Harmsögur - gerandameðvirkni

daggz | 11. jan. '19, kl: 09:49:59 | 330 | Svara | Er.is | 0

Í tengslum við umræðuna um harmsögur feðra þá langar mig að fá álit ykkar á þessu hér:
http://www.dv.is/frettir/2019/1/5/elisabet-um-mal-olafs-aumingjaskapur-hinna-medvirku-takid-afstodu-haettid-ad-stydja-ofbeldismenn/



Eftir mína reynslu af þessu blessaða kerfi okkar (sem er jú meingallað) þá finnst mér alveg gífurlega magnað og virkilega sorglegt að þrátt fyrir ákæru, þrátt fyrir DÓM sé fólk enn að afsaka ofbeldismanninn og skella skuldinni á tálmun. Þrátt fyrir að hvergi hafa komið neinar sannnanir fyrir þessari meintu tálmun.


Það er greinilega nóg að hrópa bara tálmun og það þarf ekkert meir til að úthrópa þann einstakling sem ofbeldismann en dómur dugar ekki til? Afhverju? Jú, sko þetta voru bara viðbrögð við hennar ofbeldi og foreldrarnir eiga bara báðir að haga sér betur!


Ég hef þurft að standa í að kæra minn barnsföður (yfir margra ára tímabil), hann hefur verið og kærður og dæmdur fyrir líflátshótanir, líkamsárásir o.fl. (Ath. ekki bara gagnvart mér, alls ekki). Hann er þó auðvitað mjög duglegur að úthrópa mig fyrir tálmun. Reyndin er bara allt önnur. Og þrátt fyrir allt hef ég alltaf farið með hlutina í gegnum kerfið og reynt mitt allra besta að halda kjafti og vera ,,stærri aðilinn" í öllum okkar samskiptum. Ég hef hingað til ekki tjáð mig mikið um stöðuna, amk ekki nema vera spurð. En dómharkan er ótrúleg!


Ég hef fengið símtöl frá ættmönnum hans og endalausar hótanir, lögreglan hefur þurft að hafa oooooooft afskipti af honum en samt á ,,hans réttur" að toppa allt. Þar á meðal öryggi barnsins. Ég skil svosem vel að fólk standi með ástvinum sínum. En ótrúlegast finnst mér að engum hafi dottið í hug að einfaldlega spurja ,,hvað er að ske?" áður en þau dæma. Fólk þarf ekki að trúa mér endilega. En það að það sé tilbúið að dæma fólk út frá ENGUM sönnunum, bara samhengislausri frásögn eins aðila finnst mér ótrúlegt.


Og ég get ekki séð betur en að það sé það nákvæmlega sama hér. Hann gargar tálmun, og bara við þetta eina orð er eins og fólk gleypi við öllu sem á eftir kemur. Þrátt fyrir sögu sem passar engan veginn og þrátt fyrir að annað kemur bersýnilega í ljós. Afhverju ætli það sé?

 

--------------------------------

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 12:17:06 | Svara | Er.is | 3

Þetta mál sem þú vísar í er nú hvorki svart né hvítt. Faðirinn sem um ræðir beitti konuna sína ekki ofbeldi í sambandinu. Hún brýst inná heimilið hans til að ná í dóttirina og við það tekur hann hana hálstaki og hendir henni út. Hann hefur hlotið dóm fyrir ofbeldið sem hann beitti henni en innbrotið er enn fyrir dómsstólum og á eftir að dæma í því.
Vissulega getur fólk beitt þá sem brjótast inn til manns ofbeldi og held ég að flestir skilji það. Enda telja flestir sig hafa þann rétt á að verja heimilið sitt.

Auðvitað er aldrei rétt að beita aðra manneskju ofbeldi og ætla ég ekki að verja það. En þegar tveir deila þá er yfirleitt ekki einn sökudólgur.

Hinsvegar beitti hún hann tálmun á að hitta dóttir sína áður en til átaka kom. Því er ekki hægt að neita og ekki hægt að verja það heldur.

Verst finnst mér að þetta bitnar allt á börnunum. Bæði stúlkunni sem rifist er um, sem og systkyni hennar sem fá ekki að sjá systir sýna. Svo ekki sé minnst á ömmur og afa og aðra ættingja. Það er afar slæmt þegar börn fá ekki að kynnast allri fjölskydunni sinni vegna deilna foreldra.

Ef um mína afstöðu er spurt þá er hún þessi: Mér finnst að foreldrar eigi að komast að samkomulagi varðandi umgengni á börnum þegar foreldrar slíta sambúð. Þegar foreldrar rífast um það og komast ekki að sátt um hvað er best fyrir barnið. Þá eru báðir foreldrar að bregðast barninu eða börnunum sínum. Börn eiga fullann rétt á að hitta báða foreldra og fá uppeldi, ást og umhyggju frá þeim báðum.

Ef annað foreldrið telst óhæft þá er það dómstóla um það að dæma. En jafnvel þótt foreldri sé dæmt óhæft, þá eiga þau samt að hafa rétt á að hitta börnin sín, þótt þær heimsóknir séu undir eftirliti og þótt að þær heimsóknir vari ekki nema einhverjar stundir. Umfram allt eiga börn að hafa rétt á að hitta afa og ömmur, frænkur og frænda og auðvitað systkyni líka. Ef að það er ekki gert þá finnst mér báðir foreldrar vera að bregðast börnunum sínum.

Ég tek því eindregna afstöðu með börnunum og fordæmi foreldra sem að hunsa þeirra rétt á grundvelli íllsku í garð fyrrverandi maka.

Hér er viðtal við föðurinn og systur dóttirinnar sem um ræðir. Ég finn til með stelpunum sem fá ekki einusinni að tala við systir sína, ekki einusinni til að óska henni gleðilegra jóla.

http://www.visir.is/g/2017170229880

Ég vil að lokum hvetja alla foreldra sem slíta sambúð til að hætta að rífast um börnin. Komist að sátt og sameiginlegri niðurstöðu sem er best fyrir börnin ykkar. Ekki vera draga skítinn sem sambúðarslitum fylgir yfir á þau. Þau eiga það ekki skilið, enda kemur það þeim ekki við.

Zagara | 11. jan. '19, kl: 16:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

" Ólafur var ákærður fyrir að hafa tekið barnsmóðurina hálstaki og þrengt ítrekað að hálsi hennar, hrint henni þannig að hún féll í gólfið, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í vegg. Þá er eiginkona Ólafs ákærð fyrir að hafa hlaupið ítrekað á konuna og klórað hana. "


Sorrý en þetta er óafsakanlegt. Miðað við málavexti er móðirin með úrskurð frá sýslumanni um að barnið sé að fara með henni og hann gerir móður barnsins síns þetta með barnið á heimilinu? 


Það versta er þegar svona karlmenn gera svo öllum hinum miklu erfiðara fyrir þegar kemur að tálmunum. Karlmenn í forsjár og umgengnisdeilum gjörsamlega verða að hafa hemil á skapinu á sér til að eiga einhvern séns. Að taka konu kverkataki með barnið viðstatt getur ekki sagt manni annað en að það sé rík ástæða fyrir gjörðum móður. 


Ég skil vel konu sem lendir í árás að verða enn harðari í tálmunum eftir á.

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:29:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skrifaði meðal annars "Auðvitað er aldrei rétt að beita aðra manneskju ofbeldi og ætla ég ekki að verja það". Ekki halda því fram að ég hafi verið að afsaka eitt né neitt.

En að láta börnin líða fyrir ágreining foreldranna, það fordæmi ég þau bæði fyrir. Að meina dóttirinni að hitta systur sínar er óafsakanlegt.
Það er sorglegt að láta grey barnið líða fyrir þeirra ágreining.

Zagara | 11. jan. '19, kl: 16:32:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo bættirðu við sem núllar hitt út:


" Vissulega getur fólk beitt þá sem brjótast inn til manns ofbeldi og held ég að flestir skilji það. Enda telja flestir sig hafa þann rétt á að verja heimilið sitt. "


Ég myndi seint segja það eðlilegt að beita fyrrverandi maka ofbeldi með sameiginleg börn á heimilinu. Ekki nema hinn sé mættur með morðvopn. Þá væri góð hugmynd að hringja líka í lögregluna.

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það núllar ekkert út. Þú skrifar að hún hafi lent í árás. Það er nú bara ekki rétt að halda því fram að hún hafi bara lent í því. Hún brýst inn til hans og getur ekkert farið að leika eitthvað fórnarlamb eftir það.
Ef einhver er bitinn af hundi, þá er sá sem er bitinn yfirleitt spurður hvort hann hafi verið að espa upp hundinn.

Það að segja að það sé enginn ástæða til að lemja konur er bara ekki rétt. Oft hafa menn ástæðu til að berja konur. Menn eiga bara ekki að gera það. Þótt þeir hafi ástæðu til.

Zagara | 11. jan. '19, kl: 16:37:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er það bara staðreynd að á meðan einhverjir karlmenn reyna að afsaka líkamlegt ofbeldi þegar kemur að umgengni við börnin sín þá eiga þeir ekki séns. 


Maðurinn virðist geta kennt sér sjálfur um að hafa eyðilagt samskipti barnanna sinna í þessu tilviki. Hann virðist hafa verið með umgengni þar til hann tekur þessa ákvörðun að ráðast á barnsmóður sína.

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Snúðu bara útúr því sem ég er að segja einsog þú villt. Sennilega ertu femínisti sem hatar karla svo mikið að þér er alveg sama þótt að það bitni á börnunum þeirra. Þannig að ég ætla bara að eiga þínar kreddur fyrir þig.

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

.... Þannig ég ætla bara að leyfa þér að eiga þínar kreddur fyrir þig. Á að standa þarna.

Zagara | 11. jan. '19, kl: 16:43:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strax kominn út í að ráðast á manneskjuna þegar þú getur ekki rætt málefnið lengur?


Ég hef í mörg ár stutt karlmenn í að fá að umgangast börnin sín. Ég mun ekki hætta því og eins og ég skrifaði meira að segja fyrir ofan þá þykir mér mjög leitt að þessi einstaklingur hafi með þessu lagt risastóran stein í götu annara karlmanna sem hafa aldrei beitt fyrrverandi maka ofbeldi hvorki fyrir framan börnin sín eða ekki.


En endilega haltu áfram að bulla ef þér finnst það skemmtilegt.

daggz | 11. jan. '19, kl: 16:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað veistu um það að hún hafi ætlað sér það? Þú gerir bara ráð fyrir því að hún sé erfiði aðilinn. Þegar það er hann sem ætlaði að neita að skila barninu á réttum tíma og móðirin ákveður að láta stæla mannsins ekki bitna á barninu og láta hana missa af utanlandsferð. Átti hún kannski bara að sjá þetta fyrir?

--------------------------------

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að fordæma þau bæði fyrir hegðun sína. Ég er að taka upp hanskann fyrir börnin.

daggz | 11. jan. '19, kl: 16:46:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Þú ert að taka upp hanskann fyrir gerandann. Ekkert annað. Þetta er ömurlegasta afsökun í heimi fyrir gerendaneðvirkni - ég er að hugsa um börnin

--------------------------------

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:48:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er rangt hjá þér. Ég er hvorki að taka upp hanskann fyrir föðurinn né móðirina. Bara að benda á að bæði hegða sér á rangann máta.

daggz | 11. jan. '19, kl: 16:52:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað gerði móðirin rangt? Sótti barnið á úrskurðuðum tíma. Og það að hún stóð ekki kjurr þegar faðirinn meinaði grátandi barni útgöngu? Hún tryggði sig m.a. með því að hafa lögreglu með (sem gefur jú ákveðnar vísbendingar um fyrri hegðun mannsins). Hvað annað hefðir þú gert í þessari stöðu?

--------------------------------

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:58:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kem mér ekki í svona stöður. Ég kanna að miðla málum og ég kann að ná sáttum við þá sem ég deili við. Ég vanda valið þegar kemur að því að velja mér maka. Ég mun aldrei setja mig í þá stöðu sem þessi hjón komu sér í. Ég hinsvegar ber mikla samúð fyrir barninu sem hafði aldrei valkost.

daggz | 11. jan. '19, kl: 21:26:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilegt að þú hefur aldrei þurft að díla við ofbeldismenn (eða konur) sem þú ert tilneyddur í að hafa samskipti við.


Það er einfaldlega ekki hægt að hvorki rökræða við slíka aðila, og hvað þá að miðla málum. Þú ert að setja sök á fórnarlambið. Ekkert annað. Fórnarlambið hafði heldur ekki valkost. Það valdi ekki og vildi ekki lenda í líkamsárás.

--------------------------------

BjarnarFen | 12. jan. '19, kl: 04:35:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar er ég að setja sök á barnið?

BjarnarFen
BjarnarFen | 12. jan. '19, kl: 04:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"pabba þinn" á að standa þarna.

daggz | 14. jan. '19, kl: 02:01:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veistu ég er nákvæmlega ekkert gröm út í minn fyrrverandi. Ég sem betur fer þarf lítið að hafa samskipti við hann þar sem hann er hvort eð er ekki talinn hæfur til að umgangast börnin sín (ekki bara mitt). Og hann hefur aldrei haft áhuga á að umgangast þau undir eftirliti (það hentar honum ekki, ekki á hans forsendum).


Ég hef svo alltaf tamið mér að hafa taum á skapi mínum og orðum gagnvart honum. Og barnið fær ALDREI að heyra mig bölva honum eða rífast við hann. Hins vegar læt ég lögregluna eiga um hans part af samskiptunum og þó eru það alvarleg að hann hefur hlotið dóm fyrir. Ég svara því ekki einu sinni.


Í öll þau skipti sem hann hefur bölvað mér og kennt mér um allt illt (nota bene hann bauð barninu að drepa okkur bara því við erum svo vond, hann er veikur maður). Sú tilfinning sem ég hef fagnvaft honum er hræðsla og ég virkenni honum. Að eiga svona líf þar sem maður er sífellt á kant upp við lögin og á hvergi heima og búinn að ýta öllum frá sér er ekki öfundsverð staða. En nei hey, endilega málaðu mig sem klikkaða tálmunarmömmu sem er bara bitur út í manninn með líflátshótanirnar (sem koma upp úr þurru, og er ekki svarað) og margar líkamsárásir á bakinu. Ég er svo vond að senda ekki barnið bara þegar honum hentar.

--------------------------------

adaptor | 12. jan. '19, kl: 15:22:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


það óafsakanlegt að að móðirinn hafi brotist inn með ofbeldi og látum þetta er sér íslenskt fyrirbæri að þú meigir ekki verja þig og þitt heimili í öllum vestrænum ríkjum hefði móðirin verið dæmd fangelsi og föðurinn ekki fengið á sig kæru enda í fullum rétti til að verja sig nema á íslandi
það eru meira að segja til ríki þar sem hann hefði mátt skjóta kellinguna fyrir þetta

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

daggz | 14. jan. '19, kl: 02:22:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sérðu engan mun á að varna inngöngu eða henda fólki út og að kyrkja manneskjuna svo á henni eru áverkar? Sem betur fer búum við ekki í ríki þar sem má skjóta fólk fyrir slíkt. Það er kannski í lagi að nota almenna skynsemi. Eitt er að verja sig gagnvart ygirvofandi hættu (vopnuðum innbrotsmanni) og konu sem var að sækjabarnið sitt. Afhverju lét hann ekki lögregluna um að fjarlægja hana? Þá hefði hann aldrei sett sig í þá stöðu að missa umgengisrétt og veradæmdur fyrir lögbrot. Fólk ræðst ekki bara alveg óvart á annað fólk.

--------------------------------

adaptor | 14. jan. '19, kl: 02:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún ruddist til að ræna barninu hanns of eflaust gert tilraun til að skaða hann hann þegar hann reyndi að varna henni og kærastanum inngöngu ég hef enga trú á öðru en landsréttur sýkni hann

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

daggz | 14. jan. '19, kl: 15:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðan hefur þú það? Btw þá var sýslumaður búinn að úrskurða að hann ætti að skila barninu þarna. Þannig ef einhver var að ,,ræna barninu" þá var það hann

--------------------------------

adaptor | 15. jan. '19, kl: 00:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var ekki sýslumaður búin að úrskurða kl 15 eins og segir í dómnum en tussan  kom kl 13

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

daggz | 15. jan. '19, kl: 13:06:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar stóð bara um miðjan dag. Það voru svo foreldrar barnsins sem gátu ekki komist að samkomulagi um túlkun þess.


Það er ekki að ástæðulausu að reyndir aðilar í umgengismálum viðja hafa alla svona úrskurði algjörlega niðurneglda. Þ.e. nákvæmar dagsetningar, nákvæmar tímasetningar, algjörlega útlistað hvar og hvernig skipti fara fram og þar fram eftir götunum. Í svona málum er mjög slæmt ef hlutinrir eru óljósir.


En hey... auðvitað er þetta algjröelga réttlætanleg viðbrögð, kellan kom tveimur tímum of fljótt. Sem hún hefði líklegast ekki gert ef maðurinn hefði ekki bæði hótað því að fara með barnið út á land þar sem hún myndi ekki finna hana OG barnið ekki hringt í hana til að segja henni frá því að hún væri að fara út á land. Skil gaurinn alveg rosalega vel að bregðast svona við þessari óskiljanlegu hysteríu í konunni.... *hóóóst*.

--------------------------------

adaptor | 16. jan. '19, kl: 15:14:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já nákvæmlega það er ekkert í þessu sem réttlætir húsbrot og árás og grenja svo af því að hún verður undir 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

T.M.O | 16. jan. '19, kl: 16:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einhverra hluta vegna þá sjá dómstólar þetta ekki svona. Kannski er eitthvað í þessari sögu sem við bara vitum ekki??

daggz | 16. jan. '19, kl: 17:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega! Einhverra hluta vegna var maðurinn nú dæmdur. 

--------------------------------

daggz | 11. jan. '19, kl: 16:40:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að fylgjast vel með þessu máli og það er hú frekar svart og hvítt. Þótt konan hafi farið inn á heimilið í leyfisleysi þá réttlætir EKKERT þessi viðbrögð. Og nei það er ekkert sem sýnir fram á að hún hafi tálmað fyrir þetta, þvert á móti hafa gögn komið fram sem sýna andstæðuna. Enda barnið á þessum tíma í umgengni. Hvernig er það tálmun? Svo eitt til viðbótar. Þó svo að menn segi að þeir séu tálmaðir af ástæðulausu þá þýðir það ekki að það sé ekki jafnvel í gegnum barnavernd, sýslumann og/eða dómstóla. Og umgengni ubdir eftirliti... oft er það nú bara þannig að þegar ofbeldismenn missa tökin og fá ekki að ráða þá vilja þeir ekki sjá slíkt. Það stóð mínum barnsföður til boða í 4 ár áður en hann mætti.

--------------------------------

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:41:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég les fréttirnar og horfi á þær líka. Mæli með að þú gerir það sama.

daggz | 11. jan. '19, kl: 16:45:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri það, sá þetta viðtal, reyndar fannst mér það á sínum tíma einkennadt af því að það væri þar mikið ósagt. Sem hefur svo sannarlega sýnt sig.

--------------------------------

BjarnarFen | 11. jan. '19, kl: 16:46:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað finnst þér best fyrir barnið?

daggz | 11. jan. '19, kl: 16:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Best fyrir barnið? Fyrir það fyrsta að það þurfi ALDREI að upplifa að horfa upp á slíkt ofbeldi eða vera hrætt um að það hendi aftur. Að því sé mætt á þeirra forsendum sem faðirinn gerði ekki. Hann neitaði að taka þátt í prógrammi til að byggja upp traust þeirra á milli að nýju. Og íokkabót átti auðvitað að hlusta á barnið sem neitaði að fara í umgengni eftir þetta (og sem betur fer var það gert).

--------------------------------

BjarnarFen | 12. jan. '19, kl: 04:43:09 | Svara | Er.is | 0

Tilhvers ertu að pósta þessu og biðja fólk um að segja álit sitt? Ef maður kemur ekki með álit sem er þér að skapi þá á bara að drulla yfir mann?

Varúð til þeirra sem vilja svara þessum pósti. Þetta er ekki sett hérna upp til að ná fram rökrænum eða siðferðilegum og málefnalegum umræðum.

Sá sem póstar er að leita að fólki til að vera sammála sér í einu og öllu. Þið munið fá skít og skammir fyrir að vera ekki sammála. Þess vegna hvet ég fólk til að hunsa þetta. Ekkert gott mun koma af því að reyna að eiga skoðanaskipti með daggz.

daggz | 14. jan. '19, kl: 01:50:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skít og skammir? Endilega bentu mér á það hvar ég er vond við þig fyrir utan það ef þér finns voða erfitt að vera sagt að afstöðuleysi er lítið annað en að standa með gerandanum.

--------------------------------

askjaingva | 14. jan. '19, kl: 13:53:21 | Svara | Er.is | 0

Vandinn liggur auðvitað í því að það eru til mæður sem tálma af öðrum ástæðum. Þar sem tálmun er svo mikið tabú veit enginn í raun hvert hlutfallið er, hve mörg tálmunarmál eru vegna ofbeldis maka og hve mörg vegna annarra ástæðna. Ég veit um dæmi um bæði. Ég veit t.d. um dæmi þar sem móðirin var ofbeldismaðurinn í sambandinu, bæði andlegur og líkamlegur og fór ekkert leynt með það. Hún fékk forræðið yfir börnunum og faðirinn fær ekki að hitta þau. Á hverju ári eru dæmdar dagsektir á konuna og á hverju ári eru þær felldar niður. Tálmunin er áframhaldandi ofbeldi sem hún beitir bæði fyrrverandi mann sinn og börnin þeirra. Ég veit líka um dæmi þar sem faðirinn er ofbeldismaðurinn.
Hvernig við viljum höndla þessi mál er svo annað. Eigum við að leyfa tálmun almennt vegna þess að í einhverjum tilfellum er hún skiljanlegt, verður það þá ekki að gilda um önnur lögbrot líka. Samfélagið verður að þora að taka umræðuna og ákveða hvernig við viljum taka á málinu.

daggz | 14. jan. '19, kl: 16:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað á tálmun alls ekki að vera samþykkt. Hins vegar þarf kerfið að vera mun betur hannað til að einmitt geta fundið út hvar um er að ræða réttmætar tálmanir og svo bregðast við ef tálmunun er óréttmæt. Þetta dagsektarkerfi er bara djók frá A-Ö. Fyrir utan að það þarf að vera mun hraðvirkara og skilvirkara. Eins og þetta er í dag þá eru sýslumenn og bvn ekkert að vinna saman (sem að mínu mati ætti að vera) því bvn vill ekkert koma nálægt umgengismálum. Auðvitað ætti það ekki að vera venjan en ég veit bara hvað mér fannst ég vera vanmáttug þegar ég ég vissi af mjög óeðlilegum heimilisaðstæðum en réttur sýslumanns til að kanna það var mjöööög takmarkaður. Og eins stefndi allt í umgengni þegar upp kom um ofbeldi gagnvart barni á því heimili. Minn réttur til að vita um heimilisaðstæður (eða bara réttur sýslumanns sem sá um málið) var enginn. Finnst það absúrd.

--------------------------------

adaptor | 15. jan. '19, kl: 01:04:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki einn sem fyrir um 15 árum síðan fór forræðismál og var með solid sannanir fyrir því að hanns fyrrverandi var geðveik og dópisti og alcahólisti læknisvottorð lögregluskýrslur og fleira sem sönnuðu hanns mál alveg sama 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

daggz | 15. jan. '19, kl: 13:10:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hverng var hans bakgrunnur? Ekki það, í mörgum málum er gífurleg brotalöm, alls staðr þar sem kemur að börnum. Eeeen, hálf saga ER hálf saga. Stundum er ömurleg mamma lesser of two evils og sama með pabbana. Reyndar skilst mér að það sé alltaf að aukast að feður fái forsjá yfir börnum sínum, en þeir standa enn hölum fæti á móts við konur. Engin spurning um það. Mér finnst að kynið eigi ekki að skipta nokkru máli. Bara hver sé aðal umönnunaraðilinn, sem er jú oftar móðirin. Þó svo að fólk sé í sambúð að alla upp börnin saman þá er ótrúlega oft sem bróðurparturinn leggst á konuna. Maður sér það mikið í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi hjá börnunum. En það virðist samt vera að aukast að pabbarnir taki meiri þátt, sem er súper jákvætt.

--------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Síða 1 af 47427 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, paulobrien, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie