Húðsjúkdómalæknar í Reykjavík

Ars17 | 28. apr. '14, kl: 21:34:46 | 579 | Svara | Er.is | 0

Sæl verið þið,

Er einhver hér inni með góða reynslu af húðsjúkdómalækni á höfuðborgarsvæðinu? Ég er búin að vera i meðferð hjá einum læknanna hjá húðlæknum kringlunni (Glæsibæ þar til fyrir skemmstu) í heilt ár, búin að prufa sýklalyf og decutan en ekkert virkar. Hún hætti með mig í meðferð í febrúar, þó að bólurnar í andlitinu á mér voru ekki farnar að fullu. Núna er allt komið aftur og ég pantaði tíma í dag... næst kemst ég til hennar 1. júlí. - það er allt of löng bið!

Ég hef ekki verið nógu ánægð af því að ég veit í rauninni ekkert hvað er að mér, hún er hress og skemmtileg en hefur aldrei skoðað mig almennilega eða sagt mér hvað sé í gang, bara rétt spjallað við mig í örfár mínútur og svo sent mig í burtu án þess að líta upp. Ég stríddi aldrei við nein húðvandamál þar til fyrir 2 árum (ég er 28 ára) er ekki með mikið en fæ djúpar sársaukafullar bólur í kinnarnar, aðallega hægra megin (kannski kannist þið við það og eigið góð ráð?)

Allar ábendingar vel þegnar.

 

ÓRÍ73 | 28. apr. '14, kl: 21:36:02 | Svara | Er.is | 0

ég hef bara verið hjá einni sem ég ætlaði að segj aað væri  í Glæsibæ en er greinilega flutt í Kringluna, spurnig hvort það sé sama, ég var mjög ánægð með hana. 

Ars17 | 28. apr. '14, kl: 21:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það hún R. Leifs?

ÓRÍ73 | 28. apr. '14, kl: 22:08:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, var hjá Hugrúnu Þorsteins. 

Surrí | 16. feb. '22, kl: 16:32:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er hún?

kirivara | 17. feb. '22, kl: 15:23:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er mjög fín, hef verið hjá henni í mörg ár

minnipokinn | 28. apr. '14, kl: 22:28:17 | Svara | Er.is | 0

Hvað varstu lengi á decutan ? 

☆★

minnipokinn | 28. apr. '14, kl: 22:29:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars var ég ánægð á húðlæknarstöðinni.. læknarnir allir mjög fínir en uppáhalds voru samt Bárður og Jón Þrándur. 

☆★

Ars17 | 29. apr. '14, kl: 00:12:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tvo mánuði samtals, annan mánuðinn á sterkari skammti

Gormagleypir | 29. apr. '14, kl: 00:27:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tveir mánuðir eru ekki neitt. Þetta lyf varanlega þynnir á þér húðina. Hefur líklega ekki þynnt hana nægilega mikið. En þetta lyf er auðvitað eitur. Er A vítamín overdoze sem veldur skemmdum á líkamanum svo læknar reyna að nota þetta eins lítið og þeir geta.

Ars17 | 29. apr. '14, kl: 00:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jább, èg veit. Það var þess vegna sem hún tók mig af lyfinu. Ég hefði nú frekar viljað láta mig hafa það lengur og losna almennilega við þetta vesen í stað þess að taka þetta ógeð fyrir ekki neitt.

Gormagleypir | 29. apr. '14, kl: 00:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mæli með að þú reynir að fá frekar krem. Til krem með sama virka efnið eða mjög líkt allavega. Það er meira maus en ert þá ekki í hættu að skemma húð þar sem þú vilt að hún sé í lagi. Fólk fær stundum varanlegan varaþurrk, blóðnasir eftir þetta. Fólk hefur verið að fá meiri vandamál frá þörmum, ristli (innri húð) löngu eftir að meðferð hættir. Einnig hefur mikið verið varað við mögulegum skemmdum á heila sem valda þunglyndi. En það er auðvitað læknisins að meta. Fólk sem er lengi að slást við bólur og önnur húðvandamál lifir oft ekki eins góðu lífi og það gæti. Þunglyndið gæti því hafa verið fyrir.

Mæli annars með Rögnu. Hún er fín.

Gormagleypir | 29. apr. '14, kl: 00:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tek fram að ég var einn af fyrstu einstaklingum hér á landi sem tók þetta lyf. Þá kostaði skammturinn af þessu nær jafn mikið og heil mánaðarlaun þess tíma! Betur fer borgað að fullu af ríkinu. Ætli ég hafi ekki tekið þetta í heildina í svona 20 mánuði. Mörg ár oft á milli. Svona þegar ég hugsa aftur vildi ég frekar að ég hefði sleppt þessu lyfi. Hvert skipti sem eitthvað bjátar á hjá manni í dag er maður hugsi um hvort þetta lyf gæti hafa verið orsakavaldurinn :/ Nokkur minniháttar húðvandamál sem rekja má beint til þessa lyfs. En einnig stærri vandamál sem ekki er hægt að vera fullviss um hvort tengist þessu lyfi. Ég breyttist samkvæmt fólki í minni fjölskyldu gífurlega eftir fyrsta skiptið mitt (9 mánaða kúrs). Semsagt sem persóna. Tekur minna eftir svona sjálfur.

minnipokinn | 29. apr. '14, kl: 10:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já okay hélt það hefði ekki verið neitt að. Þetta er mjög stuttur tími svo leiðinlegt að þú gast ekki haldið áfram. Sjálf hef ég verið á þessu lyfi 2x núna síðast frá síðasta sumri og þangað til núna í apríl. Maður er frekar lengi að fá almennilegann árangur en þegar hann loksins kemur er hann varanlegur í stórum hluta tilfella sagði læknirinn amk.. Ég var víst bara óheppin að vera ein af þeim 200/1000 sem þurftu að taka lyfið aftur og ef ég þarf enn einu sinni verða líkurnar eitthvað skuggalega litlar. 

☆★

teenzla | 28. apr. '14, kl: 23:03:28 | Svara | Er.is | 1

Ég hef verið hjá Rögnu, og mér finnst hún voða fín og gott að tala við hana. En hún reyndar tók af mér nokkra fæðingabletti, og benti mér á rakakrem.
En svo fór ég reyndar til Bolla hjá útlitslækningum afþví ég komst strax að þar og hann fann lausn að handarbaksexeminu sem ég hef verið með lengi. Hann setti mig líka á doxilín við bólum og þær fóru svona að mestu en fljótlega eftir að ég hætti að taka þær, eða eftir 3 mánaða kúr voru þær farnar að koma aftur. Ragna aftur á móti lét mig fá dalacid áburð og mér finnst þetta bæði virka voða stutt.

minnipokinn | 29. apr. '14, kl: 10:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef 2x farið á doxylin(stór mistök í seinna skiptið) því bólurnar versnuðu um meira en helming eftir að ég hætti :S 

☆★

teenzla | 29. apr. '14, kl: 11:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, ekki gott :/

kisi345 | 29. apr. '14, kl: 00:06:00 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst Jón Þrándur alveg æði. Hann er gjörsamlega búinn að bjarga húðinni á mér. Ég er búin að vera hjá honum í rúm 3 ár, er með mjög krónískt exem, en hann er búinn að gera allt sem hægt er að gera til að halda því niðri. Veðrið hérna á íslandi er það eina sem er á móti mér.

Öll mín fjölskylda leitar til hans ef þau hafa þörf fyrir húðlækni :)

Ars17 | 29. apr. '14, kl: 00:13:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æði, ætli maður megi búast við jafnlangri bið hjá honum?

kisi345 | 29. apr. '14, kl: 00:15:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er mismunandi held ég. Ég beið mjög lengi eftir fyrsta tíma hjá honum en núna í vetur hef ég verið að fá tíma daginn eftir að ég sendi honum póst því ég þarf svokallaða neyðartíma.
Ég myndi ráðleggja þér að hringja bara strax í fyrramálið og panta tíma, en biðja þær um að hringja í þig ef tími losnar fyrr, það kemur fyrir :)

Askepot | 29. apr. '14, kl: 01:00:47 | Svara | Er.is | 0

Ég er hjá Bárði Sigurgeirs, hann er frábær. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

beeeebe | 29. apr. '14, kl: 23:26:54 | Svara | Er.is | 1

Ég var á húðlæknastöðinni. Ég byrjaði einmitt bara að fá bólur um 23 ára, hafði áður verið með fílapensla og kannski einstaka bólur en svo varð bara einhver sprenging. Læknirinn minn var Birkir, var mjög ánægð með hann. Ég var fyrst á sterakremi í 3 mánuði en náði ekki nógu góðum árangri, fór á decutan í 6 mánuði og hef varla séð bólu síðan :) (hætti á lyfinu fyrir ári síðan). Var mjög lengi að ná virkni, var með bólur alveg fram á 6. mánuð en þá allt í einu gerðist eitthvað. Hann skoðaði mig alltaf vel, var með svona risastækkunargleraugu, hreinsaði húðina og skar í og kreisti, mjög vont en skilaði árangri :) Ég fékk mikinn varaþurrk,blæddi yfirleitt úr gómnum þegar ég burstaði tennurnar, smá kláði í augun vegna þurrks. Passaði að bera alltaf vel af body lotion eftir sturtu svo ég varð ekki þurr á líkamanum en andlitið varð frekar þurrt. Fór til útlanda 3 vikum eftir að ég hætti á lyfjunum og var í mánuð, var ekkert viðkvæmari fyrir bruna og hef ekki fundið fyrir neinum aukaverkunum eftir að ég hætti :)

karlg79 | 26. feb. '22, kl: 17:16:59 | Svara | Er.is | 0

Myndi bennda á Bárd á Smáratorgi og Már á Covitdeild. 2 Fremstu menn á Íslandi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Síða 4 af 47872 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, Kristler, paulobrien