Heilbrigðari lífstíll, vantar hjálp !

skarpan | 29. sep. '15, kl: 16:35:04 | 650 | Svara | Er.is | 0

Mig vantar smá hjálp frá kláru ykkur.


Ég á 8 mánaða gutta og verð heima með hann í allan vetur. Ég grenntist mikið eftir að ég átti (mátti svo sannarlega við því) en núna er ég að þyngjast aftur og mér finnst það ekkert gaman.
Ég er með hræðilegan sjálfsaga og það er svo auðvelt að narta í smá nammi eða snakk eða kex þegar maður er heima allan daginn.
Ég ætla mér að ná þessum kílóum af mér aftur og lifa aðeins heilbrigðari lífstíl. Ég er líka með vefja og liðagigt svo sykurinn er aldeilis ekkert að fara vel í mig.
Hafði hugsað mér að byrja á að taka út allan sykur og hugsanlega venjulegt hveiti... en svona í alvöru talað hvernig fer maður að??


Hvað fær maður sér t.d. í hádegismat og kaffitíma ef ekki bara skyr og brauð og svo kex og mjólk? Ég nenni takmarkaðri eldamennsku í hádeginu útaf litla kallinum.


Endilega dúndrið á mig hugmyndum eða reynslusögum. Er búin að ætla að byrja á þessu síðan í júlí en nú er ég alveg komin með nóg og ÆTLA mér að gera þetta !


Ps. Ég fer alltaf a.m.k. 2x á dag í ágætisgöngutúra með peyjann og var að hugsa um að skrá mig í mömmuhópatíma í ræktinni

 

nefnilega | 29. sep. '15, kl: 16:40:58 | Svara | Er.is | 4


1) Kaupa engar freistingar, hafa heimilið laust við snakk, nammi og gos

2) Hafa fasta matartíma fyrir sjálfa sig, ekki vera í einhverju narti
3) Ekki fara í einhverjar drastískar breytingar eins og út með sykur og hveiti bara á einum degi




Ég er heima með yngra barninu mínu (10 mánaða) og við borðum yfirleitt það sama. Ég baka t.d. öll brauð og við borðum mikið af ávöxtum (ferskum, soðnum og þurrkuðum). Mér finnst gott að elda rúmlega í kvöldmat og eiga þá afgang til að borða í hádeginu daginn eftir.

Tipzy | 29. sep. '15, kl: 19:11:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bara það sem þú sagðir, en vil bæta því við að það er ekki vænlegt til ávinnings að borða ekkert nema skyr og smá hrökkbrauð í hádegismat eins svo margir byrja á sérstaklega svona í byrjun. Það er bara ávísun á hungurverki og jafnvel blóðsykursfall og þá skitpir ekki miklu hve agaður og ákveðin maður er. Svo myndi ég gera hádegismatinn tilbúinn kvöldið áður, meiri líkur á að maður borði rétt ef það er tilbúið. Svo auðvelt að vera latur og hugsa æji fæ mér bara...... í stað þess að standa í að skera niður grænmeti ofl. Og þá einmitt þarf maður ekki að vera standa í eldamennsku. Svo get ég mælt endalaust með myfitnesspal.

...................................................................

nefnilega | 29. sep. '15, kl: 21:12:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það er ótrúlega gott að eiga eitthvað tilbúið í hádeginu!

skarpan | 29. sep. '15, kl: 22:38:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta, sniðugt að reyna að eiga alltaf afgang af kvöldmat. Ég er rosa mikið þannig að narta frekar 10x heldur en að búa til eina máltíð í hádeginu.
En með sykurinn hafði ég hugsað að borða bara ekkert nammi eða kex, en ef það er afmæli að leyfa mér þá alveg kökusneið... en fara kannski ekki strax í að lesa á allar pakkningar, er það vitleysa hjá mér?

Louise Brooks | 29. sep. '15, kl: 23:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það sem hefur reynst mér best varðandi mataræði er að skipuleggja á kvöldin hvað ég ætla að borða næsta dag og jafnvel útbúa það þá. Ég borða oft haframjöl og chiafræ í  hrísgrjónamjólk með nokkrum bláberjum (frosnum) í morgunmat. Útbý það í skál kvöldið áður, set plastfilmu yfir og inn í ísskáp yfir nóttina. Þá daga sem ég geri þetta þá er eins og blóðsykurinn verði jafnari út daginn. Eins finnst mér gott að hræra saman egg með smá möndlurjóma og setja í bolla og skera smá brokkolí og sveppi út í, setja smá rifinn ost yfir og í ca 2 mínútur í örbylgjuna. Þetta er líka gott í hádeginu. Ég er líka sjúk í reyktan lax á ristað brauð og elska líka síld, sardínur eða makríl ofna á gott gróft brauð. Verð södd mjög lengi af því. Finnst feitur fiskur geðveikt mettandi og borða vel af honum. 


Afgangar er líka alltaf klassík og bara gott að venja sig af þessu millimálanarti. Það er hægt ef maður velur vel hvað maður borðar.

,,That which is ideal does not exist"

Tipzy | 29. sep. '15, kl: 23:16:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sammála því að ákveða fyrir fram hvað maður ætlar að borða, þá er maður að borða mikið jafnar yfir daginn og lendir ekki í að vera búin að borða nánast ekkert allan daginn og treður öllu á kvöldið með tilheyrandi nartþörf.

...................................................................

nefnilega | 30. sep. '15, kl: 09:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já mér finnst þetta hljóma mjög skynsamlega. Hafa gotterí bara spari og ekki ætla að lesa utan á allar pakkningar. Reyndu að kaupa sem minnst af unnum matvörum, auka ávexti og grænmeti. Svo kemur þetta bara hægt og rólega að þú ferð að lesa utan á hitt og þetta og verður meðvitaðri um hvað þú ert að kaupa :)



elisahrund | 30. sep. '15, kl: 10:25:46 | Svara | Er.is | 0

Lykillinn að árangri er að læra að stjórna blóðsykrinum, því ef við stjórnum honum ekki þá stjórnar hann okkur og sjálfsaginn er enginn... Herbalife, ásamt því að læra að borða reglulega, hollar og vel samsettar máltíðir hefur hjálpað mér gífurlega að halda mínum blóðsykri í jafnvægi og þannig ná af mér fullt af kílóum, fá meiri orku og betri líðan :)

LaRose | 30. sep. '15, kl: 10:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Sammála thessu med blodsykurinn, en madur tharf ekkert Herbó til ad halda honum stodugum.

skarpan | 30. sep. '15, kl: 10:29:05 | Svara | Er.is | 0

En hvað fær maður sér í staðin fyrir nammi t.d.? Ég er alltaf að grípa mér einn og einn bita af einhverju þegar mig langar, sérstaklega eftir mat...
Veit af frosnum vínberjum, en eruði með fleiri hugmyndir?

nefnilega | 30. sep. '15, kl: 10:37:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vatnssopa :)

LaRose | 30. sep. '15, kl: 10:42:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thu færd ther ekkert, eda kaffibolla (ekki latte)

skarpan | 30. sep. '15, kl: 22:44:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe okei... drekk ekki kaffi en er að fá mér vatnsglas núna... dauðlangar í allskonar en er ákveðin í þessu núna !

Raw1 | 2. okt. '15, kl: 06:54:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kókosflögur, spínatsnakk, popp(í potti), ristaðar hnetur (þú ristar sjálf), hummus, hnetusmjör á eplabita.


Ég er í sömu vandamálum og þú, er alltaf að narta, og narta þá í eitthvað óhollt, ég er að reynaað venja mig af því og ætla að byrja að prófa þetta :)
Ég ristaði hnetur í ofni, baðaði allskonar hnetur og fræ í sojasósu og skellti inn í ofn í  8-10mín, þetta er algjör lostæti, EN maður verður að passa sig, bara lúka af hnetum, ekki meira!

LaRose | 2. okt. '15, kl: 08:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thetta er svo flokid og hitaeiningarikt

Raw1 | 3. okt. '15, kl: 17:17:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki flokið fyrir mig :)

LaRose | 30. sep. '15, kl: 10:35:01 | Svara | Er.is | 2

Sko, min tvo sent.

 

Er med eina 12 manada gellu og er buin ad missa 12 kg en sidustu svona 8-10 eru ansi lengi ad fara en nu eru thau ad draslast af mer loksins.

Kex er kannski ekki malid...en skyr og braud eru eflaust ekki astædan fyrir aukakilounum.

Eg reyni ad borda hægt og njota matarins (bordadi thegar hun svaf td) og thannig fann eg thegar eg var ordin sodd. Let mig borda minna. Eg reyndi ad borda aldrei neitt eitt og ser sem let blodsykurinn stiga mikid. Td aldrei hvitt runnstykki med sultu. Blandadi protinum (osti eda kjotaleggi thessvega, eggi) vid kolvetni og stundum fitu i bland. Adalreglan...ekkert sem togar blodsykurinn of mikid upp, tha amk datt eg i thad stuttu seinna thegar hann for of langt nidur aftur.

Eg fer ut ad ganga 20-30 minutur eftir kvoldmat. Thad tekur thorfina fyrir at um kvoldid (sem var oftast kex,nammi,kaka).

Eg reyni ad vera medvitud um hvenær eg er svong og hvenær eg er ad eta ur mer streitu eda adra oaran. Oft var eg ad borda til ad slappa af. Eg nota adrar adferdir til ad vera minna stressud (thad er natturlega stress ad vera med litid barn). Djupslokun, andardrattsæfingar, einfaldar jogaæfingar a stofugolfinu.

 

skarpan | 30. sep. '15, kl: 22:47:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta, hjálpar mikið til. Er einmitt búin að vera að hugsa hvað sé best að borða til að vera saddur en ekki of, svona að deginum til. 
Ertu með einhverjar síður eða matseðla sem þú hefur eitthvað farið eftir?
Er eitthvað aðeins búin að vera að googla með rétt samsetta fæðu, en mig vantar endilega fleiri upplýsingar :)


Ég er rosa mikið í því að þegar barnið sefur þá slaka ég á með því að fá mér eitthvað gott og horfa á einn þátt... Dag eftir dag er þetta ávísun á að verða feit !

LaRose | 1. okt. '15, kl: 07:41:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, i rauninni ekki.

Eg komst ad thvi ad ef eg var alltaf ad pæla i samsetningum (fyrir utan thetta augljosa med ad lata ekki blodsykurinn thjota upp med sykri og hvitu hveiti eingongu) og sidum og matsedlum ad thad gerdi mig svanga og graduga! Setti alltof mikinn fokus a mat og eg vard næstum obsessive ad spa i hinu og thessu.

 

Eg var ekki feit sem barn og unglingur og hugsadi bara: Hvernig gerdi eg i gamla daga adur en eg breyttist i sigradugan gris? ;) ;)

Eg fekk mer einu sinni a diskinn, bordadi hægar og vard södd af einum diski, fekk mer kaffibolla a kvoldin. Bordadi allt thannig, bara ekki svona hratt thannig ad madur trod i sig og naut thess sem eg bordadi. Gekk mikid a kvoldin i stadinn fyrir ad borda.

Eg hef alltaf elskad mat og geri enn....en gerdi thad lika i gamla daga adur en eg for ad borda alltof mikid :)

LaRose | 1. okt. '15, kl: 07:42:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og svo er yndislegt ad vera i joga, eg er einu sinni i viku og thad gerir mer mjog gott. Bara timi thar sem madur er algerlega i nuinu med sjalfum ser. Minnkar streitu og alag sem fylgir thessum krilum og heimilislifinu.

appletini | 30. sep. '15, kl: 23:00:03 | Svara | Er.is | 1


Búa til góða og matarmikla grænmetissúpu til að eiga í hádeginu (auðvelt að hita upp). Getur líka gert svona eggjamuffins sem er gott að eiga og má borða bæði heitt og kalt.  

 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 1. okt. '15, kl: 00:16:05 | Svara | Er.is | 1

Ég held að það þurfti alltaf að vinna verulega í andlegu hliðinni þegar um nart-fíkn er að ræða

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Brindisi | 1. okt. '15, kl: 11:34:11 | Svara | Er.is | 1

burt með allt kex og nammi af heimilinu, ef það er ekki til þá borðaru það ekki. Ég bý mér alltaf til nesti á kvöldin fyrir morgunmat og hádegismat daginn eftir, uppáhaldsmorgunmaturinn minn í því er spæld egg, beikon og bakaðar baunir, hitað aðeins í örbylgju og það nær næstum 100% gæðum, á alltaf bakaðar baunir í skammtastærðum í frysti og já já ef einhver ætlar að tuða um óhollustu, þá stendur þessi máltíð ótrúlega með manni, nota magurt beikon, elda það í ofni, þurrka alla fitu sem ég get af og er að tala um 3-4 sneiðar

Annar uppáhalds er tortilla með káli, gúrku, papriku, osti, skinku og eggi með dash af sinnepssósu eða pítusósu (það er nauðsynlegt að nota smá sósu annars verður allt svo leiðinlegt), eggið soðið, grænmetið skorið, sett saman í box og sett daginn eftir í tortillunna

fyrir hádegismatinn á ég oft til súpur sem ég hef fryst í skammtastærðum, ofnbakaða eggja/grænmetisböku fryst í skammtastærðum, eða kjúklingarétti, t.d kjúlli í ostrusósu, snilld að eiga alltaf tilbúna skammta..........svo drekk ég gos með öllu því þá kemur góða seddutilfinningin....en geri mér grein fyrir að það er ekki hollusturáð......kolsýrt vatn er líka fínt

my point er að hafa þetta fjölbreytt, ekki detta í hafragrautspakkann, þar sem þúétur bara graut með berjum, skyr, hrökkbrauð með kotasælu, eintóma kjúklingabringu eða soðinn fisk og drekkur græna sjeika á milli, það er ekkert líf

ladykiller | 1. okt. '15, kl: 22:18:38 | Svara | Er.is | 0

Skoðaðu www.gsa.is eg nota þetta en helst að hafa 3 máltíðir og skipulagðar

Alli Nuke | 3. okt. '15, kl: 22:31:40 | Svara | Er.is | 0

Það getur verið sniðugt að finna svona, prenta og hafa til hliðsjónar, en þetta er samt til í allskonar útgáfum og sett saman af fólki með mismunandi skoðanir.

Prófaðu að gúgglo eitthvað eins og "healthy meal plan" eða "healthy snack chart" og finndu eitthvað sem gæti virkað fyrir þig.

https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/736x/ea/0a/17/ea0a1707d3896e7e7077339d27b6c88f.jpg

Trolololol :)

Hygieia | 4. okt. '15, kl: 13:25:58 | Svara | Er.is | 0

Það er alveg súper sniðugt að eiga alltaf einhvern góðan hráfæðidesert til að gæða sér þegar löngunin hellist yfir mann. Hráðfæðibrownies eru t.d. massa auðveldar og mikið til af uppskriftum á google. Þetta fullnægir sykurlönguninni alveg. Og svo eins og sumir segja hérna, að halda blóðsykrinum stöðugum. Og svo bara lots of self love og almennt mikilli umhyggju fyrir sjálfum sér. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Síða 2 af 47850 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, paulobrien, tinnzy123