Hefndarklám

Petrís | 9. apr. '16, kl: 20:06:15 | 1264 | Svara | Er.is | 1

Ég skil ekki þessi lög um hefndarklám. Ef manneskja á nektarmyndir af sér í símanum sínum  eða tölvunni og þeim er stolið og myndirnar birtar eða ef nektarmyndir af manneskju eru teknar án hennar leyfis já þá sé ég að það er glæpur. En ef manneskjan tekur af sér myndir og sendir þær einhverjum öðrum út í bæ hvaða væntingar getur hún haft um að myndirnar birtist ekki opinberlega nema auðvitað að viðkmandi myndaþegi hafi skrifað undir slíkan samning. Þetta hljómar eins og tískuólög. Er einhver með rökrétta skýringu á þessum lögum sem eru í samræmi við aðrar lagasetningar.

 

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 20:35:51 | Svara | Er.is | 19

hefur þú ekki almennt væntingar um að eitthvað sem þú sendir einhverjum í trúnaði sé ekki sent öðrum?

Petrís | 9. apr. '16, kl: 20:40:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú ég hef það alveg en við erum að tala um allt annað, við erum að tala um refsanlegt lögbrot og mér finnst ekki að það sé hægt að vænta þess að þegar þú sendir einhverjum nektarmyndir af þér að viðkomandi muni aldrei sýna þær öðrum eða að einhver muni aldrei komast í þær á tölvu viðkomandi eða síma. Flestar fullorðnar og sæmilega vitibornar manneskjur hljóta að sjá að hættan á slíku er vel fyrir hendi. Ég myndi aldrei senda slíkar myndir af mér ekki einu sinni til maka enda er mannlegt eðli alltaf eins og ég býst við að ég sé að reyna að komast að því hvað í ósköpunum er í gangi í hasunum á þeim sem að gerir og hvaða hugsanaferill er þar að baki. 

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 20:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

í mörgum tilfellum ungt fólk, sem er að láta undan þrýstingi, reyna að koma sér í mjúkin hjá einhverjum, sumir eru eflaust skotnir í einhverjum trúa og treysta og búast ekki við að myndir sem þessar fari í dreyfingu. Mér finnst mjög gott mál að gera þann sem dreyfir myndunum áfram ábyrgan.

Petrís
Cheddar | 9. apr. '16, kl: 20:46:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ég er breysk, mannleg, mistæk og geri stundum eitthvað sem ég ætti ekki að gera og vil í raun ekki gera en geri samt! og ég er sannfærð um að þú gerir það líka. Dæma minna, elska meira....

Petrís
Cheddar | 9. apr. '16, kl: 20:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

mannstu alltaf eftir öllu slysum sem hafa orðið þar sem þú ert á ferð og getur alltaf farið varlega til að lenda nú örugglega ekki í því sama? Keyrir aldrei of hratt miða við aðstæður hverju sinni? gleymir að taka ábyrgð.

Petrís | 9. apr. '16, kl: 20:51:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú algjörlega og ef ég lendi í slysi get ég sjálfri mér um kennt og ég efast ekki um að ég myndi kenna mér um en samkvæmt þessu ef ég lendi í slysi ef ég keyri full þá kenni ég þeim um sem seldi mér áfengið eða lagði veginn eða bara einhverjum öðrum. Afhverju að gera einhvern annan ábyrgan fyrir eigin kæruleysi?

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 20:52:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

og óskar þess ekki að fá neitt bætt úr tryggingum....

Petrís | 9. apr. '16, kl: 20:53:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ ekkert bætt ef ég braut lög við aksturinn er það?

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 20:55:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú getur ekið óvarlega miða við aðstæður samt innan laganna og átt rétt á bótum frá tryggingarfélagi.

Petrís | 9. apr. '16, kl: 20:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil hvað þú ert að fara með þessu en ég næ þessu samt ekki ég verð að segja þér og mér finnst þessi lög um hefndarklám mjög vafasöm svo ekki sé meira sagt.  Ég hef samt fulla samúð með fólki sem lendir í því að nektarmyndir af þeim birtist opinberlega því það hlýtur að vera skelfilegt. Ég get líka skilið að einhver manneskja drukkin kannski sendi mynd í einhverjum fíflaskap án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess og hún á alveg mína samúð en að setja lög um að það sé á einhvers annars ábyrgð að passa myndina skil ég samt ekki né hvernig hægt er að rökstyðja slíkt.

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 21:01:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

mér finnst þetta bara á sama leveli og kenna konu í stuttu pilsi um að henni sé nauðgað, hún bauð ekkert upp á það og sú/sá sem treystir einhverjum fyrir nektarmynd af sér er ekki að bjóða að henni megi deila með öllum. Við eigum í fullt af samskiptum í trúnaði og eigum að geta treyst á það.

Petrís | 9. apr. '16, kl: 21:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það ekki það sama, að ráðast á aðra manneskju sama hvaða ofbeldi á í hlut er alltaf árás á manneskjuna en við erum að tala um myndir sem viðkomandi sendir frá sér sjálfviljug án ábyrgðar.

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 21:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

að senda þessir myndir áfram er ofbeldi gegn þeim sem upphaflega átti myndina, kona fór sjálfviljug út í stutta pilsinu.

Petrís
Petrís | 9. apr. '16, kl: 21:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef ég segi þér leyndarmál um kynlíf mitt sem ég vil alls ekki deila með öðrum og þú kjaftar frá ætti ég samkvæmt þessu að geta kært þig og þér ætti að vera refsað

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 21:07:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er ekki lögfræðingur...

Petrís | 9. apr. '16, kl: 21:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en þetta er það sem mér finnst að þessum lögum, þetta eru sérsniðin lög til að firra fólk ábyrgð á eigin gerðum í þessum tilteknu málum

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 21:10:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

konan í stutta pilsinu er sem sagt ábyrg?

Petrís | 9. apr. '16, kl: 21:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það er hún ekki, þetta er ekki sambærilegt. Fólki er ekki nauðgað út af klæðaburði, hann hefur ekkert með ofbeldið að gera. Þú getur ekki borið þetta saman því þetta er ekki samanburðarhæft. 

Cheddar | 9. apr. '16, kl: 21:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þetta er hvorutveggja ofbeldi...

Petrís | 9. apr. '16, kl: 21:13:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það sem ég er að tala um , ég sé ekki hvernig það er ofbeldi að nota mynd sem einhver út í bæ gaf þér alveg sama hvaða væntingar viðkomandi hafði til þín. Þú ert ekki að koma með nein rök fyrir því.

Mae West | 10. apr. '16, kl: 00:19:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hefndarklám á meira skylt við stalking og harassment (Umsátur og áreitni eða eltihrellsku (er það orð?)) en nauðgun eða slíka beina ofbeldisglæpi. 

Þú kannski ef þú horfir meira á málið þannig sérð líka að refsing er einmitt áætluð í samræmi við það þar sem svona lög eru í mótun eða gildi nú þegar. 

Þetta er auðvitað bara viss tegund af bullying sem á sér stað í veruleika sem er orðin stór partur af tilveru fólks og ekki nema eðlilegt að lög séu til yfir þessa tegund af áreiti eins og í raunheimum. Enda nær svona áreiti gjarna langt inní daglegt líf fórnarlamba þess sem fyrir þessu verða. 


Brindisi | 11. apr. '16, kl: 11:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

engan veginn sama level að mínu mati

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:28:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í þessu dæmi er sá sem seldi þér áfengið líkari fórnarlambinu. Hann lét þig fá eitthvað þú misnotaðir það

Petrís | 11. apr. '16, kl: 14:30:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eiginlega, miðað við þetta er áfengissalinn orðinn fórnarlamb

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:46:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já já stóra málið hér er samt að lög eiga að endurspegla siðferða og vernda okkur sem erum borgarar (hvort þau gera það eða ekki er mun lengri umræða). Lög gegn hrelliklámi eru hugsuð sem vernd það að geta gert eitthvað þýðir ekki að það sé rétt. Þegar það hefur sannast að einhver hegðun hefur MJÖG skaðleg áhrif þá er eðlilegt að sú hegðun verði ólögleg og að sá sem brýtur af sér þurfi að sæta ábyrgð.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 15:49:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hellingur af mjög skaðlegri hegðun sem ekki gilda um sérlög. Lög endurspegla auðvitað siðferði borgaranna og eiga að fylgja eftir þeim breytingum sem verða á samfélaginu en það verður samt að passa að þau fylgi ekki tískustraumum. þau verða að vera mjög vel ígrunduð og mér bara finnst þessi lög ekki vera þannig. Það var engin umræða um þau í samfélaginu, þau endurspegla mjög harðan og háværan kjarna sem yfirleitt vill fá sitt fram alveg sama hvað. Sama fólkið og vill afslátt af sönnunarbyrði og slíku. Mér er alveg sama um þá drullusokka sem virkilega hafa geð í sér að birta nektarmyndir af öðrum en svona ólög eru bara ekki í raun um þá, þau endurspegla miklu hættulegri leið sem við virðumst sífellt færast að

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:53:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða bölvað bull er þetta. Það þarf að sanna dreifinguna

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:14:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta snýst meðal annars um það hversu alvarlegar afleiðingar hrelliklám hefur fyrir þolandann. Það að hafa lögin skýr tekur af allan vafa um hvað má og hvað má ekki í þessu sambandi. Það er ekki sambærilegt þegar einhver dreifir nektarmynd af öðrum á netið og þegar einhver deilir sms um það hvar þú kaupir ís. Það er mjög misjafnt hvað sá sem sendir nektarmyndir af sér til annarra er að gera. Oft er þetta ungt fólk að bregðast við þrýstingi annarra (óskynsamlegt en allir eru stundum óskynsamir). Stundum eru þetta myndir sem maki eða kærasti tekur eða fær sendar. Hugsað sem persónulegtengjast daður og rómantík en svo þegar sambandið deyr þá notar kærastinn myndirnar til að ná sér niðri á fyrrverandi. Mjög gott að taka þessa umræðu og hafa skýra löggjöf

Bakasana | 10. apr. '16, kl: 11:35:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Þá er einmitt fínt að hafa lög sem segja þér nákvæmlega að það er bannað að birta myndirnar. flestar sæmilega viti bornar manneskjur ættu að gera stillt sig um að birta nektarmyndir af öðrum en sjálfum sér. 

fálkaorðan | 9. apr. '16, kl: 20:44:38 | Svara | Er.is | 18

Feðraveldið hringdi, það vill fá viðhorfin sín til baka.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Petrís | 9. apr. '16, kl: 20:46:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju vill það fá þau til baka 

Felis | 10. apr. '16, kl: 08:16:41 | Svara | Er.is | 13

Segjum td. að kona sé í sambandi með manni og í hamingjunni þá gefur hún honum nektarmyndir af sér (eða leyfir honum að taka þær), henni finnst það pínu spennandi og skemmtilegt. En svo fer hamingjan til fjandans og þau hætta saman.

Finnst þér þá í lagi að maðurinn dreyfi þessum myndum án hennar leyfis?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Petrís
Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Afhverju ekki ? Hvað með meiðyrði og hatursorðræðu þetta er hvort tveggja ólöglegt

Silaqui | 10. apr. '16, kl: 09:54:58 | Svara | Er.is | 8

Við berum bara ábirgð á okkar eigin gerðum. Þannig ber ég ekki ábirgð á því hvað maðurinn minn gerir, og hann ber ekki ábirgð á hvað ég geri. Þetta er það mikilvægasta í þessu öllu saman.
Svo er algerlega eðlilegt að búast við trúnaði af fólki í kringum sig. Ef einhver brýtur trúnað, er það sá sem ber ábirgð á því, ekki sá sem trúnaður var brotinn á. Það er hægt að brjóta trúnað á mismunandi hátt en almennt er það þannig að einhver gerir opinbert það sem annar trúði honum fyrir og vildi að vera einkamál. Annað mikilvægt atriði.
Það er ekki eðlilegt að ætla að fólk sem sendir öðrum nektarmyndir af sér, vilji að þessar nektarmyndir komist í almenna dreifingu (ekkert frekar en fólk sem sendir öðrum leyndarmál vilji að þau verði almannarómur). Ef að fyrirsætan vill að líkamspartar hennar komi fyrir augu almennings, er viðkomandi lófalagið að gera það bara sjálf/sjálfur. Einnig er auðvitað ekkert mál fyrir þann sem fær myndina að fá leyfi frá fyrirsætunni til að dreifa myndinni, ef það er vilji fyrir því.
Þannig að það er algerlega eðlilegt að leggja þá ábirgð á herðar viðtakanda nektarmyndar að hemja sig í að dreifa henni áfram. Það er að axla ábirgð og koma almennilega fram við samferðafólk sitt. 
Þetta sama á við aðra sem af einhverjum ástæðum komast í svona myndir. Það er reyndar ansi lágur siðferðisstandar að finnast svona myndir bara réttdreifanlegar hvar sem þær finnast.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 16:45:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að tala um siðferðilegan hluta þessa ég er að tala um lagalegan. Ég notaði sem dæmi fyrr að ef ég segi þér frá einhverju í trúnaði og þú brýtur þann trúnað ertu vond manneskja en hefur ekki gert neitt ólöglegt en þetta á ekki við um naktan líkama greinilega sem er sér á parti í lagalegum skilningi af einhverjum ástæðum. Hvers vegna er það lögbrot að birta mynd af manneskju sem hún hefur af fúsum vilja sent frá sér, af hverju ber hún ekki þá ábyrgð sjálf þar sem sendingin var hennar eigin gerð?

ert | 10. apr. '16, kl: 17:02:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11


OK. Manneskja sendir mynd af sér og hún ber þá ábyrgð á allri notkun á myndinni í framhaldinu - næstu mörg hundruð árin.
Ég gef þér spýtu og þú drepur einhvern með spýtunni þá ber ég ábyrgð á spýtunni og þar með á morðinu.
Fólk verður að bera ábyrgð á sínum gerðum óháð því hvaðan það fékk myndir, vopna eða önnur áhöld.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 19:42:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað ekki það sama. En mér finnst nú samt að t.d. skotvopnaframleiðendur séu ábyrgir fyrir framleiðslu sinni þar sem hún er framleidd fyirr einn tilgang, Mér finnast t.d. svíar setja sig á háan sess alþjóðlega í áróðri sínum að þykjast vera siðlegt ríki miðað við blóðið á þeirra höndum. Þetta dæmi þitt er samt mjög lelegt dæmi um það sem við erum að tala um. Auðvitað ber manneskjan ábyrgð á myndinni alveg eins og þeir sem búa til myndir bera ábyrgð á henni. Sumar myndir eru ólöglegar að búa til, t.d. barnaklám og viðkomandi bera ábyrgð á gerð hennar alltaf. 

ert | 10. apr. '16, kl: 19:52:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


Þannig að ef þú býrð til hlut og selur eða gefur þá ertu ábyrg fyrir hlutnum ef það er mynd af fullorðnum og berð fulla ábyrgð á því hvað er gert við hann af öðrum aðilum en ef það er annars konar hlutur þá ber aðilinn sem er með hlutinn fulla ábyrgð á því hvað hann gerir við hlutinn.
Ef ég gef þér hlaðna byssu þá berð þú ábyrgð á því að skjóta einhvern.
En ef ég gef þér nektarmynd af mér þá ber ég ábyrgð á því að þú birtir hana eða sýnir barni hana. Þú getur ekkert gert að því þótt þ´sýnir öðrum hana. Það er eitthvað sem þú getur ekki ráðið við. Þú gætir jafnvel lent í því að sýna barni klám alveg án þess að geta stjórnað því. Grey þu

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 19:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú gefur mér nektarmynd af þér berð þú alveg ábyrgð á henni líka, það væri siðferðilega rangt af mér að birta hana en þar sem enginn neyddi þig til að taka hana og senda mér hana finnst mér út í hött að ætla mér að bera meiri ábyrgð á myndinni en þú sjálf enda ertu fullorðin manneskja og berð ábyrgð á þér.

ert | 10. apr. '16, kl: 19:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þannig að þú mátt sýna börnum klám af því að ég sendi þér myndina?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 19:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er alltaf bannað að sýna börnum klám eða það held ég burtséð frá því hver er á myndinni. Það er líka bannað að búa til barnaklám, geyma það, sýna það. 

ert | 10. apr. '16, kl: 19:59:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5


Skil ég þig rétt - þú myndir bera ábyrgð á því að sýna barni klámmyndina ef ég sendi þér hana og þú sýndir barni hana?
Það væri ekkert sem gerðist óvart og án þíns vilja?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:01:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnaklám er bannað yfirleitt og snertir þessa umræðu ekkert enda er ekki ólöglegt að taka nektarmynd af sér. Við erum að ræða hversu fráleitt það er að manneskja megi taka af sér nektarmynd og senda hana einhverjum út í bæ en bera samt enga ábyrgð á henni en ef viðtakandinn sendir hana líka einhverjum öðrum er hann orðinn glæpamaður

ert | 10. apr. '16, kl: 20:04:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei við erum að ræða hvort fólk geti stjórnað hegðun sinni. Fólk sem fær fær sendar nektarmyndir getur ekki haft stjórn á því hvað það gerir við þær. Það getur lent í því að senda þær áfram eða sýna börnum. Það bara ræður ekki við hvað það gerir. Það er ekki setja ábyrgð á fólk sem getur ekki stjórnað gerðum sínum. Þetta fólk er ósakhæft eins og fólk í geðrofi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með að sá sem tekur af sér nektarmynd sendi hana ekki frá sér og hafi stjórn á hegðun sinni eða þurfa bara sumir að  hafa sjálfsstjórn

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:06:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Victim blaming bara mætt.
Þú ert ógeð.

Petrís
Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þú ert að kenna þeim um sem ber ekki sökina. Það er victim blaming.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:13:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig ber manneskjan sem upphaflega tók ákvörðun að senda mynd af sér naktri til einhver annars ekki ábyrgð. Er hún óhæf til þess og þá hvers vegna? Af því hún er kona þá í flestum tilfellum? Geta konur ekki hugsað skýrt? Litlu greyin. 

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú ert með nákvæmlega sama málsflutning og þeir sem vilja meina að klæðnaður kvenna hafi áhrif á nauðganir.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:18:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara rangt hjá þér. Nauðgun er bara allt annar hlutur. Nauðgun er innrás inn í rými annarrar manneskju. Við erum að tala um mynd sem einhver fullorðin manneskja  tekur af sjálfri sér af eigin vilja og sendir í tölvu eða síma einhvers annars en telur sig ekki þurfa að bera ábyrgð hvorki á myndinni né gerðinnil.

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:21:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei þetta er rangt hjá þér. Í báðum tilfellum er verið að ráðast á einkalíf manneskjunnar. Ef ég sýni þér eitthvað í trúnaði þá á það að vera í trúnaði.

Þú ert klárlega karlmaður eftir þennan málflutning þinn. Djö sem ég vona að einhver dreifi myndum af þér og þú áttir þig á þessu.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er kona og mér finnast sérlög fyrir konur til að vernda þær gegn eigin heimskulegu gerðum vera niðurlægjandi fyrir konur svona eins og í Saudi Arabíu mega konur ekki keyra þeim sjálfum til verndar. Á Íslandi ber kona enga ábyrgð á því að taka af sér nektarmynd og senda hana jafnvel hálfókunnugum manni eins og viðkvæmt blóm sem ekki getur tekið ábyrgð sjálf

 
Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:25:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þetta eru ekki sérlög fyrir konur. Vandamálið hinsvegar er það að það virðist vera meira spennandi að sjá naktar konur en nakta karla. Þess vegna upplifiru það kannski eins ogþetta séu lög einungis fyrir konur, það er bara rangt hjá þér.

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:56:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þessi lög eru kynhkutlaus. Það má draga þig fyrir dóm ef deilir nektarmynd af karli. Nóvember worries engin jákvæð mismunun hér á ferð

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:54:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlaði ekki að setja læk á þetta. My bet

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:18:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er svona eins og ef ég treysti núverandi kærastanum mínum fyrir svakalegu persónulegu leyndarmáli, þá á ég að geta treyst því að hann fari ekki með það fyrir alþjóð.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott þú tókst þetta sem dæmi, ef hann kjaftar frá því ætti samkvæmt þessu að kæara hann fyrir glæp. Líka bestu vinkonuna sem kjaftar svakalegu leyndamáli. 

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Leyndarmál og prívat og persónulegar myndir eru á sitthvoru levelinu. Ekki haga þér eins og heimskingi í ofanálag.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nauðgun og nektarmyndir teknar og senda sjálfviljugar eru ekkert líkt, ekki einu sinni smá

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:28:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nauðgun og það að birta nektarmyndir geta verið svipaðar upplifanir á missterku leveli, hættu þessu helvítis kjaftæði.

Þú virðist setja samasemmerki á milli þess að taka nektarmynd og birta hana fyrir alheiminum, það er bara tvennt ólíkt.

Hér ætla ég að senda punktinn við þessa umræðu. Af því að ég nenni þér og ógeðismanum í þér ekki, ekki af því að þú hefur rétt fyrir þér.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:30:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nenni þér ekki heldur enda þyrfti að skola úr munninum á þér með sápu. Fólk sem ekki getur rætt málin án skítyrða ætti að reyna að þegja

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:31:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fólk sem skilur ekki conceptið mætti líka þegja. Það hlýtur að vera erfitt að skilja ekki útá hvað lögin ganga.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:33:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það skilur engin hvað þessi lög ganga út á , þetta eru týbísk lobbíista lög sem enginn skilur í

nefnilega | 10. apr. '16, kl: 21:16:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Það skilja þau reyndar flestir. Bara þú sem virðist hafa takmarkaðan skilning á þessu málefni.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 21:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei fólk skilur þetta almennt ekki, ekki að annar aðilinn beri alla ábyrgð og hinn enga. Hvernig getur það verið rétt að fólk beri ekki ábyrgð á eigin gerðum? Við getum ekki borið ábyrgð á annarra gerðum en við getum og eigum að bera ábyrgð á okkar eigin.

nefnilega | 10. apr. '16, kl: 21:55:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hvaða fólk er það sem skilur ekki? (Fyrir utan þig)

Petrís | 10. apr. '16, kl: 21:58:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig manneskja er ekki ábyrg sjálf fyrir að taka af sér nektarmynd og dreifa henni annað. Hvernig hægt er að gera annan aðila ábyrgan fyrir því eingöngu?

Grjona | 10. apr. '16, kl: 22:03:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú sendir mér mynd af þér þá ert þú ábyrg fyrir því. Ef ég set síðan myndina á bland er ég ábyrg fyrir því enda hvernig átt þú að vera ábyrg fyrir einhverju sem ég geri?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

nefnilega | 10. apr. '16, kl: 22:03:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það er marg búið að útskýra þetta fyrir þér en þú vilt ekki skilja.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:05:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er nefnilega ekki hægt að útskýra hvernig annar aðilinn er firrtur ábyrgð en hinn ekki. Þetta ætti að vera sameiginleg ábyrgð. ef þú vilt ekki að mynd af þér naktri dreifist þá ekki dreifa ehnni.

Grjona | 10. apr. '16, kl: 22:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ok, ég sel þér bíl, þú ferð á fyllerí, sest upp í bílinn, keyrir á barn og drepur það. Hver ber ábyrgðina? Ég sem seldi þér bílinn, sá sem seldi þér áfengið eða hreinlega bara þú?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég ég fer út í sjoppu og skil bílinn eftir opinn með lyklana í svissinum og honum er stolið ber ég ábyrgðina og tryggingarnar borga ekki. Það þýðir ekki að bílnum hafi ekki verið stolið en það þýðir að ég ber ábyrgð á eigin gerðum.

Grjona | 10. apr. '16, kl: 22:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Og ef sá sem stal bílnum þínum keyrir niður barn og drepur það, berðu þá ábyrgð á því líka?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:32:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei að sjálfsögðu ekki en ég ber ábyrgð á þjófnaðinum líka með því að vera kærulaus og læsa ekki bílnum. 

Pippí | 11. apr. '16, kl: 08:00:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Tryggingarnar borga það kannski ekki en þjófurinn er ennþá þjófur. Hann væri samt handtekinn og ákærður fyrir þjófnað.

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:01:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei þú berð enga lagalega ábyrgð á þjófnaðinum. Reglur tryggingafélaga byggja á allt öðrum forsendum en lög

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:59:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ábyrgðin er á dreifingunni. Það er dreifingin sem er ólögleg ekki myndatakan. Þetta er frekar basic

Grjona | 10. apr. '16, kl: 21:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Jú, fólk skilur þetta almennt ágætlega. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 10. apr. '16, kl: 21:30:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég skil þetta ágætlega og flestir sem ég þekki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:58:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það skilja bara mjög margir þessi lög Petrís. Hellingur af vel gefnu fólki sem hefur kynnt sér málin í þaula. Þetta eru ekki fyrstu lögin sem er lobbýað fyrir og vonandi ekki þau síðustu

Petrís
Dosinn | 11. apr. '16, kl: 16:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvaða fólki finnst þessi lög furðuleg. Ég er að spyrja inn alvöru? Þegar fólk er ekki í kringum mig, þeir sem ég hef rætt við eru ánægðir að það hafi verið sett sér löggjöf um hrelliklám

Eplasamloka | 11. apr. '16, kl: 21:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig fólk umgengst þú? Held að þetta fólk sé í miklum minnihluta þó að það sé mikið í kringum þig.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 21:20:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég umgengst allskonar fólk

Þönderkats | 12. apr. '16, kl: 04:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég veit ekki um neinn sem finnst þau furðuleg.

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Geta karlar ekki hugsað skýrt! Ég verð að segja að ég hálf vorkenni þeim karli eða konu sem er svo illa gefin að hann áttar sig ekki á því að það er rangt að dreifa nektarmyndum af öðrum. Kjánaskapur fólks veitir mér ekki leyfi til þess fara illa með það.

ert | 10. apr. '16, kl: 20:06:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5


Ég skil ef maður hefur ekki sjálfstjórn þá fólk gera hvað sem er.
Ef ég slæ þig þá mátt þú gera hvað sem er við mig - berja mig, nauðga mér.
Þú getur ekki haft sjálfstjórn ef ég missi mína.
Mikið ferlega áttu bágt að geta svona lítið stjórnað sjálfri þér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:10:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei allir þurfa og eiga að hafa sjálfstjórn. Þetta hefur bara ekkert að gera með það. Þetta hefur að gera með hver ber ábyrgð á mynd sem sem send er til þriðja aðila. Þér finnst greinilega að sá sem tekur myndina og sendir hana upphaflega beri enga ábyrgð á henni, bara sá sem áframsendi hana. Ég segi að báðir aðilar beri ábyrgð og það eigi ekki að glæpavæða það.

ert | 10. apr. '16, kl: 20:15:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5


Þannig að fólk má dreifa klámi hvar sem er og til hvers sem er og það ber enga ábyrgð ef einhver annar hefur sent því myndina. Ef ég fæ klámmynd þá má ég sýna öllum í vinnunni hana og það er bara í góðu lagi. Það er eitthvað sem er sjálfsagt í íslensku samfélagi.
Ok. Ég veit svo sem ekki hvernig fólk þú umgengst en þetta er ekki talið eðlilegt í mínum hóp. En þú mátt dreifa og skoða klámmyndir af fólki mín vegna. Það segir mér bara svakalega mikið um hvernig manneskja þú ert.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:16:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þá hlýtur sá sem bjó til klámið og sendi það upphaflega að vera klámhundurinn. Ef þú ert tilbúin til að kalla nektarmynd af konu sem húnt tekur sjálfviljug klám.

ert | 10. apr. '16, kl: 20:20:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4


Já auðvitað er manneskja sem sendir einni manneskju ógeðlegu klámhundur en manneskja sem sýnir mörg hundruð manns er bara eðlileg manneskja sem venjulega siðgæðisvitund eins og þú.
Það að vekja kynferðisilegan áhuga manneskju sem þú ert í sambandi við er óásættanleg hegðun. Það að gera lítið úr manneskju við mörg hundruð manns er eðlileg hegðun sem þú og fleiri stundið dags daglega og hafi engar áhyggjur af. En guð hjálpi ykkur ef þið verði einhvern tímann svo ógeðsleg að reyna að kveikja losta í maka ykkar - þá á nú að loka ykkur inni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að gera lítið úr siðferðilegri ábyrgð þess sem birtir myndina til þriðja aðila bara lagalega stöðu þess. Afhverju á sá sem býr til klám og dreifir því fyrst að vera ábyrgðarlaus?

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Býr til klám? Er nekt núna orðin klám?

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ert kallaði þetta klám, ég er ekki sammála en

ert | 10. apr. '16, kl: 20:33:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


Þegar þú ert farin að dreifa myndum af fólki þá er það klám.
Ef ég sendi manneskju sem ég elska og elskar mig nektarmynd af mér þá er það ekki klám.
Þegar ég sýni þér nektarmynd af utanaðkomandi manneskju þá er það klám.
Eg veit að margir eiga erfitt með að skilja að samhengi móta merkingu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:34:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég skil fullkomlega hvað þú ert að segja.

ert | 10. apr. '16, kl: 20:35:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4


Ég efaðist líka aldrei um það :)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo hér er lykilorðið ást. Bara tilhugsunin um að slíkt orð stjórni lagasetningum sem snerta alþjóð er fáránleg og ástæðan fyrir að svona lög eru kölluð lobbíistalög. Þeim er þröngvað í gegn um Alþingi með pólitískum þrýstingi en meika engan sens, eru ekki rökrétt miðað við önnur lög og mismuna almenning. Lögin eiga að taka á gerð og ábyrgð. Annaðhvort er myndin klám eða ekki alveg sama hver tekur, sendir eða notar. Sá sem býr hana til og sendir hana án ábyrgðar á auðvitað að vera samábyrgur fyrir henni.

ert | 10. apr. '16, kl: 20:42:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8


Já, hér erum við komin að vandanum. Þú getur ekki séð að merking fer eftir samhengi.


Merkilegt að ég sem er samkvæmt þér einhverf skuli vera að útskýra þetta fyrir þér. Ég ætti að eiga í erfiðleikum með að skilja þetta og þú ættir að skilja þetta fullkomlega. Hmmm.....

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 21:51:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vertu ekki með svona stæla, þú veist vel hvað ég er að segja. Ég er að segja að mér finnst að með þessum lögum sé verið að firra fullorðið fólk ábyrgð á eigin gerðum, það tekur ekki ábyrgð af hinum aðilanum.

ert | 10. apr. '16, kl: 21:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


Nei, einmitt. Þetta er sambærilegir hlutir að vekja upp losta hjá manneskju sem þú ert í sambandi með og dreifa nektarmyndum til óviðkomandi.
alveg sami hluturinn. allt sem maður gerir í sambandi er eitthvað sem er sjálfsagt að gera með öðrum. ef maður sefur hjá maka sínum þá maður sofa með öllum á skrifstofunni - alveg óháð því hvort fólkið á skrifstofunni vill sofa ´hjá þér. Það skal fá klámmyndir og þú skalt fá að ríða því sama hvað.
Döh

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert ekki að útskýra þetta sem einhverf heldur sem feministi sem finnst að kona eigi ekki að bera ábyrgð á birtingum á eigin nektarmyndym sem ég bara næ ekki.

ert | 10. apr. '16, kl: 22:02:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


Nei einmitt með því að útskýra það að hlutir geti verið mismunandi eftir samhengi er ég ekki útskýra þetta sem einhverf.
Þú heldur því hins vegar fram að samhengi hafi ekki áhrif á merkingu og ert því að skilja eins og einhverfur einstaklingur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Snobbhænan | 11. apr. '16, kl: 11:39:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég bara vona að þú sért að grínast.  Ef ég á nektarmynd af mér, er ég þá sjálfkrafa búin að gefa leyfi til þess að þær myndir séu birtar?



 kona eigi ekki að bera ábyrgð á birtingum á eigin nektarmyndym sem ég bara næ ekki.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 14:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en um leið og þú sendir myndina frá þér ertu þegar búin að dreifa henni

Snobbhænan | 11. apr. '16, kl: 14:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hef samt ekki gefið leyfi til þess að hún verði send öðrum eða birt nokkurs staðar.  Það eina sem ég gerði var að senda X hana. Hann má skoða hana. 'Eg hef ekki gefið öðrum leyfi til að skoða eða fá hana senda. 

Petrís
Snobbhænan | 11. apr. '16, kl: 14:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er akkúrat þarna sem ég er ósammála þér. Það er bara einn aðili ábyrgur fyrir að birta af mér nektarmynd í leyfisleysi eða framsenda hana án leyfis. Og það er sá sem það gerir.  



Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:16:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mér finnst þetta pínu svipað því að segja að ef einhver fer í samband með ofbeldismanni þá eigi fórnarlambið að bera ábyrgð með ofbeldismanninum.

Tökum dæmi: Kona harðfullorðinn og blindfull sendir einhverjum gaur nektarmynd að sér. Hann dreifir myndinni á netið. Í framhaldinu verður hún fyrir áreiti í vinnunni, botninn hennar lenda í einelti, hinn verður þunglynd og greinist með áfallastreituröskun.
Já hún hagaði sér óskynsamlega og tekur svo sannarlega afleiðingunum af því. Mun verri afleiðingum en nokkur á skilið fyrir að haga sér kjánalega. Eru þau jafnsek að þínum mati?

Lög um hrelliklám gera það mögulegt að láta manninn taka ábyrgð án þeirra er hann stikkfrír

Petrís
Dosinn | 11. apr. '16, kl: 16:00:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nei fórnarlambið er ekki upphafsmaður atburðarrásárinnar. Sendandinn kom ólöglegu atburðárásinni af stað. Það er enn sem komið er ekki glæpur að valda sjálfum sér skaða. Sjalfskaði er í besta falli það sem fórnarlambið er sekt um

Petrís
Toothwipes | 11. apr. '16, kl: 20:48:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

L o l

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 22:53:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Veistu mér finnst dæmi um heimilisofbeldi gott. Þegar við hefjum samband ættum við að spyrja okkur get ég treyst þessum manni. Við gerum svo ráð fyrir því að honum sé treystandi (tölfræðilega er þetta óskynsamleg ályktun ). Hann beitir þig ofbeldi og sýnir þar með að hann er ekki traustsins verður. Ofbeldi veldur miklum og langvarandi skaða og er sem betur fer ólöglegtil. Hann gæti hafa haldið framhjá þér sem er líka brot á trausti en samfélagið metur það svo að það geti ekki verið lögbrot. (Það er með öðrum orðum gerður greinarmunur á trunaðarbroti).

Þú sendir manni nektarmynd og átt að spyrja þig get ég treyst honum. Ef þetta er maðurinn þinn er í raun eðlilegt að svarið sé Já, nema sambandið sé hræðilegt. Hann dreifir myndum og svíkur þannig traust þitt og veldur þér töluverðum skaða. Athæfið er ólöglegt sem betur fer. Hann segir ömmu þinni að þú fílir ekki nýja kærastan hennar. Trúnaðarbrot sem getur skaðað þig og ömmu þína en ekki metið þannig að það varði lög

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég er að verða nett þreytt á Íslandi en málefnið er mikilvægt....þessi lög eru einmitt til þess að gera fólk abyrgt

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:03:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Lykilorðið er samhengið. Hver er tilgangurinn með myndbirtingunni og áhrifin sem hún veldur.

ert | 10. apr. '16, kl: 20:24:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já og svo þarf að gera samfarir viljugra ólöglegar. Það er náttúrulega naugðun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki en samkvæmt þér ætti að gera karl einan ábyrgan fyrir kynlífinu og jafnvel ólöglegt að tala um kynlíf.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar eru mörkin á þessu að gera lítið úr manneskju, á það að gilda um allt eða bara nektarmyndir. þetta er hættuleg braut sem verið er að feta hérna

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ert þú rétti maðurinn til að meta það þegar þú gerir þér ekki einu sinni grein fyrir muninum á milli þess að deila nektarmynd með einni manneskju og svo því að deila nektarmynd af manneskju sem treysti þér fyrir henni fyrir alþjóð.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 20:32:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er kona og alveg fær um að hugsa sjálfstætt svo já ég má hafa skoðun og þó ég væri karlmaður mætti ég líka hafa skoðun á þessu. Það er mikill munur á því að taka af sér mynd og senda hana og því að birta hana fyrir alþjóð en hér er umræðan um ábyrgð ekki hver er verri eða heimskari. 

Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:36:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það mega allir hafa skoðun á þessu málefni. Þín rök hljóma hinsvegar verulega karllæg, en kannski vantar bara skilninginn.

Petrís
Toothwipes | 10. apr. '16, kl: 20:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei.

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:20:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nei það les enginn skynsemi rökhyggju og sanngirni úr þessu hjá þér.

Það er skynsamlegt að dreifa ekki nektarmyndum af öðrum. Það er rökrétt að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum og það er engin sanngirni í því að gera fólk ábyrgt fyrir því að það sé brotið á því

nefnilega | 10. apr. '16, kl: 21:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvað hefur sjálfsstjórn með nektarmyndir að gera?

Petrís | 10. apr. '16, kl: 21:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Cheddar segir hér að ofan að fólk geri mistök og geri heimskulega hluti. Ert segir að kona sé ástfangin og sleppi þar af leiðandi að hugsa rökrétt um hvað hún er að gera. Aðalmálið í mínum augum er ábyrgð og afleiðing. Ef ég dreifi myndum af mér naktri get ég ekki stjórnað því hvað verður um myndirnar því ég get bara stjórnað sjálfri mér, er ekki betra að sleppa því að senda mynd af mér út í bæ ef ég vil ekki að hún fari í dreifingu eða get ég treyst því 100% að enginn komist nokkru sinni í myndina og er ég tilbúin til að horfast í augu við það. 
Ef ég ber leyndarmál þá veit ég að enginn segir frá ef ég segi engum  en ef ég segi vinkonu minni leyndarmálið er ég viss um að hún muni aldrei kjafta frá og þá hvernig get ég verið viss um það?

ert | 10. apr. '16, kl: 21:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


"Ert segir að kona sé ástfangin og sleppi þar af leiðandi að hugsa rökrétt um hvað hún er að gera."
Já og svo sagði ég að geimverurnar bæru ábyrgð á þessu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 10. apr. '16, kl: 22:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú dreifir mynd til kærastans þíns á þína ábyrgð. Þú dreifir henni ekki víðar. Hann hins vegar gerir það, ekki þú. Það er hans verknaður, hans athæfi, hans ábyrgð. Ekki þín.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

nefnilega | 10. apr. '16, kl: 22:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þú hefur sem sagt aldrei heyrt um traust og trúnað. Fólk sem á í eðlilegu nánu sambandi treystir hvort öðru fyrir ýmsu: s.s. myndum, lykilorðum, fjármunum, forræði yfir börnum og leyndarmálum. Sá brotlegi er sá sem brýtur traustið, ekki sá sem treystir. Trúnaðarbrotin eru mis alvarleg, og það að birta nektarmyndir er litið mjög alvarlegum augum - getur leitt til dæmdrar refsingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:03:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hægt að firra sig ábyrgð vegna trausts og trúnaðar. Morð eru framin vegna trausts og trúnaðar en það firrar fólk ekki ábyrgð á eigin gerðum

nefnilega | 10. apr. '16, kl: 22:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Akkúrat, morðingi getur ekki firrt sig ábyrgð. Ekki heldur sá sem dreifir hefndarklámi. 

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:06:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn að segja að sá sem fær myndina í hendur eigi að firrast ábyrgð, ég er að segja að ábyrgðin er líka þess sem byrjar dreifinguna. 

Bakasana | 10. apr. '16, kl: 22:35:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

kannski í tilfellum þar sem sá sem fær myndina er verulega greindarskertur og ekki fær um að skilja rétt og rangt. Venjuleg fúnkerandi manneskja skilur alveg muninn á því að dreifa efni sem er leyfilegt að dreifa og því sem er svo óleyfilegt að dreifa. Það er ekki ölöglegt að deila nektarmyndum af sjálfum sér en það er ólöglegt að deila nektarmyndum af öðru fólki. Sá sem deilir nektarmynd af sjálfum sér ber ábyrgð á þeirri deilingu, sem er lögleg. Sá sem deilir mynd af nektarmynd af öðrum einstaklingi ber ábyrgð á þeirri deilingu, sem er ólöglegt. Þetta gæti varla verið lógískara. 

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara ekki lógískt, annaðhvort er myndin klám eða ekki. Ef nektarmyndin er klám er tilbúningur hennar og dreifing ólögleg á öllum stigum, ef hún er ekki klám ætti birting hennar að vera lögleg. (Þó skítleg sé)

ert | 10. apr. '16, kl: 22:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5


það er þetta með samhengið. Merking hluta og orða ákvarðast af samhengi.
Ef ég gef konunni sem ég elska nektarmynd af mér þá hefur myndin aðrar merkingu en þegar þú færð nektarmynd af mér senda í tölvupósti.
Finnst þetta tvennt alveg sambærilegt? Að ef þú færð nektarmynd af mér þá viltu sofa hjá mér?
Ef svo er gæti ég fengið netfangið þitt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:52:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lögin eiga ekki að geta greint á milli tilfinninga bara gerða annað er hryllingur. Ef lögin eiga að fara að ná yfir samhengið, meta hugsunina á bakvið, meta sambandið á milli fólks. Sér enginn nema ég hvað slíkt er vafasamt

ert | 10. apr. '16, kl: 22:54:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4


Þannig að gerðir eru eins alveg óháð því um hvern er að ræða og hvernig sambandi einstaklinga er háð? Ég hef sömu stöðu gagnvart þér og maki þinn. Ég hef sama rétt og maki þinn. Rétt til eigna og annars. Æðislegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 10. apr. '16, kl: 22:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég fæ bílinn þinn lánaðan á eftir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Setjum þetta upp svona, ég skil bílinn minn eftir í innkeyrslunni þinni og læt þig fá lyklana og fer svo  bara. Þú notar bílinn og ég kæri þig fyrir þjófnað og þú ert dæmd fyrir það.

ert | 10. apr. '16, kl: 23:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er ekki það sem við erum að ræða heldur það að það eina sem skiptir máli eru gjörðir en ekki tengsl einstaklingar. Það þýðir að allir einstaklingar hafa sama rétt og sömu skyldur gagnvart öllum. Ég hef sömu skydur og rétt gagnvart þér og ég hef gagnvart maka, barni minu og foreldrum. Aðeins má horfa á gjörðir ekki á tengsl fólks eða tengsl fólks við gjörðina sbr. það er sambærilegt að senda mynd af sjálfum sér og senda mynd af öðrum. Þannig hef ég sama rétt gagnvart sjálfri mér og ég hef gagnvart öðrum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 10. apr. '16, kl: 23:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er ekki rétt, en það eru lög um eignir og skuldbindingar og ég held að ljósmyndir séu sameign hjóna

ert | 10. apr. '16, kl: 23:14:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5


Þannig að þú heldur að ef gft kona tekur nektarmynd af sjálfri sér og hefur á sínum síma þá sé myndin sameiginleg eign hjónana.
Einmitt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 11. apr. '16, kl: 00:20:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

ég skil bílinn minn eftir í innkeyrslunni þinni og læt þig fá lyklana af því að þú þarft að skreppa í Kringluna og sækja krakkana eftir leikskólann. Þú aftur velur að fara í eiturlyfjafluttingsferð til Akreyrar og hlutirnir fóru ekki eins og á horfðist svo að þú kemur með lík í skottinu til baka. Ég er ekki ábyrg fyrir því.

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:44:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lögin taka mið af samhengi sem betur fer, þau breytast og þau eru túlkuð. Þetta er grundvallaratriði

Bakasana | 10. apr. '16, kl: 22:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nei, dreifing á efni sem þú átt ekki er í þessu tilfelli ólögleg. Það er fullkomlega lógískt þótt þú viljir ekki að það sé þannig. 

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil það en við erum að tala um glæp, hefndarklám heitir þetta. Ef þú sendir mér mynd sem þú tókst og ég brýt trúnað við þig sem þú hefðir alveg eins getað búist við því mannlegt eðli er mannlegt eðli þá ferð þú í fýlu, nema í þessu tilfelli er allt í einu dómskerfið komið, myndin er orðin glæpur en sá sem bjó myndina til, dreifði henni er án ábyrgðar og er orðin fórnarlamb  hefndarkláms.

Bakasana | 10. apr. '16, kl: 23:05:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef ég lána þér bílinn minn, má ég þá búast við því að þú lánir/leigir/gefir/seljir hann áfram?
öll lög og allar refsingar miðast við mannlegt eðli. það að einhver mannlegur láti eigin langanir og þarfir ráða  frekar en taka tillit til samfélags og annarra. Í þessu tilfelli væri það að dreifa efni sem þú veist að þú hvorki mátt né átt að dreifa, efni sem þú veist að meiðir annan aðila. Það er lögbrot. Og ákaflega einfalt að komast hja því. Nú hafa þeir sem hingað til vissu að það var rangt en ekki ólöglegt að dreifa nektarmyndum af öðrum lagaramma til að vinna eftir. Sá rammi er sem sagt: það er bannað að dreifa nektarmyndum af öðrum. Allir vinna. 


Petrís | 10. apr. '16, kl: 23:07:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en gildir þetta um allar myndir eða bara svona myndir, lög eiga að vera í samræmi og jafnvægi. 

Bakasana | 10. apr. '16, kl: 23:09:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei þetta gildir um nektarmyndir. Nektarmyndir af öðrum sen sjálfum þér. 
Það er ekkert í þessum lögum sem stangast á við önnur lög

Bakasana | 11. apr. '16, kl: 01:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

? Hvernig tengist þessi frétt íslenskri löggjöf um hefndarklám? 

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bara svona myndir. Það hefur ekki verið sýnt fram á mikla skaðsemi þegar myndum af fólki í fjallgöngu er dreift

ert | 10. apr. '16, kl: 22:06:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þannig að ef hjón deila sameiginlegum fjárhag en annarri aðilinn stelur öllum peningunum og fer til útlanda og lætur sig hverfa þá er það á ábyrgð hins aðilans að hafa samþykkt sameiginlegan fjárhag.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:21:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Morð er ekki góð samlíking við það að senda nektarmynd

T.M.O | 11. apr. '16, kl: 00:17:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

sjáðu þetta svona. þú telur mig vera traustverða, telur þig þekkja mig nógu vel til að treysta mér fyrir því að segja mér hvað þú heitir og hver þú ert. Þetta er ekki brot á reglum Blandsins. Ég vel síðan að blasta nafninu þínu, link á facebookið þitt og myndum af þér í 9. bekk í sleik við nú þjóðkenndan aðila. Það er brot á reglum Blandsins.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 01:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tel þig alls ekki traustverða og þó þú lofaðir að birta ekki nafnið mitt veit ég að slíkt er vafasamt loforð og myndi aldrei treysta því því mannlegt eðli er skítlegt, alltaf, í öllum

T.M.O | 11. apr. '16, kl: 01:44:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú verður að gera þér grein fyrir því að það eru ekki allir jafn bitrir og þú

Petrís | 11. apr. '16, kl: 14:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki bitur, veit ekki hverngi þú færð það út?

T.M.O | 11. apr. '16, kl: 20:09:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

mannlegt eðli er skítlegt, alltaf, í öllum

Petrís
Toothwipes | 11. apr. '16, kl: 20:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hver er hugsjón Rauða Krossins? Skítleg?
En eðli barna, líka skítlegt? En eðli foreldra þinna, ömmu og afa? Líka skítalabbar?

Petrís
Toothwipes | 11. apr. '16, kl: 20:55:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eða þú bitur og neikvæð. Ætli það fari ekki eftir því hvernig gleraugum fólk horfir á lífið.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 20:56:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefurðu séð hóp barna taka eitt þeirra fyrir, lítil grimm rándýr með enga miskunn

Toothwipes | 11. apr. '16, kl: 20:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rándýr já, alveg tæta í sig fórnarlambið.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 21:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já með nautn og endurtaka svo leikinn við fyrsta tækifæri. þannig erum við bara, alveg eins og vírus kemst inn fyrir varnir líkamans og tekur undir sig frumur. Þannig er það bara. Vindurinn blæs, það er flóð og fjara og fólk er dýr.

ert | 11. apr. '16, kl: 21:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að öll dýr hafa skítlegt eðli? Hvenær á þróunarferlinum öðluðust dýr skítlegt eðli?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís
ert | 11. apr. '16, kl: 21:15:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig greinir maður skítlegt eðli hjá dýrum og hver eru greiningarskilmerkin?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 21:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lol

ert | 11. apr. '16, kl: 21:22:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4


Skítlegt eðli dýra annarra en mannsins er bara eitthvað í hausnum á þér?
Kemur ekki á óvart.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dosinn | 12. apr. '16, kl: 12:23:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Svo alast þessi börn upp og læra að sýna virðingu samkennd og tillitsemi meðal annars afþví að þau þurfa að taka ábyrgð á hegðun sinni. Sá sem heldur áfram að lemja frá sér alla ævi er ekki í góðum málum

Dosinn | 12. apr. '16, kl: 12:24:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eitt enn lítil börn sína líka oft vinsemd og hlýju það er líka í eðli fólks

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 22:29:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nú held ég að þú sért geðveik. Veistu flestir eru almennilegar manneskjur. Fólk verður að leyfa sér að treysta sínum nánustu, vinum sínum og já þannig séð ganga út frá því að fólk sé ekki fífl. Það er ekki öllum treystandi og fólk brýtur á rétti annarra við vitum þetta öll. Lögin eru síðan til staðar eða eiga að vera til staðar til að vernda fólk og sem leiðarvísir fyrir það hvað er í lagi og hvað ekki. Það er ekki hægt að beita því sem afsökun fyrir broti á réttindum annarra að fólk sé fífl

T.M.O | 11. apr. '16, kl: 23:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

með þínum gleraugum, ég hef ekki séð að margir séu sammála þér svo að það kannski til gott fólk í heiminum

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 14:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er líka ólöglegt að dreifa nektarmyndum af öðrum. Barnaklám er alltaf ólöglegt afþví það skaðar börn. Mér finnst þetta góð samlíking hjá ert

Grjona | 10. apr. '16, kl: 20:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þannig að ef ég gef þér hníf og þú drepur mann með honum, þá er ég ábyrg?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Petrís | 10. apr. '16, kl: 21:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enda er það ekki það sama, viðkomandi drepur einhvern með hnífnum eða einhverju öðru vopni. þarna hefur gjöf þín og gerð viðkomandi ekki samhengi. Viðkomandi hefði bara notað annan hníf eða annað vopn. Hann getur hinsvegar ekki birt mynd af þér nema af því þú ákvaðst að dreifa henni.

Grjona | 10. apr. '16, kl: 21:58:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ööö og viðkomandi myndadreifir hefði notað myndir af kærustunni næst á eftir eða vottever ef þú hefðir ekki sent honum mynd af þér. Þetta er einmitt nákvæmlega sambærilegt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:02:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo þú ert viss um að ef þú gefur ekki vopn muni viðkomandi ekki drepa. Ef öll byssuframleiðsla stoppar þá munu engin morð vera framin eða ef við bönnum hnífa þá verði engin morð? Við vitum að ef kona (það vilja víst allir tala um konu í þessu samhengi þó eflaust geti þetta alveg gerst fyrir karla) tekur ekki myndina og sendir hana frá sér þá er ekki hægt að birta hana.

Grjona | 10. apr. '16, kl: 22:04:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei auðvitað er ég ekkert viss um það en það er bara engan veginn á mína ábyrgð hvað þiggjandinn gerir.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er á þína ábyrgð að dreifa myndinni til að byrja með, ef þú vilt ekki að nektarmynd af þér fari í dreifiingu ekki dreifa henni þá

ert | 10. apr. '16, kl: 22:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


Þannig að fólk á að vantreysta í öllum samböndum - ekki treysta hinum aðilanum fyrir neinu?
Skemmtilegt samband sem þúert í.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 12:27:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mér finnst þessar myndasendingar bara vera eins og allt annað sem þú setur á netið, getur aldrei verið örugg um að það birtist ekki einhvers staðar

ert | 11. apr. '16, kl: 13:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei og maðu getur aldrei verið öruggur í sambandi - makinn getur nauðgað manni. Það gerir naugðunina ekkert meira á ábyrgð manns sjálfs. Það að vita að fólk getur skaðað þig, drepið, nauðgað og étið gerir slíkt bara ekki löglegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 13:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei maður er aldrei öruggur neinstaðar, ég gæti verið að fá blóðtappa núna

mér persónulega finnst þessar myndasendingar heimskulegar.....reyndar finnst mér líka þetta selfies æði voðalega hallærislegt

ert | 11. apr. '16, kl: 13:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mér finnst margt heimskulegt. Það þýðir samt ekki að mér finnist að gera megi hvað sem er við fólk sem gerir heimskulega hluti

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 13:32:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það finnst mér ekki heldur en því miður þá er það gert og mun aldrei hætta sama hvað þér finnst


ert | 11. apr. '16, kl: 13:34:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já ég veit - fólk segir við konur: þú giftist honum, þú áttir að vita að hann myndi nauðga börnunum ykkar, þú ert samsek og þú vissi alltaf af þessu og finnst það í góðu lagi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 13:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mér finnst nú þessar samlíkingar í þessum þræði orðnar fáránlegar, ef þú leigir frænda þínum herbergi og hann fer svo á bíl fullur og keyrir yfir barn og fær sér svo pizzu þá ert þú ábyrg fyrir því og átt að borga pizzuna :)

ert | 11. apr. '16, kl: 13:44:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er verið að benda á fólk er ábyrgt gerða sinna en er ekki ábyrgt á gjörðum annarra.

Það er eitthvað sem sumir virðast eiga mjög erfitt með að skila.

Líklega ber ég ábyrgð á skilningsleysi alls þessa fólks.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 14:05:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þó að banani og hamborgari séu bæði matur, þá eru þeir ekki sami hluturinn og hafa mismunandi áhrif á mann

sá sem birtir myndina í leyfisleysi er sekur, ekki spurning, sá sem er á myndinni þarf að díla við afleiðingarnar og er fórnarlamb.

Jafnvel þó að sá sem  viðkomandi treystir fyrir myndinni hafi ekki birt hana heldur lent í hakkara eins og eru til hellings dæmi um á þessari tækniöld þ.a.l myndi ég aldrei senda neinum nokkurn tímann nektarmynd og plís ekki koma með rökin að þá verði ég að hætta að ganga um í stuttu pilsi....

ert | 11. apr. '16, kl: 14:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég skil ekki - já þú þarft stundum að díla afleiðingar þess að senda myndir og stundum afleiðingar þess að vera í sambandi við aðila sem er ofbeldismaður.

Já þú myndir aldrei nokkurn tíma gera eitthvað. Og hvað með það? Á löggjöf landsins að miða við hvað þú myndir eða myndir ekki gera?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís
ert | 11. apr. '16, kl: 14:54:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ha? hvað koma konur málinu við? Ég veit bara um fullt af dæmum þar sem fólk hefur sent maka sínum nektarmyndir og ekkert hefur gerst.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 14:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég nota reyndar hvergi orðið ''stundum'' og ég er að tala um nektarmyndir á internetinu, ekkert annað og er ekki að biðja um að löggjafinn miði allt að mínum skoðunum á internetinu

finnst þú hinsvegar orðin óvenju hrokafull í svörum hér

ert | 11. apr. '16, kl: 14:55:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Finnst þér í alvörunni enginn hroki falin í því að segja það þurfi ekki löggjöf af að þú myndir ekki gera eitthvað?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 15:09:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

halló halló, ég hef hvergi sagt að þurfi ekki löggjöf, ég er hlynnt löggjöf gegn hrelliklámi!

ert | 11. apr. '16, kl: 15:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá misskil ég alveg - hvað kemur þá málinu við hvað þú myndir gera í ímynduðum aðstæðum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 15:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu ný hérna á blandinu :) má maður aldrei segja sína skoðun á aðstæðum sem er verið að ræða á þessum opna vef..........hvað þá snúa út úr eða skipta um umræðuefni?

ert | 11. apr. '16, kl: 15:15:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þannig að þú varst ekki að lýsa því hvað þú myndir gera heldur að segja skoðun þína á fólki sem sendir fólki sem það er í sambandið með nektarmynd. Einmitt!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 18:05:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

myndi bara aldrei senda af mér nektarmynd til neins, hvort sem það væri maki eða annar, vitandi að það er möguleiki á að einhver með brenglaða siðferðiskennd myndi komast yfir hana og dreifa henni, ég dauðvorkenni þeim sem hafa lent í þessu, fullt af ógeðisperrum sem þykjast vera eitthvað annað til að fá stelpur til að senda myndir til þeirra eða einhverjir hakkað tölvur og síma fólks og komist þannig yfir efni, þ.a.l finnst mér heimskulegt að senda nektarmyndir

ert | 11. apr. '16, kl: 18:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


Já þú varst að viðurkenna að þú værir segja skoðun þína með því að lýsa því hvað þú teldir að þú myndir gera.
Einmitt.
Ég myndi sko aldrei lýsa skoðun minni á þennan hátt! (en með því að segja þetta er ég einmitt að segja skoðun mína á því sem þú sagðir)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Cheddar | 11. apr. '16, kl: 13:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

og þú gerir aldrei einn heimskulegt sem þú gætir séð eftir síðar?

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 13:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú auðvitað, hvað er pointið?

Cheddar | 11. apr. '16, kl: 13:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

á þeim tímapunkti sem einhver sendir einhverjum eða leyfir einhverjum að taka af sér nektarmynd þá finnst viðkomandi það ekki heimskulegt, hvað sem þér kann að finnast um það.

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 13:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já og mér finnst það heimskulegt :)

Grjona | 10. apr. '16, kl: 22:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki á mína ábyrgð hvað annað fólk gerir. Nema mögulega börnin mín.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 10. apr. '16, kl: 21:59:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Drullusokkur er nefnilega drullusokkur óháð vopnunum sem hann fær í hendurnar.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Silaqui | 10. apr. '16, kl: 22:13:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Ég sé að viðbrögð mín við upphafsinnleggi þínu voru auðvitað kolröng.
Þú segist ekki skilja lögin við hefndarklámi og ræðir afstöðu þína við þau.
Viðbrögðin hefðu auðvitað átt að vera á þessa leið:
Hefurðu einhvern einasta áhuga á að skilja þetta mál?
Því að áhugi á að skilja er að sjálfsögðu forsenda fyrir andlegum framförum og mér sýnist að þú sért alls ekki komin á þann stað í lífinu. 
En það er nú samt lágmark til að fúnkera sem eðlileg fullorðin manneskja að átta sig á því að maður ber ábirgð á sínum eigin gjörðum, siðferðislega sem og lagalega. Ástæðan að lögin um hefndarklám voru sett er sú að skaðinn sem ein manneskja getur gert annari með gjörðum sínum er of mikill til að það nægi einfalt samfélagslegt aðhald. Og svo af því að það eru of margir eins og þú sem finnst það bara í fínu lagi að menn (og konur) út í bæ rústi lífi annara bara af því að þeim mislíkaði eitthvað í fari þeirra. Vegna þessa er nauðsynlegt að hafa viðurlög við þannig hegðun, bara eins og við aðrar alvarlega misgjarðir eins og þjófnað, nauðganir og morð. 
En ég held að það þýði ekkert að reyna að útskýra þetta fyrir þér fyrr en þú hefur í alvörunni áhuga að skilja. Þangað til verður það bara eins og ausa með götóttri fötu að eyða tíma í útskýringar fyrir þig.

Grjona | 10. apr. '16, kl: 22:15:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

<3

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Petrís | 10. apr. '16, kl: 22:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef mikinn áhuga á að skilja þetta en því meira sem ég les hérna því meira finnst mér þessi lög vera undarleg og röklaus. Enginn getur komið með rök fyrir þeim, bara eitthverjar undarlegar samlíkingar sem eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með þessum lögum. Þú auðvitað ferð í fýlu yfir því að ég er ekki sammála þér og gerir mér upp hugmyndir og tilfinningar (ekkert nýtt þar reyndar) ég hef hvergi sagt að mér finnist allt í lagi að birta nektarmyndir sem þér er trúað fyrir , það er skítlegt og ljótt á mörgum siðferðilegum hæðum en það breytir ekki því að þessi firring á ábyrgð á þeim aðila sem dreifði myndinni til að byrja með finnst mér röng. 
Það sem mér finnst rangt er að þessi tiltekna aðgerð er dregin út fyrir einhvern veginn og sér lög sett um þau. þetta eru sérsniðin lög fyrir konur. Það er það sem mér finnst svo rangt. Fólk gerir öðrum skaða oft, með allskonar dylgjum, rógburði og ýmsu öðru sem eyðileggur mannorð og starfsframa. Afhverju er nauðsynlegt að setja sérstök lög um þessa hegðun? Þú líkir því við þjófnað, morð og nauðganir að manneskja ákveður að dreifa mynd af sjálfri sér og með því finnst mér þú gera rosalega lítið úr nauðgun og morði, bara það að líkja þjófnaði við þessa 2 glæpi er stórundarlegt eitt og sér. 
Lög þurfa að meika sens, þau þurfa að vera samræmd og nauðsynleg, þau þurfa að ná yfir alla og vera í jafnvægi. Þessi einfaldlega gera það ekki.

Silaqui | 11. apr. '16, kl: 07:47:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Þetta er svona:
Þú býrð í rúmgóðu húsi eða íbúð. Góður vinur þinn er í tímabundnu húsnæðishraki og þú ákveður að lána honum eitt herbergi tímabundið. Lætur hann fá húslykil og þannig.
Allt gengur vel í byrjun en einn morguninn kemur kunningi þinn út úr herberginu í stað vinar þíns. Þá hafði vinurinn lánað herbergið vini sínum. Er það í lagi?
Gott og vel. Þú lætur þetta viðgangast en fljótlega er það ekki bara kunninginn sem gistir í herberginu heldur vinir kunningjans og jafnvel vinir þeirra. Einn daginn er hreinlega partý í herberginu!
En þetta hlýtur nú allt að vera í lagi af því að þú lánaðir herbergið, ekki satt?
Hver hefur rétt á að senda öðrum nektarmyndir af sér, svo lengi sem viðtakandinn hefur gefið leyfi fyrir því (nektarmyndir í óþökk viðtakanada eru líka ólöglegar). En enginn hefur rétt á að dreifa nektarmyndum af öðrum án leyfis. Það er gjörðin sem um ræðir.
Og í sambandi við skaðann: Fólk hefur hreynlega dáið út af svona málum. Það er nú töluverður skaði.
Svo eru svona myndir oft þýfið eða teknar á leyfis fyrirsætunnar.
Og það er hvergi tekið eitthvað kyn fram í lögunum. Það er algerlega jafn ólöglegt að dreifa myndum af körlum eins og af konum.
En götótta fatan sko.
Ég held að láti þetta gott heita.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 14:28:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er fáránleg samlíking, ef þú gætir sent herbergið á netið þá myndi hún virka

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:36:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Fín samlíking. Búið að opna herbergið og lána lykilinn. Fólk er alltaf að brjóta á réttindum annarra og sá sem opnast heimili sitt svona verður að taka afleiðingunum. Jú jú vinurinn brást trausti en það þarf ekkert að vera ólöglegt. Er þetta ekki svona ?

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 15:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Petrís þessi lög ná yfir alla. Ég hef það á tilfinningunni að þú sért farin að þrasa til þess eins að þrasa. Þessi lög fela í sér mikilvæga vernd og hugsanlega forvörn sá sem veit að hann þarf að sæta ábyrgð hugsar sig kannski tvisvar um áður en hann dreifir nektarmyndum af öðrum.
Hvað varðar eignarrétt á myndinni sjálfri þá er það fullkomið aukaatriði. Við eigum öll rétt á friðhelgi einkalífs og flestir líta svo á að nekt sé prívat eitthvað sem þú deilir með öðrum afþví þú vilt það. Það er ekki annars fólks að ákveða hver fær að sjá mig nakta

Petrís | 11. apr. '16, kl: 15:58:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er fegin að þú sagðir einmitt þetta, þetta er það sem ég er að tala um. Friðhelgi einkalífs. Við eigum öll rétt á því ekki satt. En þegar manneskja sendir utanaðkomandi aðila prívatmyndina er hún ekki lengur prívat, það er búið að dreifa henni og friðhelgi einkalífs ætti ekki að eiga hér við. þetta eru nefnilega sérlög, tískulög. 

ert | 11. apr. '16, kl: 16:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þannig að það sem við sendum frá okkur er ekki prívat. Allur tölvupóstur þinn jafnvel til lækna er ekki prívat heldur dreifing og hver sem er má dreifa því sem þú sendir áfram?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 20:47:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver sem er getur dreift því áfram, það er eðlismunur á þessu orðalagi

ert | 11. apr. '16, kl: 20:53:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég skil ekki - ef einhver  áframsendir tölvupóstinn þinn til mín get ég þá ekki dreift tölvupóstinu? Er kom ný fídus þar sem er bara hægt að forwarda einu sinni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís
ert | 11. apr. '16, kl: 21:03:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Hver sem er sem fær mynd/tölvupóst þinn getur dreift honum áfram.
Fólk sem ekki fær mynd/tölvupóst þinn getur ekki dreift honum áfram.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 22:33:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Getur dreift því en má það ekki. Þetta á við um svo margt. Ég get notað lykillinn frá tengdó til að tæma íbúðina en það er eitt afþví sem er bannað

Louise Brooks | 10. apr. '16, kl: 23:07:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Heyr heyr!

,,That which is ideal does not exist"

bofs | 11. apr. '16, kl: 17:10:36 | Svara | Er.is | 0

Sérstök lög um bann við svokölluðu "hefndarklámi" eru algjörlega óþörf, þar sem slíkt athæfi virðist nú þegar hafa verið bannað með lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 (persónuverndarlög): http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000077.html

Samkvæmt 9. gr. persónuverndarlaga er sérhver vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga almennt óheimil án samþykkis hins skráða. Um leið og tekin er mynd á farsíma verður hún, eðli málsins samkvæmt, að upplýsingum (öll tölvutæk gögn eru upplýsingar). Ef um er að ræða mynd af manneskju nakinni eða tilteknum svæðum líkamans svo sem kynfærum, hljóta þær persónuupplýsingar eðli málsins samkvæmt að vera viðkvæmar. Undir "vinnslu" í skilningi ákvæðisins fellur "Sérhver aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar, hvort heldur sem vinnslan er handvirk eða rafræn", sem samkvæmt orðanna hljóðan getur bæði náð til þess að taka mynd sem og að afrita eða senda hana úr tækinu sem hún var tekin á.

Samkvæmt 1. mgr. 42. gr. persónuverndarlaga geta brot á ákvæðum þeirra og reglugerða settra samkvæmt þeim, varðað fésektum eða fangelsi allt að þremur árum nema þyngri refsing liggi við brotinu samkvæmt öðrum lögum.

Í persónuverndarlögum eru lögfestar víðtækar heimildir fyrir Persónuvernd (stofnunina) til afskipta af miðlun persónuupplýsinga, þar á meðal að banna slíka miðlun og að mæla fyrir um eyðingu viðkomandi upplýsinga. Sé ekki farið að slíkum fyrirmælum stofnunarinnar getur hún leitað fulltingis lögreglu við að framfylgja þeim. Þolandinn sjálfur getur einnig leitað beint til lögreglu, og leiði lögreglurannsókn til þeirrar niðurstöðu að líkur séu á að um refsivert athæfi sé að ræða er hægt að vísa málinu til saksóknara sem getur lagt fram ákæru fyrir dómstólum á hendur meintum geranda.

Ég fæ ekki annað séð en að þetta sé nokkuð borðleggjandi.

ert | 11. apr. '16, kl: 17:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Finndu snöggvast fyrir mig fangesisdóm vegna brota á persónuverndarlögum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bofs | 5. maí '16, kl: 14:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gæti orðið erfitt að finna fangelsisdóm fyrir brot á persónuverndarlögum í tengslum við hefndarklám. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að þeim sem hafa verið að reyna að leita réttar síns og skjólstæðinga sinna vegna slíks athæfis virðist einfaldlega ekki hafa hugkvæmst það hingað til að byggja á þeim lögum, og því hefur enginn slíkur dómur gengið. Um það er hvorki við löggjafann né réttarkerfið að sakast, heldur þá lögmenn sem taka stórfé af skjólstæðingum sínum fyrir að flytja slík mál en vanrækja svo að byggja á þeim lagabókstaf sem gæti helst komið að gagni í slíkum málarekstri.

Refsiramminn er hinsvegar til staðar í lögum um persónuvernd, sektir og fangelsi allt að þremur árum. Ef slíkt mál kæmi til kasta dómstóla og væri byggt á þessu refsiákvæði, gætu dómarar því hæglega dæmt hinum seka refsingu í samræmi við alvarleika brotsins eins og þeir meta það.

ert | 5. maí '16, kl: 14:48:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég bað um fangelsisdóm vegna brota á persónuverndarlögum, ekkert neitt sérstaklega í tengslum við hefndarklám. Geturðu ekki fundið einn einasta?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís
nefnilega | 11. apr. '16, kl: 20:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þú ert nú bara eitthvað biluð. Sorrý með mig.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 20:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru meira og minna rökin. 

Cheddar | 11. apr. '16, kl: 20:55:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

sem er allt í lagi og skiptir engu máli, það verður alltaf fólk með undarlegar skoðanir sem ver þær niður í rassgat og niður úr gólfinu. Reyndar er það fólk upp um alla veggi þessa dagana.

ert | 11. apr. '16, kl: 20:54:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


Alveg rétt - símar geta ekki tekið nektarmyndir af karlmönnum og karlmenn senda aldreiiiiii nektarmyndar sér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 20:55:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Símar taka ekki myndir, fólk tekur myndir með símum. Aftur í eðlismuninn.

ert | 11. apr. '16, kl: 21:03:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Og karlmenn taka aldreiiii nektarselfie.
Þú hefur aldrei séð Grindr.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 21:04:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örugglega gera þeir það

ert | 11. apr. '16, kl: 21:11:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Af hverju eru lögin þá til að verja konur í ástarbríma. Verða karlmenn konur við að einhver sendir áfram nektarmynd af þeim?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 21:13:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sástu mörg karlréttindasamtök lobbía fyrir þessu frumvarpi? Akkúrat

ert | 11. apr. '16, kl: 21:16:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki ekki mörg karlréttindasamtök enda skortir mikið á réttindi karla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 21:21:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh þessir ljótu karlar

ert | 11. apr. '16, kl: 21:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég vissi ekki að þú værir lesbísk einhverf kona. Ertu á lausu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 11. apr. '16, kl: 21:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff nei, fæ alveg nóg af þér hér

ert | 11. apr. '16, kl: 21:32:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú sækir samt í mig, elskan.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 22:37:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Konur í ástarbrima eiga skilið vörn. Karlar í hefndarhug vegna höfnunar eiga það ekki.

Bara svo það sé tært þetta á líka við um karla í ástarbrima og konur í hefndarhug

Dosinn | 11. apr. '16, kl: 22:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ups átti að vera svar til Petrís

Eplasamloka | 11. apr. '16, kl: 21:28:22 | Svara | Er.is | 4

Lítur þú sömum augum á, ef par í sambandi ákveður að gera kynlífsmyndband saman og annar aðalinn ákveður að deila því áfram án samþykis hins aðilans?

Er þín heimssýn þannig að aldrei skuli treysta nokkrum manni?

Lilith | 12. apr. '16, kl: 10:05:06 | Svara | Er.is | 7

En nú eru komin lög um þetta, sem er greinilega mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir fólk með litla siðferðiskennd og/eða lítinn skilning, sem getur ekki áttað sig á því sjálft að svona gerir maður ekki. Sumir þurfa því miður lög og reglur til að stýra öllu, eins og kemur augljóslega fram í þínum viðhorfum.


Blah!

bofs | 5. maí '16, kl: 14:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lög um persónuvernd sem heimila refsingu í formi sekta eða fangelsis allt að þremur árum, hafa verið í gildi a.m.k. frá 1990 eða í 26 ár.

Lilith | 5. maí '16, kl: 17:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ah, rétt. Nýju lögin eru ekki komin, bara frumvarp um þau. En vonandi öðlast þau gildi fljótlega.

Blah!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47889 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, Kristler, annarut123, paulobrien