Hjáveituaðgerð - langtímareynsla

Glamourous | 28. feb. '10, kl: 12:54:22 | 4996 | Svara | Er.is | 0

mig langar til að heyra frá fólki sem hefur farið í svona aðgerð fyrir einhverjum árum síðan og fá að vita hvort upp hafa komið seinnitímavandamál í tengslum við aðgerðina.

Hefur fólk farið að þyngjast aftur mjög mikið eða lent í magavandamálum?

Það eru oft viðtöl í Vikunni við fólk sem er nýbúið í svona aðgerð og þá gengur allt vel en við hjónin viljum gjarnan heyra reynslusögur frá fólki sem fór í svona aðgerð fyrir nokkrum árum og er komið með góða reynslu.

 

boogiemama | 28. feb. '10, kl: 12:56:03 | Svara | Er.is | 0

Er þetta ekki tímabundið dæmi? Ég hélt það alltaf.

Tipzy | 18. feb. '11, kl: 06:39:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í þáttnum family fat surgeons er talað um að áhrifin frá aðgerðinni virki í 2 ár.

...................................................................

Showit | 18. feb. '11, kl: 09:51:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú en það er búið að breyta involsinu til frambúðar, viðkomandi þarf að taka vítamín og bætiefni það sem eftir er, þekki einn sem fór fyrir nokkrum árum, hann er því miður orðinn jafn þungur og hann var fyrir aðgerð ásamt því þarf hann að fara reglulega í vítamínsprautur og hann er í stöðugu eftirliti hjá lækni út af vitamínskorti.
Hann missti mikið af hári stuttu eftir aðgerð út af vítamínskorti töldu læknarnir og hann hefur ekki fengið það aftur og er í raun bara að aukast.

Hann er eiginlega alltaf með niðurgang líka sérstaklega ef hann er að borða sukkfæði.

fundið | 28. feb. '10, kl: 12:57:42 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki til á Reykjalundi og í kringum þessum aðgerðum og það er heilmikil vinna að halda þessu við. Margar rosalega góðar reynslusögur en því miður tekst ekki öllum að halda þetta út og því eru sögur líka þar sem fólk missir tökin eftir svona og bætir aftur á sig.

vanda | 28. feb. '10, kl: 13:35:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta er bara tímabundin lausn, þetta kemur þér á núllpunktinn aftur eða í þína kjörþyngd. Síðan verður þú að breyta um lífsstíl og sjá til þess sjálf að þyngdin komi ekki aftur.

Maginn á þér er minnkaður og síðan um 18 mánuðum eftir aðgerð þá er hann kominn í sömu stærð aftur.

*********************************************************************
Hvor hefur þjáðst meira fyrir hinn, guð fyrir mennina eða mennirnir fyrir guð?
-Halldór Laxness

virgo diva
Pallas Aþena | 28. feb. '10, kl: 13:38:19 | Svara | Er.is | 0

Hef enga reynslu persónulega en þeir tveir sem ég þekki sem hafa farið hefur gengið vel í upphafi.
Núna nokkuð mörgun árum seinna er annar aðilinn verri en áður en hinn er á leið í sama farið :(

Sorglegt. En örugglega eru til betri dæmi en þessi sem ég þekki til.

sól75 | 28. feb. '10, kl: 13:41:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég fór fyrir 2 1/2 ári og mér gengur mjög vel enþá :) hef alveg haldið mér í kjörþyngd enda æfi ég ca 3-5 sinnum í viku og reyni að borða holt ef þú vilt fá að vita eitthvað meira sendu mér þá bara skiló :)

sól75 | 28. feb. '10, kl: 13:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég gleymdi ég á líka vinkonu sem fór fyrir 5 eða 6 árum og hennig gengur mjög vel :) við erum kanski báðar að berjast við 3-5 kg upp og svo förum við aftur niður :) en aldrei meira en þessi kg

Music87 | 28. feb. '10, kl: 14:05:44 | Svara | Er.is | 7

Það eru margir sem halda að þessi aðgerð sé töfralausn.
Hún er það svo sannarlega ekki en samt mikið hjálpartæki.
Maginn er minkaður um 90% sem gerir það að verkum að fólk getur ekki annað en borðað lítið í einu og oftar þá.
Þetta virkar alveg þrusuvel þessi aðgerð EF aðilinn ætlar að breyta um lífstíl.
Veit um einn sem fór í svona fyrir 5 árum og er bara tágrannur í dag oa maður trúir því ekki að hann hafi einhverntíman verið offitusjúklingur því hann er svo grannur og flottur. En hann er líka að halda þessu við, stundar líkamsrækt, passar uppá mataræðið ennþá og á bara laugardaginn fyrir nammidag en passar sig að missa sig ekkert og hann er ekkert á leiðinni að þyngjast aftur.

Svo veit ég um annan sem var um 220kg þegar hann fór í hjáveituaðgerð fyrir 4-5 árum, hann léttist alveg niður í 100kg og hefði þá í rauninni bara átt að halda áfram að hreyfa sig og passa mataræðið. En nei hann hætti að hreyfa sig og fór í skyndibitann á hverjum degi og hélt hann myndi bara verða grennri og grennri með hverjum deginum. En hann er orðinn jafn þungur og hann var í upphafi.

Aðgerðin er hjálpartæki, hjálpar fólki að komst í kjötþyngd til þess að það sé auðveldara að hreyfa sig og stunda heilbrigðan lífstíl því það er skiljanlega mjög erfitt fyrir offitusjúkling að hreyfa sig eitthvað en auðveldara ef hann er orðinn grannur.
Ef fólk hreyfir sig ekki og dettur í skyndibitann aftur þá bara fitnar það. Ekki flóknara.

Ef það er einhverstaðar sem fólk þarf að vera tilbúið í svona aðgerð þá er það að vera tilbúinn í hausnum, hafa vit á því að detta ekki í sukkið aftur.
Þessi aðgerð er mjög varanleg ef fólk passar sig.

Gale | 1. mar. '10, kl: 01:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

kjötþyngd :) :) :)

Lovisawium | 1. mar. '10, kl: 01:22:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

híh

Takk

kristjana33 | 28. feb. '10, kl: 14:13:58 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í þessa aðgerð fyrir 5 árum þá aðeins 17 ára. Gengur mjög vel :)

kristjana33 | 28. feb. '10, kl: 14:15:04 | Svara | Er.is | 1

En maður þarf að passa sig rosalega. Var aðeins byrjuð að missa tökin en náði mér á rétta braut aftur. Ég áttaði mig á þá hvað það er rosalega auðvelt að detta í sama farið.

diddad | 28. feb. '10, kl: 21:48:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með járn og önnur vítamín. Ertu enn að taka inn tugi vitamínpilla og þarft að fara í járn og B12 sprautur. Ég á vinkonu sem fór í þetta og jú hún er mikið léttari en mér finnst heilsan hennar ekki góð eftir þetta. Alltaf stöðug meltingarvandamál og uppsuga vítamína og jarns mjög léleg. Fyrir utan það að hún kastar upp oft eftir máltíðir vegna vanlíðunar.

Charmed | 28. feb. '10, kl: 22:04:48 | Svara | Er.is | 0

Getur líka prófað að googla family fat surgeons
þættir um feðga sem eru læknar og sérhæfa sig í þessari aðgerð, ásamt lapband og hálfri hjáveitu aðgerð (bara maginn minkaður) hægt að sjá hvernig sjúklingum þeirra vegnar og fleira.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

kristjana33 | 28. feb. '10, kl: 23:53:00 | Svara | Er.is | 0

Jú fer alltaf í B5 sprautu á nokkurra vikna fresti, er með heilan lyfjaskáp hérna heima af vítamínum hehe. Þurfti að fá járn í æð í fyrra og var orðin mjög slöpp en áttaði mig kannski ekkert á því fyrr en fólk var farið að spyrja hvort ég væri lasin. En mér finnst þetta allt þess virði. Ég á eftir nokkur kg en þau sitja alveg föst á mér. Er búin að missa um 60 kg en þyrfti að missa 15 kg í viðbót. Er dugleg í mataræðinu en hef lítinn tíma til að hreyfa mig og hef ekki fundið ennþá það sem hentar mér og ég hef gaman af :S

diddad | 1. mar. '10, kl: 00:23:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jamm mér fannst hún vinkona mín með miklu betri heilsu fyrir aðgerð feit en núna í dag 4 árum eftir aðgerð.

spenna | 1. mar. '10, kl: 00:28:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú átt skilaboð!

pottaplanta | 1. mar. '10, kl: 08:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en vinkona þín sem var heilsuhraust fyrir 4 árum feit, hvernig ætli heilsan hennar hefði þróast ef hún hefði ekki gripið til þessara ráða. Offita er stórhættulegur sjúkdómur með ýmsar afleiðingar, t.d. sykursýki, slit í liðum (m.a. hnjám og torveldar því göngu og veldur stöðugum verkjum), þunglyndi og svo margt fleira. En það er alveg ömurlegt ef hún er að kasta upp eftir hverja máltíð þá er það alveg ömurlegt :(

♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥~~♥

Charmed | 1. mar. '10, kl: 01:37:54 | Svara | Er.is | 0

Hér eru einhverja upplýsingar um þessa aðgerð ásamt öðrum aðgerðum.

http://www.obesityhelp.com/

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

kristjana33 | 1. mar. '10, kl: 09:24:46 | Svara | Er.is | 0

Ég hef aldrei, ekki í 1 skipti kastað upp efti r þessa aðgerð og 5 ár síðan ég fór. Misjafnt auðvitað hvernig fólk meðtekur aðgerðina en ég tel að ef maður passar sig alveg rosalega 1 árið þá er maður góður, það er mín reynsla af fólki sem var t.d með mér í hóp.

Tötsí
lufza | 1. mar. '10, kl: 11:41:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki tengt fram hjá maganum. Maginn er minnkaður (um ca 90%) og svo er leitt hjá hluta þarmanna.

Tötsí
lufza | 1. mar. '10, kl: 12:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hmm ok, spes.

Ég er allavega enn með maga eftir aðgerð, vissi ekki að það væri hægt að lifa eðlilegu lífi án maga og hef aldrei vitað til þessa að þeir fjarlægi magann...

kjarna | 1. mar. '10, kl: 12:29:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maginn er minnkaður mjög mikið (aðeins lítill hluti efst af maganum verður magi sem fæða kemur í) og tengt fram hjá restinni af honum. Maginn er samt enn til staðar og seytir sínum meltingarensímum þau hitta fæðuna bara á öðrum stað.

lufza | 1. mar. '10, kl: 12:30:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit það vel:) Held að það sé Tötsí sem vantar upplýsingar um hvernig þessi aðgerð virkar.

stubbalína | 1. mar. '10, kl: 12:16:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er tengt framhjá 90-95% af maganum.
Er sjálf að fara núna í mars.
Maginn verður á stærð við egg fyrst eftir aðgerð.

vanda | 18. feb. '11, kl: 09:37:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er mjög nýlega búin að fara í gegnum prógrammið hjá Reykjalundi og þar með fá ýtarlega útskýringar og myndir af aðgerðinni sjálfri...maginn er minnkaður um 90%. Hann verður á stærð við vínber fyrst eftir aðgerðina.

*********************************************************************
Hvor hefur þjáðst meira fyrir hinn, guð fyrir mennina eða mennirnir fyrir guð?
-Halldór Laxness

Mukarukaka | 1. mar. '10, kl: 12:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hahahahahah!!
Meira bullið, í hjáveituaðgerð er maginn minnkaður en ekki tengt framhjá honum.
Ef þú vilt fá almennilegar upplýsingar en ekki einhverjar kjaftasögur um hvað fólk út í bæ heyrði, þá mæli ég með því að tala við fagaðila sem þekkja til.
Fólk er eins misjafnt og það er margt og mis illa statt fyrir aðgerð.

_________________________________________

lufza | 1. mar. '10, kl: 12:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, ég var farin að halda að ég væri ekki með maga lengur, hún var svo sannfærandi :)

Mukarukaka | 1. mar. '10, kl: 12:25:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og fyrir hvað fæ ég mínus? Fyrir að vita hvað ég er að tala um??

Meira pakkið sem hangir hérna stundum! Pff!

_________________________________________

Gale | 1. mar. '10, kl: 21:54:39 | Svara | Er.is | 3

Er einhver hér sem, eða þekkir einhvern sem, fór í aðgerðina löngu eftir að hafa farið í gegn um Reykjalunds-prógrammið?

Mig langar svo að vita hvort það séu einhver "tímamörk" á því.

Ég fór sem sagt í þetta prógram fyrir nokkrum árum og þá sagði einn læknirinn að af þeim sem kláruðu prógrammið færu um 2/3 "beint" í aðgerðina en um 1/3 vildi láta reyna betur á hvort þeir gætu þetta sjálfir.
Af þessum 1/3 kæmu um 2/3 seinna í aðgerðina.
Ég er svoldið að velta því fyrir mér hversu miklu "seinna" þeir séu sáttir við að það sé :)

Bara svona að pæla að með alla þessa biðlista svona svaka langa, þá fara þeir varla að láta mann fara í gegn um allt ferlið og prógrammið aftur?

Mai | 4. mar. '10, kl: 21:12:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig kemst maður í viðtal hjá lækni eða á reykjalundi? Hvernig snýr maður sér til að ræða við lækna um þetta.

d757 | 4. mar. '10, kl: 21:18:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ferð til heimilsilæknis og hann metur fyrir þig hvort þú uppfyllir þau skilirði til að komast á reykjalund , ef svo er sækir hann um fyrir þig og það tekur ca 11 til 13 mánuði að koma að á reykjalundi

birds | 18. feb. '11, kl: 13:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft alltaf að koma til Ludvigs allavega og hann metur hvernig gengur. Ef þér hefur gengið vel þennan tíma þá þarftu væntanlega ekki að fara í gegnum allt prógrammið aftur

Gunni kafari | 18. feb. '11, kl: 05:55:13 | Svara | Er.is | 0

ég sat fyrirlestur þar sem var verið að ræða þessa aðgerð og var verið að tala um kannanir sem hafa verið gerðar mér fanst tölurnar sem hann sagði frekar sláandi,, aðeins 3-5% af þeim sem klára prógrammið og ná sér niður í kjörþyngd án þess að fara í aðgerðina ná að halda út í fimm ár semsagt fimm árum seinna eru 95-97 af hundrað komir í offituflokk aftur..

iksol | 18. feb. '11, kl: 07:21:53 | Svara | Er.is | 0

Eins og nafnið bendir til - og kannski betra þegar sagt er gastric bypass, þá hluti af maganum skorin af, ca. 90-95% af maganum skorin af, og þarmarnir saumaðir við þau 5% sem eru eftir af maganum. Þar af leiðandi er maginn lítill, og ekki hægt að inntaka mat í stóru magni. Fyrstu 2 vikurnar eru fljótandi fæði, grautar í 3.viku og svo hægt og rólega almennilegur hollur matur.

Það er hægt að venja sig á að borða sykur, en tekur tíma - og að sjálfsögðu ekki ætlast til þess. Ef mikill sykur er tekur inn getur líkaminn farið í chock með hitakófi, svita, hausverk ..etc.

Gudnyjensen | 18. feb. '11, kl: 08:20:31 | Svara | Er.is | 1

Mamma fór í svona aðgerð fyrir þó nokkrum árum síðan, grenntist helling en bætti síðan soldið á sig aftur en samt ekki jafn slæmt!! Það sem verra er er að í dag er hún með 3 magasár þarf af eitt blæðandi, læknirin sem skoðaði hana sagði að þetta væri mjög algengur fylgikvilli af þessari aðgerð! :/

Litla prinsessan kom í heiminn 25.08.09

Tipzy | 18. feb. '11, kl: 14:21:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki afhverju þeir vilja ekki taka upp lapband aðgerðina hérna þegar það eru svona mikið af fylgikvillum með bypass aðgerðinni. Ég skoðaði á sínum tíma bypass og lagði ekki í hana út af öllum fylgikvillunum sem geta komið upp. Kannski fer ég einn daginn veit ekki, en eins og er þá legg ég ekki í þessar aukaverkanir.

...................................................................

3krakkar | 18. feb. '11, kl: 14:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða fylgihvilla ert þú að tala um???

Tipzy | 18. feb. '11, kl: 14:35:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og þeir sem hafa verið nefndir hérna.

...................................................................

3krakkar | 18. feb. '11, kl: 14:40:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eru það fylgihvillar að taka inn vítamín ?'

Tipzy | 18. feb. '11, kl: 14:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru nú ekki allir sem eru svo heppnir að eina aukaverkunin sé að þurfa að taka inn vítamín. Fyrir utan allt sem getur almennt farið úrskeiðis í stórum aðgerðum sem þessari, enn sem komið er er ég ekki tilbúin að taka þá áhættu.

...................................................................

3krakkar | 18. feb. '11, kl: 14:58:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það skil ég vel, ég tók alveg mjög langan tíma í að hugsa málin áður en ég lagði í hann en það sem mér finnst verst í þessu öllu er hvað það voru margir sem hættu að tala við mann út af því að maður var að grennast og svo var talað um að ég væri sjálfselsk og óþolandi hvað ég væri mikið að spá í sjálfri mér. En ég alla vega veit hverjir eru vinir mínir í dag. Ég segi fólki hiklaust frá þessu og við erum alltaf að spjalla einhverjar sem eru búnar í aðgerð og þær tala um það sjálfar að vinir hafi látið sig hverfa.Mér fannst líka erfitt hvað enginn í kringum mig virtist skilja mig, ég þurfti að kynnast mér uppá nýtt því ég hafði alltaf verið í yfirvikt :O(

Louise Brooks | 18. feb. '11, kl: 15:03:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega! Ég held að ég sé rétt á mörkunum með að fá að komast í svona aðgerð en ég á barn og ég bara er ekki tilbúin að taka þessa áhættu. Þekki þónokkrar sem hafa farið í svona aðgerð og allar hafa þær þjáðst af verri heilsufarsvandamálum eftir aðgerð en fyrir aðgerð. Ég vil reyna að gera þetta sjálf með breyttu hugarfari og það fækkar stöðugt skiptunum sem ég missi mig því að ég er betur stödd andlega en ég var fyrir mörgum árum. Ef það gengur illa einn daginn þá hugsa ég það bara þannig að sá næsti verði betri.

,,That which is ideal does not exist"

3krakkar | 18. feb. '11, kl: 15:07:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

má ég spurja hvaða heilsuvandamál það eru ??? Ég á dóttur sem var 4 ára þegar ég gekk í gegnum þetta og ég get gert mikið meira með henni í dag en ég gerði á árunum áður.

Louise Brooks | 18. feb. '11, kl: 15:42:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ein þeirra fékk einhverskonar flog og það leið oft yfir hana fyrirvaralaust fyrstu 2 árin eftir aðgerðina. Læknarnir gátu aldrei fundið út hvað olli því. Ein versnaði mjög mikið af slitgigt við að léttast svona hratt en sú kona fékk líka allar umgangspestir eftir aðgerðina og var lengi vel með hálf óvirkt ónæmiskerfi. Get talið endalaust upp, allar nema ein hafa fegnið gallsteinaköst og þurft að láta fjarlægja gallblöðruna eftir aðgerðina. Ég væri alveg til í að komast í kjörþyngd til að geta gert meira með barninu mínu en ég er í endurhæfingu eins og er og stefni á að vinna í þessu sjálf með aðstoð fagaðila. Ég þarf að vera andlega betur stödd til að takast á við yfirþyngdina en mér hefur gengið vel með hjálp HAM en er ennþá að vinna í að koma mér á þann stað að geta farið að vinna markvisst í þyngdinni. Er með 38-39 í Bmi. Heyrði frá vinkonu minni að það þyrfti að vera yfir 40 til að fá að fara í aðgerð.

,,That which is ideal does not exist"

3krakkar | 18. feb. '11, kl: 14:49:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bið þig að ekki taka þessu sem árás frá minni hálfu eða að ég sé eitthvað að setja mig ofar en aðra , mig langar að fá upplýsingar frá þeim sem eru ekki búin að fara í aðgerð, því það er yfirleitt alltaf sögusagnirnar um jónu sem heyrði það frá gunnu og hún þekkir konu sem fór í aðgerðina ;o) Og einhvernvegin þaá bara breytist þetta allt á leiðinni. ;/

Tipzy | 18. feb. '11, kl: 14:54:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei ég hef gúglað þetta fram og til baka og skoðað það sem hægt er að lesa á íslensku. Svo þekki ég eina persónulega sem hefur farið. Fyrir mér er þetta eins og þú segir alls ekki skyndilausn, heldur huge skref og alls ekki auðvelda leiðin þó hún sé kannski sú hraðvirkasta og árangursríkasta. Ef eitthvað er þá finnst mér þetta erfiðasta leiðini til að léttast, einmitt útaf þessum áhættuþáttum og öllu sem kemur eftir á. Eins og mögulegir heilsubrestir, og svo reglulegar sprautur og vítamínskortur því það dugar ekki hjá öllum að taka bara inn vítamín. Og er líka ekkert góð í járni og b12 til að byrja með.

...................................................................

3krakkar | 18. feb. '11, kl: 15:05:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kom mér reyndar rosalega á óvart þegar ég byrjaði að drekka og svo borða ,ég bara fékk enga hungurtilfiningu svo ég gerði prógramm eftir klukkunni og það er mikið notað í dag eftir aðgerðina.

3krakkar | 18. feb. '11, kl: 14:12:27 | Svara | Er.is | 4

Hæhæ ég fór í baypass aðgerð árið 2003 og gengur rosalega vel það tók mig tæp 2 ár að losna við 98 kíló. Það er smá misskilningur hérna í þessum þræði að það sé það sama að googla þetta og hitt í Bandaríkjunum en þetta er bara ekki sama aðgerðin.

Ég var mjög ákveðin og á meðan 2 vinkonur mínar átu nammi og skyndibita þá var ég í ræktinni og étandi hollan mat. Í dag er ég 58 kíló og búin að eiga 2 börn síðan ég fór í aðgerðina og mér finnst ekki mikið vandamál að éta vítamín daglega og sprauta mig með b12 einu sinn í mánuði.

Ef fólk ætlar í svona aðgerð að þá á það að hugsa um það hvað það er tilbúið að fórna ekki eins og drekkandi sjeik þegar það á fljótandi fæði og japla á mars súkkulaði sem er búið að bræða.

Ég verð oft pirruð þegar ég les vikuna eða eitthvað af þessum blöðum og það er verið að tala um að allt hafi nú klikkað í aðgerðinni og það bara fá sumir að vita að maður sjálfur þarf að borga lýtaaðgerðirnar.

Í dag þegar ég er spurð hvort að ég mæli með þessari aðgerð að þá segi ég yfirleitt við viðkomandi að ég myndi fara aftur ení tæm en ég var bara ein af þeim sem fór eftir leiðbeiningum svo að ég þarf þess ekki. En það þarf að vera ákveðið í að gera þetta alla ævi því þetta er ekki skyndilausn .

kveðja

Ef einhver vill vita meira að þá bara spurja.

peningakassi | 18. feb. '11, kl: 16:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf maður að þurfa losna við 100kg til komast í svona? Eru einhver mörk?

3krakkar | 18. feb. '11, kl: 16:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, ég man ekki hvað bmi á að vera til að komast í aðgerðina en ó þú léttist á tímabilinu sem þú ert að bíða að þá færðu samt að faraí aðg.

skvisurnar | 12. maí '16, kl: 11:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er baypass semsagt hjáveituaðgerð

ladykiller | 12. maí '16, kl: 14:32:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veit einhver ég er búin að fara í prógramið á reykjalundi fyrir löngu og fór ekki í aðgerð. en langar núna að fara í aðgerð er það möguleiki?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
Síða 8 af 47630 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, tinnzy123, annarut123, Bland.is