HÍ eða HR ?

Strandgata | 21. maí '15, kl: 19:31:21 | 675 | Svara | Er.is | 0
HÍ eða HR?
Niðurstöður
 HÍ 37
 HR 38
Samtals atkvæði 75
 

hæhæ, ég er að velta því fyrir mér hvorn skólann ég ætti að velja. Ég er að hugsa um að læra verkfræði og hef heyrt frábæra hluti með HR, að þar sé svo góð kennsla og góð hópavinna. Ég hef hinsvegar heyrt lítið um HÍ. Það skiptir engu með námsgjöldin, veit þau eru hærri í HR.

Ég hef einnig heyrt að fólk hafi skipt úr HÍ yfir í HR og sé alveg svakalega ánægt þar.

Er einhver sem hefur reynslu?

:)

 

JayTee | 21. maí '15, kl: 20:38:58 | Svara | Er.is | 1

Megin munurinn milli skólanna er bara nálgunin. Verkfræðin í HÍ nálgar hlutin meira fræðilega séð og nemendur fá dýpri stærðfræði/eðlisfræðiskilning (mism. eftir greinum) sem hjálpar sérstaklega í framhaldsnámi.
Meðan HR fókusar frekar á að nálga námið verklega séð og við atvinnu, oog það á að hjálpa fólki þegar það fer að vinna. Ég er sjálfur í verkfræði í HÍ og kann mjög vel við þar. Held að allar verkfræðibrautirnar hér eru mikils
metnar og afbrags fræðifólk að kenna.


Námslega séð held ég að það sé meira álag á nemendum hér í HÍ heldur en hinum megin, sem skilar sér tilbaka ef sótt er um meistaranám erlendis. Varðandi hópavinnu, þá hefur verið
amk. meðan ég hef verið hér mjög góður andi og fólkið sem gengur í gegnum námið með þér eru ekki það mörg. T.d. eftir fyrsta árið hjá mér voru ca. 13-15 eftir að stunda mína verkfræði á sama stað og ég
oog við vorum alltaf að læra saman. Kannski fyrsta lagi fyrsta árið, sem fólk á erfitt með að mynda vinnuhóp vegna þess að þá eru allir að taka sama áfanga! En um leið og maður fer að fara í vísindaferðir
eða á einhver kvöld skipulögð af nemendafélögum þá kynnist maður fólkinu sem er með manni í námi og myndar lærihóp.

Strandgata | 22. maí '15, kl: 00:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef líka heyrt um áfanga í HR sem er 3 vikur og sameinar nokkrar deildir, þá er t.d. einn úr verkfræði og annar úr lögfræði og nokkrir í viðbót sem vinna að því að koma með nýsköpun og stofna fyrirtæki út frá því. Finnst það hljóma vel. En ég ætla að hugsa þetta betur..

Ruðrugis | 22. maí '15, kl: 00:43:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki meira álag í HÍ en HR ég get alveg staðfest það. 


Ég hins vegar myndi velja HR í öllum tilfellum ef um verkfræði væri að ræða. Þar er öll aðstaða og verklegir kúrsar miklu betri en í HÍ. Ég þekki vel nokkra kennara sem kenna í verkfræðideild HÍ og þeir eru gjörsamlega að gefast upp á aðstöðuleysinu og skorti á skilningi hjá yfirvaldinu að þessi verkfræðideild upp í HÍ er að molna í sundur. Meira segja hafa þessir kennarar sagt að innan fárra ára verður verkfræðin í HÍ einskins nýtt því það er ekkert hægt að læra allt í bókum, þú þarft líka að hafa verklega kennslu ef þú ætlar að skila fólki vel út úr skóla. Þeir hafa líka verið að biðja kollega sína í HR um að fá að komast að í aðstöðuna þar innan hús, en fá auðvitað neitun. 
Það er sáralítil verkleg kennsla í HÍ en mjög góð mekatróník og annað þess háttar í HR. Það er farið jafndjúpt í stærðfræði í báðum skólum (ég hef reynsluna) þannig að það er ekki hægt að nefna það sem einhvern kost í HÍ. 

1122334455 | 22. maí '15, kl: 07:22:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kappakstursbíla-verkefnið hefur verið frábært hands-on verkefni fyrir nema í HÍ. Þarf ekki bara fleiri svona verkefni, keppnir eða hvað sem þetta kallast í millitíðinni þangað til aðstaða í HÍ batnar?

Tóga | 22. maí '15, kl: 00:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað hefuru fyrir þér í því að nemendur fá dýpri stærðfræði/eðlisfræðiskilning í HÍ hefuru kynnt þér muninn?

JayTee | 22. maí '15, kl: 12:44:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aðallega með því að skoða áfangamunnin milli líkra deilda, t.d. þá er ekki hægt að kenna læknisfr. myndgreiningu í HR (Heilbrigðisverk.), vegna þess að nemendum þar skortir grunninn sem nem. í HÍ hafa í merkjafræði (afl. af stærðfræði) - varðandi vinnuálagið þá var ég aðallega að hugsa um reynslu af tveimur nemendum, annar fór af heilbrigðisv. í HR og hinn af rafmagns- og tölvuverkfræði í HÍ í skóla erlendis....sá sem kom úr HÍ áttu mun einfaldara með að kópa með verkefnin þar heldur enn sá sem kom úr HR.



En já margt af því sem þú segir hér fyrir neðan er alveg mjög rétt, aðstaðan er ekkert til að hrópa húrra fyrir í HÍ, og þegar í grunninn í kominn ... skiptir skólinn ekki mestu máli, heldur gleðin í kringum verkfræðina. Annars kannast ég ekki við metnaðarleysi í HÍ...kannski er það á annari verkfræðibraut en ég er á :S

everything is doable | 23. maí '15, kl: 02:48:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

læknisfræðileg myndgreining er kennd uppi HR eftir merkjafræði, rafmagnsfræði, stæ1-2-3, rafeindatækni, reglunarfræði og eðlisfræði 1-2-3 svo það er alls ekki rétt hjá þér að HR geti ekki kennt þetta þeim tekst það mjög vel. LM er kennd á lokaönninni þegar fólk er með mjög góðan grunn en þú getur ekki borið þetta tvennt endilega saman þessir tveir einstaklingar voru i sitthvoru náminu og svo er alltaf einstaklingamunur.
Meða það i huga hef ég prófað báða skólana i verkfræðinni og mer fannst stærðfræðin mun dýpri i HR ef eitthvað miklu meira svona samtvinning við lífið og þannig og miðað við aðstöðuna færi ég alltaf í HR enda algjörlega úrellt að ætla að eltast við græjurnar í HÍ.

Tóga | 23. maí '15, kl: 10:06:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HR er yngri skóli en HÍ og það er eðlilegt að námið þróist og það hefur svo sannarlega gert það á síðustu árum og ef það er eitthvað sem HR gerir vel þá er það að taka gagnrýni og laga það sem er ekki í lagi þannig ef einhverntíman hefur ekki verið hægt að kenna LM í HR þá er heldur betur búið að bæta úr því núna.


Þegar ég var úti að læra var ég í bekk með tveimur íslendingum sem höfðu verið í HÍ, mér gekk miklu betur en þeim og var miklu betur undirbúin fyrir námið, það segir ekki neitt um mun á vinnuálaginu í skólunum? Ég á almennt mjög auðvelt með að læra auk þess sem prógrammið sem ég valdi mér var í raun beint framhald af því sem ég hafði lært á Íslandi á meðan þau bæði voru í raun alveg að skipta um svið innan verkfræðinnar og þess vegna áttu þau erfiðara með að "kópa"


Þegar ég segi metnaðarleysi í kennslu þá meina ég að mér fannst kennararnir Í HÍ ekki sýna því mikinn áhuga að hjálpa nemendum, eða bara á kennslustarfinu almennt. Í HR fannst mér kennararnir sýna kennslunni sem starfi meiri áhuga þeim er virkilega umhugað um að maður nái tökum á efninu og gangi vel á prófum. Í HÍ fannst mér alls ekki erfitt að ná sambandi við kennara sem ég hef heyrt fólk tala um en mér fannst þeim almennt alveg sama þó maður væri í vandræðum með eitthvað, það var bara ekki þeirra vandamál. En auðvitað er hugarfarið einstaklingsbundið og ég efa það ekki að það séu góðir kennarar í HÍ :)

AyoTech | 23. maí '15, kl: 10:45:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég les úr síðustu línunum um kennarana fær mig til að finnast að nemendur út HÍ koma betur út í sjálfstæðum vinnubrögðum. Ef þeir fá ekki eins mikla aðstoð verða þeir að leggja örlítið meira á sig sem skilar sér í gæðum.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Tóga | 23. maí '15, kl: 12:22:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ósammála, ekki það að ég hafi neina vitneskju um hvernig nemendur skólanna koma út í samanburði á sjálfstæðum vinnubrögðum, það er hins vegar eitthvað sem gæti alveg verið forvitnilegt að skoða. Með þinni röksemdafærslu væri eins hægt að segja að nemendur HR komi betur út í að taka tilsögn? Er það einhvers hagur að leggja vinnu í eitthvað sem á endanum er virðislaust af því fólk er ekki tilbúið að hlusta á þá sem vita betur eða hafa gert hlutina áður?

Mín skoðun er sú að kennarar sem mæta bara og lesa yfir fólki eru ekki að ýta undir sjálfstæð vinnubrögð heldur eru þeir að sinna starfi sínu illa. Kennararnir eiga að búa yfir þekkingu sem complimenta kenningarnar sem kenndar eru og mér finnst það vera hlutverk þeirra að miðla henni til nemenda m.a. með að aðstoða og svara spurningum þegar nemendur eru í vandræðum. Ég er alls ekki að tala um að vinna verkefni eða annað fyrir nemendur heldur aðstoða fólk við að komast að réttri niðurstöðu.

AyoTech | 23. maí '15, kl: 15:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í mínu tilfelli upplifði ég það sem þú segir í HÍ að auðvelt var að ná samband við kennara en þeir gefa upplýsingar um hvar er hægt að nálgast upplýsingarnar. Svo er það mitt að finna út úr því. Mér fannst það krefjandi og eftir á að hyggja held ég að ég hafi fengið miklu meira út úr því.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

þreytta | 24. maí '15, kl: 14:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka mín reynsla af kennurum í HÍ en ég hef alveg heyrt sögur af kennurum sem svara aldrei pósti frá nemendum og gefa aldrei færi á sér við nemendur. 

þreytta | 24. maí '15, kl: 14:46:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar hafa rannsóknir sýnt að stuðningur frá kennarar, t.d. bara í formi þess að kennari svari tölvupósti og sé í góðu sambandi við nemendur, eykur líkur á að nemendur gangi vel í námi og klári námið. 

AyoTech | 24. maí '15, kl: 22:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það meikar sense.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Tóga | 22. maí '15, kl: 00:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef reynslu úr báðum skólum, tók grunnnám í HR og byrjaði í meistaranámi í HÍ. Við vorum nokkur úr HR sem byrjuðum saman í masternum í HÍ og við vorum alls ekki verr stödd í neinu heldur en þeir sem komu úr HÍ. Ég veit það er mögulega ekki ídealt að bera saman kennslu í grunnnámi í einum skóla og meistaranámi í öðrum en mér persónulega fannst gæðin og metnaðurinn í kennslunni töluvert meiri í HR auk þess sem námskeiðsframboð er fjölbreyttara. Enda gafst ég upp á að reyna að klára námið í HÍ af því ég hafði ekkert val um námskeið og mér leið eiginlega pínu eins og deildin væri að reyna leysa það vandamál með því að þvinga mig til að taka 60 eininga lokaverkefni, s.s. heilt ár í staðinn fyrir hálft. Ég endaði á að fara erlendis til að klára meistaranámið mitt. Ég flaug inn í fyrsta val eins og eiginlega allir sem útskrifuðust með mér úr HR og var mjög vel undirbúin fyrir framhaldsnámið. 

Eins átti ég vini sem voru í grunnnámi í HÍ á sama tíma og ég var í HR og bæði vinnuálag og allt námsefni og próf voru algjörlega sambærileg í undirstöðugreinum verkfræðinniar. Hinsvegar höfðum við mögulega meiri möguleika á að taka praktískari kúrsa með tengsl við atvinnulífið sem val. Það er hins vegar alveg á hreinu að þeir sem ég þekki sem völdu HÍ voru öll nákvæmlega jafn ótrúlega sátt ánægð með sitt val eins og ég var með mitt.

Mér finnst þessi mýta um að námið sé betra í HÍ óþolandi og eftir því sem ég best veit er ekkert á bakvið þetta. Það er bara eins og það sé verið að reyna að finna eitthvað betra við HÍ af því aðstaðan er augljóslega miklu meira aðlaðandi og "auglýsingavænni" í HR.

Verkfræði er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi nám það skiptir engu hvorn skólann þú velur, það eru allar líkur á að þú verðir alsæl/alsæll með það sem þú velur þér og eignist fullt af vinum og allt það. Það sem mér finnst hins vegar skipta máli í þessu er að HÍ og HR kenna ekki sömu verkfræðigreinar þannig þú ættir að reyna að finna hvað það er sem þig langar að sérhæfa þig í og fara í þann skóla sem kennir það

Ruðrugis | 22. maí '15, kl: 01:41:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara gömul mýta og yfirleitt eldra fólk sem heldur því fram að HÍ sé betri því það er mun eldri skóli. 
Alla vega er það reynslan í kringum mig og svo er þetta sama lið ekki með neitt fyrir sér í þessari fullyrðingu og segir bara að þetta er það sem þeim finnst. Fólk sem hefur jafnvel ekki háskólamenntun. 
Hins vegar ungt fólk sem hefur reynslu af báðum skólum segja HR miklu betri. 

Ruðrugis | 22. maí '15, kl: 01:44:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Karl faðir minn t.d. er komin á aldur og menntaði sig í HÍ því það var auðvitað ekkert annað í boði og han átti ekki til orð að ég valdi HR fram yfir HÍ á sínum tíma og talar ennþá um það. Um leið og ég tala um að það hafi verið eina vitið svona eftir á að skipta yfir. Gamli maðurinn hefur ekki einu sinni komið inn í HR og veit ekkert um hvað hann er að tala um og ákvörðun hans stendur og fellur með náminu sem hann aflaði sér fyrir 40 árum!

litlaF | 22. maí '15, kl: 09:12:22 | Svara | Er.is | 0

Maðurinn minn þurfti að velja skiptinám erlendis í meistraranáminu í HÍ sökum þess að hann vildi ekki taka 60 eininga lokaverkefni, það voru hreinlega engir kúrsar í boði fyrir hann. Held að það sé þörf á endurnýjun þarna í HÍ, sjálf er ég í HR í viðskiptafræði eftir að hafa prófað nám í HÍ og finnst það mikið betra.
Kláraði þennan áfanga sem þú talar um í öðru svari fyrir stuttu og hann var mjög skemmtilegur og fræðandi, rosalega áhugavert og á sama tíma krefjandi að vinna með fólki úr öðrum deildum sem hafa styrkleika á öðrum sviðum en þeir sem maður vinnur venjulega með.

Mr Thomsen | 22. maí '15, kl: 13:39:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er búinn með M.Sc. og B.Sc. gráður í verkfræði frá HR, byrjaði fyrst í HÍ en flutti mig síðan yfir þegar verkfræðideildin í HR var stofnuð.

Aðstaðan í HÍ vs. HR.

Þegar ég var í HÍ var hálfgert lottó að fá borð til að læra við, stundum þurfti maður að eyða 15-20 mín í að leita að lausu borði. Sú var aldrei raunin í HR hvorki í gamla MBL húsinu né á núverandi stað.
Ég er ekki með það alveg á hreinu hvernig aðstaðan fyrir mastersnema er í HÍ en í HR er sér lokuð álma (kortaaðgangur) fyrir mastersnema þar sem þeim er gert kleift að fá sér borð út námstímann sinn og er hægt að geyma námsgögn, tölvuskjái og annað á eigin ábyrgð (varð aldrei var við neina þjófnaði þegar ég var þarna við nám).

Í HR er aðgangur nemenda að lærdómsaðstöðu skólans ótakmarkaður frá 2. jan til 23. des (líka opið á milli jóla og nýárs).
Í HÍ var öllum gert að yfirgefa skólann á miðnætti (n.b. þegar ég var þar við nám, veit ekki hvernig það er núna).

Endurtektarpróf HÍ vs. HR.

Ef sú óskemmtilega staða kemur upp að nemandi falli eða sé bara ósáttur við einkunn úr lokaprófi, getur hann tekið prófið aftur innan c.a. mánaðar frá því að hann þreytti það fyrst.
Í HÍ þarf maður að bíða þar til í ágúst, sem er engin draumastaða þegar um jólapróf, sérstaklega, er að ræða.

Kennslan í HÍ vs. HR.

Ef nemendur leggjast á eitt og kvarta undan einhverju í kennslu þá er því breytt í HR en ekki HÍ. Ég hef tvö dæmi um þetta, þó svo það sé kannski óvarlegt að alhæfa út frá þeim tveimur.
Í eðlisfræðikúrs við HÍ var okkur gert að gera heimadæmin á síðu á netinu sem var einhverskonar hliðarafurð kennslubókarinnar, það voru allir mjög ósáttir við þetta og minnir mig að heil kennslustund hafi farið í að kennarinn reyndi að verja þetta fyrirkomulag en allt kom fyrir ekki.
Í eðlisfræðikúrs við HR var okkur gert að reikna heimadæmin upp á töflu fyrir framan samnemendurnar, þetta fannst nemendum vera nokkuð óskilvirkt, taka of langan tíma og svo voru sumir bara ekki mjög mikið fyrir alla athyglina sem þessu fylgdi (þó svo þetta hafi s.s. verið ágæt æfing í að koma fram fyrir framan bekkinn). Þessu var breytt eftir að kennarinn fékk veður óánægjunni með fyrirkomulagið.

Aftur ætla ég ekki að alhæfa, mér fannst persónulega kennslan vera persónulegri í HR en HÍ. Kennararnir mundu oftar en ekki nöfnin á nemendunum (ekki allir, en margir hverjir). Það eitt er etv ekki mikið í stóra samhenginu en maður fær það þó minna á tilfinninguna að maður sé bara eitthvað prófnúmer.
Þá voru langsamlega flestir kennararnir mjög fljótir að svara tölvupósti og settu sig ekki á móti því þó maður hefði samband um helgar ef svo stóð á.

Þá fannst mér HÍ einblína etv. helst til of mikið á fræðin á kostnað þess "praktíska".
Þó er eitt sem mér fannst að í HR og það var varðandi stærðfræðikennsluna, það hefði mátt útskýra hana nokkuð betur þ.e. hvað sé hægt að nota hana í t.d. raunhæf dæmi og slíkt, þar fannst manni þetta vera mest bara heilaleikfimi (sem er ágætt eins langt og það nær).

kv.
HRingur

Strandgata | 22. maí '15, kl: 21:56:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að vera nokkur ár í HÍ , í tómstundarfræði og ég verð að segja að ég er ósátt með svo margt. T.d. þá er lítið gert við kvörtunum nemenda. Það eru margir mjög góðir kennarar en sumir eru ekki eins góðir og ég furða mig á því hvernig þeir fengu vinnu þarna. Það hefur verið kvartað undan ákveðnum kennurum ár eftir ár en ekkert er gert. Hef heyrt að þetta sé svipað með íþróttafræðina í HÍ, að þar sé allavega einn kennari sem hefur verið kvartað undna ár eftir ár en ekkert gert.

Einnig finnst mér skipulagið ekki alveg nógu gott í HÍ. Ég fer inn á innra netið og verkefnin eru á víð og dreif og stundum eru fyrirmælin óskýr. Ég hef heyrt að skipulagið í HR sé upp á 10.

Svo var eitt atvik í HR sem mér fannst merkilegt. Það var stelpa að vinna í kaffi teríunni þar, það voru mjög margir sem kvörtuðu undan dónaskap frá henni í garð nemenda. Hún var rekin sama dag og ný ráðin í staðin. Þetta lýsir hvernig HR vinnur.

Einnig hef ég heyrt af frábærri tölvuþjónustu í HR. Þar er afgreiðsla fyrir nemendur sem er opin 6 daga vikunnar, nemendur geta komið með fartölvurnar sínar ef eitthvað vandamál kemur upp.

Góðar pælingar :)

GO HR :)

Mainstream | 22. maí '15, kl: 22:09:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er ansi langsótt að bera saman starfsmann Hámunar eða akademískra starfsmanna háskólans.

Skandall | 23. maí '15, kl: 19:29:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert ósátt/ósáttur við HÍ og kostnaður skiptir engu þá myndi ég bara drífa mig að sækja um í HR :)

Steina67 | 23. maí '15, kl: 21:56:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HR rekur ekki Málið heldur Nauthóll.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

GrouchoMarxisti | 23. maí '15, kl: 13:40:02 | Svara | Er.is | 1

Það er þekkt staðreynd að eini HR sem eitthvað er varið í er HR söngvarinn í Bad Brains
https://www.youtube.com/watch?v=8MKpRFWHeh0

Skandall | 23. maí '15, kl: 19:26:55 | Svara | Er.is | 0

Nú hef ég bara reynslu af HÍ (verkfræði) en þekki nokkra sem fóru í HR.  Þegar uppi er staðið þá held ég að það skiptir meira máli hvoru megin námið er sem þú hefur áhuga á.  Þeir eru báðir góðir á sinn hátt. Ef þú ert að hugsa um að fara erlendis í framhaldsnám þá skilst mér að HÍ sé betur metinn þar (líklega af því skólarnir hafa meiri reynslu af honum). Hinsvegar skilst mér að kennslumat hafi verið betur skoðað í HR og aðstaðan líklega betri.  Ég heyrði reyndar af því að stærðfræðikennslan í HR hafi verið ábótavant (lélegur kennari) en þeir hljóta að hafa brugðist við því. Ég hef reyndar lítið notað þessa stærðfræði eftir að ég útskrifaðist svo það skiptir kannski ekki öllu máli.


Mér líkaði vel í HÍ, kennslan almennt góð (kom mér á óvart) og góður tæknilegur undirbúningur fyrir áframhald.  Ég hefði hinsvegar viljað hafa meira val, sérstaklega í mastersnáminu.  Þá komu nokkrir úr HR yfir í HÍ í mastersnám og þeir töluðu sjálfir um að finna mun á tæknilegum grunni (veit ekki afhverju). Þetta er samt eitthvað sem er nokkuð auðvelt að lesa sér til um ef maður þarf (engin geimvísindi) .

bogi | 24. maí '15, kl: 13:00:50 | Svara | Er.is | 0

Ég hef bara reynsluna af HÍ svo það er ósköp erfitt að segja til um. Þegar ég hóf nám í verkfræði var bara HÍ í boði, en HR byrjaði eitthvað einum-tveimur árum seinna. Þá þótti námið í HR miklu léttara, ég hugsa að mikið hafi breyst síðan þá. Það fékk fólk á tilfinninguna þegar nemar sem gekk mjög illa í HÍ voru að skipta yfir, og þá var námið ekkert mál, miklu minna álag osfr. Ég veit hins vegar ekkert hvernig þetta er í dag. Eina sem pirrar mig við HR eru að þeir eru svo "commercial" og mér finnst háskólanám ekki eiga að snúast um það.


Allaveganna, þó að HÍ sé mjög einstaklingsmiðað nám þá eignaðist ég þar mína bestu vini. Við unnum rosalega mikið saman, fundum leiðir til að hjálpast að og nýta styrk hvers annars. Þetta lærðum við án þess að vera "skikkuð" í hópavinnu af kennurum. Ég fór síðan í mastersnám í mjög hópamiðuðum skóla, og persónulega finnst mér maður fá mun meira út úr hinu. 
Fyrsta árið er þurrt og leiðinlegt - þá eru líka margir að byrja og oft þröngt um. Hins vegar hætta fljótlega margir og eftir áramót er þetta allt annað. Síðan man ég bara ekki eftir því eftir fyrsta árið að það hafi verið erfitt að fá borð til að læra á bókasafninu, kennarar voru alltaf mjög hjálplegir í mínu skori (veit það er misjafnt) og á þriðja ári fengum við okkar eigin stofu þar sem maður hafði alltaf sitt borð og sína hillu fyrir dótið sitt. 


Þegar ég var í mastersnáminu mínu voru Íslendingar með mér, bæði frá HÍ og HR og mér fannst nemendurnir betur undirbúnir sem voru að koma frá HÍ. Hins vegar þekki ég alveg mjög góða nemendur og flotta verkfræðinga sem koma úr HR, þannig að góðir nemendur eru góðir á báðum stöðum. Kannski hitti það bara þannig á að þeir sem komu úr HÍ og voru með mér í master voru einfaldlega betri námsmenn en þeir sem komu úr HR, kannski hefði þetta alveg getað verið öfugt, hvað veit ég. 


En - hafandi þurft að taka ógeðslega há námslán út af gengishruni þegar ég var að læra erlendis þá myndi ég velja HÍ - það er gott nám, þú færð góða þekkingu þar og hún er miklu ódýrari (sem sagt fyrir þína buddu). HÍ er líka með samninga við flotta skóla varðandi skiptinám svo möguleikarnir eru miklir. 
Svo vil ég bara benda þér að skoða endilega byggingaverkfræðina mjög vel - veit að hún hljómar ekki jafn spennandi og þessar "nýju" greinar. Hins vegar get ég ekki séð annað en það muni vera skortur í framtíðinni, þar sem það eru svo fáir að læra þetta núna. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47920 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien