Hvað þarf að eiga og kaupa fyrir komu barns... :)

gudrun1990 | 13. apr. '11, kl: 15:43:16 | 4103 | Svara | Meðganga | 3

Sælar dömur
Ég er að fara eignast mitt fyrsta barn og maður er pínu glær í öllu því sem þarf að eiga og kaupa fyrir komu barnsins.
Því spyr ég, getur maður séð einhverstaðar á netinu lista eða eitthvað svoleiðis hvað maður þarf að eiga áður en það kemur þeas t.d taubleygjur og brjóstapúða fyrir mig og þess háttar, þetta smáa dót. Og hvað það er sem maður þarf að hafa með sér upp á fæðingardeild.
Væri vel þegið ef að þið gætuð hjálpað mér að komast í botn í þessu, veit eiginlega ekekrt hvað ég þarf að eiga og vera búin að kaupa :P
Takktakk...

 

sólarströnd | 13. apr. '11, kl: 15:56:27 | Svara | Meðganga | 1

skal senda þér lista yfir hluti sem hafa verið settir hérna inn yfir árin :) á held ég 2 lista eða eitthvað, spurði að því nákvæmlega sama seinasta sumar ;)

14v

lsv | 13. apr. '11, kl: 15:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Þú mátt senda mér líka, takk :)

sólarströnd | 13. apr. '11, kl: 16:00:27 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

get samt ekki fullyrt að þetta sé eitthvað POTTÞÉTT, bara hugmyndir og svona ;) haha ;D þið bara skoðið þetta og það er pottþétt eitthvað sem meikar eeekkert sens ;) en skal senda ykkur báðum þetta :D

14v

Babyblack | 13. apr. '11, kl: 16:10:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Væri alveg til í líka ;)

sólarströnd | 13. apr. '11, kl: 16:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

setjið email hérna bara :) skal senda ykkur.

14v

ilmbjörk | 13. apr. '11, kl: 17:53:48 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

er ekki bara fínt að smella listanum hér inn :) Þá þarftu ekki að vera að senda öllum..

sólarströnd | 14. apr. '11, kl: 08:44:30 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ætlaði nú ekkert að senda öllum :) bauðst til að senda þessari einni. :) og vil ekki setja þá hérna inn á því það er svo típískt að einhverjar fara að drulla yfir eitthvað sem stendur á listanum, eitthvað sem ég bjó ekki til :) hehe

14v

bjorghj | 13. apr. '11, kl: 16:22:47 | Svara | Meðganga | 0

þu mátt endilega senda mér líka :)

bnr1 | 13. apr. '11, kl: 16:40:40 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Viltu senda mér líka ??

-------------------------------------------------

Barn nr 1, mætti á svæðið á 37v+5d :) Þann 8 des 2011 :)
Barn nr 2 mætti á svæðið á 38v+6d :) þann 18 okt 2013 :)

EyRnAsLaPi | 13. apr. '11, kl: 17:51:28 | Svara | Meðganga | 0

Þú mátt senda mér líka :) helgakr@internet.is

~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~-~

~Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar~

rbp88 | 13. apr. '11, kl: 18:43:34 | Svara | Meðganga | 3

ég fann þessa einhverstaðar á netinu :)
æjj þið fjarlægið krossana bara hehe ég nenni ekki að taka þá alla í burtu :)

~Á skiptiborðið~
(x) Ungbarnableiur (newborn fást í Bónus, huggies góðar)
(x) Taubleiur (30+ fást góðar í Babysam)
(x) Rassasvampa, blautþurrkur eða grisjur
(x) Eyrnapinna (svona sérstaka barnapinna)
(x) Naflapúður (þarf ekki endilega en fæst í apóteki)
(x) Sótthreinsandi laus fyrir naflann (kaupa í apóteki)
(x) Bossakrem (AD gold rosalega gott & eða welweda zink krem)
(x) Skiptiborð og dýnu (skiptikommóðu)
(x) Gott að kaupa bleijuruslatunnu eða góða ruslatunnu með loki og kaupa fílupoka í bónus


~Í baðið~
(x) Bala
(x) Baðhitamælir
(x) Handklæði (allavega 2-3, gott að eiga með áfastri húfu, góð í Babysam)
(x) Barnaolíu

~Fyrir svefnin~
(x) Vöggu
(x) Stuðkantur
(x) Rúm
( ) Órói til að festa á rúmið
(x) Sæng + kodda (koddan þarf ekki að nota strax)
(x) Sængur + koddaver (gott að eiga allavega 2-3 sett)
(x) Teygjulök (allavega eiga 2-3 fást t.d. í rúmfatalagernum)
( ) Pissulak (Babysam og rúmfó)
(x) Barnapíugræjur (angel care algjör snilld, fæst t.d. í Hagkaup)
(x) Vagn
(x) Kerrupoki


~Fyrir Brjóstagjöf~
( ) Brjóstapumpu
(x) Brjóstgjafapúða
( ) Brjóstakrem (Lansinoh frábært á sára vörtur. 1500 kr í Lyfju. Minnir það sé ódýrast þar) (Gott að kaupa áður en maður fer á fæðingardeildina því oftast er manni mest illt þá).
(x) Brjóstainnlegg (ódýrust í Bónus. Líka til fjölnota í Þumalínu. Ullar- halda hita og hægt að þvo, frá Lansinoh eru góðir, festast inn í haldarann )
( ) Gjafabrjóstahaldara (góðir og ódýrir í hagkaup, þarft að biðja um þá)
( ) Gjafabolir (móðurást og hagkaup)


~Föt sem þarf að eiga~
(x) Samfellur (7-10 eiga einhverjar í 56 og gott að eiga líka í 62, ódýrastar í rúmfó)
(x) Langerma samfellur
(x) Sokkabuxur (4-5 góðar til í hagkaup)
(x) Víðar buxur með áföstum sokkum (betra að nota þær, sokkabuxur geta verið of þröngar)
(x) Peysur (4-5)
(x) Buxur
(x) Bolir
(x) Náttgallar, bestir með áföstum sokkum
(x) Sokkar (ódýrir í rúmfó)
(x) Útiföt/galla
(x) Húfur (allavega 2 góðar svo gott að eiga allavega 2 þunnar)
(x) Vettlinga







~Annað fyrir barnið~
(x) Leikteppi
(x) Ömmustóll (taustóll)
(x) Slefsmekkir (notar þá samt ekki mikið fyrstu vikurnar)
( ) Skiptitaska (ódýrar í rúmfó)
(x) Nefsugu – Hitamælir (eyrnamælir?) - Naglaklippur (fæst allt saman í einni tösku í Babysam)
(x) Bílstóll
(x) Svefnpoki í barnabílstól (gott ef þú átt að eiga um vetur)
(x) Skyggni til að setja á bílrúður
(x) Gott þvottaefni og mýkingarefni (þarf ekki, ef þú vilt nota þannig þá er best að nota frá Neautral)
( ) Dót til að hengja á bílstól
(x) Gott og hlýtt teppi (gott að eiga 2-3)
(x) Snuð fyrir nýbura + snuðkeðju sem festist í föt barnsins (ef þú ætlar að nota svoleiðis)
(x) Peli (ef þú ætlar að nota þannig, Avent eru mjög góðir, hannaðir til að líkja eftir brjóstagjöf) hægt að sjóða þá, líka hægt að kaupa suðugræjur í Babysam
( ) Öll börn fá skán á hausin og því got að kaupa Bómolíu sem set er á hausin og greidd varlega yfir með lúsakambi þá næst öll skánin
(x) Kommóðu fyrir föt (skiptikommóða)
(x) Matarstóll


~Annað fyrir mömmuna~
( ) Stór dömubindi (eiga nóg af þeim)


~Heimferðataska / taka með uppá spítala~
( ) Matur og drykkur (gott að hafa mér ser safa í fernu og eitthvað til að narta í t.d. samloku)
( ) Nuddolíu
( ) Tímarit, krossgátublöð, bók
( ) Tannbursti + tannkrem
( ) Góða og þægilega tónlist (er geislaspilari í sumum fæðingarstofum)
( ) Þvottapoka
( ) Svitaeyðir
( ) Shampoo + næringu
( ) Snyrtivörur (andlitshreinsir, andlitskrem, body lotion, handklæði, jafnvel smá málingardót til að fríska aðeins upp á sig)
( ) Teygjur
( ) Varasalva
( ) Gjafabrjósthaldara
( ) Brjóstainnlegg
( ) Brjóstakrem
( ) Brjóstargjafapúðann
( ) Síma + hleðslutæki
( ) Þægileg föt (góða boli, hlýraboli, náttbuxur eða aðrar þægilegar)
( ) Innskó
( ) Náttslopp
( ) Sokka + nærbuxur
( ) Myndavél+ hleðslubatterí
( ) Videocameru + hleðslutæki
( ) Heimferðarföt fyrir þig (ekkert of þröngt)
( ) Heimferðaföt & föt fyrir barnið fyrir krílið (Samfella með áföstum sokkum, föt, húfu, galla, vettlinga, samfellur.)
( ) Gott og hlýtt teppi fyrir krílið



og svo þetta


Fyrsta tímabil (mánuðir 1-3)
Innilega til hamingju, þú ert ófrísk!. Pantaðu fyrsta tíman í mæðraskoðun og bókaðu tíma í sónar

•Folic sýrur eru góðar fyrir bæði þig og barnið þitt. Borðið grænmeti, sérstaklega grænt og taktu vítamín allavega fyrstu 12 vikurnar.
•Til að koma í veg fyrir eða draga úr morgunógleði, drekktu mikið af vökva og hafðu snakk eins og rískökur við hendina.
•Vertu viss um að fá nóg af ZZZZZ´s og mundu eftir því að stunda líkamsræktina, en í hófi samt.
•Byrjaðu að lesa og fræða sjálfa þig um meðgönguna og hvað í vændum er. Fjárfestu í bók um meðgöngu.

Annað tímabil (mánuðir 4-6)
•Segðu vinum og kunningjum þessar frábæru fréttir. Leyfðu þeim að taka þátt í gleðinni með þér.
•Farðu að versla fatnað sem þér líður vel í á meðgöngunni og við mælum með að þú lítir við í Thymematernity. Keyptu einnig mjúka og þægilega skó
•Mundu eftir að fara alltaf í mæðraskoðunina á 4 vikna fresta
•19 vikna sónarinn er mikilvægur og mun sýna þér vöxt barnsins.
•Skráðu þig í meðgöngufræðslu og leyfðu maka þínum að taka þátt í kraftaverkinu.
•Farðu að skipuleggja fæðingarorlof þitt og makans. Látið vinnuveitenda ykkar vita hvenær þið reiknið með að fara í fæðingarorlof og hvenær þið ætlið að koma aftur til vinnu
•Haldið uppi háu blóðmagni með því að borða járnríkan mat eins og rautt kjöt, morgunkorn og dökkgrænt grænmeti.
•Skrifaðu fæðingarplan sem inniheldur hugmyndir og óskir um hvað þú vilt láta gera meðan á hríðum stendur.
•Taktu ákvörðun um það hvort þú vilt vita kyn barnsins fyrir fæðingu. Þriðja tímabil (7-9 mánuðir)

•Þetta er að styttast. Nu fer að líða styttri tími milli heimsókna í mæðraskoðun.
•Farðu að versla barnaföt og gera ráðstafanir varðandi vöggu/rúm, burðarstól, og baðborð fyrir barnið
•Fjárfestu í vagni/kerru og keyptu bílstól.
•Búðu til lista með nöfnum og símanúmerum þeirra sem þú vilt hafa samband við þegar hríðir byrja og eftir fæðingu.
•Keyptu gjafabrjóstahaldara, og gjafaboli hjá Thymematernity.
•Láttu “leka út” til ættingja og vina hvað þig vantar fyrir barnið.
•Styttið listan yfir hugsanleg nöfn fyrir barnið, niður í þrjú nöfn
•Fáið að skoða fæðingarganginn á spítalanum. Fáið að sjá herbergin. Ertu búin að skipuleggja leiðina þangað. Taktu tíman hvað þið eruð lengi að keyra.
•Pakkaðu niður í fæðingar- og sjúkrahústöskuna (sjá meðfylgjandi lista) svo það sé allt klárt til að taka með sér.
•Ef þetta er ekki þitt fyrsta barn, vertu þá búin að ganga frá pössun fyrir hin börnin þegar að hríðunum kemur.

Fæðingartaska

•Þægilegur náttkjóll eða stór bolur til að fæða í.
•Fæðingarplanið
•Sokka
•Nudd krem eða nuddolía
•Varasalvi
•Hárband
•Spegill (ef þú vilt sjá barnið fæðast)
•Klukka með sekúnduvísi
•Bækur, blöð, geislaspilara og geisladiska
•Myndavél (video eða venjuleg) Einnig aukafilmu og batterí
•Listan með símanúmerum þeirra sem á að hringja í. GSM síminn kemur að góðum notum
•Snakk og drykki fyrir makann.

Sjúkrahústaskan

•Gjafanáttföt
•Slopp
•Inniskó og sokka
•3-4 pör af nærfötum
•Dömubindi
•Gjafabrjóstahaldara og gjafatoppa
•Brjóstapúða
•Fatnað til að fara í heim
•Tannbursta, tannkrem,sjampó, hárbursta, svitakrem, snyrtivörur
•Hitabrúsa
•Handklæði
•Bækur og tímarit
•Bleyjutösku, Pampers bleyjur og pampers klúta
•Föt á barnið, húfa, sokkar
•Teppi fyrir barnið
•Barnabílstólinn.

Listi með símanúmerum •Fæðingarlæknirinn
•Simi hjá maka
•Sjúkrahúsið
•Ljósmóðirin
•Foreldrar
•Tengdaforeldrar
•Ættingjar
•Vinir
•Nágrannar

171819 | 13. apr. '11, kl: 18:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk fyrir þennan lista, algjör snilld! :)

Bukollan | 13. apr. '11, kl: 20:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

halda uppi háu blóðmagni borða rautt kjöt? er það ekki talið verið BIG NO NO ??

happytreefriend | 13. apr. '11, kl: 21:29:55 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Held að það sé verið að meina kjöt sem er rautt, en ekki hvítt, það er nauta, lamba eða álíka, ekki svín eða kjúkling. Það er algjört NO NO að borða hrátt kjöt hvort sem er hvítt eða rautt

Happy Treefriend

171819 | 13. apr. '11, kl: 18:53:33 | Svara | Meðganga | 0

Snilldar listi, takk fyrir þetta! Er sko búin að merkja þessa umræðu og ætla að prenta út í skólanum!

rbp88 | 13. apr. '11, kl: 21:31:19 | Svara | Meðganga | 0

það er að sjálfsögðu verið að tala um nauta og lambakjöt og þessháttar.. hehe ég spaði lika mikið i þetta þegar að eg las þetta bara uuuu? nei eg er ekki að fara að borða rautt kjöt hvað er malið.. svo spurði eg um þetta og þá fekk ég það svar að það væri verið að tala um nautakjöt og lambakjöt og svoleiðis:)

Karrý12 | 21. des. '15, kl: 14:25:12 | Svara | Meðganga | 0

Æðislegir listar

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
einkenni óléttu... Talkthewalk 24.3.2016 26.3.2016 | 13:01
Hvenær fenguð þið jákvætt? rachel berry 15.2.2016 26.3.2016 | 13:00
Allt um meðgöngu- Listar! melonaa1234 25.3.2016 25.3.2016 | 22:11
Blæðing eftir samfarir! villimey123 25.3.2016 25.3.2016 | 14:20
Heilsugæslan Lágmúla - reynsla? th123 26.1.2016 24.3.2016 | 22:49
Èg er að fara á taugum! DeathMaiden 18.3.2016 19.3.2016 | 21:34
Anti - D mótefnamyndun - veit einhver? snæfríður80 19.3.2016 19.3.2016 | 21:31
Ágústbumbur 2016 er komið a facebook stelpuskjáta95 3.1.2016 18.3.2016 | 18:03
Draumabörn Salkiber 13.3.2016 17.3.2016 | 16:31
Streppokokkar i leggöngum erla74 14.3.2016 16.3.2016 | 18:03
September bumbur? Leynóbumba 5.1.2016 12.3.2016 | 10:14
Hjalp. rappi 11.3.2016
Hreiðurblæðingar MotherOffTwo 2.3.2016 11.3.2016 | 21:21
Ljósmóðir í Spönginni valdisg 12.1.2016 10.3.2016 | 21:38
Túrverkur eða þannig... veit einhver? Corporate 7.3.2016 9.3.2016 | 22:08
Júní 2016 bumbur? :) blomina 2.10.2015 9.3.2016 | 18:59
svimi Curly27 18.2.2016 8.3.2016 | 22:15
Ófrjósemisaðgerð karla....líkur á þungun ? Bleika slaufan 7.3.2016 8.3.2016 | 07:42
Hvađ má og hvađ ekki á fyrstu vikum međgöngu? Curly27 2.3.2016 6.3.2016 | 16:10
Ágústbumbur 2016 - Facebook hópur Blissful 4.3.2016
Sekkur og nestispoki veux 2.3.2016 4.3.2016 | 16:14
Áhættumæðravernd í árbæ? Curly27 28.1.2016 2.3.2016 | 11:29
Júlíbumbur 2016 LísaIUndralandi 22.11.2015 2.3.2016 | 09:19
Ráð við bakflæði?? Curly27 5.2.2016 29.2.2016 | 23:01
Endromesia verkir a meðgöngu villimey123 26.2.2016 28.2.2016 | 22:24
meðgöngusund Salkiber 24.2.2016 28.2.2016 | 16:53
Tvíburahópur? bianca 14.9.2015 24.2.2016 | 22:09
Veikindaleyfi - greiðslur efima 23.2.2016 24.2.2016 | 12:01
Er ny her en vantar sma uppl. :) villimey123 24.2.2016 24.2.2016 | 10:33
Planaður keisari NATARAK 17.2.2016 23.2.2016 | 19:43
maí bumbuhópur 2016 hákonía 29.9.2015 21.2.2016 | 07:33
Bumbuhópur júní 2016 Relianess 10.1.2016 20.2.2016 | 17:49
júní bumbur adele92 3.10.2015 20.2.2016 | 16:43
Könnun Mistress Barbara 20.2.2016
Staðfest egglos - engin rósa - neikvætt próf sevenup77 12.2.2016 15.2.2016 | 20:21
Angel care tæki Desemberkríli2015 14.2.2016
Stofna maí 2016 bumbuhóp fyrir +30 ára? Skatla 20.10.2015 14.2.2016 | 13:03
Júníbumbur 2016 35+ rovinj 5.1.2016 13.2.2016 | 22:47
Framhöfuðstaða - endurtekin? Rapido 17.1.2016 13.2.2016 | 20:42
Hvenær hættuð þið/ætlið að hætta að vinna? efima 12.1.2016 12.2.2016 | 19:32
ógilt þungunarpróf? kimo9 5.1.2016 8.2.2016 | 13:38
gjafir fyrir nýbakaðar mæður uvetta 3.2.2016 7.2.2016 | 22:03
Ágúst bumbur 2016?? list90 15.12.2015 5.2.2016 | 18:31
Ofvirkur skjaldkirtill og meðganga Ofelia 4.1.2016 4.2.2016 | 11:24
Júlíbumbur 2016 Facebook hópur !! sdb90 8.1.2016 3.2.2016 | 12:37
Legvatn að leka en samt ekki bumbubaun nr 2 24.1.2016 28.1.2016 | 21:58
Tvíburamömmur 2016 valdisg 14.1.2016 28.1.2016 | 20:33
Snemmsónar - Lækning anitaosk123 4.1.2016 28.1.2016 | 11:17
Loksins jákvætt ;) Rosy 23.1.2016 27.1.2016 | 17:49
Mæðravernd 1hyrningur 26.1.2016 27.1.2016 | 11:20
Síða 10 af 8117 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie