hvað soyjamjólk á ég að gefa honum???

æsingur | 18. des. '06, kl: 12:40:26 | 841 | Svara | Er.is | 0

Getið þið mæður sem eigið börn með mjólkuróþol ráðlagt mér hvað þurrsoyjamjólk ég á að kaupa?? ég var að kaupa sma soyjaþurrmjólk ...er að spá í geefa honum hana.. svo hef ég heyrt um NURSOY og NUTRAMIGEN . Hver er munurinn og hvað mælið þið með?????? kær kveðja með von um góð svör dove

 

lifesaver | 18. des. '06, kl: 12:55:55 | Svara | Er.is | 0

http://www.mercola.com/2004/jan/21/soy.htm

Sæl viltu lesa þetta vandlega áður en þú ákveður að gefa barninu þínu Soyja mjólk-duft. Rannsóknir sýna að Estrogen magn hjá börnum sem borða þetta er á við að taka 5 p-pillur,og áhrifin eru líka að koma í ljós með of bráðum kynþroska og allskyns verri kvillum. En við vinnslu á Soyja myndast MSG sem eins og allir vita nú til dags er meinóholt.
Kær kveðja

Marinó2 | 28. okt. '19, kl: 18:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mercola er ekki mjög traustvekjandi miðill og skrifin þar inni mjög villandi og dramatísk. Hinsvegar eru til ranverulegar heimildir og rannsóknir um málefnið. Þar kemur fram að mjög littlar rannsóknir hafa farið fram á málefninu en vissulega hafa þær athuganir sem þó hafa farið fram, vakið spurningar um heilbrygði, aðalega stúlkna, sem fá Soyaformulu eftir fæðingu. Það eru merki um hærra mælalegs magn af Estrogen og möguleikar á að það veiki ónæmiskerfið. Ekki er þó tekið fyrir þessa neyslu vegna ónægra rannsókna og sannana. Börn hafa vissulega verið alin upp á þessu í tugir ára í Evrópu og árhundraða í Asíu við góða heilsu. EN það eru vissulega niðurstöður sem þarft er að rannsaka frekar. Mælt er því áfram með Brjóstamjólk eða kúamjólk í stað soya, fyeie þá sem það geta. Heimild: https://www.sciencedaily.com/releases/2018/03/180312150509.htm Frétt um Bandaríska rannsókn eftir Dr Paul Cook: http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/1998946.stm

Lúsamús | 18. des. '06, kl: 12:59:59 | Svara | Er.is | 0

Rannsóknir sýna að ef börn undir tveggja ára aldri neyta sojamjólkurvara að staðaldri geti það leitt til ófrjósemi. Auk þess er hún erfið í meltingu, sýrumyndandi og slímaukandi. 6 mánaða dóttir mín er með mjólkurofnæmi, ég byrjaði á að drekka soja en hún fór rosalega illa í okkur báðar. Mér varð illt í maganum og mikið loft var í henni. Svo heyrði ég af þessu með ófrjósemina og þá snarhætti ég að drekka/borða sojamjólkurvörur. Nutramigen er allavega ekki unnin úr sojamjólk svo hún á að vera í góðu lagi. Færðu ekki eitthvað bevis frá lækninum upp á að fá Nutramigen ódýrara ef barnið þitt er með mjólkurofnæmi? Mæli með að þú talir líka við þær í Yggdrasil á Skólavörðustíg. Þær geta ráðlagt manni í öllu svonalöguðu. Ég fór að drekka haframjólk í staðinn fyrir alla aðra mjólk. Hún er illskást út á morgunkornið og út í kaffið. :)

Kveðja
Lúsamús

æsingur | 18. des. '06, kl: 13:38:01 | Svara | Er.is | 0

já takk fyrir það...ég hringdi í þær og þær eru með geita og hrísmjólk sem þær mæla með...er að spáí að prófa geitarmjólkina...leyfði honum nefnilega að prófa soyjamjólk og hann ældi henni. takkk takkkk

wtpooh | 18. des. '06, kl: 17:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á einn sem var á soya og hann er með allskonar ofnæmi í dag og svo er litli gaurinn minn með óþol og ég gef honum hrísmjólk og hann er alveg sáttur við hana talaði við barnalæknirinn hans og hann benti mér á það frekar en soya

cocomo | 18. des. '06, kl: 21:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég gef mínum bara vatn og set síðan kalktöflur út í matinn hjá honum. Læknirinn benti mér á það og sagði að hann myndi allavegana gefa sínu barni það ef það væri með mjólkuróþol. Strákurinn hjá mér er 11 mánaða og þetta gengur bara mjög vel.

alheimskrili | 18. des. '06, kl: 23:20:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju karteflur?

Karteflur og bananar eru afar sterkjumiklir ávextir/grænmeti og ekkert ofsalega góð fyrir börn, breytast í sykrur í líkamanum á nó tæm.

Vil benda ykkur á að læknar fá ÖRFÁA tíma í næringarfræði í öllu sínu námi. (5 kl á 6 árum)

♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥

cocomo | 18. des. '06, kl: 23:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að gefa honum kalktöflur þ.e. kalk í töfluformi ekki kartöflur. Einu næringarefnin sem þau virkilega þurfa úr mjólkinni er kalkið.

sól75 | 19. des. '06, kl: 14:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ hæ

Ég fæ nú bara sjokk að lesa þetta :( ég á strák sem er 16 mánaði og var hann að fá soja mjók frá því að hann var 4 mánaða til 14 mánaða. Og mér bara bent á að gefa honum soja af barnalækni fyrst soja þurrmjólk og svo soja mjólk. Ég vissi ekki að þetta hefið eittver áhrif á hann. Og svo fékk hann í marga mánuði soja jógúrt :( jæja það er víst ekkert hægt að gera núna en auðvita hefði ég vilja vita þetta áður :( kveðja Áa

Anoj | 19. des. '06, kl: 15:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég spyr nú bara væri þessi mjólk til í hverri verslun ef hún hefði svona svakalega skaðleg áhrif á börnin okkar ???

Forsetinn | 19. des. '06, kl: 19:31:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilega. Tóbakið var er nú enn selt, áfengið er enn selt, fullt af plastdrasli svo og leikföng sem eru bara nánast tifandi sprengjur því þær innihaldi svo mikið af hormónum og hormóntruflandi efni. Fatnaður á börnin okkar inniheldur líka mikið magn af skaðlegu drasli. Lengi vel var Gerber lausnin við öllu, miklu betra en nokkuð annað, nú er það farið af hillunum.

Hamarinn | 24. des. '06, kl: 02:31:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki mikið um þetta en ég er sjálf með mjólkuróþol og má ekki drekka mjólk og ekki heldur sojamjólk... meira að segja tekið fram í minni greiningu að borða ekki Smjörva því hann inniheldur sojaolíu sem fer líka í magann á fólki með mjólkuróþol.. Alveg furðulegt hvað fólki eru sagðir misjafnir hlutir... Kalktöflur, íslenskt smjör og gleðileg jól :=)

alheimskrili | 19. des. '06, kl: 22:16:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

FRUSSSSS

Sorry ;)


Vil benda á að brokkál og semsamfræ eru gífurlega kalkrík, mun kalkríkari og mun betra kalk en í mjólkinni. Svo auðvitað í söl og þara o.þ.h

♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥

Kate123 | 19. des. '06, kl: 20:29:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en það er hollur sykur...

Forsetinn | 19. des. '06, kl: 22:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

snýst kannski ekki um svokallaðar hollar eða óhollar sykrur, heldur um blóðsykurstöðul okkar.

alheimskrili | 19. des. '06, kl: 22:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og Forsetinn benti á þá snýst þetta ekki um hollan eða óhollan sykur heldur þau áhrif sem hann hefur á blóðsykurinn í okkur.. Manni líður nú ekki beint vel þegar blóðsykurinn rýkur upp.

♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥

Heimspekingur | 20. des. '06, kl: 00:13:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Piff hef nú bara aldrei heyrt þetta en hef samt gengið til ansi margra lækna með dóttur mína, hún greindist með bráðamjólkurofnæmi 3 mánaða, nutramigen þoldi hún ekki svo þá var ekkert annað í stöðunni en að láta hana á soya þurrmjólk. Annars hef ég heyrt það að börn megi alls ekki fá soya mjólk úr fernu eða rísmjólk fyrr en þau eru komin vel yfir eins árs aldurinn.

Dís* | 20. des. '06, kl: 08:17:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er í lagi að fá úr fernu en málið er að sú mjólk er svo til fitusnauð en í þurrmjólkinni er fita. Annars er best að geyma soya (ef það á að gefa soya!) fram yfir eins árs vegna hættu á soya ofnæmi.

lifesaver | 20. des. '06, kl: 18:37:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þyrnirós það er svo frábært að lesa þetta piff þitt, þú sem hefur farið til svo margra lækna, sem því miður fá aðeins 5 tíma í næringarfræði á 6 árum. reynið aðeins að vakna.
Það sem er rosa gott að gefa litlu krílunum er til dæmis eggjarauða úr (brúnu eggin) Avokadó, lýsi bara allt feitt og gott.

Heimspekingur | 20. des. '06, kl: 22:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar voru nú tveir næringafræðingar af þessum læknum sem ég hef farið til, og ég býst nú ekki við að næringfræðingar landspítalans séu með 5 tíma menntun í næringafræði. En fróðlegt að lesa commentið þitt, þú berð nafn með rentu, og veist greinilega alveg hvað þú ert að segja.

lifesaver | 21. des. '06, kl: 10:07:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gott að þú treystir næringarfræðingum svona rosalega vel. Ég myndi nú samt afla mér upplýsinga um Soya. Þessir sömu næringarfræðingar eru líka með Aspartam eins hollt og það er nú ekki satt? Krabbameinsvaldandi formaldehyd og taugahvetjandi efni sem veldur allskyns taugasjúkdómum.
Ég ráðlegg þér að lesa þessa grein hérna um Aspartam og afla þér frekari upplýsinga sjálf.
http://www.mercola.com/article/aspartame/index.htm



http://www.mercola.com/article/aspartame/hidden_dangers.htm

Kær kveðja

Zetabeta | 21. des. '06, kl: 10:41:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Á kannski ekki við hér en verð aðeins að kommentera. Ég fór nefnilega til næringarfræðings þegar ég var ólétt. Ég var nefnilega of þung þegar ég varð ólétt og vildi fá smá ráðleggingar. Pantaði mér bara sjálf. Ég hef nú aldrei heyrt eins mikla þvælu koma út úr einni manneskju. Hún eimmitt ráðlagði mér bara að borða skyrdrykki og annan mjólkurmat með aspartam í. En eins og við vitum þá er það ekki gott og þá sértsaklega á meðgöngu. Eins voru ráðleggingarnar alveg út úr korti. Ég man ekki nákvæmlega en hún ráðl. allavega 5 brauðsneiðar á dag og glás af mjólkurmat. Ég spyr eru næringarfræðingar eða námið sponserað af Mylluni og mjólkursamsölunni. Ég er sjálf með heilbrigðismenntun en mér finnst næringarfræðingar ekki vera að vinna vinnuna sína vel....bara smá pæling.

Lynx | 24. des. '06, kl: 00:11:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega - hefur einhver hérna ekki upplifað sykurtimburmenn eftir tertuveislu?? ;D Jössúss - blóðsykurinn hruninn eftir smátíma og maður alveg eins og gleymið gamanmenni með hausverk og hungurverk.

Kv.

L.

guddag | 21. des. '06, kl: 11:18:03 | Svara | Er.is | 0

Sæl ég er með einn sem að er með það sem kallast mjólkurpróteinóþol og hann er á sérstaki mjólk sem að heitir neocate en þú getur ekki keipt hana nema í apotekum veit ekki hvort að hún sé lifseðilsskild en það er bara ekki fyrir hvern sem er að getað keipt hana dollan af henni 400 mg kostar 7000 þúsund krónur ég er með serstakt kort frá tr til að fá hana niðurgreidda þannig að ég þarf ekkert að borga fyrir hana ég myndi tala við meltingarlækni út af þessu með þitt barn minn var fyrst á NUTRAMIGEN hún dugði lítið til að hjálpa honum ég veit líka að dollan af henni kostar á þriðjaþúsund það er líka hægt að fá hana niðurgreidda ef að þú ert með kort sem að læknir sækir um til tr.

Heimspekingur | 21. des. '06, kl: 12:28:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég bara treysti þeim ágjætlega frekar en einhverjum greinum af netinu sem einhverjir hafa skrifað. Annars þætti mér gaman að vita á hverju þú lifðir farin að hallast á að þú sért svona solla á grænum kosti týpa ???

Heimspekingur | 21. des. '06, kl: 12:53:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En samt á öfugan hátt...

En ég ætla nú ekkert að fara rífast um þetta hérna mér finnst samt bara svo fyndið hvað allir eru hræddir við allt, eru ekki alltaf að koma upp að þessar og hinar matvörur séu óhollar séu krabbameinsvaldandi og fleira, of mikil litarefni í þessu og svo framvegis. En þegar upp er staðið þarftu að éta heilt baðkar á hverjum degi af þessum vörum svo það hafi einhver áhrif á þig.
Svo eru þeir sem éta bara soya og segja að kúamjólkin sé óholl. Þú segir að við þurfum að vakna, vakna til hvers ég meina það er eitthvað óhollt í öllum mat sem veldur einhverju ef þú étur það í tonnatali. Svo mitt mottó er allt er gott í hófi. Enda held ég að dóttir mín skaðist ekki af einhverjum 400 ml sem hún drekkur á sólarhring af soyamjólk.
Svo ég mun halda áfram að gefa henni þetta þangað til þetta verður orðið fréttnæmt og á vörum allra lækna hversu óhollt þetta er.
Og ef maður treystir nú ekki læknunum sínum hverjum á maður að treysta þá, eru ekki þeir sem eiga að sjá um heilsu landans, auðvitað eru nokkir sem eiga kannski ekki að vera í þessari stétt en það á ekki við um alla. Jha hvert myndi maður þá leita ef allir læknar lygu ég bara spyr.

guddag | 21. des. '06, kl: 13:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er nú bara þannig að ég var með minn á vökudeild í meira en mánuð út af þessu vandamáli hann mátti ekki einu sinni vera á sma þar sem að það kom alltaf blóð með hægðum hjá honum hann var settur í stutta ristilspeglun þar kom í ljós að hann var með bólgur í slímhúð við endaþarm hann braut ekki niður kúamjólkurpróteinið hann var það alvarlegt dæmi að hann þurfti að fá blóðgjöf ég var með hann á brjósti en ekki í langan tíma var látin hætta á öllum mjólkurvörum svo mátti ég gefa honum í aðra hverja gjöf svo var ég látin hætta með hann alveg á brjósti þar sem að ég get ekki treist því að það sé ekki neinar mjólkurvörur í því sem að ég læt ofan í mig það má ekki einu sinni vera mjólkursykur í því sem að ég var að borða þessi mjólk sem að hann er að fá er fullunnin eina sem að hann þarf að hafa fyrir er að drekka hana hann þarf ekki einu sinni að melta hana svo er eitt solla á grænum kosti lifir á grænmeti það geri ég ekki mér finnst allur matur góður

lifesaver | 21. des. '06, kl: 14:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er gott að borða smá eitur á hverjum degi allan ársins hring?
Ég spyr bara. Nei það er langt í frá að ég sé einhver gúrú í þessum málum, ég er að vísu heilbrigðismenntuð úr háskólanum og læt nú ekki hvern sem er úr hvaða greinum sem er plata mig með einhverju bulli. Það sem ég er að reyna að gera er að láta ykkur vita hvað er að gerast út í heimi í þessum málum, þið viljið greinilega bara skella skollaeyrum við.

lifesaver | 21. des. '06, kl: 14:11:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo vona ég innilega guddag að dóttir þín skaðist ekki af þessari neyslu Soyja en fóstudóttir dóttir mín dó úr heilaæxli búin að vera á Soyja mjólk fram eftir öllu
Það er ekki útaf engu sem maður er skeptískur á afurð sem er í raun úrgangsafurð þegar það er verið að búa til Tofu. Efnahreinsað og hvaðeina.

svara | 21. des. '06, kl: 14:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með eina 5 mánaða sem er með mjólkuróþol og hef verið að gefa henni soya mjólk hvaða aðra mjólk get ég gefið henni.Hún er líka á brjósti.

lifesaver | 21. des. '06, kl: 16:01:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún ekki að fá nóg með brjóstamjólkinni?

annybaby | 9. mar. '07, kl: 13:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fékk nú fyrir hjartað að lesa þessa umræðu,ég er að gefa mínum soyjaþurrmjólk SMA og ég las nú á dolluna en sá ekki að aspartam sé í því !!
Guttinn minn er 2 mánaða og það var barnalæknir sem mælti með þessari mjólk fyrir hann !!!

Á maður að fara að lögsækja læknana manns fyrir þessar ráðleggingar, getur barnið mitt fengið heilaæxli eins og fósturdóttir lifesaver ??

Samt ef maður hugsar út í þetta, miðað við heilbrigðiseftirlitið á Íslandi !!!
Við erum með liggur við strangasta eftirlit í heiminum, rosa margt lyfseðiskylt hér á landi sem maður getur nú bara keypt í næsta apóteki í Ameríku !!

Það mátti ekki á tímabili flytja inn M&M (bláa) út af efnum í því sem voru skaðleg ,en svo kom nú í ljós að það voru fáir sem gátu borðað heilt baðkar af því svo þeir ákváðu að leifa það inn í landið aftur !!

ef þessi þurrmjólk er svona eitruð hvers vegna í ósköpunum slapp hún í gegnum eftirlitið !!!???

Forsetinn | 21. des. '06, kl: 14:57:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Og ef maður treystir nú ekki læknunum sínum hverjum á maður að treysta þá, eru ekki þeir sem eiga að sjá um heilsu landans,"

Læknar eru mannlegir og geta ekki vitað allt um allt. Heimilislæknirnn þinn veit eflaut voðalega fátt um fæðingar nema hann hafi sérstaklega kynnt sér þær. Þeir eiga ekki að sjá um heilsu landanns, maður á sjálfur að sjá um eigin heilsu! Læknar sjá fyrst og fremst um heilsuleysi fólks.

Þar fyrir utan er enginn að saka lækna um lygar, eins og áður segjir þá geta þeir bara ekki vitað allt.

Heimspekingur | 21. des. '06, kl: 15:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda vorum við ekkert að tala um fæðingar forseti ég var að tala um að ég er búin að leita til nokkra barnalækna, ofnæmislækna og næringarfræðinga út af þessu bráðamjólkuofnæmi hjá mínu barni, og ef ég treysti þeim ekki hverjum á ég þá að treysta.
Étum við ekki öll eitur öndum við ekki öll að okkur eitri þegar við fórum út á götu æi mér finnst bara margt vera svo langsótt." Læknar sjá fyrst og fremst um heilsuleysi fólks" já einmitt enda ekki af ástæðulausu að dóttir mín var lögð inn. Annars er þessi umræða komin út í rugl og ég er hætt að hlusta á þessa vitleysu.

lifesaver | 21. des. '06, kl: 16:05:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Forsetinn var að taka dæmi eins og gert er stundum þegar rætt er saman um hin ýmsu mál til að varpa skýrara ljósi á tiltekið efni.

Heimspekingur | 21. des. '06, kl: 16:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit það en þú bara snérir út úr þvi sem ég sagði ???

BerglindSH | 21. des. '06, kl: 17:41:53 | Svara | Er.is | 0

ja hér!

mér líður eins og ég hljóti að vera voða vond mamma því mitt kríli er á soyamjólk og fær Gerber! (reyndar ekki þetta með viðbætta sykrinum) Hún er með mjólkurofnæmi og við erum búin að prófa geitamjólkina og hrísmjólkina en þær eru ekki að virka.
það er bara eins og eiginlega allt sem er eitthvað skaðlegt á einhvern hátt.
það er heldur örugglega ekki almennt viðurkennt að soya sé skaðlegt, frekar en svo margt annað, amk er hún seld í heilsubúðum.

Svo var það er tvennt sem mig langði að spyrja ykkur að:
- af hverju er betra að nota soya þurrmjólk á fyrsta árinu, frekar en úr fernu, er það útaf fitunni?
- með soya-jógúrtina, hvaða tegund eruð þið að kaupa? Mér finnst það sem ég hef keypt er svo dísætt að ég er ekkert hrifin af að gefa hana barni, samt er ekki talað um nein sætuefni í innihaldslýsingunni.
kv Snús

alheimskrili | 21. des. '06, kl: 19:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmmmm nú bara verð ég að finna þessa ransókn á soya. Þetta er s.s ný rannsókn (bresk) og þessvegna er ekkert undarlegt þó að þetta sé ekki á allra vörum. Læknar eru bara fólk og margir læknar eru löngu staðnaðir og hættir að leita sér nýrra upplýsinga, bara vinna sína vinnu og fara heim. Þetta er bara staðreynd sem ég skil ekki að sé erfitt að trúa. Ég næ ekki upp í þessa sjúklegu læknadýrkun. NEI, ég hef EKKERT á móti læknum, tel meira að segja að þeir séu MJÖG nauðsynlegir, en common, hvernig væri samt að taka ábyrgð á eigin heilsu og hætta að trúa að læknar séu guðir.

Já soya er selt í heilsubúðum en aðalega vegna þess að verslenir verða að svara eftirspurn til að halda lífi.

♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥

alheimskrili | 21. des. '06, kl: 19:28:33 | Svara | Er.is | 0

Og eitt enn, það þarf EKKI að drekka heilt baðkar á dag til að það valdi ófrjósemi. Það var talað um daglega notkun barna undir 2 ára á soya. (s.s 400ml á sólahring er alveg nóg til að valda þessum skaða)

♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥

Heimspekingur | 21. des. '06, kl: 19:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og fyrst þið eruð svona fróðar hvaða mjólk á þá að gefa barni sem er 8 mánaða ????

Forsetinn | 21. des. '06, kl: 20:08:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer allt eftir því hvað barnið þolir.

Lynx | 24. des. '06, kl: 01:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jiiiiiiii það er svo margt sem ég þarf að tjá mig um í þessarri umræðu. Situr ein í besserwissarastuði og á að vera að klára jólagreingerninguna.

Upp á kalk myndi ég blanda t.d. sesamsmjöri (Tahini - fæst í heilsuvöruverslunum og stundum í Nóatúni) í sem flest sem er "blandanlegt" og ég myndi leggja áherslu á að barnið borðaði allan kornmat - sérstaklega hafra - sem MINNST UNNINN (helst beint af stilkinum ef hægt er að tyggja það...) Kaupa t.d. vel gróft brauð, helst súrdeigs lífrænt ræktað frá Brauðhúsinu - fæst oft í Melabúðinni og Yggó (og er hiiimneskt á bragðið) eða sjóða hafragrautinn úr heilum höfrum og mauka hann.

Heilir hafrar eru líka ofsalega góðir fyrir okkur konurnar víst - Solla græna sagði mér það fyrir mörgum árum þegar ég var á námskeiði hjá henni - satt best að segja þá treysti ég henni betur þegar kemur að heilsusamlegri næringu en t.d. heimilislækninum mínum og það er af því ég hef lesið mér endalaust til og veit líka að fyrir 3-4 árum síðan allavegana þá var ekki kenndur EINN EINASTI kúrs í næringarfræði við læknadeild HÍ - hvorki um næringu fullorðinna né barna.

Og þar kemur mitt innslag í umræðuna um læknana (sem ég hef ekkert á móti og á líf mitt að þakka, en....)

Læknirinn minn er yndislegur og frábær læknir, en þegar kemur að t.d. næringarfræði þá hefur hann hvorki sérmenntun né brennandi áhuga á málinu, svo ég gæti NÆSTUM - og ég segi næstum því læknirinn minn er jú samt sprenglærður í hinum ýmsu málefnum mannslíkamans - Jóa Jóns úti á götu og fengið hans skoðun á hvað ég á að gefa barninu mínu að borða. Það er margt og merkileg sem ég ræði við lækninn minn og með þá hluti treysti ég honum, menntun hans, innsæi og dómgreind - en hann er ekki alvitur um allt. Hann sem betur fer er líka einn af þeim læknum sem gera sér alveg grein fyrir því að hann er bara ein manneskja og þótt hann hafi gríðarlega þekkingu þá veit hann ekki allt um allt. Hann t.d. gerir ekki við bílinn minn þegar hann bilar. Þegar við erum VEIK og það amar eitthvað að líkamanum okkar þá er góður læknir rétti aðilinn til að ræða við að mínu mati - og þar sem þeir eru bara manneskjur er oft gott að tala við fleiri en einn til að fá sem mesta þekkingu inn í jöfnuna - þeir geta líka gefið okkur ráð um lífsstíl og annað en það er ekki það sem þeir eru mestu sérfræðingarnir í heldur einmitt í því að laga líkamann ef hann "bilar". Ég hef líka ofsalega mikla trú á því að VIÐ SJÁLF verðum að axla ábyrgð á okkar heilsu og sjálfmennta okkur að því leiti. Lesa okkur til með bæði gagnrýnum huga OG draga okkar eigin ályktanir og tengja saman þær upplýsingar sem við höfum til að geta svo beint þekkingunni, sem við öðlumst í því ferli, inn í lífsmynstur okkar.

Jájá mín farin að predika og komin langt útfyrir efnið. En svo ég snúi mér aftur að því hvað ég gæfi barninu að borða....

Leggja áherslu á kalkríkt grænmeti og leggja mig fram við að venja barnið á það - brokkólí, spínat, kínakál (æðislegt snakk-grænmeti í litlum ræmum), þurrkaðar fíkjur (vinsælar hjá mínum 2 ára) o.fl. Flest grænt grænmeti og blaðgrænmeti er tiltölulega ríkt af auðnýtanlegu kalki (sem nýtist betur en t.d. kalk í mjólkurmat).
Passa vel uppá lýsið ef barnið þolir það - D vítamínið í lýsinu hjálpar líkamanum að nýta kalkið í fæðunni. Nú eða finna upplýsingar um D vítamínríka fæðu aðra en lýsi - ég er viss um að af nógu er að taka ef maður fer á stúfana.

Þegar barnið hefur aldur til og þolir þá er lax á beini og sardínur í dós líka mjög kalkríkar. Einnig hnetur og fræ og þá sérstaklega möndlur - en það bíður betri tíma því þær eru svo ofnæmisvaldandi víst.

Melassi (svart sýróp sem verður til við vinnslu á sykri - þetta er s.s. "næringin" sem er fjarlægð úr hvíta sykrinum sem okkur mæðrum er svo illa við) er kalkríkur og er yndislegt, dísætt síróp - full bragðmikið fyrir smekk sumra sem eru vanir hvítu sykurhættunni - sem getur komið í stað sykurs í flestum tilfellum.

Svo er hægt að fá kalkbætta rís- eða haframjólk. Sumstaðar tíðkast að gefa börnum kalkbættan ávaxtasafa (sérstaklega appelsínusafa - en 8 mánaða er of ungt fyrir það). Svo má kannski tilraunast með að mylja kalktöflur útí drykki og þeyta í blandara. Búa kannski til "smoothies" með rísmjólk, banana (já ég er hrifin af banönum, mér er alveg sama hvað hver segir um þá - ég er forfallinn bananaaðdáandi af ýmsum ástæðum), dökku tahini (úr ristuðum sesamfræjum - smakkast svipað og hnetusmjör - fer roooosalega vel með banönum) og smá skeljakalki (það er víst eitthvað um kalktöflur sem fólk með mjólkuóþol þolir ekki en töflurnar sem eru unnar úr einhverjum skeljum eiga víst að vera OK varðandi það) - bara nota ímyndunaraflið. Afla sér upplýsinga - til þess er nú internetið - og kýla á sköpunargáfuna og tilraunastarfsemina. Ohhh það er svo gaman :) Gúggla "calcium rich vegetable/fruits/foods/hvaðsemer" eða "calcium content table" - heimurinn er stór og alltaf hægt að uppgötva eitthvað nýtt.

Heimurinn er fuuuuuullur af góðri kalkríkri (eða járn-, vítamín-, hvaðsemer-ríkri) fæðu sem hvorki er kúamjólk né soya.

Ég þekki fólk sem ristaði alltaf sesamfræ saman við sjávarsalt og notaði á og í mat í staðin fyrir saltið eitt og sér. Þar bætist þá alltaf við smávegis af góðu kalki. Kannski gott að vita fyrir seinni tíma þegar barnið fer að borða heimilismatinn með saltinu.

Það er alltaf gott að hugsa um það að margt smátt gerir eitt stórt - ég er ofsalega hrifin af því að reyna smátt og smátt að skipta út einni og einni næringarlítilli vöru, sem við notum flest alveg án þess að pæla í því, fyrir næringarmeiri vöru. Við borðum svo ótrúlega mikið af algerlega tómri fæðu nú á dögum að ég fæ stundum algert kast við að hugsa um það. Var einmitt að skoða skápana mína í dag (síðbúin hjá mér jólatiltektin) og fékk veruleikasjokk! Við erum dottin í hrottalegt óhollustusukk á þessu heimili. Það verður sko tekið á þessu, skref fyrir skref, á nýju ári. Hehehe ég verð sko ekki vinsæl hjá manninum mínum með sínar "hefðbundnu" neysluvenjur. Sem eru auðvitað bara það sem allmennt er og ekkert óeðlilegt við það - mun bara taka tíma að aðlaga bragðlaukana og kroppinn að vítamínsjokkinu. Ég var ægilega dugleg við að pæla í fæðunni sem ég býð sjálfri mér og fjölskyldunni upp á fyrir nokkrum árum (hehe var áskrifandi af "Vegetarian Times" í nokkur ár) en upp á síðkastið er ég búin að slá þessu upp í kæruleysi og ég finn alveg hvernig heilsan líður fyrir það.

Ómægod þetta er orðið bloggfærsla en ekki spjallinnlegg. Mín alveg komin upp á kassann að halda ræðu. Svona fer fyrir manni þegar maður vakir of langt frameftir í þrifnaðarskrópi ;D

Kv.

L.

lifesaver | 24. des. '06, kl: 10:51:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var frábær lesning Lynx
En á ekki að gefa magnesíum með kalki? Gefa til dæmis steinefni mulin í grautinn. Þá er örugglega gott jafnvægi á því.
Kær kveðja

Lynx | 24. des. '06, kl: 12:23:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er a.m.k. mælt með magnesíum/kalkblöndu fyrir mjólkandi mæður sem finna fyrir minnkandi framleiðslu á seinni hluta tíðahrings. Annars veit ég ekki alveg af hverju það er - en ég veit að D vítamínið er fyrir kalkið það sem C vítamínið er fyrir járnið :D

Kv.

L.

lifesaver | 21. des. '06, kl: 20:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rosalega er ég ánægð með þig alheimskríli.
Þú orðar þetta svo vel.
Hérna læt ég fylgja með smávegis um Soyja.

http://www.mercola.com/2006/dec/14/soy-milk-is-unhealthy.htm
http://www.mercola.com/2005/feb/26/soy_myths.htm
http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/0967089751/optimalwellnessc
http://www.mercola.com/2006/nov/16

Heimspekingur | 21. des. '06, kl: 20:42:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

geturðu nefnt dæmi ???

Forsetinn | 21. des. '06, kl: 22:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Giska á að þú sért að svara mér en ekki livesafer. Hvað með Nutramigen eða aðra ofnæmismjólk? Ég geri fastlega ráð fyrir þvi að barnið sé ekki á brjósti fyrst við erum að ræða þurrmjólk.

Heimspekingur | 22. des. '06, kl: 08:48:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hætti á brjósti þegar hún var þriggja mánaða út af öllu þessu rugli, búin að prufa nutramigen það fyrsta sem við prufuðum og hún gat ekki drukkið hana svo ekki kemur hún til greina.

Heimspekingur | 23. des. '06, kl: 20:43:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og eftir allt þetta getið þið samt ekki komið með nokkrar tillögur af mjólk til að gefa barninu ???

lifesaver | 23. des. '06, kl: 22:08:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég er ekki að gefa mínum mjólk eftir að hann hætti á brjósti 10 mánaða, er núna akkúrat 12 mánaða og er búin að vera í dálitlum vandræðum út af því, verið að gefa honum skyr með rjóma og lífrænt ræktaða jógúrt frá Bíobú . En hann hefur fengið sitt þorskalýsi og smjörolíu, eggjarauður frá brúnum eggjum og en ekki fengið mjólk að drekka beint, því þegar ég hef verið að prófa stoðmjólk og svona þá virðist hann fá meira hor og fer að hósta, eldri strákarnir eru búnir að vera með Asthma en þá var ég ekki byrjuð á þessu að afla mér svona upplýsinga um næringu skamm skamm.
En núna er ég búin að kaupa í Heilsuhúsinu Berthelsen Mineraler og er það með kalki og Magnesíum og öllu dótinuj, árn, Zink kopar....... því það er varasamt að gefa bara kalktöflur. Þetta myl ég út í grautinn hans á morgnana. Hann hefur mestmegnis drukkið vatn eftir að hann hætti á brjósti.

HarpaL | 23. des. '06, kl: 22:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki mjólk í skyri og rjóma?

lifesaver | 23. des. '06, kl: 22:50:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


alheimskrili | 23. des. '06, kl: 23:59:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jamm, og það rosalega þungmelt mjólk.

♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥

alheimskrili | 24. des. '06, kl: 00:02:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú jú, var bara að vinna ;)


Þú getur reynt geita-þurrmjólk. Hún er mjög lík móðurmjólkinni.

♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥~♥

Lynx | 24. des. '06, kl: 01:56:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu prófað haframjólk?? Hef séð hana í heilsubúðum.

Af hverju er talað um að gefa ekki rísmjólk fyrir yngri en 1 árs? Ef það má gefa rísgraut af hverju ekki aðrar hrísgrjónaafurðir?

Veit ekki alveg með geitamjólkina - mörg börn sem ekki þola kúamjólk þola ekki heldur geitamjólk, sauðamjólk, kaplamjólk o.s.frv. Það eru þó alltaf einhver sem þola hana - hún er víst "fíngerðari" og mildari við systemið en kúamjólkin. Vissuði að kálfarnir sem kúamjólkin er ætluð eru með 4 maga til að melta hana?

Kv.

L.

Hamarinn | 24. des. '06, kl: 02:36:25 | Svara | Er.is | 0

Veit ekki mikið um þetta en ég er sjálf með mjólkuróþol og má ekki drekka mjólk og ekki heldur sojamjólk... meira að segja tekið fram í minni greiningu að borða ekki Smjörva því hann inniheldur sojaolíu sem fer líka í magann á fólki með mjólkuróþol.. Alveg furðulegt hvað fólki eru sagðir misjafnir hlutir... Kalktöflur, íslenskt smjör og gleðileg jól :=)

Heimspekingur | 24. des. '06, kl: 07:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta

Hippopotamus | 9. mar. '07, kl: 09:42:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stelpur núna er ég búin að lesa þessa umræðu og ég sem er með 8 mánaða gamla stelpu sem er að drekka smasoja, og ég er engu nær með það hvað ég á að gefa henni annað!
Er geitamjólk ekki mjólk, má fólk með mjólkur óþol drekka geitamjólk??
Fór í heilhúsið og fékk þar hrísmjólk eftir miklar umræður við einhverja konu þar sem virtist vita hvað hún var að tala og þegar ég kem heim og hef tíma til að skoða fernuna stendur skýrt "do not use as infant formula".

Þurfa börn yfir höfuð að fá mjólk? Er nóg fyrir mig að gefa henni kalk töflur út á mat, en hvað er þá sniðugt að setja í pelann sem hún getur súpað á?
Afþví að hún er búin að vera lasin síðan um jólin þá er hún ekki komin mjög langt í því að borða! er mest bara að borða ávaxta grauta og hrísgrauta blandað saman. Ein grænmetið sem ég kem ofan í hana eru gulrætur. Þar sem hún er ekki farin að borð neitt voðalega mikið þá er hún mikið að drekka yfir daginn!

vonandi er þetta ekki allt voða ruglingslegt hjá mér. Vonandi getið þið svarað mér einhverju
:o)

Kv mom to be

Daisyd | 9. mar. '07, kl: 10:06:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okí dokí, ekki vissi ég þetta með soja mjólkina, Nennti nú ekki að lesa alla umræðuna yfir
en hvað er annað í boði en soja ?

Hemera | 9. mar. '07, kl: 10:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með rúmlega 8 mánaða stelpu sem fær hrísmjólk með matnum sínum og að súpa ef hún er þyrst. En hún borðar líka allan mat sem við borðum og er eiginlega hætt að fá SMA nema einstaka sinnum á nóttunni.
Ef þín er farin að borða vel sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hún drekki þessa mjólk.

annybaby | 9. mar. '07, kl: 13:27:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fékk nú fyrir hjartað að lesa þessa umræðu,ég er að gefa mínum soyjaþurrmjólk SMA og ég las nú á dolluna en sá ekki að aspartam sé í því !!
Guttinn minn er 2 mánaða og það var barnalæknir sem mælti með þessari mjólk fyrir hann !!!

Á maður að fara að lögsækja læknana manns fyrir þessar ráðleggingar, getur barnið mitt fengið heilaæxli eins og fósturdóttir lifesaver ??

Samt ef maður hugsar út í þetta, miðað við heilbrigðiseftirlitið á Íslandi !!!
Við erum með liggur við strangasta eftirlit í heiminum, rosa margt lyfseðiskylt hér á landi sem maður getur nú bara keypt í næsta apóteki í Ameríku !!

Það mátti ekki á tímabili flytja inn M&M (bláa) út af efnum í því sem voru skaðleg ,en svo kom nú í ljós að það voru fáir sem gátu borðað heilt baðkar af því svo þeir ákváðu að leifa það inn í landið aftur !!

ef þessi þurrmjólk er svona eitruð hvers vegna í ósköpunum slapp hún í gegnum eftirlitið !!!???

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Síða 8 af 47596 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien