Heima Skóli

Panda091299 | 13. jan. '15, kl: 21:08:57 | 579 | Svara | Er.is | 1
Finnst þér að það ætti að leyfa heimanám
Niðurstöður
 Já 53
 Nei 31
Samtals atkvæði 84
 

Hæ ég heiti Jón Jónsson og er 15 ára í 10.bekk. Ég var lagður í einelti frá 1.bekk til 8.bekk ekki roaslegt einelti en ég mundi flokka það þannig og það var útaf eins og vanalega útaf útlitinu mínu ég var feitur og en er. Ég á eiginlega enga vini sem ég er með og besti vinur minn flutti þegar við vorum í 1.bekk og er eiginlega búinn að eiga enga vini síðan. Ég hef verið fluttur um bekki en hef aldrei liðið vel í þessum skóla og var að spá að ég vildi prófa að vera í Heimanámi en ég held að það má ekki og finnst það fáranlegt það var gerð tilraun í bandaríkjum að frá 8.bekk að nemendur sem hafa verið í heimanámi hafi verið með 20% betri einkannir og ég held að mér mundi líða miklu betur ef ég fengi þetta Takk fyrir þeir sem lásu þetta og ef þið væruð svo væn að gefa mér hugmyndir hvernig ég get hjálpað mér.

 

Dalía 1979 | 13. jan. '15, kl: 21:12:26 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað ætti að leyfa heima nám hérna á islandi það á enginn að þurfa að pínast í skóla sem manni likar ekki 

Panda091299 | 13. jan. '15, kl: 21:15:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu einhver staðar þar sem ég get séð svona lögin eða þanngi um grunnskólanám?

Dalía 1979 | 13. jan. '15, kl: 21:19:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enn ég veit að með minn sem var lagður i einelti alla sina skolagöngu að það var ekki hægt að fá að vera i heimanámi ..ég myndi bara hringja í annað hvort reykjavikur borg eða menntamálaráðaneitið og fá upplisyngar um þettaa 

ComputerSaysNo | 13. jan. '15, kl: 21:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held að þetta sé tæknilega séð leyft en manneskja með grunnskólakennararéttindi þarf að hafa umsjón með náminu.

Kisukall | 13. jan. '15, kl: 21:33:43 | Svara | Er.is | 0

http://barn.is/malaflokkar/grunnskoli/#k22

Grjona | 13. jan. '15, kl: 21:41:12 | Svara | Er.is | 2

Ha? Heimanám er leyft.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 13. jan. '15, kl: 21:53:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er eitthvað rangt við þetta hjá mér? 
Nei, hélt ekki nefnilega, jafnvel þó ég hafi misskilið.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 13. jan. '15, kl: 21:43:16 | Svara | Er.is | 0

Sorrí, ég misskildi þig. En þetta er leyft en það verður held ég að vera kennari sem kennir þér samt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

ÓRÍ73 | 13. jan. '15, kl: 22:07:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en það er MJÖG erfitt að fá það í gegn, láttu mig þekkja það. 

Sumar77 | 13. jan. '15, kl: 23:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, alveg rétt - fannst eins og ég hefði séð eitthvað um það og var að finna það á googlinu. Skelli því inn í umræðuna.

46. gr. Undanþágur.
Ráðherra er heimilt að viðurkenna grunnskóla eða námsbraut innan almenns grunnskóla sem starfar samkvæmt viðurkenndri erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan.
Foreldrar, sem óska eftir undanþágu frá 3. gr. til að geta kennt börnum sínum heima, að hluta eða öllu leyti, skulu sækja um slíka heimild til síns sveitarfélags. Skólastjóri getur veitt undanþágu að höfðu samráði við skólanefnd og sérfræðiþjónustu. Börn sem hljóta heimakennslu eru undanþegin skólaskyldu skv. 3. gr., en skulu lúta eftirliti og reglulegu mati og þreyta könnunarpróf samkvæmt lögum þessum.
Ákvörðun sveitarstjórnar skv. 2. mgr. er kæranleg eftir fyrirmælum 47. gr. [Ráðuneyti]1) getur í úrskurði sínum lagt fyrir sveitarfélag að veita foreldrum barns heimild skv. 2. mgr.
[Ráðherra setur reglugerð2) um skilyrði til heimakennslu á grunnskólastigi og viðurkenningu grunnskóla samkvæmt þessari grein.]3) Sveitarfélög skulu tilkynna ráðuneytinu um veitingu heimildar samkvæmt þessari grein.
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html

Reglugerð um heimakennslu á grunnskólastigi.
„Með heimakennslu er átt við undanþágu frá skólaskyldu barns, skv. 3. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, þar sem foreldrum eða forráðamönnum barns er veitt tímabundin heimild til þess að annast sjálft kennslu þess að hluta eða öllu leyti.“

II. KAFLI - Skilyrði og fyrirkomulag.

3. gr.
Umsókn.
Foreldrar, eða forráðamenn, sem óska eftir heimild til heimakennslu skulu sækja um slíkt til sveitarstjórnar í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga lögheimili. Umsókn skulu fylgja eftirtalin gögn: námskrá heimakennslu þar sem fram kemur lýsing á almennri stefnu, starfsháttum og markmiðum heimakennslunnar, ásamt áætlun um með hvaða hætti nemandi uppfylli markmið aðalnámskrár,
áætlun um hvers konar félags- og tómstundastarf standi barni til boða, nauðsynleg gögn um menntun, starfsferil og kennsluréttindi þeirra sem annast eiga heimakennsluna, upplýsingar um aðstæður, húsakost og annan aðbúnað vegna kennslunnar.

7. gr.
Kennarar.
Sá sem annast kennslu samkvæmt reglugerð þessari skal hafa leyfi menntamálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari, sbr. 4. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Óheimilt er að fela einstaklingi kennslu sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við afgreiðslu umsóknar um heimakennslu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild sveitarstjórnar til þess að afla upplýsinga úr sakaskrá.
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/531-2009

Sumar77 | 13. jan. '15, kl: 21:44:48 | Svara | Er.is | 2

"Fjarnám á grunnskólastigi, afhverju ekki?"
Lokaritgerð á menntavísindasviði H.Í.
http://skemman.is/stream/get/1946/3749/8642/1/Fjarnam_fixed.pdf

Ég þekki tvo einstaklinga sem áttu erfitt með nám, bæði í grunnskóla- og framhaldsskóla. Prófuðu fjarnám og flugu í gegnum námið. Báðir útskrifaðir í dag með fyrstu einkunn ;-)

Það væri óskandi að þetta val væri til staðar á grunnskólastigi. Það myndi án efa bjarga lífi þeirra sem verða fyrir ítrekuðu ofbeldi og einelti í skólum, bæði af hendi nemenda og jafnvel kennara. Okkur er sagt að það sér dýrt fyrir skólana að hafa betra eftirlit með nemendum til að tryggja öryggi þeirra - þá er spurning hvort að það sé ekki nauðsynlegt að hafa þetta val um heima nám svo að þeir sem vilja læra en fá ekki frið til þess, geti það.

bullogrugl7 | 13. jan. '15, kl: 23:40:18 | Svara | Er.is | 0

að sjálfsögðu, hver sem er getur lært ef hann hefur metnað og það er fáránlegt að ætla öllum nemendum það sama á sama tíma.. fólk er bara misjafnlega fært í allskonar.. svo er hópamyndun og einelti algengt vandamál, skelltu þér í fjarnám eftir skólann og finndu vinnu, ef þú ert duglegur strákur þá færi þér vel að vera á sjónum, ég hef ekki kynnst mörgun sem sýna eineltishegðun á þessum vinnustað.

--------------------------------------------------------------------------------------------------
MDMA einu sinni til tvisvar á ári MAX og sálfræðitími í stað langvarandi lyfjaneyslu með tilheyrandi aukaverkunum og kostnaði!
youtube.com/watch?v=e5vLCARqEuY <----
www.mdmaptsd.org/ lyfjafyrirtækin vilja ekki svona einfalda lausn því það græðir enginn á þessu nema sjúklingurinn.

Sikana | 14. jan. '15, kl: 01:12:00 | Svara | Er.is | 7

Nei, það finnst mér ekki. Hér í Bandaríkjunum er foreldrum leyft að kenna börnunum sínum heima, og mér finnst það gefa foreldrum allt of mikil völd yfir því hvað börnin þeirra sjá og hverju þau kynnast. Það hafa líka komið upp allt of mörg mál þar sem börn í heimaskólum voru beitt ofbeldi en enginn vissi það vegna þess að börnin umgengust aldrei neina fullorðna nema þá sem foreldrarnir hleyptu inn á heimilið. 
Mér finnst núverandi kerfi, þar sem hægt er að sækja um undanþágu ef kennari hefur eftirlit með barninu og námi þess, eðlilegt. Svo getur unglingur ákveðið að fara í fjarnám í framhaldsskóla, en fram að því ber skólakerfinu að finna leiðir til að hjálpa barninu innan grunnskóla. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

BlerWitch | 14. jan. '15, kl: 09:05:56 | Svara | Er.is | 1

Heimakennsla er leyfð í ákveðnum tilvikum og mörg börn á Íslandi nýta sér hana út af svipuðum ástæðum og þú nefnir. En það er alltaf betra að reyna að fá hjálp með vandann því allir þurfa að fara út og vera innan um annað fólk.

ET15 | 3. sep. '15, kl: 13:20:51 | Svara | Er.is | 0

Var að sjá þessa athyglisverðu umræðu. Heimakennsla er lögleg á Íslandi og margir nemendur hafa nýtt sér nýtt sér heimakennslu með góðum árangri. Reglugerðin sem segir að annað foreldrið þurfi að hafa kennararéttindi, stenst sennilega ekki jafnræðisreglu stjórnarskrár. Það vantar einhvern sem vill hefja heimanám til að skrifa umboðsmanni Alþingis og kvarta yfir þessu. Ég myndi halda að núverandi menntamálaráðherra mynda breyta þessu ef beðin um það. Sá menntamálaráðherra sem heimilaði heimakennslu ætlaði ekki að hafa þetta ákvæði um kennararéttindi í reglugerðinni, það var sett inn eftir að hann hætti.Á þriðju milljón nemendur stunda heimakennslu (homeschooling) í Bandaríkjunum. Heimakennsla er einnig lögleg og vinsæl í Kanada, Englandi, Noregi, Austurríki og fleiri löndum.

ET15 | 3. sep. '15, kl: 13:24:53 | Svara | Er.is | 0

Inn­lent | mbl | 4.10.2006 | 10:01


Heima­kennsla er val­kost­ur í skóla­starfi sem vert er að út­færa nán­ar
Í Ölfusi hefur verið gerð tilraun með heimakennslu á fjórum heimilum þannig að þau börn ...
Í Ölfusi hef­ur verið gerð til­raun með heima­kennslu á fjór­um heim­il­um þannig að þau börn mæta ekki skól­ann eins og þessi ung­menni á Ak­ur­eyri. mbl.is/?Kristján
Til­raun með heima­kennslu í Ölfusi er val­kost­ur í skóla­starfi sem vert er að út­færa nán­ar og skil­greina. Þetta er niðurstaða nýrr­ar skýrslu sem unn­in var á veg­um mennta­málaráðuneyt­is­ins en haustið 2003 sótti sveit­ar­stjórn Ölfus um leyfi til mennta­málaráðuneyt­is um að gera til­raun með heima­kennslu í fræðslu­um­dæm­inu. For­senda beiðninn­ar var beiðni fjög­urra for­eldra jafn­margra nem­enda til fræðslu­nefnd­ar Ölfus um að fá að kenna börn­um sín­um á heim­il­um þeirra.
Í niður­stöðu skýrsl­unn­ar kem­ur fram að skóla­yf­ir­völd í fræðslu­um­dæmi Ölfus eru já­kvæð í garð til­raun­ar­inn­ar og er um­hugað að og rétt sé að henni staðið. Sú já­kvæðni er kost­ur sem hægt er að nýta á upp­byggi­leg­an hátt.

Gagn­kvæmt traust rík­ir á milli allra aðila þrátt fyr­ir að ákveðnir mis­brest­ir séu á að verklags­regl­um og samn­ing­um hafi verið fylgt. Það gagn­kvæma traust er hægt að nýta til þess að betr­um­bæta skipu­lag til­raun­ar­inn­ar. Úttekt­araðili tel­ur alla þátt­tak­end­ur í til­raun­inni hafa for­send­ur til þess að byggja upp nýj­an sam­skipta­grund­völl og halda rétt á mál­um.

Í viðtöl­um við for­eldra og börn má greina að heima­skól­un hafi tví­mæla­laust sín­ar sterku hliðar. En þær verður að gera sýni­legri með mark­viss­um aðferðum og skrán­ing­um.

svartasunna | 3. sep. '15, kl: 17:48:30 | Svara | Er.is | 0

Finnst það ætti að mega, m.v. gæði kennslu í dag og lúsarhraða þá þyrfti èg bara að kenna mínum 3 daga í viku.

______________________________________________________________________

þreytta | 4. sep. '15, kl: 02:14:59 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki nóg að leyfa heimanám. Það þyrfti þá að búa til eitthvað kerfi í kringum það. Nemendur þurfa að mæta í próf t.d. 
Heimnám er t.d. leyft í USA. Þ.e. þá má foreldri kenna þér.  Vinkona mín og maðurinn hennar völdu það fyrir sína stelpu og það var flott prógramm í kringum það og mikill félagsskapur af öðrum börnum sem stunduðu heimanám. 

Herra Lampi | 4. sep. '15, kl: 02:35:35 | Svara | Er.is | 0

já auðvitað ætti hún að vera leyfð en kannski..spurning um með kennarann. Hvort það væri ekki betra að fá kennara en ekki bara mömmu eða pabba til þess að kenna. jú eða fjarnám fyrir grunnskóla.

Hinsvegar t.d. með textann... manneskjan er í 10 bekk.
Þetta er þá seinasta árið í grunnskóla svo ferðu í framhaldsskóla. er ekki minna um einelti í framhaldskólum?
Og framhaldsskólar eru með fjarnám í boði.

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47937 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, paulobrien, Guddie, tinnzy123, annarut123, Kristler, Paul O'Brien