Hvað mynduð þið velja......

einkadóttir | 3. maí '15, kl: 14:31:40 | 639 | Svara | Er.is | 0
Hvað mynduð þið gera?
Niðurstöður
 Leigja ódýrt 40
 Búa inná öðrum og safna 10
 Áfram hjá foreldrum 49
Samtals atkvæði 99
 

Ég veit ekki hvort ég á að gera. Erum ungt par (kringum 25-26 samt - ekkert svo ungt) sem langar að fara að búa bráðum.  Við búum núna hjá foreldrum og það er allt í lagi, erum með okkar herbergi bara, frír matur og svona og foreldrarnir alveg sáttir við þetta og vilja alveg hafa okkur áfram en það er bara að verða svolítið þreytt fyrir okkur að geta ekki verið tvö með okkar eigið. Okkur stendur til boða ódýr leiga á fínum stað, íbúð sem við gætum alveg hugsað okkur að vera í í svona 2-3 ár kannski, myndum örugglega ekki finna aðra svona ódýra leigu neitt á næstunni ef við höfnum þessu. Annar kostur er að flytja í stórt hús til annars fjölskyldumeðlims, fengjum þar mjög stórt herbergi og annað minna og í staðinn myndum við líklega sjá um eldamennsku og garðyrkju eða eitthvað slíkt, hljómar alveg vel en maður veit náttúrulega aldrei hvernig sambúðin yrði í raun og veru fyrr en á reynir. Við getum ekki alveg hugsað okkur að eiga heima eins lengi þar, værum í raun bara að reyna að safna svo við gætum keypt húsnæði og myndum þá reyna að láta það taka eins stuttan tíma og hægt væri en yrði örugglega tvö ár allavega, þá er líka pæling hvort það sé í raun eitthvað sniðugt að vera að kaupa húsnæði á Íslandi á næstu árum? Ég hef bara ekki hugmynd um það en allar fréttir um þessi mál hljóma illa. Kannski er bara ekkert sniðugt að kaupa? Ef þið hafið eitthvað um þetta að segja megiði alveg endilega gera það.
Frá foreldrum og leiguhúsnæði getum við hjólað til vinnu en frá húsinu þyrftum við helst, og alveg pottþétt annað okkar að taka alltaf strætó.
Við sjáum svolítið í hyllingum að vera bara tvö og geta boðið fólki heim þegar við viljum og bara verið með okkar eigið en pæling hvort það sé í raun sniðugast. Er líka hrædd um að ef við tökum húsinu þá er ekki séns að við getum búið tvö næstu árin nema að borga miklu hærri leigu og þá getum við ekkert safnað. Við getum örugglega safnað einhverju með leigunni sem stendur til boða en auðvitað ekki eins hratt og með hinu. 

 

Allegro | 3. maí '15, kl: 14:38:14 | Svara | Er.is | 0

Eru þið bæði í fullri vinnu, í námi eða búin með nám? Mér finnst það skipta töluverðu máli.



einkadóttir | 3. maí '15, kl: 14:41:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

annað okkar í fullri vinnu og hitt í hlutastarfi með námi 

Steina67 | 3. maí '15, kl: 14:38:50 | Svara | Er.is | 11

Ég myndi búa áfram hjá foreldrum, leggja fyrir pening sem væri samsvarandi leigu á markaðnum ef þið ætlið að kaupa ykkur og þið getið í raun líka lagt fyrir allt sem þið áætlið í matarkostnað á mánuði ef að þið væruð að leigja.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Gladis | 3. maí '15, kl: 17:09:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já klárlega þetta. Lykilatriðið hér er að leggja fyrir eins og þið væruð úti á grimmum leigumarkaði.  Nema þetta væri ekki tapaður peningur en þið fengið góðan nasaþef af því hvað kostar actually að leigja í dag. Gera ráð fyrir öllum litlum aukakostnaði líka. 


Verðið fegin að eiga þennan pening þegar þar að kemur :)

Zagara | 3. maí '15, kl: 14:43:08 | Svara | Er.is | 8

Ég myndi leigja. Finnst ekkert rosalega spennandi að búa inn á öðrum á ykkar aldri nema ef það væri tímabundið og til þess að vinna mikið og safna mjög hratt.

Lilith | 3. maí '15, kl: 15:14:21 | Svara | Er.is | 2

Hiklaust búa áfram hjá foreldrum og safna pening til að geta síðan keypt. Það er glatað að vera fastur á leigumarkaðnum.

Blah!

chiccolino | 3. maí '15, kl: 15:22:19 | Svara | Er.is | 1

Myndi klárlega láta mig hafa það í svona tvö ár í viðbót að búa hjá foreldrum eða þar sem ykkur býðst herbergi fyrir heimilisþrif og vera dugleg að safna safna safna! Hvort sem þið ákveðið síðan að fara á leigumarkaðin eftir það eða reyna að kaupa þá eigið þið allavega digran varasjóð sem getur alltaf komið sér vel að eiga

Felis | 3. maí '15, kl: 17:40:27 | Svara | Er.is | 7

Ég myndi leigja, það er kannski ekki fjárhagslega það allra gáfulegasta en andlega væri það best (miðað við mig amk)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

einkadóttir | 3. maí '15, kl: 22:37:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er einmitt að pæla mikið í því, erum orðin alveg svakalega þreytt á að vera hjá foreldrum og erum bún að vera saman mjög lengi þannig við erum búin að vera að bíða eftir því að geta búið tvö í nokkur ár :/ Höfum hingað til ekki getað safnað miklu bara vegna aðstæðna, hvorugt í fullri vinnu þartil nú o.fl. Ef ég hugsa um að vera að fara að flytja þá er ég bara að rifna úr tilhlökkun en svo náum við kannski ekkert að safna og festumst á leigumarkaðinum, ohh þetta er valkvíði.

Felis | 4. maí '15, kl: 11:39:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

mér finnst líka að 25-26 ára ættu að vera löngu farin að standa á eigin fótum, þó að kerfið á Íslandi styðji það ekki sérstaklega þessa dagana. Það virðist vera stefnan að allir búi hjá mömmu og pabba fram að fertugu eða eitthvað. 


Maður hefur ógeðslega gott af því að sjá um sig sjálfan (og maður gerir það ekkert ef maður býr inni á mömmu og pabba). 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

einkadóttir | 4. maí '15, kl: 11:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já líka ef ég pæli í því að vera í tvö ár í viðbót til þess að safna þá erum við orðin 27-28 og mér finnst ömurlegt að hugsa til þess að vera ekki enn flutt þá :/ 

fjörmjólkin | 3. maí '15, kl: 22:04:52 | Svara | Er.is | 0

Mundi klárlega búa frítt og safna. Sé ennþá eftir að hafa ekki gert það á sínum tima.

littlemary | 3. maí '15, kl: 23:43:23 | Svara | Er.is | 2

Heima hjá foreldrum og safna eins og þið getið. Kannski fara í bústað 2 ári bara 2 til að fá smá alone time.

Glosbe | 3. maí '15, kl: 23:52:09 | Svara | Er.is | 2

það er auðvitað ekki gaman að vera svona gömul hjá foreldrum en ef þið hafið svona gott tækifæri til að safna, safnið þá og safnið. Og notið tímann til að mennta ykkur, það jafnast alveg á við að safna mikið af peningum.

einkadóttir | 4. maí '15, kl: 11:19:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á eitt ár eftir með mína menntun og hann er búinn með sína þannig sá pakki er að klárast 

lost in iceland | 3. maí '15, kl: 23:54:50 | Svara | Er.is | 4

Ég myndi frekar  leigja, það er kannski fjárhagslega ekki það skynsamlegasta en það er mjög þreytandi að eiga ekki sinn eigin stað og vera endalaust inná öðru fólki. Þó það séu foreldrar manns. Það er bara ekkert spennandi. Myndi þá frekar leigja ódýrt, þó það tæki þá kannski lengri tíma að safna fyrir eigin húsnæði ef það er pælingin seinna meir.

--------
Afsaka stafsetningarvillurnar. Er ennþá að læra að flýta mér hægt.

Fuzknes | 4. maí '15, kl: 00:02:59 | Svara | Er.is | 1

búa áfram hjá foreldrum, reyna að komast í íbúð stöku sinnum. 1 til 2 mánuði í einu, ef eitthvert þannig tækifæri kemur

Funk_Shway | 4. maí '15, kl: 11:26:45 | Svara | Er.is | 1

Ef sambúðin með foreldrum er í lagi þá myndi ég halda áfram að vera þar og safna fyrir útborgun á íbúð, það er miklu betra að eiga sína eigin íbúð heldur en að leigja, uppá að geta breytt til, gert við án vandræða og ekkert þurfa að standa í stappi við leigusala. Afborgun af íbúð er líka lægri undir flestum kringumstæðum en leiga. EN ég skil alveg að þið viljið vera út af fyrir ykkur, 2 ár og að eiga sitt eigið er samt alveg þess virði.

Til að bæta við þá myndi ég leggja peninginn inn á læstann reikning svo þið getið ekki dýft puttunum í sjóðinn vegna freistinga ;)

Rabbabarahnaus | 4. maí '15, kl: 11:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okkur var bannað að fara að leigja á sínum tíma. Gert kleift að búa heima og við tókum vel til hendinni á heimilinu í staðinn.
Besta gjöfin sem okkur hefur verið gefið og við söfnuðum eins og brjálæðngar á meðan. (fórum um helgar oft til hinna foreldranna til að breyta um umhverfi og leggja okkar af mörkum þar líka) (bæði í vinnu)

Keyptum svo pínu litla íbúð til að byrja með og smám saman stækkað við okkur.
(tók innan við ár að safna fyrir útborgun ásamt hinum elskulega skyldusparnaði, sem ætti að vera lögbundinn ennþá)

Erum að gera síkt hið sama fyrir okkar elsta. Við getum varla verið svo leiðinleg að barnið geti ekki búið með okkur í tvö ár til viðbótar og safnað á meðan. :)
Það fær sínar stundir aleitt heima reglulega yfir sumartímann þar sem við "gömlu" erum dugleg í útilegum. Barnið kemur reyndar oft til okkar þá, erum greinilega ekki svo leiðinleg eftir allt saman :) :) Eða kanski að matarástin spili sterkt inní...... haha.

Skal geta þetta með hin líka, get ekki hugsað mér að þau festist á leigumarkaðinum. Hann var nú samt bara djók þegar við byrjuðum að búa miðað við ástandið núna.

Ice1986 | 4. maí '15, kl: 11:56:44 | Svara | Er.is | 4

Ég myndi leigja. Lífið gengur ekki allt útá sparnað og peninga og þó það bætist við 1 ár í söfnun á útborgun í íbúð - so what? Þið takið þetta ekki með í gröfina. 
Myndi miklu frekar vilja njóta þess að búa með kærastanum, njóta þess að safna upp smá innbúi og gera kósý, geta boðið fólki heim og notið þess að vera bara tvö. 


Maður á auðvitað að vera skynsamur með peninga, en ég hugsa oft " ef ég drepst eftir 5 ár hvernig hefði ég viljað notað tímann?" 

Abba hin | 4. maí '15, kl: 12:57:42 | Svara | Er.is | 0

Verandi par á sama aldri segi ég hiklaust leigja. Ég GÆTI ekki búið hjá foreldrum mínum, eins yndisleg og þau eru, sérstaklega ekki með kærastanum mínum. Segi bara það sama og Ice1986, það verður að vera stundum gaman líka. 

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Jarðarberjasulta | 4. maí '15, kl: 13:05:58 | Svara | Er.is | 0

Sjálf myndi ég leigja. Ég og kærasti minn vorum inn á foreldrum hans í 2 ár.. alveg þangað til ég gat ekki meira. Aðallega af því ég glími við mikið þunglyndi og það var lítið privacy þarna.. og vorum í alveg rosalega litlu herbergi, alltaf steikjandi hiti þar inni því glugginn var svo lítill

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47871 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, Kristler, paulobrien