Hjól úr Byko - Reynslusögur

EiDóttir | 20. apr. '12, kl: 14:41:34 | 1336 | Svara | Er.is | 0

Ég var að spá í að kaupa hjól. Og langaði að forvitnast hvort einhver hér hefði keypt hjól í Byko?
Þau eru á viðráðanlegu verði fyrir mig. En langar ekki að kaupa ef hjólið er ekki gott.eða t.d. mjög þungt.
Með von um fullt af sögum, góðum eða slæmum :)

 

Alfa78 | 20. apr. '12, kl: 14:43:13 | Svara | Er.is | 0

ryðgar burt á einu ári ef það er geymt úti.

Hedwig | 20. apr. '12, kl: 14:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Held að flest hjól ryðgi alveg slatta ef þau eru geymd úti.  Átti eitt hjól sem var ekki svona ódýrt Byko hjól eða álíka sem ég var búin að eiga í 10 ár, síðan geymdi ég það úti (á stað sem rigndi ekki mikið á eða neitt, svona í skjóli) yfir einn vetur og það var orðið slatta ryðgað, svona allar skrúfur og þessháttar og það var ekki að sjá ryð á því fyrir það þar sem það var geymt alltaf inni.  
Myndi bara aldrei kaupa mér hjól sem ég myndi svo geyma úti yfir veturinn, fer svo fáránlega illa með öll hjól. 

Zagara | 20. apr. '12, kl: 15:01:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt. Það finnst mér bara vera að henda peningum að óþörfu.

Antaros | 24. apr. '15, kl: 18:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thus Spoke Zarathustra

Soigné | 28. mar. '16, kl: 18:53:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá já, ein nótt úti og það ryðgaði þvílíkt mikið! Á þetta hvíta dömuhjól þeirra. Svo er það rosaleg þungt! Að ætla að fara upp einhverja smá brekku á þessu kallar á svita sem svipar til eins og eftir spinning tíma.

Zagara | 20. apr. '12, kl: 14:49:22 | Svara | Er.is | 4

Ef þú ætlar að kaupa þér hjól til að eiga í svona 1-2 ár og nota örsjaldan skiptir það líklega engu máli hvar þú kaupir það. Í minni hjólageymslu er slatti af loflausum hagkaupshjólum sem eigendurnir voru eflaust ánægðir með á meðan þeir nenntu að nota þau.

Ef þú ætlar að eiga hjólið í mörg ár, fara vel með það og nota mikið þá ættirðu alls ekki að kaupa þannig hjól.

orkustöng | 24. apr. '15, kl: 17:08:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en ef hjólað mest á jafnsléttu, þá finnst mér í lagi að vera á þyngri hjólum , og getur endingin ekki verið sæmileg , fá sér bara notað , kostar 0-4000

orkustöng | 24. apr. '15, kl: 17:09:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

5-7000 skárri hjól notuð

Ana Ng | 20. apr. '12, kl: 15:00:08 | Svara | Er.is | 1

Ég keypti mjög ódýrt hjól í Byko árið 2007 og það svínvirkaði, alltaf geymt úti en ryðgaði lítið. Það var svo djúsí að því var stolið fyrir hálfu ári síðan, enda leit það vel út.

Dreifbýlistúttan | 20. apr. '12, kl: 15:00:48 | Svara | Er.is | 0

MYNDI EKKI KAUPA ÞETTA RUSL

Alpha❤ | 20. apr. '12, kl: 15:03:29 | Svara | Er.is | 0

Ég á mongoose hjól sem er ordid meira en 10 ara og enn eins og nytt. En svo atti eg hjol ur byko sem entist i 2 ár og pedalarnir, hnakkinn, girarnir og allt biludu

EiDóttir | 20. apr. '12, kl: 15:04:44 | Svara | Er.is | 0

Kannski það sé ekki gott.  Langar bara svo í svona konu hjól með bögglabera og körfu til að snattast á hérna í miðbænum :/ Get geymt það inni.
Svona hjól eru að kosta 60þús og uppúr, sem er bara ekki möguleiki á að ég geti borgað :/

Prym | 20. apr. '12, kl: 15:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má oft gera góð kaup í notuðum hlutum hér á bland.is, ekki síst reiðhjólum.  Fylgstu með auglýsingum og kannski finnur þú gott hjól sem hentar þínum fjárhag.

EiDóttir | 20. apr. '12, kl: 16:06:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búin að fylgjast með í dágóðan tíma :)

orkustöng | 24. apr. '15, kl: 17:10:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getur fengið ágætis kvenhjól stundum á 3000 td á veturna á bland sem virka bara eins og önnur.

Soigné | 28. mar. '16, kl: 18:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama ástæða og ég fékk mér hjól, átti heima í miðbænum og vildi eitthvað hjól til að skjótast td í bónus út á Granda. En veistu ég hefði viljað spara aðeins lengur og fengið mér betra hjól. Getur ekki geymt það úti nema þér sé sama að það ryðgi (og ekkert smá mikið). Og svo er stellið alveg rosalega þungt. Það skiptir meira máli en ég hélt.

Þetta hjól endaði sem stofustáss (lesist fatahengi) og ég keypti mér betra hjól sumarið eftir.

Soigné | 28. mar. '16, kl: 18:58:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég keypti mér einmitt þetta hjól sem þú ert að hugsa um að kaupa þér

hillapilla | 28. mar. '16, kl: 19:14:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún er kannski hætt að hugsa um það fjórum árum síðar. En hver veit.

Halldor1951 | 24. apr. '15, kl: 11:31:24 | Svara | Er.is | 6

Upp úr árinu 2000 keypti ég hjól í Byko. Ég hafði þá átti forláta Garry Fisher hjól sem ég keypti nýtt árið 1996. Flotta hjólið var bara orðið útslitið eftir 8 ára notkun og 15-16 þúsund km hjólreiðar. Bykohjólinu var ekki spáð langri æfi af vinum og ættingjum. Ég heyrði sögur af því að þar sem hjólið kostaði ekki nema 16-17 þúsund kr. á götuna komið þá gæti svo sem verið að það borgaði sig að kaupa það. Ég gæti notað það þarna frá því í apríl og fram í nóvember. Þá gæti ég allt eins fleygt því. Búinn væri ég þá að eyða minna en ég hefði eytt í bifreiðina mína eða í strætó.
En viti menn. Ég hjólaði á þessu hjóli í amk. 8 ár og sleit því út í bókstaflegri merkingu. Ég hef hjólað á því einhvers staðar á milli 12.000 og 15.000 km. Hef sem sagt afskrifað rúmlega 1000 kr. á ári. Hjólið var ódýrt í viðhaldi. Ég hef alldrei farið með hjól á verkstæði eftir að ég fermdist. Ég kaupi íhluti og geri sjálfur við. Smyr og herði upp á og stilli gíra og hemlana. Hjólið geymdi ég inni í geymslu yfir há veturinn en það var geymt utandyra amk. 7-8 mánuði á ári. Ég hef líklega bónað það einu sinni til að fríska það upp. Það er ekki bónið sem hlífir viðkvæmustu hlutum hjólsins, sem eru gírskiptingin og reyndar hemlarnir að hluta. Það er rétt olía og að öðru leiti rétt umhyrða sem var líklega lausnin á langlífi þessa góða hjóls. Það var svo sem ekki jafn gott að hjóla á því eins og á GF hjólinu og því sem ég á núna.
En það kom að góðu gagni og var þessara 16-17 þúsunda virði og margfallt það. Kveðja!

ragnarth | 24. apr. '15, kl: 12:25:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjól endast auðvitað í samræmi við hvernig þeim er haldið við. Hefur í sjálfu sér lítið að gera með hvað það kostar. Það sem helst skapar verðmun á hjólum eru íhlutirnir, þ.e. þeir hlutir sem slitna mest. Þeim mun dýrari sem íhlutirnir eru þeim mun slitþolnari eru þeir yfirleitt. 


Að þú hafir slitið hjólið út á ekki nema 12-15 þús km, þrátt fyrir reglulegt og gott viðhald, finnst mér þess vegna ekki sérstaklega góð ending.

Sparrowsky | 28. mar. '16, kl: 19:02:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér var keypt hjól úr Byko, Bronco minnir mig, kostaði 30.000 fyrir þremur árum. Það var aldrei gott, bremsurnar alltaf að gefa eftir. Búið að herða og skipta um þær. Alltaf geymt inni nema rétt yfir daginn. Það er ekkert ryðgað og krakkinn kvartaði aldrei undan því að hjóla á því, en þegar bremsurnar eru alltaf að gefa sig þá er ekki hægt að mæla með þeim.

Dreifbýlistúttan | 28. mar. '16, kl: 19:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ársgömul umræða...

SantanaSmythe | 28. mar. '16, kl: 21:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar 4.ára

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Dreifbýlistúttan | 29. mar. '16, kl: 07:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þess þá heldur. Einhver hefur nennt að svara fyrir ári síðan :)

brekihelga | 24. apr. '15, kl: 11:52:54 | Svara | Er.is | 0

krakkarnir mínir fengu hjól úr byko fyrra sumar og hjólin sem þessi litlu fengu eru ennþá fín en hjólið sem unglingurinn fékk það það varð eiginlega bara ónýtt síðasta haust. mín reynsla er sú að barnahjólin eru í lagi en ekki fullorðinshjólinn.

Mainstream | 24. apr. '15, kl: 13:14:34 | Svara | Er.is | 1

Það eru léleg kaup í þessum Hagkaups/Húsasmiðju/Byko____________ you fill in the blank hjólum. 


Ef þú kaupir hjól t.d. í Erninum og eitthvað bilar, geturðu fengið varahlut og lagað hjólið. Ef eitthvað bilar í þessum draslhjólum (sem gerist fljótlega) er ekkert hægt að gera.

Alli69 | 24. apr. '15, kl: 13:27:06 | Svara | Er.is | 0

Þú getur fengið mun betra hjól notað, heldur en þessi byko/husa koma ný.

T.d. á bland : https://bland.is/classified/?categoryId=88?1 (Farartæki -> reiðhjól)

Svo er virk facebook síða, "Hjóladót til sölu" , oft góðir dílar þar. (örugglega fleiri FB síður til)

Gætir samt þurft að eyða smá í varahluti, ný dekk, nýja bremsupúða (eðlilegar slit). Fer allt eftir hjólinu.

Gangi þér vel með þetta.

Jarðarberjasulta | 24. apr. '15, kl: 14:13:27 | Svara | Er.is | 1

Ég á hjól úr Byko, keypti það 2008. Það er enn í góðu lagi, ekkert ryðgað enda geymi ég það aldrei úti. En ég er búin að nota það mjööööööög mikið :)

Helgakarls1968 | 28. mar. '16, kl: 18:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mitt er eins og nýtt:)

Alli Nuke | 24. apr. '15, kl: 16:11:25 | Svara | Er.is | 1

Ef þú ætlar í Byko, kíktu þá fyrst neðar í götuna í Smiðjuhverfinu, í gulu götunni (fyrir neðan Axis) er lítil og sæt hjólabúð sem heitir því frumlega nafni "Hjólið". Þar er allskonar gæðadrasl á góðu verði.

Endilega hugsa út fyrir kassan og styðja við litlu verslanirnar sem selja oft betri vörur og á betra verði en búllur eins og Byko.

Trolololol :)

skófrík | 24. apr. '15, kl: 17:01:44 | Svara | Er.is | 0

keypti hjól í fyrra fyrir mína dóttur og hún er mjög ánægð með það, það hefur alltaf verið geymt í hjólageymslu og sér ekki á því

Kaffinörd | 28. mar. '16, kl: 22:46:22 | Svara | Er.is | 0

Þú færð það sem þú borgar fyrir gildir hér. Þetta er ekki að fara að endast í mörg ár.

orkustöng | 29. mar. '16, kl: 10:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja jújú getur enst í mörg ár með varlegri notkun en kannski ekki með átökum , en fólk fær skárri eða léttari hjól notuð á bland og þau geta líka enst í nokkur eða mörg , sum nokkuð nýleg en mjög ódýr innan við fimmþúsund og eldri endast líka í einhver ár. fólk heldur að notað hjól sé eitthvað voða slæmt eða með ryði en nei það er ekki mín skoðun , hef notað slík mikið.

orkustöng | 29. mar. '16, kl: 11:06:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

reyndar talandi um endingu þá er flestum hjólum hent löngu áður en þau eru orðin ónýt

bigggan | 29. mar. '16, kl: 22:49:28 | Svara | Er.is | 0

Mundi velja hjól frá Scott eða Giant, svo mundi ég passa að það er með diskabremsur með vökvakerfi ekki vírar, og girar frá Shimano, þá átt þú hjol sem endist og er ekki ryðgað i sundur á tveimum árum og get notað næstu 10 til 20 árin.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47627 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie