Húfa á hringprjón -afsakið byrjendaspurningu

Hvuttaræksni | 21. feb. '14, kl: 20:30:56 | 297 | Svara | Er.is | 0

Mig langar að prjóna ofureinfalda húfu á hringprjón (svo notar maður væntanlega sokkaprjóna fyrir úrtökuhlutann...) en finn enga nógu einfalda uppskrift. Getið þið vísað mér á einfalda uppskrift að fullorðinshúfu. Eða jafnvel bara sagt mér hvað maður fitjar upp á margar lykkjur fyrir meðalstóran fullorðinshaus og hversu margir cm hringprjónninn á að vera? :)

 

gulldis | 21. feb. '14, kl: 20:33:46 | Svara | Er.is | 0

Hvernig garn ertu með?

Hvuttaræksni | 21. feb. '14, kl: 20:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Garnið sem ég er með er Álafosslopi fyrir 5.5 - 6.5 prjóna. :)

Hvuttaræksni | 21. feb. '14, kl: 20:35:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar að prjóna 2-3 þræði saman ( á svoleiðis húfu sem vinkona mín prjónaði á mig og finnst það skemmtileg útkoma). Ég er líka með hnotu af hosubandi (fyrir 4-4.5 prjóna), get ég prjónað það saman við?

hrelgi | 22. des. '17, kl: 21:27:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með kambgarn

Hrelgi

Tuc | 28. feb. '14, kl: 02:42:05 | Svara | Er.is | 1

http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/19008/

__________________________________________________________

Tuc | 28. feb. '14, kl: 02:42:50 | Svara | Er.is | 1

 

 

__________________________________________________________

LadyGaGa | 1. mar. '14, kl: 10:25:51 | Svara | Er.is | 1

Endilega lærðu strax að nota aðferð sem heitir Magic loop, getur fundið það á youtube.  Það einfaldar prjónaskapinn töluvert og þú þarft ekki að eiga sokkaprjóna.  Gangi þér vel  :)

Lovelycakes | 3. mar. '14, kl: 12:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oooh mig langar svo að læra það! þoli ekki sokkaprjóna vesenið, fer allt í steik hjá mér! er búin að horfa á nokkur video en þetta er ekki að koma hjá mér :/

tennisolnbogi | 10. mar. '14, kl: 02:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er Magic loop það sama og maður notar þegar maður prjónar tvær ermar á sama hringprjón?

karamellusósa | 10. mar. '14, kl: 15:56:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ,  en þú þarft ekkert að gera tvennt í einu, en annars er það basically sama aðferðin.   magic loop er það að þú prjonar lítinn hlut a´prjón sem er tvisvar eða þrisvar sinnum lengri heldur enþað sem þú ert að prjóna og dregur alltaf snúruna útúr miðjunni í stað þess að hún sé strekkt inní stykkinu. þá sleppurðu við að nota ermaprjona í lokin.   ég hef varla notað mína ermaprjóna (5prjona) síðan ég lærði magic loop.   geri allt svona. bæði vettlinga, sokka, ermar  og allt, og oft tvennt  í einu, en oft líka bara eitt í einu.


..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

tennisolnbogi | 10. mar. '14, kl: 16:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta er sniðugt. Ég er bara nýbyrjuð að prjóna og mamma lét mig gera þetta strax, eina sem ég var búin að gera áður var einföld húfa til að basically muna hvernig á að gera slétta lykkju. Þá endaði ég einmitt með fjóra prjóna. Næst prjónaði ég peysu og eins og ég segi, þá lagði mamma mikla áherslu á það við mig að ég myndi byrja strax á þessari aðferð, bæði til að sleppa við ermaprjóna og svo til að gera tvær ermar í einu ;) Það er víst svo leiðinlegt að gera seinni ermina heheh.... (reyndar sagði mamma líka að þess vegna byrjaði hún alltaf á seinni erminni :P). Ég held bara áfram á minni braut og er fegin að hafa lært þetta með ómótaðan huga :)

karamellusósa | 3. mar. '14, kl: 11:26:49 | Svara | Er.is | 0

sko..   hringprjónninn ætti að vera ca 50 cm langur. (gætir notað 40 líka) 

en lykkjufjöldinn sem þú fitjar upp fer algerlega eftir því hvaða garn þú ætlar að nota. og svo stærðin á prjóninum (númerið-breiddin)

 ég nota þetta til viðmiðunar:

Hvað á að
fitja upp margar lykkjur??

 

Smart garn   um það bil 100 lykkjur á prjóna nr 3,5

Sport garn um það bil 80-90 lykkjur á prjóna nr 5

Létt lopi    um það bil 90 lykkjur á prjóna nr 4,5

Álafosslopi   um það bil 60-68 lykkjur á prjóna nr 6

Pronto/bulky garn   um það bil 44-50 lykkjur á prjóna nr 8.

 

Svo
prjónarðu um það bil 20 cm áður en komið er að úrtöku.


..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

hrelgi | 22. des. '17, kl: 21:27:05 | Svara | Er.is | 0

Ég nota 80 lykkjum og hringprjónarnir eru 40 CM á lengd

Hrelgi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Síða 7 af 46395 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Guddie