góðan daginn,
ég aftur með brjóstamjólkurvandamálið. nú er ég farin að pumpa mig á klst-fresti. mjög fyndið; pumpa, borða, gef henni, pumpa, læt hana sofa, hvíli mig smá, pumpa, pumpa, pumpa...
fyrsta daginn komu 100 ml og þann þriðja komu 200 ml! kannski ég verði komin upp í 600 ml á þriðjudaginn...
annars verð ég að segja ykkur, ég er nú ekki allt of hrifin af málflutningi sumra brjóstagjafafræðinga/-ráðgjafa. vitiði hvað ein sagði við mig um daginn? ég sagðist vera í veseni með þetta og að ég ætlaði að gefa þessu séns í 6 vikur. hún sagði mér að vera ekki að setja mér nein tímamörk og benti mér svo á það að þegar konur væru með morgunógleði á meðgöngunni þá hættu þær ekki við meðgönguna þess vegna - það sama ætti við um brjóstagjöf, maður hættir ekkert við þó það gangi kannski brösulega.
já einmitt: fóstureyðing = hætta á brjósti og gefa þurrmjólk.
aðra eins samlíkingu hef ég ekki heyrt. talandi um að bera saman appelsínur og epli..... er það ekki aðeins afdrifaríkari ákvörðun að hætta við að eignast barn vegna morgunógleði eða gefast upp á brjóstagjöf ef hún gengur illa eða ekki og gefa barninu eitthvað annað.
eða hvað finnst ykkur?
fluff | híhí ég verð nú eiginlega að vera sammála þér, þú hefur talað við einhvern br...
Æi, sumir þessara brjóstagjafaráðgjafa eru hreint út sagt algerir fasistar ;) Hvað er svona hryllilegt við það að gefa þurrmjólk ef brjóstagjöf er bara ekki að ganga upp?? Frekar að láta greyið mömmurnar vera í kvíðakasti allan daginn og með blússandi samviskubit ef það gengur ekki allt sem skildi?
Pfff segi ég nú bara...
En gangi þér rosalega vel með mjaltirnar ;)
Góðar stundir,
Gemlingur
rovi | Já ég er alveg sammála þér. Stundum bara gengur þetta illa og sumar konur get...
Já ég er alveg sammála þér. Stundum bara gengur þetta illa og sumar konur geta ekki einu sinni haft börnin á brjósti. Þetta sjónarmið að allar konur eigi að mjólka ýtir undir fæðingaþunglyndi þeirra sem geta það ekki og því finnst mér að konan (og barnið) eigi alfarið að stjórna því hvernær hún hættir. Það getur líka bara verið vandamál næst þegar hún eignast barn því þá á hún svo slæmar minningar af brjóstagjöfinni að hún er kannski búin að ákveða löngu áður að þetta verði skelfilegur tími.
nerd | náðiru 100 ml í hvert skipti eða í heildina yfir daginn? Æ ég er að spá hvor...
náðiru 100 ml í hvert skipti eða í heildina yfir daginn? Æ ég er að spá hvort ég eigi að leggja í svona mikla vinnu með þetta, ég næ 20 ml úr báðum ef ég mjólka mig í svona 10 mín, er það ekki óeðlilega lítið?
ég er búin að prófa töflur, te, endalausa vatnsdrykkju, stelpan fer alltaf á brjóstið fyrir ábótina, fyrstu vikuna var hún á brjóstinu stanslaust en samt gerðist ekkert.
Er eiginlega bara farin að halda að mig vanti þetta prolaktín hormón sem framleiðir brjóstamjólkina :(
OceanOcean | ég náði 100ml yfir daginn!! pældu íðí... barnið drekkur meira en 100ml í hver...
ég náði 100ml yfir daginn!! pældu íðí... barnið drekkur meira en 100ml í hverri gjöf. ekki skrýtið að hún hafi alltaf verið svona ergileg og grátandi. hún er 5 vikna og ég hélt að hún hefði lent í sjokki í fæðingunni og gréti þess vegna stöðugt, neinei hún var bara svöng :-(
sko ég byrjaði á þessu á miðvikudaginn, þá komu 100ml, daginn eftir komu 130ml og í gær (fös) komu 190ml.
ég veit ekki hvort þetta mun skila sér - svo segja brjóstatýpurnar þó! - en ég ætla að reyna í viku.
það var eins hjá mér, fyrir nokkrum vikum pumpaði ég með handpumpu nokkrum sinnum þegar hún var sofandi og ég fékk aldrei meir en 20ml eftir 10-15 mín. pump.
stundum er talað um að barnið sé ekki duglegt að sjúga, heyrir þú t.d. þegar barnið þitt kyngir? brjóstagjafaráðgjafi sagði við mig að barnið þyrfti að vera duglegt að sjúga eftirmjólkina til að eitthvað fari að gerast.
hvernig gefurðu henni ábót? ég er búin að gefa henni ábót í ca. 2 vikur, alltaf í pela. svo var ég að kaupa mér hjálparbrjóst (móðurást, kr. 3.800) - því fylgir fín slanga og þú getur gefið henni ábót meðan hún er á brjósti eða... sett slönguna á puttann og látið hann sjúga hann (lætur slönguna á fingurgóm og lætur nöglina snúa niður). það er mjög fyndið að það svínvirkar - í morgun tók ég t.d. eftir því að ef ég tók slönguna úr í smástund þá hélt hún áfram að sjúga. kannski gerir hún þetta líka á brjóstinu - sýgur þó ekkert komi og maður heldur bara að hún sé að fá eitthvað!
sorry langloku, en þetta er það eina sem ég tala um þessa dagana og ég er alveg til í að tala um þetta allan daginn. mjög steikt!
ég er líka búin að prófa allt þetta sem þú talar um. mér finnst brenninetlute (ég keypti þannig lauf í heilsuhúsinu) og bjór það eina sem hjálpar... en það hjálpar bara aðeins.
nerd | ég hef einmitt verið að nota hjálparbrjóstið, notaði það alltaf fyrst en efti...
ég hef einmitt verið að nota hjálparbrjóstið, notaði það alltaf fyrst en eftir smá tíma og ekkert að aukast er ég farin að gefa henni pelann oftar :( Kannski mistök hjá mér en hún er þó amk ekki svöng...
Haffí | Þetta kemir með tímanum og æfingunni. Ég fékk akkúrat svona botnfylli fyrstu ...
Þetta kemir með tímanum og æfingunni. Ég fékk akkúrat svona botnfylli fyrstu vikurnar þegar ég vað að baksa við pumpuna (30 ml. voru alveg jólin) en viti menn...eftir nokkrar vikur í viðbót var þetta komið upp í 50ml. og svo alltaf meira og meira. Mjólkurmagnið sem þú framleiðir fylgir auðvitað eftirspurninni þannig að það er bara eðlilegt að fyrstu dagana/vikurnar sé minni mjólk heldur en eftir einhverjar vikur/mánuði.
Svo þurfti ég til útlanda í nokkra daga þegar stráksi var ca. 8 mánaða og tók pumpuna með. Þá var ég að fá svona tvær pelafyllir við hverjar mjaltir (á ca. 4 klst. fresti)
Haffí
fridalara | systir mín lenti í því að mjólka illa með annað barnið sitt og henni var ráðl...
systir mín lenti í því að mjólka illa með annað barnið sitt og henni var ráðlagt að fá sér eitt rauðvínsglas á dag til að auka mjólkurframleiðsluna. (hef líka heyrt að léttöl geti hjálpað)
að | Æ æ, ekki góð samlíking hjá henni! En varðandi allt pumpið, þá kemur yfirleit...
Æ æ, ekki góð samlíking hjá henni! En varðandi allt pumpið, þá kemur yfirleitt ekki eins mikið í pelann þegar þú pumpar eins og þegar barnið er að sjúga. Það er því ekki mælikvarði á hvað barnið er að fá mikið.
Gangi þér svo vel með brjóstagjöfina. Mér sýnist þú vera að gera allt sem þú getur til að láta þetta ganga. Ef þú svo ákveður að hætta, þá hlustar þú ekkert á þá sem setja út á þig, þú veist að þú gerðir þitt besta!
derlean | https://nightmarekart.com is a kart racing game that sets itself apart wi...
https://nightmarekart.com is a kart racing game that sets itself apart with its eerie, nightmarish theme and intense racing mechanics. Players navigate through sinister tracks filled with treacherous obstacles and fearsome opponents.