Hjól með fóbremsu

kep | 10. apr. '15, kl: 19:04:19 | 492 | Svara | Er.is | 0

Hvar er hægt að finna hjól með fótbremsu fyrir hávaxinn 10 ára strák? Hann þarf ekki 21 gira, aðeins 3 eða hámark 5. Finn bara lítil barnahjól með fótbremsur. Hef fundið fullkomin hjól fyrir hann erlendis en það er of dýrt að láta senda eitt hjól hingað.

 

kep | 12. apr. '15, kl: 15:30:09 | Svara | Er.is | 0

Einhver sem veit hvort það er hægt að breyta hjól og setja fótbremsu og fækka gíra? Strákurinn vill alls ekki hjól án fótbremsu, er búin að vera með þannig hjól í láni í mánuð og finnst hann vera mjög óöruggur og hefur ekkert með alla þessa gíra að gera. Er að gefast upp á þessu hjólaleit. Það er bara ekkert úrval hérlendis.

alboa | 12. apr. '15, kl: 17:49:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

BMX hjól? Eða þannig týpur af hjólum?


kv. alboa

dogo | 12. apr. '15, kl: 18:43:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt en þá þarftu hvort eð er að redda þér íhluti og svo ef þú getur ekki gert það sjálf/ur þá kostar það örugglega eitthvað að láta gera það á hjólaverkstæði (hefur lengi langað að láta breyta mínu hjóli svona en hef ekki lagt út í það) þannig að nema þú sért nú þegar með hjól í höndunum sem þú ætlar að láta breyta en þarft ekki að kaupa það nýtt getur vel verið að það borgi sig að láta senda. Þekkirðu einhvern sem annað hvort býr eða þekkir einhvern sem býr td í DK (mikið um að barna og fullorðins hjól séu með fót bremsu) og er á leiðinni til Íslands annað hvort í fr eða flytja því þá þarf það kannski ekki að kosta svo mikið, þó eru hjólin hér fjandi dýr :/

Máni | 13. apr. '15, kl: 09:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig vantar fótbremsu og á hjól. Hvað þarf að kaupa og hvar kaupir maður það?

dogo | 13. apr. '15, kl: 10:39:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki hvort það sé annað í boði en að kaupa heila nýja gjörð með fótbremsu nema þá að kaupa bara navið en þá þarf náttlega að teina það. En annars held ég það sé mjög gott úrval af hjólaíhlutum í breskum netverslunum en hvort þeir séu mikið með fótbremsugjarðir veit ég ekki, hef bara leitað að gjörðum með extra teinum.

krola90 | 12. apr. '15, kl: 17:43:38 | Svara | Er.is | 0

Ohh elskaði fótbremsur! Fullkomið til að skransa ;) Veit samt ekkert um þetta í dag.

ragnarth | 12. apr. '15, kl: 18:16:52 | Svara | Er.is | 0

Kannski er þetta spurning um vana en fótbremsur eru ekki eins öruggar og hefðbundnar handbremsur, sérstaklega fyrir 10 ára og eldri. T.d. geta viðbrögð verið seinni með fótbremsu ef bremsa þarf óvænt ef pedalarnir eru ekki í heppilegri stöðu. Einnig bremsar hjólið betur ef það er gert jafnt á fram- og afturdekki.

Felis | 13. apr. '15, kl: 09:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

fólk með handbremsur notar aldrei bæði fram og aftur bremsuna


anyway mín reynsla er að hjól með fótbremsu bremsa betur en venjulegar handbremsur. En ef hjólið er með diskabremsu þá er mögulegt að handbremsan sé jafn góð og fótbremsa. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 09:54:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Notar fólk aldrei bæði fram- og afturbremsuna?!? Ég geri það alltaf. Fólk sem hjólar mikið gerir það líka alltaf. Þannig fást bestu bremsuviðbrögðin og stysts bremsuvegalengdin.. Fólk sem notar bara aðra í einu er einfaldlega að nota bremsurnar rangt.


Fótbremsa getur alveg virkað eins og hún á að gera (þ.e. að bremsa) en hún er engu að síður ekki eins örugg og handbremsur (gefið auðvitað að þær séu notaðar rétt)

Felis | 13. apr. '15, kl: 09:56:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, ég hjóla líka mikið og hef verið í mikilli hjólamenningu. Fólk notar almennt bara afturbremsuna þegar það hjólar. Enda er hin bremsan oft asnalega staðsett svo að maður nái almennilega í bjölluna. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 11:04:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta hef ég bara aldrei heyrt. Stórfurðulegt ef hjól er hannað þannig að önnur handbremsan sé "asnalega staðsett". Þetta er þá stórkostlegur hönnunargalli.

Felis | 13. apr. '15, kl: 11:06:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok - basically þá hefurðu ekki skoðað mikið af venjulegum götuhjólum/krakkahjólum


þar fyrir utan þá er auðvelt að færa bremsuna, fólk hefur þetta yfirleitt þannig að það sé auðvelt að nota bjölluna 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 11:12:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á tvö börn sem bæði hjóla. Ég var núna nýlega að skoða hjól handa öðru þeirra.


En ok. Ef þú vilt hafa bremsuna þannig að það sé erfitt að ná í hana þá gerirðu það. En þú og annað fólk sem gerir þetta er þá einfaldlega að nota hana rangt.

Felis | 13. apr. '15, kl: 11:14:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vil bara helst nota fótbremsu, eða diskabremsu. 


hvar frambremsan er skiptir mig engu máli

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 11:20:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engu að síður eru handbremsur öruggari en fótbremsur eins og ég útskýrði í upphafi. Gildir einu hvort þú notir handbremsur rangt. Auðvitað þarf samt að venja sig á að nota handbremsur ef maður kemur af fótbremsu hjóli. Tekur örskamma stund.

dogo | 13. apr. '15, kl: 11:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það á samt bara ekkert alltaf við að handbremsan sé öruggari. Venjulegar v bremsur td geta verið mjög "dintóttar" og leiðinlegar og því bara alls ekki alltaf hægt að stóla á þær. Ég myndi td frekat vilja vera á hjóli með bara fótbremsu heldur en hjóli sem hefði bara eina handbremsu þar sem ég hef ótrúlega oft lent í því að þurfa að grípa í frambremsuna þegar afturbremsan hefur ekki verið nóg til að stoppa áður en ég flýg eitthvað fyrir bílaumferð.

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 11:43:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alltaf að nota báðar í einu. Það þarf ekki eins mikið átak og jafnar slit.


V-bremsa sem er dyntótt er ekki rétt sett upp. Það er mjög einfalt að stilla það. Best auðvitað að fara með dyntótta bremsu í viðgerð. Þá verða þær áreiðanlegar og þurfa ekki viðhald fyrr en það þarf að skipta um bremsupúða.


Fótbremsur slitna líka. Gallinn er að það er ekki hægt að fylgjast með því eins og á handbremsupúðum.

dogo | 13. apr. '15, kl: 14:03:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer reglulega með hjólið á verkstæði sem og tékka á þessu sjálf. Það er ekki gott að nota frambremsuna hvorki saman með afturbremsunni eða einni og sér á hjólinu mínu þar sem það er óvenjulega þungt  og mest að framan sem er líka ástæðan fyrir sliti á bremsum þar sem ég þarf að hanga á bremsunni mikið á köflum. Þar fyrir utan höfum við nokkrum sinnum lent í því að bremsukapplar hafa frosið og bremsurnar því algerlega ónothæfar

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 15:40:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þitt hjól er greinilega eitthvað sérstakt. Annars geta fótbremsur líka verið leiðinlegar í frosti.

dogo | 13. apr. '15, kl: 18:46:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það reyndar en hjól barnanna minna eru bara venjuleg og mér finnst mikið þægilegra að þau séu á fótbremsuhjóli miðað við reynslu mína af bæði fótbremsum og handbrem. En í öll skiptin sem fraus handbremsan hjá þeim var ekkert að fótbremsunni sem betur fer í þeim tilfellum sem þau fara bara af stað og það er ekki fyrr en þau reyna að bremsa að þau komast að því að hún virkar ekki.

ragnarth | 14. apr. '15, kl: 09:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frost hefur áhrif á alla hreyfanlega hluti. Oftast þarf ekki annað en að liðka hlutina aðeins til. Brýndu fyrir krökkunum þínum að gera það ef það er frost.


Annars finnst mér allt í lagi að vera með fótbremsu á hjóli fyrir yngri börn. Í upphafsinnlegginu var hún að tala um 10 ára strák. Á þeim aldri eru börnin farin að hjóla hraðar og eru öruggari. Þá er betra að þau noti öruggari búnað, eins og t.d. handbremsur í stað fótbremsu.

dogo | 14. apr. '15, kl: 10:03:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir það fyrsta er ekkert hægt að liðka þetta til ef það er frosið í bremsuköpplunum þar sem það hefur safnast raki í þá og það þarf að bíða þangað til það þiðnar og þá er hægt að fara með hjólið á verkstæði og láta blása í kapplana og þá er það til friðs þangað til það sest raki í þá aftur og frýs.
Í öðru lagi þá er það últimitlí mín ábyrgð að hjól barnanna minna sé í lagi hvort sem krakkinn er 8 ára eða 10 ára og ekkert endilega hægt að stóla frekar á að 10 ára krakki tjekki á bremsunum áður en hann vússast af stað í skólann að morgni.

ragnarth | 14. apr. '15, kl: 10:09:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru hjólin geymd úti?

kep | 14. apr. '15, kl: 12:43:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rendar er þessi 10 ára strákur aðeins á eftir þegar kemur að jafnvægi og grófhreyfiþroska og er búin að vera í sjúkraþjálfun í nokkur á og sjúkraþjálfari hans mælir meðal annars með því að hann hjólar þar sem honum finnst það gaman. Er frekar eins og 7, kannski 8 ára þegar kemur að því að hjóla. Ég býst við að það eru fleiri börn eins og hann á Íslandi þess vegna finnst mér skritið að það er hvergi hægt að kaupa létt og einföld hjól með fótbremsu fyrir aðeins stærri börn. Hann er ekkert að sækjast eftir því að hjóla hratt auk þess sem mér finnst hann komast ansi hratt á gamla hjólinu sinu sem er bæði lítið og án gíra.

ragnarth | 14. apr. '15, kl: 13:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er samt ekki sannfærður um að fótbremsa sé eitthvað betra. Til viðbótar við það sem ég nefndi í upphafi (neyðarbremsun og jöfn bremsun) þá eru nokkrir gallar í viðbót.

  • Ef keðjan hrekkur af þá er hjólið bremsulaust (eða bara með frambremsu ef hún er til staðar)
  • Ef maður stoppar í brekku og vill setja fótinn í jörðina til stuðnings þá er erfitt að halda hjólinu í bremsu í leiðinni (ekki vandamál ef frambremsa er til staðar)
  • Erfitt að setja pedalana í byrjunarstöðu þar sem það er ekki hægt að snúa þeim aftur.

kep | 14. apr. '15, kl: 17:32:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef notað hjól með fótbremsu í yfir 30 ár og hjólað nánast daglega bæði í stórborgum og í sveit. Hef aldrei lent í því að keðjan hefur dottið af eða að fótbremsan hefur ekki virkað. Hef hins vegar lenti í því að detta á fótbremsulausu hjóli sem ég hef fengið lánað. Það getur vel verið að handbremsa er öruggara ef maður hjólar mjög hratt á flottu fjallahjóli. En við þær aðstæður og á þeim hraða sem ég hjólar þá finnst mér ég vera öruggara með fótbremsu.

orkustöng | 13. apr. '15, kl: 13:33:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ekki svo furðurlegt því margir hafa dottið við að nota frambrems á hálu eða sandi , maður þarf að vita hvort er hált áður en maður frambremsar. svo hefur maður flogið yfir stýrið við framhemlun líka ,

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 13:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrst og fremst á maður að taka tillit til aðstæðna í hálku.


En hvort sem það er hálka eða ekki, þá er öruggast að bremsa með jöfnu álagi á báðum dekkjum. Þá flýgur maður ekki fram fyrir sig.

orkustöng | 13. apr. '15, kl: 13:49:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei heheh kjáninnðinn, maður frambremsar ekki í flughálku nema kannski í neyð.

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 13:52:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski ef þú ert ekki á nagladekkjum.

orkustöng | 13. apr. '15, kl: 13:56:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég hef lítið notað þau nema rétt allra síðustu ár og hjólað samt allan vetur .flestir hætta bara að hjóla í hálkutíð kannski , hobbíhjólarar. en já fólk veit af því að hjólið rennur á hliðina ef framdekkið rennur til hliðar og forðast þessvegna frambremsun, óvanir,

orkustöng | 13. apr. '15, kl: 13:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

flestir kannski tíma ekki að kaupa nagladekki vegna kostnaðar, ef ekki að hjóla reglulega í vinnu.

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 15:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru þá orðið sértilvik. Óvanir hjólreiðamenn að hjóla í hálku án nagladekkja.

orkustöng | 13. apr. '15, kl: 16:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja´og nei , ætli margir hjóli ekki yfir sumarið og fram að fyrstu hálku sem getur komið á óvart , eru þá í hálku án þess að hafa ætlað sér að vera það.

Felis | 13. apr. '15, kl: 13:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef reyndar lent í því að frambremsa (greip í báðar bremsurnar því að það var mjög skyndileg hliðarumferð) og flaug á hausinn, það var bara engin hálka eða sandur eða neitt. Bara malbik. 


Eftir það passaði ég mig að nota frekar afturbremsuna því að þetta var fokkvont

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

orkustöng | 13. apr. '15, kl: 14:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

malbik er hált ef nýlegt , tjara á því , og slettara þá . og ef blautt eða rakt, þú gætir líka verið með olíu eða tjöru á dekkujum eftir að aka yfir þannig svæði eða poll eða vatn. , en það er líka hægt að renna á þurru malbiki kannski , veit ekki . kannski frekar ef dekk eru slétt.

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 15:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurning hvort sé verra að hætta á það að detta með því að nota báðar bremsur í einu eða að renna fyrir umferðina vegna þess að það er ekki verið að nota fullan bremsukraft.


Annars geta alltaf komið upp slys. Mér finnst vafasamt að kenna frambremsunni um.

Felis | 13. apr. '15, kl: 09:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

fyrir utan að handbremsur krefjast þess oft að fólk sé handsterkt, sem 7-8 ára krakkagrey eru alls ekki, og því miklu meira mál fyrir þau að nota þessar bremsur. 


Minn hætti að vilja hjóla þegar hann komst í þá stærð að það voru bara í boði hérna (á Íslandi, svo að ég fyndi) handbremsuhjól því að hann upplifði mikið óöryggi á hjólinu. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ragnarth | 13. apr. '15, kl: 11:03:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda talaði ég um 10 ára og eldri. Svo eru bremsuaðferðir spurning um vana.

Silaqui | 14. apr. '15, kl: 21:52:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa að þetta sé eitthvað mismunandi. Kannski er hjóla fólk hérlendis "teknískara" en þeir sem hafa alist upp við hjólamenningu og hjól sem eðlilegan ferðamáta þvi;
Ég spurði hollenska eiginmann minn hvernig hann gerði þetta og hann sagðist almennt nota afturbremsuna en frambremsuna með í neyðarhemlun. Þess vegna hafi hann stundað það að stilla frambremsuna veikari en afturbremsuna, til þess að forðast kollhnýsa. Þetta er maður sem nánast fæddist með reiðhjól á milli lappanna og er dálítill nörri í sér svo hann pælir í svona hlutum.
Ég sjálf man ekki betur en ég hafi bara farið eftir því sem hann kenndi mér, enn leið alltaf betur með fótbremsu, þó að handbremsurnar hafi vanist ágætlega.

normal | 13. apr. '15, kl: 10:24:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota alltaf bàðar í einu og brýni fyrir börnunum mínum að gera það.

alboa | 13. apr. '15, kl: 12:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér. Líka mun jafnara slit á bremsunum og minna átak á þær.


kv. alboa

Grjona | 14. apr. '15, kl: 09:35:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ruglið í þér kona. Ég nota alltaf hvorttveggja.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Carrie Bradshaw | 14. apr. '15, kl: 12:37:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef eg er a hjoli sem er bara med handbremsur tha nota eg alltaf bådar i einu, their sem eru i kringum mig a thannig hjolum gera thad lika. Flestir eru samt med fotbremsur og af minni reynslu nota eg tha aldrei handbremsuna ef eg er a thannig hjoli, veit ekki einu sinni hvort hun virkar.

kep | 13. apr. '15, kl: 08:54:31 | Svara | Er.is | 0

Okkur var boðið að eiga hjólið sem við erum með í láni svo það er kannski best að bara æfa þetta með handbremsuna áfram og sleppa að hugsa um gírana í bili. Eins og er teymir hann hjólið niður allar brekkur og hjólar frekar hægt. Sjálf hef ég alltaf átt hjól með fótbremsu og mun ekki fá mér neitt öðruvísi. Hef alltaf hjólað mjög mikið, bæði á Íslandi og erlendis og aldrei saknað þess að hafa alla þessa gíra. Hef verið með 21 gíra hjóli í láni einn vetur og notaði hámark 3 gíra og fannst ég vera mjög óöguggur með bremsunar þannig að ég skil alveg strákinn minn. Annars er kannski spurning um að plata einhver að koma með hjól frá Svíþjóð í sumar. Þar er allavega hægt að fá notuð gæðahjól frekar ódýrt, með fótbremsu.

dogo | 13. apr. '15, kl: 09:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öll mín börn elsta er að verða 12 ára eru á hjóli með fótbremsum, elstu með 7 gírnum, yngra með 3 gírnum og svo engum gírum og svo handbremsu að framan og það er bara fínt. Er sjálf á 7 gíra mjög þungu hjóli og þessar venjulegu v bremsur að aftan duga bara ekki neitt og ég þurfti alltaf að vera að skipta um klossa en samt oft að lenda í því að vera á hálf bremsu lausu hjóli.

kep | 13. apr. '15, kl: 09:21:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar fannstu hjól með fótbremsu fyrir elsta? Ég hef leitað í allar hjólabúðir á Íslandi (held ég) og ekki fundið neitt stærri en 20" með fótbremsu. Nema konuhjól með hátt styri.

dogo | 13. apr. '15, kl: 09:37:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er i DK og hér er jafn auðvelt að finna þessi  götuhjóli eins og þessi "fjallahjól". Mjög mörg fullorðins götuhjól eru líka svona.

kep | 13. apr. '15, kl: 10:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér virðist sem fjallahjól eru seld sem götuhjól. Ef maður skoðar framboðið erlendis. Ég á gott götuhjól með fótbremsu og 3 gíra í still við þessi frá Crecent, Monark og DBS sem er orðin 15 ára og ætlaði að fá mér nýtt þar sem ég hjóla nánast daglega vor, sumar og haust. En hef bara fundið eitt sambærilegt hjól hér á landi og það kostar 119 000 kr, á tilboði. Þannig að ég ætlar frekar eyða 30 000 kr í að hressa upp á gamla hjólið.

nefnilega | 13. apr. '15, kl: 10:26:01 | Svara | Er.is | 0

Búin að leita eftir notuðu hjóli í sölugrúppunum á FB?

kep | 13. apr. '15, kl: 10:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, búin að leita þar. Fann reyndar tvö hjól með fótbremsu sem hugsanlega gætu hentað um daginn en missti af þeim. Greinilega eftirsótt þar sem þau seldust innan við klst. eftir að auglýsingarnar voru settar inn.

nefnilega | 13. apr. '15, kl: 10:46:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil það vel. Veit að td hreyfihömluð börn geta notað svona hjól svo það er eftirspurn eftir þeim. Prófaðirðu að auglýsa eftir hjóli?

orkustöng | 13. apr. '15, kl: 13:31:11 | Svara | Er.is | 0

það er gott að kunna að stöðva hjólið á annan máta en með bremsum , ef þær verða óvirkar , setja niður fót á jörð malbik og ýta honum niður eða halla sér á hann, kannski æfa þetta í snjó svo skór eyðist minna eða nota gamla skó. og svo í meiri neyðarhemlun, setja báða fætur á jörð og rassinn fram af hnakknum fyrst , og kunna að leggja hjólið niður á hliðina á ferð til að hemla , gæti orðið sárt á læri . og kunna að velja bestu leið útaf líka , stýra sér frá árekstri , hugsa um það stundum á leið niður brekkur . hérna er um að frambremsur eru lítið notaðar því fólk hefur runnið og dottið ef á hálu eða sandi , og færa sig aftur fyrir hnakk þegar frambremsað svo maður detti ekki yfir sig. https://www.youtube.com/watch?v=k4qfV8KbEH4

adrenalín | 13. apr. '15, kl: 18:18:43 | Svara | Er.is | 0

myndi hann vilja rautt stelpuhjól?

kep | 14. apr. '15, kl: 09:23:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur vel verið. Held að honum er alveg sama um litin eins lengi og það er ekki bleikt. Er annars að fara skoða eitt hjól á morgun sem gæti hugsanlega hentað.

adrenalín | 14. apr. '15, kl: 12:02:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hafðu samband ef það hentar ekki. Á 3ja gíra hjól með fótbremsu

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47913 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Guddie