Hvað skal gera...?

pinkgirl87 | 5. feb. '16, kl: 22:43:25 | 1040 | Svara | Er.is | 0

Góða kvöldið, Ég hef erfiðleika á könnunni eins og við öll... En þætti vænt um að fá skoðanir ykkar (kurteisu). Sem vilja hjálpa en ekki illgirni/hroka. Málið er það að ég hef verið í sambandi í næstum 3 ár, aldrei meira kynlíf en 4 sinnum í mánuði ekki einu sinni fyrstu mánuðina. Núna er það að meðaltali 1 sinnum í mánuði. Hann bítur mig þegar hann er "graður" þó svo aðég vilji það ekki og er aldrei með rómó aldrei einlægni eða daður. Og sagði fyrir viku að ástæðan fyrir að hann vill ekki sofa hja mer er sú að eg vill foreplay. Eg útskýrði að það er bara i eðli manns/kvenmannsins. Hann vill ekki þannig sagði hann. Flestir hafa bent mér á hvort hann sé ekki "straight". En eg veit ekki -hann vill aldrei kyssast, nema eins og það sem kveikir ekki í neinu... Aldrei alvöru kossa eða kela.. Ég er bara brotin...ef þið góða fólk viljið hjálpa-hvað get ég gert ?er ég að ýkja? Gætuð þið lifað svona? Og hann fer næstum allar helgar að vera með félögunum og ein sit ég hér eftir heima yfir imbanum. Ég er ekki að leita að "vorkun" eins og flestir halda pottþétt-bara gá hvort að ég sé að gera rétt með því að vera með honum. Takk fyrir.

 

fálkaorðan | 5. feb. '16, kl: 22:45:56 | Svara | Er.is | 13

Hversvegna ertu í þessu sambandi?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

pinkgirl87 | 5. feb. '16, kl: 22:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka þér. Ég satt að segja vildi bara vita að ég er ekki "dramaqueen" :)
Ég þakka.

fálkaorðan | 6. feb. '16, kl: 09:29:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Mér finnst þetta vera fúndimental spurning.


Ef aðriri hlutir eru þannig að þú sér tilbúin til að "fórna" kinlífi og helgum svona þá ætla ég ekki að dæma þig. En mér finnst mikið liklegra að það sé etthvað tilbúið öryggi sem þú ert að sækjast í. Been there done that. 


Sannleikurinn er að þú getur vel staðið á eigin fótum og þú átt skilið að vera í sambandi sem fullnægir öllum þörfum þínum, félagslegum og kynferðislegum.


Ást og virðing.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 5. feb. '16, kl: 22:46:40 | Svara | Er.is | 10

Ég myndi ekki nenna þessu, sérstaklega ef það eru engin börn og enginn vilji hans meginn að laga þetta.

...................................................................

pinkgirl87 | 5. feb. '16, kl: 22:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kærar þakkir fyrir, ég á eina 5 að verða 6 ára :)

strákamamma | 6. feb. '16, kl: 00:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú átt hana ekki með honum, myndi ég ekki nenna þessu.   Ananrs myndi ég kannski skoða ráðgjöf

strákamamman;)

Tipzy | 6. feb. '16, kl: 00:16:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Eftir 1.5 ár að reyna bæta ástandið þá myndi ég ekki heldur nenna þessu þó svo hún eigi barnið með honum.

...................................................................

strákamamma | 6. feb. '16, kl: 12:09:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

góður punktur

strákamamman;)

sjift | 7. feb. '16, kl: 01:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Dóttir þinni er betur borgið að eiga mömmu sem er hamingjusöm, velur sér góðann maka sem hún á góð og fullnægjandi samskipti við..
Hún lærir af þér fyrst hvernig ástin virkar.
Mínir foreldrar vissu það ekki.

pinkgirl87 | 7. feb. '16, kl: 01:28:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kærar þakkir :)

nixixi | 5. feb. '16, kl: 22:48:28 | Svara | Er.is | 7

Útfrá þessum texta þínum get ég bara sagt eitt: farðu frá honum!
Það eru fleiri fiskar í sjónum, pottþétt einhver þarna úti sem myndi koma fram við þig eins og þú átt skilið. 
Knús.

pinkgirl87 | 5. feb. '16, kl: 22:49:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þakka þér kærlega fyrir- þá er ég að hugsa rétt.
Þá er ég ekki "dramaqueen".

pinkgirl87 | 5. feb. '16, kl: 23:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og knús tilbaka. Samt ruglandi að hann vill eignast barn saman-það skil ég ekki!
En takk kærlega fyrir.

daffyduck | 6. feb. '16, kl: 00:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Já ég myndi afþakka það í þínum sporum.

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:26:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já alveg hreint. Bara hrædd við "break up" og svo er ég að verða 29 ára....!!
En ég vill hlusta a ykkur og fjölskylduna mína og bestu vinkonu mína og horfast i augu við að eftir ár min hann ekkert breyta ser heldur verð ég 2017 i símanum a bland.is hálfvælandi....things won't change...

daffyduck | 6. feb. '16, kl: 00:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Auðvitað er aþð erfitt. En ég myndi í þínum sporum frekar vilja gera það núna heldur en 10 árum seinna. Þegar þið eigið kannski 1 eða 2 börn og hlutirnir hafa ekkert breyst og börnin í rusli yfir þessu.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 6. feb. '16, kl: 01:00:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er aldrei eitthvað auðvelt að hætta í langtímasambandi en ég gæti vel trúað því að þér myndi líða mikið betur eftir að smá tími er liðinn frá því að þú endar þetta

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Petrís | 5. feb. '16, kl: 23:24:46 | Svara | Er.is | 4

Ömurlegur náungi og ömurlegt kynlíf

pinkgirl87 | 5. feb. '16, kl: 23:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já því miður...mjög sárt :(

Brendan | 5. feb. '16, kl: 23:54:52 | Svara | Er.is | 5

Vá, kynlíf í sambandi er svo mikivægt og það mesta mikilvæga er að báðir aðilar séu sáttir sama hvernig það er. 
Ef að þú ert ekki sátt við þetta þá annaðhvort ræðir þú við manninn, þið farið í ráðgjöf kannski kynlífsfræðslu og reynið nýja hluti eða að þú hreinlega pakkir niður og komir þér út úr þessu sambandi. 
Þetta veltur eiginlega allt á því hverslu langt þig bæði eruð tilbúin að ganga til að þið verðið bæði sátt. 


Þú getur sett þér tímaramma á það eða hreinlega hugsað út í hvar þú vilt verða stödd eftir nokkur ár. Viltu búa við svona í framtíðnni. 

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:00:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir.
En ég hef sagt þetta í 1 og hálft ár. Hann vill ekki fa ráðgjöf eða lita í eigin barm og segir að eg geti bara leikið við mig.
Og honey believe me ég hef gert allt "whole nine yards"
Hann hefur gjörbreytt mér frá því við kynntumst.
Ég hef spurt um allt- hann vill bara munnmök alltaf(reglulega) en aldrei fæ ég munnmök fra honum og vill brunda á andlit eða magann (eða uppí mig) en aðeins kynlíf sjálft einu sinni í mánuði!!
I have GIVEN my all eins og maður segir.

noneofyourbusiness | 6. feb. '16, kl: 00:03:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Ég get ekki séð að þetta samband sé mikið á þínum forsendum, eða að þú sért að fá mikið út úr því. Ef ég væri í þinum sporum myndi ég fara. 

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:06:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Satt er það kæra mamá.
Bara erfitt að sjá/átta sig á.
Eins og lagið segir: "I think I better leave right now"...
En hann er búin að hafna mér svo-kynntumst þegar ég var í módelbransanum og í dag er ég mjög óörugg með mig.
En ég heyri og veit að ég er voða falleg en þökk sé honum heyri ég bara "hrós" búið. Og mun aldrei gleyma að ég gaf allt mitt og reyndi oft við hann EN hann sagði alltaf "á morgun/nei ekki í stuði".

strákamamma | 6. feb. '16, kl: 00:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Held hann sé með porn syndrome....   bara ríða án ástar, brunda á fólk og vera sörviseraður

strákamamman;)

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:16:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Vá!
Gott sjónarhorn-sammála það makes sense.
Það er bara rosa obvious þegar þú bendir á það.
Algjörlega- vá takk fyrir, segi ég bara.

Brendan | 6. feb. '16, kl: 00:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Þú hleypur þá út núna.. Hann notar þig í staðinn fyrir klám,. þetta var viðbjóðslegt að lesa. 
Pakkar niður, ferð og lítður ekki um öxl. :Það eru fullt af heilsteiptum karlmönnum þarna úti sem kunna að bera virðingu fyrir konum. 
Þessi gerir það ekki. 

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að leigja ibuð a mitt nafn-hann byr með okkur en íbúðin er a mínu nafni. Það þyrfti að bíða þangað til hann finnur place...(hann hefur sagt það og mútta mín líka reyndar) það er ekki auðvelt að finna íbúð til að leigja.
En eitt sem ég skil ekki afhverju er hann þa svona mikið fyrir að vera með Lillu dóttur minni eg skil það ekki.
Kærleikurinn fer í hana, foreldra hans, systkini hans og vini hans en ég fæ engar tilfinningar fra honum.

Brendan | 6. feb. '16, kl: 00:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Afþví að hann ber engar raunverulegar tilfinningar til þín og það engir virðing borin fyrir þér. 
Sendi þér knús og vona innilega að þú náir að vinna þig úr þessu. Byrjaðu á að koma honum út og farðu svo að byggja þig aftur upp eftir þetta. 
Þú ert Svo ung ennþá og það er skelfilegt til að þess að hugsa að þú festist í svona sambandi það sem eftir er. 

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:38:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk kæra Brendan mikið ertu yndisleg manneskja :)
Þakka þér kærlega fyrir.
Þetta hjálpaði mér rosalega!

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:39:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ein loka spurning:
Afhverju hefur hann aldrei hætt með mér samt?

alboa | 6. feb. '16, kl: 00:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Því getur bara hann svarað. Ástæðurnar egeta verið milljón og ein.

kv. alboa

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:44:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ok vá ruglandi ...

Brendan | 6. feb. '16, kl: 00:42:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ég giska á þægindin, það er þægilegt að vera í öruggu húsnæði með fjölskyldu. Það er þægilegt að komast upp með að nota konuna svona. 
Ekki líta á tímann sem þið hafið verið saman sem eitthvern no factor í að taka þína ákvörðun, því ég veit um plastpokagaura sem hafa legið lengur á konum en þetta.. og komast upp með það. 

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Takk kæra Brendan. Já ég held það líka (þægindin).
Jæja kærar þakkir enn og aftur ég er ykkur svo þakklát fyrir hjálp ykkar.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 6. feb. '16, kl: 01:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kannski finnst honum þetta þægilegt. Hann virðist hafa stjórnina og hann gæti alveg fílað það. Samt bara að giska

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 01:03:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já algjörlega sko... Algjörlega.
Góð ábending takk kærlega.

Tipzy | 6. feb. '16, kl: 01:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Og menn vilja stundum eiga börn með konum eingöngu til að þá er auðveldara að stjórna þeim, ekki afþví þeim langar í barn.

...................................................................

Tipzy | 6. feb. '16, kl: 01:07:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hef sjálf reynsluna af því, minn fyrrverandi var alveg óður að eiga barn með mér en hann hefur nkl aldrei sinnt þessu barni og vill ekkert með það hafa. Ekki einu sinni þegar við vorum enn saman. Það var ekki fyrr en seinna sem ég áttaði mig á þessu en ég eins og þú skyldi aldrei afhverju vildi hann svona mikið eiga barn með mér en hefur svo aldrei haft áhuga á því. Þartil ég áttaði mig á þessu.

...................................................................

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 01:08:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok það er bara creepy en takk kærlega fyrir ábendinguna :)
Takk kærlega fyrir ráðleggingar þínar.

Tipzy | 6. feb. '16, kl: 01:10:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það var lítið og gangi þér vel, þú átt betra skilið þú munt sjá það seinna. Vertu sterk! Sjálf er ég í dag með yndislegum manni sem myndi aldrei í lífinu koma svona fram við mig.

...................................................................

alboa | 6. feb. '16, kl: 00:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ef maður sem ég væri með sýndi dóttur minni meiri âhuga en mér má færi hann út samdægurs (tengist lítið mögulegri misnotkun, segir bara mikið um virðinguna gagnvart mér og hvað hann er að kenna dóttur minni). Skítt með að finna sér annað pláss. Ef hann á svona góða vini geta þeir reddað honum.

kv. albo

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:41:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kærar þakkir Albo. Það er alveg hárrétt en hann lét mig og móður mína heyra "eg bara get það ekki" þegar eg var alveg að gefast upp nuna i desember" eg þarf tíma og þa fer eg (sagði hann).
Eg bara skil ekki afhverju hefur hann aldrei hætt með mer?
Btw eg las einkenni porn addiction og BING það er nokkuð rökrétt sko.

alboa | 6. feb. '16, kl: 00:45:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hann hlýtur að geta reddað sér eins og annað fólk. Ég er kannski bara ógeðslega harðbrjósta en eftir að hafa upplifað að hafa fyrrverandi inni á mér í nokkrar vikur eftir sambandsslit þá aldrei aftur. Það dregst alltaf á langinn, andrúmsloftið verður eitrað og stoppar mann frá því að komast út úr þessu.

Fyrir utan það, á meðan hann er þarna inni er alltaf möguleiki á kynlífi og að lengja ástandið....

kv. alboa

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér þykir leitt að heyra um þína upplifun-þu áttir það ekki skilið en nei engar áhyggjur hann vill ekki sofa hjá mér punktur. Bara vill það ekki- núna er födtudagsnótt og ég hangi ein heima (eins og alltaf)
Og hann er með vinum sínum!

Brendan | 6. feb. '16, kl: 00:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Alveg sammála þessu, finnst að hann ætti að koma sér annað og redda sér sjálfur. Hugsa að ef hann fái leyfi til að bíða eftir að húsnæði komi muni hann ílengjst skuggalega lengi þarna. 
Það er bara mannskemmandi. 
Hann er fullorðinn maður og getur reddað sér. 

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já algjörlega ég er bara frekar of blíð týpa og hann nýtir sér það.

strákamamma | 6. feb. '16, kl: 12:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

settu honum tímamörk....annars þarf hann bara að fara og vera á sófanum hjá mömmu sini

strákamamman;)

piscine | 8. feb. '16, kl: 12:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki þitt mál hvort hann getur fundið sér stað. Hann verður bara að redda því, enda fullorðin manneskja. 

Svala Sjana | 6. feb. '16, kl: 00:47:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skil ég þetta rétt?
Þú veitir honum munnmök og hann fær fullnægingu nokkrum sinnum í mánuði (hve oft?)
En hann veitir þér aldrei munnmök og vill ekki stunda kynlíf með þér nema einu sinni í mánuði?



Kv Svala

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:49:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því miður já...
Kannski æ erfitt að segja kannski 2-í viku á mánuði stundum oftar. Ca. 12 sinnum á mánuði. En já eg fæ ekkert. Hann vill ekki einu sinni make out eða segja fallega hluti við mig.

Svala Sjana | 6. feb. '16, kl: 00:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hvílíkur sjálfselska!


Hvort sem það er porn addiction eða eitthvað annað, þá þarft þú augljóslega að dömpa honum. 


Kv Svala

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

I know...erfitt að horfast í augu við það en það er rétt.
Hann vill mig ekki-bara það sem ég geri og húsið.

Svala Sjana | 6. feb. '16, kl: 01:04:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Knús og kram á þig
Þú átt eftir að verða afskaplega fegin að hafa slúttað þessu þegar þú ert búin að jafna þig á skilnaðinum. 

Kv Svala

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 01:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Takk kærlega fyrir Svala Sjana :)
Ég verð sterk!!
Ég þakka kærlega fyrir mig.

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:10:26 | Svara | Er.is | 0

Og hefur aldrei eftir fyrstu date mánuðina sem eru bestu (fyrstu þrjá) hefur aldrei hrósað mér fyrir útlit- ekki um jólaföt, árshátíðardress eða vinnuboðdress ekkert..
Ég er bara niðurbrotin en þakklát ykkur fyrir að svara -sem segir að besta vinkona mín segir rétt og mamma og pabbi líka og amma mín. Takk kærlega ég er mjög þakklát ykkur öllum sem hafa svarað.

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 00:38:47 | Svara | Er.is | 3

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir góðar og einlægnar ráðleggingar.
Ég verð að segja honum upp.

svartasunna | 6. feb. '16, kl: 10:13:40 | Svara | Er.is | 3

Mèr finnst gott kynlíf alveg jafn mikilvægt og afgangurinn af sambandinu. Stundum koma lægðir en ef eitthvað svona mikilvægt er endalaust lèlegt og aðilar vilja eða geta ekki breytt því þá er það eins og að fara alltaf og velja mygluðu jarðaberin í Bónus. Það meikar engan sens. Það eru nefnilega til mjög góðir og djúsí kassar af jarðaberjum.:)

______________________________________________________________________

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 10:32:06 | Svara | Er.is | 0

Enn og aftur þakka ég kærlega fyrir, ég sé að ég er bara "hrædd" við að vera ein...en það er betra en þetta!
Ég þakka kærlega fyrir mig knús til ykkar kæru skvísur :)

nashville | 6. feb. '16, kl: 13:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Betra er autt rúm en illa skipað! Gangi þér vel og stattu með sjálfri þér. Lífið er allt of stutt til þess að lifa því með svona sjálfselskupúka :)

mugg | 6. feb. '16, kl: 11:07:25 | Svara | Er.is | 3

Hentu honum út strax skiptir bara um skrá í íbúðinni þegar hann er ekki heima

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 11:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get dumpað honum þökk sé ykkur. En ég er að leigja og get ekki skipt um skrá. Svoá hann svo mikið dót.
En ég hata að ég eyddi öllum þessum tíma í hann...!
En hvar er fólk að kynnast í dag almennilegum gaurum!?

Tipzy | 6. feb. '16, kl: 11:26:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Útum allt og oft þar sem maður á síst von á, en ég mæli með því að þú takir þér tíma til að einbeita þér að sjálfri þér og byggja þig upp og átta þig á hvað þú sjálf vilt svo þú fallir ekki aftur í sama farið. Ekki fara strax að leita að nýju gaur til að fylla bólið, maður hefur oft gott af því að vera einstæður í smá tíma sérstaklega eftir svona bull. Ekki vera hugsa um þarfir neins nmea þínar eigin í smá tíma.

...................................................................

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 11:27:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Algjörlega!!
Kærar þakkir :)
Þessu er ég sammála.

musamamma | 6. feb. '16, kl: 12:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú mátt alveg skipta um skrá þó þú sért að leigja. Fyrsta sem maður gerir þegar maður flytur í leiguhúsnæði


musamamma

BlerWitch | 6. feb. '16, kl: 12:57:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Líttu á þetta sem lífsreynslu frekar en að sjá eftir þessum tíma. Og leyfðu þér að hlakka til lífsins án hans! Ömurlegur gaur ef þú spyrð mig.

Catalyst | 7. feb. '16, kl: 11:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skiptir um skrá en geymir gömlu þar.til þú flytur úy og skiptir þá aftur. Margir sem gera þetta þegar þeir flytja í nytt leiguhúsnæði.
Annars með aldurinn... veit um tvö dæmi. Annað parið þá var hún reyndar 27 eða 28 ára með 1 barn þegar þau byrjuðu samana. Eru nú 12 árum síðar gift og eiga tvö börn saman og mjög hamingjusö bara. Annað par kynntist þegar þau voru þrítug og ca 13 árum síðar eiga þau 3 börn saman og eru svo gerð fyrir hvort annað :) svo ekki hafa áhyggjur þó þú sért 29 ára :)

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 15:15:44 | Svara | Er.is | 0

Kærar þakkir stelpur, ég finn styrk og ákveðni og bara "uppgjöf".
Ég get ekki meir.

musamamma | 6. feb. '16, kl: 15:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það getur engin tekið þessa ákvörðun fyrir þig. Hugsaðu 10 ár fram í tímann og hvort þú getur hugsað þér óbreytta stöðu.


musamamma

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 22:52:28 | Svara | Er.is | 15

Kærar þakkir, ég sagði honum upp og hann kom með hótanir.
Eg er hja fjölskyldu minni með stuðning.

T.M.O | 6. feb. '16, kl: 22:58:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

gott hjá þér, þetta verður ekkert auðvelt alveg á næstunni svo treystu á fjölskylduna og haltu í hugrekkið

strákamamma | 7. feb. '16, kl: 12:52:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

vel gert hjá þér :)     Hann sýndi sinn rétta mann þegar hann kom með hótanir í þinn garð.  Þú ert heppinn að eiga góða að

strákamamman;)

musamamma | 7. feb. '16, kl: 14:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Frábært hjá þér. Það erfiðasta er að baki :)


musamamma

fálkaorðan | 8. feb. '16, kl: 12:14:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Áfram þú <3

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

pinkgirl87 | 6. feb. '16, kl: 22:58:40 | Svara | Er.is | 0

Takk elskan :)

sigmabeta | 7. feb. '16, kl: 12:00:55 | Svara | Er.is | 0

Þetta er ekkert kynjaeðlis dæmi. Ég veit ekki um neinn karlmann sem kærir sig ekki um daður og forleik.

pragmatic | 7. feb. '16, kl: 12:56:30 | Svara | Er.is | 2


Ég vona að þú finnur styrkinn eftir allar athugasemdirnar hérna til að taka skrefið og hætta með honum. Mér finnst hann vera að niðurlægja þig og svona höfnun gerir ekkert annað en að brjóta þig niður. Þú getur alveg verið ein þó það virðist erfitt og ég get lofað þér því að það verður mikill sigur fyrir þig að koma þér útúr þessu sambandi og standa á eigin fótum.

pinkgirl87 | 7. feb. '16, kl: 12:57:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já elskan takk, ég hætti með honum í gær og hann hótaði mér lífshótunum! Ég varð hrædd en var að taka hann upp a símann!

nefnilega | 8. feb. '16, kl: 12:04:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Áfram þú!
Gangi þér vel.

pragmatic | 7. feb. '16, kl: 14:48:05 | Svara | Er.is | 0

Flott hjá þér en leiðinlegt að heyra með hótanirnar. Mér fannst hana hegðun í minn garð eins og þú lýsir henni vera ofbeldi.

pinkgirl87 | 8. feb. '16, kl: 12:09:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil ekki fyrirgefðu "hana hegðun" ?
En þakka stuðning ykkar allra!!
Ómetanlegt og er ég þakklát.

GoGoYubari | 8. feb. '16, kl: 12:12:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

áfram þú!!

pinkgirl87 | 8. feb. '16, kl: 12:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk elskan :)

spurningarogpælingar | 23. feb. '16, kl: 01:54:29 | Svara | Er.is | 0

Mikið ertu hugrökk! Hvernig gengur og hvernig er líðan? Hefur hann hótað meira?

Tíbrá Dögun | 23. feb. '16, kl: 10:42:54 | Svara | Er.is | 1

Held þú sért búin að fá nóg af svörum en langaði að skrifa samt,

Ef þetta er öll virðingin hans til þín þá myndi ég forða mér. Hann hefur augljóslega engar sterkar tilfinningar til þín annars myndi hann ekki hegða sér svona. Svona samband er ekki þess virði.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Síða 1 af 47591 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien