonar áfall sem veldur þunglyndi og viðkomandi er á rosalega vondum stað í lífinu, sem allir í nær umhverfinu verða fyrir barðinu á. Get ímyndað mér að þegar börn í spilinu í svona aðstæðum verði allt frekar mikið flókið.

rikkk | 6. feb. '17, kl: 13:49:59 | Svara | Er.is | 2

Það eru tvær hliðar á öllum málum og ekki smekklegt að mínu mati að setja svona lagað fram frá annarri hliðinni á opinberum vettvangi. Ég get heldur ekki séð hvað þetta getur bætt fyrir barnið.

neutralist | 6. feb. '17, kl: 15:11:05 | Svara | Er.is | 2

"Nútíminn harmar að hafa birt fréttina án þess að kynna sér allar hliðar málsins og biður alla hlutaðeigandi afsökunar. Samkvæmt samkomulagi staðfestu af sýslumanni hefur faðirinn notið ríkrar umgengni. Engin gögn sýna fram á umgengnistálmanir.

Af gefnu tilefni er umgengni barnsins við föður sinn nú til meðferðar hjá þar til bærum yfirvöldum og eftir því sem Nútíminn kemst næst bendir ekkert til annars en að meðferð yfirvalda byggist skýrlega á forsendum barnsins. Gögn sýna að sem lið í meðferð yfirvalda hitti Ólafur á barn sitt í síðustu viku."

Sem sagt, hann hitti barnið í síðustu viku og hefur notið "ríkrar umgengni". Nú er umgengni barnsins við föður sinn "af gefnu tilefni til meðferðar hjá þar bærum yfirvöldum," en það eru "engin gögn sem sýna fram á umgengnistálmanir."

Miðað við þetta var maðurinn hreinlega að ljúga blákalt. Til hvers? Skapa sér samúð? Herja á barnsmóðurina? Skýra af hverju hann fær mögulega ekki að hitta barnið jafn oft í náinni framtíð (ef ofangreind meðferð leiðir eitthvað neikvætt í ljós)? Því getur hann einn svarað, en þetta er alla vega stórundarlegt.

Þetta mál ætti að kenna fólki að trúa ekki einhliða frásögn í blindni, sérstaklega ef sú frásögn virðist vera mjög sjálfsmiðuð.

agustkrili2016 | 6. feb. '17, kl: 19:48:10 | Svara | Er.is | 3

Umræðan sem er í gangi núna er um óréttmætar umgengnistálmanir, hvort sem það er faðirinn eða móðirinn sem er að lenda í tálmuninni. Þá er verið að tala um að það að foreldrið sem fær ekki að umgangast barnið sitt, vegna tálmana forsjársforeldris, er samt sem áður fullfært um að hugsa um og umgangast barnið sitt jafnt á við forsjársforeldrið.

Umræðan snýst einnig um það að kerfið okkar er meingallað á þann hátt að annað foreldrið (yfirleitt móðirin) geti bannað umgengni við hitt foreldrið. Í grunninn á barn sem á tvo foreldra jafnan rétt á að umgangast þau bæði og báðir foreldrar eiga að eiga jafn mikinn rétt gagnvart barni sínu. Það er síðan allt annað mál hvort að foreldrið sé ekki hæft að hugsa um barnið, þá á að fá úrskurð hjá sýslumanni um að þetta foreldri hafi ekki rétt á að umgangast barnið sitt. Það á ekki að vera þannig að hæft foreldri eigi að þurfa að berjast í mörg ár til þess að fá að umgangast barnið sitt EINUNGIS vegna þess að forsjársforeldri tálmar.

Það ætti að vera þannig að þegar barn fæðist sem á bæði móður og föður sem vilja hugsa um það (það kemur fyrir að foreldri neitar barninu sínu, því miður) að þá er það sjálfkrafa skráð barn beggja foreldra, ekki bara móður. Barnið ætti að geta átt tvö lögheimili ef foreldrar eru ekki í sambandi/sambúð. Á allann hátt ættu báðir foreldrar að eiga jafnan rétt gagnvart barninu sínu. Það er ekki raunin því miður.

Ég er ekki í sambúð. Ég sjálf þurfti að feðra barnið mitt þegar það fæddist og lengi vel var sonur minn ekki með föðurnafnið heldur endaði nafnið hans á mínu nafni. Faðir hans er jafn fær og ég til þess að hugsa um hann, en það þurfti að gera umgengnissamning og óska um sameiginlega forsjá. Pabbi stráksins míns hafði engan rétt gagnvart nýfædda barninu sínu. Ég hefði getað neitað syni mínum að fá að hitta föður sinn og tálmað umgengni, einnig hefði ég getað nefnt strákinn minn án nokkurs samþykkis föður hans. Þetta er ekki eðlilegt. Árið er 2017.

Ég fagna allri umræðu um þessi málefni. Þessir feður sem koma opinberlega fram eru að reyna bæta samfélagið sem við lifum í og fá fólk til að opna augun. Þeir eru ekki bara að hugsa um sjálfa sig. Setjið ykkur í þeirra spor. Þið hafið gert allt til að fá að hitta barnið YKKAR en ein manneskja stendur í veg fyrir því að barnið ykkar fái ást og umhyggju frá ykkur. Mögulega vegna gremju eða afbrýðisemi eftir sambandsslit o.s.frv. Þú ert réttindalaus, þú getur ekkert gert til þess að barnið þitt fái að hitta þig, eyða jólunum með þér, fá afmælisknús frá þér... og svo get ég lengi talið. Ég get ekki ímyndað mér lífið án pabba né mömmu, þau skipta mig jafnmiklu máli og voru bæði jafn fær til að hugsa um mig.

Ég gæti haft þetta svar mitt miklu lengra, en tel þetta útskýra í stuttu máli hversu þörf þessi umræða er.

Bakasana | 6. feb. '17, kl: 19:57:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Alveg sammála um að barn sem er getið af móður og föður sem vilja bæði eiga það eigi að vera í umsjón og á ábyrgð beggja. En hver annar ætti að feðra barn en manneskjan sem fæðir barnið? Og er nafngift barns ekki bara issjú sem foreldrar verða að bara að gera svo vel að eiga sín á milli. það er svo langt síðan mín (feðruð) börn voru nefnd að ég man ekki hvort við þurftum bæði að skrifa undir einhverja pappíra. 

agustkrili2016 | 6. feb. '17, kl: 20:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá ljósmóður og í fæðingu barns kemur fram hver faðir barnsins sé, en samt þarf að feðra barnið sérstaklega. Ég nefndi son okkar áður en það var búið að feðra hann, að sjálfsögðu ákváðum við nafnið í sameiningu, en það er jú hægt að nefna barnið ef barnið hefur ekki verið feðrað.

Bakasana | 6. feb. '17, kl: 20:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

en er það eitthvað vandamál? Viljum við að fæðingarlæknar og ljósmæður sjái um lausa enda sem snúa að réttindum og skyldum foreldra gagnvart börnum sínum næstu 18 árin. Ég get eiginlega lofað þér því að viljinn er ekki til staðar hjá þeim stéttum:) 
Hvað ef faðirinn kemur ekki með í mæðraskoðun og er ekki viðstaddur fæðingu? Á móðirin að geta feðrað barn án aðkomu hans? Það hlýtur að þurfa alvöru regluverk til að úthluta fólki hlutverki sem felur í sér alls konar réttindi og skyldur. Við erum jú með lög um þetta. 
Það verður að vera hægt að nefna börn án feðrunar þar sem það er alltaf fullt af börnum sem fæðast án þess að eiga föður eða eiga föður sem hefur litla/enga aðkomu. 

agustkrili2016 | 6. feb. '17, kl: 23:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Að mínu mati eru þau ekki að sjá um neina lausa enda, ef báðir foreldrar eru viljugir til að sinna barninu sínu, líkt og ég var að tala um. Annað mál ef svo er ekki. Pabbi sonar míns mætti í allar mæðraskoðanir nema mögulega tvær og hann var viðstaddur fæðingu, og ef ég á að segja eins og er að þá varð ég mjög hissa á því þegar hann tilkynnti mér að ég þyrfti að feðra strákinn okkar eftir fæðinguna.

Gefum okkur það að hann hafi haldið framhjá mér áður en strákurinn fæddist, ég orðið mjög reið og afbrýðisöm, mögulega neitað honum að vera með í fæðingunni. Notað síðan barnið gegn honum, að hann megi ekki hitta það nema hann geri mögulega hitt og þetta, eða kannski bara þegar mér hentar (óbeinar umgengistálmanir). Að mínu mati þarf að laga ýmislegt hér á landi, árið er 2017. Við viljum jafnrétti kynjanna í einu og öllu er það ekki?

Að sjálfsögðu verður að vera hægt að nefna börn á feðrunar, líkt og þú nefnir. Það ætti þá að vera hægt að gera það þegar barnið á föður sem vill ekkert með það hafa. Þetta er alls ekkert flókið að mínu mati.

Nói22 | 7. feb. '17, kl: 12:01:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En það hjálpar ekki umræðunni eða málstað feðra þegar feður koma fram og ljúga svona eins og þessi maður gerði.

agustkrili2016 | 7. feb. '17, kl: 12:18:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Auðvitað verða alltaf einhverjir svartir sauðir sem skemma fyrir hinum.

jak 3 | 7. feb. '17, kl: 14:59:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og veistu það fyrir víst eða heyrðir þú bara eina hlið á málinnu og rúir henn?

bogi | 7. feb. '17, kl: 16:07:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það kom yfirlýsing frá sýslumanni og gögn sem staðfesta að maðurinn lýgur. Eða hvað, er sýslumaðurinn að ljúga upp á manninn?

jak 3 | 14. feb. '17, kl: 07:48:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var nú bara að spyrja

tóin | 21. feb. '17, kl: 16:37:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða yfirlýsing kom frá sýslumanni (og síðan hvenær eru sýslumenn farnir að senda út yfirlýsingar um einstök mál í ferli hjá þeim)

tóin | 21. feb. '17, kl: 17:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á hverju byggir þú mat þitt að hann hafi logið? og logið um hvað?
Eða flokkar þú það ekki undir tálmun að hafa ekki fengið að hitta barnið þitt í marga mánuði?

noneofyourbusiness | 23. feb. '17, kl: 15:17:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er ekki tálmun ef barnavernd telur það ekki vera barninu fyrir bestu að hitta hann.

það hefur komið fram í fjölmiðlum að hann hitti barnið undir eftirliti. Fólk er almennt ekki látið hitta börn undir eftirliti að ástæðulausu.

safapressa | 6. feb. '17, kl: 22:12:16 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst mjög ljótt að birta svona opinberlega aðra hlið málanna, með myndum og fullum nöfnum. Barnanna vegna. Það er ekki verið að hugsa um þeirra hagsmuni þegar svona er gert opinbert, hvort sem það er réttmætt eða ekki. 

jak 3 | 7. feb. '17, kl: 07:46:39 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst svo skrýtið að um leið og karlmenn gera þetta að þá verður þetta eitthvað sem að kallað er fórnarlambahlutverk en konur gera þettaa og allir taka undir helvítis kallinn.. tek það fram að ég er kona

leonóra | 7. feb. '17, kl: 08:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið er ég sammála þér jak 3. Karlmenn hafa átt svo erfitt uppdráttar í þessum málum.  Jafnrétti er froða meðan svo er.

bogi | 7. feb. '17, kl: 12:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það var nú reyndar lengi vel þannig að börn fylgdu feðrum við skilnað og mæður áttu svo til engan rétt. Þær höfðu einnig lítinn möguleika á að framfleyta sér.

BlerWitch | 7. feb. '17, kl: 09:19:21 | Svara | Er.is | 1

 

 

Skreamer | 7. feb. '17, kl: 15:31:04 | Svara | Er.is | 2

Það á aldrei undir nokkrum kringumstæðum að draga nöfn eða andlit barna fram í umræðu um eitthvað sem hefur um okkur fullorðna fólkið að gera.  Það skiptir engu hver er að brjóta á hverjum því þetta getur endað á því að báðir aðilar séu að brjóta á barninu sínu.  Það á heldur aldrei að halla á annað foreldrið svo barnið verði vart við.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

HonkyTonk Woman | 8. feb. '17, kl: 19:23:38 | Svara | Er.is | 0

Hallærislegt. Það eru 2 hliðar á öllum málum og það þarf 2 til að búa til vandamálin.

Nói22 | 10. feb. '17, kl: 04:28:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Alls ekki rétt. Stundum er ofbeldi eða annar viðbjóður í gangi og það er ekki báðum aðilum að kenna.

Abba hin | 25. feb. '17, kl: 23:37:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlaði að plúsa þig, sorri.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Ruðrugis | 10. feb. '17, kl: 01:36:20 | Svara | Er.is | 0

Ef þú vilt dipló svar þá nei, það er ekki í lagi að birta einhliða ásakanir á hendur NEINS í þjóðfélaginu en það þurfa miklu fleiri en einstæðar mæður að þola það. Fólk í opinberum störfum sbr. barnaverndarbatteríið eins og það leggur sig, yfirlæknar, geðlæknar, lögreglustjórar, félagsmálayfirvöld og fjölmargir aðrir þurfa oft á dag að sitja undir ásökunum sem standast engar skoðanir vegna þess að einhverjir rugludallar komast í blöðin og útvarpið og óvandaðir fjölmiðlamenn leyfa fólkinu að vaða uppi í vitleysunni og leyfa því að fá tíma í fjölmiðlinum án þess að spyrja fólkið gagnrýninna spurninga eða fá hina hlið málsins um leið í þáttinn/blaðagreinina.


Þetta finnst mér vera mjög algengt t.d. á Bylgjunni, visi.is, Fréttablaðinu og DV. 

Ruðrugis | 10. feb. '17, kl: 01:41:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er eins og með Hjördísar-málið sem var í Danmörku og hér á Íslandi. 
Hún úthrópaði dómara, sýslumenn, barnaverndarnefnd og dómstóla í heild sinni vanvita og svoleiðis drullaði yfir þá en alltaf fékk hún sama dóminn og alltaf var niðurstaðan sú sama. Ekki heyrðist mikið i barnsfeðrum hennar en á meðan hún fékk að vaða uppi í fjölmiðlum með sína siðblindusýn á málið þá fékk hún fólk með sér í lið og það fólk var yfirleitt fólk sem var ekkert búið að kynna sér málið en heyrði bara af þessu og vorkenndu henni.

noneofyourbusiness | 23. feb. '17, kl: 15:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Munurinn er sá að yfirlæknar, geðlæknar, lögreglustjórar og félagsmálayfirvöld eru fullorðið fólk sem kaus sér þessi störf, vitandi það hvað gæti fylgt þeim.

Barn sem fer grátandi heim úr skólanum, af því að skólafélagarnir lásu það í blöðunum að mamma þess væri vond, er ekki fullorðinn einstaklingur og valdi sér ekki þessa stöðu.

Ruðrugis | 23. feb. '17, kl: 22:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki munurinn sem er verið að tala um. Það er ekki verið að tala um neina skólafélaga.
Í upphafsinnlegginu er verið að biðja um umræðu um forsjárlausa feður sem fara í fjölmiðla með helbera steypu um barnsmæður sínar.


Það er munurinn sem við erum að tala um, að einhver fullorðinn fer í fjölmiðla og úthrópar annan fullorðinn án þess að hafa ekkert fyrir sér í því nema fáfræði, einfeldingshátt og hatur.

neutralist | 24. feb. '17, kl: 09:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er samt líka munur sem skiptir máli. Börn sem eru læs eða eiga skólafélaga sem eru læs, munu án efa heyra um það í skólanum ef foreldrar þeirra fara í fjölmiðla með málefni fjölskyldunnar, hvort sem frásögnin er sönn eða lygi.

Í tilfelli hr. Hand er barnið ellefu ára og því alveg fullfært um að lesa fjölmiðla og eflaust lesa skólafélagarnir þetta líka og tjá sig um það. Það vill ekkert barn að allir skólafélagarnir séu inni í því að foreldrar þeirra séu að rífast, hvað þá að lesa það í kommentakerfum blaðanna hvað mamma þess sé ömurleg.

fedmule | 10. feb. '17, kl: 02:10:49 | Svara | Er.is | 0

Flott tíska 
Það eru svo mörg mál sem hafa verið þögguð niður pabbinn sakaður um allt milli himins og jarðar til að koma á hann höggi. 
Mér finnst frábært að þetta skuli veri upp á borðum þetta er þekkt vandamál að mæður hindri umgengi þar sem þær eru reiðar við feðurna en það kemur barninu ekkert við. 
Barn á rétt á umgengni við báða foreldra það er þess réttur. Foreldrar eiga ekki að vera dómarar um það hvort hitt foreldrirð sé gott eða ekki því það veður alltaf hlutdrægt.  Fá hlutlausan aðila til að meta þetta eins og sýsla. 
Þó svo að það er staðreynd að sýsli er hliðhollur mömmum. 


Pabbar eru líka foreldri og ekkert síðri en mömmur við erum oft á tíðum ekkert síðri og stundum betri í uppeldi en mömmur. 
Við eigum sama rétt og mömmur á börnum okkar. 

-----------------------------------------------------------------
If it can go wrong, it will. - Murphy´s law

T.M.O | 10. feb. '17, kl: 12:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

finnst þér ekkert skemma þegar það koma svona sögur sem reynast vera uppspuni? Foreldri á að vera dómari um hvort hitt foreldrið sé gott eða ekki ef það er vegna hagsmuna barnsins. Það eru oft hlutir að gerast sem er vonlaust að sanna. Þú segir ekki við barnið þitt eftir á "þú varðst að fara til mömmu/pabba  þíns þó að hún/hann hefði verið að misnota þig af því að ég gat ekki sannað það" Ef þú hefur ekki beinar sannanir þá gerir enginn neitt.

svarta kisa | 21. feb. '17, kl: 23:14:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það sem er þekkt er að margir feður vilja meina að þeir fái ekki að hitta börnin sín vegna þess eins að konan sé reið við þá. Það er miklu þægilegra að segja fólki það heldur en að viðurkenna að maður sé ofbeldisfullur skíthæll. Þetta er rétt eins og með mennina sem eru svo ótrúlega óheppnir að eiga fullt af geðveikum fyrrverandi. Kannski eru þær geðveikar út af honum. Ég allavega tel allt svona vera alveg svakalega rautt flagg. Jú jú, það eru alveg til konur með borderline persónuleikaröskun t.d. sem geta tálmað umgengni vegna einhverra furðulegra ástæðna sem enginn skilur nema þær. En að mínu mati er það undantekning. Ég kaupi það aldrei að svona mikið af karlmönnum sé meinaður aðgangur að börnunum sínum af engri ástæðu. Hvernig getur þú svo haldið því fram að það sé staðreynd að sýslumaður sé hliðhollari mæðrum? Þú veist væntanlega að ef eitthvað er staðreynd þá er hægt að sýna fram á það með gögnum. Eru þau gögn til og hvar get ég þá nálgast þau, því mér finnst þetta áhugaverð staðreynd?

daggz | 23. feb. '17, kl: 12:53:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér hefur einmitt fundist að viðhorfið hjá sýsla hafi verið þveröfugt. Ég var dæmd, ég fékk ömurlega framkomu og leiðindi fyrst. Svo þegar eðli málsins kom í ljós (ekki einhliða ,,ég er engill" sagan) og staðreyndirnar fóru að tala sínu máli þá breyttist það, ekki fyrr. Þannig í mínu tilfelli fannst mér algjörlega að sýslumaður var klárlega að vinna að hag foreldrisins sem sagði að á sér væri brotið. Alls ekki að hagsmunum móðurinnar. Þessa gögn þætti mér líka gaman að sjá.

--------------------------------

noneofyourbusiness | 23. feb. '17, kl: 15:20:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er þekkt að margir sem spila sig sem fórnarlömb "tálmunarmæðra" eru í raun ofbeldismenn, sem halda áfram ofbeldinu gagnvart sinni fyrrverandi konu með þessum hætti.

brandnew | 10. feb. '17, kl: 07:15:50 | Svara | Er.is | 1

Allt þarf að vera í fjölmiðlum í dag. Segir kannski eitthvað um dómskerfið. Sumir vilja líka athygli fyrir hvað sem er til að fá umfjöllun um sjálfan sig. Illa gert að draga börn inní svona en þetta eru viðkvæm mál og sumir feður eru virkilega örvæntingarfullir og vita ekki hvað annað þeir geta gert en að opinbera sig og í leiðinni beina kastljósinu að barninu sínu. Sorglegt.

Annars finnst mér allir vera að keppast um að koma með sem mest krassandi upplifanir og sögur um sjálfan sig. Fólk þráir umfjöllun um sig. Ef ekki er talað um allt opinberlega er það þá ekki þöggun?

tennisolnbogi | 21. feb. '17, kl: 13:05:55 | Svara | Er.is | 1

Ég verð nú eiginlega bara að uppa þetta eftir viðtal gærkvöldsins á Stöð 2. Skrýtið mál og ég forðast að taka afstöðu persónulega, en sama hvaða saga er rétt í hans máli þá er þetta ádeila á kerfið sem á alveg rétt á sér. Hlutirnir taka alltof langan tíma í kerfinu.


Annars er allt vaðandi í dag af "he said, she said" og ég verð að viðurkenna að ég er algjör sökker sem trúir yfirleitt því sem hún heyrði síðast - ef ég les tvær hliðar á sama málinu gæti mér hætt til að trúa betur því sem ég les seinna en hitt. Gott að vera upplýst um eigin veikleika ;) Sannleikurinn er líklega oft sá að allir eru að reyna að mála einhverja hvítþvegna mynd af sjálfum sér, sögurnar stemma ekki því enginn getur viðurkennt sín eigin mistök og sett sig í spor hins aðilans, séð hlutina frá þeirra sjónarhorni. Svo er fólk líka bara afskaplega duglegt að ljúga að sjálfu sér og þar með verður til nýr sannleikur í sögu.


Ég hef sjálf reynslu af því að horfa upp á svona tvær hliðar, þar sem ekki er hægt að segja annað en að báðir aðilar mættu standa sig betur. Fólk er mannlegt og gerir mistök, það getur enginn gert allt 100% rétt og annar allt rangt. Eða ég sé það ekki gerast. Móðirin í þessu máli hefur augljóslega tjáð sig opinberlega líka, nafnlaust en með svo nákvæmar lýsingar að það er lítið mál að kveikja. Eins með barnsföður Bergljótar Arnalds, tjáir sig á sama hátt um þeirra mál en "nafnlaust" því hann er svo góður gæji en ekki hún. Ég þekki alltof mörg andlit og nöfn þar sem fólk rífst á samskiptamiðlum um sannleik í svona málum, enginn virðist geta séð meira en sinn sannleik. Ætli það sé ekki partur af þessu mannlega eðli líka, eins og að gera mistök... 


Ég veit ekkert hvert ég ætlaði með þetta en alla vega kom þetta út, látum það standa.

Froðusnakkur | 21. feb. '17, kl: 19:31:29 | Svara | Er.is | 1

Vá en ósmekkleg umræða. Samkvæmt áliti flestra sem tjá sig hér, þá er þöggun betri og siðlegri en nafnbirting. Ég verð að segja að sennilega myndi ég sem móðir notast við nafnbirtingu í minni baráttu ef ég væri í hans sporum. Þ.e ef ég ætti í svona baráttu og þetta væri eina ráðið til að vonast til að biðla til barnsins. Ég held að maður myndi berjast með kjafti og klóm yrði maður beittur svona óréttlæti.

Skreamer | 21. feb. '17, kl: 20:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég held að fyrst og fremst beri foreldrum báðum að hugsa um hag barnsins.  Það er ekki hagur barns að vera myn- og eða nafnbirt í fjölmiðlum í kringum forræðis- eða umgengnisdeilu foreldra.  Fólki er líka hollt að muna að það eru þrjár hliðar á þessum málum, barnsins, móður og föður.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Froðusnakkur | 21. feb. '17, kl: 20:58:21 | Svara | Er.is | 0

Þetta svar er ætlað skreamer en einhverra hluta vegna get ég ekki svarað við hennar/hans innlegg. Það eru alltaf 3 hliðar já, hins vegar er það alveg möguleiki að sannleikurinn sé að koma fram og ekki hægt að útiloka það. Það getur vel verið að mamman bara þoli ekki pabbann og vilji ekki að hann komi að uppeldi barnsins og sé búin að heilaþvo barnið. Svo getur einnig verið að barnið taki það upp hjá sjálfu sér að vilja ekki fara til pabbans án þess að mamman komi nokkuð að því. Barninu gæti hreinlega liðið illa hjá pabba sínum. Ólíklegt verður þó að teljast að pabbinn bulli bara og að mamman hafi þvert á móti reynt að hjálpa þeim feðginum að styrkja samband sitt.

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 21:23:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það gæti jafnvel verið að barnið vilji ekki fara til pabba síns eftir að það er búið að horfa á hann ráðast á mömmu sína.

Froðusnakkur | 21. feb. '17, kl: 21:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg möguleiki já en ætti pabbinn þá ekki að vita upp á sig sökina? Er ekki ólíklegt að maður færi með eitthvað svona í fjölmiðla með ofbeldi á samviskunni?

Froðusnakkur | 21. feb. '17, kl: 21:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg möguleiki já en ætti pabbinn þá ekki að vita upp á sig sökina? Er ekki ólíklegt að maður færi með eitthvað svona í fjölmiðla með ofbeldi á samviskunni?

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 21:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

maður sem sér um PR fyrir eitt stærsta fyrirtæki landsins? Þá er betra að vera fyrri til, sérstaklega þegar maður veit að móðirin vill ekki nafngreina barnið og taka slaginn í fjölmiðlum.

Froðusnakkur | 21. feb. '17, kl: 21:39:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Móðirin þarf ekki að taka slaginn í fjölmiðlum. Hún er undir verndarvæng gallaðs kerfid. Ég efast ekki um það að þessi maður er að fara þessa leið af því að allt annað er fullreynt

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 21:43:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

á hún að þurfa að taka slaginn í fjölmiðlum? hvaða séns á þá manneskja á móti einstakling sem vinnur við að láta allt líta fullkomnlega út? Af hverju efast þú ekki um það? Varstu búinn að sjá að hann hafði hitt dóttur sína í vikunni áður en hann skrifaði að hann hefði ekki séð hana í 7 mánuði og eftir alla þessa 7 mánuði þá ætlaði hann að gefast upp? myndi ekki sjá dóttur sína aftur? Finnst þér það meika sense?

tóin | 21. feb. '17, kl: 22:56:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar kemur fram að hann hafi hitt dóttur sína í vikunni?

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 22:58:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

í fréttablaðinu, samantekt um mismunandi hliðar á svona málum. eini staðurinn þar sem móðirin hefur tjáð sig um þetta

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 22:58:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fréttatímanum fyrirgefðu

tóin | 21. feb. '17, kl: 23:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu þá að meina umfjöllunina um fésbókarnotkun foreldra?

ég sé ekki minnst á þetta þar

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 23:06:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

„Ég bjó aldrei með barnsföður mínum, ég fer ein með forsjá dóttur okkar
en hef alltaf viljað að hann nyti ríkrar umgengni,“ segir móðir á
fertugsaldri. „Síðustu ár hefur hann tekið hana í 6 daga á hálfsmánaðar
fresti. Í fyrravor veittist hann að mér fyrir framan dóttur okkar sem
varð til þess að ég leitaði til barnaverndarnefndar. Sýslumaður og
barnaverndarnefnd mæltu síðan með því að ekki yrði komið á umgengni
aftur fyrr en málið væri til lykta leitt.“

Móðirin segir að þá hafi maðurinn tekið Facebook í þjónustu sína og
gerst einskonar talsmaður feðra sem væru beittir órétti og tálmunum af
barnsmæðrum sínum. „Núna heldur hann því blákalt fram að hann hafi varla
fengið að umgangast barnið sitt í ellefu ár, ég sé tálmandi móðir sem
komi í veg fyrir eðlileg samskipti. Ég þarf að sitja undir því að þessi
maður sé orðinn einskonar falspámaður forsjárlausra feðra og beri mig
allskyns sökum til að upphefja sjálfan sig. Það liggja samt fyrir
opinber gögn um hvernig þessi samskipti hafa verið, um fulla umgengni
hans við dóttur sína, en það hindrar hann ekki og alltaf fær hann
gríðarlegar undirtektir. Fólk hópast á þráðinn, til að hrósa honum,
stappa í hann stálinu: það segir að hann sé duglegur og eigi ekki að
gefast upp, og kallar mig öllum illum nöfnum. Það rataði meira að segja
af Facebook í fjölmiðla án þess að ég hefði neitt um málið að segja.“

„Fólk virðist ekki hafa sömu hömlur í samskiptum á Facebook og augliti
til auglitis. Það sleppir fram af sér beislinu án umhugsunar um leið og
eitthvað höfðar til tilfinninganna. „Það er enginn til að taka í
taumana. Fólk er bara eitt við lyklaborðið og engin bremsa,“ segir
Jóhann Loftsson.

tóin | 21. feb. '17, kl: 23:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þetta er sama málið þá er nokkuð ljóst af þessum texta að þetta barn hefur ekki hitt föður sinn í langan tíma, sem er nákvæmlega það sem verið er að gagnrýna og þá ekki síst hvað "ferlið" tekur langan tíma. Og það er alls ekki gefið í skyn þarna að barnið hafi hitt föður sinn nýlega, hvað þá í vikunni.

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 23:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

leiðrétting Nútímans

Nútíminn harmar að hafa birt fréttina án þess að kynna sér allar
hliðar málsins og biður alla hlutaðeigandi afsökunar. Samkvæmt
samkomulagi staðfestu af sýslumanni hefur faðirinn notið ríkrar
umgengni. Engin gögn sýna fram á umgengnistálmanir.

Af gefnu tilefni er umgengni barnsins við
föður sinn nú til meðferðar hjá þar til bærum yfirvöldum og eftir því
sem Nútíminn kemst næst bendir ekkert til annars en að meðferð yfirvalda
byggist skýrlega á forsendum barnsins. Gögn sýna að sem lið í meðferð
yfirvalda hitti Ólafur á barn sitt í síðustu viku.

tóin | 21. feb. '17, kl: 23:33:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkomulag staðfest af sýslumanni er væntanlega samningurinn um umgengni - það að hafa samning sem sýslumaður staðfestir segir ekkert til um hvernig eða hvort hann hafi verið uppfylltur.

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 23:42:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

. Engin gögn sýna fram á umgengnistálmanir.
ekki hætta að lesa í miðri línu

tóin | 21. feb. '17, kl: 23:55:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða "gögn" myndu liggja fyrir um það? og væri sá aðili sem sakaður er um tálmun að dreifa þeim?

Að ferli í svona málum geti tekið marga mánuði í vinnslu þar sem annar aðilinn fær ekki að hitta barn/börn sín á meðan er staðreynd og bitnar fyrst og fremst á börnunum.

tóin | 21. feb. '17, kl: 23:57:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mánuði sagði ég víst - dæmið sem lögfræðingurinn nefnir er fjögur ár.

T.M.O | 22. feb. '17, kl: 00:01:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

kröfur hans um að samningur sé virtur, fréttamiðill segir ekki að ekki séu til gögn um það nema það sé staðfest, annars segir hann bara ekki neitt. Af hverju er erfiðara að trúa þessu en staðhæfingum manns um að hann sé búinn að gefast upp á að berjast fyrir barninu sínu eftir að hafa ekki séð það í 7 mánuði og muni aldrei sjá það aftur? og það séu til fullt af tölvupóstum en hann ætli ekki að sýna þá af því að hann vilji ekki gera barninu það? Hans orð gegn gögnum frá sýslumanni.

tóin | 22. feb. '17, kl: 00:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldur þú að sýslumaður sé að dreifa gögnum um mál?

T.M.O | 22. feb. '17, kl: 00:12:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það getur alveg verið að einhver innan embættisins eða tengdur ofbjóði lygarnar að þeir leki upplýsingum út. Hún getur verið með pappírana í höndunum þar sem það er tekið sérstaklega fram að ekki hafi verið um neina tálmun að ræða. Af hverju trúir þú honum frekar? finnst þér ekkert skrítið að eftir að hafa ekki séð barn í 7 mánuði þá segir hann bókstaflega ég sé þig aldrei aftur? á Facebook? þegar ég byrjaði að lesa þetta þá hélt ég að hann væri búinn að berjast við að fá að hitta barnið í 10 ár og skildi alveg að hann væri búinn að gefast upp. Svo varð þetta bara skrítnara og skrítnara.

bogi | 22. feb. '17, kl: 09:12:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þegar þessi spurning um tölvupóstana kom frá fréttamanninum, vá ég hefði getað gubbað. Þetta var eins absúrt og það getur verið - annaðhvort birtir þú þessi gögn eða sleppir því að tala um þau.

Nói22 | 22. feb. '17, kl: 22:34:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er eiginlega alveg sammála þessu. Fannst þetta ömurlegt og svona hálfkveðin vísa, hann og blaðamaður tala um þessa tölvupósta en tala á sama tíma eins og þeir séu ekki að því. Eins og Ólafur (og blaðamaður) séu svo ægilega næs að birta þá ekki því þeir vilji ekki leggjast svo lágt, en eru á sama tíma að tala um þá. 


Ef þeir vildu ekki leggjast svo lágt að nota tölvupóstana hefðu þeir aldrei átt að minnast á þá.

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 23:15:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fyrir utan að hann heldur því fram að hann hafi varla fengið að hitta barnið í 10 ár

sudupottur88 | 21. feb. '17, kl: 23:18:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist ekki hver ég er ;)

T.M.O | 21. feb. '17, kl: 23:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

farðu út að leika þér, fullorðna fólkið er að tala saman

sudupottur88 | 21. feb. '17, kl: 23:22:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lol! Koddu með það ef þú þykist vita það ;)

bogi | 22. feb. '17, kl: 09:11:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef þú lest þetta aftur þá kemur fram að það var nákvæmlega kerfið, þ.e. sýslumaður og BVN sem mæltu með því að barnið færi ekki til föður síns. Hvernig er þá móðirin vonda manneskjan hér?

noneofyourbusiness | 23. feb. '17, kl: 15:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki ef hann er siðblindur, til dæmis. Þá er hann ófær um að sjá neina sök hjá sér. Ég er ekki að segja að það sé tilfellið þarna, en þetta er vel þekkt.

Tipzy | 22. feb. '17, kl: 09:04:24 | Svara | Er.is | 2

Ég er svona tálmunarforeldri, eða sko það er að sem fólk heldur því það er það sem fyrrverandi er að ljúga um mig til að útskýra afhverju það er engin umgengni í gangi. En sannleikurinn er sá að ég reyndi í mörg ár að fá hann til að sinna umgengni þartil ég gafst upp á því, síðan þá hefur ekkert samband verið. Komst að því nýlega að hann meira að segja gekk svo langt að skrifa langt bréf þarsem var útlistað afhverju og hvernig allt það honum væri bannað að umgangast barnið og sendi það svo til sjálfs síns í mínu nafni til að sína hinni barnsmóður sinni og hennar fjölskyldu til að fá frið frá þeim þegar þau voru að ýta á hann að reyna fá umgengni við barnið. Því þau vissi ekki betur en að ég hefði bannað honum að hitta barnið, því það er það sem hann laug að þeim.

...................................................................

Kaffinörd | 22. feb. '17, kl: 22:57:15 | Svara | Er.is | 2

Held að þetta sé neyðarúrræði gagnvart kerfinu á Íslandi sem tekur öðruvísi á karlmönnum sem verða fyrir ofbeldi líkamlegu og andlegu af hendi kvenna. Og eigum við að ræða það hvernig tekið er á þegar 2 karlmenn eiga í hlut. Maður dæmdur hart fyrir að snerta lærið á öðrum karlmanni í gufunni í Vesturbæjarlaug. Maður dæmdur fyrir að áreita 2 drengi í heitu pottunum í Laugardalslaug en þar er ekki allt sem sýnist, ungur maður dæmdur hart fyrir að kyssa sofandi mann í partýi á sama tíma

Kaffinörd | 22. feb. '17, kl: 23:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

og maður er sýknaður fyrir kynferðisbrot gagnvart 23 ára gamalli þroskahamlaðri konu því að hann hefði mátt ætla að hún væri 14 ara en ekki 13. Hér var maður á forsíðu fréttablaðsins en sambýlismaður hans beitti hann grófu ofbeldi í New York. Þar hefur lögreglan frumkvæði að því að kæra hann og fá hann dæmdan í ævilangt komubann til USA. En hér gerir lögreglan ekkert og kóað er með ofbeldismanninum sem er notaður af vinnuveitanda sínum sem auglýsingarvara og verðlaunaður fyrir vel unnin störf þrátt fyrir að vinnuveitandanum sé full ljós fortíð hans. Rotið kerfi!!!!!

Kaffinörd | 23. feb. '17, kl: 13:07:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

13 ára átti að standa ekki 23

noneofyourbusiness | 23. feb. '17, kl: 15:27:52 | Svara | Er.is | 4

Mig langar að setja fram ímyndað dæmi.

Segjum sem svo að umgengnisforeldri sé með stöðugar hótanir og neiti stundum að skila barninu á réttum tíma. Hóti að fara í mál og sækjast eftir fullri forsjá, af því bara. Umgengnisforeldrið talar illa um lögheimilisforeldrið við barnið og spyr barnið hvort að það vilji ekki bara flytja.

Umgengnisforeldri beitir svo lögheimilisforeldrið líkamlegu ofbeldi fyrir framan barnið þegar verið er að sækja barnið úr umgengni. Eftir það hræðist barnið umgengnisforeldrið og vill ekki fara aftur í umgengni.

Er þá réttlætanlegt að senda barnið ekki í umgengni, eða á samt að neyða barnið til að umgangast ofbeldismann? Hvað ef sálfræðingur eða geðlæknir segir að barnið hafi orðið fyrir áfalli og telur það ekki barninu fyrir bestu að fara í umgengni? Er þá í lagi að senda barnið ekki? Hvað ef barnavernd eða sýslumaður segir að það sé ekki óhætt að láta barnið í umgengni nema undir eftirliti?

Finnst fólki það almennt að það eigi að neyða barn í umgengni, alveg sama hvernig umgengnisforeldri hefur hagað sér og alveg burtséð frá andlegri líðan barnsins?

Froðusnakkur | 24. feb. '17, kl: 08:03:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er engan veginn nóg til að eyða foreldri barns og fheillri fjölskyldu út úr lífi þess. Þetta er mál til að leysa. Annað, maðurinn talar um að þetta hafi staðið yfir síðan barnið var mjög ungt. Sem segir manni að móðirin sé búin að vera að bíða eftir svona tækifæri alla barnæsku barnsins. Það er virkilega sorglegt.

bogi | 24. feb. '17, kl: 09:09:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Maðurinn er augljóslega búinn að gerast sekur um lygar í þessu máli - afhverju trúir því sem hann segir?

Hvernig á að koma barni í umgengni sem ekki vill fara?

Froðusnakkur | 24. feb. '17, kl: 18:24:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða lygar eru það? Og ég get sagt þér að það er mun auðveldara að sannfæra barn um að það eigi ekki að fara til hins foreldris

T.M.O | 24. feb. '17, kl: 18:32:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það þyrfti sennilega ekki að segja neitt til að sannfæra barnið ef það er nýbúið að sjá föðurinn ráðast á móðurina. Held að það dugi alveg til þess.

Froðusnakkur | 24. feb. '17, kl: 21:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef faðirinn fær að útskýra síns hlið. Annars hélt ég að móðirin hefði ráðist á föðurinn....ekki að það skipti öllu máli

T.M.O | 24. feb. '17, kl: 23:57:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

móðirin ræðst á föðurinn? hvar sástu það? Hún fékk samþykki Barnaverndarnefndar og sýslumanns til að stöðva umgengni eftir að faðirinn hafði ráðist á móðurina fyrir framan barnið. fyrir þann tíma hafði umgengni verið regluleg. Svo miðað við lýsingar var komin af stað vinna við að finna flöt á áframhaldandi umgengni og í því ferli hittir hann dóttur sína í vikunni á undan stóra facebookstatusnum þar sem hann tilkynnir að hann muni aldrei hitta barnið sitt aftur af því að hann hafi ekki fengið að hitta það í 7 mánuði. Hvort viltu frekar trúa reiðilestri manns fullum af þversögnum eða staðreyndum byggðum á gögnum?

Froðusnakkur | 25. feb. '17, kl: 00:52:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann talar um þetta í viðtali í sjónvarpinu. Hún réðst inn á heimili hans.

T.M.O | 25. feb. '17, kl: 01:00:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

hún hefur nógu góð gögn í höndunum til að miðill leiðréttir grein hjá sér um hans ásakanir gegn henni. Þú ert að velja hvorum þú vilt halda með, ekki hver er með betur staðfesta sögu. Hann nafnbirtir og myndbirtir dótturina sem er ofbeldi í mínum huga, hann heldur fram að hann hafi ekki séð hana í 7 mánuði og það kemur fram að í ferli hjá sýslumanni þá hitti hann dóttur sína í vikunni á undan, örugglega ekki eins og hann vildi og að maður segist ekki muni sjá barnið sitt aftur hljómar bara mjög sjálfhverft og ekki með hag eða tilfinningar dótturinnar í huga. Eftir 5 ár getur þessi stelpa gúgglað sjálfa sig og fengið að vita að pabbi hafi bara gefist upp og sé ekki pabbi hennar lengur.

Froðusnakkur | 25. feb. '17, kl: 01:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki fólk sem þekkir til og kannski ekki alveg hlutlaus, ég viðurkenni það. En mér finnst sumir hér alveg óeðlilega mikið reyna að réttlæta tálmun. Það er nánast aldrei réttlætanlegt. Börn eiga tvo foreldra sem þau eiga jafnan rétt á að umgangast, sama hversu gallað annað eða bæði eru. Barnið á alltaf jafn ríkan rétt og ekki hlutverk "góða"foreldrisins að ákveða hvað sé mikil eða lítil umgengni. Það er þetta sem þarf að stöðva.

T.M.O | 25. feb. '17, kl: 11:46:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ert semsagt að segja að barnið eigi að fara til foreldris sem er að skaða það sama hvað?

Froðusnakkur | 25. feb. '17, kl: 11:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé það þannig að hitt foreldrið sé ekki síður að skaða barnið með aðgerðum sínum.

Myken | 25. feb. '17, kl: 12:55:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef ástæðan er andlegt og/eða líkamnlegt ofbeldi af hendi foreldrins sem tálmunin snýst gegn ertu þá í alvörunni að meina að það sé réttlætanlegt að leifa umgegni og jafnvel neiða barn til að fara til ofbeldisforeldris..

Ég ætla rett að vona það sé ekki það sem þú ert að meina

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

safapressa | 25. feb. '17, kl: 18:22:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef barnið er hrætt við foreldrið eftir að hafa séð það valda hinu foreldrinu ofbeldi, á samt að senda það í áframhaldandi umgengni? Er það gott fyrir barnið? Er gott fyrir barnið að það sé mynd- og nafnbirt opinberlega af pabbanum undir þeim formerkjum að mamma þess sé vond manneskja?
Er það gott fyrir barnið að allir sem þekkja það, vinir, skólafélagar, kennarar o.s.frv. sjá mynd af því og nafn þess á netinu í frétt um að foreldrar þess séu að rífast um það? 

neutralist | 24. feb. '17, kl: 09:25:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eða kannski hefur maðurinn bara hegðað sér ömurlega alla barnæsku barnsins. Þú veist ekkert hvort að faðirinn eða móðirin á sök í þessu máli. Ekki ég heldur.

Þess vegna er svo hættulegt að fara með svona mál í fjölmiðla og vafasamt af fólki úti í bæ að mynda sér sterkar skoðanir á því og jafnvel að úthrópa annan aðilann í kommentakerfum og á Facebook. Ef þú varst ekki viðstaddur veistu ekkert hvað hefur gengið á. Það geta vel verið málefnalegar ástæður til þess að stöðva umgengni og ein þeirra er ef barnið hræðist umgengnisforeldrið og það hefur neikvæð áhrif á andlega líðan þess að fara í umgengni.

bogi | 24. feb. '17, kl: 09:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sem foreldri þá veit ég að það er rosalega erfitt að neyða barn, sérstaklega stálpað barn til að gera eitthvað sem það vill ekki. Ef að barn gjörsamlega neitar að fara í umgengni þá getur það verið því næst ómögulegt að koma því á staðinn eða út úr húsi.

neutralist | 24. feb. '17, kl: 09:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt, og hvaða foreldri vill vera í þeirri stöðu að neyða barn, kannski með því að beita líkamlegu valdi, til að fara í umgengni? Fá svo barnið heim aftur í uppnámi og vanlíðan.

Froðusnakkur | 24. feb. '17, kl: 22:23:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt þetta sem þessir foreldrar eru að eiga við. Tálmunarfoeldrið er kannski búið að eyða mikilli vinnu í langan tíma til að eitra fyrir barninu og ber þessu svo við þegar takmarkinu er náð ásamt einskærri móðurástog að mömmuhjartað geti bara ekki meira easypísí.En það sem þarf gerast núna með þessari umræðu er að það eiga öll viðvörunarljós að fara í gang þegar barn allt í einu eða yfir langan tíma vil hætta að umgangast annað foreldrið sitt. Þá er eitthvað í gangi og barnavernd á að ganga emálið og vera barninu til handa en ekki foreldrunum..

T.M.O | 24. feb. '17, kl: 23:59:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Finnst þér ofbeldi umgengnisforeldris gegn lögheimillisforeldri fyrir framan barnið ekki skipta máli í umgengni?

Froðusnakkur | 25. feb. '17, kl: 10:40:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki skipta máli? Hvað fær þig til að spyrja þessa spurningu? Ofbeldi er aldrei í lagi en það er heldur ekki ástæða til útskúfunat foreldris. Foreldrar hafa bara ekki þetta vald og eiga alls ekki að hafa. Það hlýtur alltaf að vera barninu fyrir bestu að leysa málin án þess að annar aðilinn gerist alráður á forsendum reiði í garð hins.

T.M.O | 25. feb. '17, kl: 11:45:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

svo að þú myndir bara senda barn til foreldris sem væri nýbúið að ráðast á hitt foreldrið fyrir framan barnið næstu helgi, sama hvað gerðist, sama hvernig barninu líður.

Þú myndir senda barn til foreldris sem þú vissir að væri í neyslu og þú gætir ekki vitað í hvernig ástandi það væri hverju sinni?

Þú myndir senda barn til foreldris sem væri dauðhrætt við foreldrið vegna skapofsakasta og andlegs ofbeldis?

Þú myndir senda barn til foreldris sem þú vissir að væri svo sinnulaust að ef barnið myndi veikjast þá myndi foreldrið jafnvel ekki nenna að bregðast við fyrr en allt væri komið í voða?

Þú myndir senda barn til foreldris sem væri með heimilislíf lögheimilis barnsins í heljargreipum með hótunum og kröfum, stanslausum svikum við barnið um umgengni og svo hótunum um að fara í forræðismál ef umgengnin er ekki nákvæmlega eins og viðkomandi hentar. Jafnvel segjandi öllum sem vilja heyra að umgengninni sé hamlað og hitt foreldrið sé klikkað til að réttlæta að það hefur ekki nennt að taka barnið mánuðum saman?

Allt þetta getur verið mjög erfitt að sanna svo að foreldri sem hugsar um velferð barnsins það bregst við og verndar barnið þó að það viti að það sé að brjóta gegn "rétti barnsins til að umgangast bæði foreldri". Reiðin er vissulega oft til staðar en niðurstaðan er samt sú að barninu er hlíft við ofbeldinu.

Froðusnakkur | 25. feb. '17, kl: 12:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki vera barnaleg. Það koma upp alls konar aðstæður því fólk er alls konar. Þetta er óumflýjanlegt. Svo er spurning hvort foreldrar geti tæklað hlutina með hagsmuni barna sinna að leiðarljósi eða ekki. Oft er fólk biturt og reitt eftir skilnað og þá eiga til að koma upp ýmis vandamál. Það er svo slæmt ef foreldrar geta ekki sett barnið í forgang og leitað sér hjálpar í stað þess að sýna hinu foreldrinu vald og hreinlega refsa því. Þá verða hlutirnir mun ljótari en þeir þurfa að vera. Þetta er allt of algengt og gerist yfirleitt ef fólk á sama þroskastigi fer að rífast. Þetta er það sem þessi umræða snýst um, venjulegt fólk sem getur ekki verið siðaðra fyrir barnið sitt og er reiðubúið að pönkast á æsku barnsins af eigin biturð. Hin dæmin sem þú nefnir er svo önnur umræða og barnavernd ætti alltaf að koma að þeim málum í stað þess að annað foreldrið sé eitt að berjast við vindmyllur.

T.M.O | 25. feb. '17, kl: 12:21:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú þarft sönnunargögn til að geta leitað til barnaverndarnefndar, þeir eru tregir til að blanda sér inní ef það hefur ekkert alvarlegt gerst. Ég hef alveg reynslu af því. Þú setur biturð og reiði sem eitthvað sem stjórni öllu, ég held að velferð barnsins stjórni fólki miklu oftar. Þetta er eitthvað sem við verðum aldrei sammála um en ég hef reynslu af því sálarstríði sem maður gengur í gengum þegar maður veit að aðstæður skaða barnið. Ég þekki alveg tilfellli þar sem móðir hamlaði umgengni og þjálfaði barnið til að segja "ég vil ekki tala við þig" þegar pabbinn hringdi. Þessi kona var stórklikkuð og er jafn stórklikkuð í dag og þetta er eina tilfellið sem ég þekki. Ég þekki mörg hinsegin

Froðusnakkur | 25. feb. '17, kl: 12:38:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki séð að tálmun sé réttlætanleg nema eitthvað alvarlegt hafi gerst.

T.M.O | 25. feb. '17, kl: 12:44:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hvað finnst þér vera alvarlegt? ekkert af því sem ég taldi upp?

safapressa | 25. feb. '17, kl: 18:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Er ekki alvarlegt þegar foreldri beitir hinu foreldrinu ofbeldi fyrir framan barnið?

Myken | 25. feb. '17, kl: 12:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta snýst ekki alltaf um að REFSA hinu foreldrinu heldur að vernda barnið bæði andlega og líkamnlega.

og þessar aðstæður sem TheMadOne nefnir eru flest öll mjög svo réttlætanlegar aðstæður..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

daggz | 25. feb. '17, kl: 16:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En hvað með þegar einstaklingurinn sem hrópar tálmun er í rauninni sá sem vill ekki hjálp. vill ekki aðstoð, telur ekkert að hjá sér heldur allt hinum að kenna? Hvað á að gera í slíkum tilfellum? Fólk sem segist ætla að standa við hitt og þetta, segist vilja gera allt en svo gerist aldrei neitt?


Þetta er ekki alltaf vandamál beggja. Annað foreldrið getur verið jákvætt og tilbúið í byrjun en neyðist svo til þess að bregðast öðruvísi við aðstæðum þegar fram líða stundir. Barnsins vegna, ekki vegna reiði og biturleika.

--------------------------------

daggz | 25. feb. '17, kl: 16:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta útspil með biturðina og reiðina viðrist vera mjög algengt hjá ofbeldisfólki (sem Froðusnakkur talar m.a. um). Ég er ekki með tölu á því hve oft ég hef fengið að heyra þetta, ég eigi að sleppa að vera svona reið og bitur (sem er bara ekki til hjá mér, vonleysi frekar) því ábyrgðin er öll mín megin (eða hjá þeim sem ofbeldismaðurinn þarf að díla við). Hegðunin þeirra, ofbeldið og hótanirnar eru aldrei vandamálið.


Þessi mál eru oft ferlega ömruleg því það eru ekki margar leiðir sem fólk getur farið. Hvort sem um er að ræða ofbeldismann sem ætti ekki að fá aðgang að barni eða getur ekki átt í eðlilegum samskiptum og eins þegar um er að ræða tilefnislausar tálmanir.

--------------------------------

T.M.O | 25. feb. '17, kl: 16:24:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

málið er að þegar menn koma svona fram með nafnbirtingar og myndir af börnum, miklum reiðilestri og ásökunum og reiðubúnir að tala um þetta opinberlega við hvern sem er án nokkurra gagna til að styðja sitt mál þá hefur það bara þveröfug áhrif á mig af því að ég sé takta sem ég tengi við kerfisbundið ofbeldi og hef bæði fengið að upplifa og séð hjá öðrum. Svona fólk fær sjaldnast mótsvar þar sem enginn vill draga börn og aðra fjölskyldumeðlimi í gegnum svona hakkavél og vita jafnvel að sannleikurinn skiptir minnstu máli í svona látum.

daggz | 25. feb. '17, kl: 23:19:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér, þetta virkar svo þveröfugt á mig.

--------------------------------

Bakasana | 25. feb. '17, kl: 11:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu að grínast? Hver myndi senda barnið sitt til manneskju sem ræðst á annað fólk? Djöfull þætti mér ég vera að bregðast barninu mínu ef ég léti bara eins og ekkert væri og setti það í hendurnar á manneskju sem ég veit að er líkleg til að beita ofbeldi. Og mikið held ég að barnið væri sammála mér. 

Froðusnakkur | 25. feb. '17, kl: 12:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað á að gera ef foreldrar ráðast hvort á annað? Bæði sek um að ryðjast inn til hvors annars og taka barnið? Hvort finnst þér að það þyrfti að leysa það með sátt eða að barnið verði bara alltaf hjá öðru foreldrinu??

Bakasana | 25. feb. '17, kl: 12:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju er þetta allt í einu "foreldrar ráðast á hvort annað? Ef foreldrar eru báðir ofbeldisfólk og barnið býr á heimili þar sem barsmíðar eru normið ætla ég rétt að vona að yfirvöld skerist í leikinn. Alveg eins og ég ætlast til þess að börn þurfi ekki að búa á heimilum þar sem bara eitt ofbeldisfullt foreldri býr. 


Ef foreldri A er ofbeldismaður/kona og getur ekki haft þannig stjórn á skapi sínu að aðrir séu öruggir í kringum hann/hana er augljóst að viðkomandi er ekki treystandi fyrir barni. ert þú bara hress með að leiða barnið þitt heim til einhvers sem þú veist að gengur í skrokk á fólki ef aðstæður eru erfiðar? Eða leitarðu kannski leiða til að forða barninu þínu frá ofbeldismanneskjunni? 

neutralist | 4. jan. '19, kl: 12:17:54 | Svara | Er.is | 3

Jæja, nú er búið að dæma Ólaf Hand fyrir alvarlegt ofbeldi gegn barnsmóður sinni og brot á barnaverndarlögum, þar sem ofbeldið var framið að barninu ásjáandi.

Vek athygli á þessum hluta fréttarinnar: "Í febrúar árið 2017 kom Ólafur fram í löngu viðtali á Stöð 2 þar sem hann sagðist ekki hafa fengið að sjá dóttur sína í átta mánuði. Það er nákvæmlega sá tími sem liðinn var frá þeim atburðum sem lýst er í framangreindum dómi héraðsdóms.

DV hefur undir höndum gögn sem sýna að það er samkvæmt ákvörðun yfirvalda sem Ólafur nýtur ekki reglulegrar umgengni við barnið. Byggir sú ákvörðun meðal annars á því að barnið treystir sér ekki til að hitta á hann vegna ofbeldisins sem það var vitni að. Í þeim gögnum kemur einnig fram að Ólafur sagði sig frá ferli þar sem fagmenn unnu að því, með stuðningi móður, að byggja upp traust og koma á umgengni á forsendum barnsins, meðal annars undir eftirliti."

Ætli allir þeir fjölmiðlar sem fluttu fréttir af einhliða ásökunum hans gegn barnsmóðurinni um tálmun biðjist núna afsökunar? Þar á meðal ekki síst Stöð 2 sem var með drottningarviðtal við manninn. Eða að fjölmiðlamenn hugsi sig kannski tivisvar um áður en þeir fllytja einhliða fréttir af svona málum.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 20:17:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég verð að viðurkenna að mér finnst skipta máli hvort sýslumaður hefur úrskurðað að barnið eigi að vera komið heim í tíma þar sem það er á leiðinni í frí með móðurfjölskyldunni og móðirin er að bregðast við svikum á þeim samningi sem gæti haft þær afleiðingar að fyrirfram skipulagt frí sé ónýtt, með lögregluna meðferðis. Hann heldur því fram að barnið hafi verið hjá honum samkvæmt úrskurði sýslumanns en hann hélt líka fram að móðirin væri að tálma á sama tíma og hann neitaði að taka þátt í samkomulagi til að fá barnið til að treysta honum upp á nýtt. Það eru bæði til klikkaðir pabbar sem vanrækja börnin sín en þykjast vera tálmaðir og klikkaðar mæður sem tálma án neinnar annarrar ástæðu en eigin hefnigirni... ég held að þetta sé augljóst.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 18:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög áhugavert svona eftirá.

Myken | 9. jan. '19, kl: 17:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég einmitt veit um mál þar sem faðirin telur líklegast að það sé móðirin sem er að stoppa han í að hitta börn sín..en það eru yfirvöld sem gefa það út aftur og aftur en brefið sem hann fær hljómar svoldið eins og það sé hennar vilji. það var ofbeldis samband. 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Kingsgard | 4. jan. '19, kl: 19:42:43 | Svara | Er.is | 1

Harmsögur feðra hafa síst minna gildi en harmsögur mæðra eða kvenna sem hafa orðið fyrir áreiti af hvers kyns tagi. Um aðferðir beggja kynja eða einstaklinga verður líklega seint full sátt um en líklega leitar hver þangað þar sem árangurs er von. Þannig hófst nýleg bylting kvenna um allan heim og ekki var ætlunin að hlífa neinum sem varpað gæti skugga á frásagnir kvenna af misjafnri reynslu þerra af körlum. Dæmin eru mýmörg, ákveðin % rétt og ákveðin % ekki rétt.
Krafan er þó að hlusta skal á frásögn konu gagnrýnislaust og forðast niðurlægjandi athugunar eða rannsókna sem varpað geti efasemdum um frásögn hennar að hluta eða öllu leiti. Í ljós hefur þó komið í ljós að ákveðin % frásagna kvenna átti ekki við rök að styðja.

Kannski eru karlar að undirbúa sína baráttu fyrir rétti sínum og rödd. Ákveðin % reynast á bjargi byggð en ákveðin % þvættingur, alveg eins og hjá konum. Vettvangur þar sem konur hafa oftast traðkað menn í skítinn eru skilnaðarmál þar sem fólk eiga sameiginlega börn.
Þarna er að finna reglulega skítug mál og önnur tilhæfulaus. Samfélagsleg umræða um þessi mál virðast í uppsiglingu og mun að líkindum ekki eiga sér stað þar sem öllum finnst þægilegast.
Líklega mun sekt kvenna í slíkum málum vera í líku hlutfalli og sekt karla hefur reynst í áreitni til kvenna. Heimurinn er alveg gjörbreyttur og það nýlega ef orð annars kynsins reynast innihaldsmeiri að gæðum en hins. Sársaukafullt !

bfsig | 4. jan. '19, kl: 20:22:02 | Svara | Er.is | 2

Það er jafn sjálfsagt og þegar kvenfólk kemur fram með ásakanir. Mér finnst þó að fólk eigi að temja sér að taka ekki afstöðu í svona málum enda veit fólk ekki allan sannleikan, en þar sem feministar eru orðnir kolklikkaðir í að trúa alltaf þeim sem ásakar karlmann um ofbeldi þá er svona svörun eðlileg. Verði ykkur að þessu.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 20:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í þessu tilfelli er búið að dæma manninn. Er þetta þá ekki augljóst?

bfsig | 4. jan. '19, kl: 20:46:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað ertu að bulla vinan ?

krikrikro | 4. jan. '19, kl: 21:12:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lestu fréttina aðeins ofar, væni, svo þú getir hætt að þvæla svona.

bfsig | 4. jan. '19, kl: 21:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju segið þið ekki bara hvað þið eruð að tala um ?
Það eru tekin fram nokkur dæmi í OP. Þið eruð þá væntanlega að segja að einn einstaklingur hafi verið dæmdur. Gott og vel, fyrir hvað ?

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 21:15:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er nokkuð viss um að ég þekki þig ekkert svo að "vinan" er örugglega ekki við hæfi. Lestu betur.

bfsig
bfsig | 4. jan. '19, kl: 20:59:41 | Svara | Er.is | 1

Svo er frekar fyndið þegar maður rennir hérna yfir commenta þráðin hve margar konur standa upp stoltar og tala um að hafa verið ásakaðar um tálmun og hve margir læka. Klikkað fólk gerir sér sjaldnast grein fyrir því að það er klikkað og fyndið hvað feministar eru tilbúnir að kvitta upp á (hugsanlegt) ofbeldi bara út frá kyni. Hálf ógeðslegt.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 21:19:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Að vera ásakaður um tálmun þegar maður hefur gert allt til að reyna halda áhuga hins foreldrisins á barninu er ekkert til að skammast sín fyrir

bfsig | 4. jan. '19, kl: 21:23:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú virkar það klikkuð á mig að ég er ekkert að fara að taka þig trúanlega, sorrí.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 21:37:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lol yfirlætið virkar ekki s

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 21:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo það er farið beint í gaslighting...

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 21:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo það er farið beint í gaslighting...

bfsig | 4. jan. '19, kl: 21:39:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með að þú hættir sækó hostile fávita nálguninni og svarir bara spurningunni hér að ofan litli feministi.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 21:51:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða spurningu? Btw þessi helvítis dónaskapur er ekki að gefa þér neitt sérstaka geðheilbrigðiseinkunn eða gera þig að áhugaverðum viðmælanda

bfsig | 4. jan. '19, kl: 22:03:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Afhverju segið þið ekki bara hvað þið eruð að tala um ?
Það eru tekin fram nokkur dæmi í OP. Þið eruð þá væntanlega að segja að einn einstaklingur hafi verið dæmdur. Gott og vel, fyrir hvað ?"

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 22:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er vísað í greinina, getur þú ekki lesið það?

bfsig
T.M.O | 4. jan. '19, kl: 22:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú hoppar á milli innleggja og sérð ekkert samhengi er ekkert skrítið að þú skiljir ekki hvað er í gangi.

bfsig | 4. jan. '19, kl: 23:16:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert ófær um að færa rök fyrir þínu máli. Ég svaraði OP. Þú svaraðir því commenti og komst með staðhæfingu. Ef þú getur ekki bakkað það upp nennir þú þá vinsamlegast að þegja, ég nenni ekki þessu rugli. Það er margbúið að byðja þig um að bakka upp mál þitt. Þú getur þá linkað og komið með punktinn sem þú vilt koma með, en þú vilt bara rífa kjaft, orðið fokk þreytt....

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 23:34:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ættir kannski bara að fara að hvíla þig. Hefur gert meira af því að ranta út ì mig en færa rök fyrir máli þínu.

bfsig | 4. jan. '19, kl: 23:40:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sama ruglið. Láttu testa hjá þér iq-ið svo þú áttir þig betur á því hvort að það sé annað fólk sem sé út á þekju venjubundið eða þú sjálf.

T.M.O | 5. jan. '19, kl: 00:03:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama ruglið hjá þér. Ferð að reyna að segja eitthvað í engu samhengi við það sem er núna í gangi, spryngur svo í ad hominem og skítkasti og hefur ekki sagt neitt af viti síðan. Ekkert vandamál af minni hálfu.

bfsig | 5. jan. '19, kl: 18:54:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reynum þá aftur. Hver af þeim var dæmdur og fyrir hvað ? Ég hef engan skilning á því að þú svarir því ekki svo að samtalið geti haldið áfram í eðlilegum farveg. Þú heldur því fram að einhver sem minnst hefur verið á sé dæmdur, það má alveg skoða það og ég hugsanlega sammála þér í beinu framhaldi að það sé þá nokkuð solid að tálmunar hugtakið eigi ekki rétt á sér í því tilviki. Þú ferð frekar bara að þræta...Ég skil ekki þessa nálgun. Þú ert með því ekki að fara að sannfæra einn né neinn um neinn skapaðan hlut. Í eðlilegum rökræðum þá er það á þeim sem kemur með staðhæfingar að bakka þær upp, aðili sem skilur hugtakið "Ad hominem" ætti að gera sér grein fyrir því..... (Annars "sprakk" ég ekkert... Hef pínu gaman af svona derring og svara bara í sömu mynd ;) )

musamamma | 5. jan. '19, kl: 19:34:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi spyrja hvort þú værir ekki nettengdur ef þú værir ekki hér.  http://www.dv.is/frettir/2019/1/4/olafur-hand-sakfelldur-fyrir-ofbeldi-gegn-barnsmodur-sinni-hattsettur-hja-eimskip-lysti-umgengnistalmunum-sjonvarpi/


musamamma

musamamma | 5. jan. '19, kl: 19:34:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1




Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri hjá Eimskip, hefur verið fundinn sekur um alvarlegt ofbeldi gegn barnsmóður sinni, sem og brot gegn barnaverndarlögum þar sem dóttir þeirra varð vitni að ofbeldinu. Dómur þessa efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember síðastliðinn.


musamamma

T.M.O | 5. jan. '19, kl: 20:25:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú heldur áfram, var smá öl í þér í gær þegar þú varst sem dónalegastur? Ekki bendla mig við þína hegðun, ég hef aldrei talað svona við neinn

bfsig | 5. jan. '19, kl: 20:45:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Örlítið öl. En þakka þér músamamma. Ég virðist bara vera sammála þér TheMadOne, í svona tilviki myndi ég ekki tala um tálmun. Sko hvað þetta var einfalt.

T.M.O | 5. jan. '19, kl: 20:50:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert búinn að búa til skoðanir og svör fyrir mig fyrir alla næstu viku... ég þarf ekkert að gera

bfsig | 5. jan. '19, kl: 20:52:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meira fórnarlambið ;)

T.M.O | 5. jan. '19, kl: 20:53:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það?

 
bfsig | 5. jan. '19, kl: 21:09:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pínu

T.M.O | 5. jan. '19, kl: 21:15:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér? Ég upplifði það ekki þannig en þú varst þá að reyna að gera mig að fórnarlambi. Er það ekki frekar nasty?

bfsig | 5. jan. '19, kl: 21:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nauds. Þú gerir engan að fórnarlambi ;) Þú ert bara með derring, fólk gerir sig sjálft að fórnarlambi.

T.M.O | 5. jan. '19, kl: 21:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þetta var þá bara bull í þér. Skil þig

bfsig | 5. jan. '19, kl: 23:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

'Glott' Þú ert skemmtilega þrasgjörn.

musamamma | 5. jan. '19, kl: 17:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað skreið uppí rassgatið á þér? Djöfull ertu dónalegur. Skammastu þín.


musamamma

bfsig | 5. jan. '19, kl: 18:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara pínu ;)

Myken | 9. jan. '19, kl: 17:13:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú hefur svona mikið að gera að þú getur ekki kynnt þér efnið eða umærðunna áður en þú kommentað.. hvað ertu þá að gera hérna inni

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

daggz | 11. jan. '19, kl: 09:12:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega! Ég hefði haldið að það tæki nú bara mun lengri tíma að þræta við einhvern og skrifa mörg komment en bara taka örlítinn tími og skoða amk það helsta.

--------------------------------

Kingsgard | 4. jan. '19, kl: 21:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sú sem fer ekki yfir á rauðu, fær ekki sekt fyrir að fara yfir á rauðu.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 21:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sú sem fer yfir á rauðu til að vernda barnið sitt fyrir ofbeldi eða keyra það á sjúkrahús getur vel fengið sekt fyrir að fara yfir á rauðu. Henni finnst það sennilega vera fórnarinnar virði

Kingsgard
T.M.O | 4. jan. '19, kl: 22:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað kemur það málinu við hvort ég var með ofbeldismanni? Þekkir þú mína sögu eða ertu búinn að búa hana til í hausnum á þér?

Kingsgard | 4. jan. '19, kl: 22:11:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja, þetta skýrir þitt viðhorf til umræðunar.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 22:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virkilega? Þú ert duglegur að geta í eyður sem eru ekki einu sinni fyrir hendi þar sem þú veist ekki neitt

Kingsgard | 4. jan. '19, kl: 22:14:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

; )

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 22:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitthvað fleira sem þú veist um mig? Ad hominem að virka fyrir þig?

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 22:39:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér líður soldið eins og ég sé að tala við Siggu Kling...

Kingsgard | 4. jan. '19, kl: 21:27:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er öruggt að meirihluti þerra hér sem svo kvikindislega hafa verið ásakaðar af barnsfeðrum sínum um tálmum, eru sekar um amk tálmum.

T.M.O | 4. jan. '19, kl: 21:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Öruggt hvernig?

musamamma | 5. jan. '19, kl: 17:47:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Óli? Stebbi?


musamamma

Walkin | 5. jan. '19, kl: 02:51:27 | Svara | Er.is | 2

Persónulega finnst mér það of langt gengið að setja myndir með börnum í svona færslum á opinberum vettvangi. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um hag barnsins sem getur skaðast af svona umræðum. En það eru til fullt af konum sem hafa í gegnum tíðina notað barnið sem stjórntæki á feður þeirra. Ef fólk er með vit í hausnum. Að þá lætur það alldrei persónulegar deilur eða særindi, hafa áhrif á börnin sín. Réttur barnsins er að kynnast báðum foreldrum. Ég þekki það af eigin raun að hafa alldrei fengið að kynnast föður mínum sem barn. Ég fékk þær upplýsingar að hann vildi ekkert með mig hafa og upplifði höfnun, um að vera ekki nógu góður. En svo þegar það leið á tímann, að þá komst ég að því að raunin var önnur. Honum var bannað að hitta mig. Taldi móðir mín að hún væri að vernda mig með því að hann væri ekki alltaf að koma inn í líf mitt og skilja mig svo eftir í sárum. Enn svo eru til fullt af góðum mæðrum sem eru allra vilja gerðar að leyfa feðrum að kynnast börnum sínum og taka ábyrgð á þeim. En þeir misnota það, og sýna í einhverum tilvika engan áhuga á börnum sínum. Og svo eru góðir feður sem vilja taka ábyrgð á börnum sínum en fá ekki að hitta þau, og eru beittir tálmum. Þannig að eru þessir menn sem hafa stigið fram að segja satt ? Ég tel það mjög líklegt. En hins vegar má vera í einu þessa tilvika um þennan sem var handtekin vegna fíkniefna verksmiðju. Að móðir þess barns telji hag barnsíns best borgið fjarri allri neylsu. Það gæti líka verið að hann hafi átt slæmt tímabil í lífi sínu. En svo ákveðið að taka sig og sé allra vilja gerður að taka ábyrgð. Ég held að flest öll svona mál geti verið pínu flókinn. En það eigi alltaf að hugsa fyrst um hag barnsins áður en það er stigið fram með svona á opinberum vettvangi.

neutralist | 6. jan. '19, kl: 01:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi sem var í fíkniefnasölunni hefur birt myndir af dóttur sinni og nafn hennar íf fjölmiðlum. Hann er ekki mikið að hugsa um hag barnsins. Ég skil líka vel foreldri sem ekki vill að barnið umgangist dæmdan fíkniefnaframleiðanda og -sala.

T.M.O | 6. jan. '19, kl: 01:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ímyndaðu þér að hafa þurft hvílíkt átak til að koma þér út úr sambandi við eiturlyfjasala með öllum "góðu" vinunum sem hann á og þurfa að senda barnið aftur og aftur í þær sömu aðstæður...

Kingsgard | 9. jan. '19, kl: 00:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grettistak og ekkert minna. Óvíst að venjuleg manneskja kæmist í gegnum slíkar hremmingar óbrjáluð.

LaRose | 9. jan. '19, kl: 14:24:05 | Svara | Er.is | 0

Þetta er svona týpískur íslenskur pólitískur rétttrúnaður.

Hann breytist eftir því sem vindurinn blæs;  hvað má tala um og hvað ekki, hvað má birta og hvað ekki og hverja má opinbera og hverja ekki.

Þessa dagana er þetta í lagi og það eina rétta virðist vera.

heikir123 | 10. jan. '19, kl: 11:13:27 | Svara | Er.is | 0

það er oftast eithvað sem hefur gerst sem hindrara það að mæður vilji ekki umgengni barna sinna við föður... oft en þó ekki alltaf ...

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024
Estrategias para mejorar tu fluidez conversacional con ChatGPT en español ErnestaHelga 18.3.2024
There are benefits to using a biweekly timesheet calculator pixehaw958 18.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 17.3.2024 | 21:12
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 14.3.2024 | 04:15
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 10.3.2024 | 14:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 9.3.2024 | 18:09
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Sjónin komaso 28.10.2008 27.2.2024 | 19:52
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 27.2.2024 | 04:43
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 1 af 45815 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, paulobrien, Bland.is, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien