Hundaofnæmi, ráð einhver ??

theisi | 21. júl. '15, kl: 22:16:00 | 178 | Svara | Er.is | 0

Ég fór með strákinn minn fyrir ca 2 árum til ofnæmislæknis vegna gruns um kattaofnæmi og kom í ljós að hann væri með ofnæmi fyrir köttum, þá mjög mikið og einnig fyrir hundum en aðeins minna að sögn læknisins. Það var mikill skellur fyrir fjölskylduna að vita það þar sem það er draumur allra að eignast hund og hefur verið í mörg ár. Við vorum að bíða eftir réttu húsnæði sem leyfði hundahald og núna erum við loksins komin í það.

Við höfum haldið stráknum þess vegna alveg frá hundum síðan að við fengum þessar upplýsingar en svo voru systkini hans að klappa hundi einu sinni (blönduð tegund) og honum langaði svo líka. Við leyfðum honum að klappa honum í smá stund og ekkert gerðist, engin ofnæmseinkenni (allavegana ekki eins og þegar hann kemst í snertingu við kött eða er innan um kött).

Svo kom upp sú staða að við misstum húsnæði okkar tímabundið og þurftum við að gista þar sem voru nokkrir hundar í sama húsnæði, ekki inni þar sem við sváfum en frammi. Hann fékk engin ofnæmiseinkenni þá, en við vorum þar í mánuð. Svo ákváðum við að gera smá tilraun Við vorum sem sagtút á landi að heimsækja ættingja og tveir þeirra eiga hunda og leyfðum honum að kjassast og kyssa 2 hundategundir (langhund og chihuahua). Hann fór nokkrum sinnum í heimsókn og klappaði þeim og kyssti og fékk engin ofnæmisviðbrögð. Við vorum frekar lengi í hvert skipti.

Mín spurning er því sú. Er í alvöru möguleiki að hann geti þolað vissar tegundir frekar en aðrar ? Gæti verið von fyrir okkur að fá okkur hund ? Vitið þið hvort það sé hægt að passa hund eða fá lánaðan hund til að komast að þessu, hljómar kannski fáránlega en okkur langar svo að athuga hvort þetta væri möguleiki. Við viljum alls ekki fá okkur hvolp sem við þurfum svo að láta eftir einhvern tíma frá okkur. Mér myndi líka finnast það öruggara og betra að fá hund heim í einhverja daga til að sjá hvernig strákurinn verður, kannski er ekki jafn mikið að marka að fara í heimsókn ?

Hvað finnst ykkur ? Einhver ráð ? Það væri svo yndislegt ef þetta væri hægt svo að þessi draumur allra yrði að veruleika.

ps.
Þegar hann hefur fengið ofnæmisviðbrögð við köttum þá fær hann mikinn hósta, nefrennsli og klæjar mikið í augun. Stundum fylgja útbrot. Það er´þá nóg fyrir hann að fara inn á heimili þar sem er köttur eða hefur verið, sama hversu vel er ryksugað eða þrifið. Hins vegar gerist þetta eða hefur ekki gerst með hunda og ég skil ekki alveg af hverju, þar sem að ofnæmi mældist, þó svo að það hafi verið minna.

 

Ragga81 | 21. júl. '15, kl: 23:20:26 | Svara | Er.is | 0

Ofnæmi getur líka vaxið af fólki.  En ég hef alveg heyrt um að fólk fái mis mikil ofnæmis viðbrögðð á milli tegunda.  Ég myndi athuga með fóðrusamning til að byrja með. 

Jebb verð ein heima um jólin með dýrunum og finnst það æði

hillapilla | 21. júl. '15, kl: 23:40:19 | Svara | Er.is | 0

Ég mældist með ofnæmi fyrir hundum (en ekki köttum) þegar ég var unglingur en það var ekki eins mikil svörun og á t.d. hestum og grasi. Ég hafði þá aldrei fundið nein einkenni, hafði svo sem ekki verið mikið innan um hunda. En svo bjó ég hjá hundafólki í hálft ár nokkrum árum síðar og fann engin einkenni heldur. Hef aldrei orðið vör við þetta hundaofnæmi mitt en vel vör við hesta- og grasofnæmið.

Svo já, það er pottþétt hægt að athuga þetta betur, mögulega mismunandi milli tegunda og eins getur þetta vaxið af manni.

Kaffinörd | 21. júl. '15, kl: 23:54:02 | Svara | Er.is | 0

Mis mkið ofnæmi sem menn geta fengið af hundum. Að ég best veit eru verstu ofnæmisvaldarnir hundar sem slefa mikið og fara mikið úr hárum. En að þessu sögðu þá er t.d. bróðir minn með mikið ofnæmi fyrir öllum hundum sama hvaða tegund það er.

T.M.O | 22. júl. '15, kl: 00:06:17 | Svara | Er.is | 0

strákurinn minn er með rosalegt grasofnæmi en þegar hann var prófaður sást vottur af hundaofnæmi sem var soldið sjokk þar sem við eigum hund. Hundurinn fer ekki úr hárum en það er samt engin trygging fyrir að það komi ekki upp ofnæmi, strákurinn hefur ekki fengið sjáanleg ofnæmisviðbrögð en við höfum haldið herberginu hans nokkuð hreinu, hundurinn kemur kannski þar inn stöku sinnum en liggur ekki í rúminu og á sér engan stað þar inni. Ég bara vona að það haldist í lagi en það eru komin 4 ár.

ansapansa | 22. júl. '15, kl: 00:34:26 | Svara | Er.is | 0

Maðurinn minn er með smá hundaofnæmi en við eigum hund. Það eina sem maðurinn finnur fyrir er þegar hundurinn sleikir hann, þá fær hann útbrot. Svo hundurinn má ekki sleikja kallinn og málið er dautt ;) En hann er líka með mikið kattar og hesta ofnæmi.

En svo á frænka mín barnabarn með hundaofnæmi en hún sjálf á terrier sem fer ekki úr hárum en barnabarnið fær alveg bullandi ofnæmi heima hjá henni ef hundurinn er þar líka. Svo það að hundurinn fari ekki úr hárum hjálpar ekki í öllum tilvikum.

Ef strákurinn þinn er ekki að fá nein einkenni innan um hunda þá er ekki víst að hann sé með það mikið ofnæmi að það komi fram einkenni, eins og hjá mínum manni. Ef þú þekkir einhverja hundaeigendur þá endilega prufaðu að fá hundinn þeirra í heimsókn til ykkar, ábyggilega einhver sem er til í að fá smá pössun fyrir hvuttan sinn :)
Það hljómar alls ekkert fáránlega...heldur bara skynsamlegt og ábyrgt af ykkur að fara þá leið frekar en að fá ykkur hund og þurfa svo jafnvel að losa ykkur við hann strax aftur vegna ofnæmis sem þið vissuð að væri kannski til staðar :)

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

staðalfrávik | 22. júl. '15, kl: 00:37:13 | Svara | Er.is | 0

Getur vaxið af honum, ég myndi fá lánaðan hund í mánuð t.d. ef þið þekkið einhvern og fá ykkur þá eins týpu. Bara passa að þið getið skilað honum án fyrirvara.

.

Dalía 1979 | 22. júl. '15, kl: 00:51:54 | Svara | Er.is | 0

Eg er með hunda ofnæmi fyrir vissum tegundum er sjálf með smá hund og er með ofnæmi fyrir honum lýsir sér hjá mér með miklum hósta og nefrensli held þvi niðri með lyfjum 

Degustelpa | 22. júl. '15, kl: 07:31:20 | Svara | Er.is | 0

Hann virðist bara vera laus við hundaofnæmið. Þið fáið ekkert betri niðurstöðu ef hundur kemur á ykkar heimili en að þið farið í heimsókn til hunds, ef það er ofnæmi þá kemur það í ljós á fyrstu 30 mín.

En svo að hinu ef þið eruð ekki með stöðugt húsnæði þá myndi ég mæla með að geyma hundahaldið því það er miklu erfiðara að finna húsnæði með dýr en án dýra

theisi | 22. júl. '15, kl: 11:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk allir fyrir svörin. Við erum með stöðugt heimili núna sem leyfir hundahald. Við viljum bara fara varlega svo við þurfum ekki láta hundgreyið fara á flakk ef eitthvað skildi gerast, sögurnar eru greinilega misjafnar varðandi þetta. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og athuga hvort maður finnur ekki einhvern sem þarf hundapössun í smá tíma ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 29.9.2023 | 11:00
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Síða 7 af 47462 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Guddie, paulobrien