Hundaofnæmi á vinnustað. Vantar álit.

Loft88 | 25. mar. '15, kl: 17:19:04 | 725 | Svara | Er.is | 1

Daginn, nú vinn ég við byggingarvinnu, þar sem blokkin sem við vinnum í er aðskilin kaffigámnum.

Á þessum vinnustað eru 2 aðilar með hunda, einn lítill og annar stærri sem er vel loðinn. Þeir eru alltaf, oft báðir inní kaffiskúr í kaffitímanum og matartímanum.

Einnig eru þeir oft inní blokk, þessi stærri loðnari er t.a.m. alltaf inní öllum íbúðunum hlaupandi út um allt allan daginn. Íbúðir sem ég vinn í og mun vinna í næstu mánuði.

Ég sjálfur er með mjög mikið ofnæmi fyrir hundum, hef t.d. 3x fengið slæmt ofnæmisköst útaf hundum en það eru mörg ár síðan.

Einkennin mín eru mikill kláði í andliti, kringum augu og nef og mikill hnerri. En versta finnst mér að öndunarvegurinn þrengist og ég verð móður og á erfitt með andardrátt.

Mér er almennt illa við lyf og vill frekar treglega leysa þetta vandamál með því að taka sterkar töflur alla daga, einu lyfin sem ég tek eru astmapúst þegar ég vakna og þegar ég fer að sofa.

Hvað, kæra fólk er til ráða fyrir mig? Því ég nenni ekki að vinna þarna til frambúðar ef ég þarf alltaf að vera kafna úr ofnæmi alla daga, gjörsamlega hata ofnæmi :/

Kv.

 

Nói22 | 25. mar. '15, kl: 17:21:14 | Svara | Er.is | 0

Lóritín er eftir því sem ég best veit ekkert svakalega sterkt. gætir prófað það.

Loft88 | 25. mar. '15, kl: 17:22:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lóritín og þessi ólyfseðilskyldu lyf virka ekkert á mig.

Hef verið að nota lyf á sumrin ( frjókorn )sem heita Aerius

Allegro | 25. mar. '15, kl: 18:12:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og er hundaofnæmið þá fínt yfir sumarið þar sem þú ert að taka ofnæmislyf þá?

Andý | 25. mar. '15, kl: 17:22:59 | Svara | Er.is | 1

Hættu bara og fáðu þér nýja vinnu og ekki gleyma að segja frá því að þú sért mikill ofnæmissjúklingur áður en þú ert ráðinn

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Loft88 | 25. mar. '15, kl: 17:24:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En ef mér líkar þessi vinnustaður og fólkið sem er á honum?

Það er s.s. engin lög eða neitt sem stoppar það að fólk megi fara með hunda á vinnustaði?

Andý | 25. mar. '15, kl: 17:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Duttu þessir hundar bara af himnum ofan? Kannski finnst þeim líka gaman að vera í vinnunni

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Loft88 | 25. mar. '15, kl: 17:28:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en ég hef skuldbindingum að gegna og verð að mæta í vinnu, ekki afþví að mér finnst það gaman heldur því ég verð!

assange | 25. mar. '15, kl: 18:30:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Audvitad er tetta bannad

Horision | 29. mar. '15, kl: 02:15:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður víst að útskýra þitt mál fyrir vinnuveitenda þínum. Kannski vill hann halda þér og láta hundana hundskast. Ekki bara þegja og gera ekkert.

Yxna belja | 29. mar. '15, kl: 08:46:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lög um það? Það væri bilun. Að sjálfsögðu eru ekki lög um það.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Abbagirl | 25. mar. '15, kl: 17:24:42 | Svara | Er.is | 0

Biður eigendur hundanna um að hafa þá heima.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

BlerWitch | 25. mar. '15, kl: 17:29:25 | Svara | Er.is | 0

Hvað segja eigendur hundanna um málið? Eru þeir ekkert tilbúnir til að taka tillit til þín?

Loft88 | 25. mar. '15, kl: 17:34:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á eftir að ath. það en hef bara mikla reynslu afþví sjáfur að fólk sem hugsar um hundana eins og börnin sín á oft virkilega erfitt með að bera tillit til svona aðstæðna. Það er eins og hundafólk skilji ekki hvernig það er að eiga erfitt með öndun og þurfa lifa með svona slæmt ofnæmi.

Vildi bara fá álit annarra áður en ég færi að spurja þá...

BlerWitch | 25. mar. '15, kl: 17:51:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já skil þig. En mér finnst mun eðlilegra að þeir taki tillit til þín en að þú farir að taka einhver lyf eða skipta um vinnu. Hundarnir hljóta að geta verið annars staðar.

Alpha❤ | 25. mar. '15, kl: 17:40:30 | Svara | Er.is | 1

biður þá um að sleppa að hafa þá í kaffiskúrnum. Blokkin er stærra svæði, veit ekki með það. Færðu þá ekki ofnæmi líka bara að hafa hundaeigendurnar þarna líka fyrst þetta er svona slæmt?

Loft88 | 25. mar. '15, kl: 17:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fæ einkenni jú á að vera í kringum fólk sem á dýr en þau eru vægari...

fálkaorðan | 25. mar. '15, kl: 17:48:09 | Svara | Er.is | 3

Veit ekki hvað þú átt að gera.


En ég var að vinna þar sem hundurinn minn var velkominn í vinnuna og í einu verkefni þá var undirmaður minn með mikið ofnæmi svo hundurinn var heima alla þá vinnutörn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

skófrík | 25. mar. '15, kl: 17:56:53 | Svara | Er.is | 2

er ekki hægt að tala við samstarfsaðilana sem eru með hundana og spurja hvort það er ekki hægt að hafa þá úti eða á afmörkuðu svæði þar sem þeir eru ekki ofan í þér? Getur allavega byrjað á því :)

Allegro | 25. mar. '15, kl: 18:16:12 | Svara | Er.is | 0

Ég mundi í þínum sporum ræða þetta við eigendur hundana. T.d hvort það sé hægt að halda kaffigámunum án hunda og jafnvel takmarka aðgengi þeirra eitthvað meira.

Silaqui | 25. mar. '15, kl: 18:30:23 | Svara | Er.is | 1

Þú verður að byrja á því að tala við eigendur hundanna (ég sé að þú hefur ekki gert það ennþá). Kannski, og eiginlega líklega, taka þeir tillit til þín. En þeir geta ekki tekið tillit til þín ef þú segir ekki frá því sem er að plaga þig.
Þú getur svo rætt þetta við yfirmann, þeas ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess að koma á móts við þig.

Guppyfish | 25. mar. '15, kl: 18:42:59 | Svara | Er.is | 4

Thú talar vid eigendur hundanna. Thad skiptir öllu máli hvernig thú gerir thad. Thú byrjar á tví ad segja ad their séu alveg yndislegir og thú sért mikill hundavinur en thetta sé farid ad há thér talsvert. Hundafólk verdur ad finna ad thetta séu ekki fordómar gagnvart hundinum theirra heldur adeins læknisfrædilegt vandamál.

Allegro | 25. mar. '15, kl: 19:02:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvort viðkomandi er mikill hundavinur og finnist þetta yndislegir hundar?

Nói22 | 25. mar. '15, kl: 19:04:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það skiptir engu máli hvort manneskjan er það eða ekki. Hún segist vera það. Þá er líklegra að hundaeigendurnir taki vel í að takmarka aðgengi hundanna.

Allegro | 25. mar. '15, kl: 19:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst bara algjör óþarfi að ljúga því og óþarfa uppgerð. Það er alveg hægt að ræða málin án þess að gera sér upp einhverjar ýktar tilfinningar. Venjulega sér maður alveg hvort fólk er fyrir hunda eða ekki.
Ég held að flestir hundaeigendur geti alveg komið til móts við aðra og farið eftir reglum um lausagöngu hunda án þess að það sé á hreinu að viðkomandi elski hunda. A.m.k geri ég ekki þær kröfur á fólk. 

Guppyfish | 25. mar. '15, kl: 19:24:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það talaði enginn um ýktar tilfinningar. Ég myndi bara ljúga blákalt ef ég þyldi ekki hundana og flestir hundaeigendur eru frekar spes þegar það kemur að þeim ferfættu. Það að biðja þá um að fjarlægja hundana án þess að milda þá aðeins fyrst er stundum eins og að segja við þá að barnið þeirra sé ljótt ,án gríns. Sástu tildæmis vörnina í Andý hér uppi? og hún er bara stundum að passa hund.

Hundafólk upp til hópa er margt mjög "sérstakt" (er ekki að alhæfa um alla) og já er búin að vinna við hundaheiminn á íslandi í 19 ár og ætti að vita eitthvað um það.

Allegro | 25. mar. '15, kl: 19:29:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok það þín taktík og  þú telur að það sé betra. Finnst það sjálfri algjör óþarfi og oftast sér fólk í gegnum slíkt og gerir bara verr ef eitthvað er.
Þú hefur þessa skoðun á hundaeigendum en ég deili henni ekki. Held að hundaeigendur séu bara ósköp venjulegt fólk sem vill að það sé komið fram við það af vinsemd og heiðarleika.

Guppyfish | 25. mar. '15, kl: 19:33:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skoðanir mótast auðvitað af reynslu hvers og eins.

Fuzknes | 27. mar. '15, kl: 22:09:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

get staðfest, hundafólk er oft 'spes'

Abbagirl | 25. mar. '15, kl: 19:17:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er fáránlegt að ljúga því að eigendunum að honum finnist hundarnir æði ef honum finnst það ekki og skiptir í raun engu máli. Það er eðlilegast að vera hreinskilinn og segjast vera með ofnæmi.
Mér finnst það líka spurning hvort hindarnir eru öruggir á stað þar sem byggingavinna fer fram.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Nói22 | 25. mar. '15, kl: 19:20:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekki sammála því að það sé fáránlegt. Ég held að það sé langbest að ef maður ætlar að fá einhvern til að gera eitthvað fyrir sig að gera það þá í góðu. Eins og t.d segja að hundarnir séu frábærir eða að nágrannarnir séu frábærir ef maður er að kvarta eitthvað undan þeim. Það getur allt verið bölvuð lýgi en fólk er líklegra til að vera liðlegt ef maður gerir þetta í góðu og fólk upplifir þetta ekki sem árás.

Guppyfish | 25. mar. '15, kl: 19:26:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. Heimurinn er ekki svartur og hvítur.

Allegro | 25. mar. '15, kl: 19:33:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er alveg hægt að ræða málin í góðu án þess að gera sér upp eitthvað sem maður er kannski alls ekki.
Kannski er viðkomandi mikill hundavinur og finnst þessir hundar yndislegir. Þá er það bara gott mál, en í raun kemur það ofnæminu og því sem hann er að ræða við viðkomandi lítið við.

Nói22 | 25. mar. '15, kl: 19:37:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarna er samt verið að reyna að fá einhvern (hundaeigandann/eigendurna) til að gera eitthvað. Og það eru meiri líkur á því að þeir verði liðlegir ef þetta er gert í góðu. Ef þeir upplifa þetta ekki sem árás. Þeim gæti þótt ægilega vænt um dýrin og það eru einfaldlega meiri líkur á því að þeir taki vel í þetta ef þeir halda að þetta sé ekkert tengt dýrunum (þau séu yndisleg) heldur sé þetta eingöngu læknisfræðilegt.


Fólk getur nefnilega svo auðveldlega hlaupið í vörn og þar með eru öll samskipti orðin erfiðari.

Allegro | 25. mar. '15, kl: 19:46:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín skoðun er sú að það sé hægt að ræða þetta í góðu án þess að gera sér upp hluti. 
Ef einhver kæmi til mín og segðist vera með ofnæmi fyrir hundum þá mundi það ekki skipta mig máli hvort honum þætti hundurinn yndislegur eða ekki. 

Strandgata | 29. mar. '15, kl: 02:10:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér er mjög illa við flesta hunda, og ég segi bara að ég sé hrædd við þá, til þess að eigendurnir haldi þeim frá mér. Ef ég myndi segja þeim sannleikann þá gætu orðið leiðindi. Ég er ekki með neitt ofnæmi en vildi stundum óska þess til þess að hafa meiri ástæðu til að forðast hunda. Ég er í raun hrædd við þá af því að mér finnst svo óþægilegt þegar þeir hoppa á mig og gelta, ég fríka út hehe. En það er bara ég... :)

Loft88 | 26. mar. '15, kl: 16:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alls ekki á móti hundum, burtséð frá hundum sem eru illa upp aldnir, geltandi og hlaupandi útum allt og stoppa ekki. Þekki nokkra sem eiga svoleiðis Chiwawa.

Annars er ég mikill dýravinur og ætti mjög líklegast hund sjálfur ef ekki væri fyrir ofnæmið.

Allegro | 26. mar. '15, kl: 17:02:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bara flott mál og leitt að þú getir ekki átt hund. 


Vona að þið náið að leysa málið frasællega. Ég mundi halda að lang flestir hundaeigendur taki vel í að passa að hundarnir væru ekki að valda örðum heilsutjóni. Þú verður að geta stundað þína vinnu án þess að þjást. 

staðalfrávik | 25. mar. '15, kl: 19:17:54 | Svara | Er.is | 1

Þú gætir a.m.k. krafist þess að hudarnir væru ekki þar sem þú ert.

.

LeahRos | 27. mar. '15, kl: 20:42:54 | Svara | Er.is | 1

sem hunda eigandi þá myndi ég nú bara afmarka svæðin sem hundarnir mínir væru á ef ekki bara hafa þá heima ef ofnæmið er það slæmt :) væri lang auðveltast að tala bara við þá sem eyga þá, ef þeir taka ekki tillit til þín ( sem mér finnst mjög skrítið ef þeir gerðu ekki ) þá einfaldlega talaru við yfirmanninn :)
Voru þessir hundar þarna þegar þú byrjaðir að vinna eða komu þeir bara allt í einu?

Loft88 | 28. mar. '15, kl: 10:37:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir komu báðir mörgum mánuðum eftir að ég byrjaði....

LeahRos | 28. mar. '15, kl: 14:15:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já nkl þá ætti þetta ekki að vera neitt mál, væri nú bara frekar heimskulegt eg þeir myndu ekki hlusta á þig!

thobar | 27. mar. '15, kl: 21:24:39 | Svara | Er.is | 0

Ertu ekki með naglabyssu þarna...????

Loft88 | 28. mar. '15, kl: 10:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg vill forðast að fara þá leiðina :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47916 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien