Hvað gerið þið við ógleði?

salaanbland | 17. ágú. '15, kl: 14:20:27 | 181 | Svara | Meðganga | 0

Hæhæ,

Ég er komin 7-8 vikur á leið og ég er að farast úr ógleði, ég reyni að passa verða ekki svöng því þá eykst ógleðin en hún er samt sem áður allan daginn og ég er alveg að bilast á þessu, líður alveg hrikalega. Ég er reyndar bara búin að kasta upp 3 sinnum en er flökurt allan daginn og bumbult í maganum. Hvað virkar fyrir ykkur? Eruð þið að borða e-d sérstakt sem að minnkar ógleðina?
Öll ráð gríðalega vel þegin :)

 

Tajo | 17. ágú. '15, kl: 19:12:50 | Svara | Meðganga | 0

Ég borda reglulega, og svo finnst mér hreyfing hjálpa mér, sérstaklega úti í frísku lofti.

Georgina Chaos | 18. ágú. '15, kl: 07:51:46 | Svara | Meðganga | 0

Sorry með romsuna en ég bún að hugsa mikið um þetta undanfarið, er í sömu sporum, komin tæpl. 7 vikur og er frekar óglatt allan daginn. Það er sagt að bæði þorsti og lágur blóðsykur geri mann verri og mér finnst það passa. Aftur á móti kem ég varla niður sopa af vatni án þess að verða ógeðslega flökurt. Það sem virkar fyrir mig er mjólkurbland, ég vil ekki drekka bara mjólk en það virkar alveg jafn vel. Ég blanda léttmjólk út í vatn (50/50 eða aðeins minna af mjólk) og drekk hægt og rólega stórt glas af því áður en ég borða. Laktósafrí mjólk virkar alveg eins. Jógúrt hjálpar, hrein jógúrt með múslí og mér líður bara frekar vel aðeins eftir á. Annars borða ég mest af ristuðu brauði og hrökkbrauði með smá smjöri og osti eða þunnu lagi af hreinu hnetusmjöri. Flatkökur líka. Ég get lítið annað borðað á daginn.
Á kvöldin kem ég aðeins fjölbreyttari mat niður og annað sem hefur farið vel í maga eru lítið kryddaðar kjúklingabringur, hrísgrjón, kartöflur, brokkólí, gulrætur. Soðið grænmeti er auðvelt að borða og fer vel í mig. Líka grjónagrautur, plokkfiskur (með litlum lauki og ekki mikið kryddaður) og subway m kjúklingabringu, osti, káli og smá mildri sósu. Feitar sósur, mikið kryddaður eða sterkur matur, kjúklingalæri og feitara kjöt eins og svín, naut, lamb er alltaf frekar riskí og veldur oft meiri ógleði, kolvetni eru sögð best en ég reyni að velja hollari kolvetnin. Það er fullt af öðru sem getur eflaust farið vel í magann en þessa dagana get ég ekki hugsað um kjöt án þess að fá velgju. Reyni að borða eitthvað strax á morgnana og svo á 2-3 tíma fresti til að halda mér skárri, drekk alltaf vel á undan en ekkert með.
Sá í öðrum þræði að þú varst að tala um kæfu. Mjög járnrík fæða/bætiefni getur valdið meiri morgunógleði. Kæfa er járnrík en ef hún er að fara vel í þig myndi ég ekki pæla í því.

Fyrir utan matarræðið þá virkar þetta fyrir mig:
Engiferte um miðjan daginn fyrir máltíð. Nokkrar sneiðar af engiferrót, soðið vatn og ég bæti mjólk við.
Að verða ekki of kalt eða heitt
Ferskt loft inni
4-7-8 öndun sem ég lærði fyrir stuttu síðan og er búin að bjarga mér frá verstu köstunum þar til ég kemst í mat. https://vimeo.com/105271298 Hún virkar líka mjög vel í stressaðstæðum þar sem manni á til að verða meira flökurt.

Það eiga að vera til tuggutöflur, mixtúrur og armbönd í apótekum en ég hef ekki prófað neitt af því enn. Væri til í ráð frá fleirum.

salaanbland | 31. ágú. '15, kl: 21:34:31 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk kærlega fyrir öll svörin :) - ég er einmitt ennþá að díla við ógleði en ég hef einmitt verið að borða hrikalega ófjölbreytt þar sem mig klígjar nánast við öllu, rista rauð með osti hefur alveg bjargað mér og ég er meira segja ekki vön að borða svoleiðis fyrir en það er nánast eina sem helst niðri lengi! En sem betur fer hef ég ekki mikið verið að kasta upp á seinustu 2 viku, ekki eins og ég gerði fyrst! En er nánast bara stanslaust flökurt. En já úff svona öndun bjargar mér alveg stundum, ef ég get ekki fengið mér að borða og er alveg að drepast úr ógleði! En sammála með feitan mat, ég get einmitt ekki hugsað mér þannig og langar aldrei í neinn sukkmat (sem er alveg nýtt fyrir mér haha) - langar bara í venjulegan heimilismat!

Tajo | 18. ágú. '15, kl: 07:57:41 | Svara | Meðganga | 0

Ég keypti hnetupoka (ósaltadar) sem er med venjulegum hnetum, rúsinum, möndlum og kasjew hnetum og ég er med tad í veskinu (hentugur poki, hægt ad loka honum á milli). Tessi poki er algjörlega ad bjarga mér, ef ég verd svöng tá gríp ég í tetta og tetta heldur ógledinni nidri. Gott ad fá reynslusögur frá ödrum og svo velur madur út tad sem hentar sér :)

Felis | 20. ágú. '15, kl: 08:16:09 | Svara | Meðganga | 0

það er ekkert sem hefur virkað fyrir mig til lengri tíma, nema rosalega mikil hvíld. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bussska | 20. ágú. '15, kl: 14:37:33 | Svara | Meðganga | 0

Ef ekkert virkar á ógleðina getur fengið læknir til skirfa upp á postafen (það má taka það á meðgöngu er ekki lyfseðilskylt) en það er alltaf best ráðfæra sig fyrst við ljósu eða læknir áður en maður tekur eitthver lyf. Postfen virkaði í smá tíma fyrir mig en hætti svo og endanum skirfaði læknir upp á lyf sem heitir Zofran og það virkaði best en held þeir mæli alltaf með þú reynir fyrst postfen því zofran er roslega dýrt. En eins sagði áðan talaðu samt við ljósuna eða læknir áður en þú ferð taka lyfin bara til vera 100% save =)

nycfan | 20. ágú. '15, kl: 18:28:15 | Svara | Meðganga | 0

Ég gafst upp á 7 viku og fékk Phenergan, það er aðeins sterkara en postafen en gerir mann voða þreyttan oft. Ég tók það á verstu dögunum en reyndi annars alltaf að passa mig á því að verða ekki of svöng. Eiga preggipop drops til að slá niður smá ógleði og borðaði ofsa mikið af frostpinnum.
Núna er ég komin 13 vikur og enn að böggast í þessu en lítið virkar nema borða helst brauðmeti og kex og þess háttar.
Ég borðaði nánast eingöngu Cocoa pops á tímabili og ljósan sagði mér að gera það bara, borða það sem ég gæti og ekki spá í næringargildi.

smusmu | 1. sep. '15, kl: 18:25:24 | Svara | Meðganga | 0

"Sushi"engifer hefur virkað hjá mér á síðustu óléttum

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8125 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, annarut123, paulobrien