hvað finnst ykkur um happaþrennur og börn ?

molinnn | 30. nóv. '15, kl: 22:09:20 | 502 | Svara | Er.is | 0

Nú er algengt að börn fá happaþrennur í skóinn eða dagatalið sitt, ég man eftir þessu þegar ég var lítil og fannst það æði. En fór svo að hugsa þetta fyrir mín börn hvort ég sé að ýta undir einhverja spennu gagnhvart svona spilaleikjum sem er mikið vandamál hjá mörgum og oft niður fyrir ungan aldur. Hvað finnst ykkur ?

þrátt fyrir mjög saklausa miða þá getur það orðið að stóru vandamáli síðar meir.

 

Maríalára | 30. nóv. '15, kl: 22:16:36 | Svara | Er.is | 0

Ég hef pælt mikið í þessu, en svo spilar maður líka stundum í lottó og börnin fylgjast oft spennt með því. Æ veit ekki, ég er hætt að kaupa happaþrennur fyrir mín börn þó ég hafi gert það af og til.

molinnn | 30. nóv. '15, kl: 22:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja ég reyndar spila stundum lotto en hef aldrei verið að sýna þeim miðann ég bara lít yfir tölurnar á netinu. Já ég gerði þetta nokkrum sinnum með mína eldri en hætti því fljótlega því ég sá hversi ofsa spennt hún var og kaupa aðra og eithver svona vitleysa.

Tipzy | 30. nóv. '15, kl: 22:22:17 | Svara | Er.is | 0

Hef í sjálfu sér ekkert á móti því hvað varðar þetta. Meir pæla hvernig ætlar maður að bregðast  við EF það fær stóra vinningin á þær. Svo bara gef ég almennt ekki happaþrennur eða neitt þvíumlíkt, hef ekki gert það síðan ég gaf frá mér vinning.

...................................................................

molinnn | 30. nóv. '15, kl: 22:25:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stór vinningur ?

Tipzy | 30. nóv. '15, kl: 23:52:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neh ekki svo en á þeim tíma var þetta mikið fyrir mig.

...................................................................

daffyduck | 1. des. '15, kl: 00:12:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinaru með gafst frá þér vinning ?

Tipzy | 1. des. '15, kl: 00:16:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gaf happaþrennu með vinning, semsagt var að kaupa mér happaþrennu þegar litli bróðir minn fór að suða í mér að gefa sér. Svo ég gaf honum þá sem ég var búin að kaupa handa mér og keypti aðra fyrir mig, og það var vinningur á henni.

...................................................................

nefnilega | 30. nóv. '15, kl: 23:50:03 | Svara | Er.is | 1

Algengt? Eru happaþrennur ennþá til?

Ziha | 30. nóv. '15, kl: 23:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, já, auðvitað eru til happaþrennur.... eða allavega allskonar "lukku skafmiðar".  En já, ég held annars að þær seljist ekki alveg eins vel og í *den*... en þær eru samt ennþá að seljast,, annars væru þær ekki framleiddar. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

nefnilega | 30. nóv. '15, kl: 23:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef bara ekki heyrt eða séð þær í mörg ár. Og mér finnst eitthvað verulega undarlegt við að gefa börnum þær.

Ziha | 1. des. '15, kl: 00:05:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það reyndar líka verulega undarlegt.. hef aldrei skilið hversvegna fólki dettur það í hug.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

daffyduck
nefnilega | 1. des. '15, kl: 09:09:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór síðast í sjoppu '98 og bensín kaupi ég í sjálfsafgreiðslu.

Felis | 1. des. '15, kl: 10:36:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefurðu farið í Hagkaup nýlega? Það eru happaþrennur við alla kassa hjá þeim (amk hérna fyrir norðan)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nefnilega | 1. des. '15, kl: 11:20:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er greinilega ekki að skoða það sem er við kassana þar.

HvuttiLitli | 1. des. '15, kl: 12:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þúrt svo mikill hipster!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

nefnilega | 1. des. '15, kl: 12:48:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilega! 

Bakasana | 1. des. '15, kl: 12:52:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef farið í Hagkaup og bensínstöðvar nýlega. Kem m.a.s. annað slagið við í sjoppu til að fá mér kók og hef samt ekki orðið vör við happaþrennur síðan þær voru auglýstar í sjónvarpinu fyrir kannski 15 árum eða svo. Það skrifast kannski bara á þá staðreynd að ég er ekkert að horfa eftir þeim. 

Anímóna | 1. des. '15, kl: 09:42:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Happdrætti Háskólans er með happaþrennu-deild.

Bakasana | 30. nóv. '15, kl: 23:59:48 | Svara | Er.is | 1

Mér hefur bara aldrei dottið í hug að gefa svona í skóinn og þekki engan sem gerir það. Hvað gerir fólk svo ef það á nokkur stykki og eitt barnið fær hrúgu af peningum og hin ekkert? að gefa happadrættismiða sem gjöf finnst mér bara yfirhöfuð ekkert sérstaklega fallegt. 

BlerWitch | 1. des. '15, kl: 09:11:21 | Svara | Er.is | 2

Mér hefur alltaf fundist happaþrennur hallærisleg skógjöf, burtséð frá því hvort þær ýti undir spilafíkn eða ekki. Ég myndi aldrei gefa barni skafmiða nema það væru til miðar sem allir væru með einhvern vinning.

Kaffinörd | 1. des. '15, kl: 09:43:00 | Svara | Er.is | 1

Þarft að vera 18 ára til að mega kaupa happaþrennu

HvuttiLitli | 1. des. '15, kl: 11:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ha, síðan hvenær? Eru ekki sjálfsalar með happaþrennum t.d. í Hagkaup eins og Felis segir? Hef séð þá a.m.k. á fleiri stöðum, og líka keypt í Happahúsinu í Kringlunni - aldrei verið neitað og held ég hafi sjaldan ef nokkurn tímann keypt svona eftir að ég varð 18 ára

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

BlerWitch | 1. des. '15, kl: 13:47:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka aldurstakmark í spilakassa.

HvuttiLitli | 1. des. '15, kl: 13:54:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hef nú séð það...


bíddu, stendur kannski utan á sjálfsölunum með happaþrennunum að það sé 18 ára aldurstakmark? Svo langt síðan ég sá þannig að ég man þetta ekki alveg.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

HvuttiLitli | 1. des. '15, kl: 15:54:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Magnað að ég hafi þá getað keypt þetta í Happahúsinu í öll þessi ár, eins og ég segi, ég held ég hafi bara aldrei keypt svona í Happahúsinu eftir að ég varð 18...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

BlerWitch | 1. des. '15, kl: 16:08:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég keypti einmitt oft happaþrennur þegar þær voru að koma fyrst og ég var krakki/unglingur. Held ég hafi aldrei keypt eftir að ég komst á fullorðinsár.

Kaffinörd | 1. des. '15, kl: 17:06:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessu var breytt fyrir nokkrum árum

HvuttiLitli | 1. des. '15, kl: 17:59:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Anímóna | 1. des. '15, kl: 09:45:28 | Svara | Er.is | 3


Jólasveinninn hefur aldrei gefið þrennur hér, fjárhættuspil eiga almennt ekki erindi við börn. Það getur verið meiriháttar mál ef stór vinningur fellur til barns.

GoGoYubari | 1. des. '15, kl: 10:17:40 | Svara | Er.is | 0

Við höfum nú leyft okkar að fá happaþrennur ef við förum út í sjoppu, var aldrei neitt að hugsa um að þeir yrðu að einhverjum spilafíklum. Höfum samt ekki gefið þær í skóinn og myndi ekki gera það, þá vegna þess að það væri frekar glatað ef annað barnið fengi vinning en ekki hitt.

Arel | 1. des. '15, kl: 13:17:54 | Svara | Er.is | 0

Hafa aldrei fengið happaþrennu í skóinn hjá mér. En strákurinn minn 11 ára suðaði um að fá þetta inn í verðlaunakerfið sitt. Er með blendnar tilfinningar gagnvart því.

Charmed | 1. des. '15, kl: 18:59:48 | Svara | Er.is | 0

Veit ekki af hverju en ég er á móti því að börn fái happaþrennur eða lottó miða eða hvað eina að gjöf eða í skóinn.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Hauksen | 1. des. '15, kl: 19:01:57 | Svara | Er.is | 0

Sama og bingó.

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 19:21:47 | Svara | Er.is | 0

Ég gef aldrei neitt svona því ég myndi ekki höndla það ef viðkomandi fengi stóran vinning. Ég er öryrki for crying out loud :D Það sama á við um barnið mitt. Ef það ynni einhvern slatta og ég væri enn að éta úr nefinu á mér yrði ég pirruð og myndi sennilega stela vinningnum af því til að borga skuldir.

Abbagirl | 1. des. '15, kl: 22:55:52 | Svara | Er.is | 0

Hef aldrei keypt happaþrennur fyrir þau, frábært annars að gefa 3 börnum happaþrennu í skóinn og eitt af þeim vinnur hellings pening og hin fá ekkert.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47814 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, tinnzy123, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, annarut123