Höfuðverkja sérfræðingar. Spurning

asle222 | 28. nóv. '15, kl: 09:52:20 | 435 | Svara | Er.is | 0

Langar að forvitnast hvort einhver hérna sé að þjáðst af því sama og ég. Hef semsagt verið með hryllilegan hausverk öðru megin í nokkra mánuði. Verkurinn er ekki í höfðinu sjálfu heldur auganu. Verkur bakvið augað , ofan á augabrúnni og ofan á hausnum. En þetta er ekki það eina, það sem fylgir þessi er stífur háls og verkir aftan á hnakka. Notebene bara öðru megin. Fyrst var eg greind með vöðvabólgu og spennu höfuðverk. Vann í því að losna við það, sjúkraþjálfun, hnykkjari,nudd, hreyfing. Varð svo slæm af hausverkjum að ég þurfti að fá sprautur í halsinn. Bólgueyðandi og vöðvaslakandi. Ekkert virkaði og hausverkurinn enn til staðar. Fór til tauga sérfræðings, honum fannst einkennin svipa til mígrenis en málið er að eg er með þessa verki daglega. Mígreni kemur yfirleitt bara í köstum.... en svo leið tíminn og ég varð verkjalaus í einhverjar 3 vikur, en þetta kom aftur.. hef farið í skanna á haus, háls og heila og ekkert athyglisvert þar. Núna komu 2 vikur sem ég fann ekki mikið fyrir þessu,kannski 30 min á dag sem eg var með hausverk en fór bara uppi rúm og þetta leið hjá. Læknirinn lét mig fá migrenis töflur,eitthvað sem ég á að taka þegar mér er illt,töflur sem virka bara á migreni. Hef prófað þær en málið er að verkja kastið gengur yfirleitt yfir, þannig að ég veit ekki hvort að lyfin séu að virka eða hvort kastið sem einfaldlega bara búið. Hef verið að taka voltaren rapid og það virkar eitthvað. Frekar langt en langaði bara að vita hvort einhver kannist við þessi einkenni.

 

júbb | 28. nóv. '15, kl: 12:43:46 | Svara | Er.is | 0

Hefurðu látið mæla sjónina?

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

asle222 | 28. nóv. '15, kl: 13:22:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já gleymdi að taka það fram. Fór til augnlæknis og þar var sjónin mæld og skoðaður augn þrýstingur. Allt í orden þar

júbb | 28. nóv. '15, kl: 14:21:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Hef nefnilega fengið ekki ósvipaða verki og mígreni þegar annað augað var alltaf að vinna meira en hitt og var komin með vöðvabólgur í kringum augað. En mígreni getur líka verið marga daga í röð. Var ekkert rætt um fyrirbyggjandi lyf fyrir mígrenið? 

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Anímóna | 28. nóv. '15, kl: 13:19:25 | Svara | Er.is | 0

Ég hef fengið vöðvabólgu í augað sem lýsti sér svona svipað, þá þurfti til voltaren rapid kúr, tók fast nokkrum sinnum á dag í ákveðinn tíma, ekki bara þegar ég fékk verki - ég er líka með mígreni og verkirnir eru á svipuðum stað, en einhvern veginn öðruvísi og jújú þú getur  alveg verið með mígreni á hverjum degi ekki bara í köstum svo ekki útiloka það. 

picy | 29. nóv. '15, kl: 00:32:06 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver mælt blóðþrýstinginn hjá þér? S.s í sólarhringsmælingu.
Þetta er nánast skref fyrir skref lýsing á mínu ástandi áður en mitt blóðþrýstingsvandamál uppgvötvaðist.

asle222 | 29. nóv. '15, kl: 11:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann var mældur hjá almennum lækni í sumar og var þá eðlilegur. En svo þegar eg var aæ fá svör útúr Mri skannanum hjá taugalækninum þá mældi hann blóðþrýstinginn og hann var frekar hár,um 150. En ég var mjög stressuð og ósofin. Hann vildi setja mig strax á lyf en mér fannst frekar skrítið að setja mig strax á lyf eftir 1 mælingu. Þannig að ég hef ekki þorað að byrja að taka lyfin. Ætti kannski að profa þau?

Degustelpa | 29. nóv. '15, kl: 12:40:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú þorir ekki að taka lyfin þá geturu athugað hvort þú getur fengið svona blóðþrýstingsmæli eins og Picy er að tala um

asle222 | 29. nóv. '15, kl: 12:47:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig virkar svona sólarhrings mæling? Ætla að kaupa blóðþrýstings mæli og mæla mig. Tek ekki alveg mark á því þegar ég er mæld stressuð hjá lækni í 1x skipti. En það er mikið um háan blóðþrýsting í fjölskyldunni þannig að þetta gæti alveg verið það.

Degustelpa | 29. nóv. '15, kl: 12:52:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef sjálf ekki reynslu. En endilega kauptu mæli, hugsa að hann geri það sama. Og er sammála að 1 mæling getur ekki verið lýsandi fyrir svona

Gunnýkr | 29. nóv. '15, kl: 12:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sé núna að þú svarar hér spurningunni minni.
Ég var alltaf að fá höfuðverk og fór á blóþrýstingslyf. Hausverkurinn fór.
Blóðþrýstingslyf eru stundum notuð sem fyrirbyggjandi mígrenilyf. 
Prófaðu að taka lyfið.

júbb | 29. nóv. '15, kl: 14:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða lyf? Því sum lyfin sem lækka blóðþrýsting eru líka lyf sem eru gefin fyrirbyggjandi fyrir mígreni.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

asle222 | 29. nóv. '15, kl: 15:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Candesartan orion heita þau

júbb | 29. nóv. '15, kl: 15:17:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt eitt af þeim lyfjum sem eru gefin sem fyrirbyggjandi fyrir mígreni. Algengast er samt pranolol (propranolol), flestir tala um það þegar rætt er um þetta, ekki láta þér koma það á óvart. 


Ég var alltaf rosalega lág í þrýstingi þangað til fyrir nokkrum árum. Í febrúar í ár var ég farin að fá allt að þrjú mígreniköst á viku, stundum stóðu þau í nokkra daga. Var ekkert svakalega há í þrýstingi þó það kæmi ein og ein mæling hærri. En af því ég var hætt að vera svona svakalega lág eins og áður þá var möguleiki að setja mig á fyrirbyggjandi lyf við mígreninu, lyf sem hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting. Og þetta er allt annað líf. Fæ enn köst en yfirleitt eru þau vægari og styttri og koma miklu miklu sjaldnar. Það var svo sannarlega þess virði að prófa þetta. Tók pínu tíma að komast yfir aukaverkanir og maður verður að gefa þessu tíma til að virka en ég fann eiginlega strax mun á hausnum.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

veg | 29. nóv. '15, kl: 11:27:28 | Svara | Er.is | 0

Ertu nokkuð á getnaðarvarnarhringnum? Ég fékk svona höfuðverk af honum, nánast nákvæmlega sama lýsing.

asle222 | 29. nóv. '15, kl: 11:28:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neibb er ekki á neinum getnaðarvörnum

rstuv | 29. nóv. '15, kl: 11:37:49 | Svara | Er.is | 0

þú ert að lýsa mínum hausverk um nákvæmlega. Ég er með vefjagigt og tengi þetta við það.

asle222 | 29. nóv. '15, kl: 12:49:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnuru þá fyrir fleiri einkennum? Eg veit ekki nógu vel hvernig vefjagigt er ,en ég finn ekki verki annarsstaðar í líkamanum. Er ekki erfitt að finna útúr því hvort þetta sé vefjagigt?

Degustelpa | 29. nóv. '15, kl: 12:53:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

með vefjagigt er svefnleysi, dreyfðir verkir, minnistruflanir og aumir punktar. Færð ekki greiningu á vefjagigt nema vera með visst marga punkta.

Gunnýkr | 29. nóv. '15, kl: 12:41:05 | Svara | Er.is | 0

er ekki örugglega búið að mæla blóðþrýstinn hjá þér?

Bellamín | 10. ágú. '16, kl: 12:08:36 | Svara | Er.is | 0

Sæl
Þú ert bara að með sömu líðan og ég..

Ég er með greiningu sem heitir Cluster Headaches oft þekkt sem suicidal headaches.. þetta er virkilega ógeðslegir verkir og ekki hægt að losna við þá með neinu lyfi.

Mátt senda mér einkaskilaboð ef þú vilt vita meira.

ullarbull | 12. ágú. '16, kl: 19:17:27 | Svara | Er.is | 0

fyrst þetta er bara öðru megin, ekki báðu megin og stífleiki í hálsi og hnakka, myndi ég gera eina tilraun enn í að athuga hálsinn þinn og fara til Ríkarðs Jósafatssonar rikki.is. Það hafa fáir hans færni á Íslandi og tala ég af mikilli reynslu í þeim efnum. Stífleiki í efsu hálsliðunum leiða oft sem verkir í augntóftinni t.d. Ég þekki sjálf bæði mígrenið og það að vera með slæman háls og muninn þar á. Ég nota það oft að leggjast bein út af þegar hausverkur( af völdum stífra hálsvöðva) er að hrella mig. Það er t.d. ráð sem myndi aldrei gera neitt fyrir mígreni. ég þekki ekki það að vera með háan þrýsting en myndi giska á að það myndi ekki setjast alltaf öðru megin í andlitið á þér. Ég leita alltaf til Ríkharðs til að koma mér réttu megin við strikið. Ég myndi reyna hann áður en þú heldur áfram leitinni. Alltaf gott að ramba á lausnir sem sleppa manni við að taka lyf. Nú ef þér finnst hann hjálpa og orsök verkjanna þinna liggur í vöðvum þá má eru lítil trix til að halda manna góðum eins og að vatnskoddinn sem fæst í eirberg, að horfa ekki mikið ská-niður, eins og á farsímann sinn eða á tölvuskjá, eða prjóna, nuddstútarnir í heitum pottum í rvk hafa bjargað mér þegar ég er komin með hausverk, sem og það að vera í heitu vatni og svo það að leggjast út af. já eitt enn, þegar maður fer á fætur þá að liðka til axlir og háls með góðu skaki til að koma blóðbflæðinu af stað í vöðvana. gerir mikið gagn. gangi þér vel.

PrumpandiStrumpur | 13. ágú. '16, kl: 10:50:46 | Svara | Er.is | 0

Drekkurðu nóg af vatni?

assange | 14. ágú. '16, kl: 14:13:52 | Svara | Er.is | 0

Eg var svona og reyndi allt. For til kiropraktors. Ta var klemmd taug aftan i halsinum. Hjalpadi mer mikid

pacmann | 14. ágú. '16, kl: 20:47:31 | Svara | Er.is | 0

Prufaðu asprin við þessu

safapressa | 14. ágú. '16, kl: 23:09:37 | Svara | Er.is | 0

Hvernig er mataræðið þitt? Borðar þú mikinn sykur? Drekkur þú mikið gos? Drekkur þú nógu mikið vatn?


Myndi skoða vel vatnsdrykkjuna hjá þér hvort hún er nógu mikil, sleppa gosi og sykri og gera teygjur. Gerðu þetta í svona viku-10 daga og vittu til hvort þú finnur ekki mun. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 29.3.2024 | 12:48
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Síða 1 af 46400 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien