Hvað myndir þú gera?

muminmamma91 | 30. apr. '15, kl: 12:46:43 | 1147 | Svara | Er.is | 0
Hvað myndir þú gera? Nám/Vinna
Niðurstöður
 Nám 78
 Vinna 39
Samtals atkvæði 117
 

Jæja nú veit ég ekkert hvað ég vil gera! Langar að heyra hvað öðrum finnst :)

Baby nr.2 er á dagsskrá og ef allt gengur eins og það á að gera þá er það planað að mæta í heiminn sumar/haust ´16.

Ég bara get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að fara í háskólanám í haust og vera þá búin með 1 ár af náminu mínu þegar barnið fæðist og taka ár í orlof. Vera á námslánum og fá þennan frábæra 130þúsund króna styrk í 6 mánuði. Eða fara að vinna og fá þá fæðingarorlof og geta kannski tekið ár í orlof með aðeins meiri pening en þá samt fresta náminu mínu enn og aftur.

Ég er alltaf að skipta um skoðun! Langar að drífa mig í nám en langar samt líka að vera með smá tekjur og geta gert eitthvað skemmtilegt og segjum sem svo að ég skíti uppá bak í skólanum þa fæ ég ekki námslánin né námsstyrkinn og yrði þá alveg tekjulaus.. eða fengi þennan 60 þús króna styrk í 6 mán sem dugar ekki einu sinni fyrir mat.

hvað myndir þú gera?

 

Srta Morales | 30. apr. '15, kl: 13:01:48 | Svara | Er.is | 25

Nám og sleppa því að skíta upp á bak. Það er ekki víst að barnið komi skv. áætlun og þess vegna svolítið hættulegt að fresta náminu fram yfir það. 

staðalfrávik | 30. apr. '15, kl: 13:29:57 | Svara | Er.is | 0

Það sem þig langar meira og hefur meiri áhuga á.

.

MUX | 30. apr. '15, kl: 14:30:51 | Svara | Er.is | 24

Kreisí hugmynd....... bíða með barneignir þar til eftir nám? ;)

because I'm worth it

Steina67 | 30. apr. '15, kl: 15:31:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kræst "rúllaaugunumímargahringi"

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

muminmamma91 | 30. apr. '15, kl: 17:35:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já það hefði eflaust verið best en ég á nú þegar eitt 3 ára barn og langar helst ekki að bíða í 6 ár með að koma með næsta og hafa þá 9 ár á milli 1 og 2 ;) Draumurinn er að eiga 3 :) Það virðist bara aldrei vera rétti tíminn til að eignast þessi blessuðu börn :) Ég finn eitthvað útúr þessu og takk fyrir öll svörin :)

Jarðarberjasulta | 1. maí '15, kl: 15:44:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru 9 ár á milli mín og systkini míns :)

Allegro | 1. maí '15, kl: 16:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer líka pínu eftir aldri hvað ég mundi gera. Hvað ertu gömul?

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 11:59:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

24 ára :)

sophie | 8. maí '15, kl: 01:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

dreptu mig ekki! Þú ert næstum barn sjálf! Þér liggur ekkert á að bæta við barni. Alveg sama hve langt verður á milli.

dumbo87 | 12. maí '15, kl: 14:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég ætla rétt að vona að viðkomandi ráði því bara sjálf.

Ég hefði alveg verið til í að vera búin í barneign 25 ára, en það varð ekkert úr því, því miður. Svo eru aðrir sem geta ekki hugsað sér að koma með börn fyrr en upp úr þrítugu og það er líka bara fínt. Fólk hefur þetta eins og það vill og svona komment eins og þvú kemur með gera akkúrat ekkert gagn.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Helgenberg | 1. maí '15, kl: 10:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekkert erfitt að vera í námi með börn

alboa | 1. maí '15, kl: 11:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Alls ekki bara. Ekkert erfitt ad eiga vid veikindi ì midju prófatìmabili, pùsla saman hòpavinnu med tìmasòkn og daggæslu, læra heima med veikt barn eda bara sinna barni og heimili á álagstímum. Skìtt med ad þurfa pùsla saman sumarfrìi barnsins og sumarvinnu.

Ad mörgu leyti er gott ad eiga barn ì nàmi vardandi sveigjanleika en ad làta eins og þad sè ekkert màl er ùt ì hött.

kv. alboa

júlíprins | 6. maí '15, kl: 22:46:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á þrjú börn og var í námi og vinnu í vetur og það var bara ekkert mál. Það er eflaust mál fyrir suma en ekki alla. 

Silaqui | 1. maí '15, kl: 12:35:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það fer eftir náminu.

Alpha❤ | 1. maí '15, kl: 12:37:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

og barninu.

Silaqui | 1. maí '15, kl: 12:42:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þokkalega.
Ég var í námi í félagsvísindadeild, með auðvelt og hraust barn. Það var mikið betra en að vera að vinna.
Vinkona mín byrjaði í lagadeild með barn sem reyndist vera eyrnabarn. Hún féll og færði sig yfir í viðskiptafræði. Og fór nánast af taugum.
Ekki það að verulega veik börn geta verið ansi mikið álag í vinnu líka.

Alpha❤ | 1. maí '15, kl: 12:45:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já nákvæmlega. Svo er það líka mismunandi eftir því hversu sterkir námsmenn fólk er hvort það sé auðvelt eða ekki. þess vegna er þessi alhæfing hennar Helgenberg ekkert annað en fáranleg og raunveruleikafyrrt. 

muu123 | 30. apr. '15, kl: 18:52:28 | Svara | Er.is | 3

þar sem ég er ólétt og atvinnulaus og veik og sé fram á að fá einhvern skítlágann styrk og vera ansi peningalítil segi ég farðu að vinna ... það er ótrúlega erfitt að eiga ekki rétt á NEINU ef eitthvað fer úrskeiðis .. og mun skemtilegra að geta bara keypt það sem manni langar í fyrir barnið í staðinn fyrir einhverjar áhyggjur endalaust 

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 12:01:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var einmitt þannig hjá mér síðast. Ég datt á milli í kerfinu og átti ekki rétt á neinu og kallinn var í skóla svo við vorum með um 200þús á mánuði... vorum heppin og fengum allt í láni eða gefins fyrir barnið og kallinn reddaði sér vinnu með skóla en þetta var hrikalega erfitt.

muu123 | 6. maí '15, kl: 20:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er einmitt svo "heppin" að fá að búa hjá mömmu og þá lækka félagsbæturnar mínar niður í 53 þúsund á mánuði .. lifir enginn á því 

þreytta | 30. apr. '15, kl: 19:04:32 | Svara | Er.is | 3

Ég mundi ráðleggja þér að fara í námið núna og ekki plana óléttu fyrr en þú veist hvernig þér gengur í náminu. 
Þannig að ég segi, fara í skóla í haust, en plana barnið þannig að það komið sumarið sumar/haust ´17, þú getur þá tekið stöðuna eftir 1 ár í námi hvernig þér gengur og hvort þú haldir áfram eða farir að vinna. 

skófrík | 30. apr. '15, kl: 19:51:17 | Svara | Er.is | 3

fer eftir tekjum makans, ef makinn er með góðar tekjur þá myndi ég ekki hika við námið annars vinna held ég

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 12:03:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Makinn er með mjög góðar tekjur. Ég er búin að vera tekjulaus í rúmlega 3 ár en við höfum það gott á hans launum.

skófrík | 6. maí '15, kl: 15:00:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef ykkur langar þá bara gó for it að fara í skóla og plana barneiginir :D

nerdofnature | 6. maí '15, kl: 23:00:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

ef þú ert hvort eð er búin að vera tekjulaus í 3 ár og þið hafið það gott, af hverju ertu þá að stressa þig yfir námslánum og fæðingarorlofinu? Af hverju ertu yfirhöfuð að spá í námslánum?

muminmamma91 | 7. maí '15, kl: 22:34:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha já það er nú spurningin ;) Vill maður ekki alltaf meira bara ;) En ég er bara að pæla svo hann geti farið í orlof líka :) Ef við erum ekki búin að spara fyrir næsta barni getum við ekki misst tekjurnar hans. Námslánin myndi ég nota til að borga niður skuldir þar sem vextirnir á þeim eru mun lægri en á húsnæðisláninu okkar ma. :) Í rauninni hvort sem ég fer í nám eða vinnu þá myndu "tekjurnar" mínar fara í sparnað, og ég lít á það sem besta sparnaðinn að borga niður skuldir. En auðvitað líka að vera með varasjóð ef eitthvað kemur uppá.

sophie | 8. maí '15, kl: 01:14:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Farðu í nám. Geymdu barneignir. Þú ert svo ung!

muminmamma91 | 12. maí '15, kl: 13:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Makinn minn er samt 12 árum eldri en ég svo þó ég sé ung þá er hann það ekki og hann langar ekki að bíða mikið lengur ;)

staðalfrávik | 12. maí '15, kl: 14:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er dýrt að bæta við barni, eðlilegt að konan velti því fyrir sér hvernig takast eigi á við það.

.

Galieve | 30. apr. '15, kl: 20:21:11 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi bíða með barnið og klára námið.

fálkaorðan | 30. apr. '15, kl: 20:29:15 | Svara | Er.is | 3

Nám og nám með orlofi. Ekki fara í nám sem þú gerir ráð fyrir að geta ekki staðið undir það hefur ekkert með barneignir að gera.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 12:06:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég reyndi við sama nám fyrir áramót, hafði mikinn áhuga á því og fannst það mjög skemmtilegt, EN barnið hætti ekki að vera veikt! ég missti 2 mánuði úr 3 mánaða önn og skítféll fyrir vikið. Barnið hefur ekki orðið veikt núna í 4 mánuði (7,9,13) en það er auðvitað alltaf möguleiki á að pestirnar detti inn aftur í haust og svo þegar baby nr.2 byrjar á leikskóla! Langar bara ekki að vera ung mamma og líka gömul mamma.. æji þetta er hausverkur haha :D

fálkaorðan | 6. maí '15, kl: 12:26:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þekki vel svona veikindatímabil hjá krökkum. Síðasta haust var samt óvenju slæmt með pestirnar. (vona ég)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 14:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff ég vona það líka!

Ígibú | 6. maí '15, kl: 16:06:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og heldurðu að það yrði minna vesen með það barn og þess veikindi og ólétt/með ungbarn?

Allegro | 30. apr. '15, kl: 21:28:14 | Svara | Er.is | 0

Mundi einbeita mér að náminu og bíða með barn númer tvö. Skoða málið að ári liðnu.

UngaDaman | 1. maí '15, kl: 10:54:15 | Svara | Er.is | 1

Ef makinn er tekjuhár þá segi ég nám og svo nám + orlof.


Ef ekki, þá þarftu að spyrja þig fyrir alvöru hvort þú hafir raunverulega efni á því að eignast annað barn strax?

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 12:07:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Makinn er með mjög góð laun svo við höfum alveg efni á því að eignast annað barn :)

Silaqui | 1. maí '15, kl: 12:39:39 | Svara | Er.is | 0

Farðu í námið ef þú ert að plana það. Láttu það svo ráðast eftir því hvernig það gengur hvort þú byrjar að reyna barneignir fljótlega.
Svo er það ekkert víst að þú verðir ólétt eftir planinu og það væri frekar slæmt að hafa slaufað öllum framtíðarplönum fyrir eitthvað barn sem svo lætur bíða eftir sér von úr viti.
Svo er það óneitanlega gáfulegra að plana ekki barneignir meðfram háskólanámi. Þó það getir auðvitað gengið ágætlega upp.

AyoTech | 1. maí '15, kl: 12:53:02 | Svara | Er.is | 0

Ég merkti við nám og las ekkert hvað þú skrifaðir. Bara af því mér finnst að nám er alltaf besti kosturinn ef það stendur til boða, sama hvað.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

everything is doable | 1. maí '15, kl: 16:49:02 | Svara | Er.is | 4

Sjálf valdi ég nám og þakka fyrir það vegna þess að hér er ég mánuði frá því að klára Bsc gráðuna en ekkert barn því það hefur ekki gengið svo ég myndi alltaf velja námið. 

Hedwig | 1. maí '15, kl: 17:02:04 | Svara | Er.is | 3

Myndi velja námið og sjá svo til hvernig þér gengur í þvi hvenær best sé að reyna við næsta barn.

Við byrjuðum að reyna þegar ég var á siðustu önn í B.Sc gráðunni minni, siðan þá kláraði ég masterinn líka á lengri tíma en vanalegt er og buin að vinna í ár og loksins er eitthvað að gerast í barneignamálum eftir glasameðferð 5 árum síðar þannig að alls ekki fresta námi fyrir mögulegt barn sem svo kannski lætur biða eftir sér eins og í okkar tilfelli. Er allavega fegin að ég frestaði ekki masternum eða alika.

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 12:10:12 | Svara | Er.is | 1

Takk fyrir öll svörin! Bjóst ekki við að fá svona mörg :) Ég stefni allaveganna á nám í haust, búin að fara í inntökupróf en svo verður bara að koma í ljós í sumar hvort ég komist inn. Svo þetta er ekki í mínum höndum lengur haha ;)

bullogrugl7 | 6. maí '15, kl: 12:14:49 | Svara | Er.is | 0

ef fjarnám er mögulegt þá er það náttúrulega frábær kostur ... nám + peningar = ekki mikill tími samt sem áður :/

--------------------------------------------------------------------------------------------------
MDMA einu sinni til tvisvar á ári MAX og sálfræðitími í stað langvarandi lyfjaneyslu með tilheyrandi aukaverkunum og kostnaði!
youtube.com/watch?v=e5vLCARqEuY <----
www.mdmaptsd.org/ lyfjafyrirtækin vilja ekki svona einfalda lausn því það græðir enginn á þessu nema sjúklingurinn.

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 12:17:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er því miður ekki í boði í náminu sem ég stefni á.

bullogrugl7 | 6. maí '15, kl: 12:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

dem, ég myndi þá fara í skólann ef þú hefur efni á því, hlutir hafa oft tilhneigingu til að reddast :D

--------------------------------------------------------------------------------------------------
MDMA einu sinni til tvisvar á ári MAX og sálfræðitími í stað langvarandi lyfjaneyslu með tilheyrandi aukaverkunum og kostnaði!
youtube.com/watch?v=e5vLCARqEuY <----
www.mdmaptsd.org/ lyfjafyrirtækin vilja ekki svona einfalda lausn því það græðir enginn á þessu nema sjúklingurinn.

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 14:43:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha já þetta reddast allt saman :)

Lilith | 6. maí '15, kl: 12:17:35 | Svara | Er.is | 0

Drífa þig í námið og bíða aðeins með barneignirnar. Þetta verður enga stund að líða.

Blah!

Smákökudrottning | 6. maí '15, kl: 12:27:08 | Svara | Er.is | 1

Bíða með að eignast barn.. klára námið fyrst.  Þá eignast tvö í röð :)


Það er miklu skemmtilegra að eiga barn og hafa efni á því, tíma og geta verið í barneignafríi og notið þess. :)

muminmamma91 | 6. maí '15, kl: 14:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég ákveð að klára skólann áður en ég kem með næsta mun ég klárlega reyna að hafa stutt á milli ;)

randomnafn | 6. maí '15, kl: 23:21:51 | Svara | Er.is | 0

Hugsa sé betra fyrir barneignina.
Það eykst ekki svigrúmið þegar þú eignast barn nr. 2 myndi nýta tímann sem fyrst.
Og hugsa sem svo það er ekki í boði að skíta upp á bak...

Catalyst | 7. maí '15, kl: 07:12:53 | Svara | Er.is | 2

Talað út frá minni reynslu þá finnst mér sniðugast að klára námið ef þú getur áður en þú ferð í barneignir.
Ég lét loks verða af því að fara í nám þegar að litli var 7 mán og eldri 3 ára. Þetta er búið að vera mjög gaman en einnig mjög erfitt. Að þurfa að púsla deginum til að komast í tíma vegna veikinda, sinna verkefnum þrátt fyrir veikindi. Haustið fyrir 1,5 ári síðan var hræðilegt, enda var farið að tala um það á leikskólanum að yngri strákurinn væri bara gagnsær, enda búinn að pikka upp pest eftir pest og stóri líka. Ég þurfti að skrifa ritgerð og skila meðan að þeir voru heima með hlaupabólu og td núna þó þeir séu orðnir 6 og 3 ára hafa þeir síðustu 2 nætur verið að vakna og trufla mig og skipst á svo að ég hef lítið sofið þann litla tíma sem ég hafði til að sofa vegna prófa. Svo er hundleiðinlegt að vera svona upptekin í törnunum og prófatíð og krakkarnir að spyrja hvort maður vilji gera hitt og þetta og spyrja hvenær skólinn verði búinn osfrv.
Svo, þetta er hægt en guð hvað ég myndi ekki vilja fara aftur í fæðingarorlof og nám á sama tíma! Vil njóta hvors um sig í sitthvoru lagi því saman hallar á annað hvort.

muminmamma91 | 7. maí '15, kl: 22:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rétt, klukkurnar eru bara farnar að klingja aftur ;) En auðvitað væri skynsamlegast að bíða þar til eftir nám, langar bara ekki að hafa svo langt á milli. En ég stefni á námið í haust og hugsa að ég meti stöðuna eftir ár, eftir því hvernig gengur í náminu :)

Catalyst | 8. maí '15, kl: 10:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eg skil þig að  mörgu leiti. það fór að klingja hjá mér þegar ég var tvítug, við þá búin að vera saman í 5 ár. Biðum í 5 ár og ég sé ekki eftir því. Seinna var planað líka og allt í góðu með það, skellti mér í nám og er núna búin með 3 ár og á 2 ár eftir. Það er farið að klingja hjá mér aftur en ég bara legg ekki í það strax, er nú samt 31 og það þy´ðir lengra á milli :)
Það eru 5 ár og svo 6 ár milli þessara tveggja yngri hjá okkur systkinunum. Erum mjög náin og þeir sérstaklega. Pabbi og systkini hans, tvö ár milli hans og systur hans en 10 milli hans og bróður hans og þau eru svo náin öll þrjú.
Svo aldur skiptir ekki öllu máli, gæti haft stutt á milli og þau ekki átt skap saman. Persónulega eftir að hafa haft 2,5 ár á milli þá hugsa ég að það væri næs að hafa svoldið á milli næst, vera ekki með tvö bleijubörn og duddubörn osfrv.

sophie | 8. maí '15, kl: 01:09:46 | Svara | Er.is | 1

af hverju þarf barnið endilega að koma 2016? Er ekki gott að bíða aðeins með það? Bara smá forgangsröðun......

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47864 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie