Hlutgerving kvenna

burrarinn | 26. mar. '15, kl: 23:17:54 | 342 | Svara | Er.is | 1

Hvað er að karlmönnum sem líta á kvenlíkamann sem eitthvað kynörvandi fyrirbæri? Konan býr bara í sínum líkama og þarf hann til að geta lifað, það er ekkert kynferðislegt við það.

 

kauphéðinn | 26. mar. '15, kl: 23:56:14 | Svara | Er.is | 8

Það er eðlilegt fyrir fólk að laðast kynferðislega að líkamshlutum, það sem er ekki eðlilegt er að láta aðra og langanir þeirra stjórna því hvernig helmingur mannkyns klæðist :)

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

burrarinn | 27. mar. '15, kl: 00:00:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú nú nú skil ég! :)

burrarinn | 27. mar. '15, kl: 00:05:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka til kurteisi og tillitssemi fyrir náunganum. Er nauðsynlegt að pína karlmenn svona, þeas þá sem laðast að aðlaðandi kvenlíkömum? :)

kauphéðinn | 27. mar. '15, kl: 00:09:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ég veit þú ert að trolla smá en ég stóðst ekki að svara þér áðan því ég er enn high yfir þessum dásamlega degi.  Það er svo gleðilegt að sjá svona baráttu sem byggir á reisn, virðingu og hugrekki.  Þessi atburður í dag mun hafa miklu víðtækari áhrif á þessi mál en virðist akkúrat núna því unga kynslóðin tók afstöðu, gerði í eitthvað í málunum og lét ekki kúga sig. Þannig verða breytingar.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

burrarinn | 27. mar. '15, kl: 00:10:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja.

Silaqui | 27. mar. '15, kl: 21:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er að pína karlmenn? Eru þeir ekki bara sjálfir að pína sig með því að gera svona mikið úr þessu máli?
Verða þeir ekki bara að hemja sjálfa sig og horfa í aðra átt ef aðlaðandi kona verður á vegi þeirra? Er það píning að verða kynferðislega örvaður?

shithole | 28. mar. '15, kl: 13:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eigum við ekki að klæðast með blæju frà topp til tàa.

Horision | 27. mar. '15, kl: 00:00:11 | Svara | Er.is | 2

Þetta eru ekki einu sinni kynverur, að eigin sögn og verða sífellt meira fráhrindandi. Nú með júgrin oní öllum. 

leonóra | 27. mar. '15, kl: 09:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kannski snýst þetta um að vera kynvera þegar maður sjálfur kýs  þ.e. ákveða sjálfur hvenær maður vill vera solleis.   Þess á milli er maður bara  - vera.

Skreamer | 27. mar. '15, kl: 12:42:31 | Svara | Er.is | 8

Mér finnst karlmenn missa rosalega mikið af pointinu sbr þú og Sansebastian.  Við megum alveg vera kynverur og allt það alveg eins og þið.  Það er enginn sem bannar ykkur að vera berir að ofan, samt er ég t.d. mjög gott dæmi um konu sem á ferlega erfitt með að standast rétta týpu af karlmannsbrjósti.  Ég verð kexað vandræðaleg og fer hjá mér en þúst það er mitt vandamál skv. íslenskum lögum.  Hvers vegna er ábyrgðin bara tekin af körlum undir þessum kringumstæðum?

Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð af viðbrögðum okkar kvenna þegar við sjáum þá bera að ofan og þeir þurfa greinilega ekki að bera ábyrgð á eigin viðbrögðum þegar þeir sjá konur berar að ofan þar sem konum er bannað skv. lögum að vera berar að ofan á almannafæri, þar með er ábyrgðinni af hegðun karla hent á okkar herðar.  Þetta er sams konar mismunun og flestir íslenskir karlmenn fordæma þegar kemur að því að konur þurfi að hylja andlit og ökla í sumum löndum.   Málið er bara að þið eruð ekkert skárri en karlmenn í þeim löndum á meðan þið talið fyrir því að bara karlmenn megi bera brjóstkassa sinn á almannafæri.  Brjóst eru ekki kynfæri, þau eru kynnæm svæði, bæði hjá konum og körlum.  Við getum farið nánar út í það ef þú vilt.

Karlar á Íslandi hafa tekið sér það vald að ákveða fyrir okkur konur hversu mikið af líkama okkar við megum sýna umfram það sem þið megið sjálfir sýna.  Við viljum taka þessa valdníðslu af ykkur.

Etv. yrðuð þið sáttari ef ykkur yrði líka bannað að bera ykkur að ofan.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Horision | 27. mar. '15, kl: 13:59:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já það eru margar hliðar á þessu máli. Í borginni Barcelona stendur til að banna fólki að vera bert að ofan þar sem íbúar finna fyrir siðgæðishnignun, sérstaklega þegar kvölda tekur og bakkus er með í spilinu. Þetta á sérstaklega um ferðamenn og á við bæði kyn.
Persónulega finnst mér að konur geti verið berar að ofan á sundstöðum eins og karlar. Mér finnst ekki við hæfi að fólk sé eingöngu í lendarskýlu í verslunum, Kringlunni eða á Laugaveginum. Finnst þér í lagi að 11 - 14 ára dóttir þín gengi um berbrjósta hvar og hvernær sem henni líkar ?

Skreamer | 27. mar. '15, kl: 14:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég bara skil ekki hvers vegna þetta mál er dregið í dilka eftir kyni því að ég þekki slatta af gaurum sem eru með brjóst sem myndu passa í C skálar.  Svona sem télla veit ég að brjóst karla eru ekki síður kynnæm svæði en brjóst kvenna.  Sem télla hef ég alveg farið í trans yfir karlmannsbrjósti.

Hvers vegna er konum ætlað að bera ábyrgð á kenndum karla en ekki öfugt?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Horision | 27. mar. '15, kl: 14:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú brjóst kvenna eru miklu kynnæmari svæði en brjóst karla, það bara liggur fyrir. En finnst .þér í lagi að stúlkur gangi berbrjósta um bæinn ?

Skreamer | 27. mar. '15, kl: 14:15:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég held að margir menn geri sér ekki grein fyrir kynnæmi þessa svæðis hjá sér vegna þess að samfélagið hefur sent þeim þessi skilaboð.  Ég hef nú samt gert nokkrar tilraunir með þetta og niðurstöður mínar benda til þess að það að gaurar séu jafn kynnæmir á þessu svæði og konur.  Þeir eru bara ekki vanir að vera snertir þar.

Ég tilheyri kynslóð sem var innrætt að maður væri orðinn öðruvísi en aðrir þegar brjóstin byrjuðu að vaxa sem gerðist snemma.  Ég hef því alltaf skammast mín fyrir brjóstin sem er erfitt þegar þau eru jafn stór og raun ber vitni.  Hins vegar liggur munurinn á kvennmannsbrjóstum og karlmannsbrjóstum bara í mjólkurkirtlum.  Karlar virðast hafa sömu tilhneigingu til að safna fitu á svæðið.  Ég vil meina að mjólkurkirtlarnir og hormónalega sniðin stærð geirvörturnar þjónu einu hlutverki og það er að gera brjóstið betur til fallið að næra ungabörn.

Svarið við seinni spurningunni er að mér finnst það jafn allt í lagi og að gaurar gangi um berbrjósta um bæinn.  Ég sé ekki muninn, ég sé ekki hvers vegna ábyrgðin á kenndum karla er sett á konur en ábyrgðin á kenndum kvenna er ekki sett á karla.  Annað hvort eiga bæði kynin að taka ábyrgð á eigin kenndum eða bæði kynin að bera ábyrgð á kenndum hvors annars.  Þetta er hrein og klár mismunun, ekkert frábrugðið  því að konur þurfa sums staðar að fela andlit sitt á meðan karlar þurfa þess ekki.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Silaqui | 27. mar. '15, kl: 22:06:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Brjóst kvenna eru, eins og Skreamer segir, alveg eins gerð og karlabrjóst. Sömu taugaendar og allt. Það eina sem er öðruvísi er hve mikið þroskaðri mjólkurkirtlarnir eru í konum.
Stúlkur ganga berbrjósta "um bæinn" víða um heim, og þykir ekkert stórmál á þeim stöðum. Það að brjóst séu einhver kynlífsleikföng er menningalegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Á flestum menningasvæðum í tíma og rúmi hafa brjóst verið fyrst og fremst til mjólkurframleiðslu, ekki kynlífs. Það er bara í núverandi vestrænni menningu þar sem brjóstin eru skyndilega orðin fyrst og fremst til kynlífsiðkunar og þá, að því virðist, helst fyrir karlmenn til að leika sér með. Það viðhorf er óþarflega ýkt og það veitir ekkert af því að rétta það aðeins af.

burrarinn | 28. mar. '15, kl: 03:39:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, kannski er þetta bara hið besta mál.

Ananus | 28. mar. '15, kl: 12:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég veit að það er smáatriði, en mér leiðist þessi "við og þið" og "karlmenn eru svona og konur svona" talsmáti. 

Skreamer | 28. mar. '15, kl: 13:30:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér leiðist það líka en samt er það sá raunveruleiki sem við búum flest við.  Hefurðu heyrt um "mansplaining"?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Ananus | 28. mar. '15, kl: 13:31:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Ég þekki hugtakið. Hvernig tengist það?

Skreamer | 28. mar. '15, kl: 13:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst bara fyndið hvað margir karlmenn hamast við að útskýra fyrir kvenfólki hvað það kallar yfir sig með því að bera brjóst á almannafæri, hvaða áhrif það hafi á karlmenn (eins og okkur konum komi það við) og hvernig þeir telja sig vita betur en við um boð og bönn sem við höfum þurft að sæta.  Bara sem dæmi þá held ég að karlmenn eigi margir erfitt með að skilja hvernig það er að þjónustuaðili gangi upp að þeim þegar þeir eru að gefa ungabarni að drekka og biðja þá með vanþóknunartóni að fara inná klósett og gera þetta þar.

Mér finnst líka mjög fyndið þegar þeir reyna að beita þeim rökum fyrir sig að nekt sé ekki bönnuð á almannafæri, þeir hafa þá kannski fengið athugasemdir frá yfirmanni (fullklæddir) um að þeir séu að flagga öllu og geta þá sett sig í spor konu sem fær þannig athguasemdir?  Ég er líka búin að lesa nokkrar athugasemdir frá karlmönnum í þá veru að það eina sem konur séu að kalla yfir sig sé myndbirting á netinu ef þær sýna á sér brjóstin.  Dettur einhverjum í hug að segja svoleiðis við karlmann sem er ber að ofan?

Ég setti mig ekki í þetta þið og við dæmi, mér hefur verið troðið í það hlutverk frá fæðingu.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Ananus | 28. mar. '15, kl: 17:35:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er sammála. En þarna kom orðið sem mér þótti vanta: "margir". 

Skreamer | 28. mar. '15, kl: 17:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir að leiðrétta mig :-)

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Ananus | 28. mar. '15, kl: 17:36:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var ekki leiðrétting. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Síða 2 af 47528 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien