Hvað mynduð þið gera ?

Terlín | 15. júl. '15, kl: 22:05:54 | 292 | Svara | Þungun | 0

Kvensjúkdómalæknir ráðleggur að bíða með að reyna að verða ólétt eftir útskaf, ráðleggur manni að bíða eftir tveimur eðlilegum blæðingum. Segir eiginlega enga ástæðu nema að það sé betra því að allt þarf að jafna sig.

Ljósmóðir segir við mig að það séu engar rannsóknir né þekki hún dæmi um að útskaf geti haft slæm áhrif eða leitt frekar til fósturmissis, og segir enga ástæðu til að ráðleggja mér að bíða... Og hún sagði líka að þetta sé mjög gamaldags ráðlegging og sé algeng hjá körlum af gamla skólanum ;)

Vill taka fram að ég hef aldrei misst fóstur heldur lenti ég í fósturláti mjög snemma (4-5.viku) og líkaminn losaði sig ekki sjálfur við það, hefði átt að vera komin um 11 vikur þegar ég fór í útskafið.. virðist ekki missa auðveldlega.

Hvað í veröldinni mynduð þið gera? Langar að byrja að reyna strax.. en á maður að bíða?

 

úlabrab | 15. júl. '15, kl: 23:14:15 | Svara | Þungun | 0

ég persónulega myndi bíða, myndi vera of erfitt fyrir mig að hugsa til þess að EF ég myndi missa aftur myndi ég ekki geta hætt að hugsa um að það væri kannski vegna þess að það gerðist of fljótt... þó það væru kannski engin rök fyrir því... en það er bara ég :) annars geturðu líka farið milliveginn :D

everything is doable | 16. júl. '15, kl: 00:19:02 | Svara | Þungun | 0

ég missti komin 5+6 og þurfi ekki að bíða ég myndi fara eftir ljósunni persónulega, slímhúðin er þunn eftir útskaf og allavegana á erlendum síður mæla þeir með kvöldrósarolíu til að þykkja hana og auka frjóu útferðina sem vanntar oft eftir missir. Sjálf fór ég reyndar í gegnum "náttúrulegt" fósturlát og það skilaði sér allt og tók þetta fram að egglosi og það virkaði rosalega vel uppá að þykkja slímhúðina og uppá útferð (fór í skoðun til að athuga það). Get ekki sagt um það hvort þetta hafi virkað uppá að verða ófrísk aftur það kemur ekki í ljós fyrren eftir viku =) 

Terlín | 16. júl. '15, kl: 09:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Afsakar fáfræðina en hvað gerir maður við kvöldrósarolíu ? :) og takk fyrir svarið, ég krossa fingur fyrir þig ;)

everything is doable | 21. júl. '15, kl: 09:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir það :) Heyrðu þetta eru töflur sem fást meðal annars í krónuni kostar einhverjar 2000kr og þu tekur 2-3 á dag framað egglosi og hættir svo :)

notandi19 | 16. júl. '15, kl: 07:01:29 | Svara | Þungun | 0

Ég fékk svona mismunandi ráðleggingar. Hugsaði einmitt að ef ég mundi sleppa því að bíða og mundi lenda aftur í fósturláti þá yrði það til þess að ég mundi stanslaust hugsa "hvað ef ég hefði beðið".

En það er svo erfitt að bíða!

Terlín | 16. júl. '15, kl: 09:46:10 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ákvaðstu að bíða eða ? Ég veit nefnilega að ég verð ófrísk mjög auðveldlega og á enga sögu um að hafa nokkurntíman misst fóstur.. bara þetta eina fósturlát svona snemma.

notandi19 | 16. júl. '15, kl: 19:16:38 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég ákvað að bíða einn hring. Var svo ömurlega svekkt þegar ég byrjaði á öðrum blæðingum frá missi, þ.e. þegar ég fékk staðfest að ég hafi ekki orðið ólétt strax aftur.

Felis | 16. júl. '15, kl: 08:16:03 | Svara | Þungun | 2

ég held að það sé erfitt að bíða
ég held að persónulega myndi ég lesa mér til á netinu (með gagnrýnum huga auðvitað) og fara svo eftir því sem innsæið segði mér. 


Ég hef sjálf betri reynslu af ráðum frá læknum en ljósum, þær virðast oft tilbúnar að fullyrða um hluti sem þær vita í raun ekkert um, en að sama skapi þá hef ég líka lent í gamaldags læknum sem hafa gefið mér úrelt ráð. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

everything is doable | 16. júl. '15, kl: 09:13:26 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég er mjög sammála þessu, samkvæmt internetinu ætti að vera í lagi fyrir þig að reyna strax, þar er talað um að ef egglos verður þá sé líkaminn tilbúin í þungun, aðal ástæðurnar fyrir því að bíða virðast vera tvær að fólk jafni sig almennilega líkamlega og andlega og svo að það sé auðveldara að tímasetja þungunina. 

Appelsinusukkulaði | 20. júl. '15, kl: 02:11:53 | Svara | Þungun | 0

eftir 2 fósturlát á mjög stuttum tíma (hef misst 3) og útskaf í bæði skiptin var mér sagt að bíða amk eftir 1 blæðingum eftir útskaf, sem og ég gerði, því það þarf allt tíma til að jafna sig þarna niðri eftir svona aðgerð, varð svo strax ólétt eftir þær blæðingar, það er samt sem áður helst mælt með því að bíða eftir að 2 tíðarhringir hafi átt sér stað en, auðvita er svo sem ekkert sem mælir á móti því þannig að byrja eftir 1 hring ef þú treystir þer til þess... Gangi þér vel :)

smusmu | 21. júl. '15, kl: 09:06:03 | Svara | Þungun | 0

Ég tók þá ákvörðun að bíða. Lenti í fósturláti á 9. viku en líkaminn losaði sig ekki við þetta sjálfur þannig að þetta fattaðist þegar ég fór í 12 vikna sónarinn. En ég ákvað að bíða því ég bara meikaði ekki aðra óléttu strax. Var nýbúin að þurfa að enda meðgöngu og varð ólétt strax aftur eftir hana. Bara nennti ekki ógleðinni og því öllu stax aftur þó mig langi mest að klára þetta allt sem fyrst :/

walden | 2. ágú. '15, kl: 20:44:53 | Svara | Þungun | 0

Ég mundi fá álit hjá öðrum lækni og sjá hvað sá læknir hefur að segja

trilla77 | 12. ágú. '15, kl: 09:15:33 | Svara | Þungun | 0

Ég varð ólétt strax eftir missi og útskaf, var sagt að blæðingar gætu komið aftur eftir útskaf 4-8 vikum eftir en þær komu svo bara aldrei og ég var orðin ólétt, miðað við hvenær barnið fæddist þá hef ég líklega orðið ólétt bara akkúrat 6 vikum eftir útskafið

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4864 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Guddie, Hr Tölva, paulobrien