Hefur þú fengið skemmda tönn?

alix | 2. mar. '15, kl: 16:31:31 | 684 | Svara | Er.is | 0
Hefur þú fengið tannskemmd?
Niðurstöður
 Já 237
 Nei 38
Samtals atkvæði 275
 

Bara forvitnispæling. Var að ræða þetta við vinkonu mína um daginn og hún vildi meina að langflestir fengju einhvern tímann tannskemmd. Ég hef aldrei fengið skemmd svo ég hafði ekkert mikið spáð í þetta. Ætli þetta sé ekki eitthvað kynslóðabundið? Foreldrar mínir eru báðir með fyllingar en hvorki ég né systkini mín og ekki kærastinn heldur.

 

hillapilla | 2. mar. '15, kl: 16:33:22 | Svara | Er.is | 5

Þetta er nú líklega eitthvað genatengt líka. Sumir eru bara með sterkar tennur, aðrir ekki eins sterkar þó þeir bursti eins og mófós...

alix | 2. mar. '15, kl: 16:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já pottþétt. Glerungurinn er missterkur og svona.

minnipokinn | 2. mar. '15, kl: 16:40:11 | Svara | Er.is | 1

Oójá alltof margar…

☆★

Lljóska | 2. mar. '15, kl: 16:48:41 | Svara | Er.is | 0

hvað ertu gömul?

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

alix | 2. mar. '15, kl: 16:51:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tæplega þrítug.

Lljóska | 2. mar. '15, kl: 16:58:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eldri börnin mín eru 20 og 22 og hafa ekki skemmdir ég var vel yfir tvítugt þegar ég fékk fyrstu skemmdina. hinsvegar á ég fósturbræður sem eru nokkrum árum yngri en ég og þeir voru komnir með skemmdir upp úr 6 ára aldri. 
held að þetta sé að hluta til genatengt,og hluta hversu vel hugsað er um tennurnar.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

alix | 2. mar. '15, kl: 17:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm, það eru pottþétt margir áhrifaþættir í þessu.

GuardianAngel | 2. mar. '15, kl: 16:50:35 | Svara | Er.is | 0

Já alltof alltof marfar. Bæði vegna vanrækslu og gena held eg. Alltaf verið vesen i föðurættinni með tennur. Eg er 23

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Tipzy | 2. mar. '15, kl: 16:53:27 | Svara | Er.is | 0

Já og sérstaklega eftir að skjaldkirtillinn bilaði og ég fór á lyf við því.

...................................................................

alix | 2. mar. '15, kl: 16:54:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok, gera lyfin þá tennurnar viðkæmari?

Tipzy | 2. mar. '15, kl: 18:00:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara ekki viss, en myndi halda þetta væri munnþurrki að kenna sem er aukaverkun af lyfjunum. Hef aldrei á ævinnni fengið skemmdir í framtennurnar, allt í einu birtust nokkrar pínulitlar jafnstórar hér og þar í framtönnunum. En það getur vel verið að það er eitthvað annað við lyfin sem veldur þessu, en ég spurðist fyrir um þetta hjá öðrum á þessum lyfjum og það fólk hafði flest sömu sögu að segja.

...................................................................

zkitster | 2. mar. '15, kl: 16:55:47 | Svara | Er.is | 0

Já, fyrsta skemmdin var í endajaxli sem hefði átt að vera löngu búið að taka, tannlæknirinn sagði að það hefði bara ekki verið hægt að halda honum án skemmda. Ég var búin að trassa það í mörg ár vegna tannlæknahræðslu.  Hef svo einu sinni fengið smá skemmd, það litla að það þurfti ekki einu sinni að deyfa áður en það var borað, þá var ég komin yfir þrítugt. 
Ég fór ekki til tannlæknis frá því ég var 18 ára og þar til ég var 29 ára. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

jökulrós | 2. mar. '15, kl: 17:08:44 | Svara | Er.is | 0

Ég fæ alltaf skemmd þegar ég er ólétt, ekkert þar á milli

alix | 2. mar. '15, kl: 17:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En áhugavert. Eitthvað tengt hormónum þá?

jökulrós | 2. mar. '15, kl: 17:41:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki hvað veldur þessu

Myken | 3. mar. '15, kl: 17:36:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

reyndar er thad mjøg thegt ad ofriskar konur thurfa huga ekstra vel ad tønnunum sium

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Adam Snær | 3. mar. '15, kl: 11:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér, þarf alltaf að fara til tannlæknis þegar ég er búin að eiga og þá eru yfirleitt komnar fleiri en ein skemmdir! 

Það er eitthvað í sambandi við munnflóruna og aukið nart. Þetta er algengt á meðgöngu. Hræðilegur fylgikvilli! 

presto | 3. mar. '15, kl: 11:52:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er vísbending um kalkskort hjá þér held ég, ef þú borðar ekki nóg kalk fyrir fóstrið þarf að sækja það í þínar tennur eða bein og því meiri hætta á skemmdum/broti. Gæti verið hitt líka.

Adam Snær | 3. mar. '15, kl: 11:53:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gæti vel verið, ég borða lítið af mjólkurvörum og hef ekki verið að taka auka kalk. Kannski ég breyti út af vananum núna á þessari meðgöngu og næ mér í kalktöflur.

presto | 3. mar. '15, kl: 11:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mæli með kalktöflunum;) Svo eru til góðir kalkgjafar sem ekki eru mjólkurvörur, t.d. möndlur, gott að gera sér möndlumjólk, nota möndlumjöl osfrv. Veit ekki hvort þetta hefur áhrif á stærð eða beinþéttni barnsins, held að móðirin taki allt á sig!

Kentár | 3. mar. '15, kl: 14:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mjólkurvörur eru langt í frá besti kalkgjafinn, þrátt fyrir að mjólkursamsalan hafi verið í herferð síðustu áratugina. T.d. grænt grænmeti eins og grænkál og brokkolí, edamame baunir, lax, appelsínur, fíkjur, soyavörur, möndlur (eins og Pestó benti á fyrir neðan mig), hvítar baunir og tófú.

palmatre | 2. mar. '15, kl: 17:26:02 | Svara | Er.is | 0

Aldrei fengid skemmd, er 28 ára.

Raw1 | 2. mar. '15, kl: 17:42:34 | Svara | Er.is | 0

Ég er með allt of margar, fyrir 2 árum þurfti ég að laga 5 yfir árið,  í fyrra voru það 2, núna í ár eru það 2. 
Ég bara skil þetta ekki því ég er dugleg með tannþráð, tannbursta mig alltaf og drekk ekki mikið af súrum drykkjum.
Tannsi segir að ég þarf bara að vera duglegRI með tannþráð :)

Ziha | 2. mar. '15, kl: 17:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Drekkurðu ávaxtasafa?  Drekkurðu mikið/borðar á milli mála?  Tennurnar verða náttúrulega fyrir sýruárás í hvert skipti sem við borðum/drekkum..... nema að það sé vatn.  



-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Raw1 | 2. mar. '15, kl: 17:58:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei og nei.

hullabaloo | 3. mar. '15, kl: 03:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

"Tyggðu Extra tyggigúmmí"

Grjona | 2. mar. '15, kl: 20:53:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert væntanlega bara með lélegar tennur. Ég nota aldrei tannþráð, bursta mig reyndar vel, og það hafa ekki skemmst í mér tennurnar síðan ég var unglingur.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Raw1 | 2. mar. '15, kl: 21:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það sé það eina sem kemur til greina, samt er tannlæknirinn minn ekki sammála.
Eða þá að ég bara einfaldlega kann ekki að nota tannþráð. - þetta er alltaf á svæðinu sem tannþráðurinn nær bara.

Louise Brooks | 3. mar. '15, kl: 15:15:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka svona. Fæ bara skemmdir á milli tannana en ég nota samt tannþráð a.m.k. 1-2 á dag. Ég drekk reyndar súra drykki en ekki þanniog að ég sé sífellt að drekka þá. Fæ mér oftast eina dós að gosi á kvöldin.

,,That which is ideal does not exist"

choccoholic | 3. mar. '15, kl: 17:20:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Prófadu ad kaupa millibursta (interdental brush) frá tepe. Gæti verid ad þú séir med djúpar grópir á tönnunum og þá nærdu ekki ad hreinsa þær almennilega med tannþrædinum. Gæti líka verid ad þú séir ekki ad nota tannþrádinn rétt.

Myken | 3. mar. '15, kl: 17:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Medan eg er med mjøg slæma tannumhyrdu ( ovani :( ) Og drekk mikid af surum drykkjum og hef etid sitronur i tonna tali er eg var yngri.
Fæ ekki tannstein af neinu radi nema tha sma hvitan og hef ekki fengid tannskemd sidan eg var unglingur..thar adur er eg for fyrst til tannsa 8 ara

eg reykji ekki og drekk ekki kaffi veit ekki hvort thad skiftir miklu mali og ja drekk litid af gosdrykkjum

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Raw1 | 3. mar. '15, kl: 17:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er aftur á móti með topp tennur varðandi tannsteina :) Fékk akkurat hrós síðast þegar ég fór, ég er "í 5% hópinum" eins og tannsi sagði :P

Myken | 3. mar. '15, kl: 17:50:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eg hef verid ad fara i tjekk a 1 ars fresti seinast sagdi tannsi vid mig ad eg hafi ekkert ad gera hja henni svona oft og vill ekki sja mig fyrr en eftir 1,5 ar ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

mars | 2. mar. '15, kl: 17:53:00 | Svara | Er.is | 0

Já, ég fékk einhver lyf þegar ég var krakki sem fóru ekki vel með glerjunginn og tennurnar í mér eru því mjög viðkvæmar. 

Grjona | 2. mar. '15, kl: 20:53:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða árgerð ertu?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

mars | 2. mar. '15, kl: 22:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

´73.

Grjona | 3. mar. '15, kl: 11:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Veit að fólk fætt á árunum rétt eftir 60 fékk lyf sem urðu þess valdandi að tennurnar í því urðu brúnar. Skemmast samt ekkert frekar held ég. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

tennisolnbogi | 3. mar. '15, kl: 15:17:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var einmitt að tala við einn sem sagðist hafa fengið einhver lyf sem krakki, sem urðu þess valdandi að tennurnar urðu brúnar (eins og þær eru í dag). Hann talaði um bronkítis eða eitthvað álíka. Hann er samt sextugur.

Louise Brooks | 3. mar. '15, kl: 18:30:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sterar eins og prednisólon fara rosalega illa með tennurnar og geta til lengri tíma gjöreyðilagt glerunginn. 

,,That which is ideal does not exist"

Snobbhænan | 2. mar. '15, kl: 17:59:48 | Svara | Er.is | 0

Já sem unglingur enda alin upp við að það væri alveg nóg að bursta einu sinni á dag.


Mínir ormar bursta kvölds og morgna og enginn fengið skemmd, sá elsti er 16 ára og hrikalegur nammigrís.

Grjona | 2. mar. '15, kl: 20:54:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var alin upp við að það var ekki einn einasti tannbursti til á heimilinu lengi vel.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Snobbhænan | 3. mar. '15, kl: 10:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Shitt!

Grjona | 3. mar. '15, kl: 11:34:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb. Heppin ég að vera með sterkar tennur. Þetta var svona fyrstu ca 10 ár ævi minnar.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Helvítis | 3. mar. '15, kl: 13:23:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ógeðsleg tilhugsun!

Var þar vanþekkingu um að kenna eða bara almennt óhreinlæti?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Grjona | 3. mar. '15, kl: 14:12:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vanþekking og tíðarandinn.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Helvítis | 3. mar. '15, kl: 14:14:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinarðu með tíðarandinn?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Grjona | 3. mar. '15, kl: 14:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var t.d. að mig minnir tveir tannlæknar á Akureyri þegar ég var lítil. Fólk lét frekar rífa úr sér tennurnar en gera við þær. Slíkur tíðarandi.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Helvítis | 3. mar. '15, kl: 15:05:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah þannig ég skil þig.

Var það vegna fátæktar þá?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Grjona | 3. mar. '15, kl: 22:11:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei alls ekki. Það var bara minna vesen að vera með gervi heldur en að vera endalaust að láta gera við.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Þjóðarblómið | 3. mar. '15, kl: 16:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bursta tennurnar yfirleitt bara einu sinni á dag, á morgnana og ég hef aldrei fengið skemmd. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Myken | 3. mar. '15, kl: 17:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg er sviptad og Grjona nema thad var til tannbusti en ekki skift oft ut og vid bara tannburstudum thegar okkur langadi eda nentum ekkert haldid ad okkur..
Børnin minn tannbursta sig bara fyrir svefnin ( morgnana ef pabbi theyrra er ad koma theim ut ur husi ;) og ef theim langar og hafa tima ) og thau hafa aldrei fengid skemmd..elsta 20 ara. samt er strakurinn sem verdur 11 ara nuna med onytan glerjung a 2 jøxlum fekk ad vita thad er hann var litill.

Pabbi theirra er alin upp vid ad tannbursta 2 a dag en eg get ekki sagt ad hann se med neitt tennur sem syna arangur thess ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Maggý. | 3. mar. '15, kl: 23:07:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurning hvort þessi sífellda tannburstun slíti ekki bara glerungnum fyrrr?

Myken | 4. mar. '15, kl: 19:21:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

spurning ;)


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 4. mar. '15, kl: 19:23:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég personulega tel það hafa eitthvað að gera með sýrustig í munni þar sem ég á systur sem fékk sömu tannhyrðu og ég. Og hún er með gallað syrustig í líkamanum og fær skemdir og tannstein..Hun reyndar reykir líka.

Svo það er ekki hægt að segja að þetta sé eitthvað eitt heldur samspil margra þátta erfða og utanaðkomandi..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

júbb | 2. mar. '15, kl: 18:56:01 | Svara | Er.is | 0

Já en hefði örugglega fengið miklu miklu fleiri ef tannlæknirinn hefði ekki skorufyllt tennurnar mínar því við systkinin erum víst með óvenju djúpar skorur í tönnunum (samkvæmt tannlækninum). En það eru einstaklingar í kringum mig sem eru með handónýtar tennur sem þurfa svakalega mikla tannlæknaþjónustu en ég fer yfirleitt bara í tékk öðru hvoru og þarf lítið að gera. 
Ein sem ég þekki segir að hjá henni sé þetta klárlega genatengt því bæði mamma hennar og amma voru eins, alltaf með endalausar skemmdir þrátt fyrir að hugsa vel um tennurnar. Mamma mín fór hinsvegar ekki að vera með svona vandamál fyrren eftir að hún fór í aðgerð á tungu sem misheppnaðist aðeins og ruglaði munnvatnsframleiðsluna. Vandamál með munnþurrk eru t.d. ein orsök tannskemmda.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

labbalingur | 2. mar. '15, kl: 20:28:51 | Svara | Er.is | 0

Ætli þetta sé ekki rosalega misjafnt. Ég var með skakkar tennur og það þurfti alltaf að gera við eitthvað í hvert skipti sem ég fór til tannlæknis. Maðurinn minn hefur aldrei fengið skemmd.

_________________________
"It takes two to lie, one to lie and one to listen"
- Homer Simpson

KellingaGarmur | 2. mar. '15, kl: 20:34:38 | Svara | Er.is | 1

Ég fer til tannlæknis á 2-3 ára fresti og er alltaf með skemmd, ég er með hræðilegann glerung og mjög veikar tennur. Hef verið svona síðan ég fékk tennur
 fyrst sem krakki. Mig dreymir um að henda bara draslinu og fá mér krónur.

*************************************************************************************************
Skoðanir mínar koma frá persónulegri reynslu, þær eru síbreitilegar, oft eigingjarnar og alls ekki heilagur sannleikur. Þær endurspegla ekki viðhorf neins nema mín sjálfs.

miramis | 2. mar. '15, kl: 20:36:31 | Svara | Er.is | 0

Já, er með fullt af viðgerðum tönnum. Síðustu 10 - 15 árin hefur þetta samt bara verið viðhald, hef ekki verið að fá nýjar skemmdir. 

Þetta fer held ég rosalega eftir tönnunum sjálfum, maðurinn minn er með enga skemmd en hann burstar í svona 20 sek kvölds og morgna. Ég myndi aldrei komast upp með þetta sjálf. 

Bella C | 2. mar. '15, kl: 20:42:18 | Svara | Er.is | 1

Ég fékk hræðilega oft skemmdir sem krakki. Tannlæknirinn talaði um að það væri eitthvað í munnvatninu sem gerði það að verkum að glerungurinn væri lélegur. Við systkinin erum öll svona og öll höfum við þurft spangir. Alltaf tannburstað 2x á dag og dugleg með tannþráð, þetta hefur skánað með árunum og ég hef ekki þurft að láta gera við tönn í nokkur ár

Grjona | 2. mar. '15, kl: 20:42:34 | Svara | Er.is | 0

Það skemmdust í mér nokkrar tennur þegar ég var unglingur en hvorki fyrr né síðar. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Lind A | 2. mar. '15, kl: 21:18:37 | Svara | Er.is | 0

Nei ég hef aldrei fengið skemmd í tönn..

Jarðarberjasulta | 2. mar. '15, kl: 22:54:42 | Svara | Er.is | 0

Ég er 25 ára og fékk pínulitla skemmd í fyrsta skipti í fyrra. Maki minn hefur fengið ótal skemmdir!

hlynur2565 | 3. mar. '15, kl: 04:44:51 | Svara | Er.is | 0

Já margar.
Hef meirisegja brotið tönn alveg niður.
Er með nokkrar barnatennur þó svo að ég sé orðin 50 ára.
Þær eru svo rosalega djúpar ræturnar.
2003 þurfti að taka endjagsl og rótin var svo djúp að það var opp upp í nefgöng. Þannig að ég gat ekki snýtt mér.
Holan eftir tönnina var svo sver að ég gat sett litlaputta í gatið. Þurfti að fara mörgum sinnum til að láta loka gatinum.
Svo kom nýr endajagsl sem lokaði gatinu að hluta en jagslinn kom þvert fram og er ónýtur líklega ?

Óska eftir JVC DD-9 Segulbandi !
http://www.hugi.is/media/contentimages/157573.jpg

Hvað hefur enginn átt segulbandstæki !

bababu | 3. mar. '15, kl: 11:39:12 | Svara | Er.is | 0

Ég hugsa fáránlega vel um tennurnar mínar en vegna lélegra tanna vegna gena fæ ég skemmdir reglulega á milli tannanna þrátt fyrir að fylgja öllum reglum tannsans :)
En svo á ég ættingja sem burstar tennur í mesta lagi 1x á dag - stundum aldrei og viðkomandi fær aldrei skemmdir


frekar ógeðslega svekkjandi :) 

presto | 3. mar. '15, kl: 11:48:45 | Svara | Er.is | 0

Já er með einhverjar rúml. 30 ára gamlar viðgerðir en hef ekki fengið eina skemmd síðan ég var unglingur, lét skorufylla jaxla þegar ég var tæplega tvítug sem fyrirbyggjandi aðgerð, fannst erfitt að halda þröngum skorum hreinum. Held að sýrustig í munni skipti verulegu máli og tannsýkla, fæ tannstein en ekki skemmdir.
Maðurinn minn er miklu viðkvæmari fyrir skemmdum og ég var mjög hörð að banna honum að smita börnin af sinni tannsýklu (Ss. sleikja snuðin þeirra eins og ótrúlega margir fullorðnir gera og halda að sé snyrtilegt)

Felis | 3. mar. '15, kl: 11:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er einmitt viðkvæm fyrir skemmdum (og tek ekkert eftir því þegar þær koma, hef aldrei fengið tannpínu) en fæ varla tannstein

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

247259 | 3. mar. '15, kl: 12:01:09 | Svara | Er.is | 0

Já en ég held ég hafi verið 17 eða 18 þegar ég fékk fyrstu skemmdina.

Kammó | 3. mar. '15, kl: 13:16:01 | Svara | Er.is | 0

Já er með fyllingu í hverri einustu tönn, en ekkert seinustu 15 ár eða svo.
Þetta er vegna lyfja sem ég tók sem barn og iðulega á nóttunni og ekki hugsað um að bursta eða skola á eftir.

Helvítis | 3. mar. '15, kl: 13:22:00 | Svara | Er.is | 0

Nei, aldrei.

Er yfir 30.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

BlerWitch | 3. mar. '15, kl: 14:31:50 | Svara | Er.is | 0

Já þegar ég var krakki en ekki síðan ég byrjaði að bursta tennurnar reglulega. Því miður var engin áhersla á það í mínu uppeldi (þó ég sé nú ekkert háöldruð), maður fór bara reglulega til tannlæknis sem lagaði það sem þurfti.

Snilld | 3. mar. '15, kl: 15:51:43 | Svara | Er.is | 0

ég er ekki með eina einustu alvöru tönn í munninum sökum flogakasta, sérstaklega á næturnar. Meira að segja uppbyggðu tennurnar (ekki alvöru krónur heldur er notuð venjuleg fylling vegna þess að hitt væri of dýrt) eru holóttar og sumar dottnar. Kjafturinn á mér er ekki beinlínis fallegur en svona er lífið.

Myken | 3. mar. '15, kl: 16:27:45 | Svara | Er.is | 0

hve gømul ert thu..elsta min er 20 og hefur aldrei fengid skemt eda systkynin hennar en eg og madurinn høfum fengid skemd..ef hef tho ekki fengid neina eftir ad eg vard fullordin

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Degustelpa | 3. mar. '15, kl: 16:58:54 | Svara | Er.is | 0

hef aldrei fengið skemmd en er með 4 fyllingar

Myken | 3. mar. '15, kl: 17:51:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju fyllingar ef thad er engin skemd?


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Degustelpa | 3. mar. '15, kl: 19:29:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er með svo djúpa jaxla að mamma bað tannlækninn um að setja fyllingar í svo það myndi ekki koma skemmd þar sem það var ekki séns að ná að bursta ofaní jaxlana, sérstaklega ekki krakki! Þeir eru það djúpir að ég næ ekki í botninn á þeim þrátt fyrir fyllinguna. 
Ég er mjög sátt við þessa ákvörðun þeirra og mun ekki hika við að láta gera það sama með mín börn ef þau fá svona djúpa jaxla

Myken | 3. mar. '15, kl: 21:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok meinar skorufyllingu haha var ekki ad skilja..thar sem thad er lika kallad fylling sem er setti tønn sem er borad i ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Degustelpa | 3. mar. '15, kl: 21:57:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var borað hjá mér þegar þetta var gert

Myken | 3. mar. '15, kl: 22:40:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

reyndar er thad gert til ad fa meiri festu eda eitthvad en thad er ekki djuft..var gert hja theim hja mer sem eru med skorufyllingar

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47820 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien