Hvað borgið þið í tryggingar af bílunum ykkar ?

tweety69 | 26. jún. '07, kl: 13:05:21 | 1121 | Svara | Er.is | 0

Ég var að endurnýja allan tryggingapakkann eins og ég geri 1 x á ári
Og ég er í algjöru sjokki
Ég þurfti að borga af 2 bílum þar sem ég er ekki búin að koma öðrum í sölu
Í fyrra borgaði ég s.s. 70. þús. fyrir 1 bíl
Mér skilst að það hafi komið hækkun í ágúst og svo í janúar
Og ég þurfti s.s. að borga 107. þús. fyrir 1 bíl, samtals um 214. þús. fyrir 2 bíla !!!
Það er spurning hvort maður verði að leita eitthvað annað eða er þetta "eðlilegt" verð ?

Kv. Svava

 

2006 og 2008 | 26. jún. '07, kl: 13:13:45 | Svara | Er.is | 0

Líka hægt að vera á einum bíl ;)

Ruffy | 26. jún. '07, kl: 13:17:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég borga rétt rúmlega 100þús.kr í tryggingar yfir árið, enda er ég með minn bíl tryggðann fyrir flest öllu!Enda alger gullmoli, hef heyrt svo mörg dæmi þar sem brotist er inní bíla og annað og tryggingarnar bæta það ekki, better safe than sorry :)

__________________________________________________
"Just because I don't care doesn't mean I don't understand."

"Here's to alcohol - the cause of, and solution to, all of life's problems"

adrenalín | 26. jún. '07, kl: 13:22:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sá að tryggingarnar sem ég endurnýjaði af jeppanum í febrúar voru rúmlega 70 þúsund. Á að endurnýja trygginguna af fólksbílnum í ágúst veit ekki hvað þær eru háar en í fyrra voru þær 76 þúsund.

tweety69 | 26. jún. '07, kl: 17:22:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nýbúin að kaupa mér bíl en hef ekki náð að selja hinn bílinn
Ég hef verið að reyna að selja hann, það hefur bara ekki tekist

Kv. Svava

Tjásan | 26. jún. '07, kl: 13:20:15 | Svara | Er.is | 0

Hvar tryggir þú? Ég er með svipaða upphæð hjá TM og er svo ekki sátt!

Ruffy | 26. jún. '07, kl: 13:24:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er hjá VÍS, er með pakka þar.

__________________________________________________
"Just because I don't care doesn't mean I don't understand."

"Here's to alcohol - the cause of, and solution to, all of life's problems"

tweety69 | 26. jún. '07, kl: 17:23:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með allar mínar tryggingar hjá VÍS

stelpa001 | 26. jún. '07, kl: 13:24:14 | Svara | Er.is | 0

vá 214þus fyrir tvo bíla? Hva ertu að keyra á einhverjum dýrum druslum eða? ég er að borga 74þus fyrir 1 bil.

adrenalín | 26. jún. '07, kl: 13:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gleymdi nú að minnast á að fólksbíllinn er í kaskó.

annapanna1 | 26. jún. '07, kl: 13:25:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka að borga 74 þús fyrir einn bíl hjá TM

california | 26. jún. '07, kl: 13:25:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég borga 65 á ári fyrir einn bíl

stelpa001 | 26. jún. '07, kl: 13:28:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hjá hvaða tryggingarfyrirtæki ert þú ??????

Tiana | 26. jún. '07, kl: 13:38:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ahh vil helst ekki svara því EN vís voru langdýrastir og leiðinlegast að tala við þá.....svo fer þetta bara eftir því hverjum maður lendir á :)

stelpa001 | 26. jún. '07, kl: 13:52:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heheh afhverju viltu ekki svara því? er það eitthvað felumál? eg er t.d hja sjova

california | 26. jún. '07, kl: 13:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tm :D er ekki með kasko eða neitt bara þessar must have

tweety69 | 26. jún. '07, kl: 17:25:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með 1 Citröen og 1 Ford station, annar er 2002 og hinn 2003

Tiana | 26. jún. '07, kl: 13:32:22 | Svara | Er.is | 0

Er að borga 160 þús fyrir heimilistryggingu, tryggingu fyrir 3 bíla (tveir í kaskó) og tryggingu á voffann og ég er mjög sátt!
Við fórum bara á milli tryggingafélaga með tilboðin þeirra og sögðum þeim að bjóða betur annars færum við í viskipti annarsstaðar ;) það virkaði þetta líka svona vel :D

Ruffy | 26. jún. '07, kl: 13:34:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hjá hvaða tryggingarfélagi enduðu þið?

__________________________________________________
"Just because I don't care doesn't mean I don't understand."

"Here's to alcohol - the cause of, and solution to, all of life's problems"

12stock | 26. jún. '07, kl: 13:34:08 | Svara | Er.is | 1

Losaðu þig við bílana. Í flestum tilfellum eru bílar ekki nauðsynlegir. Ef að þú ákveður að eiga bíl, þá þarftu að gera þér grein fyrir því að það er dýrt að reka bíl.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Ruffy | 26. jún. '07, kl: 13:36:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðað við leiðarkerfi straeto.is er ekki öfundsvert að vera á þeim fararskjóta, ef allt er reiknað með t.d tímasparnaður þá held ég að ég kysi frekar bílinn þótt það munaði e-rjum krónum

__________________________________________________
"Just because I don't care doesn't mean I don't understand."

"Here's to alcohol - the cause of, and solution to, all of life's problems"

12stock | 26. jún. '07, kl: 14:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nokkrum krónum? Það kostar 40.600 kr. ótakmörkuð notkun á strætó á ári. En s.kv. heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeiganda þá er rekstarkostnaður af fjölskyldubíl 632.080 kr. á ári. Þetta eru tölur frá janúar 2004 og í þessum útreikningum er bensínliternum 98,7 kr. Það er hægt að auka þessa tölu um 10% (varlega áætlað) m.v. daginn í dag og þá er kostnaðurinn 695.288 kr. Þessar fáu krónur eru þá 654.688 kr. á ári. Það finnst mér meira en fáar krónur.

Þú bendir á að það sé tímasparnaður að ferðast með einkabíl m.v. strætó. Ég er ekki sammála því, í flestum tilvikum. Í mörgum tilfellum ertu fljótari í strætó heldur en í einkabíl. Ég er t.d. fljótari í vinnuna í strætó heldur en í bíl því ég þarf ekki að eyða tíma í það að finna bílastæði (vinn í miðbænum).

Ef að Þú þarft nauðsynlega að flýta þér svona mikið (og hefur þörf fyrir þennan meinta tímasparnað) þá hefurðu þessar 654.688 kr. sem að þú getur eytt í leigubíla. M.ö.o. þú getur eytt tæpum 2.000 kr. á dag í leigubíl fyrir peninginn sem að sparast við það að ferðast í strætó.

Það er í góðu lagi að velja einkabílinn en þá verður maður að gera sér grein fyrir því að það kostar að reka bíl. Það er búið að telja fólki trú um að það sé nauðsynlegt að eiga bíl. Ég lifi góðu lífi án þess að eiga bíl.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Ruffy | 26. jún. '07, kl: 14:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú kemst ekki langt á 200 kr á dag i leigubíl, og ég get alveg lofað þér því að sá tími sem ég spara mér á því að vera á mínum eigin bíl en ekki í strætó er mikið hærri en 2000kr ef ég tala bara í vinnutíma.

__________________________________________________
"Just because I don't care doesn't mean I don't understand."

"Here's to alcohol - the cause of, and solution to, all of life's problems"

Ruffy | 26. jún. '07, kl: 14:11:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

meinti auðvitað 2000kr á dag ekki 200

__________________________________________________
"Just because I don't care doesn't mean I don't understand."

"Here's to alcohol - the cause of, and solution to, all of life's problems"

12stock | 26. jún. '07, kl: 15:13:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er ég ekki að mælast til þess að fólk noti leigubíla í staðinn fyrir strætó eða einkabíl. Ég er aðeins að benda á það hve miklar fjárhæðir sparast við að eiga ekki bíl. Eins og ég benti á þá er einkabíl ónauðsynlegur í flestum tilfellum og ég veit ekkert um þínar aðstæður en ég leyfi mér að efa það að sparnaðurinn hjá þér, á því að vera á eigin bíl í stað strætó, sé mikið hærri en 2.000 kr. á dag. Það segir mér að þú ert á gífurlega háum launum. Ég er á ágætislaunum, í kringum 300 þúsund/mán. Yfirvinnan mín gefur rúmlega 3.300 kr. á tíman og fæ ég ekki nema umræddar 2.000 kr. útborgað. Ég leyfi mér að gefa mér það að þú sért 30 mín. lengur að ferðast með strætó í og úr vinnu heldur en með einkabíl það segir mér að þú sért með allavega 600 þúsund kr. á mánuði í laun. En s.kv. þínum orðum, þá ertu með miklu hærri laun. Í þessum útreikning þá er vinnutapið 2.000 kr. ALLA daga ársins. Ef þú ert á svipuðum launum og ég þá ertu klukkutíma lengur í strætó heldur en á einkabíl. Það stenst engan veginn.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Ruffy | 26. jún. '07, kl: 15:21:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okey, ég er ekki með reiknivélina á lofti, ennþá :) en ég veit vel með smá heila reikning að mitt tímakaup eftir skatta er meira en 2000kr, þessvegna svara ég þér, og svo er nú ekki bara hægt að tala um þann tíma sem strætóinn er á keyrslu, heldur þarf að labba útá strætóstöð, sem b.t.w hefur verið fækkað og þ.a.l lengri gönguleið,/tími og það að strætó er sjaldnast á réttum tíma :S ég veit það er ömurlegt, ég var alger strætómanneskja og neitaði að eiga bíl, en svo reikaði ég dæmið útfrá öllum mögulegum sjónarhornum og miðað við það að það eru 12,3 km í vinnuna mína þá var ég betur sett að reka minn eigin bíl, og svo ekki sé talað um fríðindin sem fylgja! ég get verið að burtu frá heiman lengur en til 12-01 án þess að taka leigubíl heim og þarf ekki að fylgja tímaáætlun sem e-r Jón útí bæ setur upp og heldur að henti!

__________________________________________________
"Just because I don't care doesn't mean I don't understand."

"Here's to alcohol - the cause of, and solution to, all of life's problems"

zkitster | 27. jún. '07, kl: 00:05:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer rosalega eftir hvar maður býr, fyrir mig er mun hentugra að nota strætó því ég bý í miðbænum og pain að finna bílastæði hérna.
Er mætt í vinnuna 10 mín fyrir vakt og er jafn lengi að koma mér heim úr vinnunni með strætó og á bíl. Allt annað sem ég þarf að fara er í göngufjarlægð og svo nota ég strætó og leigubíla einnig, allt annað sem ég þarf að fara.
Aftur á móti ef ég byggi ekki þar sem ég bý og væri eins og ein stelpa sem ég þekki, 85 mínútur daglega í og úr vinnu með strætó þá væri ég á einkabíl.

Fyrir mig er það mikill sparnaður og mjög hentugt að nota strætó, stoppar nánast beint fyrir utan hjá mér hér heima og í vinnunni og er td c.a 10 mín á leiðinni heim, en fyrir hana er mun hentugara að vera á bíl.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

12stock | 27. jún. '07, kl: 00:48:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, vissulega hentar það ekki öllum enda sagði ég það að það bíll væri ekki nauðsynlegur í flestum tilfellum. Það er bara búið að telja fólki trú um að bíll sé nauðsynlegur, en það er ekki rétt. Einkabíll er "munaðarvara" og er dýr eftir því.

Fólk miklar ferðir svo mikið fyrir sér með strætó og telur, án þess að sannreyna það, að það sé miklu miklu lengur í strætó heldur en í einkabíl. Það þarf svolitla skipulagningu að nota strætó en það borgar sig s.br.v. þau hundruð þúsunda sem ég benti á í dæminu hér að ofan. Það þýðir ekki að ganga út á stoppistöð og blóta svo yfir því að vagninn sé nýfarinn og hálftími í næsta. Þá er maður vissulega lengi.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

zkitster | 27. jún. '07, kl: 00:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já já það eru margir sem gætu alveg léttilega tekið strætó en strætó kerfið á íslandi bara er ekki það praktískt að það henti nærri því nógu mörgum.
Það að það taki 85 mínútur að taka strætó innan höfuðborgarsvæðisins, leið sem tekur 15-20 mínútur að keyra er auðvitað hreinlega til skammar.
Einnig þetta "frábæra" framtak strætó að fækka ferðum yfir sumartímann.
Til að strætó sé möguleiki fyrir alla þarf leiðarkerfið að vera gott og þétt, ferðirnar áreiðanlegar, ekki stanslausar breytingar á tímatöflu og hagkvæmt.

Mér fannst aftur á móti skólakortið vera frábært framtak hjá þeim á sínum tíma, sérstaklega að ef þú týnir kortinu getur maður látið afskrá það og fengið nýtt en skil ekki alveg afhverju ekki var hægt að hafa það einfaldlega sem árskort.
Áður var týnt kort einfaldlega glatður peningur, lenti einmitt í því einu sinni að veskinu mínu var stolið með 3 daga gömlu rauðukorti. Mjög fúlt.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

KitchenAid | 26. jún. '07, kl: 13:36:07 | Svara | Er.is | 0

mikið.....

sjokker | 26. jún. '07, kl: 13:42:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég borga um 67.000.- þetta er sko EKKI eðlilegt, leitaðu annað og það strax því annars þarftu að borga út allt árið!!

Spurning hvort það sé ekki betra líka að taka hinn bílinn af nr svo þú þurfir ekki að borga af honum ;O)

solita | 26. jún. '07, kl: 13:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fór til vís og fékk tilboð í tryggingar ég fékk mér allar tryggingar sem hægt er að fá...líftryggingu fyrir mig og kallinn...slysatryggingu...frítímaslysatryggingu.....heimilistryggingu...brunatryggingu....kaskó tryggingu á húsgögnin min...2 bílar og mótorhjól....við skulum bara segja að það er alveg sama hvað gerist ég er tryggð fyrir því og af þessu er ég að borga 200 þús á ári sem mér finnst alveg rosalega flott verð

Ruffy | 26. jún. '07, kl: 13:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer líka eftir í hvaða verðflokki bílinn er held ég

__________________________________________________
"Just because I don't care doesn't mean I don't understand."

"Here's to alcohol - the cause of, and solution to, all of life's problems"

ts | 26. jún. '07, kl: 13:46:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég borga 84 þús fyrir ársgamlan Forester sem er í kaskó... er hjá Sjóvá...

diggiligg | 26. jún. '07, kl: 13:47:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég borga 77 þús fyrir einn bíl með kaskó


Kveðja diggiligg

ursuley1987 | 26. jún. '07, kl: 13:56:41 | Svara | Er.is | 0

Í fyra borgaði ég hjá Verði 92þúsund fyrir bíl í kasko núna sama bíl hjá Vís borga ég 76þúsund og líka í kaskó

Rúrý | 26. jún. '07, kl: 14:57:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í þar síðustu viku hringdi maðurinn minn í Sjóvá og sagði að okkur finnst við vera að borga alltof mikið í tryggingar og þá vorum við að tala um allan pakkan, bíl+ kaskó, brunatryggingu og heimilis og fasteignatryggingu, við þetta eina símtal lækkuðu tryggingarnar um rúmlega 30 þúsund og við fengum þetta greitt inn á tékkareikninginn eftir klukkutíma.

secrets | 26. jún. '07, kl: 18:04:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

voruð þið í stofni hjá sjóvá???

Gallerý | 26. jún. '07, kl: 17:32:41 | Svara | Er.is | 0

Læt gera tilboð í allann pakkann,og athuga svo með hver er tjónaskoðunaraðili,getur skipt sköpun að hafa hlutlausann aðila.Var hjá Sjóvá og var á 3ja mánaða gömlum bíl sem var skemmdur og get ekki sagt að þjónustan hafi verið góð.Aldrey lent í öðru eins stappi við tryggingafélag.

Gulrót | 26. jún. '07, kl: 17:35:22 | Svara | Er.is | 0

Ég borga 72.338 fyrir bílinn 2004 árg

28.378 fyrir Fjölskyldu-, heimilis-, innbús-, innbúskaskó og allt þetta dót í Kjarna trygginu

og 15.309 fyrir brunatryggingu

Ég er ekki búin að fá fyrir líftrygginguna en ég er hjá vís og fæ þá afslátt fyrir að vera með allar tryggingarnar þar og svo líka af því að ég er með þær allar á sama gjalddaga.

Mae West | 26. jún. '07, kl: 17:54:15 | Svara | Er.is | 0

Er með kaskó á litlum bíl á íslandi, og borgaði 70 og eitthvað í fyrra, en um daginn 80 og eitthvað, rúmlega 10 þúsund hækkun á milli ára.

Get lítið sagt um það, þetta bara er svona.

MalenaBerg | 26. jún. '07, kl: 18:04:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0Fyndið

Var að klára að ganga frá tryggingu fyrir eina vnkonu hún fékk sent frá Tm tryggingar á 1996 árgerð af bíl.Engin kaskó

Tryginng var 78513 kr

En fór með þetta í vörð íslandstryggingu og þetta eru núna hjá henni,58760 kr

Svo Stelpur og kallar það borgar að líta í kringum sig!!!

************
Lokaðu augunum þínum *
Og sjáðu lífið eins*
Og það gæti verið*
En ekki mun vera*

************

Mae West | 26. jún. '07, kl: 23:52:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei for real?
Hvernig virkar þetta?
Ég er nýbúin að borga, er þá eitthvað tímabært að skoða skipti eða?

| 26. jún. '07, kl: 20:46:42 | Svara | Er.is | 0

Ég er með 12 ára gamlan bíl tryggðan hjá Verði, ekki kaskó og ég borga rúmlega 45000.-

metjik | 26. jún. '07, kl: 20:51:19 | Svara | Er.is | 0

ég er með minn fólksbíl hjá Sjóvá og hann er í kaskó og ég er að borga 85.000 - 90.000 á ári... er ekki alveg viss....

Charmed | 26. jún. '07, kl: 20:51:38 | Svara | Er.is | 0

hef ekki hugmynd um það, ég er að borga í tryggingar allt í allt. Þá Bílatrygging,kaskó á bílnum og alhliða heimlistrygging 120 þús á ári.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Szara | 26. jún. '07, kl: 20:55:56 | Svara | Er.is | 0


Ég greiði 114.000 kr í bílatryggingar.

KitchenAid | 26. jún. '07, kl: 20:59:19 | Svara | Er.is | 0

við erum með einn bíl.. reyndar splunkunýr. er 2 og hálfs mánaða gamall. toyota auris og við erum að borga um 90þús. átti reyndar að vera minna.. fengum sent bréf heim og tölurnar pössuðu ekki saman :/

MuslaMus | 26. jún. '07, kl: 23:34:16 | Svara | Er.is | 0

Það þarf líka að skoða hvaða tegund þetta er af bíl , þ.e stærð og hversu nýr hann er.
Einnig spilar að sjálfsögðu inn í hvaða aðrar tryggingar maður er með.
Því fleiri , því meiri afsláttur.

hljóðkútur | 26. jún. '07, kl: 23:49:13 | Svara | Er.is | 0

Borga 67 þús fyrir gamla druslu hjá Verði íslandstryggingu.

------------

****

KateWinslet75 | 27. jún. '07, kl: 00:07:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

borga 84479kr fyrir bíl árg 2004, Nissan hjá TM

prinsesse pa vift | 27. jún. '07, kl: 00:09:14 | Svara | Er.is | 0

Strætó sf tryggir mína bíla

Hemera | 27. jún. '07, kl: 00:10:32 | Svara | Er.is | 0

93.000 fyrir kaskó og sjálfsábyrgð.
Finnst það bara góður díll.

modulo | 27. jún. '07, kl: 00:59:37 | Svara | Er.is | 0

ég er að borga um 100.000 í tryggíngar fyrir bílinn hann er í kaskó en mér fynnst þetta ansi mikið !

IL MAGNIFICO | 27. jún. '07, kl: 02:21:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

87000 þús ári fyrir Kaskó og sjálfábyrgð sem er 30 þús kr

ég er hjá Elísabetu

Surrí | 10. okt. '21, kl: 11:39:24 | Svara | Er.is | 0

Ég borga tæpar 22þúsund ámanuði í allar mínar tryggingar,þar með talið án kaskó tryggingar. .

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvað finnst þér vera menntasnobb? klarayr 17.10.2013 6.12.2021 | 19:36
Skattur á nagladekkjanotkun Júlí 78 3.12.2021 6.12.2021 | 13:50
Skattur af endurhæfingalífeyri hahakunamatata 6.12.2021 6.12.2021 | 12:41
champix toshiba77 11.1.2011 6.12.2021 | 12:21
Hvernig velst fólk í stjórnmálaflokka til framboðs og forystu ? _Svartbakur 5.12.2021 6.12.2021 | 01:39
fylgdarkonur Anonimek212 30.11.2021 6.12.2021 | 00:52
Alþjóðlegur baráttudagur karla Hr85 19.11.2021 5.12.2021 | 17:48
Svefnlyf AnnaPanna888 19.11.2010 4.12.2021 | 23:15
Rafmagnsreikningar og biðlund holmenshavn 1.12.2021 4.12.2021 | 18:42
giftir kallar á einkamal.is Ariah 3.8.2005 4.12.2021 | 02:02
Er að leita að Ketogan? allskonar2012 29.11.2021 4.12.2021 | 00:25
Svikari ! ommsi77 3.12.2021 3.12.2021 | 23:22
Svikari ! ommsi77 3.12.2021 3.12.2021 | 23:19
Sóparinn VValsd 3.12.2021
Kári greyið VValsd 3.12.2021
Lítil stúlka Kristland 2.12.2021 3.12.2021 | 17:14
Könnun: Hafa samfélagsmiðlar áhrif á sjálfsímynd fólks? lovsein 3.12.2021
Framsóknarflokkurinn er og mun alltaf verða samur við sig. Brannibull 3.12.2021
Já nú getið þið farið að anda léttar. _Svartbakur 27.11.2021 2.12.2021 | 20:46
Strætó ætlar sekta farþega sína um allt að 30 Þús krónur. _Svartbakur 4.11.2021 2.12.2021 | 13:49
Hörður pervert/barnaníðingur af hverju er ekki hægt að... Brannibull 2.12.2021
CE vottað hangikjöt. brass 30.11.2021 30.11.2021 | 23:43
Talandi um storm í bjórglasi, má ekkert lengur, rétttrúnaðurinn er að ganga af öllu dauðu. Brannibull 24.11.2021 29.11.2021 | 15:05
Verður ? Kristland 28.11.2021 28.11.2021 | 19:32
Söluskoðun hlúnkur 28.11.2021
Hvar fær maður góðan stóran striga? Legendairy 26.11.2021 28.11.2021 | 09:46
Mikil neyð hjá öryrkja tryggvirafn1983 21.11.2021 27.11.2021 | 11:54
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.11.2021 | 22:07
Nafngreiningar afbrotamanna VValsd 26.11.2021 26.11.2021 | 19:38
Speki hinna miklu spekinga ! Wulzter 19.11.2021 26.11.2021 | 17:03
Stökkbreyting VValsd 26.11.2021 26.11.2021 | 16:44
Undirbúningskjörbréfanefnd - skrípaleikur út í eitt Brannibull 22.11.2021 26.11.2021 | 15:53
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 26.11.2021 | 10:05
Hvar fæ ég boric acid? Er við bakteríusýkingu í leggöngum kannan 26.11.2021
Er þetta rétt samkvæmt leigusamningi? SteiniAkureyri 19.11.2021 26.11.2021 | 00:10
Gluggavindhlífar og húddhlífar steinih 2.4.2016 25.11.2021 | 18:28
U.S.A = úrkynjuð þjóð ? Kristland 22.11.2021 25.11.2021 | 17:25
Ísland vs. Japan í Hollandi á morgun, útsending? Brannibull 24.11.2021 25.11.2021 | 10:23
Hjalp/ ráð. (Föður Réttindi) Halla08 24.11.2021 25.11.2021 | 10:11
PCR vottorð Logi1 24.11.2021 24.11.2021 | 20:41
Eingreiðsla og 10% hækkun hjá lifeyrisjóðo tryppalina 24.11.2021
Kjánaleg mistök sem Rúv ignorar. Kristland 14.11.2021 22.11.2021 | 21:54
Eingreiðsla til öryrkja klemmarinn133 13.11.2021 22.11.2021 | 17:26
Kaupa handhreinsiefni andlitsgrímuþurrkur yfirbuxur hlífðarskór WhatsApp+66 81 193 7172 ernesto123 22.11.2021
Flytja til Bandaríkjanna og Kanada, Bretlands whatsapp +1 661 770 1694 / +447459329111 ernesto123 22.11.2021
Næsti formaður Eflingar Gunnar Smári? Júlí 78 9.11.2021 21.11.2021 | 20:45
Leirnamskeið/keramiknámskeið korka91 21.11.2021
Undarleg útvarpsstöð. Kristland 15.11.2021 21.11.2021 | 18:30
Árið 2006 Hr85 20.11.2021
Mataræði úr fornum fræðum. Kristland 15.11.2021 19.11.2021 | 18:34
Síða 1 af 59639 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, aronbj, karenfridriks, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, anon, barker19404, Coco LaDiva, vkg, tinnzy123, superman2, Atli Bergthor, MagnaAron, joga80, rockybland, mentonised, krulla27, Krani8