Hræðsla við óléttu (en byrjuð að reyna...)

einntveirog | 20. maí '15, kl: 14:10:13 | 150 | Svara | Þungun | 0

Ég þarf á hjálp ykkar að halda.

Ég er búin að bíða eftir að klára nám og byrja að reyna að eignast barn. Mig er búið að dreyma um þetta í heilt ár, og spennan er búin að vera þvílík. Í hvert skipti sem ég hef séð barn, þá hefur löngunin bara aukist, og mér finnst ég komin á þann stað í lífinu að barn er næsta skref. Það eina sem hefur verið virkilega að trufla mig er að ég er nýútskrifuð og er ekki komin með framtíðarstarf... þannig ég er hrædd um að verða ólétt, fá ekki vinnu (þar sem menntun mín felur í sér mikla sérhæfingu), eignast barn, og svo verður ennþá erfiðara að fá vinnu... og ég muni ekki fá starf á mínu sviði.

Ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að þetta með starfið yrði ekkert mál. Og að peningar yrðu ekkert mál. Þannig ég er búin að taka út öll utanaðkomandi "vandamál" og leysa þau.

EN....

Við byrjuðum að reyna að verða ólétt fyrir nokkrum dögum, og ég hef aldrei upplifað jafnmikla streitu á ævinni. Allt í einu finnst mér ég ekki tilbúin. Ég er hrædd við að vera ólétt, ég er hrædd við að sjá um barn, hrædd um að standa mig ekki vel, hrædd um að eiga ekkert persónulegt líf, hrædd um að upplifa fæðingarþunglyndi (þar sem ég er með sögu um vægt þunglyndi) og svo margt fleira. Ég er að BILAST úr hræðslu. Ég er búin að vera stanslaust pirruð, gráti næst og átt hrikalega erfitt. Ég hélt að þetta ætti að vera tími þar sem maður væri að deyja úr spenningi og hamingju!?!

Hefur einhver upplifað svipað? Það væri ótrúlega gott að heyra í einhverjum....

 

dumbo87 | 20. maí '15, kl: 15:00:43 | Svara | Þungun | 0

held það sé alveg eðllegt að taka smá panikk á þetta. Sjálf var ég í óstabílli vinnu þegar við byrjuðum að reyna fyrir rúmu ári. Missti hana og er núna atvinnulaus og búin að vera svolítið lengi. Við höfum ekki hætt að reyna og ég fæ reglulega nett taugaáfall yfir þessu öllu. En maðurin minn er í öruggri vinnu og það róar mig aðeins hvað það varðar.

Allur hinn óttinn er rosalega eðlilegur og ég hef heyrt að hann muni poppa upp af og til á meðgöngunni líka. Eina sem hægt er að gera er að reyna að anda rólega og hugsa með sér að í versta falli þurfi maður að fá aðstoð, til þess eru pabbarnir, stórfjölskyldan og heilbrigðisstarfsfólkið.


Manneskja sem horfist í augu við ótta sinn og gerir sér grein fyrir veikleikum sínum er mun líklegri til að takast vel það sem hún tekur sér fyrir hendur en manneskja sem er í afneitun með að eitthvað geti farið úrskeiðis.


Ég er viss um að þú verðir rosa góð mamma og það hversu mikið persónulegt líf þú átt getið þú og maðurinn þinn pínu stjórnar (t.d. me time og vera óhrædd við að fá pössun af og til). Fæðingarþunglyndi er hægt að tækla með hjálp sálfræðinga og ef þu ert mjög hrædd við það ræddu það við sálfræðing sem fyrst og í síðasta lagi þegar þú verður ólétt því það eru til fyrirbyggjandi aðferðir til að reyna að draga úr líkunum á því :)

Gangi þér vel og reyndu að njóta.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

rosewood | 20. maí '15, kl: 20:59:48 | Svara | Þungun | 0

þegar ég var að reyna að eignast fyrsta barnið mitt þá leið mér svona. Leið svo ekki vel á meðgöngunni en náði samt með aðstoð að vinna útúr því. Þú ert strax komin lengra en ég og það er að vera búin að viðurkenna að þér líður svona. Mundu að þegar að þessu kemur að ræða allar svona hugsanir við ljósuna þína, heimilislækni og þiggja alla þá aðstoð sem þér býðst. Það auðveldar hlutina til muna.


Svo er um að gera að umkringja sig jákvæðu fólki og reyna að ýta svartsýna fólkinu aðeins út í kant. Þegar manni líður svona þá höndlar maður það mjög illa.


Þetta er allt svo eðlilegar tilfinningar, það bara ræða svo fáir um þær


Knús á þig.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4882 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien