Hvað eigið þið mikið eftir útgjöld?

Splattenburgers | 26. ágú. '15, kl: 13:31:45 | 1295 | Svara | Er.is | 0
Eftir að hafa greitt alla reikninga, mat, bensín og sparnað, hvað eigið þið mikið eftir fyrir ykkur sjálf?
Niðurstöður
 Ekkert (er í mínus) 62
 0kr-10þ 34
 10þ-20þ 19
 20þ-40þ 18
 40-60þ 17
 60þ+ 157
Samtals atkvæði 307
 

Eftir að hafa greitt alla reikninga, mat, bensín og sparnað, hvað eigið þið mikið eftir fyrir ykkur sjálf?

 

Brendan | 26. ágú. '15, kl: 13:38:42 | Svara | Er.is | 0

Núna í dag þegar að 7 dagar eru eftir af mánuðinum á ég 70kr inn á debet, er ekki með visa til að bjarga mér og tóma skápa. Skelfilegt að reyna að finna mat fyrir mig og dóttur í þessur ástandi. 

Brindisi | 26. ágú. '15, kl: 13:39:15 | Svara | Er.is | 0

ekkert og get ekki lagt krónu í sparnað

Ígibú | 26. ágú. '15, kl: 13:40:53 | Svara | Er.is | 0

Fyrir okkur sjálf? Þá í bara svona random drasl sem mig kannski í rauninni vantar ekki? Bara misjafnt, enda mánuðir misútgjaldamiklir.

Ágúst prins | 26. ágú. '15, kl: 13:41:24 | Svara | Er.is | 0

Eftir alla reikninga, er ekki einusinni með sparnað það væri algjöööör lúxus ...
Nuna á ég 0 kr og buin að fá lánaðann pening

Verð oftast alveg krúnk i kringum 20 hvers manaðar. En sem betur fer er skólinn byrjaður og fær barnið þvi að borða þar yfir daginn

1122334455 | 26. ágú. '15, kl: 15:29:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Af hverju ertu að borga fyrir hluti eins og Stöð 2 verandi ítrekað í þessum aðstæðum?

daggz | 26. ágú. '15, kl: 16:13:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Æi vá, það er svo einfalt að horfa á aðra og dæma.

Þú veist ekkert hvort hún fórni einhverju öðru (jafnvel mörgu) til að geta verið með stöð 2. Þegar maður er mikið veikur, hefur kannski ekki mikla möguleika á að vera á ferðinni þá eru stundum svona hlutir sem skipta mann máli. Netflix hentar heldur ekki öllum þó það sé ódýrara.

Ég allavega skil hana vel. Stundum hefur Stöð 2 alveg bjargað mér þegar ég hef þurft að liggja mikið fyrir. Ekki það, ég myndi segja því upp ef ég ætti ekki pening til að kaupa mat eða eitthvað álíka.

--------------------------------

1122334455 | 26. ágú. '15, kl: 16:14:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Málið er að ég hef og er í alveg sömu stöðu og hún. Það er eitt að leyfa sér einstöku bíómynd eða stöku pizzu en að vera í áskrift eigandi ekki mat, ég veit það er voða "auðvelt" að sitja hinu megin við borðið og dæma, en en en, það er ekki til matur.

daggz | 26. ágú. '15, kl: 16:19:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hvar segir hún að það sé ekki til matur og að hún sé að svelta? Jú, núna á hún ekkert en hvað segir það okkur? Mjög takmarkað. Kannski kom eitthvað upp á eða eitthvað, ég veit það ekki. Mér finnst bara virkilega ömurlegt þegar fólk dæmir svona. Hún er þó allavega ekki að henda peningum í dóp, áfengi eða eitthvað álíka slæmt.

Ég allavega veit það fyrir mitt leiti að TV-ið bjargar mér stundum. Ég yrði alveg snar ef ég hefði það ekki stundum til að létta mér lundina yfir daginn.

--------------------------------

Tipzy | 26. ágú. '15, kl: 20:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hvað þá svona fokk dýra áskrift. :/

...................................................................

Ágúst prins | 26. ágú. '15, kl: 20:09:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þó skólinn bjargi málunum þá á ég alveg mat, sem dugir i morgunmat og kvöldmat fyrir mig og barnið.

Væri erfiðara ef hann væri ekki i mat, en enginn myndi svelta fyrir því ...

Ágúst prins | 27. ágú. '15, kl: 20:13:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það kemur hvergi fram að það sé ekki til matur... Það er enginn að svelta þó peningurinn klárist 20 hvers mánaðar..

presto | 26. ágú. '15, kl: 18:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún gefur í skyn að hún eigi ekki fyrir mat síðustu 10 dags mánaðarins og að skólinn reddi því að barnið fái amk. Að borða. Sé reyndar ekk að hún segist hafa efni á Stöð tvö.
Hef bara einu sinni á ævinni haft stöð tvö (nokkramánuði í seinna fæðinfarorlofi) en alveg lifað án sjónvarps oftar en einu sinni:) 

daggz | 27. ágú. '15, kl: 14:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Kannski er hún bara búin að gera ráð fyrir peningaleysi síðustu 10 dagana, kannski á hún nóg í frystinum. Hún segir ekkert um að eiga ekki mat.
Þetta með skólann skil ég líka vel. Ég man alveg hvað ég gat ekki beðið eftir að leikskólinn byrjaði aftur því það var miklu hagstæðara fyrir mig þegar barnið fékk sína mestu næringu á skólanum. Það var alltaf mun, mun dýrara fyrir mig að versla í sumarfríi. Sérstaklega þar sem ég borðaði ekkert sérstaklega mikið á þessu tímabili.

Þó þú hafir bara einu sinni haft stöð 2 segir það eitthvað um hvort hún þurfi á því að halda eða ekki? Sjónvarpssmekkur er mismunandi fyrir það fyrsta og í öðru lagi er að mínu mati ekki nærri því jafn mikilvægt að vera með sjónvarp þegar maður er í vinnu alla daga og þegar maður er alltaf heima, jafnvel einn endalaust.

--------------------------------

binz | 26. ágú. '15, kl: 19:12:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þarna er einhver misskilningur á ferð, það er ekki hægt að sjá að neinn sé að dæma, þarna er sjálfsagðri spurningu varpað fram. Og pottþétt ekki illa meint.
Svolítið finnst mér furðuleg viðbrögð, sjálfsagt að ræða málin og skoða frá öllum hliðum jafnvel fá pepp, já eða jafnvel góð ráð frá fleirrum sem þurfa að skrimta.
Endilega deilið með öðrum hverju sem er sem gæti komið að góðum notum. Gangi ykkur svo vel vona innilega að allt fari á sem bestan veg hjá ykkur.

Binz

daggz | 27. ágú. '15, kl: 14:03:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei, það er náttúrulega engin dómharka í þessari spurningu. Þetta er nefnilega mjög algeng gagnrýni, þessi sami aðili fékk svipað um daginn þegar hún var bara að forvitnast um getuna til að hafa áskriftina í tveimur sjónvörpum.

--------------------------------

Kaffinörd | 30. ágú. '15, kl: 12:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

9000 kall í Stöð 2 getur seint kallast nauðsynleg útgjöld. Og ekki heldur kaffið sem ég drekk en ég get þó leyft mér það af því að ég á fyrir því 

daggz | 30. ágú. '15, kl: 13:49:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nauðsynlegt og ekki nauðsynlegt. Það sem er ekki nauðsynlegt fyrir þig getur verið það fyrir aðra.

Fyrir mig er bara nauðsynlegt að hafa eitthvað til að drepa tímann. Annars yrði ég bara ferlega þunglynd, sofandi alla daga og ekki er það betra. Og mér finnst stöð 2 góð stöð. Þar erui þættir sem ég fíla andstætt rúv sem ég myndi glöð vilja sleppa. Ég veit að þú ert á annarri skoðun en það er bnara þitt mál. Þú velur að hafa ekki stöð 2 af því það hentar þér ekki. Það er ekki fyrir þitt áhugasvið. Það eru sem betur fer ekki allir eins og þú!

--------------------------------

presto | 30. ágú. '15, kl: 15:29:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er ekki eina afþreyingin, það er hægt að lesa bækur (hlusta ef þú getur ekki lesið), fara út og viðra sig, gera ýmsar æfingar osfrv. Það er nauðsynlegt að berjast gegn þunglyndi en afar ólíklegt að stöð tvö sé klárlega eina eða langbesta meðferðarúrræðið. Gangi þér vel!

daggz | 30. ágú. '15, kl: 19:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þunglyndi er ekki vandam´lið hjá mér heldur slæm heilsa sem gerir það að verkum að fara út og viðra sig er bara ekki möguleiki (amk ekki ef ég á að hugsa um börnin eftir leikskóla). Það kostar líka að fá lesbækur (ekki allstaðar þar sem hægt er úrval af þeim til leigu) og ef vöðvabólga er langvarandi vandamál þá er erfitt að lesa (það eykur bara á vandamálin, sama með tölvu og síma). Segi það aftur, það sem hentar einum hentar ekki öllum.

--------------------------------

daggz | 30. ágú. '15, kl: 19:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

úps... átti að vera hljóðbækur ekki lesbækur :P

--------------------------------

presto | 1. sep. '15, kl: 17:17:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm, ég er líka búin að vera á þeim stað að hafa enga afgangsorku og liggja yfir sjónvarpinu dauðþreytt. Það tók hellingsvinnu að vindaofan af því og ég veit að það er ekki einfalt eða fljótlegt, er sjálf í nuddi vikulega hjá sjúkranuddara, í sjúkraþjálfun og fleira í gangi til að koma mér í lag (hætt að vera örmagna) og fyrir mig var sniðugt að fara fyrr að sofa og pína í mig morgunmat og svo bara smá út í stuttan göngutúr (getan jókst svo)
Eins finnst mér sjósund alveg magnað á bólgur, bakið á mér var ein hella og þykkur hnútur fyrir miðju, vöðvabólga víða langa lengi.

Kaffinörd | 30. ágú. '15, kl: 20:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er sko aldeilis ekki ánægður með dagskrá RÚV og hlusta mikið frekar á Rás 1

Ágúst prins | 30. ágú. '15, kl: 20:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Talar einhver um það sem nauðsyn?

Ég er með st 2 því ég vil hafa st 2 ...

Ég er heima alla daga vegna veikinda, get mjög litið leift mér einhverja hreifingu vegna likamlegta kvilla.
Þannig að þó sjónvarp sé ekki nauðsyn þá bjargar það mér og minni andlegu heilsu. Þvi ég get þa horft á sjónvarpið frekar en hvítann vegginn allan daginn, og þær nætur sem ég er andvaka, eða það verkjuð að ég get ekki sofið..

daffyduck | 3. sep. '15, kl: 05:31:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég yrði þunglyndur ef ég þyrfti að horfa mikið á dagskrá st2.

Ágúst prins | 26. ágú. '15, kl: 20:07:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því ég leifi mér stöð tvö... Það er það eina sem ég leifi mér.
Enda ekki auðvelt að vera heima allan daginn vegna veikinda og hafa bara simann til að hafa einhvað að gera...

væri einhvað betra fyrir mig að sitja og bora i nefið allann daginn allt árið?
Ég á ekki einusinni tövu þannig að ég gæti ekki ( og hef engann áhuga á að downloda)

Alpha❤ | 27. ágú. '15, kl: 11:31:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

hugsa að það væri hagkvæmara að kaupa ódýra fartölvu og downloada þessu sem þú vilt horfa á á stöð2.

Ágúst prins | 27. ágú. '15, kl: 20:11:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það má alveg vel vera, mig langar bara ekkert að eiga fartölvu og hef ekkert með hana að gera :)

Mitt val er að hafa sima og sjónvarp en ekki tölvu.

og stöð 2 á þessu heimili ( og stöðvarnar sem fylgja eins og krakkastöðin og einhvað útlenskt dæmi) er mjög mikið notað... Ég nenni ekki að dl öllu fyrir strákinn lika, eða að hann sé horfandi a sama þáttinn aftur og aftur ...


Mitt val er að hafa stöð 2 og sé ekki hvaða máli það skiptir aðra ..

Alpha❤ | 27. ágú. '15, kl: 20:47:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég var nú bara að gefa þér ráð

Ágúst prins | 27. ágú. '15, kl: 21:14:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir það :)
Ég var bara ekki að biðja um nein ráð í þessum málum

Máni | 30. ágú. '15, kl: 10:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki stöð 2 svipað dýr og internettenging hvort eð er?

Ágúst prins | 30. ágú. '15, kl: 12:39:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er allavega að borga minna nuna fyrir st2 og net og heimasima en ég gerði bara fyrir net og heimasima áður,

snsl | 30. ágú. '15, kl: 12:48:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er með áskrift að stöð tvö því þessi pakkadíll hjá 365 kemur út á sléttu fyrir mig, þe net, sími og gsm

Zimbra | 3. sep. '15, kl: 11:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hérna. 
Ég færði mig yfir í þennan skemmtipakkadíl því ég reiknaði út að ég væri að borga svipað og jafnvel minna (kemur í ljós) fyrir net+heimasíma+2xgsm og skemmtipakkann en ég var að borga fyrir bara net+heimasíma+2gsm áður. 
Annars hefði ég ekki fengið mér stöð2 :) 

Kaffinörd | 30. ágú. '15, kl: 12:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

0 krónur eftir 20. mánaðarins og búin að fá lán segir allt sem segja þarf. Voðalega litlu við það að bæta

Ágúst prins | 30. ágú. '15, kl: 20:02:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda engu við það sem þarf að bæta, þó ég hafi þurft lán þennan manuð þa þarf ég ekki alltaf lan,
Þó buddan verði tóm i kringum 20 þá eru allir skápar og frystar fullir ...

Kaffinörd | 30. ágú. '15, kl: 20:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja þá má nú lítið út af bera síðustu 10 daga mánaðarins.

Ágúst prins | 30. ágú. '15, kl: 21:13:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá redda ég mér með láni ...
Það er ekki eins og það meigi mikið koma uppá alla aðra daga mánaðarins svo það setji ekki allt á hvolf ...

Það er ekki eins og það sé mikið að spreða úr í upphafi mánaðar hvort eð er. Enda örorkolífeyrir og meðlag ekki há upphæð fyrir 2 til að lifa af.

Kaffinörd | 30. ágú. '15, kl: 12:52:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að fá lánaða bók á bókasafninu og svo eru í boði töluvert ódýrari áskriftir heldur en Stöð2 sem er alltaf að endursýna eldgamalt efni og yfirleitt er dagsrkáin á kvöldin endursýning á gömlu efni á eftir fréttunum og til um 20:00 og svo þar á eftir amersíkt dót til svona 23:00 og þá byrja aftur endursýningar. 

Ágúst prins | 30. ágú. '15, kl: 20:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sumir vilja þetta Amerískadót sem þeir sýna.
Sem beturfer erum við öll eins misjöfn og við erum mörg.

Vasadiskó | 1. sep. '15, kl: 17:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikið er fallegt af þér að koma og segja smælingjunum til um hvernig á að lifa. Hvernig myndum við annars frétta af svona hlutum eins og bóka-söfnum?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. ágú. '15, kl: 13:46:17 | Svara | Er.is | 2

Sko... í staðinn fyrir að eyða í okkur sjálf nema örlitlu, þá leggjum við fyrir

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

ilmbjörk | 26. ágú. '15, kl: 13:47:57 | Svara | Er.is | 0

Veit ekki.. alveg nóg amk. Þessi mánaðarmót getum við lagt svona 200 þúsund inn á sparnað, en þurfum að nota hann næstu mánaðarmót þar sem innkoman verður töluvert lægri þá.. Frá og með nóvember eða desember hækkar innkoma heimilsins töluvert, stefnum á að geta byrjað að leggja fyrir og spara þá :) sem verður NICE eftir laaangan tíma af skrimti..

TARAS | 26. ágú. '15, kl: 14:15:24 | Svara | Er.is | 1

Hmmm..... Ég er ein með 3 börn og á stundum afgang, sem fer þá yfirleitt í sparnað fyrir Jól og afmæli og slíkt, þannig ég veit ekki hvort það mundi teljast til "afgangs" fyrir sjálfan mig.

Raw1 | 26. ágú. '15, kl: 16:05:54 | Svara | Er.is | 0

Síðustu 3 mánuði hefur það verið núll til mínus 10þ.
Svo hefur það líka verið 100-200þ í plús, þetta er svo rosalega misjafnt.

daggz | 26. ágú. '15, kl: 16:15:33 | Svara | Er.is | 0

Ég á sjómann (need I say more?).

Allavega, hans tekjur flakka ótrúlega mikið. Þannig þetta er alveg rosalega misjafnt. Stundum eigum við mikið meira en nóg en núna eftir tekjulaust sumar þá erum við í veseni.

--------------------------------

noseries | 26. ágú. '15, kl: 19:02:55 | Svara | Er.is | 0

Núna eigum við 50.000 eftir.
Venjulegum mánuði er það ca 150.000 og núna fara laun ektamans að hækka þannig að það hækkar líka

presto | 26. ágú. '15, kl: 19:06:59 | Svara | Er.is | 2

Ég lærði þegar ég byrjaði að vinna fyrir tekjum fyrir fermingu að deila sumarhýsinni á mögru vetrarmánuðina og var kennt að lifa ekki um efni fram. Heimalagaður matur (bjúgu, slátur, sultur, brauð, kæfa, fiskibollur osfrv) heimatilbúinn fatnaður og endurnýttur (hand-me-down) oþh. Voru bara sjálfsagður hlutur en ekki utanlandsferðir, dýr leikföng eða löng frí yfirleitt.
Ég legg fyrir hlura teknanna og hef verið að borga niður lánin. Suma mánuði er eyðslan mikilog ég sæki pening í varasjóðinn, aðra er þetta nokkurn vegin á sléttu og stundum á ég aukaframlag í sparnaðinn. Stefni á að splæsa í flottan fatnað í haust og dressa mig upp. Hef líka hugsað um að kaupa nýrri bíl (3-4 millur) lengi en finnst það svakalega dýrt og illa farið með peningana (of nísk!) stærra húsnæði er líka á óskalistanum en ég vil ekki eiga erfittmeð að ná endum saman.
Hef splæst vel í heilsuna undandarið ár og það er mjög góð fjárfesting:)

Bakasana | 26. ágú. '15, kl: 19:33:24 | Svara | Er.is | 1

Ég skil ekki hverju þú ert að spyrja að, er það um ráðstöfunartekjur heimilisins mínus fasta pósta og allar nauðsynjavörur? Eða er það hverju mikið við eyðum í hluti sem við gætum alveg verið án en kjósum samt að kaupa? Þetta er alls ekki sama upphæðin. Eða ertu kannski að spyrja hversu mikið ég persónulega eyði að meðaltali í sjálfa mig ef eg tel bara til hluti eins og klippingu og bíó eða hlaupaskó? 

presto | 27. ágú. '15, kl: 08:16:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er afar óskýr spurning.

Petrís | 27. ágú. '15, kl: 11:53:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þarf ekki allt að vera eins og rannsóknarspurning í mastersritgerð. Augljóslega er hún að spyrja um hvað áttu mikið eftir þegar allir fastareikningar og nauðsynleg útgjöld heimilisins eru greidd. Semsagt hvaða upphæð áttu eftir óeyrnamerkta

presto | 27. ágú. '15, kl: 17:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er visa fastareikningur? Hvað þýðir fastareikningur?
Eða er Visareikningurinn eitthvað annað?
Er munur á því að kaupa ný dekk fyrir reiðufé eða með visakorti?

Petrís | 27. ágú. '15, kl: 18:57:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þegar þú ert búin að borga allt sem þú ÞARFT að borga

presto | 29. ágú. '15, kl: 21:15:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það ÞARF af borga allar skuldir sem maður kýs að stofna til þ.s. Ef ég kaupi heimsreisu á visa-rað og pels á milljón þarf ég vissulega að greiða hann líka, sama eg ég kaupi Dominos pizzu daglega.
Þú ert að spyrja hvort fólk eyði um efni fram eða hagi útgjöldum þannig að það eigi afgang.

Petrís | 29. ágú. '15, kl: 23:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er ekki að spyrja að neinu og þú ofhugsar þessa spurningu hjá splattenburgers allt of mikið

presto | 30. ágú. '15, kl: 09:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst hitt svo vanhugsað:)
Hættulegur hugsunarháttur sem tekur ekki ábyrgð á að láta enda ná saman, bara voða hissa að peningarnir klárist. Þú hefur væntanlega alveg rétt fyrir þér að ég "ofhugsi" málið- séð frá sjónarhóli fólks sem er 35 ára og yngra og lærði aldrei að maður ætti ekki að eyða um efni fram.
Ég vildi að fjármálalæsi íslendinga væri betra og fleiri sem skilja tölur vel:)

Abba hin | 30. ágú. '15, kl: 10:43:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

" séð frá sjónarhóli fólks sem er 35 ára og yngra og lærði aldrei að maður ætti ekki að eyða um efni fram. "


Kræst hvað þú ert hrokafull.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

presto | 30. ágú. '15, kl: 15:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ósammála um að slíkt fólk sé til?
Hélstu nokkuð,að þetta væri alhæfing um alla 35 ára og yngri?
Finnst þér þetta "ofhugsað" hjá mèr- og þá hvers vegna?
Er hægt að ræða svona án þess að fara í fýlu?
Kannast þú við,að maður þurfi að greiða suma reikninganen aðra ekki?

presto | 30. ágú. '15, kl: 09:58:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst hitt svo vanhugsað:)
Hættulegur hugsunarháttur sem tekur ekki ábyrgð á að láta enda ná saman, bara voða hissa að peningarnir klárist. Þú hefur væntanlega alveg rétt fyrir þér að ég "ofhugsi" málið- séð frá sjónarhóli fólks sem er 35 ára og yngra og lærði aldrei að maður ætti ekki að eyða um efni fram.
Ég vildi að fjármálalæsi íslendinga væri betra og fleiri sem skilja tölur vel:)

littleboots | 26. ágú. '15, kl: 20:22:15 | Svara | Er.is | 0

Æj misskildi spurninguna, las hana sem hvað við eigum eftir reikninga en fyrir allt annað og svaraði því 60þ+. Það er annars misjafnt eftir því hvað ég vinn mikið, en yfirleitt um 20-40 þúsund...

presto | 27. ágú. '15, kl: 08:17:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svakalega afstæð spurning:)

1122334455 | 27. ágú. '15, kl: 09:19:27 | Svara | Er.is | 0

Það er ómögulegt að svara þessu. Sem dæmi þá eyði ég suma mánuði 15-20 þúsund í lyf á meðan aðra mánuði er þetta 2 þúsund kall.

She is | 27. ágú. '15, kl: 11:17:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefur þú skoðað nýlega inn á sjukra.is hvað þú ert að borga fyrir lyf á ári?

1122334455 | 27. ágú. '15, kl: 14:07:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á síðasta tímabili borgaði ég 100 þúsund sjálf, sjúkratryggingar 140 þúsund. Þetta er alltaf verst á sumrin, 12 þúsund kall 1.ágúst og 15-17 þúsund 1.september núna.

laufabraud | 27. ágú. '15, kl: 21:12:47 | Svara | Er.is | 2

Eftir alla reikninga, um 450.000 kronur. Su upphaed fer mestoll i sparnad. Erum tvo og barnlaus.

blandaðu | 29. ágú. '15, kl: 23:28:18 | Svara | Er.is | 1

Frekar misjafnt. Lögðum 50þús til hliðar þessi mánaðarmót og eigum eftir 44þús fram á útborgun. Þannig að það bæri hægt að segja að við ættum 94þús eftir.

presto | 1. sep. '15, kl: 17:19:16 | Svara | Er.is | 0

Launin dugðu ekki fyrir aðalkreditkortinu, þá er aukakortið eftir, afborganir lána osfrv. Eftir.

Kaffinörd | 1. sep. '15, kl: 17:34:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru nú kreditkort alveg lífsnauðsynleg ?

presto | 2. sep. '15, kl: 23:42:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Klárlega ekki, dettur þér slíkt í hug?

Kaffinörd | 3. sep. '15, kl: 00:12:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki nema bara til að nota við kaup á netinu

óreynd | 1. sep. '15, kl: 18:16:39 | Svara | Er.is | 0

Öll vinnan og efiði síðustu ára er loksins farin að borga sig. Ég útskrifaðist úr háskóla í vor og er búin að borga upp yfirdrátt og fá mér ódýran bíl. Þessi mánaðarmót á ég afgang upp á 300-400þ eftir alla reikninga. 

T.M.O | 2. sep. '15, kl: 23:57:04 | Svara | Er.is | 2

ég komst í frábært sumarfrí með krakkana mína með miklum æfingum, nurli og budget skipulagningu, dreifði helmingnum af vísareikningum sem var samt innan við 200 þúsund á 2 mánuði til þess að geta andað næsta mánuðinn, hefði getað borgað hann allan og boðið upp á núðlusúpur og hrísgrjónagraut helminginn af mánuðinum en valdi þessa leið. Bjó til frábærar minningar sem enginn getur tekið frá okkur, þau eiga ekki eftir að nenna að ferðast með mömmu sinni í mörg ár í viðbót. Þetta er það sem ég eyði í sjálfa mig og ég er alveg sátt við það.

Zimbra | 3. sep. '15, kl: 11:55:43 | Svara | Er.is | 0

Við getum vel leyft okkur hluti. 
Er að safna fyrir fermingu núna og legg svo aðeins inn á sparnarreikning líka. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47633 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Kristler