Hvað drekka sykursjúkir?

Húllahúbb | 7. feb. '11, kl: 13:08:12 | 2578 | Svara | Er.is | 0

Þið sem að eruð sykursjúk eða þekkið til sykursýki. Hvað er fólk með sykursýki að drekka fyrir utan vatn?

 

Basli | 7. feb. '11, kl: 13:09:02 | Svara | Er.is | 1

Fósturpabbi minn þambar coke light.

fragola
cle800 | 7. feb. '11, kl: 17:28:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú veist greinilega ekki mikið um sykursýki. Þegar verið er að tala um hvað sykursjúkir mega drekka án þess að það hafi áhrif á blóðsykurinn þá eru það t.d diet gosdrykkir. Burt séð frá því hvort þeir eru hollir eða ekki þá hafa þeir ekki sömu áhrif á blóðsykurinn og drykkir með sykri í !!

Basli | 7. feb. '11, kl: 18:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru svo skiptar skoðanir á þessu. Ég meira að segja hef heyrt lækni mæla frekar með aspartame heldur en venjulegum sykri og öfugt.

En sykursjúkir eiga ekki að drekka venjulegt kók. Hafa ekki insúlínframleiðsluna í það svo í raun er aspartame betra fyrir þá. það setur þá allavega ekki í lífshættu.

safapressa | 8. maí '16, kl: 21:32:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef líka heyrt lækni segja manneskju að hann ætti ekkert að vera að drekka vatn, bara kaffi... þó einhver sé læknir þá veit hann ekki allt og þetta með aspartamið er bara eitthvað sem fólk þarf að kynna sér sjálft. 

Salvelinus | 7. feb. '11, kl: 18:43:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Auðvitað losar líkaminn sig við það.

Petrís | 9. maí '16, kl: 11:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar færðu það að líkaminn losar sig ekki við aspartam og hvar safnast það upp þá?

Brindisi | 9. maí '16, kl: 12:21:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það safnast upp í hægri þumalputta

Petrís | 9. maí '16, kl: 12:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta grunaði mig

hanastél | 9. maí '16, kl: 16:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það útskýrir öll þessi læk...

--------------------------
Let them eat cake.

Dalía 1979 | 9. maí '16, kl: 22:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki gott efni var tekid ur kokomjolk a sinum tima er talid hættulegt efni

Petrís | 10. maí '16, kl: 00:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er álíka hættulegt og appelsínur

Myken | 9. maí '16, kl: 13:06:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi fullirðing á við fólk sem er EKKI með sykursýki

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

trilla77 | 7. feb. '11, kl: 13:09:08 | Svara | Er.is | 0

Fresca var alltaf auglýst fyrir sykursjúka

trilla77 | 7. feb. '11, kl: 13:59:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

u af hverju mínus?

ilmbjörk | 7. feb. '11, kl: 14:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og TAB..

donaldduck | 7. feb. '11, kl: 14:27:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki til lengur

Yrpa | 7. feb. '11, kl: 16:01:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjitt hvað mig langar í Tab.

GeorgJensen | 7. feb. '11, kl: 16:04:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mmmm - sakna Tab

----------------------------------------------------------------------------
Sjúddírallirei

Hutziputzi | 8. maí '16, kl: 19:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var til i kostur um daginn.

Anna G | 7. feb. '11, kl: 13:13:11 | Svara | Er.is | 0

ehh ... aðalega ekki neitt! toppur og kristall er í lagi, en ekki kristall +. Soda stream ætti að vera ok.

Má ekki drekkar td. ávaxtasafa, nánast ekkert af gosi, alls ekki kristall + ... og allra síst áfengi.

En það er líka spurning um hvora týpuna þú ert með ;) !

6doddi3
Anna G | 7. feb. '11, kl: 14:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja... þetta er allavegana það sem mér var sagt af starfsfólki á göngudeild sykursjúkra.

ikol
LaRose | 9. maí '16, kl: 07:01:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mikill sykur í hluta áfengis.

donaldduck | 9. maí '16, kl: 13:43:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta með áfengið er að hluta til satt, en þó aðallega vegna þess að a´fengisneyslu fylgir oft þynka og ef hún er mikil og henni fylgja uppköst er oft stutt í sjúkrahúsið hjá einstaklingnum. eins ef við komandi er ofurölvi þá er hætta á sykurfalli/of háumsykri mikil og viðkomandi ekki í standi til að redda fallinu með því að fá sér sykur og borða. 


áfengisneyslu fylgir líka aukið álag á lifur og nýri og þau eru undir miklu álagi hjá fólki með sykursýki. 


ég á einn 10 sem greindist 7 svo þekkingin er til staðar hérna. þetta er það sem unglingunum er sagt af læknaliðinu. 

Steina67 | 7. feb. '11, kl: 14:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei er ekki misskilningur með áfengið. En allt er gott í hófi. Það er helst þessi brenndu vín sem maður á að forðast, skilst mér á því sem ég hef lesið mér til um.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Eine kleine | 7. feb. '11, kl: 17:27:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uuuu NEI!!!

*************************
Pælið í því sem pælandi er í...

cle800 | 7. feb. '11, kl: 17:32:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maðurinn minn er með sykursýki til 30 ára og drekkur alveg áfengi í hófi. Hann þarf bara að passa sykurinn extra vel þegar hann fær sér í glas.

Eine kleine | 7. feb. '11, kl: 18:43:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nkl.
Þannig að það er ekki rétt að þetta sé misskilningur með áfengið.
Systir mín er með sykursýki 1.

*************************
Pælið í því sem pælandi er í...

donaldduck | 7. feb. '11, kl: 14:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á 15 ára sykursjúkan og hann drekkur alveg ávaxtasafa.

fragola
cle800 | 7. feb. '11, kl: 17:28:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er ávaxtasykur í honum og hann hækkar blóðsykur jafn mikið og annar sykur. En ef fólk er á insúlíni ætti það að geta gefið sér insúlín á móti ávaxtasafanum.

KarlH1975 | 7. feb. '11, kl: 13:55:07 | Svara | Er.is | 0

Sumir drekka Pepsi max

RakelÞA | 7. feb. '11, kl: 13:58:10 | Svara | Er.is | 0

Pepsí max, sykurskert appelsín og örugglega eitthvað fleira, man bara eftir þessu af því að minn sykursjúki frændi uppgötvaði um jólin að þetta gæti verið hans jólaöl. :)

fragola
RakelÞA | 7. feb. '11, kl: 16:57:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann má samt drekka þetta, er insulínháður sykursjúklingur bara rétt að verða 12 ára.

hillapilla | 8. maí '16, kl: 19:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig fer það "illa með líkamann"? Það er margra áratuga reynsla af notkun aspartam í drykki og matvæli og skrilljón rannsóknir á bak við það. Ekkert sem bendir til að það sé slæmt fyrir líkamann.

hillapilla | 8. maí '16, kl: 19:47:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kræst... hver var að uppa eldgamla umræðu??

safapressa | 8. maí '16, kl: 21:34:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar er fullt sem bendir til að það sé slæmt fyrir líkamann, misjafnar niðurstöður úr rannsóknum. 

Petrís | 9. maí '16, kl: 11:45:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru nú engar ritrýndar óháðar rannsóknir sem styðja það

safapressa | 10. maí '16, kl: 09:54:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert s.s. búin að lesa þær allar?

Petrís | 10. maí '16, kl: 12:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ég hef ekki lesið neina slíka því þær eru ekki til, ef þú getur bent mér á eina slíka sem fjallar um skaðsemi aspartam skal ég lesa hana

safapressa | 10. maí '16, kl: 16:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þónokkrar hér ef þú lest í gegnum þetta  http://www.mpwhi.com/peer_reviewed_research.htm



eugene | 7. feb. '11, kl: 14:26:43 | Svara | Er.is | 0

Fer eftir því hvernig sykursýki.. en sykursjúkir mega víst drekka áfengi, læknar mæla með einu rauðvínsglasi ef sjúklingar eru háir í sykri.. gos, ávaxtasafar, mjólkurdrykkir eru í lagi, þetta snýst allt um að vita hvað þau eru að gera og hvað þau eiga að gefa sér mikið insúlín samkvæmt því..

donaldduck | 7. feb. '11, kl: 14:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gott svar: þetta snýst allt um hvað viðkomandi er að gera, var að gera eða jafnvel hvað er hann að fara að gera.

stress stelpa | 7. feb. '11, kl: 14:56:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Og í rauninni ættu allir að reyna að hafa sem mesta stjórn á blóðsykrinum og reyna að koma í veg fyrir sveiflur - bara sem fyrirbyggjandi fyrir sykursýki 2.

Steina67 | 7. feb. '11, kl: 14:50:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ágætt að halda mjólkurvörum í lágmarki því að það er svo mikill sykur í öllum mjólkurvörum, líka mjólk.

En já þetta fer alveg eftir því hvað fólk er að gera.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sigga super | 8. maí '16, kl: 19:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sykursjúkir meiga ekki drekka gos ávaxtasafa mjólkurvörur þetta er á þvilikum bannlista.

HvuttiLitli | 8. maí '16, kl: 23:00:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

5 árum of sein/n ;)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

sigga super | 9. maí '16, kl: 08:55:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hvað með það.

asni | 7. feb. '11, kl: 14:32:04 | Svara | Er.is | 0

mamma mín er sykursjúk og hún drekkur voða mikið svona bergtopp, reyndar ekki gos í því, en ef hún drekkur gos þá gerir hún það bara í litlum mæli og mælir blóðsykurinn reglulega

--------------------------------------------------------------------
Margir trúa á líf í sátt, á mannsins megin, mannsins mátt, heima er best er viðhorfið. aðrir leita hátt og lágt, yfir fjöllin, hafið blátt... er grasið grænna handan við?

louie | 7. feb. '11, kl: 14:36:09 | Svara | Er.is | 0

það fer náttúrulega alveg eftir því hvort að fólk er með sykursýki 1 eða 2. fólk með sykursýki 2 á ekki að innbyrða óþarfa sykur og má því drekka vatn og diet drykki. ekki ávaxtasafa nema í mjög litlu magni.

fallegazta | 7. feb. '11, kl: 14:42:19 | Svara | Er.is | 0

Það fer allt eftir hvernig blóðsykurinn er hjá viðkomandi á hvað lyfjum hann er(ef eitthverjum), hvað hann þolir og hversu vel hann þekkir sína sykursýki.

Það er mjög misjafnt á milli einstaklinga hvernig þeir vinna úr kolvetni sem að breytist í sykur í líkamanum, það sem að einn þolir ágætlega getur verið mjög slæmt fyrir eithvern annann þ.a.s hækkar blóðsykurinn of mikið.

Þeir sem að sprauta sig með insúlíni eða eru með dælu geta betur stjórnað blóðsykrinum ef að þeir td. drekka eða borða eitthvað sem að er með miklum kolvetnum.

Hver og einn verður að læra á sína sykursýki.

Annars er það bara að drekka það sem er með litlum eða engum kolvetnum (stendur í innihaldslýsingunni) td. virka flestir sykurlausir drykkir vel.

Húllahúbb | 7. feb. '11, kl: 15:08:48 | Svara | Er.is | 0

Takk. Er að spá í með manneskju sem að er á mörkunum ... jafnvel með byrjun á sykursýki 2. Langar að breyta mataræðinu .. áður en illa fer. Hún drekkur ekki sódavatn og er alveg lost hvað hún má drekka án þess að það hafi áhrif á blóðsykurinn... þe. annað en vatn :)

Komnar einhverjar hugmyndir .. auðvitað bara gott fyrir alla að passa upp á þetta.

cle800 | 7. feb. '11, kl: 15:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hefur EKKI áhrif á blóðsykurinn, burt séð frá því hvort fólk er með týpu 1 eða 2, sprautar sig eða ekki:
Vatn, allir sykurlausir gosdrykkir ss. pepsi max, kók light o.sv.frv. Sódavatn og Toppur, Kristall ( ekki Kristall + )og sykurlaus Svali hefur líka lítil áhrif ( lágt kolvetnamagn) í raun allt sem er ekki með neinum kolvetnum í.
Sykraðir drykkir, ávaxtasafar, mjólk hafa allir áhrif á blóðsykurinn og hækka hann.

fallegazta | 7. feb. '11, kl: 15:26:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sykursýki 2 er aðalega meðhöndluð með réttu mataræði.

Ég mæli með að viðkomandi tali við þær uppi á göngudeild sykursjúkra og tali líka við næringarráðgjafa þar.

Það er ekkert auðvelt að greinast með sykursýki og mataræðið vefst fyrir mörgum þannig að það er lang best að fá hjálp frá fagfólki.

Það er td. algengur misskilningur að sykursjúkir megi ekki borða sykur....það er ekki sykur í pasta kartöflum og mörgu brauði en það er hinsvegar að stærstum hluta kolvetni sem að líkaminn breytir í sykur og margir sykursjúkir þola þessar fæðutegundir illa.

Þetta gengur að miklu leiti út á kolvetni og að borða þannig að blóðsykurinn sé sem jafnastur yfir daginn.

Þetta er erfitt fyrst á meðan fólk er að læra inn á sína sykursýki en svo verður þetta bara hluti af daglegu lífi.

Gangi ykkur vel....;=)

GeorgJensen | 7. feb. '11, kl: 16:04:38 | Svara | Er.is | 0

alls ekki Vodka

----------------------------------------------------------------------------
Sjúddírallirei

Ragga81 | 9. maí '16, kl: 21:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem að ég greindist með sykursýki 2 fyrir ca 10 árum þá voru þeir á göngudeildinni mjög ánægðir að heyra að ég drekk nánast aldrei og ef ég drekk þá er það vodki.  Finn reyndar alveg mun á sykrinum ef ég drekk mikið af einhverju öðru en vodka.  En mér hefur alltaf verið sagt að af öllu þá sé skást fyrir mig allavega að drekka vodka.

Jebb verð ein heima um jólin með dýrunum og finnst það æði

lost in iceland | 7. feb. '11, kl: 16:28:46 | Svara | Er.is | 0

Sykurlausan djús og vatn. Allavegana er það sem við gáfum gamla fólkinu á elliheimilinu sem voru sykursjúkir.

--------
Afsaka stafsetningarvillurnar. Er ennþá að læra að flýta mér hægt.

ljosmyndanemi | 7. feb. '11, kl: 16:45:49 | Svara | Er.is | 0

www.kaplamjolk.is

Wurtzite | 7. feb. '11, kl: 17:29:12 | Svara | Er.is | 0

Tengdapabbi drekkur pepsi max með mat stundum..

♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

brown | 7. feb. '11, kl: 17:50:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mjög einstaklingsbundið hvað sykursjúkir þola. Sumir geta aldrei fengið sér ávexti en aðrir í hófi. En í einu glasi af trópi er ca 8 appelsínum og fæstir sykursjúkir þola ávexti með miklum ávaxtasykri í. Sykursjúkir þola alla sykurlausa drykki og vatnið góða:)

brown

pokahontas | 7. feb. '11, kl: 18:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er með týpu 1 og má drekka allt svart gos sem er diet,fresca,vatn og sódavatn

efima | 8. maí '16, kl: 21:10:27 | Svara | Er.is | 0

Mamma mín er með sykursýki og hún drekkur aðalega bara vatn, mjólk, kaffi og lítið glas af trópí á morgnana. Þegar hún fær sér áfengi þá er það lite bjór eða sykurlítip hvítvín

Petrís | 9. maí '16, kl: 11:44:54 | Svara | Er.is | 0

Insulin háðir eru nú bara að drekka það sama og allir aðrir eru og stýra bara insulin magninu á móti, hinir drekka allt sem er sykurlaust, þ.e.a.s. með gerfisætu eða sykurlaust

Dalía 1979 | 9. maí '16, kl: 22:10:52 | Svara | Er.is | 0

Sprite zero

noseries | 9. maí '16, kl: 22:21:46 | Svara | Er.is | 0

Eg drekk mjög sjaldan gos ef eg drekk það þá vel eg pepsi max. Þó drekk eg oft kokteila ofl

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Síða 10 af 47581 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is