Hræðsla við mögulega sitjandi fæðingu/keisara

hundaleit | 4. jún. '15, kl: 05:41:18 | 353 | Svara | Meðganga | 0

Er komin 36 vikur og 4 daga, var hjá ljósu í gær (bý erlendis) barnið snýr enn með höfuðið upp og á ég tíma í vendingu á mánudaginn sem ég hef mikla tilfinningu fyrir að muni ekki takast (veit ekki afhverju) Þessi meðganga hefur verið dálítið bras, missti nær allt vatnið í kringum 13 viku í kjölfar fylgjusýnatöku og lá inni og var óvíst í nokkurn tíma hvort lekinn myndi stoppa og barnið lifa þetta af. Næstu vikur á eftir gengu vel fyrir utan smá eymsli í kúlunni (líklega í magavöðvum) þegar ég var komin 34 vikur byrjaði mikil blæðing sem reyndist eftir rannsóknir vera streptókokkasýking í þvagkerfinu og fékk ég pensillin við því og mun þurfa pensillin í æð á 4 tíma fresti í fæðingunni til að fyrirbyggja smit til barnsins því það getur verið því lífshættulegt að smitast, en uppgvötun sýkingarinnar og meðferð við henni minnkar líkurnar á smiti. Núna er það þannig að hausinn er já upp og ég hef fengið upplýsingar um hvaða ferli fer af stað ef ekki tekst að snúa henni á mánudaginn. Ég upplifi það þannig að hún geri tilraun til að snúa sér á hverju kvöldi en hún hafi ekkert pláss og geti það ekki. Mig langar að heyra í einhverjum sem hefur verið í þeirra stöðu svona seint á meðgöngunni og gengið í gegnum þetta ferli sama hvort sem það endaði í sitjandi fæðingu, keisara eða jafnvel snúningi á síðustu stundu. Ég er hrædd við að taka ranga ákvörðun ef valið verður mitt um að fæða sitjandi barn eða fara í keisara, er skíthrædd við bæði og held eg að þetta meðgöngubras sé að gera mig enn hræddari. Ég er ekki hrædd við sársaukann af sitjandi fæðingu heldur hvort það geti reynst hættulegt barninu og afleiðingar af fæðingunni. Hef lesið margt jákvætt og neikvætt við sitjandi fæðingar og finnst almennt mjög skiptar skoðanir á þessu. Með von um svör með reynslu. Kveðja.

 

ilmbjörk | 4. jún. '15, kl: 05:53:30 | Svara | Meðganga | 2

Vildi bara senda þér knús og segja að það er allt í lagi að fara í keisara :) Ég endaði í bráðakeisara eftir 17 klst fæðingu og þetta fór allt mjög vel :) Held að þetta geti verið ennþá betri upplifun ef keisari er planaður :) Þú þarft ekki að vera neitt hrædd við keisara :)

hundaleit | 4. jún. '15, kl: 07:26:43 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

takk fyrir það :) Ég veit ekki beint hvað það er við keisarann sem hræðir mig, er bara hrædd um að þetta hljóti að enda allt saman illa því þetta er búið að vera svo mikið bras og hef haft svo slæma tilfinningu fyrir öllu á þessari meðgöngu :( á allavega erfitt með að ýta þessari hugsun frá mér, en ég ætla að segja lækninum frá þessum áhyggjum mínum á mánudaginn og dúndra út spurningum um allt sem ég er að velta fyrir mér, ég fæ þá kannski vonandi skýrari svör og svona.

Hef fætt áður, fyrir næstum 3 árum, þá gekk meðgangan eins og í sögu og versta sem var að hrjá mig þá var brjóstsviði. Fæðining var strembin og löng og ég veiktist í fæðingunni og þurfti að dvelja á spítalanum í 2 sólarhringa eftir fæðinguna. En núna finnst mér það allt hafa verið barnaleikur miðað við núna :(

ilmbjörk | 4. jún. '15, kl: 07:28:56 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Æjá það er erfitt þegar það gengur brösuglega. Hinsvegar hefur þú tíma núna fram að fæðingu að lesa þér til um ALLT sem viðkemur vendingu, sitjandi fæðingu og keisara. ég var búin að lesa allt og var viðbúin öllu NEMA keisara, þannig að það var smá sjokk fyrst en svo fór þetta allt svo rosalega vel :) Ég var alveg í skýjunum eftir fæðinguna, þrátt fyrir að hún hafi endað svona :) Maður er furðulega fljótur að komast á ról eftir keisara, ég var mun fljótari að jafna mig eftir keisarann heldur en botnlangaaðgerð..


En þú veðrur í góðum höndum, þetta fer allt vel hjá þér :)

hundaleit | 4. jún. '15, kl: 07:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já akkúrat, venjulega vill ég aldrei lesa of mikið um allt sem getur gerst en finnst ég verða að gera það núna, vil vita af öllu sem við er að búast og gæti gerst, því ég held að sjokkið ef eitthvað gerist sem ég veit ekki af og er kannski eðlilegt geti bara slegið mig útaf laginu. Takk fyrir peppið :) ég fékk einhverja pappíra um þetta í gær og ætla að lesa þá og vonandi getur einhver annar deilt sinni reynslu af svipuðu með mér.

og já maður verður að treysta því að fagfólkið viti hvað það er að gera og leggja traust sitt í hendurnar á þeim.

akali | 4. jún. '15, kl: 09:10:44 | Svara | Meðganga | 0

Eg fæddi tvíburana mina eðlilega og annar var sitjandi og það gekk hraðar og betur fyrir sig en hja hinum. Hann kom með rassinn fyrst og i næstu hríð þa náðu læknarnir að koma löppunum ut svo kom bukurinn og höfuðið a sama tima :) mer fannst skipta gríðarlegu máli að vera jákvæð og bjartsýn a allt saman þrátt fyrir kviðann og stressið hja okkur að ýta þvi i burtu fyrir góðu hugsununum eg tel að það hafi hjálpað mer i gegnum fæðinguna.. Daginn áður var eg taugahrúga og skíthrædd við að lenda i braðakeisara ef hann myndi snúa ser i þverlegu eða eitthvað kæmi uppa óvænt i fæðingunni og hvort eg myndi geta þetta og allskonar svona hugsanir.. Nuna i dag er eg ólétt af 1 barni og þrátt fyrir að vera bara komin 20 vikur nuna að þa er eg að lesa mig til um alla möguleika i sambandi við fæðingu og ætla að passa mig að verða ekki neikvæð gagnvart eitthverju sem gæti komið upp og skemmt alla upplifun hja mer. Eg vona að eg hafi náð að hughreysta þig sma! Gangi þer vel og eg trúi ekki öðru en að allt gangi vel upp hja þer svona a loka sprettinum! :)

hundaleit | 4. jún. '15, kl: 09:15:44 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

takk fyrir að deila þinni reynslu :) já þetta er kannski ekki eitthvað sem ég þarf að vera mjög hrædd við en hef heyrt og lesið um margt sem getur gerst, held ég vilji fá að ræða við einhverja fagmanneskju um alt sem ég ætti að vera tilbúin fyrir svo ég geti þá kannski dílað betur við það. Takk fyrir hughreystinguna, vona að allt gangi vel hjá þér líka :)

sellofan | 4. jún. '15, kl: 17:40:55 | Svara | Meðganga | 0

Það uppgötvaðist þegar ég var komin 38 vikur að barnið væri sitjandi. Vending var reynd sem tókst ekki. Ég fór þá í vaxtasónar og röntgen sem sýndu lítið barn og stórar mjaðmir og því ákvað ég að láta reyna á sitjandi fæðingu. Fæðingin gekk mjög vel, tók 3,5 klst í heild :) Þröskuldurinn fyrir inngripi er samt mjög lágur, ef þetta hefði tekið langan tíma eða eitthvað komið upp á þá hefði mér verið rúllað í keisara en skurðstofan var tilbúin just in case. Ljósan mín sagði að sitjandi fæðingar væru í raun auðveldari þar sem maður byrjar á mjúka endanum og endar á þessu stærsta (höfðinu). Rassinn kom fyrst, svo poppuðu fæturnir út og restin af búknum og hausinn svo í næsta rembingi :) En þú tekur auðvitað ákvörðun sem þér líður vel með, ekki láta einhvern annan segja þér hvað á að gera því þú verður fyrst og fremst að vera sátt. Gangi þér rosalega vel! 

hundaleit | 4. jún. '15, kl: 20:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já ok, var þetta fyrsta fæðing? nú er ég að fara fæða í annað sinn og hin fæðingin tók 26 tíma, það verður væntanlega ekki leyft að ganga svo lengi ef um sitjandi fæðingu verður að ræða. Var barnið þitt eitthvað með skakkar fætur efti fæðinguna eða þurfti eitthvað sérstaklega að skoða þá seinna meir? Takk fyrir að deila með mér, þetta hjálpar mér að vera róleg að heyra af svona fæðingum sem hafa gengið vel.

sellofan | 4. jún. '15, kl: 22:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Fyrsta fæðing og 100% eðlilegur og fullkominn :) Engin auka eftirfylgni eða neitt.

sellofan | 4. jún. '15, kl: 22:17:24 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Er rúmlega 3 ára núna.

hundaleit | 5. jún. '15, kl: 06:40:19 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

:)

hundaleit | 5. jún. '15, kl: 06:40:07 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ok frábært að heyra það :D

Tipzy | 4. jún. '15, kl: 18:03:02 | Svara | Meðganga | 2

mín var í þverlegu og reynd ein vending sem gekk ekki og áhætta að reyna aftur svo það var ákveðin keissari því ég er með of litla grind til að reyna við sitjandi fæðingu. Keisarinn var hreint út sagt dásamlegur og sé nkl ekki neitt eftir honum. :) Hafði áður lent í bráðakeisara, og það er bara allt annað en valkeisari. Allt vo rólegt og afslappað og næst, og fékk svo barnið beint til mín og lá á mér meðan ég var saumuð saman og fékk að klappa henni og svona á meðan og heit og blaut ennþá.

...................................................................

hundaleit | 4. jún. '15, kl: 21:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

já hef einmitt heyrt að valkeisari sé betri en bráðakeisari. Ég mun já væntanlega vera mæld og allt metið hvort að sitjandi fæðing geti farið fram, annars væntanlega skipulagður keisari eins og í þínu tilfelli. Takk fyrir að skrifa, frábært að fá að heyra mismunandi sögur af sama ferlinu (barnið ekki í höfuðstöðu) og að það hafi tekist vel í þessum ólíku endalokum.

Butterfly109 | 15. jún. '15, kl: 22:16:17 | Svara | Meðganga | 0

Hæ, ég átti mitt fyrsta barn í lok fyrra med fyrirfram ákveðnum keisara útaf sitjanda og fór í vendingu en hún tókst ekki og mér var sagt ad það væru bara 50/50 líkur á ad það heppnast. Ég ætla ekkert ad ljúga ad þér og segja ad þetta sé ekkert mál en keisari er samt algeng aðgerð og gengur yfirleitt vel. Hér á Íslandi fer maður í fræðslu um aðgerðina ofl. Áður og það hjálpar mikið.

Napoli | 15. jún. '15, kl: 23:20:20 | Svara | Meðganga | 0

vil senda þér risaknús!

og segja þér mína persónulegu skoðun, ég hneygi mig fyrir þeim sem fæða í sitjandi stöðu .. EN ... PERSÓNULEGA .. myndi ég ekki vilja gera það .. ekki mín vegna heldur barnsins vegna .. það er nógu hræðilegt og erfitt fyrir lítið barn að troðast í gegnum þröngan legháls og hausinn beyglast fram og aftur .. en að fæðast sitjandi getur varla verið gott!

það eru mörg börn sem enda með svona spelkur við mjaðmirnar því þær hafa farið úr lið .. í þá einhvern tíma á eftir .. það getur verið álag á háls barnsins .. vinkona mín átti sitjandi frir 5 mánuðum og hausinn á barninu endaði fastur inni og það var tvísýnt í smá tíma ..

ég myndi bara ekki taka sénsinn

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

storkabit | 16. jún. '15, kl: 12:02:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Þetta er ekki alveg rétt. Börn sem enda í spelku gera það vegna þess að þau eru með óþroskaðan mjaðmalið. Það gerist ekki í fæðingunni. Dóttir mín var sitjandi og fædd með keisara en var samt með svona mjaðmalið. Óþroskaður mjaðmaliður aðeins (ekki mikið) algengari hjá sitjandi börnum, Ekki er vitað hvers vegna. Hvort að þau eru sitjandi útaf liðnum eða liðurinn nær ekki að þroskast út af því að þau eru sitjandi. Þetta gerist líka hjá börnum sem eru ekki sitjandi. Þetta er hinsvegar eitthvað sem er auðvelt að laga sem betur fer.

storkabit | 16. jún. '15, kl: 12:03:31 | Svara | Meðganga | 0

Ég tók þá ákvörðun að fara í keisara. Við reyndum vendingu 38v. og hún tókst ekki. Ég sé ekki eftir því að hafa farið í keisarann, það var auðveldara en að fæða fannst mér.

hundaleit | 13. jan. '16, kl: 20:58:15 | Svara | Meðganga | 2

sælar þið sem skrifuðuð hér inn í sumar, ég gleymdi alltaf að skrifa til baka, löngu er nú liðið en ákvað að skrifa samt hvernig gekk , það semsagt gekk að snúa henni þó hún hafi reyndar farið öfugan hring miðað við hvernig vanalega snúið er, læknirinn hlýddi henni bara og sneri henni öfugan hring og daman var komin með hausinn niður, þetta létti töluvert á kúlunni og ákveðin eymsli sem ég hafði haft þar sem höfuðið hennar var alltaf hurfu. Þannig ég átti hana með "eðlilegum" hætti ef svo má segja :) svo fór hún í mjaðmaskanna nokkurra vikna og allt kom eðlilega út þar :) kær kveðja :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
einkenni óléttu... Talkthewalk 24.3.2016 26.3.2016 | 13:01
Hvenær fenguð þið jákvætt? rachel berry 15.2.2016 26.3.2016 | 13:00
Allt um meðgöngu- Listar! melonaa1234 25.3.2016 25.3.2016 | 22:11
Blæðing eftir samfarir! villimey123 25.3.2016 25.3.2016 | 14:20
Heilsugæslan Lágmúla - reynsla? th123 26.1.2016 24.3.2016 | 22:49
Èg er að fara á taugum! DeathMaiden 18.3.2016 19.3.2016 | 21:34
Anti - D mótefnamyndun - veit einhver? snæfríður80 19.3.2016 19.3.2016 | 21:31
Ágústbumbur 2016 er komið a facebook stelpuskjáta95 3.1.2016 18.3.2016 | 18:03
Draumabörn Salkiber 13.3.2016 17.3.2016 | 16:31
Streppokokkar i leggöngum erla74 14.3.2016 16.3.2016 | 18:03
September bumbur? Leynóbumba 5.1.2016 12.3.2016 | 10:14
Hjalp. rappi 11.3.2016
Hreiðurblæðingar MotherOffTwo 2.3.2016 11.3.2016 | 21:21
Ljósmóðir í Spönginni valdisg 12.1.2016 10.3.2016 | 21:38
Túrverkur eða þannig... veit einhver? Corporate 7.3.2016 9.3.2016 | 22:08
Júní 2016 bumbur? :) blomina 2.10.2015 9.3.2016 | 18:59
svimi Curly27 18.2.2016 8.3.2016 | 22:15
Ófrjósemisaðgerð karla....líkur á þungun ? Bleika slaufan 7.3.2016 8.3.2016 | 07:42
Hvađ má og hvađ ekki á fyrstu vikum međgöngu? Curly27 2.3.2016 6.3.2016 | 16:10
Ágústbumbur 2016 - Facebook hópur Blissful 4.3.2016
Sekkur og nestispoki veux 2.3.2016 4.3.2016 | 16:14
Áhættumæðravernd í árbæ? Curly27 28.1.2016 2.3.2016 | 11:29
Júlíbumbur 2016 LísaIUndralandi 22.11.2015 2.3.2016 | 09:19
Ráð við bakflæði?? Curly27 5.2.2016 29.2.2016 | 23:01
Endromesia verkir a meðgöngu villimey123 26.2.2016 28.2.2016 | 22:24
meðgöngusund Salkiber 24.2.2016 28.2.2016 | 16:53
Tvíburahópur? bianca 14.9.2015 24.2.2016 | 22:09
Veikindaleyfi - greiðslur efima 23.2.2016 24.2.2016 | 12:01
Er ny her en vantar sma uppl. :) villimey123 24.2.2016 24.2.2016 | 10:33
Planaður keisari NATARAK 17.2.2016 23.2.2016 | 19:43
maí bumbuhópur 2016 hákonía 29.9.2015 21.2.2016 | 07:33
Bumbuhópur júní 2016 Relianess 10.1.2016 20.2.2016 | 17:49
júní bumbur adele92 3.10.2015 20.2.2016 | 16:43
Könnun Mistress Barbara 20.2.2016
Staðfest egglos - engin rósa - neikvætt próf sevenup77 12.2.2016 15.2.2016 | 20:21
Angel care tæki Desemberkríli2015 14.2.2016
Stofna maí 2016 bumbuhóp fyrir +30 ára? Skatla 20.10.2015 14.2.2016 | 13:03
Júníbumbur 2016 35+ rovinj 5.1.2016 13.2.2016 | 22:47
Framhöfuðstaða - endurtekin? Rapido 17.1.2016 13.2.2016 | 20:42
Hvenær hættuð þið/ætlið að hætta að vinna? efima 12.1.2016 12.2.2016 | 19:32
ógilt þungunarpróf? kimo9 5.1.2016 8.2.2016 | 13:38
gjafir fyrir nýbakaðar mæður uvetta 3.2.2016 7.2.2016 | 22:03
Ágúst bumbur 2016?? list90 15.12.2015 5.2.2016 | 18:31
Ofvirkur skjaldkirtill og meðganga Ofelia 4.1.2016 4.2.2016 | 11:24
Júlíbumbur 2016 Facebook hópur !! sdb90 8.1.2016 3.2.2016 | 12:37
Legvatn að leka en samt ekki bumbubaun nr 2 24.1.2016 28.1.2016 | 21:58
Tvíburamömmur 2016 valdisg 14.1.2016 28.1.2016 | 20:33
Snemmsónar - Lækning anitaosk123 4.1.2016 28.1.2016 | 11:17
Loksins jákvætt ;) Rosy 23.1.2016 27.1.2016 | 17:49
Mæðravernd 1hyrningur 26.1.2016 27.1.2016 | 11:20
Síða 10 af 8005 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien, Kristler, annarut123, Hr Tölva, tinnzy123