Hvað er til heima hjá þér?

Ice1986 | 14. mar. '15, kl: 15:54:44 | 1383 | Svara | Er.is | 0

Hvað af eftirfarandi hlutum eru til á þínu heimili? Eru þeir staðgreiddir eða á lánum/raðgreiðslum? Og telur þú þig eiga þá hluti sem er nauðsynlegt að eiga ? Hvað langar þig að eignast næst?





1. Uppþvottavél
2. Þurrkari
3. Bíll 
4. Hrærivél til bakstur 
5. Frystikista
6. Ryksuga
7. Sjónvarp yfir 50 tommum
8. Heimabíó
9. Spjaldtölva
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? 

 

She is | 14. mar. '15, kl: 15:58:38 | Svara | Er.is | 0

allt gamalt og uppgreitt:
1, 2, 3, 4, 5 og 6.

7, 8 og 9 ekki til.

meirihluti keypt notað eða ég hef átt það lengi.

Efins | 14. mar. '15, kl: 15:59:11 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - ekki til, en fáum okkur vonandi þannig þegar við stækkum við okkur 
2. Þurrkari - til, fengum hann í brúðargjöf
3. Bíll - ekki til, en stendur til að kaupa þannig, erum að safna
4. Hrærivél til baksturs - til, fengum hana í brúðargjöf
5. Frystikista - ekki til, bara frystihólf í ísskápnum
6. Ryksuga - til og myndi ekki vilja án hennar vera
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - ekki til, hvorki yfir né undir 50" og enginn söknuður eftir því
8. Heimabíó - ekki til
9. Spjaldtölva - ekki til
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Nýtt úr Ikea

Máni | 14. mar. '15, kl: 16:00:55 | Svara | Er.is | 0

Af þessu á ég uppþottavél, ryksugu og spaldtölvu sem ég staðgreiddi. Húsgögnin eru kannski 60 % keypt notuð. Allt í stofunni var keypt notað t.d.

Allegro | 14. mar. '15, kl: 16:03:27 | Svara | Er.is | 0

Allt ofantalið er til á heimilinu. Kaupi nýtt og allt staðgreitt. Ég á allt sem mér finnst nauðsynlegt að eiga. Næst á dagskrá að eignast næst eru borðstofustólar.

Sina | 14. mar. '15, kl: 16:03:45 | Svara | Er.is | 0

3, 5, 6, 9 er til.
10 blandað, sumt keypt nýtt á sínum tíma, en það er samt flest allt orðið ca 15 ára gamalt.
Allt staðgreitt, nema rúmið var keypt á visa-raðgreiðslum til 1/2 árs.
Vantar ekki neitt af hinu.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 14. mar. '15, kl: 16:03:57 | Svara | Er.is | 0

Bíll sem er ekki á lánum, ryksuga sem kostaði nú ekki nóg til að taka lán fyrir, og uppþvottavél sem fylgir leiguíbúðinni

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

saedis88 | 14. mar. '15, kl: 16:04:26 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél 
Já, ekki lán, keypt notuð, er biluð núna en búin að panta varahluti og reyna komast hjá því að þurfa nýja

2. Þurrkari 
já, fenginn notaður frá frænku minni sem flutti í íbúð og ekki pláss fyrir þurrkara

3. Bíll  
já, erum með 2 bíla, annar bilaður svo mín drusla er bara notuð, engin lán

4. Hrærivél til bakstur  
Fékk gefins kenwood hrærivél sem er örugglega svona 40 ára gömul, amk VEL gömul, en hún mun virka þar til ´g gifti mig, treysti á kitchen aid í brúðargjöf

5. Frystikista 
nei, en hún verður keypt á miðvikudag, staðgreidd

6. Ryksuga
 já, fékk í jólagjöf eitt árið

7. Sjónvarp yfir 50 tommum
nei, er með 28" túbu ;)
 
8. Heimabíó 
neibb

9. Spjaldtölva 
Já, samsung spjaldtölva keypt ný og staðgreidd. 

10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? 
meira notað




Mig langar endilega ða uppfæra sjónvarpið :) 




Tipzy | 14. mar. '15, kl: 16:05:37 | Svara | Er.is | 0


1. já staðgreitt
2. nei en langar
3. já kláraði að borga í sept síðasta
4. nei...nema bara svona lítil hand en langat í KA
5. nei en dauðlangar samanber undirskriftin mín
6. já staðgreitt 
7. nei en á staðgreitt 42tommu flatskjá
8. nei
9. já tvær fullgreitt
10. notað 

...................................................................

Myken | 16. mar. '15, kl: 08:25:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

KA er bara útlitið. Kenwood eru orðnar mikð hljóðlátari og eru mun kraftmeiri..ég er komin yfir í að langa frekar í svoleiðis ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ræma | 16. mar. '15, kl: 14:22:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á Kenwood sem er bara miklu flottari en KA en samt með gamaldags útlit og rauð á lit.
Hún er mjög góð.

Mammzzl | 14. mar. '15, kl: 16:05:43 | Svara | Er.is | 0

Á uppþvottavél, þurrkara, bíl, hrærivél, ryksugu og spjaldtölvu - á svo frystiskáp en ekki kistu. 


Sumt fengið notað - annað keypt nýtt. Allt staðgreitt - líka bíllinn. 


Húsgögn eru ýmist keypt ný eða fengin notuð frá nákomnu fólki. 



Ziha | 14. mar. '15, kl: 16:07:20 | Svara | Er.is | 0

Allt til nema sjonvarp yfir 50 tommum... og misjafnt með húsgögnin, sjónvarpsskápinn og borðstofuskápinn fengum við gefins, borðstofuborðið + stolar keypt notað, sófinn var reyndar líka gefins.... misjafnt svo líka með restina, ýmist keypt notað, gefins (nýtt eða notað) eða keypt nýtt... 


Höfum bara keypt pc tölvur og sjónvarpið á raðgreiðslum.  Ekki verið að borga af neinu þannig núna nema bilnum..... sem var keyptur nýr og verður verið að borga í rúmlega 5 ár í viðbót.  Allt staðgreitt annað sem var keypt.


Já, eigum það nauðsynlegasta en langar í Crockpott.... hægsuðupott.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 14. mar. '15, kl: 16:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lol.. tók ekki eftir heimabíóinu... eigum ekki til svoleiðis.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ætlamér | 14. mar. '15, kl: 16:08:02 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél  - ekki til.

2. Þurrkari  - ekki til.

3. Bíll  - snilldar eldgamall súbbi sem ég borgaði bróðir mínum 140 þús fyrir. Borgaði það í svona 5 greiðslum:)

4. Hrærivél til bakstur  - ekki til.

5. Frystikista - ekki til.

6. Ryksuga - keypti hana 2006

7. Sjónvarp yfir 50 tommum - neibb en á nýtt 40 tommu sem ég mun verða heilt ár að borga.

8. Heimabíó - ekki til.

9. Spjaldtölva - 2 ára lenovo tölva sem ég keypti á 20 þús.

10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Öll húsgögnin mín eru keypt notuð en rúmið keypti ég nýtt:)

Alpha❤ | 14. mar. '15, kl: 16:09:14 | Svara | Er.is | 0


1. Uppþvottavél  - nei 
2. Þurrkari  - nei
3. Bíll - nei
4. Hrærivél til bakstur - nei
5. Frystikista  - nei 
6. Ryksuga  - já, ódýr úr elkó
7. Sjónvarp yfir 50 tommum  - nei
8. Heimabíó  - nei
9. Spjaldtölva  - nei 
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - margt notað en ef ekki þá mjög ódýr húsgögn

Alpha❤ | 14. mar. '15, kl: 16:09:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mig dauðlangar í uppþvottaévél og þurrkara

ilmbjörk | 14. mar. '15, kl: 17:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Uppþvottavélin er mögulega bestu kaup lífs míns!

Alpha❤ | 14. mar. '15, kl: 17:36:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja ég veit það yrði eins hjá mér en bara ekkert pláss:( ég er alveg með þá kröfu næst að ef ég þarf að fara héðan úr þessari íbúð eða hef efni á annarri að þá verður ekki keypt eða farið nema það sé pláss fyrir uppþvottavél hehe

hillapilla | 14. mar. '15, kl: 16:09:20 | Svara | Er.is | 1

Allt til nema frystikista, risasjónvarp og heimabíó. Húsgögn flest keypt ný og flest úr Ikea, annars notuð frá ættingjum. Höfum aldrei nokkurn tímann keypt neitt á raðgreiðslum/lánum nema húsið. Ekki einu sinni bílana. Eigum allt sem þarf af drasli, þyrfti að fara að kaupa mér föt...

dekkið | 14. mar. '15, kl: 16:11:29 | Svara | Er.is | 0

Á allt af þessu nema sjónvarp sem er yfir 50 tommu. Er með eitt 40 tommu og svo eitt um 19-20t. Uppþvottavél, þurrkari, fyrstikista, ryksuga, hiemabío og spjaldtölvurnar allt staðgreitt. Hrærivélina fékk ég gefins nýlega. Var annars með gamlan handþeytara. Bíllinn var keyptur á lánum en eigum hann skuldlausan frá og með næsu mánaðarmótum :) Flest allt er keypt nýtt þegar við maðurinn minn byrjuðum að búa. Einn og einn hlutur notaður. 


Mig vantar svo sem ekki neitt en næst á dagskrá myndi ég telja vera nýtt borðstofuborð sem er stækkanlegt til að rúma okkur öll á jólum þegar við erum með gesti og svo nýtt sófasett. En okkur liggur ekkert á að kaupa þessa hluti. Býst við að þetta gerist á næstu 5-7 árum.

kep | 14. mar. '15, kl: 16:13:34 | Svara | Er.is | 1

Uppþvottavél, bíll, frystikista, ryksuga, spjaldtalva allt staðgreitt.
Eigum ekki þurrkari, hrærivél eða heimabíó og þetta er ekkert sem okkur langar í. Eigum sjónvarp en það er 32" og mjög passleg stærð fyrir okkur.
Um 50% húsgagna gefins frá fólk í kringum okkur sem hafa keypt sér nýtt. Hitt keypt nýtt á 15 ára tímabil. Keyptum síðast nýtt rúm fyrirrúmlega 3 árum síðan. Eigum allt sem við teljum vera nauðsynlegt. Eins og er langar mér mest að eignast hænsnakofa og kannski lítið gróðurhús.

dekkið | 14. mar. '15, kl: 16:24:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ohh hvað ég vildi að ég væri með garð og gæti verið með hænur!!!

Allegro | 14. mar. '15, kl: 16:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, hefur þú verið með hænur? 
Eftir að ég kynntist einum slíkum hóp þá get ég ekki horft á  þær í réttu ljósi. Mestu eineltisseggir sem ég hef séð og heyrt af ;)

dekkið | 14. mar. '15, kl: 16:38:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha nei ekki verið með hænur. Sé það bara í hyllingum að geta farið út í garð og sótt mér egg ;) 

alboa | 14. mar. '15, kl: 16:14:09 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - Já
2. Þurrkari  - Já
3. Bíll  - Nei, ekki með bílpróf svo ekkert við bíl að gera
4. Hrærivél til bakstur  - Já, gjöf
5. Frystikista - Nei en frystiskápur
6. Ryksuga - Já, þarf að endurnýja samt
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - Nei, stofan ber það engan veginn. 
8. Heimabíó - Nei, hef verið með þannig og sakna þess ekkert
9. Spjaldtölva - Já
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Allt keypt nýtt og fyrir utan eitt húsgagn staðgreitt. Þetta eina húsgag er samt löngu uppgreitt (var sett á raðgreiðslur tímabundið en greitt upp löngu fyrir lok tímans).


kv. alboa

Mukarukaka | 14. mar. '15, kl: 16:14:21 | Svara | Er.is | 0

Nei ekki allt, eigum frystiskáp en ekki kistu. Sjónvarpið er nýlegt en 42" og það er soundbar með því en ekki heimabíó. Húsgögnin eru bara blanda, sumt keypt notað og gert upp, annað keypt í Ikea eða Tekk fyrir löngu síðan. Flest af þessu staðgreiddi ég en annað neyddist ég til þess að fá á láni eins og bílinn.

_________________________________________

Yxna belja | 14. mar. '15, kl: 16:15:36 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél  - já
2. Þurrkari - já en hann hefur verið bilaður síðustu 8-10 ár þannig að kannski ætti ég bara að segja nei ;)
3. Bíll  - já, einn
4. Hrærivél til baksturs - já en ekki dýr eða öflug græja
5. Frystikista - já
6. Ryksuga - já
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei langt því frá
8. Heimabíó - tja... eitthvað foreskjulegt sem við notum ekki lengur, c.a. 10 ára gamalt.
9. Spjaldtölva - nja, ég og maðurinn minn erum bæði með spjaldtölvu frá vinnunni og þær eru stundum hérna heima. Mín reyndar mjög sjaldan en mannsins míns mikið oftar. Núna er t.d. engin spjaldtölva hér.
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - meirihluti er keypt nýtt eða fengið gefins. Hef ekki keypt mikið af notuðum húsgögnum. Hins vegar eru öll húsgögn á þessu heimili ódýr. Eina húsgagnið sem kostaði eitthvað að ráði er sófinn. Hann er líka orðinn yfir 10 ára gamall og enn mjög fínn :)


Allt af þessu hefur verið staðgreitt nema bíllinn. Það hvílir aðeins á honum. Mig er búið að langa í nýja þvottavél í mörg ár en það mun ekki gerast fyrr en þessi sem er til staðar deyr - ég endurnýja ekki hluti að óþörfu. Hún er 21 árs og neitar að gefa upp öndina. Mig er líka farið að langa í nýtt rúm en það er samt enn eitthvað eftir af þessu sem ég á núna þannig að það verður ekki strax :)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

arja | 14. mar. '15, kl: 16:18:48 | Svara | Er.is | 0

1,3,6.
Allt gamalt og uppgreitt.
Á handþeytara til baksturs og það er frystihólf í ískápnum okkar.
Uppþvottavélin fylgdi íbúðinni, bíllinn keyptur notaður og staðgreiddur, ryksugan er til en var að bila þannig að við þurfum að fara að fjárfesta í annari.
Flest húsgögnin okkar voru keypt ný eða fengist gefins, höfum tekið eitthvað á raðgreiðslur en reynum að safna fyrir hlutunum.

bogi | 14. mar. '15, kl: 16:22:06 | Svara | Er.is | 0

1. Já - keypt ný þegar sú gamla gaf upp öndina.
2. Já - keyptur nýr
3. Já - keyptur notaður, staðgreiddur
4. Já - keypt ný
5. Nei - en ég á lítinn frystiskáp
6. Já - svakaleg græja alveg
7. Nei - okkar flatskjár er "bara" 32", keyptur nýr
8. Nei - hef enga þörf fyrir það
9. Já - keypt ný fyrir ferðalög síðasta árs
10. Líklega meirihlutinn keyptur nýr, en eitthvað notað.

kblondal | 14. mar. '15, kl: 16:32:19 | Svara | Er.is | 0

Þvottavél og þurrkari ekki til en ég hef aðgang að slíku í sameiginlegi þvottahúsi. Heimabío til en það er bilað enda gamalt, sjónvarpið 47" öll húsgögn keypt notuð eða fengin gefins. Annað fullgreitt

Felis | 14. mar. '15, kl: 16:35:28 | Svara | Er.is | 0

1, 6, 9 er til skuldlaust
3 er á greiðslum 


rest er ekki til 
meirihluti húsgagna eru keypt notuð


ég tel mig eiga það sem ég þarf, en mikið væri ég til í að eiga þurrkara (og hann verður örugglega keyptur á næstu mánuðum)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Raw1 | 14. mar. '15, kl: 16:36:19 | Svara | Er.is | 0

Það er til bíll, hrærivél, ryksuga, heimabíó og spjaldtölva.
Ég á ekki uppþvottavél, þurrkara, frystikistu, Tv yfir 50" og flest öll húsgögnin eru keypt notuð eða gefin.
Þegar ég fer að hugsa það eru öll húsgögnin inní stofu keypt notuð eða tengdamamma eða mamma mín gaf okkur þau, eldhússtólarnir eru yfir 30 ára gamlir... eina sem er keypt nýtt eru 2 kommóður og eldhúsborðið.

Raw1 | 14. mar. '15, kl: 16:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við fengum ryksuguna og hrærivélina í brúðkaupsgjöf :)

Raw1 | 14. mar. '15, kl: 17:23:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt staðgreitt nema bíllinn.

visindaundur | 14. mar. '15, kl: 16:39:49 | Svara | Er.is | 0


1. Uppþvottavél - já
2. Þurrkari - já nýlega keypt
3. Bíll  - já
4. Hrærivél til bakstur  -já
5. Frystikista - já,
6. Ryksuga - já
7. Sjónvarp yfir 50 tommum -nei
8. Heimabíó -nei
9. Spjaldtölva -nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - meirihluti húsgagna keypt notuð.


Allt saman staðgreitt nema uppþvottavélin, hún var keypt á raðgreiðslum á sínum tíma fyrir hjónabandið.

GuardianAngel | 14. mar. '15, kl: 16:40:05 | Svara | Er.is | 0

Ég á ekkert af þessu nema ryksugu en ég er með frystikistu í láni.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

ilmbjörk | 14. mar. '15, kl: 17:01:08 | Svara | Er.is | 0

Uppþvottavél - var staðgreidd fyrir  ca. 3-4 árum
Hrærivél - var staðgreidd fyrir ca. 7 árum
Frystikista - staðgreidd fyrir c.a. 5 árum
ryksuga - einhver lítil og léleg sem er aldrei notuð og var að sjálfsögðu staðgreidd
sjónvarp - reyndar ekki yfir 50 tommum, 38" held ég, var staðgreitt..
spjaldtölva - var keypt á raðgreiðslutilboði (hjá mogganum) en er uppgreidd núna


Þurfum ekki þvottavél og þurrkara, það er sameiginlegt þvottahús. Sum húsgögnin voru keypt ný (t.d rúmin okkar, borðstofuborð og stólar), en bara úr Ikea. Sófinn var keyptur notaður. Ég kaupi mjög mikið notað, sérstaklega leikföng, hjól og hlífðarfatnað á barnið.

zkitster | 14. mar. '15, kl: 17:04:19 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - Nei, aldrei verið með uppþvottavél utan nokkura mánaða þegar ég var unglingur (fylgdi íbúðinni sem mamma keypti en bilaði fljótlega)
2. Þurrkari - Nei, aldrei á ævinni verið með þurrkara.
3. Bíll    -  Nei, maðurinn minn og ég erum bæði komin yfir þrítugt, hann vel, og hvorugt okkar hefur nokkurn tímann tekið bílpróf.
4. Hrærivél til bakstur  - Nei en mig langar smá í. Á samt ógeðslega góða matvinnsluvél og veit að vandaður handþeytari myndi alveg duga samhliða henni, er að bíða eftir að minn deyji áður en ég splæsi í eitthvað fancy. 
5. Frystikista   - Nei en erum með frysti á ísskápnum og svo pínu lítinn frystiskáp sem okkur var gefið.
6. Ryksuga  - Já.
7. Sjónvarp yfir 50 tommum   -  Nei, finnst það alltof stórt. Létum samt nýlega verða af því að uppfæra í flatskjá.
8. Heimabíó   -   Ekki beint en það er bortölva með 7:1 hátalarakerfi tengd við sjónvarpið.
9. Spjaldtölva  - Já, hún er samt eldgömul og maður kemst ekki lengur á henni á netið. Ég nota hana eingöngu sem e-reader.
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað?  Mikill meirihluti notaður. Þegar eitthvað er keypt nýtt þá er það keypt vandað með það í huga að það endist. Eldhúsið hjá okkur fer að koma á tíma og það verður endurnýjað einu sinni, vð gerum hinsvegar ekki ráð fyrir að flytja héðan þannig að maður vill gera hlutina almennilega  og þannig að þeir endist.

Það eru samt 3 borðtölvur og ein fartölva á heimilinu, allir eiga snjallsíma (reyndar basic týpur) og svo safnaði strákurinn sér fyrir PS4. Skuldum ekki krónu utan húsnæðislána og erum með sparnað, nota ekki kreditkort (visa í plús fyrir netgreiðslur), hef aldrei tekið neitt á raðgreiðlsum. Mér finnst ég eiga allt sem er nauðsynlegt að eiga og gott betur en það. 
Það sem er á óskalistanum er ný spjaldtalva, með lyklaborði eða 10-11" lítil og létt fartalva, er með stóra fartölvu með öllum hugsanlegum tengingarmöguleikum en þarf einhverja sem kemst í handtöskuna og getur fylgt mér á dagsdaglegum basis. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

torat | 14. mar. '15, kl: 17:06:30 | Svara | Er.is | 0

Á allt á þessum lista, nema sjónvarpið er minna, flatskjár þó. Það eina sem við höfum keypt er ryksuga og bíll, hvortveggja staðgreitt, allt hitt gefins. Öll húsgögn fengum við gefins nema náttborð og eldhúsborð. Keypti líka rúmdýnur.

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

Helvítis | 14. mar. '15, kl: 17:08:11 | Svara | Er.is | 1




1. Uppþvottavél - nei, enda ekki pláss fyrir hana í eldhúsinu mínu.
2. Þurrkari - nei, sameiginlegt þvottahús með fínum þurrkurum.
3. Bíll - já og nei.
4. Hrærivél til bakstur - já, brúðkaupsgjöf. 
5. Frystikista - nei, er með tvískiptan ísskáp/frysti.
6. Ryksuga - já.
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei, myndi aldrei hafa áhuga á stærra en því sem ég er með sem er "42, og íbúðin myndi aldrei bera meira.
8. Heimabíó - já og nei, er með þráðlausa bluetooth hátalara sem sinna sínu verki hvort sem ég nota þá fyrir sjónvarpið, spjaldið eða tölvuna.
9. Spjaldtölva - já.
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Ég kaupi allt nýtt.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 14. mar. '15, kl: 17:09:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ah já og flest af þessu var staðgreitt.

Setti iPadinn á raðgreiðslur í 12 mánuði, löngu búin að borga hann upp.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Galieve | 14. mar. '15, kl: 17:11:43 | Svara | Er.is | 0

Á mínu heimili er til:
1
2
3
4
6
8
9
10 Meirihluti húsgagnana er notaður.
Allir hlutinir voru staðgreiddir eða gjafir en ég keypti þvottavél á raðgreiðslum einu sinni. Mig langar að kaupa mér nýja fartölvu en það verður að bíða betri tíma.

ny1 | 14. mar. '15, kl: 17:22:29 | Svara | Er.is | 0

Á mínu heimiili


1. Uppþvottavél (keypt notuð)
2. þurrkari (keypt fyrir pening sem við fengum í brúðkaupsgjöf)
3. bíll (sem var keyptur á lánum sem við erum búin að greiða upp)
4.Kitchen aid hrærivel (brúðkaupsgjöf)
5. Frystikista (fengum í brúðkaupsgjöf)
6. eigum 2 ryksugur (keyptar nýjar, önnur er iðnaðarryksuga fyrir sag og annað en við erum að smíða húsið okkar)
7. sjónvarp (44" túpu sem var keypt notað
8. heimabíó (keypt notað)
9. 2 iPAD (keyptir notaðir)

Á listann þinn
þvottavel (keypt fyrir pening sem við fengum í brúðkaupsgjöf)

Eina sem mig langar í er nýrri bíl en það er ekki alveg í stöðuni eins og er :)

VanillaA | 14. mar. '15, kl: 17:23:01 | Svara | Er.is | 0

Af þessu á ég bíl og ryksugu. Nánast allt mitt innbú er keypt hér á Bland.

bababu | 14. mar. '15, kl: 17:26:42 | Svara | Er.is | 0

Eg a bil og ryksugu :) annað tekið a lanum en hitt staðgreitt

Mig langar agalega i frystikistu og hrærivél og býst jafnvel við að kaupa mer hrærivél í sumar

bababu | 14. mar. '15, kl: 17:27:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ja húsgögnin eru flest ny en ódýr :) eitthvað notað inn a milli

Anímóna | 14. mar. '15, kl: 17:36:29 | Svara | Er.is | 0

Það er til bíll og ryksuga. Meirihluti húsgagna keypt/fengið notað.


Anímóna | 14. mar. '15, kl: 17:38:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ já og bíllinn er að hluta til á láni, ryksugan staðgreidd (hvað annað?). 
Já, ég á alveg nóg en væri til í að eiga sjónvarp sem er aðeins nýrra, hrærivél og jafnvel þurrkara.

Helvítis | 14. mar. '15, kl: 18:14:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha já, held að fólk færi seint að kaupa sér ryksugu á raðgreiðslum skom...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Anímóna | 14. mar. '15, kl: 18:17:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri þá einhver mega-ryksuga. Og ruglað fólk.

Helvítis | 14. mar. '15, kl: 18:21:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vóts, ætlaði að finna aaaaðeins lengri link, en þetta verður að duga.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

tjúa | 14. mar. '15, kl: 17:38:09 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél  - ég á uppþvottavél (staðgreidd á sínum tíma) en hún er í húsi sem ég leigi út. Er ekki með uppþvottavél heima og ég sakna þess alveg. 

2. Þurrkari - innbyggður í þvottavélina sem var staðgreidd. 

3. Bíll - staðgreiddir báðir


4. Hrærivél til bakstur - kitchenaid sem ég fékk að gjöf

5. Frystikista  - ein innbyggð í ísskápnum, staðgreidd, önnur stök, gömul og man/veit ekki. 

6. Ryksuga  - Nilfisk sem ég safnaði mér fyrir og staðgreiddi. 

7. Sjónvarp yfir 50 tommum  - neibb

8. Heimabíó  - neibb, en er með media tölvu tengda við TV. 

9. Spjaldtölva   - á ekki. 

10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? 50/50. 


Langar í uppþvottavél, en þarf að komast í stærra húsnæði fyrst. 

kexpakki | 14. mar. '15, kl: 17:40:42 | Svara | Er.is | 0

Það er allt til nema númer 7


Bíllinn, þurrkarinn, ryksugan, sjónvarpið og heimabíóið er gamalt
Restin er nýlegt

fálkaorðan | 14. mar. '15, kl: 17:46:08 | Svara | Er.is | 0

já 1. Uppþvottavél  staðgreitt
já 2. Þurrkari  staðgreitt
já 3. Bíll staðgreitt
já 4. Hrærivél til bakstur 25 afmælisgjöf Riddarakrossins
nei 5. Frystikista  á planinu hef ekki pláss
nei 6. Ryksuga  nota ekki slíkt sjálf en þarf að kaupa fyrir heimaþjónustuna
nei 7. Sjónvarp yfir 50 tommum  mun aldrei fá mér neitt í líkingu við það
nei 8. Heimabíó  hef ekki þörf fyrir slíkt erum með góðan magnara og hátalara fyrir tónlist
nei 9. Spjaldtölva  átti að kaupa í gær og staðgreiða en gleymdist og enginn nennti út úr húsi í dag
já 10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? keypt nýtt, allt saman nema píanóið tengdó keyptu það fyrir Riddarakrossin þegar hann var krakki.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvítis | 14. mar. '15, kl: 18:14:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

What?!

Hvernig kemstu af án ryksugu?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

fálkaorðan | 14. mar. '15, kl: 19:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þurrmoppa. Hef gert það alla mína tíð. Fæ svo í bakið af ryksugunni. Er svo með iðnaðarryksugu sem ég dreg fram lágmark 4 sinnum á ári og ryksuga sófann og er með litla handryksugu sem fer í glufurnar meðfram veggjunum og allt þetta fúsk sem ég hata hérna heima hjá mér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvítis | 14. mar. '15, kl: 19:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, respect!

Ég gæti aldrei gert gert þetta.

Er gjörsamlega háð ryksugunni minni!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ilmbjörk | 14. mar. '15, kl: 20:19:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sama hér, ég hef aldrei átt almennilega ryksugu, moppa bara.. finnst ótrúlega leiðinlegt að ryksuga..

Louise Brooks | 14. mar. '15, kl: 20:50:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gerði þetta einu sinni en það er ekki í boði í dag þar sem að það er teppi á stofunni og holinu hjá mér. 

,,That which is ideal does not exist"

fálkaorðan | 14. mar. '15, kl: 20:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ þrif á 2 vikna fresti og þarf að kaupa ryksugu fyrir hana. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Louise Brooks | 14. mar. '15, kl: 20:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturðu ekki keypta bara einhverja litla og ódýra? Teppið hérna kláraði gömlu ryksuguna mína svo að ég fjárfesti í rúmlega 30 þús kr ryksugu sem að höndlar vel teppi og er kraftmikil og með góðum haus. Það bara var eiginlega ekki annað í boði. Ég þurfti að skipta greiðslunni í tvennt man ég.

,,That which is ideal does not exist"

fálkaorðan | 14. mar. '15, kl: 21:09:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég þarf bara eitthvað einfallt allt í flísum eða parketi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Þjóðarblómið | 14. mar. '15, kl: 23:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér varð hugsað til þín um daginn. Var að skoða fasteignaauglýsingar og það var ein íbúð sem var ekkert nema hvítt háglans í öllum innréttingum og hvítar flísar á öllu húsinu!! 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

fálkaorðan | 14. mar. '15, kl: 23:19:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Var þetta hryllingshús í tívolíi?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Þjóðarblómið | 15. mar. '15, kl: 00:08:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ef ég man rétt þá var það í Innri-Njarðvík. Þetta var hrikalegt!! 


Meira ða segja HVÍTAR

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Þjóðarblómið | 15. mar. '15, kl: 00:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HVÍTAR flísar á ÖLLUM herbergjum.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Perlukonan | 15. mar. '15, kl: 11:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er virkilega gerð krafa á að þú sért með ryksugu !!  Ég vinn við heimaþjónustu og maður notar það sem fólk notar, Myndi aldrei gera kröfu á svona eða hinsvegin hreinsitæki ... og veit ekki til þess að það sé gert í mínu bæjarfélagi.

fálkaorðan | 15. mar. '15, kl: 11:12:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er krafa hérna. Hún notar rykmoppuna mína ef ég er ekki með ryksugu. hef alltaf fengið lánað hjá nágranakonu minni nema eitt skipti þegar hún var ekki heima.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Perlukonan | 15. mar. '15, kl: 11:16:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bara fáránlegt, fólk er oft að nýta þessa þjónustu tímabundið og ég myndi nota það sem rök fyrir að leggja ekki út fyrir ryksugu.  Ég reyni að sleppa að ryksuga eins oft og ég get því ryksugan sendir frá sér leiðinda útblástur. Ég þurrmoppa og hristi mottur svo úti. M'inu fólki finnst það fínt. 

fálkaorðan | 15. mar. '15, kl: 11:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svosem sátt við þetta, leiðinlegt að draga fram iðnaðarryksuguna þegar ég legg í sófann. Sé fyrir mér að ég neni frekar að halda honum mylsnulausum ef ég er með handhæga litla ryksugu hérna.


Hún tekur líka alla leið undir hjónarúmið og sófann með ryksugunni en ekki með rykmoppunni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Perlukonan | 15. mar. '15, kl: 11:31:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst ég ná best undir rúm og sófa með rykmoppum því það er hægt að leggja þær svo vel niður. Og þannig nær maður að skúra á sömu stöðum líka.  En það er bara ég :)

fálkaorðan | 15. mar. '15, kl: 11:34:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nennir þú aið koma tl mín? Þjónustumiðstöð Laugardals :)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Perlukonan | 15. mar. '15, kl: 12:12:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

myndi gjarnan gera það er ég er fyrir austan fjall :(

fálkaorðan | 15. mar. '15, kl: 15:24:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég flyt þá bara.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Alpha❤ | 14. mar. '15, kl: 23:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er í rauninni betra þannig séð því ryksugan blæs svo að rykið bara þyrlist út um allt. 

fálkaorðan | 15. mar. '15, kl: 10:20:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ryk hefur ekki tíma til að setjast á gólfin hérna með 3 smábörn.


Ryksugan væri mestmegnis í seríósi og kexmylsnu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

exception | 14. mar. '15, kl: 17:52:10 | Svara | Er.is | 0

6 og 9. Flest er keypt nýtt en það er allt frá IKEA. Á eitthvað af notuðu. Mig langar að eiga þvottavél næst.

exception | 14. mar. '15, kl: 18:49:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gleymdi að segja að þetta var allt staðgreitt.

Ígibú | 14. mar. '15, kl: 18:02:38 | Svara | Er.is | 0

3, 4, 5, 6, 8, 9 er til og allt borgað, ekkert af þessu tekið á raðgreiðslum.

10. Bara í bland notað, nýtt og fengið í arf.

Mig langar eiginlega ekki í neitt nema kannski þá þurrkara en hef eiginlega ekki pláss fyrir hann.

Silaqui | 14. mar. '15, kl: 18:09:58 | Svara | Er.is | 0

Allt til nema heimabíóið og sjónvarpið er líklega 42 tommur. Spjaldtalvan er samt bara ein og í eigu sonarins.
Allt af þessu var staðgreitt, meira að segja bíllinn en hann var spes keis.
Ég hugsa að mest af húsgögnunum hafi verið keypt nýtt, en ekki allt. En það er nýtt út úr hlutum hér og sumar af mublunum eru orðnar eins gamlar og hægt er miðað við aldur eiganda.

Skjálfandi við kertaljós | 14. mar. '15, kl: 18:11:51 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - Nei
2. Þurrkari - Nei
3. Bíll -Já, skuldlaus
4. Hrærivél til bakstur - Nei
5. Frystikista - Nei
6. Ryksuga - Nei
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - Nei
8. Heimabíó - Nei
9. Spjaldtölva - Nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - Notað.

Vó, rosalega er ég róleg á því.

cutzilla | 14. mar. '15, kl: 18:12:31 | Svara | Er.is | 0

,,á'' nr 3 þeas bíl er að klára að borga hann á þessu ári. Bíll frá 2002. Ég á nr 6 ryksugu og fékk hana gefins fyrir 15 árum, þurfti reyndar að kaupa aukahluti í hana í fyrra. Ekkert annað á listanum. Flest öll húsgögnin mín eru keypt notuð, gölluð eða gefins. Ég held að eina sem ég hef keypt nýtt af húsgögnum mínum séu borðstofustólarnir mínir sem voru keyptir 2004.  Mig langar agalega í kitchen aid hrærivél.

cutzilla | 14. mar. '15, kl: 18:40:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski óskýrt hjá mér en það sem ég meina er að ég á það sem er nr 6 á listanum sem er ryksuga

Quiz | 14. mar. '15, kl: 18:16:07 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - Já ný síðan í desember, var gjöf
2. Þurrkari - Já, keyptum fyrir örfáum árum og staðgreiddum
3. Bíll - já, 2 bílar, annar var á smá lánum en það er uppgreitt fyrir löngu
4. Hrærivél til bakstur - já, keypti sjálf, staðgreitt
5. Frystikista - já, fengin notuð hjá fjölskyldumeðlim
6. Ryksuga - já, var gjöf
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei, okkar er ekki "nema" 46 tommur, staðgreitt
8. Heimabíó - nei, erum nýbúin að losa okkur við það og ætlum ekki að fá okkur aftur, var gjöf
9. Spjaldtölva - já, keypt í fyrra, staðgreitt
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað - húsgögn öll keypt ný

Finnst við nokkuð vel sett, en gæti hugsað mér að fara að endurnýja ísskáp og þvottavél, ásamt því að fá mér nýtt og stærra rúm

Relevant | 14. mar. '15, kl: 18:16:34 | Svara | Er.is | 0

allt til nema sjónvarpið er minna. Allt staðgreitt og ekkert af þessu alveg nýtt í dag. Af þessu keyptum við sófaborð nýjast fyrir ári síðan og þar á undan uppþvottavél fyrir fjórum árum.

áslaugb | 14. mar. '15, kl: 18:16:39 | Svara | Er.is | 0


1.. já keypt ný fyrir rúmlega 15 árum.   2 já, keyptur nýr þegar yngsta dóttir mín fæddist fyrir 25 árum. 3. já 2001 módel keyptur 2007.   4. 33 ára gömul KA. 5 á tvær frystikistur, önnur er frá foreldrum mínum og er senniega 47 ára, virkar fínt hin er örugglega 25 ára virkar fínt.  6. já keypt ný ca 4 ára. 7. 37 tommu sjónvarp, keypt nýtt fyrir ca 5 árum  8. nei   9. nei   10. flest húsgögn keypt ný á lanum fyrir 15-20 árum. sumt úr dánarbúum.

mars | 14. mar. '15, kl: 18:16:58 | Svara | Er.is | 0

Ég á nr 3, 4, 6, 8, og 9. af þessu. Sjónvarpið er hmmm 48 tommur minnir mig og það dugar vel.
Allt keypt nýtt nema bíllinn sem var keyptur notaður. Keypt á raðgreiðslum en búið að greiða allt upp nema bílinn.
Af hinu þá myndi mig langa í frystuiskáp frekar en frystikistu en annað langar mig ekkert í.

soley18 | 14. mar. '15, kl: 18:17:59 | Svara | Er.is | 0

Á nr. 3 og 6. Bæði gamalt og greitt. Stórann hluta húsgagnanna hjá mér hef ég fengið gefins eða keypt notað. Reyni að eyða ekki peningum í dauða hluti :)

lalía | 14. mar. '15, kl: 18:27:31 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - til en fylgir með íbúðinni sem við leigjum.
2. Þurrkari - nei og ég tel hann ekki til nauðsynja (þótt það væri vissulega þægilegt að eiga svoleiðis).
3. Bíll - til, 15 ára gamall, við keyptum hann fyrir 2 árum og eigum hann skuldlausan.
4. Hrærivél - til, gömul KitchenAid sem við fengum frá öðru tengdaforeldrasettinu.
5. Frystikista - ekki kista, en lítill þriggja skúffu skápur. Algjör nauðsyn á tveggja manna heimili! Notaður, gjöf frá vinafólki í skiptum fyrir greiða.
6. Ryksuga - til, ég hef prófað að vera án ryksugu og það var hræðilegt! Ódýr týpa, staðgreidd.
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - akkúrat 50", telst það með?! Staðgreitt. (annar 42" flatskjár á heimilinu, keyptur á tilboði, líka staðgreiddur).
8. Heimabíó - nei, alls ekki nauðsynlegt að mínu mati.
9. Spjaldtölva - til, lítil (10") og nýleg, staðgreidd.
10. Meirihluti keyptur nýr í IKEA, nokkrir hlutir fengnir notaðir.


Í heildina er ég nokkuð sátt við heimilið, hvað varðar húsbúnað. Kem til með að kaupa uppþvottavél ef við flytjum í hús þar sem er ekki ein fyrir (hefur fylgt með á síðustu 2 stöðum sem við höfum búið á, ísskápur hefur líka fylgt). Svo þegar við erum komin í framtíðarhúsnæði sé ég fyrir mér að fara að byrja að skipta út einum og einum hlut, byrja sennilega á því að kaupa gott rúm, helst amerískt. Ég vil helst staðgreiða þá hluti sem ég kaupi, bara svo það komi fram!

Kisukall | 14. mar. '15, kl: 18:35:33 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - Nei erum að leigja þar sem það er ekki í boði, flyt samt vonandi í stærra  eftir ár.
2. Þurrkari - það er sameiginlegt þvottahús fyrir húsið með þurrkurum og þurrkskápum.
3. Bíll - höfum ekki þörf á bíl núna, og engin stæði hvort sem er hérna.
4. Hrærivél til bakstur  - nei en mig langar að kaupa.
5. Frystikista - neibb
6. Ryksuga - já, hún er pínulítil og kostaði nokkra þúsundkalla en virkar fínt.
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei og mig langar ekki í svo stórt sjónvarp
8. Heimabíó - nei langar ekki í
9. Spjaldtölva - veit ekki hversu margar við eigum, hafa aldrei verið notaðar.
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Bæði nýtt og notað.

smusmu | 14. mar. '15, kl: 18:43:23 | Svara | Er.is | 0

1.Já en ekki í notkun þar sem það er ekki pláss. Fengum hana gefins

2. jább,fengum hann í brúðkaupsgjöf

3. Annar er á lánum en hinn var staðgreiddur

4. Jább, brúðkaupsgjöf

5. nei

6. Nei, er bara með innbyggða í íbúðinni :Þ

7. nei, sjónvarpið okkar er 32 tommur og lifandis löngu uppgreitt

8. Já, staðgreitt

9. Stelpan á ipad sem henni var gefinn

10. eiginlega 50/50 gefins notað/keypt nýtt

Rauði steininn | 14. mar. '15, kl: 18:48:05 | Svara | Er.is | 0

1. Til-staðgreitt
2. Til-gamal frá mömmu og pabba sem ég fékk þegar ég byrjaði að búa
3. Til- fyrsti bílinn sem ég á á lánum
4. Til- Brúðargjöf
5. Ekki til
6. Til- staðgreidd
7. Nei- bara litill flatskjár sem var staðgreiddur 2007
8. Ekki til
9. Til- skuldlaus núna, keypti á moggatilboði fyrir háskólanema 2012
10. Húsgögn eru flest gömul, gjafir eð staðgreitt. Rúmið okkar var keypt á 6 raðgreiðslum.

Kammó | 14. mar. '15, kl: 18:49:30 | Svara | Er.is | 0

Á allt af þessu skuldlaust en við eigum 42 tommu sjónvarp skuldlaust.
Allt keypt nýtt en sófasettið erfðum við.

Eplasamloka | 14. mar. '15, kl: 18:51:44 | Svara | Er.is | 0

1.

1616 | 14. mar. '15, kl: 19:10:16 | Svara | Er.is | 0

Allt sem við eigum hefur verið staðgreitt nema húsið! ...okkur vantar ekkert! ....mig langar mest í heitan pott næst :)

1. Uppþvottavél - já
2. Þurrkari - já
3. Bíll  - já tveir
4. Hrærivél til bakstur - já  
5. Frystikista - nei en er með amerískan ísskáp svo að það er frystiskápur
6. Ryksuga - já
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - neibb eigum 47" flatskjá
8. Heimabíó - nei
9. Spjaldtölva - já Ipad mini
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? meirihlutinn keyptur nýr

icegirl73 | 14. mar. '15, kl: 19:16:33 | Svara | Er.is | 0

3,4,6 gamalt og löngu greitt. Mig langar mest í uppþvottavél eða nýja ryksugu. Flest húsgögnin eru keypt notuð eða fylgdu með í búið við sambúð og sum komin á tíma núna. 

Strákamamma á Norðurlandi

Lljóska | 14. mar. '15, kl: 19:18:47 | Svara | Er.is | 0

1.já en er að fá nýja
2. já
3.já 
4. já fékk kitchenaid í jólagjöf, eplarauða
5.já,gömul 
6. já 
7.já
8. já
9. já en báðar bilaðar
10. nýtt.
oftast allt staðgreitt en er að taka húsið í gegn núna svo það er eitthvað á lánum. ætla að fá mér skaftryksugu.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Lljóska | 14. mar. '15, kl: 19:20:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er að ljúga með nr 10 sumt nýtt,sumt notað og annað gefins.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

jökulrós | 14. mar. '15, kl: 19:30:00 | Svara | Er.is | 0


1. Uppþvottavél fylgdi húsinu en er léleg
2. Þurrkari staðgreiddi 2008
3. Bíll  staðgreiddi 2006
4. Hrærivél til bakstur  fékk gefins 2002
5. Frystikista fékk gamla gefins 2014, ég held hún eigi ekki mikið eftir
6. Ryksuga innflutningsgjöf 2001
7. Sjónvarp yfir 50 tommum ekki til
8. Heimabíó ekki til
9. Spjaldtölva staðgreidd 2014
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað?  nýtt, notað og heimatilbúið ekkert á lánum

grannmeti | 14. mar. '15, kl: 19:46:50 | Svara | Er.is | 0

Numer 1,6 og 9 ekkert af tvi var tekid a lanum.
Numer 10: allt sem eg a af husgögnum er second hand

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

binz | 14. mar. '15, kl: 20:05:48 | Svara | Er.is | 0

Allt til hjá mér nema spjaldtölva, bara af því ég þarf hana ekki, vantar ekkert og fæ mér aldrey neitt nema eiga fyrir því, góð regla, ef ég ætti að segja hvað vantaði helst þá væri það betri fataskápar en það er nú á 5ára áætlun. :)

Binz

HollyMolly | 14. mar. '15, kl: 20:12:47 | Svara | Er.is | 0

Allt til hjá mér nema sjónvarp yfir 50" (enda sé engan tilgang með því) og hrærivél enda hef ég enga þörf fyrir það. Öll húsgögn sem ég er með er eitthvað sem ég hef keypt nýtt sjálf nema sófinn, er með hann í láni. Þvottavélina keypti ég notaða fyrir 4 árum og uppþvottavélina er ég með í láni. Það sem ég er með núna á raðgreislum er síminn minn og leikjatölvan, á tvær afborganir eftir. Hef keypt ísskáp, tölvur (2) sjónvarp, síma (3), þurrkara og rúm á raðgreiðslum en rest staðgreitt.

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

HollyMolly | 14. mar. '15, kl: 20:13:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og bíllinn er 15 ára gamall sem tengdó átti.

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

HollyMolly | 14. mar. '15, kl: 20:14:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æji eg sá ekki að frystikista var á listanum en hana á ég ekki.

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

spunky | 14. mar. '15, kl: 20:13:10 | Svara | Er.is | 0

Allt til nema nr 4, 5 og 9.

Flest húsgögn voru keypt ný fyrir mörgum árum síðan, örfá notuð og allt enn í notkun hér.

labbalingur | 14. mar. '15, kl: 20:14:57 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - já fengum gefins.
2. Þurrkari - nei
3. Bíll  - já staðgreiddur
4. Hrærivél til bakstur  - já keypt notuð.
5. Frystikista - já eða frystiskápur sem tengdó á.
6. Ryksuga - já
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei eigum gamalt túpusjónvarp 28 eða 30 tommu man ekki alveg.
8. Heimabíó - nei
9. Spjaldtölva - nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Held það sé bara sirka jafnt hlutfall á nýju og notuðu.

_________________________
"It takes two to lie, one to lie and one to listen"
- Homer Simpson

Innkaupakerran | 14. mar. '15, kl: 20:17:25 | Svara | Er.is | 0

Bíll keyptur borgað inná og rest lán en er búin að borga lánið.
Ipad keyptur á raðgr. búin að borga það.
Rúm keypt á raðgr.búin að borga það.
TV borgaði helming út og hitt á rað. Búin að borga það.
Fékk æðislegan stóran tungusófa á 60000 kostaði nýr 500.000 var 4 ára og sást ekki á honum svo ég var heppin þar.
Sjónvarps skenkur massífur á raðgr. búin að borga það.
Stofuborð og hliðarborð nýtt staðgreitt.
Hrærivélina fékk ég í jólagjöf.
Ryksuga staðgreidd.
Þvottavél og uppþv.vél eru núna á raðgreiðslum.
Kaupi allt nýtt eiginlega nema eina kommóðu sem ég keypti hér á bland.
Ísskápur borgaði helming og rest á visa rað. Búin að borga það.
Frystikistuna fékk ég gefins.

tóin | 14. mar. '15, kl: 20:18:28 | Svara | Er.is | 0

1, 3, 4, 6 og 7 er til heima hjá mér.

Flest húsgögn keypt ný, sum fengin gefins og enn önnur arfur.

Engin lán á þessum hlutum.

Ég þarf ekkert meira en þegar er til.

Louise Brooks | 14. mar. '15, kl: 20:24:06 | Svara | Er.is | 0

1, 3, 4, 6, 8 og 10 er til og löngu greitt. Er með nr 9 á raðgreiðslu sem fer bráðum að klárast. Dauðlangar í nr 2 en hef ekki látið það eftir mér hingað til. Flest húsgögn eru gamalt erfðagóss eða fengin notuð. Það eina sem er nýtt er hjónarúm sem ég neyddist til að kaupa á raðgreiðslu. Heimabíóið er samsett af ca 25 ára gömlum magnara og 15 þús kr heimabíóhátalarasetti úr Elkó.


 Uppþvottavélina fékk ég frá mágkonu minni og í staðinn fékk hún heljarinnar matarboð og partýstand fram á nótt. Er samt ekki viss með nr 4 þar sem að ég á bara matvinnsluvél sem ég fékk að gjöf fyrir mörgum árum. 

,,That which is ideal does not exist"

TARAS | 14. mar. '15, kl: 20:31:11 | Svara | Er.is | 0

Á til svo sem flest, af þessu, samt ekki risasjónvarp eða frystikistu og reyndar ekki hrærivél en á matvinnsluvél í staðinn. 


Flest af þessu var notað og allt nema bíllinn, sem ég er reyndar búin að eiga í 13 ár og var nokkra ára þá, er staðgreitt. Eins og staðan er núna, er ekkert á heimilinu mínu ógreitt og það er rosalegt frelsi. 
Þó það séu nú ekki allt hlutir sem mig dreymdi um, þá er nú alveg tími til að eignast fleiri hluti og er nú alveg nokkuð sátt við heildarútlit :)


En skal viðurkenna að ef ég mögulega gæti í dag, myndi ég fá mér betri bíl, en það kemur að því :)

Halliwell | 14. mar. '15, kl: 20:38:51 | Svara | Er.is | 0


Við vorum svo heppin að þegar við keyptum íbúðina okkar og fluttum út úr húsinu sem kærastinn átti með pabba sínum - þá var konan hans að flytja inn í staðinn svo við fengum fullt annað hvort frá henni eða það gamla sem hún átti nýrra af.



1. Uppþvottavél - fengin hjá foreldrum vegna flutninga þeirra, passaði ekki inn þar

2. Þurrkari - Já, fengin hjá tengdó þegar hann fékk nýjan


3. Bíll - Já, tveir keyptir notaðir. 


4. Hrærivél til bakstur - Nei :( Fæ alltaf lánað hjá tengdamömmu en á handþeytara (fengum þá fría)


5. Frystikista - Nei


6. Ryksuga - Já, fengin í flutningunum


7. Sjónvarp yfir 50 tommum - Nei túbusjónvarp. Horfum eiginlega aldrei á sjónvarp.


8. Heimabíó - Nei


9. Spjaldtölva - Nei


10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - Nánast allt keypt notað, fengið í gjöf eða fengið gefins vegna flutninganna sem ég talaði um.




Ísskápurinn okkar er nýr af því að við fengum 50 þús kall frá afa kærastans í innflutnings/jóla/afmælisgjafir og borguðum held ég 30-40 sjálf. Gamli ísskápurinn okkar var líka ónýtur, hann kæli bara stundum. 




Okkur langar í barkalausan þurrkara af því að við erum að gera upp baðið og við getum ekki haft barkann þannig að hann fari út úr íbúðinni. Sem skipti engu á gamla ógeðslega ljóta baðherberginu en er alveg rosalega sóðalegt og fær sko ekki að fara inn á nýja baðherbergið. Við tókum framkvæmdarlán í haust (vorum líka að gera upp eldhúsið) og erum í rauninni að hækka virðið á íbúðinni um meira en það sem lánið var með því að gera upp. 


Okkur langar líka í spjaldtölvu en það er bara svona seinni tíma dæmi. 

tennisolnbogi | 14. mar. '15, kl: 20:46:12 | Svara | Er.is | 0

Hér er til uppþvottavél (keypt notuð), þurrkari staðgreiddur, bíll (keyptur notaður), hrærivél til baksturs (er með hana "í láni" en veit ekki hvort ég þarf að skila henni aftur hehe), á ekki frystikistu en það er á óskalistanum. Ryksuga til (eitthvað gamalt sem fylgdi kallinum), sjónvarpið nær ekki 50" en ekki langt frá því (visa-rað en greitt að fullu núna). Heimabíó er til, einfalt soundbar (staðgreitt), spjaldtölva er til (keypt notuð á bland, kostuð af gjöf frá ættingja). Flest húsgögnin reyndar keypt nýtt - en í Rúmfatalagernum.


Þetta er miklu meira en ég reiknað með að eiga á þessum tíma, og í rauninni margt sem ég hefði forgangsraðað öðruvísi. En maður er víst ekki alráður á heimilinu :) Mig langar í allsskonar en á samt allt sem þarf. Langar í hinn eina sanna sófa, langar í rándýrt rúm, langar í frystikistu, langar í nýjan bakarofn, langar í ísskáp sem passar actually í innréttinguna... en ég reyni að hugsa sem minnst um að eyða pening, það virkar best fyrir mig. Líklegast er að ekkert af þessum hlutum komi inn á mitt heimili í bráð.

12 123 | 14. mar. '15, kl: 20:49:41 | Svara | Er.is | 0

allt nema heimabíó, spjaldtölva og svona stórt sjónvarp :/ finnst þetta þrennt algjör óþarfi fyrir okkur. Hitt á ég skuldlaust.
Nauðsynlegt allt finnst mér, en þurrkara gæti ég næstum verið án, nota hann sem krumpueyði og hengi þvottinn svo á snúru :)

12 123 | 14. mar. '15, kl: 20:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já, flest húsgögn keypt notuð, mjög með því að endurnýta.
Rúmiðokkar keyptum við nýtt, var fram að því með rúm frá öðrum.

ursuley | 14. mar. '15, kl: 20:51:37 | Svara | Er.is | 0

1. Fylgi húsinu sem við erum að leigja.
2. Já á gamlan þurrkara
3. Eigum tvo gamla og skuldlausa bíla.
4. Já á hrærivél sem ég fékk frá m&p og syskinnum í 18ára afmælisgjöf.
5. Já og skuldlausa.
6. Já skuldlausa
7. Nei bara gamalt túpusjónvarp.
8. Nei
9. Já og skuldlausa
10. Mjög missjafnt hvort keypt sé nýtt eða notað.

nautagullas | 14. mar. '15, kl: 21:14:47 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél: til notuð
2. Þurrkari: þarf ekki
3. Bíll: staðgreiddur
4. Hrærivél til bakstur: þarf ekki  
5. Frystikista: notuð
6. Ryksuga: ný 
7. Sjónvarp yfir 50 tommum: eigum minna sjónvarp sem við notum aldrei 
8. Heimabíó: þarf ekki
9. Spjaldtölva : þarf ekki
10. Meirihlutinn notaður, keyptur ódýrt. Eigum samt góðan sófa og gott rúm sem við staðgreiddum nýtt. Næst á dagskrá er að redda ódýrum eldhússtólum þar sem okkar eru að detta´i sundur.



hlúnkur | 14. mar. '15, kl: 21:14:58 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél
Staðgreidd
2. Þurrkari
Staðgreiddur
3. Bíll
Staðgreiddur
4. Hrærivél til bakstur
20 ára afmælisgjöf frá mömmu pabba, tengdaforeldrum og kærast fyrir rúmum áratug
5. Frystikista
Á ekki kistu á frystiskáp staðgreiddur
6. Ryksuga
Staðgreidd
7. Sjónvarp yfir 50 tommum
Á 46" staðgreitt
8. Heimabíó
Eld gamalt en staðgreitt
9. Spjaldtölva
Maðurinn minn á svoleiðis sem hann tekur með á sjóinn en við erum með eldgamla Gsm bara takkasíma ekki snjall
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað?
Flest keift nýtt og notað þar til það er búið á því

Orgínal | 14. mar. '15, kl: 21:19:17 | Svara | Er.is | 0

Uppþvottavél, bíll, hrærivél, ryksuga.
Meirihluti húsgagna nýtt. 

Kaffinörd | 14. mar. '15, kl: 21:43:35 | Svara | Er.is | 0

Nánast öll húsgögn notuð nema eldhúsborð og stólar og borðstofuborð og stólar

Zwandyz8 | 14. mar. '15, kl: 21:44:30 | Svara | Er.is | 0

Eina sem við eigum ekki á þessum lista er frystikista og heimabíó, eða jú heimabíó eigum við en það er ekki sett upp, engin þörf á því þannig að það liggur bara inn í geymslu

Allt er staðgreitt. Allt hefur verið keypt nýtt, nema bíllinn.

Oga | 14. mar. '15, kl: 21:48:12 | Svara | Er.is | 0

  1. Já, greitt
  2. nei
  3. já, lán
  4. já, greitt
  5. já, greitt
  6. já, greitt
  7. já, greitt
  8. nei
  9. já, greitt
  10. meirihlutinn nýr

Langar í þurrkara, samt ekki brjáluð þörf á honum.  Já og mig langar líka í annan ísskáp

*vonin* | 14. mar. '15, kl: 21:51:32 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél   Já, eldgömul og var staðgreidd þá og ekkert svo dýr
2. Þurrkari  úff, já kæmist ekki af án hans, frekar aldraður og keyptur á raðgreiðslum
3. Bíll  já, keyptur fyrir rúmum 14 árum fyrir hluta staðgreitt og hluta með yfirdrætti
4. Hrærivél til bakstur   já, á eina 40 ára sem ég fékk að gjöf
5. Frystikista  nei
6. Ryksuga  já en hún er löskuð ;)
7. Sjónvarp yfir 50 tommum   neibb
8. Heimabíó  nei
9. Spjaldtölva  já 7 tommu 
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað?  meirihluti keypt nýtt á ansi mörgum árum, mikill meirihlutinn orðinn yfir 10 ára eða eldra, jafnvel slatta eldra.

Kveðja, *vonin*

*vonin* | 14. mar. '15, kl: 21:56:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og flest allt keypt í Elko, Ikea eða Rúmfó

Kveðja, *vonin*

krullasol | 14. mar. '15, kl: 22:02:09 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél Nei
2. Þurrkari Nei
3. Bíll Já staðgreitt
4. Hrærivél til bakstur Nei
5. Frystikista Nei
6. Ryksuga Já
7. Sjónvarp yfir 50 tommum Nei
8. Heimabíó Nei
9. Spjaldtölva Nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? notuð

stærri ísskáp, en ekki pláss

silly | 14. mar. '15, kl: 22:05:35 | Svara | Er.is | 0

Allt nema 7 og 10
Allt gamalt og löngu greitt.

noseries | 14. mar. '15, kl: 22:36:39 | Svara | Er.is | 0

Hvað af eftirfarandi hlutum eru til á þínu heimili? Eru þeir staðgreiddir eða á lánum/raðgreiðslum? Og telur þú þig eiga þá hluti sem er nauðsynlegt að eiga ? Hvað langar þig að eignast næst?





1. Uppþvottavél : jabb.
2. Þurrkari : nei og hvorki langar ne vantar
3. Bíll  :ja nanast skuldlaus
4. Hrærivél til bakstur  ; uuuu ja KA
5. Frystikista : ja
6. Ryksuga: ja tvær
7. Sjónvarp yfir 50 tommum : reyndar bara 42 og 32 tommur
8. Heimabíó ; jamm
9. Spjaldtölva : ja tvær
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað?  flesr allt nytt

Degustelpa | 14. mar. '15, kl: 22:51:24 | Svara | Er.is | 0



1. Uppþvottavél  - í eigu tengdó sem á íbúðina
2. Þurrkari  - í eigu tengdó
3. Bíll - í eigu tengdó en fáum að nota hann þar til hann drepst sem gerist líklega í ár
4. Hrærivél til bakstur - kitchen aid sem við fengum í brúðkaupsgjöf
5. Frystikista  - já staðgreidd
6. Ryksuga  - já staðgreidd
7. Sjónvarp yfir 50 tommum  - nei, eigum samt stóran flatskjá sem við fengum notaðan hér á bland
8. Heimabíó  - nei, óþarfi finnst mér
9. Spjaldtölva  - já 2, ipad2 og spjald með lyklaborðsdokku í skólann
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað?  - flest sem við eigum er nýtt úr ikea en sumt er keypt eða fengið notað.

 

DarKhaireDwomAn | 14. mar. '15, kl: 22:55:35 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél  nýbúin að fá litla borðvel og mamma gaf mér hana. 
2. Þurrkari  já greiddur að fullu keyptur notaður 
3. Bíll   Nei 
4. Hrærivél til bakstur    Neii
5. Frystikista NEi
6. Ryksuga  já lítil hleðsluryksuga að fullu greidd
7. Sjónvarp yfir 50 tommum Nei 
8. Heimabíó  Nei 
9. Spjaldtölva  Nei 
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? notað 

Þjóðarblómið | 14. mar. '15, kl: 23:01:27 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél  - nei ekki pláss fyrir slíkt tæki inni í íbúð.
2. Þurrkari - nei, ekki pláss fyrir slíkt tæki inni í íbúð.
3. Bíll  - já, 12 ára Toyota corolla, keypt á lánum en þau uppgreidd.
4. Hrærivél til bakstur  - nei, hef ekkert við hrærivél að gera því ég hef ekki aðgang að ofni.
5. Frystikista - ekki pláss fyrir slíkt tæki inni í íbúð.
6. Ryksuga - já á 30.000 kr AEG ryksugu því ég bý í teppaíbúð og vildi ryksugu sem gæfi ekki upp öndina við minnstu áreynslu.
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei en fékk gefins 32" sjónvarp um daginn.
8. Heimabíó - nei.
9. Spjaldtölva - nei.
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Sófasettið, eldhúsborð+stóla og sjónvarp fékk ég gefins. Rúmið keypti ég ódýrt og notað og get ekki beðið eftir að fá nýtt.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

THE princess | 14. mar. '15, kl: 23:10:18 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - nei
2. Þurrkari - nei
3. Bíll - nei
4. Hrærivél til bakstur  - nei
5. Frystikista - nei
6. Ryksuga - já
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei
8. Heimabíó - nei
9. Spjaldtölva - nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - mest allt notað

blue | 14. mar. '15, kl: 23:10:35 | Svara | Er.is | 0

1.já uppþvottavél keypt notuð
2. Ekki til og sakna hans lítið
3. Enginn bíll á heimilinu
4.Hrærivélin var staðgreidd fyrir ca. 6 árum, ódýr týpa en ég myndi gjarnan vilja endurnýja hana
5. Ekki til
6. Nýlega endurnýjuð ryksuga eftir að sú gamla gufaði upp í flutningum, beið samt lengi með að fá mér nýja með von um að hin fyndist
7. Sjónvarpið 32" staðgreitt fyrir nokkrum árum
8. Nei, en nágrannarnir eru með heimbíó sem ég neyðist stundum til að hlusta á.
9. Já enda hin tölvan nánast dáin, spjaldtölvan er staðgreidd
10. Blandað nýtt, notað og erft. Það eina sem var keypt á raðgreiðslum er sófinn

dumbo87 | 14. mar. '15, kl: 23:20:55 | Svara | Er.is | 0

1. nei en er á dagskrá og verður staðgreitt
2. nei og er ekki á dagskrá
3. já 18 ára gömul drusla sem var staðgreidd
4. já - gjöf
5. nei en eigum lítinn frystiskáp sem við fengum notaðann
5. já - staðgreidd
7. nei en 42" - staðgreitt
8. nei
9. nei
10. sumt notað og þá keypt á bland, flest nýtt en þá úr Ikea. Örfáir hlutir keyptir á vandaðri stöðum, t.d. rúmið. Eigum svo nokkur antíkhúsgögn sem við höfum fengið gefins.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Trunki | 14. mar. '15, kl: 23:25:06 | Svara | Er.is | 0

Ég á nr. 4 og 6 en ekki hitt, meirihluti husgagnanna er keypt notað.

___________________________________________

yarrna | 14. mar. '15, kl: 23:25:19 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - já, glæný, flott og staðgreidd.
2. Þurrkari - nei og langar ekki í.
3. Bíll - já.
4. Hrærivél til bakstur - nei, langar ekki í.
5. Frystikista - nei, langar ekki í.
6. Ryksuga - já.
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - já, en því miður bara 47 tommur.
8. Heimabíó - nei, langar ekki í.
9. Spjaldtölva - nei, hvarflar ekki að mér.
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Mikið gefins frá fjölskyldu, annað keypt nýtt.

Og það sem er næst á dagskrá er pottasett sem ekki er keypt í Ikea.

hull | 14. mar. '15, kl: 23:42:17 | Svara | Er.is | 0

2 bílar,ekki þurrkari,allt greitt!

iphone55ss | 14. mar. '15, kl: 23:48:29 | Svara | Er.is | 0

1) til og uppgreitt
2) nei - tekur of mikið rafmagn
3) til og á lánum
4) til og uppgreitt
5) til og uppgreitt
6) til og uppgreitt
7) 42 tommu og uppgreitt
8) til og uppgreitt
9) til 4 spjaldtölvur
10) allt nýtt

Mrsbrunette | 15. mar. '15, kl: 00:21:26 | Svara | Er.is | 0

Ég á þetta allt skuldlaust. Næst langar mér að kaupa espressó kaffivél.. þarf að safna fyrst og jú 2 polo stóla fra Ilva.. kostar helling bæði tvö.

Mrsbrunette | 15. mar. '15, kl: 00:23:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já húsgögnin mín hef ég keypt ný nema hægindastóllinn.. keypti hann notaðan af bland.

Mrsbrunette | 15. mar. '15, kl: 00:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á reyndar ekki 50tommu sjónvarp, á 42 tommu.. skil ekki alveg hvað tommurnar skipta máli í spurningunni.

kærleiksbjörn | 15. mar. '15, kl: 01:00:39 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél = já en væri ekki til ef að ég gæti staðið og vaskað upp
2. Þurrkari = já en fékk hann gefins notaðann
3. Bíll  = nei er ekki með próf á svoleiðis apparat
4. Hrærivél til bakstur  = já mamma gaf mér notaða og ævaforna því að ég get ekki staðið lengur og hrært í höndunum
5. Frystikista = já þar sem ég á heima á stað sem er ekki búð og ég fer tvisvar í manuði að verlsa þá er frystikistan nauðsýn
6. Ryksuga = já búin að eiga hana í 13ár
7. Sjónvarp yfir 50 tommum = nei "bara" 38 tommu túba sem mér var gefið
8. Heimabíó = ef að heimatilbúið heimabíó ss úr gömlum græjum telst sem heimabíó þá já
9. Spjaldtölva = já fékk Ipad gefins og svo er spjaldtalva til til að hjápa ADHD barninu
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Ég hef fengið flest öll mín húsgögn gefins notuð nema sófa og stofuborð það var keypt nýtt. 


Til dæmis eru pottarnir mínir flestir eldgamlir sem ég hef fengið gefins eða keypt á nytjamörkuðum, á nokkrar pönnur sem ég hef fengið nýjar í gjafir og ég keypti mér nýja um daginn á 2000kr á tilboði en hún var á 8000kr. Á Pott sem var keyptur nýr þar sem að fyrri potturinn dót drottni sínum með því að leka. Allir diskarnir mínir hef keypt á nytjamarkaði og hef átt elstu diskana mína í 17ár, nema jóladiskarnir mínir var mér gefið nýtt af fyrrum vinafólki mínu.

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

snsl | 15. mar. '15, kl: 01:20:28 | Svara | Er.is | 0

1 já, greitt
2 já, greitt
3 já, greitt
4 já, greitt
5nei, þarf ekki
6já, greitt
7 já, eða ég held það. Einhver þokkalega stór skjár. Nokkurra ára gamall samt. Greitt.
8nei, vil ekki
9 já, 3, 2 greiddir en þriðji á mbl tilboði.
10 beggja blands. Stofan og svefnherbergi nýtt og að hluta til á raðgreiðslum, borðstofa og eldhúsborð notað.

247259 | 15. mar. '15, kl: 10:40:59 | Svara | Er.is | 0

1. nei
2. sameiginlegur í sameiginlegu þvottarhúsi
3. já, á lánum
4. já, ca 33 ára gömul og var brúðkaupsgjöf á sínum tíma.
5. ekki ennþá en hún er á leiðinni og verður ekki á lánum/raðgreiðslum (arfur)
6. já, held hún hafi nú verið staðgreidd á sínum tíma en það er svo langt síðan að ég man það bara ekki
7. nei, á 32" sjónvarp sem ég staðgreiddi fyrir 4,5 árum ca.
8. nei
9. nei
10. það sem við erum með núna er allt nýtt en á tímabili vorum við með eiginlega allt notað eða mjög gamalt

Grjona | 15. mar. '15, kl: 10:47:39 | Svara | Er.is | 0

Fyrstu 6 atriðin og spjaldtölva. Á sjónvarp en það er miklu minna en þetta, þyrfti stærra hús ef ég fengi mér stærra sjónvarp. Húsgögnin eru keypt bæði ný og notuð, jafnvel fengin gefins. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

vinyl | 15. mar. '15, kl: 10:52:22 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél (fylgir leiguíbúð)
2. Þurrkari (nei)
3. Bíll (já)
4. Hrærivél til bakstur (nei)
5. Frystikista (nei)
6. Ryksuga (já)
7. Sjónvarp yfir 50 tommum (nei)
8. Heimabíó (já)
9. Spjaldtölva (já)
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? svona 50/50

Ekkert á heimilinu hefur verið keypt með lánum, ekki heldurbíllinn

donaldduck | 15. mar. '15, kl: 11:05:32 | Svara | Er.is | 0

allt til hérna , með 2 undantekningum er með frystiskáp í stað kistu og TV er 47' 


flest húsgögn keypt ný en flest eru 8 plus ára. er svo með tekk í borðstofu sem eru 40 ára og keypt notuð

1122334455 | 15. mar. '15, kl: 11:26:08 | Svara | Er.is | 0

Bara ryksuga af 1-9 og flest húsgögn voru keypt notuð eða fengin gefins.

dísadísa | 15. mar. '15, kl: 11:29:11 | Svara | Er.is | 0

Ég á uppþvottavél, bíl og ryksugu. Húsgögnin eru blanda af nýju og notuðu, örugglega nálægt því að vera 50/50. Allt staðgreitt nema bíllinn, staðgreiddi samt meirihlutann af honum en tók lán fyrir rest.

dísadísa | 15. mar. '15, kl: 11:43:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og það sem mig langar í er iPad og Playstation 4, en sé ekki fram á að tíma því á næstunni.

Humdinger | 15. mar. '15, kl: 11:29:57 | Svara | Er.is | 0


Ég hef ekki keypt mér neitt af 1.-9., listinn er


1. Uppþvottavél - Nei
2. Þurrkari - Nei
3. Bíll  - Nei
4. Hrærivél - Fékk ódýra svona í gjöf síðustu jól
6. Ryksuga - Gömul sem ég fékk gefins.
7. Sjónvarp yfir 50 tommum  - Nei
8. Heimabíó - Nei
9. Spjaldtölva - Nei



10. Mest allt keypt nýtt þegar það var þá keypt. Meirihlutinn af mínum húsgögnum fékk þegar herbergið mitt var innréttað við fermingu og þau eru enn í góðu standi. Ég keypti þau nú ekki sjálf.
Ég hef keypt lítið borðstofuborð og stóla. Gefins sófi.


Þessi þráður lætur mér líða ágætlega með nægjusemina en það vantar eitt á listann þinn og það eru tölvur. Það eru 4 hér, 6 tölvuskjáir, allt keypt nýtt, telst sennilega ekki vera mjög nægjusamt en maður lætur meiri pening í áhugamálin.

Humdinger | 15. mar. '15, kl: 11:37:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sá ekki spurningarnar þínar að ofan.
Ég hef aldrei keypt neitt á lánum og sé ekki fyrir mér að ég muni gera (nema náttúrulega hús og þess háttar).
Mér finnst ég algjörlega eiga allt sem er nauðsynlegt.
Ég veit ekki hvað mig langar í næst. Það er líklegt að ég fari erlendis í nám eftir ár svo ég er ekki mikið að hugsa hverju ég ætti nú að bæta inn á heimilið.

Cappie | 15. mar. '15, kl: 11:43:07 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - er á heimilinu en fylgir íbúðinni sem ég er að leigja.

3. Bíll - Kæró á bíl sem ég get notað og einnig er ég með bílin hans pabba þegar hann er að vinna erlendis.

4. Hrærivél - Kæró kom með hrærivél í búið sem hann fékk frá foreldrum sínum, þegar þau endurnýjuðu.

9. Spjaldtölva - Barnið á ódýra spjaldtölvu.

BlerWitch | 15. mar. '15, kl: 12:48:22 | Svara | Er.is | 0

Bíll og ryksuga :)
Flest húsgögnin keypt ný í Ikea eða álíka verslunum.

BlerWitch | 15. mar. '15, kl: 12:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já, bíllinn er keyptur nokkurra ára gamall á láni sem klárast eftir ár.

Meredith | 15. mar. '15, kl: 13:20:27 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - Já, var staðgreidd fyrir 9 árum síðan
2. Þurrkari - Nei, aldrei átt þurrkara
3. Bíll - Já, lánalaus, 9 ára gamall, var keyptur á 50% láni, 50% útborgun fyrir 4 árum
4. Hrærivél til bakstur - Já, fengum hana í brúðargjöf
5. Frystikista - Já, staðgreidd fyrir 8 árum
6. Ryksuga - Já, fengum hana í innflutningsgjöf 2004, en hún er orðin ansi þreytt og okkur vantar eiginlega nýja
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - Neibb
8. Heimabíó - Neibb
9. Spjaldtölva - Neibb
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - Mestmegnis keypt nýtt, en allt á útsölum og alltaf bætt einu og einu við svona í gegnum tíðina. Áttum samt slatta áður en við byrjuðum að búa. Vorum búin að vera dugleg að safna í búið :) Var samt að eignast "minn" fyrsta sófa eftir 11 ára sambúð síðasta sumar. Hafði alltaf átt gamalt frá öðrum fram að því.

Jarðarberjasulta | 15. mar. '15, kl: 13:26:31 | Svara | Er.is | 0

3. Bíll
6. Ryksuga
10. Húsgögnin okkar eru keypt ný

Ágúst prins | 15. mar. '15, kl: 14:21:50 | Svara | Er.is | 0

Hvað af eftirfarandi hlutum eru til á þínu heimili? Eru þeir staðgreiddir eða á lánum/raðgreiðslum? Og telur þú þig eiga þá hluti sem er nauðsynlegt að eiga ? Hvað langar þig að eignast næst?





1. Uppþvottavél ekki til á mínu heimili og ekki pláss fyrir þannig græju.
2. Þurrkari er til keyptur nýr staðgreitt
3. Bíll ég og mamma rekun bíl saman, hun átti rétt á styrk frá TR til bílakaupa, og ég borgaði rest þannig að engin lán
4. Hrærivél til bakstur til, keypt ný
5. Frystikista er með gamlafrystiskápinn hennar mömmu
6. Ryksuga ekki til
7. Sjónvarp yfir 50 tommum ekki yfir 50" en er með 40" flatskjá, keyptur nýr og staðgreiddi hann
8. Heimabíó ekki til
9. Spjaldtölva ja sonurinn á ipad, staðgreiddi hann
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Keypti allt nýtt á sínum tíma

josepha | 15. mar. '15, kl: 14:28:44 | Svara | Er.is | 0

1. Fékkst gefins
2. Ekki til
3. Til tveir, einn gamall staðgreiddur, einn nýlegur á lánum
4. Ný, staðgreidd
5. Ekki til
6. Ný, staðgreidd
7. Ekki til
8. Ekki til
9. Ekki til
10. Misjafnt, langflest keypt nýtt

S.o.s | 15. mar. '15, kl: 14:50:17 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - já fylgdi íbúðini, en eigum samt aðra
2. Þurrkari - jábs
3. Bíll - já 2, annar á sölu
4. Hrærivél til bakstur - já hún er til staðar en hún er láns
5. Frystikista - Nei
6. Ryksuga - já
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - Nei
8. Heimabíó - Nei
9. Spjaldtölva - Nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - Meiri hlutin er allur notaður, kanksi 2-3 hillur nyjar

*♥* LANG SÆTASTA PRINSESSAN KOM Í HEIMINN 7.APRÍL KLUKKAN 15:19*♥*
*♥* LANG SÆTASTI PRINSINN KOM Í HEIMINN 18.DESEMBER KLUKKAN 13:41 *♥*

T.M.O | 15. mar. '15, kl: 14:56:26 | Svara | Er.is | 0

1. eldgömul uppþvottavél
2. ca. 8 ára gamall þurrkari
3. Skuldlaus bíll
4. yfir 50 ára gömul Kitchen Aid
5. bara frystihólf á ísskápnum
6. já
7. nei ekki svo stórt
8. já
9. já
10. flest keypt notað, það sem var keypt nýtt er yfir 10 ára gamalt

Lakkrisbiti | 15. mar. '15, kl: 15:01:46 | Svara | Er.is | 0

1, 4, 7 og 8 ekki til á þessu heimili. 
Hef aðgang að þurrkara og þvottavél en á ekki, er með afnot af bíl en á ekki. Sonur minn á spjaldtölvuna sem hann keypti sér fyrir afmælispeningana sínna. 


Meirihluti húsgagna keypt notað, frystikistan keypt notuð líka og fékk hana að gjöf. 


Mig langar í hrærivél, sérstaklega þar sem ég baka mjög mikið. En er ekki viss um hvar ég ætti að geyma hana, langar líka í nýjan sófa. 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

ingbó | 15. mar. '15, kl: 16:24:44 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél  - já
2. Þurrkari  - í sameign
3. Bíll  - já
4. Hrærivél til bakstur  -  meira en það, Kitchen aid - svo já.
5. Frystikista - frystiskápur, gerir sama gagn - svo já
6. Ryksuga  - já, miele - algjör dásemd
7. Sjónvarp yfir 50 tommum  - nei - en sjónvarp samt
8. Heimabíó  - nei 
9. Spjaldtölva  - já 
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - Húsgögnin komin nokkuð til ára sinna flest en öll keypt ný á sínum tíma. 


og allt uppgreitt - staðgreitt þegar keypt var. 

adrenalín | 15. mar. '15, kl: 18:24:34 | Svara | Er.is | 0

Allt nema nr.2 þurrkari. Þarf ekki á þurrkara að halda auk þess spara ég rafmagn með því að nota ekki þurrkara.
Á nr: 7 nema bara 37 tommur sem er meira en nóg. Öll húsgögn keypt ný nema þau sem ég erfði.

cithara | 15. mar. '15, kl: 19:07:12 | Svara | Er.is | 0

1. ekki til
2. ekki til
3. til - staðgreiddur
4. ekki til
5. ekki til
6. til - gömul frá pabba og mömmu
7. ekki til
8. ekki til
9. tvö stykki til, iPad mini sem dóttirin fékk frá ömmu sinni og afa og iPad air sem ég fékk frá vinnunni minni.
10. öll húsgögn keypt notuð nema annað barnarúmið og píanóið (en það flokkast nú varla sem húsgagn)


Ég á alla hluti sem nauðsynlegt er að eiga og meira til. Veit ekki hvað ég eignast næst, vantar ekkert.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Glosbe | 15. mar. '15, kl: 19:16:03 | Svara | Er.is | 0

Ég er greinilega ekki mikið fyrir lúxus.

Af þessu á ég ryksugu. Öll húsgögn eru keypt notuð nema rúmið.  Að sjálfsögðu er allt staðgreitt, það er fáránlegt að taka lán fyrir svona.

Bella C | 15. mar. '15, kl: 20:39:09 | Svara | Er.is | 1

Allt nema frystikista og sjónvarpið, okkat er 48". Allt staðgreitt og keypt nýtt nema bílinn. Á það sem ég þarf að eiga og meira til en væri ekkert á móti nýjum bíl (ekki úr kassanum samt)

amazona | 15. mar. '15, kl: 20:46:41 | Svara | Er.is | 0

Þurrkari
Bíll
Ryksuga
Húsgögnin er flest hirt ekki keypt.


En ljósmyndadótið mitt kostaði 4 millur.

Emmellí | 15. mar. '15, kl: 21:45:51 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - já.
2. Þurrkari - já.
3. Bíll  - já tvo.
4. Hrærivél til bakstur   já
5. Frystikista já
6. Ryksuga já
7. Sjónvarp yfir 50 tommum nei
8. Heimabíó nei
9. Spjaldtölva já
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? í bland, mikið notað. öll heimilstæki samt keypt ný.

Ég á allt sem ég tel nauðsynlegt að eiga. Langar að kaupa nýtt sófasett næst. Kaupi ekkert nema staðgreiða (fyrir utan fasteign).

fjolubla | 15. mar. '15, kl: 22:22:15 | Svara | Er.is | 0

1. Gömul frá foreldrum
2. Nei
3. Nei
4. Gömul frá foreldrum
5. Keypti litla, notaða.
6. Já, fengum nýja í innflutningsgjöf. Hún er samt drasl og mig langar í nýja.
7. Ehh, veit ekki stærð en temmilega stórt sjónvarp sem er gamalt frá foreldrum.
8. Nei
9. Já, keypt ný
10. Flest gefins notað, rest keypt í Ikea.

Höfum aldrei keypt neitt á raðgreiðslum. Við erum vel sett af raftækjum þó ég væri reyndar alveg til í vöfflujárn.

evitadogg | 15. mar. '15, kl: 22:52:55 | Svara | Er.is | 0

3. á hann ekki svo ég tók ekkert lán
4. erfði forna KA 
6. staðgreidd
10. flest var keypt nýtt og allt staðgreitt


hitt eigum við ekki. 

artois | 15. mar. '15, kl: 23:20:58 | Svara | Er.is | 0

Allt á þessum lista er til heima hjá mér nema sjónvarp yfir 50 tommum og heimabíó, en ég hef not fyrir hvorugt. Uppþvottavél (2009), þurrkari (2007), frystiskápur (2005) og 38 tommu sjónvarp (2008) voru keypt á raðgreiðslum á sínum tíma en er allt löngu uppgreitt. Í öllum tilfellum voru í gangi tilboð sem gerðu það að verkum að þrátt fyrir að ég setti tækin á vaxtalausar raðgreiðslur þá voru þau ódýrari þannig en staðgreidd á fullu verði. Ryksuguna (1996) og spjaldtölvuna (2012) staðgreiddi ég og hrærivélina (2004) fékk ég í afmælisgjöf. 12 ára gamli bíllinn minn var keyptur árið 2013 á láni en hann verður borgaður upp á næstu 11 mánuðum. Húsgögnin mín eru í bland keypt ný eða notuð og sum hef ég fengið gefins eða í arf. 

ardis | 15. mar. '15, kl: 23:50:11 | Svara | Er.is | 0

Á ekki 2,3 7 og 8 allt staðgreitt raftæki ný allt annað notað, vantar ekkert nema sól og hita til að líða betur

kindaleg | 16. mar. '15, kl: 08:00:39 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - fylgir íbúðinni sem ég leigi.
2. Þurrkari - fylgir íbúðinni
3. Bíll -nýbúin að selja hann, en hann var að mestu staðgreiddur, fékk 70þ lánað fyrir honum,en borgaði upp þegar hann seldist
4. Hrærivél til bakstur -nei
5. Frystikista -já keypt notuð
6. Ryksuga- já gjöf
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei erum með 37 tommu skjá sem við keyptum notaðan
8. Heimabíó -nei
9. Spjaldtölva -nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Langmest er keypt notað

passoa | 16. mar. '15, kl: 08:14:26 | Svara | Er.is | 0

Allt til nema 9. Meirihluti nýtt en þó bara flest allt Ikea nýtt. Er samt ekki alveg viss um hversu stórt sjónvarpið er, ekki alveg viss um hvort hann nái í 50 tommurnar. Allt staðgreitt.

piscine | 16. mar. '15, kl: 08:16:34 | Svara | Er.is | 0

Við eigum þetta allt nema sjónvarp yfir 50 tommum (okkar er 42 tommu). Ekkert á lánum eða greiðslum. 
Meirihluti húsgagnanna er keyptur nýr - við höfum á undanförnum árum verið að skipta út púslbúslóðinni sem við byrjuðum með og höfum keypt ný í staðinn. Heldur ekkert þar á lánum eða greiðslum. 

piscine | 16. mar. '15, kl: 08:16:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æh, missti af heimabíóinu - eigum ekki svoleiðis og langar ekkert í svoleiðis heldur. 

Myken | 16. mar. '15, kl: 08:23:40 | Svara | Er.is | 0

1. fylgdi íbúðinni Annars hefði ég ekki haft

2: nei

3. Já (1 stk)

4. ja/nei á ekki almenilega notast við matvinslu vél

5. Nei en vantar
6. Já
7. Nei en vorum að kaupa okkur okkar fyrsta flatskja fyrir ári ..held að hann sé 36 eða 40 tommur

8. nei

9. nei

10. ALLA mína búskapa tíð hef ég notast við 90% gamalt og notað. Er við fluttum leifðum við okkur að kaupa allt nýtt hjá rúmfatalagernum ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Lúpínan | 16. mar. '15, kl: 08:32:14 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - Við eigum pínulitla uppþvottavél sem er biluð (vonandi hægt að laga hana)
6. Ryksuga - Við eigum ryksugu en hún er orðin frekar lúin, þannig ég nota hana lítið. Sópa frekar með rykmoppu
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Já

Alfa78 | 16. mar. '15, kl: 09:14:26 | Svara | Er.is | 0

Allt nema 7 er hér og greitt að fullu. Við eigum gamlan 32" flatskjá sem dugar fínt. Við skuldum heldur ekki í honum.
Húsgögn eru öll keypt notuð nema rúmin (dýna í öðru keypt notuð og rimlarúm+dýna notað)

mirja | 16. mar. '15, kl: 10:16:29 | Svara | Er.is | 0

Á þessu heimili er til bíll, hrærivél, ryksuga, spjaldtölva. Ekkert á lánum. 


Flest húsgögn keypt notuð eða fengin gefins. 


Ég væri alveg til í uppþvottavél og þurrkara... en ætla ekki að splæsa í svoleiðis lúxus strax :)

Ananus | 16. mar. '15, kl: 10:57:22 | Svara | Er.is | 0

2. (Í sameiginlegu þvottahúsi í byggingunni) 
6. Hálfgert drasl, en virkar. 
10. Notað. 


Mig vantar ekkert. 

xdr | 16. mar. '15, kl: 11:17:55 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - Nei

2. Þurrkari  - Nei

3. Bíll   - Nei

4. Hrærivél til bakstur   - Nei


5. Frystikista - Nei, en ágætis frystir með ísskápnum


6. Ryksuga - Já


7. Sjónvarp yfir 50 tommum - Á ekki sjónvarp


8. Heimabíó - Nei


9. Spjaldtölva - Nei


10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Mest allt innbú keypt notað og staðgreitt, eina heimilistækið sem ég keypti nýtt og staðgreiddi er ísskápurinn, en byrjaði með notaðann. Hef aldrei keypt neitt á raðgreiðslum.



Mig langar í léttari fartölvu, kannski sjónvarp en er ekkert að flýta mér að því, tölvan yrði í meiri forgangi. Mig Langar í uppþvottavél, ekki borðuppþvottavél samt, langar að hún passi inn í innréttinguna en gerir það ekki núna 

kegster | 16. mar. '15, kl: 11:23:15 | Svara | Er.is | 0

Nr. 6 og 9. Reyndar 3 líka en óökufær. Öll húsgögn úr góða hirðinum eða sambærilegu, nema einn útsaumaður píanóbekkur.

daggz | 16. mar. '15, kl: 12:00:52 | Svara | Er.is | 0

Ég á allt nema sjónvarp yfir 50 tommum (og þarf þess ekki, það myndi ekki ganga upp í litla sjónvarpsholinu), reyndar er það frystiskápur en ekki kista.

Það er ekkert á lánum nema annar bílinn (örlítið eftir af honum), hinn staðgreiddi ég.

Meiri hluti húsgagna er örugglega keypt nýtt en það er töluvert samt keypt notað eða fengið gefins.

--------------------------------

Abba hin | 16. mar. '15, kl: 12:48:08 | Svara | Er.is | 0

Allt til heima hjá mér nema frystikista og spjaldtölva. Held það sé sirka jafnt hlutfall milli nýs og notaðs. Ég á samt eiginlega ekkert af þessu :p

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Katla2010 | 16. mar. '15, kl: 14:02:43 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - til
2. Þurrkari - til
3. Bíll  - til, tekið lágt lán sem er uppgreitt
4. Hrærivél til bakstur - til, fengum í gjöf
5. Frystikista - ekki til
6. Ryksuga - til
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - ekki til, en til minna sjónvarp
8. Heimabíó - ekki til
9. Spjaldtölva -til
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Sumt keypt nýtt, annað fengið gefins notað. 


Allt sem við eigum  hefur verið staðgreitt (reyndar ekki staðgreitt þar sem við notum eingöngu kreditkort, en reikningur borgaður á réttum tíma), nema bíllinn og húsnæðið.  

ræma | 16. mar. '15, kl: 14:03:54 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - já fylgir leiguíbúðinni minni og er gömul
2. Þurrkari - já gamall frá árinu 2006
3. Bíll - já ekki á lánum árg 2005
4. Hrærivél til bakstur - já frekar nýleg
5. Frystikista - já í láni annarsstaðar - gömul
6. Ryksuga - já mjög nýleg staðgreidd
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei er með gamalt túbusjónvarp
8. Heimabíó - nei
9. Spjaldtölva - nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - meirihluti keypt notað

ræma | 16. mar. '15, kl: 14:05:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gleymdi að segja að mig langar mikið í nýtt rúm og flatskjá jú og þvottavél því hún var að gefa sig:)

Catalyst | 16. mar. '15, kl: 14:11:53 | Svara | Er.is | 0

Uppþvottavél var hér í húsinu þegar við keyptum, áður áttum við  í gamla húsnæðinu vél sem við keyptum sjálf. Bíllinn er á lánum en eignumst hann eftir 3-4 mán :D hrærivélin var gjöf frá foreldrum mínum og þurrkarinn líka. Ryksuguna staðgreiddum við í síðustu viku og dugði sú á undan í einhver 10+ ár sjónvarpið er ekki 50 tommu en var staðgreitt á sínum tíma (orðið næstum 8 ára minnir mig) ekkert heimabío og nýlega búina ð kaupa spjaldtölvu.
Húsgögnin eru orðin svona 50/50 sumt nýtt og sumt notað. Var meira af notuðu hér áður en höfum í gegnum tíðina eignast þessa hluti jafnt og þétt.


 

Vasadiskó | 16. mar. '15, kl: 16:11:51 | Svara | Er.is | 0

1-3, nei
4-5 já, notaðir hlutir frá ættingja
6 já
7 nei
8 telst soundbar vera heimabíó?
9 já


Allt staðgreitt, ég hef aldrei notað raðgreiðslur né tekið neyslulán.


Mér finnst ekkert vanta til heimilisins, nema kannski bíl, sem ég hef hvort sem er ekki efni á að reka.

Vasadiskó | 16. mar. '15, kl: 16:13:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Húsgögnin mín eru öll notuð fyrir utan rúmið.

bleik peysa | 16. mar. '15, kl: 16:18:04 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - ja en gømul
2. Þurrkari - nei a hvorki turrkara ne tvottavel er med felles vaskeri
3. Bíll - ja frekar nylegan a lanum
4. Hrærivél til bakstur - ja KA ekki lan
5. Frystikista - Nei en er a oskalistanum
6. Ryksuga - ja en gømul
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei en a 48 tommur stadgreitt
8. Heimabíó - ja stadgreitt
9. Spjaldtölva - nei
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? Allt keypt nytt og stadgreitt.... (nema billinn)

Næsta sem eg ætla ad fjarfesta i er god ryksuga :)

ingei | 16. mar. '15, kl: 16:30:55 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél  - fylgir leiguhúsnæðinu
2. Þurrkari  - nýr og staðgreiddur
3. Bíll  - gamall og greiddur 
4. Hrærivél til bakstur - ný og var gjöf
5. Frystikista  - frystiskápur nýr staðgreiddur
6. Ryksuga  - ný staðgreidd
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nýtt staðgreitt.  
8. Heimabíó  - ekki til
9. Spjaldtölva  - ný og staðgreidd
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - langflest keypt nýtt.


Er að selja þetta svo til allt saman og þarf að koma mér upp nýrri búslóð, eftir 2-3 mánuði.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

karamellusósa | 16. mar. '15, kl: 19:41:41 | Svara | Er.is | 0

Allt nema heimabio, áttum svoleiðis en ekki lengur,þurfum það ekki, husgögn eru öll keypt ný, buin að búa í tæp 25 ár,  var ekki svona þegar v hófumbúskap

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

skófrík | 16. mar. '15, kl: 19:50:24 | Svara | Er.is | 0

á nr.2, 3 og 6
Meiri hluti húsgagna er keypt notað og svo gert upp

Frisli | 16. mar. '15, kl: 19:56:24 | Svara | Er.is | 0


1. Uppþvottavél : Já 
2. Þurrkari  : Já 
3. Bíll : Já 
4. Hrærivél til bakstur : Nei eingöngu handþeytara 
5. Frystikista  : Já 
6. Ryksuga  : já 
7. Sjónvarp yfir 50 tommum  : Já 
8. Heimabíó  : Nei 
9. Spjaldtölva  : já 
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? 90% keypt nýtt . 


Flest allt keypt staðgreitt .


Næsta sem verður keypt hér er nýtt sófasett 

Sikana | 16. mar. '15, kl: 19:57:10 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - fylgir íbúðinni
2. Þurrkari - dittó
3. Bíll - Já - keyptur á lánum en greiddur upp fyrir að verða 4 árum. 
4. Hrærivél til bakstur  - Já, gjöf. 
5. Frystikista - Nei. 
6. Ryksuga - Já. Er hægt að vera án hennar þar sem eru gólfteppi? Ég spyr í einlægni. 
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - Nei. 
8. Heimabíó - Já, gjöf. 
9. Spjaldtölva - Nei. 
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - Líklega meira keypt nýtt. Við vorum með allt notað nema rúmið en erum hægt og rólega að skipta út. 

Við eigum allt sem við teljum nauðsynlegt og slatta sem við teljum til lúxus (eins og heimabíóið og espressovél). Næst langar mig að eignast góða kaffikvörn sem kremur baunirnar í stað þess að rífa þær. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

nerdofnature | 16. mar. '15, kl: 22:44:11 | Svara | Er.is | 0


Að vísu á ég ekki heimili í augnablikinu (erum svo heppin að fá að vera hjá mömmu og pabba meðan við söfnum fyrir útborgun) svo megnið af dótinu er í geymslu. En svona er þetta:

1. Uppþvottavél - keyptum notaða, litla til að hafa upp á borði. Seldum aftur á sama verði
2. Þurrkari - höfum aldrei átt okkar eiginn, (var samt í sameiginlegu þvottahúsi á kollegíinu og þvílíkur lúxus!)
3. Bíll - Fengum gefins bíl sem fjölskyldumeðlimur var í 2 ár að reyna að selja, eigum samt eftir að koma honum í gegnum skoðun. Höfum einu sinni tekið bílalán. Aðrir bílar hafa verið staðgreiddir.
4. Hrærivél - Já, gömul frá tengdó
5. Frystikista - Já, keypt ný staðgreidd
6. Ryksuga - Ja, gömul frá tengdó
7. Sjónvarp - Já, en "bara" 42". keypt nýtt, staðgreitt
8. Heimabíó - Já, erfðum það
9. Spjaldtölva - Já, 2, báðar keyptar nýjar staðgreiddar. iPad 2 (ég að verðlauna mig eftir svakalega vinnutörn ein jólin) og "kína"talva.
10. Húsgögn - Allt keypt nýtt, ódýrasta sem var til í Ikea í DK. - Að vísu ekki mikið sem fékk að fljóta með til landsins svo ég get ekki sagst eiga allt það nauðsynlegasta.


Næst á dagskrá er heimilið sjálft :)

GR123 | 17. mar. '15, kl: 17:21:17 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél : staðgreidd

2. Þurrkari : innflutingsgjöf

3. Bíll  : eigum 2 bíla. Báðir staðgreiddir og annar var á 1.5 M og hinn 2.4 M þegar við kaupum þá.

4. Hrærivél til bakstur  : á ekki svoleiðis en er með lánaða :)

5. Frystikista : á ekki :)

6. Ryksuga : staðgreidd

7. Sjónvarp yfir 50 tommum : 55" staðgreidd

8. Heimabíó : ekkert Heimabíó hér :) en erum að spá í að kaupa:)

9. Spjaldtölva : staðgreidd

10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað?  Veit ekki hvort. Ætli það sé ekki meira af nýju núna en ég hef verið að endurnýja hægt og rólega dýru hlutina og þeir eru keyptir nýjir í 90% tilfella.
Hef aldrei keypt neitt á raðgreiðslum né lánum.

cakeshake | 17. mar. '15, kl: 20:22:40 | Svara | Er.is | 0

1. Eigum eldgamla uppþvottavél sem stendur enþá fyrir sínu (gefins)
2. Eigum ekki þurrkara og söknum þess ekki
3. Eigum skuldlausan bíl
4.Eigum kitchen aid hrærivél sem við staðgreiddum
5. Eigum frystiskáp sem við vorum að kaupa okkur á raðgreiðslum
6.Eigum ekki ryksugu og þurfum hana ekki
7.Eigum 42" sjónvarp og erum sátt með það
8.Eigum heimabíó sem við staðgreiddum
9. Það eru 2 spjaldtölvur á heimilinu sem voru staðgreiddar
10.Það er jafnt á því hvort húsgögn séu ný eða notuð (geri upp húsgögn)

Lækjadepla | 17. mar. '15, kl: 20:34:18 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél, gömul og gefins
2. Þurrkari, ekki til
3. Bíll, 2 bàðir skuldlausir 
4. Hrærivél til bakstur, gömul og gefins
5. Frystikista, gömul fèkkst í skiptum
6. Ryksuga, til
7. Sjónvarp yfir 50 tommum, nei bara 42 sem er of stórt
8. Heimabíó, ekki til
9. Spjaldtölva, unglingurinn à eina staðgreidd
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? svona 50/50

desjun | 17. mar. '15, kl: 22:18:52 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - jà
2. Þurrkari - nei, seldi hann. Fannst koma vond hitalykt af fötunum svo eg losaði mig við hann.
3. Bíll - nei, var að selja minn þvi mer voru boðin afnot af öðrum betri
4. Hrærivél til bakstur - ja er með kitchen aid
5. Frystikista - seldi kistuna og fekk mer stóran ísskáp með góðum frysti
6. Ryksuga - ja
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - nei, mitt er 42"
8. Heimabíó - ja
9. Spjaldtölva - ekki lengur, hun var að skemmast.
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - það er örugglega 50/50 nytt og notað.

Mer þykir uppþvottavélin algjörlega ómissandi, eg neita að halda heimili án hennar. Mig langar i iPad en a nýlega fartölvu og heimilistölvu svo það er alveg óþarfi... En mig langar samt :)

mg5150 | 17. mar. '15, kl: 22:27:36 | Svara | Er.is | 0

1. Uppþvottavél - já. Fylgdi með íbúðinni.
2. Þurrkari - já - staðgreitt.
3. Bíll - já, einn skuldlaus og annar á láni
4. Hrærivél til bakstur - já, afmælisgjöf
5. Frystikista - já. Keyptum litla notaða.
6. Ryksuga - 3... (Y) 2 gefins og eigum svo róbot sem var 50/50 rað og stað
7. Sjónvarp yfir 50 tommum - "bara" 46. -> raðgreiðslur
8. Heimabíó - áttum en bilaði. Staðgreitt.
9. Spjaldtölva - 2 -> annar var tekinn á raðgreiðslum 2011.
10. Er meirihluti húsgagna keypt nýtt eða notað? - nýtt.

Væri til í nýjan sófa. :)
Veit að kallinum langar í stærra TV - ekki nauðsyn..

gangnam | 19. mar. '15, kl: 19:30:36 | Svara | Er.is | 0

Á 1-7. Staðgreitt.

------------------------------------
Njótum lífsins.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Síða 10 af 47892 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Hr Tölva, paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123