Hvaða afstöðu tækir þú?

vigfusd | 1. okt. '18, kl: 16:13:38 | 1447 | Svara | Er.is | 1

Fólk getur sagt hvað sem er og meinar það ekki en ég fór að pæla í útfrá máli sem er í brennidepli í dag. Málið snýr að íslenskum tónlistarmanni sem er sakaður um að hafa nauðgað erlendri konu. Kona þessa manns er mikill feministi og hefur sagt að hún trúi röddum kvenna sem hafa verið misnotaðar eða hafa verið nauðgað. Haldi þið að hún trúi konunni 100% og sé flutt út? Ég lít á mig sem feminista og persónulega trúi ég öllum þeim sögum sem kvennmenn koma með sem tengjast nauðgunum EN EF kallinn minn yrði ásakaður myndi ég verja hann með kjafti og klóm. Hvað með ykkur? Og annað.. Ef þessi kona hans er ennþá með honum og trúir hans hlið er hún þá ekki hræsnari ?

 

TheMadOne | 1. okt. '18, kl: 19:14:30 | Svara | Er.is | 11

Ég myndi bara alls ekki vilja setja mig í spor þessarar konu og fáránlegt að vera eitthvað að spá í það hvernig henni líður. Ég get bara ímyndað mér að hún sé sirkabát í helvíti núna og það taki hana langan tíma að vita hvað henni finnst. Það er eitt að ráðast á gerendur eða meinta gerendur, það er algjör óþarfi og bara kvikindisskapur hjá fólki sem hefur fullan vilja til að særa og meiða að fara að blanda fjölskyldu og vinum inn í svona mál.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Kaffinörd | 1. okt. '18, kl: 19:42:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála og svo vil ég bæta við "aðgát skal höfð í nærveru sálar"

vigfusd | 1. okt. '18, kl: 21:27:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig grunaði sterklega að ég myndi fá svona comment. Var á báðum áttum að setja þetta inn því þetta er eldfimt og leiðinlegt mál en þar sem fólk setur sínar skoðanir á allt hérna á netinu þá ákvað ég að láta vaða. Innleggið mitt er mun mun vægara heldur en margur maðurinn commentar á þannig að ég sé svosem ekkert að því. Það er líka gaman að sjá hvaða mál fara í hvaða átt. Nú hefur margt leiðinlegt í okkar þjóðfélagi gerst og þegar fréttir eru fluttar af ljótum málum þá hika commentarar ekki við að krossfesta einstaklinga og jafnvel fjölskyldur þeirra en það má ekki í sumum málum. En ég veit mæta vel hvar ég stend í svona málum og það var ekki ætlunin að vera með skítkast, finn virkilega til með þeim öllum en þar sem konan hans er "fræg" á ákveðinni hillu þá langaði mig að varpa þessu fram og spyrja hvort það væri ekki skrítið að trúa öllum þeim röddum um kynferðisbrot en trúa jafnvel ekki þessari. Þetta er auðvitað ritað án þess að ég viti nokkuð um það eins og margoft er gert á opnum spjallsvæðum og commentakerfum.

TheMadOne | 1. okt. '18, kl: 21:38:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


þú veist vel að það er særandi fyrir aðstandendur að vera settir í skotlínuna þegar svona mál koma upp. Annað hvort tekur þú þátt í því eða ekki. Þú ert ábyrg/ur fyrir því sem þú segir, ef þú ætlar að fela þig á bak við að aðrir séu ógeðslegri þá ert þú bara að staðfesta að þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að gera. Komdu með þessa pælingu sem hypothetical spurningu þegar það eru ekki einstaklingar, sem fleiri en þú eruð að ofsækja, eru að drukkna í sínum eigin hrynjandi heimi eru dregnir inn í þínar prívat pælingar.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 1. okt. '18, kl: 21:52:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha það er ekki eins og ég sé að krossfesta neinn. Ég er bara að pæla hvort það væri hræsni að segja eitt en meina annað :) Ég skal allavega umorða vangavelltu mína. Ef Sigmundur Davíð segir öllum íslendingum að krónan okkar sé rosalega góður gjaldmiðill og við ættum öll að halda í krónuna og trúa á hana en það sem fólk veit ekki en kemst að seinna er að hann og konan hans eiga sand af seðlum í banka erlendis og þá í erlendum gjaldeyri... Er það ekki hræsni?

TheMadOne | 1. okt. '18, kl: 21:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú ert að tengja þetta við ákveðna manneskju og ákveðinn atburð. Þessi manneskja er þarna úti, hún er að upplifa líklega eitt það erfiðasta sem hún hefur upplifað fram að þessu og þú vilt ræða hvort þín skálduðu viðbrögð hennar séu hræsni eða ekki. Að bera þetta saman við peningafléttu fyrrverandi forsætisráðherra og konu hans sem var partur af fléttunni þá hlýtur þú að telja að konan í þessu tilfelli hafi tekið þátt í meintri nauðgun.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 1. okt. '18, kl: 22:06:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skálduð og ekki skálduð. Þú ættir að vita manna best að fólk hefur skoðannir og finnst gaman að pæla í hlutum, gsgnrýna og jafnvel jappla á þeim. Þessi kona er ekki bara einhver kona... Ef þetta væri bara jóna jóns þá dytti mér ekki í hug að pæla í þessu. En þessi kona er þekkt innan ákveðins geira og hefur sér baráttumál. Inn í þeirri katagoríu hefur hún sagt að hún standi með öllum konum sem koma fram og segja sínar sorgarsögur af nauðgun eða ofbeldi og allavega á minum vinnustað þar sem venjulegt og gott fólk starfar spratt upp umræða hvort þessi kona myndi trúa erlendu konunni og vera samkvæm sjalfri sér eða styðja manninn sinn og þ.a.l væru orð hennar innatóm. Það er ekkert bara ég sem er að jappla á þessu. Íslendingar eru heimsmeistarar miðað við höfðatölu að jappla á svona hlutum og mér finnst ég bara ekkert vera að krossfesta neinn yfir þeim pælingum hvort orð manna séu innantóm

TheMadOne | 1. okt. '18, kl: 22:14:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú heldur áfram að nota gjörðir annarra til að réttlæta þínar eigin. Þú veist ekkert hvað er í gangi hjá þessari konu, það skiptir engu máli að þú veist hver hún er. Þú ert harður/hörð á því að vera partur af vandamálinu. Mér sýnist ekki margir vera tilbúnir að taka þátt í þessum ömurlega skáldskap hjá þér, ég er allaveganna hætt að reyna að benda þér á hversu ógeðsleg þessi hegðun er.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 2. okt. '18, kl: 08:46:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við verðum þá sammála um að vera ósammála :)

vigfusd | 27. okt. '18, kl: 19:24:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég giskaði rangt. Ég giskaði á að hún segði að þetta væri persónulegt gagnvart sér og þess vegna myndi hún ekki trúa henni en ástæðan er að þetta var svo keimlíkt hennar nauðgun og þess vegna trúir hún henni ekki. Hvað finnst þér um þetta ?

Hauksen | 27. okt. '18, kl: 19:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki einu orði minnst a þetta i DV. Áhugavert.

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

TheMadOne | 27. okt. '18, kl: 23:40:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig ekki. Persónulegt gagnvart sér? Mér finnst þú búa til alveg nýja útgáfu af því sem hún sagði og ég nenni ekki rökvillum þar sem fólk snýr útúr því sem fólk segir til að geta svarað einhverju gáfulegu... þ.e. svarað vitleysunni í sjálfu sér.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 28. okt. '18, kl: 09:15:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað finnst þér um hennar svör? Það var bókað mál að hún myndi ekki trúa þessu en persónulega hefði ég valið önnur rök. Mörg kynferðusbrot og margar nauðgannir eru keimlíkar.

TheMadOne | 28. okt. '18, kl: 13:29:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væntanlega svarar hún því sem hún hugsar og hún og maðurinn hennar vita hversu líkt þetta er, ekki þú og ég. Það er frekar súrrealískt að hann segi frá nauðgun sem vinkona hans verður fyrir og fremji svo nákvæmlega eins nauðgun á þeim sem hann sagði söguna.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 29. okt. '18, kl: 00:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ein mesta hræsni sem ég hef orðið vitni af. Kemur samt ekki á óvart. Það er mun meiri líkur að hún styðji manninn sinn heldur en að trúa einhverju ljótu uppá hann en svakalega mikið á kostnað þess sem hún berst fyrir.

TheMadOne | 29. okt. '18, kl: 03:04:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það vantar ekki dramað frekar en fyrri daginn

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 29. okt. '18, kl: 09:30:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Smá athugaemd við höfum aðeins hennar orð yfirr því að hann hafi sagt konunni þessari frá þessari nauðgun.
Þetta er eitt af þeim málum þar sem ómögulegt að vita hvor aðilinn segir satt maðurinn eða konan.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 29. okt. '18, kl: 17:37:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er hennar frásögn, ég ætla ekki að þykjast vita eitt eða neitt um þetta og reikna ekki með að ég muni nokkurn tíma vita hvað gerðist

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

polyester | 8. okt. '18, kl: 03:02:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú veist alveg hvurslags hræsnarar þær eru og þjóðin veit það þetta er örlítill öfgahópur sem hefur stundað sálarmorð á netinu á mönnum sem þær telja seka og hvort sem þeir eru sekir eða ekki en þegar kemur að einhverjum sem þær þekkja þá á að sína virðingu og þegja um málið 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

askjaingva | 1. okt. '18, kl: 22:59:13 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst allt í lagi að ræða þetta tiltekna mál en ekki út frá konunni hans og hennar viðbrögðum. Þetta er mjög ósmekklegt innlegg því að engin okkar myndi vilja vera í þessum sporum og staðreyndin er sú að þú hefur ekki grænan grun um hvað þú myndir gera í einhverjum ímynduðum aðstæðum, enginn veit slíkt fyrirfram.

vigfusd | 2. okt. '18, kl: 08:51:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er þitt viðhorf sem ég virði. Persónulega er ég ekki sammála. Stundum má draga aðra aðila inní málin er greinilega ekki í þessu máli en það kemur svosem ekki á óvart. Ég veit samt víst hvað ég myndi gera og er búin að segja það. Ef opinber orð mín væru að ég myndi trúa öllum þeim röddum sem stíga fram og tjá sig um misnotkun þá myndi ég samt trúa og standa með manninum mínum og alveg sama þó orð mín séu dæmd innantóm

askjaingva | 2. okt. '18, kl: 14:00:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig færðu það út að það sé í lagi að draga ættingja kynferðisglæpamanna inn í málin, er þetta þeim að kenna. Það er alltaf bara einn sökudólgur og það er gerandinn.

vigfusd | 2. okt. '18, kl: 15:44:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segðu commentakerfi dv það....

Venja | 5. okt. '18, kl: 21:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Í hvaða málum finnst þér í lagi að draga aðstandendur inn í málin?

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 23:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar aðstandendur eru þekktir/frægir eða hafa gert eitthvað sem margir kannast við. Og einnig ef aðstandandinn berst fyrir ákveðnu málefni en fer síðan hliðargötu þegar hún svo lendir í því sem hún berst fyrir. Get nefnt t.d dæmi, Hildur Lilliendal og tjaldhæladótscommentin hennar og allt það mál

neutralist | 8. okt. '18, kl: 18:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á þekkt fólk eitthvað minni rétt á einkalífi og friðhelgi fjölskyldulífs en annað fólk? Hefur það ekki sömu tilfinningar og aðrir? Einu tilvikin þar sem er í lagi að draga maka eða ættingja kynferðisbrotamanns inn í umræðuna er þegar ættinginn hefur tekið þátt í meintu broti. Það átti t.d. við um eiginkonu Egils Gilzenegger. Annars er það ekki í lagi og þá skiptir engu hvort makinn eða ættinginn er þekktur eða ekki.

Venja | 9. okt. '18, kl: 20:53:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er þetta sambærilegt við þetta tjaldhælsdæmi? Þessi kona er okkur vitandi ekki búin að gera neitt af sér annað en að berjast fyrir einhverju málefni. Þú ert hinsvegar að ákveða hvað hún er að hugsa núna og þykir bara besta mál að ata hana skít án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað hún er að hugsa/gera. 


Tek svo undir með neutralist, af hverju á þekkt fólk minni rétt á einkalífi? (viðurkenni reyndar að ég vissi ekkert hver þessi kona var)


Mikið svakalega er sorglegt að sjá hlakka svona í mönnum eins og þér yfir að eitthvað slæmt komi fyrir konu sem berst gegn kynferðisofbeldi. 

vigfusd | 9. okt. '18, kl: 22:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, en þetta er leiðindarmál fyrir alla aðila.

polyester | 10. okt. '18, kl: 01:33:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er samt greinilega ekki sama hvort það sé jón eða séra jón þegar kemur að því saka menn og lýsa yfir hve viðbjóðslegir menn eru hjá henni

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

vigfusd | 11. okt. '18, kl: 12:50:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

100% rétt. Ef einstaklingurinn er opinber eða þekkt persóna er ráðist á hana meira en ella.

kaldbakur | 2. okt. '18, kl: 09:10:22 | Svara | Er.is | 1

Þessar kynferðisásakanir eru margar jafnvel áratuga gamlar. 
Þarna eru að koma fram einhliða ásakanir án nokkurrra sannana . 
Þetta eru nokkurskonar galdrabrennur nútímans. 
Dómstóll götunnar og verður bara að æíta á þetta með þeim augum.

vigfusd | 2. okt. '18, kl: 09:36:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er það einmitt þetta... Ég þekki 2 mál persónulega þar sem stelpur lugu uppá stráka um að hafa nauðgað þeim því í öðru tilfellinu hélt strákurinn fram hjá annari og hún ætlaði að hefna sín og í hinu atvikinu var parið hætt saman og stelpan ætlaði að klekkja á barnsföður sínum því hún stóð í forræðisdeilu við hann. Ljót mál

TheMadOne | 2. okt. '18, kl: 15:00:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hefur þú lesið þér til um raunverulegar rannsóknir um hlutfall tilhæfulausra ásakana, hlutfall kæra miðað við fjölda nauðguna og hlutfall dóma miðað við fjölda kæra eða eru þessi tvö tilfelli 100% af því sem þú miðar við? Gerir þú þér grein fyrir fjöldanum af fólki í kringum þig sem hefur verið nauðgað en hefur bara ekki sagt þér persónulega frá því?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 2. okt. '18, kl: 15:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég er ekki með svona tölur á hreinu. Ég er aðeins að tala útfrá því sem ég veit. Mér finnst það segja slatta að ég, bara ég viti um tvö tilfelli þar sem kona lýgur nauðgun uppá karlmenn. Það eru því miður svona tilfelli.

askjaingva | 2. okt. '18, kl: 16:50:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig veistu að þær lugu, varstu viðstödd þegar umræddar nauðganir áttu sér stað. Oft ber þolandi sögu sína til baka þegar hann uppgötvar að samfélagið í kring dæmir hann mun harðar en gerandann. Það er nægilega erfitt að koma fram með svona þó viðkomandi þurfi ekki að þola nánast útskúfun af vinum og ættingjum sem ekki vilja trúa því upp á gerandann að hann hafi gert eitthvað svona og vegna þess að það lítur á þetta sem árás á getu sína til að sjá í gegnum annað fólk og að trúa gerandanum táknar breytingar í eigin lífi sem það er ekki tilbúið að horfast í augu við. Það er oft miklu auðveldara fyrir umhverfið að láta sem þolandinn ljúgi.

vigfusd | 2. okt. '18, kl: 22:57:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég væri að ljúga þessu kæmi ég með einhverja svaka sögu til að segja þér en málið er að það skiptir bara engu máli hvernig ég veit þetta. Þér er frjálst að trúa eða trúa ekki því sem ég segi. En hvernig er það annars, svakalega eru raddir feminista allt í einu lágværar. Er það af því að konan hans er femisnisti og vinkona margra þekkta feminista á Islandi? Maður spyr sig. Allt í einu má fólk ekki opna munninn og svo er einn frægasti feminsti landsins (sem eyðilagði orðið feministi fyrir mér) búin að tjá sig og hun setti link á orðræðu meints geranda... Þöggun ? Maður spyr sig

TheMadOne | 3. okt. '18, kl: 00:30:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þöggun að vilja ekki blanda fjölskyldu mannsins í málið? ertu klikk? þú getur talað um þetta mál eins og þér sýnist og fólk getur verið sammála þér eða ósammála, en myndir þú byrja opinberlega, eins og þú ert hér falin/n á bak við dulnefni, fara að spá í það hvað mamma manns sem er ásakaður um morð finnist um málið?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 3. okt. '18, kl: 10:19:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þöggun já, hvað eru margir búnnir að senda honum vinakveðjur eftir að þetta mál kom upp? Það er böns af fólki búið að senda honum góðar kveðjur. Bylgja Babilon orðaði þetta vel “Trúum alltaf fórnarlömbum. Nema gerandinn sé 101 vinur okkar, hann er pottþétt saklaus”. Aldrei séð eins mikla þöggun yfir einu máli. Til að svara spurningu þinni-- Ef þessi kona (mamma mannsins) væri nobody og hefði aldrei talað opinberlega um tengd mál þá hefði ég engan áhuga. Ef hún hinsvegar hefði básúnað opinberlega að það ætti að lífláta morðingja og jafnvel trúa ásökunum þrátt fyrir að það stenst ekki dómskerfið þá myndi ég hafa áhuga á aðfylgjast með því

mymble | 7. okt. '18, kl: 21:03:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú veist ekki hvað hugtakið þöggun gengur út á greinilega.

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 21:06:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilega ekki

TheMadOne | 2. okt. '18, kl: 16:56:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Meirihlutinn segir engum... svo horfðu í kringum þig, það segir ekki neitt að þú vitir um tvö svona tilfelli af því að það eru 20 tilfelli eða meira í kringum þig sem var nauðgað en treystu sér ekki í hakkavélina sem tekur við ef þú tilkynnir.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

askjaingva | 2. okt. '18, kl: 13:53:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Aumingja aumingja karlarnir sem eru svo valdalausir og minnimáttar, mikið eigið þið bágt. Konur með frekju, kjaftandi frá og heimtandi réttlæti og strákaklúbburinn getur ekki lengur treyst því að valdakerfið verndi hann. Þetta er agalegt.

vigfusd | 2. okt. '18, kl: 15:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það sem mér þykir verst er að karlmenn eru mjög minnimáttar og valdalausir þegar koma tilhæfulausar nauðgunkærur á þá.

TheMadOne | 2. okt. '18, kl: 16:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það eru fórnarlömb nauðgana líka.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

mymble | 7. okt. '18, kl: 21:04:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá, þú ert alveg með fingurinn á mikilvægu málunum! 

kaldbakur | 2. okt. '18, kl: 16:54:45 | Svara | Er.is | 0

Ég get ekki séð að það sé hægt að taka einhverja vitræna afstöðu til mála varðandi kynmök eða aðdraganda í svona málum. 
Hvað þá kannski áratugum fyrr. Konur kunna sitt fag og stíga í vænginn og gefa mönnum merki.
Þetta getur verið gagnkvæmt. Karlar kvarta eðlilega ekki yfir ágengi kvenna. 

TheMadOne | 2. okt. '18, kl: 17:04:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða fag er það?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 2. okt. '18, kl: 17:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok góður punktur. 
Það hefðu fáar fallegar konur  séð þetta aðrar en þú. 
Þetta sýnir bara snilligáfu þína. 
Hætti mér ejkki frekar útí málin - brenndur af ásökunum vinkonu þinni eða systur ERT. 

TheMadOne | 2. okt. '18, kl: 17:15:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú semsagt fattar að þetta orðalag er vel hlaðið af tilvísunum um að konur líti á það sem starf að komast yfir bara hvern sem er?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 2. okt. '18, kl: 17:25:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei alls ekki. Hvernig í ósköpunum hefurðu fengið þá niðurstöðu ? 
Konur eru í mínum augum nánast guðlegar verur.  En svona praktískt séð þá gengur það ekki 
upp í nútíma samfélagi. Mér finnst konur já allar fallegar. 
Þær eru bara eins og þær eru eflaust misjafnar - en ég ber virðingu fyrir þeim. 
Ég held að þetta sé vegna þess  að ég átti góða móður. 

TheMadOne | 2. okt. '18, kl: 17:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áttar þú þig á því að þú notar oft orðalag og hugtök sem þú gætir jafnvel hafa lært frá barnæsku sem gerir lítið úr konum?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 2. okt. '18, kl: 17:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sennilega ekki.  En vil hlusta og þá má líka svara ef mér likar ekki. 

Júlí 78 | 4. okt. '18, kl: 13:06:24 | Svara | Er.is | 0

Ég er kannski búin að fá svo mikið leið á tali í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni, nauðganir að ég loka eyrunum þegar sá söngur byrjar. Svo þessi tónlistarmaður sem þú talar um, hef ekki hugmynd hver hann er eða konan hans. Tek bara öllum svona sögum með fyrirvara því að margar konur myndu kannski vilja hefna sín einhverra hluta vegna á einhverjum með því að búa til sögu um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Á þá bara að trúa sögunni? Annað mál finnst mér ef sannast nauðgun t.d. augljósir áverkar eftir slíkt, því mikilvægt að fara strax í skoðun eftir svoleiðis ofbeldi.

TheMadOne | 4. okt. '18, kl: 14:02:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er aldrei svona einfalt. Það eru alls ekki alltaf áverkar, til dæmis þegar konan er áfengisdauð, sofandi og/eða panikviðbrögðin láta hana lamast og gera ekkert (til þess að vera ekki beitt ofbeldi...) var þá engin nauðgun? Þú ættir að vera nógu góð í gúggli til að geta lesið þér til um hvers vegna fólk kærir ekki nauðgun strax eða yfirhöfuð. Það eru miklu fleiri þarna úti sem segja aldrei frá og ofbeldið hefur eitrað líf þess alla tíð. Var það þá ekki nauðgun? Í þessu máli þekki ég engan sem stendur næst en þekki nógu mikið til, til þess að óska þess að þetta sé ekki satt en geri mér á sama tíma grein fyrir að mínar óskir hafa ekkert vægi og ég mun sennilega aldrei vita sannleikann og jafnvel enginn fullkomlega.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 4. okt. '18, kl: 18:11:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eitt að konum og körlum sé í alvöru nauðgað en kæra það ekki eða kæra það og málið sýknað, svo er það allt annað þegar einhver er MEINTUR gerandi að þá er hann eða hún stimpluð nauðgari af fólkinu í landinu. Búum við ekki í réttarríki þar sem maður er saklaus uns sekt er sönnuð? Er það kannski misskilningur hjá mér? ...

askjaingva | 4. okt. '18, kl: 22:34:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já það er misskilningur hjá þér

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 00:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þér finnst ekkert að því að kalla mann þjóf sem ekki er dæmdur, kalla mann nauðgara sem ekki er dæmdur? Ef að verslunareigandi í árbænum segir að Jón Jónsson hafi stolið hjá sér þá hikar þú ekki að dæma Jön Jónsson þjóf? Þetta er hætturleg þróun

askjaingva | 5. okt. '18, kl: 16:14:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef maður nauðgar er hann nauðgari, ef maður myrðir er hann morðingi. Hvort glæpurinn fer fyrir dómstóla er aukaatriði í því. Það hefur engin breyting orðið á þessu í aldanna rás,konur hafa verið dæmdar harkalega af þjóðfélaginu fyrir alla hegðun sem karlkyninu hefur ekki þóknast burtséð frá því hvort sú hegðun særði einhvern annan eða ekki, nú hinsvegar hafa forréttindi karla í því að þagga niður raddir kvenna minnkað og þar liggur raunverulega hnífurinn í kúnni. Karlar vilja ófúsir missa þessi forrréttindi sín að gera gert það sem þeim sýnist við konur og þaggað niður í þeim á eftir. Svo já ég er alveg sátt við að nauðgarar geta ekki lengur nauðgað og keypt eða ógnað konum og yfirvöldum til að þagga það niður. Það er frábær þróun.

TheMadOne | 4. okt. '18, kl: 23:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hræra saman lögfræðihugtökum og raunverulegu lífi. Þetta er aldrei svona einfalt og ekki möguleiki að koma í veg fyrir að fólk myndi sér skoðanir. Til dæmis þá hafði upphafsinnleggið á þessum þræði gengið svo langt að kalla eftir skoðunum fólks á sinni eigin ímynduðu viðbrögðum fjölskyldumeðlims meints nauðgara svo það er hægt að ganga skrefinu lengra en að tala um sekt eða sakleysi meints nauðgara, sekt eða sakleysi aðstandanda er greinilega fyrir hvern sem er að básúna um allt

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 00:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta aldrei svona einfalt að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð? Hvar hef ég verið :)

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 00:47:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vel gert. Svaraðir engu. Þú þyrftir eiginlega að ákveða hvar þú stendur, þetta er orðið verulega ruglingslegt. Það má smjatta á tilfinningum aðstandenda en ekki segja skoðun á sekt meintra ofbeldismanna.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 09:30:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega sitthvor hluturinn að smjatta á hvað aðstandendur segja og gera eða að fyrirfram dæma mann sem er saklaus

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 10:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það má semsagt leggja dóm á aðstandandann en ekki meinta ofbeldismanninn?? Ok nú er ég alveg hætt að skilja.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 10:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einungis að koma með þá vangaveltu hvort það sé hræsni að segja eitt en meina annað :) þú mátt svo túlka það eins og þú villt ;)

askjaingva | 5. okt. '18, kl: 16:16:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert alveg komin út í horn eftir að hafa farið 2 hringi.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 21:40:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki. Hef staðið á mínu frá því ég setti þetta innlegg inn á síðuna.

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 01:02:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var að renna upp fyrir mér... skiftir kannski mestu máli hvernig þér líkar við einstaklinginn? Hvaða orð notaðir þú aftur... hræsni?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 09:31:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virðist vera mjög mikið þannig. Enda er ég búin að segja það fyrir löngu hérna að ofan að ég myndi líklega taka hræsnina á þetta og verja minn mann ef hann yrði ásakaður un eitthvað.

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 10:05:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert fyrst og fremst að taka hræsnina á hvern þér finnst allt í lagi að ráðast á

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 10:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nákvæmlega það sem ég er að benda á. Ef aðstandandin væri nobody þá hefði ég ekki pælt í þessu en svo er ekki og þá spur maður sig hvort um hræsni sé að ræða.

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 13:37:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ætlaðir að eigna henni hræsnina. Lestu þitt eigið innlegg. Þú hefðir getað komið með þessa pælingu algjörlega án þess að nefna málið né einstaklingana, það hefðu allir skilið hvað þú værir að fara og það hefði alltaf verið skárra en hvernig þú dregur fólkið inn í þetta og eignar þeim tilfinningar og skoðanir sem eru bara inní hausnum á þér. Það er týpískt netofbeldi

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 13:52:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk krítiserar og pælir. Ég er ekki sammála að kalla þetta ofbeldi. Ef þetta kallast ofbeldi þá fer fram ofbeldi í orðum á öllum vinnustöðum Íslands því fólk ræðir svona hluti. Mér finnst þetta léttvægt, er ekki að hrópa upphátt að einhver sé morðingi, nauðgari, hunda drápari eða þjófur. Ég er tala um hvort orð manneskju mega segja að séu hræsni. Og mér dinnst barasta ekkert að því ;)

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 16:12:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert hér á opinberum vetvangi og þetta verður hér skriflegt út í það óendanlega, ekki á kaffistofu út í bæ þar sem orðin hverfa um leið og þau eru sögð. Enginn munur? Og hvaða orð ert þú að segja að séu hræsni? Orð sem aldrei voru sögð. Svona byrja kjaftasögurnar

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 16:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það að ég sé að pæla um hvort manneskja sé með hræsni ? Mér finnst þetta bara prump miðað við hvernig fólk commentar í dag. Fólk kallar aðra nauðgara, morðingja og jafnvel með beinar hótanir gagnvart öðrum. Pælingin mín með hræsnina á eftir að koma í ljós. Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi kona sé hætt með þessum tónlistarmanni en miðað við baráttu hennar og orð ætti hun að vera búin að pakka :)

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 17:16:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff þín afsökun er alltaf að aðrir hafi gert eitthvað verra...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 23:40:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín afsökun er að þetta málefni er búið að vera í fréttamiðlun og má vel ræða og pæla

Venja | 6. okt. '18, kl: 06:48:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er góð afsökun fyrir að draga konuna (sem í þessu máli er saklaus aðstandandi) í gegnum drulluna. Er ekki gaman að smjatta á hennar óförum? Er ekki notalegt að sitja í dómara sætinu og geta bara réttlætt það út af því að aðrir gera það líka?

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 13:46:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, mér finnst ég samt ekki beint ver að smjatta á einhverju. Bara að pæla hvort um hræsni sé að ræða hjá þekktri manneskju.

Venja | 6. okt. '18, kl: 13:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér finnst það kannski ekki, en þú ert samt að því.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 13:56:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er þín skoðun og ég virði hana.

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 14:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er hræsni? Þú veist ekkert hvað hún er að hugsa og með því að hamra á þessu eins og staðreynd fer fólk að hafa þetta eftir þér eins og staðreynd. Þá ert þú búin að búa til ljóta ósanna kjaftasögu um manneskju sem hefur ekkert gert. Þú ert ekki bara hluti af vandamálinu, þú ert illgjörn og eitruð.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 14:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt hjá þér. Hef ekki hugmynd hvað hún er að hugsa enda bara pælingar hjá mér eins og marg oft hefur komið fram, engar staðreyndir heldur pælingar ;)

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 16:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú talar oftar um þetta eins og raunveruleika en bakkar í að þetta séu bara pælingar þegar það er pressað á þig. Ég er farin að halda að þú hafir einhverja persónulega ástæðu til að reyna að keyra upp netofbeldi á þennan einstakling.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

 
vigfusd | 6. okt. '18, kl: 16:31:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturu bent mér á hvar ég segi að þessi tiltekna kona sé hræsnari?

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 16:48:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að setja "ef" og "jafnvel", tala um hvort að "segja eitt og meina annað" en alltaf ganga út frá því að einhver ákveðinn einstaklingur hafi ákveðnar skoðanir er alveg nóg og þú veist það. Ég er búin að sjá í gegnum þig. Þú ert einn af þessum kvennhatandi karlmönnum sem hatar þessa konu af lífi og sál fyrir hvað hún stendur fyrir og vilt fá að sjá hana brotna og ófæra um standa við sínar eigin hugsjónir. Það skýrir líka trollið og þennan fáránlega tvískinnung með umfjallanir um meinta nauðgara.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 16:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef er ekki fullyrðing og það veistu. Þú getur snúið þessu hægri/vinstri en heila málið er að ég segi hvergi að hún SÉ hræsnari og meira að segja í innlegginu segi ég "Ef þessi kona hans er ennþá með honum og trúir hans hlið er hún þá ekki hræsnari ?" Þarna fyrir framan er EF sem að í mínum bókum eru pælingar og vangavelltur ;)

Venja | 6. okt. '18, kl: 17:42:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ það er enginn að gleypa við þessu sakleysingjaleikriti þínu. Þú veist mæta vel að með því að búa til þennan þráð og byrja að tala um þetta opið á netinu ertu að vinna í því að draga konuna gegnum skítinn. Ef þetta væru bara þínar prívat pælingar og þú værir ekki viljandi að reyna að ata hana í drullu þá hefðiru rænu á að starta ekki þræði um aðstandanda sem hefur ekkert með málið að gera, heldur mundir kannski tala um þetta prívat við nokkra vini eða álíka.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 17:56:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara alls ekki. Ég hef ekkert slæmt fullyrt um þessa konu bara pæling hvort orð hennar séu hræsni.

Venja | 7. okt. '18, kl: 19:39:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi "pæling" er alveg nóg. Ef ég veð út um allan bæ "pælandi" hvort einhver ákveðinn aðili sé barnaníðingur við alla sem vilja hlusta á mig, þá veit ég mætavel að ég er að breiða út óhróður um manninn. Þetta er léleg afsökun að segja "ég er bara að velta fyrir mér, kom ekki með neina fullyrðingu".


Það væri eiginlega skömminni skárra ef þu hefðir allavega manndóm í þér til að viðurkenna að þú ert viljandi að dreifa skít, í staðinn fyrir að þykjast voða heilagur og saklaus.

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bara get ekki fyrir mitt litla líf viðurkennt eitthvað sem ekki er grundvöllur fyrir. Hef sagt það frá fyrstu mínotu að þetta eru bara pælingar.

Venja | 9. okt. '18, kl: 20:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og veist mætavel hvað svona "pælingar" eru að gera manneskjunni. Það er bókstaflega enginn að gleypa við þessu sakleysingjabulli í þér. 

vigfusd | 9. okt. '18, kl: 22:21:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það þarf engin að gleypa þetta :)

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 17:51:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef að þú ert kvennhatandi fáviti ertu ekki búinn að drulla verulega á þig hérna og ættir bara að loka netinu hjá þér?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 17:53:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef-ið er lykil atriði í þessu :) engin fullyrðing, aðeins ef :)

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 18:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert svona illa innrættur væri kvennhatrið kannski afleiðing af því að mamma þín hafnað þér í æsku? Ég velti fyrir mér hvað ég myndi gera í hennar sporum.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:08:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín æska var mjög góð. Ég er fædd fyrir vestan en ólst upp fyrir norðan og aldrei nein teljandi issue í fjölskyldunni fyrir utan hvað hvað stóra systir mín var mikið að hrekkja mig haha good times! :)

ert | 6. okt. '18, kl: 18:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Elsku kallinn minn, ekki nokkur kona trúir því að þú sért kona. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:12:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að mér best vitandi er ég Vigfúsdóttir. En ætli ég sé ekki að bulla með það eins og allt annað hérna :)

ert | 6. okt. '18, kl: 18:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Og hvað hafa margar konur lýst því fyrir þér hvernig þeim var naugðað.
Konur sem voru að lýsa því hvernig það var vera 5 ára og finnast þær vera að rifna með stóran skaufa inn í sér.
Svararirðu: Ég veit að málið er fyrnt en núna safnar þú 5 millur og ferð í einkamál og ef þú vinnur það þá skal ég trúa þér annars ertu bara ljúga? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:19:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er frekar ömurlegt. Svo er spurning hvort það sé það sama að trúa manneskju eða upphrópa opinberlega að viðkomandi sé nauðgari eða morðingi.

ert | 6. okt. '18, kl: 18:22:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Það er tvennt ólíkt. Það vita allar konur sem hafa hlustað á kynsystur sínar lýsa nauðgun.
En ég verð að segja að mér finnst það sjúkt viðhorf að ég eigi að selja ofan mér íbúðina mína til að fara í einkamál sem eru töpuð. Ég geri ráð fyrir að ég eigi svo að kosta herferðina fyrir því að það eigi að dæma lík.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður auðvitað að gera það upp við sjálfa þig hvað þú gerir. En ég hvet fólk til að kæra það ef það hefur verið brotið á viðkomandi.

ert | 6. okt. '18, kl: 18:28:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki. Hvort viltu að fólk kæri fyrnd mál eða fari í einkamál? Kæra á fyrndumáli skilar engu þannig að ég hélt að þú vildir að fólk færi í einkamál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef litla þekkingu á þessum hlutum sem þú nefnir. Ég vil að þeir sem brjóta á einstaklingum fái dóm fyrir það.

ert | 6. okt. '18, kl: 18:32:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þá viltu að fólk fari einkamál og fái þá greiddar skaðabætur þegar mál eru fyrnd og ekki er hægt að fara í sakamál. Aðalatriðið er dómur, ekki refsing eins og fangelsisvist.
Af hverju hefurðu ekki grunnskilning á réttarkerfi landsins? Áttu erfitt með að skilja uppbyggingu íslensks samfélags?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:34:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil mjög lítið þetta sem þú talar um. Einkamál, fyrningu og svona þekki ég mjög lítið. Ég vil bara að menn fái dóm fyrir þau brot sem þau fremja.

 
ert | 6. okt. '18, kl: 18:37:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju kynnirðu þér ekki íslenskt réttarkerfi til að skilja vandann. Ég hélt að flest allt fullorðið fólk með eðlilega greind og háskólamenntun skildu réttarkerfið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:39:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg ætla mér að gera það við tækifæri.

ert | 6. okt. '18, kl: 18:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það er akut því eins og þú talar um dóma og réttarkerfið þá veltir maður því fyrir sér hvort þú hafir lokið grunnskóla.
En svo er íslenskan þín það góð að maður sér að það stenst ekki og ....

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:43:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla nú ekkert að tala mikið um mig sjálfa en jú ég hef lokið grunnskóla.

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 19:24:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk gerir að sjálfsögðu það sem það kýs að gera eða gera ekki. Þó að ég ráðlegg einhverjum eitthvað er ekki það með sagt að viðkomandi þurfi að gera það eða að það sé það rétta í stöðunni ;)

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 18:20:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski vinnur þú við að búa til blekkjandi auglýsingar (Egils gull 0%) eða vinnur á lögfræðistofu í móttökunni

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:26:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski, hver veit.

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 18:34:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars heldur þetta engu vatni hjá þér, rógburður og hótanir eru ekkert annað þó það séu einhver "ef" og "jafnvel" í textanum. Ég get sannað það fyrir þér. Skrifaðu opið bréf þar sem þú segir "Ef ég hef farið illa út úr hruninu þá sprengi ég upp Alþingishúsið" og sjáðu hvað gerist

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru einungis pælingar og vangavelltur hjá mér.

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 18:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Endilega komdu með vangaveltur og pælingar hvernig væri hægt að myrða fjármálaráðherrann

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:48:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef ekki áhuga á því

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 19:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skrítið. Hefði haldið að þú vildir skilja þetta

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

askjaingva | 6. okt. '18, kl: 22:11:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er ekki hræsni að draga aðstandendur í gegnum svaðið heldur bara meintan geranda því það er svo rangt. Þú er ímynd hræsninnar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 22:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú ekki búin að stimpla neinn hræsnara og mér finnst ég ekki vera búin að draga aðstandanda í svaðið með þeim pælingum um hvort orð manneskju séu hræsni.

ert | 6. okt. '18, kl: 15:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Adolf Stalín Gengis Khan og fleiri drápu aldrei neinn, og gáfu aldrei skipanir um morð. Alsaklausir menn. Það þarf að endurrita mannkynssöguna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 5. okt. '18, kl: 17:18:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hlýtur að þurfa að vera eitthvað sem styður það að nauðgun hafi átt sér stað til þess að vera dæmdur, þú talar t.d. um konu sem er áfengisdauð, ég  spyr, var til upptaka eða myndskeið sem studdi framburð hennar um nauðgun? Ég spyr líka, var konan í miklu uppnámi sem einhver vitni voru að eftir að þessi nauðgun átti sér stað? Það getur verið ýmsilegt sem styður framburðinn. En það að kona segir að einhver hafi nauðgað sér og setur upp sorgarsvip í leiðinni en ekkert annað styður framburðinn? Jú vissulega getur það verið að konunni hafi verið nauðgað í því tilviki en ég get ekkert verið viss um það og færi aldrei að segja blákalt hér og þar að konunni hafi verið nauðgað af manninum. Þá væri ég að sverta mannorð þessa mann sem hugsanlega er saklaus, reyndar ekki víst að hann sé saklaus en maður ber ekki óhróður út um mann sem "hugsanlega" er saklaus. Ég þarf ekkert að gúggla neitt, les fréttir yfirleitt og veit það að margir kæra ekki nauðgun strax, ég var þarna bara að hvetja fólk til að kæra ef það hefur átt sér stað því það er alltaf best að kæran komi strax á eftir.

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 19:39:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Eiga konur sem er nauðgað bara að halda kjafti ef þær geta ekki sannað það?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 5. okt. '18, kl: 19:59:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær verða að meta það hver fyrir sig hvað þær vilja gera. En ég held að ef það er ekkert sem styður framburðinn um að nauðgunin hafi átt sér stað þá sé því miður ekki líklegt á að maðurinn verður dæmdur fyrir verknaðinn. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að fara á neyðarmóttökuna strax eftir atburðinn þar sem konan er skoðuð og tekin sýni. Þá er það þó eitthvað sem styður frásögnina, kannski áverkar og fl.

TheMadOne | 5. okt. '18, kl: 20:26:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar dómar í nauðgunarmálum eru jafn lítið hlutfall af kærum eins og er í dag þá getur maður varla ráðlagt konum að fara í gegnum það. Fyrir sumum er það eins og önnur árás, líka þegar lögreglan fer að draga allt í efa sem þú segir og þú ert ennþá í losti út af því sem þú varst að ganga í gegnum. Stundum finnst mér þig vanta tengingu við raunveruleikann, manneskjur geta sjaldnast fylgt einhverjum leiðbeiningum af blaði þegar þær upplifa áfall sem rústa öllu lífinu.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 23:41:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alltaf að leggja fram kæru! Vona svo innilega að konur og karlar verði duglegri við að kæra svona mál

ert | 6. okt. '18, kl: 15:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að það að margir upplifa annað og jafn alvarlegt ofbeldi við kæra og við að vera nauðgað leggur þær skyldur á fólk sem er nauðgað að kæra og upplifa jafn alvarlegt áfall. Sem sagt þér nauðgað einu sinni þá er það siðferðisleg skylda þín að upplifa tvisvar sinnum nauðgun. Það er gaman að hafa aldrei verið nauðgað og setja skyldur um þjáningu á aðra

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 15:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær slyldur sem fólk ber með í lífinu já. Auðvitað vonar maður að fyrst kæran fari alla leið ef um raunverulega nauðgun er að ræða.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 15:45:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*fyrsta

ert | 6. okt. '18, kl: 17:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig ég ber þá skyldu að þurfa upplifa allar mínar nauðganir tvisvar? Af hverju? Hverju samfélagið bættara með því? Allar eru þær fyrndar þannig að enginn verður dæmdur. Ég gat kært sem barn en mér siðferðisleg skylda til þess núna. Ég á að taka á þig áfallið og tekjutapið og öll óþægindi til þess að uppfylla siðferðisleg skilyrði sem skila samfélaginu einvörðungu minnnkuðum tekjum (vinnutap mitt þýðir minna inn í ríkissjóð) og auknum útgjöldum (kostnað í heilbrigðiskerfi og tímaeyðslu við kæru á fyrndu á fyrndu máli)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 17:54:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engin á skilið að vera nauðgað og hvað þá tvisvar. Mér finnst algjört möst að karlar og konur fari með svona mál í gegnum dómkerfið okkar.

ert | 6. okt. '18, kl: 18:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já þér finnst algjört mál að ég leggi í þann kostnað að höfða einkamál gegn lifandi og látnu fólki. Þannig að ekki aðeins viltu að ég hafi fjárhagslegt tap, brotnið niður andlega heldur viltu að ég borgi nokkrar milljónir per hvert einkamál. Þetta er siðferðislega skylda mín. 
Í alvörunni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér er svosem sama hvernig er staðið að málum en þeir sem eru sekir eiga að fá dóm fyrir brot sín. En þetta er auðvitað bara mín skoðun :)

ert | 6. okt. '18, kl: 18:09:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ha? þannig að dómur í einkamáli dugar? Það þarf ekki að vera sakamál?
Og þér finnst að það eigi að leyfa að fara í einkamál við dauða menn?
Þannig að fólk á að geta farið í mál við Hitler?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:14:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmm... Þetta eru miklar pælingar. Ég ætla að halda mér bara við svarið sem ég gaf áðan. Menn og konur sem nauðga eiga að fá dóm fyrir það.

ert | 6. okt. '18, kl: 18:18:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Og það er á ég mína ábyrgð að fá lík dæmd. Ég á að borga mál og málkostnaða í einkamálum þar til þeir sem naugðuð mér verða dæmdir. Það er siðferðisleg skylda mín. Ég á að borga tugi milljóna til að fara í töpuð einkamál og greiða málskostnað þeirra sem ég fer í mál við. Bara svo ég tapi.
Ef ég tapa einkamálunum var mér þá nauðgað eða ekki? Var ég bara viljugt barn sem vildi fá stóran skaufa inn í mig?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:22:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú tapar málinu þá finnst mér rangt að upphrópa manninn eða konuna nauðgara því viðkomandi hefurnekki hlotið dóm. Svo er sllt annað hvað þér finnst um viðkomandi en ef þú myndir búa til albúm á netinu með ódæmdum mönnum og skýra það "ógeðslegir barnanýðingar" myndi mér ekki finnast það töff

ert | 6. okt. '18, kl: 18:26:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


OK. Þannig að ég má ekki segja að mér hafi verið nauðgað eða nefna við nokkurn mann hverjir þetta hafi verið.
Allt annað ef mér tekst að sanna 50 ára nauðgun á mér 8 ára þá var mér naugðað og þá má ég tala um hver það var í það skiptið.
Þar sem það voru engin vitni og ég get ekki sannað þetta 50 árum síðar þá ber mér skylda að fara í einkamál og fara með það í Landsrétt, borga 10-15 milljónir og sætta mig svo mig við að ég var bara gröð og vildi fá einn feitan inn í litlu þröngu píkuna mína.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:28:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst í góðu lagi að segja vinum sínum og fjölskyldu en ekki að dæma manneskjuna opinberlega þegar manneskjan hefur ekki hlotið dóm fyrir.

ert | 6. okt. '18, kl: 18:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gildir þetta um alla glæpi sem maður er þolandi að? Maður má bara dæma manneskjuna opinberlega ef hún hefur fengið dóm fyrir að brjóta gegn manni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst rangt að benda á einhverja manneskju opinberlega og segja að viðkomandi sé þjófur, hunda morðingi, skjalafalsari eða barnanýðingur

ert | 6. okt. '18, kl: 18:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að það er ljótt að segja að Hitler, Stalín eða álíka menn séu morðingjar.
OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:35:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ert | 6. okt. '18, kl: 18:39:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að þú vilt að öll mannkynssagan verði endurskrifuð og menn verði aðeins taldir sekir um það sem þeir voru dæmdir fyrir.
Samanber Sævar nokkurn sem einu sinni var ekki morðingi, varð svo morðingi og hætti svo að vera morðingi fyrir nokkrum dögum.
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 18:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst rangt að benda opinberlega á einstakling og segja hann sé morðingi eða barnanýðingur ef einstaklingurinn hefur ekki verið dæmdur fyrir það.

ert | 6. okt. '18, kl: 18:52:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það er gert í fréttum, sögubókum og við kennum börnunum okkar þetta.
Gengis khan drap aldrei neinn og enginn af hans mönnum var dæmdur fyrir nauðganir. Samt er okkur kennt að þeir hafi nauðgað konum hægri vinstri. Menn drápu konur og dætur sínar frekar en þær lentu í höndunum á þessum alsaklausu mönnum sem tókst að dreifa DNA sínu út um alla heim. þriðjungur mannkyns er með mongólsk DNA en enginn var dæmdur þannig að naugðanir voru það ekki og menn drápu konur og dætur sínar á fölskum forsendum. Þeir hefðu átt að bíða eftir dómi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 6. okt. '18, kl: 18:53:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef maður segir "hann gæti verið nauðgari" er það í lagi?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. okt. '18, kl: 19:00:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, held að það sé í lagi.

ert | 6. okt. '18, kl: 19:08:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, Hitler gæti hafað fyrirskipað útrýmingu Gyðinga. En ég hallast að því að Eichmann einn hafi verið ábyrgur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 7. okt. '18, kl: 01:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er rétt, Hitler var aldrei dæmdur. Hann er sem sagt saklaus eftir allt saman. Égskalseigjykkurþað.

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 19:28:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kæra öll brot :) en ekki gala eins og hænsni á opnum vef og benda fyrr en manneskjan hefur hlotið dóm ;)

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 19:54:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í beinu samhengi... hvað finnst þér þá um þegar fólk sem hefur tilheyrt kaþólsku kirkjunni og verið misnotað á barnaheimilum, skólum, í kirkjunum sjálfum og þar sem kirkjan hefur verið með alla veganna samfélagsstarfsemi sé að segja frá? Bara þegja?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:15:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það á aldrei að þegja yfir svona hlutum. Það besta sem maður getur gert er að tala um hlutina. En það er stór munur á að tala um þetta við vini, foreldra heldur en að gagga með þetta á opinberan vettvang og benda puttum á ódæmdar konur eða karlmenn.

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 20:21:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eiga þá þeir sem hafa verið misnotaðir af prestum og öðrum starfsmönnum kaþólsku kirkjunnar bara að tala um þetta við sína vini og ættingja? Hvað með börnin sem voru misnotuð í Breiðuvík? Fórnarlömb þekktra barnaníðinga eins og Steingríms Njálssonar? Engin vitni svo þegiðu bara?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það á ekki að koma opinberlega fram og benda fingri á einstakling og segja að hann sé nauðgari, þjófur eða morðingi án þess að viðkomandi hafi hlotið dóm fyrir.

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 20:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég held að það séu ansi margir barnaníðingar og nauðgarar sem eru hæstánægðir með þig. Ég vona að þetta séu ekki þínir eigin hagsmunir sem liggja á bak við þennan áróður hjá þér

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:35:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engir hagsmunir. Einungis mín skoðun.

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 20:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði ekki reiknað með því að þú segðir neitt annað, ég get haft mína skoðun á því samt sem áður.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 20:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér er það fullkomlega frjálst :)

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 20:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

leonóra | 5. okt. '18, kl: 09:47:03 | Svara | Er.is | 1

Það er ómögulegt að taka afstöðu í svona málum nema grandskoða þau og það er ekki í boði fyrir almennning sem er bara upplýstur með smá bút.  Þau voru full að skemmta sér og fóru heim saman.  En auðvitað ríður maður ekki sofandi manneskju.  Hann virðist hafa misnotað traust sitt og hún misskildi traust hans og heiðarleika.  Það sem mér finnst að þau hefðu átt að gera var það sama og Þórdís Elfa gerði og gaf út á bók ; Handan fyrirgefningar.  Markmiðið með öllu hlýtur að vera sátt í eigin hjarta.  Það er hægt að fá hana á marga einfaldari vegu en að hrópa út á internetið.  En kannski var hún búin aða reyna einfaldari leið.

heikir123 | 5. okt. '18, kl: 11:11:45 | Svara | Er.is | 0

Ég verð nú að kommenta á þetta mér persónulega finnst að fólk eigi ap njóta vafanns meðan ransókn stendur yfir.. ef ef ákæra er gefin út þá er greinilega eithvað til í þesdum ásökunum .. og dómur sker úr um þetta svo ef gerandi er dæmdur sekur mundi ég mæla með því að konan forðaði sér sem first. maðurinn er hennar ekki verðugur.

leonóra | 5. okt. '18, kl: 12:32:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Njóta vafans segirðu - umfjöllun almennings er alltaf almenn og út úr því kemur auðvitað mikil fjölbreytni.  
Það er allt of snemmt að tala um hvort konan er verðug eða ekki - rétt eins og hvort hann er sekur eða ekki.

Hr85 | 5. okt. '18, kl: 20:54:33 | Svara | Er.is | 1


Hvað er svona sérstakt við kynferðisbrot að við verðum alltaf að trúa meintu fórnarlambi? Af hverju nær þetta ekki yfir ásakanir um annarskonar glæpi? Fólk almennt lýgur um allskonar hluti og líka alvarlega hluti eins og glæpi, svo af hverju er það óhugsandi að einhver ljúgi til um nauðgun?


Fólk á það líka til að misnota völd (meðal annars til að koma höggi á einhvern) og það að stór hluti þjóðar aðhyllist þessari afstöðu (að trúa alltaf meintu fórnarlambi) það færir mörgum ansi mikil völd. Ásökunin ein og sér getur nefnilega haft miklar neikvæðar afleiðingar fyrir vIðkomandi í starfi og einkalífi þó að dómstólar sýkni hann.


Sorry en enginn á að geta rústað lífi einhvers með því að einfaldlega benda fingrinum. 


Og þeir sem hafa málað sig út í horn með því að auglýsa þessa einfelldnislegu afstöðu sína eiga auðvitað bara skilið þessa erfiðu stöðu sem þeir hafa komið sér í. 

vigfusd | 5. okt. '18, kl: 23:42:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amen!

askjaingva | 6. okt. '18, kl: 22:15:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þér hefði einhvern tímann verið nauðgað myndirðu skilja upp á hár hvað gerir þennan glæp verri en aðra.

Hr85 | 7. okt. '18, kl: 00:47:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok verri glæpur að þínu mati en hvernig skilar það sér samt yfir á aðra, að enginn muni nokkurn tímann ljúga til um nauðgun? 


Og af hverju finnst þér þú geta gefið þér það að mér hafi aldrei verið nauðgað? 


Ertu til í að koma með einhver alvöru rök en ekki bara tilfinningarök? :) 

askjaingva | 7. okt. '18, kl: 22:05:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta væri ekki bara ómarktæk karlremba í þér og því tilgangslaust að reyna að rökræða við þig myndi ég ráðleggja þér að leita þér upplýsinga yfir hve margar nauðgunarkærur eru hlutfallslega samkvæmt rannsóknum upplognar og spyrja þig hvort miðað við tölurnar sem þú færð upp hvort það í raun taki því að vera hræddur um að verða ásakaður saklaus um nauðgun frekar en að það taki því að vera hræddur við að lofsteinn hitti þig í höfuðið eða að þú verðir étinn af ljóni. Ef þú hinsvegar er tí hópi þeirra fjöldamörgu karla sem hafa nauðgað og hafa fyrir metoo byltinguna ekki þurft að hafa tiltölulega miklar áhyggjur af orðspori sínu þá myndi ég byrja að skjálfa í þínum sporum.

vigfusd | 7. okt. '18, kl: 22:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er erfitt fyrir mig að verða karlremba. Já ég ætla að kynna mér þessar tölur en ég get það ekki alveg strax. Mér finnst það segja mjög mikið að ein kona viti um tvö tilfelli á Íslandi þar sem konur ljúga nauðgun uppá karlmenn. En á móti kemur þá þekki ég ekki opinberar tölur, einungis staðfestar tölur frá mér. Og nei hehe, ég er ekki í þessum karlahópi sem þú nefnir seinast í commentinu þínu :)

askjaingva | 8. okt. '18, kl: 15:18:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kanntu ekki á fyrri færslu?

Hr85 | 7. okt. '18, kl: 23:11:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjaldgæft er ekki sama og aldrei, 99% er ekki sama og 100%. Þó upplognar nauðganir séu í pínulitlum minnihluta þá er það samt mikið óréttlæti gagnvart þeim sem fá á sig falskar ásakanir að því sé sjálfkrafa tekið sem heilögum sannleik.


Sorglegt þarna í lokin hjá þér að velta því fyrir þér hvort ég sé hugsanlega nauðgari bara vegna þess að ég er með aðrar skoðanir en þú. How low can you go. 

polyester | 8. okt. '18, kl: 03:15:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er gjörsamlega útilokað að fá einhverja nákvæma tölu um það hve hátt hlutfall lýgur til um nauðgun það segjir sig sjálft að fæstir lygarar myndu seint játa að hafa logið upp nauðgun

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 7. okt. '18, kl: 00:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Hversu oft er fólk sem tilkynnir um innbrot, líkamársir, eða skemmdarverk á eigum sínum ekki trúað?
Falskar tilkynningar eru til í öllu þessu en samt er fólk almennt trúað sem tlkynnir svona .

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 7. okt. '18, kl: 02:04:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki almennt séð nei, fólki er nú ekki alltaf trúað. Það er nú ennþá munur á Jóni og séra Jóni. Ég var eitt sinn dreginn í 3 yfirheyrslur áður en að talað var við lækni sem saumaði mig og staðfesti að ég var með varnaráverka og gæti ekki verið sekur um árás. Mér var ekki trúað þá afþví að ég var of ungur. Svo vildu þeir ekki sjá það að taka af mér skýrslu þegar ég kærði tilbaka. En það kenndi mér að tala aldrei við lögregluna og það er góð regla bæði fyrir seka og saklausa. Löggan gerir það sem þeir 'halda' að sé rétt. Og svo þvinga þeir játningu ef þeir geta. En ef þú heldur bara kjafti þá geta dómstólar og lögregla ekkert. Afþví að löggan gerir alltaf einhverja formsgalla, þeir eru svo æstir að ná bófanum. Sannleikurinn og réttlætið er ekki það sem lögreglan á að pæla í. Heldur bara það að reyna negla þann sem þeir halda að sé sekur. Þeir treysta ekki á sönnunargögn eða vitnisburði, þeir treysta sjálfum sér.

Íslenskt réttarkerfi og lögregla er hillbilly brandari.

vigfusd | 8. okt. '18, kl: 10:05:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meirihluti fólks trúir því sem það les og heyrir og það er skiljanlegt en þannig er þetta því miður ekki alltaf.

ert | 8. okt. '18, kl: 12:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Þannig að við eigum ekki að trúa fólk sme segist hafa orðið fyrir glæpum fyrr en einhver hefur dæmdur?
"Nei, mamma þín og pabbi voru ekki drepin í stríði X. Þú varst bara að ímynda þér dauða þeirra. Líkin hafa aldrei fundist og enginn var dæmdur."
Kannski eru Gyðingarnir, þessar sex milljónir einhvers staðar ;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 8. okt. '18, kl: 12:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er undir hverjum og einum komið hvort hann trúir eða ekki. Svo er stór munur hvort eitthvað komi fyrir fólk og engin bendir eða eitthvað hefur komið fyrir fólk og allir benda og stimpla einstakling sem ekki hefur hlotið dóm.

ert | 8. okt. '18, kl: 16:51:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Já, ekki benda á Hitler, Stalín eða Maó og segja að þeir hafi át þátt í dauða fólks. Það er siðferðilega rangt að kenna þeim um dauða fólks.
Þeir eru betri en helvítis galdramennirnir á Íslandi sem dæmdir voru og stunduðu því sannanlega galdra og sköðuðu fólk og skepnur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

vigfusd | 8. okt. '18, kl: 17:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega

Grrrr | 7. okt. '18, kl: 20:27:56 | Svara | Er.is | 0

Ég tæki þá afstöðu að vera EKKI femínisti. Frekar þá jafnréttissinni og ákveða að trúa ekki öllu sem ég heyri. Femínismi eyðileggur samstöðu kynjanna í sameiginlegri réttindabaráttu okkar allra. Í sjálfu sér er hræsni að femínisti kalli sig jafnréttissinnaða. Femínisminn snýst um að bæta stöðu kvenna og oftast er það á kostnað ungra manna sem hafa aldrei staðið fyrir kvennakúgun. Ég vil ekki þurfa að borga bókstaflega allar skuldir síðustu kynslóða. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Þess vegna vona ég að þú takir þá afstöðu í framtíðinni að vera frekar sósíalisti. Þá berstu fyrir réttindum okkar allra, nema þá helst hvíta, gamla, ríka kalla.

"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér" Þetta sagði Jón Sigurðsson um íslenska lýðveldið. Og þess vegna er reglulega hrun og gjaldeyrisfellingar.

mymble | 7. okt. '18, kl: 21:14:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Femínisminn snýst um að bæta stöðu kvenna og oftast er það á kostnað ungra manna sem hafa aldrei staðið fyrir kvennakúgun"


Komdu með dæmi.

TheMadOne | 7. okt. '18, kl: 21:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi en leiðilegt að þessir feministar séu að valda þessum hrunum og gjaldeyrisfellingum... ef þær myndu þegja þá væri þetta allt svo mikið betra, engin sundrung.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 7. okt. '18, kl: 21:58:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

lol snúðu bara útúr.

Grrrr | 9. okt. '18, kl: 01:20:43 | Svara | Er.is | 0

Allur þessi póstur og það sem ég hef lesið af þræðinum er bara rakið dæmi um hvítann-femínisma. Og þau lúxusvandamál sem eru sett í kastljósið, í staðinn fyrir réttindabaráttu kvenna sem eru í minnihlutahópum. Sem hafa þurft að upplifa meiri kúgun en konur af íslensku bergi brotnar. Samt talið þið um hvort það skipti ykkar áliti máli hvort einhver kellining kalli kallinn ykkar nauðgara og hvort það geri ykkur hræsnara. Aldrei hef ég heyrt hvíta konu á íslandi segja að tælenskar konur sem vinna á íslandi njóta ekki virðingar og ættu að vera á hærri launum. Hvenær fer kvennréttindabaráttan á íslandi að berjast fyrir réttindum kynsystra ykkar sem eru innflytjendur? Og svo kallið þið ykkur femínista. Sveiattann!

TheMadOne | 9. okt. '18, kl: 02:43:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða rugl er þetta að íslenskar konur berjist ekki fyrir réttindum innfluttra kvenna? Vegna þess að það er ekki talað um það í þessum þræði?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 9. okt. '18, kl: 16:46:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Týpískt svar frá hvítum-femínista. Taktu prófið. Þú ert þegar búinn að falla á einu.

https://www.bustle.com/p/what-is-white-feminism-here-are-7-sneaky-ways-it-shows-up-into-your-life-7921450

askjaingva | 9. okt. '18, kl: 21:47:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er feministi og ég er hvít, ég þarf ekki að berjast fyrir alla frekar en þú, fyrir hvað berst þú, hefur þú komið mikið opinberlega fram til að berjast gegn kúgun kvenna í minnihlutahópum, eru þræðir hér á Bland um það málefni merktir þér? Ef ekki þá skaltu ekki vera að gagnrýna aðra.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 02:44:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef tekið þátt í póltísku starfi, bæði á landsvísu og í borgarpolitík. Ég var virkur í jafnréttinda baráttu þegar ég var yngri, fór í kröfugöngur til stuðnings samkynhneigðum. Ég barðist fyrir því að innflytjendur fengju kosningarétt. Ég hef ávallt tekuð upp hanskann fyrir konur á þeim vinnustöðum sem ég hef unnið á. Nema kannski þegar þær gera það sjálfar og þurfa ekki á karlmanni að halda. Samt er ég hvorki innflytjandi, hýr eða kona.

Ég gef mér fullann rétt til þess að gagnrýna hvíta-femínismann. Og vekja ykkur femínista til vitundar sem ekki vitið af þessu. Þegar ég sé ójöfnuð hjá femínistum. Þá finnst mér rétt að vara ykkur við. Ég hef átt margar konur í mínu lífi, ömmur, mömmu, systur, frænkur og fullt, fullt af vinkonum. Og ég mun alltaf standa við bakið á ykkur í ykkar réttindabaráttu. Og það gefur mér líka rétt á að skamma ykkur, þegar þið eruð að fara út af sporinu.

askjaingva | 10. okt. '18, kl: 12:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg ertu týbísk karlremba. Þú getur dulbúið þig í einhvern búning réttlætis og feminisma en ert bara plein karlremba. Þykist geta komið hér og sagt konum hvernig þær eigi að tala og fyrir hverju þær eigi að berjast. Við erum ekki að gera nóg og það sem við gerum er ekki gert rétt, við erum ekki rétt gerð af feministum og þurfum að gera eins og þér karlinum finnst að við eigum að gera. Það er til hellingur af körlum eins og þér og þú ert nákvæmlega það sem feminisminn þarf að berjast við.

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 07:21:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru að kalla mig lygara? Eða hefuru bara gaman af skítkasti? Eða ertu bara rasista kelling sem skilur ekki einfalda hluti?

askjaingva | 14. okt. '18, kl: 15:33:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaha ég hef sko hitt svona karla fyrr. Last einhverja grein og sást eitthvað sem þú heldur að þú getir notað sem vopn gegn feministum því það sem þú ert í raun á móti eru feministar og jafnrétti. Þú ert eins og karlarnir og meðvirku konurnar sem byrja að jarma um að karlmenn verði líka fyrir ofbeldi af hendi kvenna um leið og byrjað er að ræða um ofbeldi egn konum eða að karlmenn séu líka í hættu á gangi einir heim alveg eins og konur og þess vegna megi ekki ræða um ofbeldi gegn konum heldur eigi að ræða um ofbeldi gegn öllum. Svo fyrirsjánlegt, þið karlremburnar farið eftir listanum alveg, allir eins.

TheMadOne | 9. okt. '18, kl: 22:47:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vertu ekki með þetta kjaftæði, ég er hvít kona, er ekkert að þykjast vera neitt annað

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 02:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Femínistar eru konur óháðar litarhætti. Ef þú tekur bara á málefnum hvítra kvenna og gleymir kynsystrum þínum sem eru ekki fæddar á íslandi. Þá ertu ekki femínisti. Þá ertu bara hvítur femínisti.

Venja | 10. okt. '18, kl: 05:53:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

femínistar eru ekki bara konur. Feministar eru fólk sem vilja jafnrétti kynjanna. Og já, ég veit að þú og aðrir álíka halda því fram að það sé ekki merking feminisma, en það er það samt, alveg sama þó þín skoðun sé önnur. Þín skoðun stjórnar ekki merkingu orðsins.

vigfusd | 11. okt. '18, kl: 12:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, feministar eru yfirleitt konur sem berjast fyrir öllu sem viðkemur konum og hafa viðurstyggð á karlmönnum. Það er ótrúlega margir feministar sem hata karlmenn. Staðreynd.

TheMadOne | 11. okt. '18, kl: 14:55:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki staðreynd heldur þín óskhyggja. Þetta byggir á tilfinningu en ekki raunveruleika

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 11. okt. '18, kl: 17:01:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rangt

TheMadOne | 11. okt. '18, kl: 19:00:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sannanir takk

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 20. okt. '18, kl: 17:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fylgstu bara með Jon Steinar umræðunni. Sú umræða undirstrikar orð mín þrátt fyrir að þú eigir eftir að snúa þessu annað ;)

TheMadOne | 20. okt. '18, kl: 18:12:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Manstu út af hverju það kom upp svona mikil reiði út í Jón Steinar?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 07:22:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sannaðu það!

Venja | 11. okt. '18, kl: 19:22:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rangt. Það eru til konur sem hata karlmenn, rétt eins og karlmenn sem hata konur. Feminismi hinsvegar er ekki karlahatur þó þú viljir það alveg svakalega mikið. 

Grrrr | 11. okt. '18, kl: 19:23:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Femínistar eru samt konur óháðar litarhættir. Þótt þú viljir bæta körlum þarna inn. Þá breitir það ekki því sem ég hef sagt í þessum þræði.

Svo finnst mér ómálefnalegt að segja mér hver mín skoðun er og hvernig ég skilgreini femínisma.

Femínismi: Málsvörn fyrir réttindum kvenna á jafnréttisgrundvelli.

Og ef þú vilt skíta á skilgreiningu mína um femínisma. Þá hefuru hana hér.

Venja | 12. okt. '18, kl: 06:14:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú átt reyndar enn eftir að færa einhverjar sannanir fyrir þessari absúrd skoðun þinni að íslenskar konur séu á móti jafnrétti kvenna af erlendu bergi brotnu.

Grrrr | 12. okt. '18, kl: 11:18:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér að asískar konur séu kúgaður minnihluta hópur á Íslandi?

Venja | 12. okt. '18, kl: 12:25:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já. Er ég þá á að berjast á móti þeim ef ég tek ekki að mér að berjast fyrir þeim?

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 07:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem þér er alveg sama um rétt kynsystra þinna, hvernig geturu þá kallað þig femínista?

Venja | 16. okt. '18, kl: 10:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar kemur fram að mér sé sama? 


En þar sem þú ert nokkuð augljóst tröll (enginn er svona þykkur) þá nenni ég þér ekki lengur.

Grrrr | 16. okt. '18, kl: 20:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hunsa það að það sé til hvítur femínismi. Haltu bara áfram að lifa í afneitun.

Venja | 17. okt. '18, kl: 11:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar segi ég að það sé ekki til? 


Þú heldur því fram að mér sé sama um kynsystur mínar. Geturu fært rök fyrir því eða ertu bara að skálda hluti og tröllast?

ert | 10. okt. '18, kl: 09:09:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


psst þetta er svolítið sk´ritin umræða sem skiptir konum í hvítar íslenskar konur sem njóta foréttinda og kúgaðar litaðar konur sem eru fæddar erlendis.
Það er oft illa komið fram við pólskar konur. Þær eru samt hvítar.
Það er alls ekki víst að þær konur sem skrifar hér og eiga greinilega íslensku að móðurmáli séu hvítar. 
Það getur líka vel verið að hvít háskólamenntuð kona sem á íslensku sem móðumál sé fædd erlendis.


Mér finsnt persónulega eðlilegast að tala um konur af erlendum uppruna - ég held að ná best yfir þennan hóp. En við skulum ekki gleyma konum í verkalýðsstétt - það hefur verið bent á stöðu þess hóps.


En allir þessir hópar forréttenda konur, konur af erlendum uppruna og konur í öllum stéttum þurfa að upplifa heim þar sem ofbeldi gegn konum er allt of algengt. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 11. okt. '18, kl: 20:38:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vel að orði komist. En það sem kannski setur asískar konur í sérhóp. Er sú staðreind að þær koma frá asíu, þar sem kvennakúgun er mun algengari en í evrópu. Þannig koma þær oft úr aðstæðum sem ekki hafa kennt þeim að krefjast réttinda sinna. Þess vegna giftast asískar konur mun meira hvítum karlmönnum til að komast úr fátækt en aðrar konur. Það líka tíðkast oft í heimalandinu þeirra. Konur sem koma frá miðausturlöndum ættu að fá sérstaka athygli frá femínistum á íslandi, til að upplýsa þær um réttindin sem þær hafa á Íslandi. En annars er ég sammála öllu sem þú sagðir hér fyrir ofan.

ert | 11. okt. '18, kl: 21:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viltu setja asískar konur í sérhóp ólíkan konum sunnan Sahara?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 11. okt. '18, kl: 23:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær konur, sem ég hef hitt og kynnst, sem að hafa komið hingað til Íslands frá Afríku. Hafa allar verið duglegar að aðlagast inní samfélagið og klárar í íslensku. Þær hafa flestar verið sterkar sjálfstæðar konur og sumar hverjar hafa verið áberandi í samfélaginu. Auðvitað eiga þær sinn rétt einsog aðrir.

ert | 12. okt. '18, kl: 08:51:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viltu meina að linur sunnar Sahara séu duglegar en Asískar konur latar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 12. okt. '18, kl: 08:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viltu meina að linur sunnar Sahara séu duglegar en Asískar konur latar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 12. okt. '18, kl: 11:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju ertu að halda því fram að asískar konur séu ekki kúgaðar á Íslandi?

ert | 12. okt. '18, kl: 13:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hvert þú að halda fram að svartar konur séu ekki kúgaðar á Íslandi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 07:24:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar hélt ég því fram?

ert | 14. okt. '18, kl: 13:21:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á sama stað og ég hélt því fram að asískar konur væru ekki kúgaðar á Íslandi

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 20:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hélt ég því fram að svartar konur væru ekki kúgaðar á Íslandi? Hvenær?

ert | 14. okt. '18, kl: 22:49:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú sérð það í sama innleggi og þar sem ég segi að asískar konut séu ekki kúgaðar á Íslandi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 23:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nenni ekki að rífast við krakka lengur. bless

ert | 15. okt. '18, kl: 00:03:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk elskan við miðaldra konur kunnum alveg að meta að vera gerðar yngri en við erum. Ég hefði haldið þú vissir það ef þú er jafnaldri minn eða eldri. Hvað ertu gamall? 70+?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Venja | 12. okt. '18, kl: 06:25:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

af hverju þykir alltaf svona sjálfsagt að hver sá sem kennir sig við feminista þurfi að taka upp bardagann fyrir alla minnihlutahópa? Af hverju finnst þér það meira á ábyrgð feminista en annarra í samfélaginu að sjá til þess að komið sé fram við innflytjendur á jafnréttisgrundvelli? Af hverju tekur þú þetta mál ekki að þér af hörku og ferð að berjast fyrir því? Í staðin fyrir að sitja bara og ákveða hver það er sem á að taka slaginn.


Mér þykir ekkert athugavert við að benda á að ákveðnir hópar séu undir í samfélaginu, þvert á móti, en ég skil ekki af hverju það þykir alltaf svona sjálfsagt að konur sem kenna sig við feminisma séu skyldugar til að taka alla slagina sem viðkoma jafnrétti. Ég á vin sem tók þátt í að setja á laggirnar ókeypis sálfræðiaðstoð fyrir heimilislausa karlmenn (bý ekki á Íslandi). Aldrei hefur neinum dottið í hug að skamma hann fyrir að vera ekki að hjálpa heimilislausum konum líka. Eða hjálpa öldruðum. Eða innflytjendum sérstaklega (þó þeir séu ekkert útilokaðir frá þessari aðstoð). Þó að hann berjist fyrir einu málefni þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé á móti öllu öðru. Það sama á við um þær konur sem berjast fyrir jafnrétti kynja á Íslandi (aka feminista): Svo lengi sem þær eru ekki að berjast gegn réttindum erlendra kvenna á einn eða annan hátt, þá er ekkert hægt að halda því fram að þær séu á móti réttindum þeirra.

Grrrr | 12. okt. '18, kl: 11:17:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert s.s. að segja að femínistar séu ekki skyldug til að taka slaginn fyrir allar konur. Og að það sé ekkert sjálfsagt að femínistar taki upp bardagann fyrir minnihluta konur sem eru kúgaðar. Og þú kannski kallar þig líka femínista?

Svo skil ég ekki ... Hversvegna ætti einhver að skamma vin þinn fyrir að setja á stofn fría sálfræðiaðstoð fyrir heimilislausa karlmenn. Helduru að ég sem jafnréttindarsinni sé einhvernveginn mótfallinn því? Ertu eitthvað biluð?
Hann er að gera eitthvað gott. Ekki setjandi á oddinn sem femínisti hvort að kona ríka mannsins eiga að trúa því hvort hann hafi nauðgað einhverri eða ekki. Leyfum dómstólum að dæma.

Setjum umræðuna á eitthvað sem kemur femínistum við. Einsog nauðgunum og kúgun og hver það er sem lendir í því. Sem hefur alltaf verið útgangspunturinn minn. En það vekur ykkur meiri reiði að ég sé að seigja ykkur hvað sé femínismi en reiði ykkar er varðandi kúgun kvenna sem hafa flutt hingað. Og það er hvítur femínismi, sem er annaðhvort vegna þess að þú ert óupplýst eða rasisti.

Með því að taka ekki upp hanskann fyrir þína minnstu systur. Og setja mál á oddinn sem koma þeim ekki við. Og kæfa svo umræðuna með þínum hvíta femínisma. Þá ertu að stíga á litlu systir þína. Þá ertu að viðhalda kúgun á kynsystrum þínum sem eru í minnihluta og þurfa mest á femínista hreyfingunni að halda. Eða finnst þér að allar konur eiga bara að taka undir þínum femínista málaflokkum? Eða koma 'sumar' konur sem upplifa kúgun ekki á hreyfingunni að halda?

TheMadOne | 12. okt. '18, kl: 12:16:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað ert þú að gera til að verja mannréttindi asískra kvenna á Íslandi? Þetta mál er þér greinilega mjög hugleikið svo að það getur ekki annað verið en að þú sért að gera eitthvað róttækt

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 07:28:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat núna er ég að svara rasista sem vill viðhalda ástandinu og neitar að viðurkenna að asískar konur á íslandi sæti kúgun. En það þýðir samt lítið. Afþví að þú ert bara raisti.

TheMadOne | 14. okt. '18, kl: 12:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert þá að gera ekki neitt nema kalla fólk rasista sem hefur ekkert gert til þess að fá svona skítkast frá þér. Þú ert greinilega ekki með nein rök, bara tröllaskap.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 20:19:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segjir Bland Tröllið. lol

TheMadOne | 14. okt. '18, kl: 20:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"þú líka" rök, hélt vatni í barnaskóla, ekki lengur.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 22:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú skilur bara ekkert annað.

TheMadOne | 14. okt. '18, kl: 22:55:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að koma þér upp aumkunarverðri flóttaleið, persónulegt skítkast. Greinilega búinn með allt annað

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 23:03:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nenni bara ekki að standa í útúrsnúningunum í þér. Þú ert barnaleg.

TheMadOne | 15. okt. '18, kl: 00:50:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert vanur að þola ekki rökstuðning frá öðrum þá er ekkert skrítið að þú gefist upp

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Venja | 12. okt. '18, kl: 12:28:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki skylda allra feminsita að taka ALLA bardaga. Hinsvegar eru erlendar konur ekki útilokaðar frá þeim slögum sem teknir eru fyrir konur. Eða er ertu með einhverjar sannanir fyrir því að íslenskar konur berjist fyrir því að íslenskar konur fái ákveðin réttindi en ekki erlendar?


Ég tók dæmið með vin minn þar sem þér finnst að feminsti, ég t.d. eigi að berjast fyrir réttindum innflytjenda (amk svo framalega sem það eru konur). Af hverju er vinur minn ekki skammaður fyrir að berjast ekki fyrir aðstoð handa öllum heimilislausum? eða öllum karlmönnum, ekki bara heimilislausum? Samkvæmt þínum skrifum hlýtur hann að vera á móti því að aðstoða aðra karlmenn en heimilislausa?

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 07:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

copy paste svarið mitt frá því síðast.

"Svo skil ég ekki ... Hversvegna ætti einhver að skamma vin þinn fyrir að setja á stofn fría sálfræðiaðstoð fyrir heimilislausa karlmenn. Helduru að ég sem jafnréttindarsinni sé einhvernveginn mótfallinn því? Ertu eitthvað biluð?
Hann er að gera eitthvað gott. Ekki setjandi á oddinn sem femínisti hvort að kona ríka mannsins eiga að trúa því hvort hann hafi nauðgað einhverri eða ekki. Leyfum dómstólum að dæma."

En þú lest greinilega ekki svörin mín. Þannig að ég hætti þá bara að lesa þína. Enda hef ég ekki áhuga á rasistaáróðri.

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 07:33:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars geturu bara lesið afganginn hérna fyrir ofan. Ég er búinn að svara þér. Ég er löngu búinn að útskýra mína afstöðu og ef þú nenntir að lesa það áður en þú ferð að rökræða. Þá kannski væru rökræður í gangi.

Grrrr | 9. okt. '18, kl: 16:49:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og bara til að svara spurningunni, þá er það ekkert rugl að íslenkar konur þær vilja ekki berjast fyrir réttindum innflytjenda. Jafnvel ekki til að aðstoða kynsystur sínar. Annars hefði ég frétt af þvi og lagt ykkur lið.

TheMadOne | 9. okt. '18, kl: 22:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú veist greinilega ekki mikið hvað er í gangi í samfélaginu af því að þetta er einfaldlega rangt. Að þú hafir ekki séð eitthvað er ekki sönnun þess að það sé ekki til.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 02:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vona þetta séu næg sönnunargögn.

https://skemman.is/bitstream/1946/4036/3/Cynthia_fixed.pdf

ert | 10. okt. '18, kl: 09:10:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hvar í þessari grein kemur fram: " að íslenkar konur þær vilja ekki berjast fyrir réttindum innflytjenda. Jafnvel ekki til að aðstoða kynsystur sínar."
Ég las hana og fann ekki þessa fullyrðingu ekki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 16:30:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ásakaður um að hafa farið með rangt mál. Þannig að ég ákvað að koma með sönnun fyrir því að staða asísku konunar í íslensku samfélagi er ekki góð og þarfnaðst bætingar.

En ef að ykkur var alveg sama um það og vilduð bara sönnun þess að hvítar konur á íslandi hafi barist fyrir réttindum kvenna sem koma til íslands frá asíu. Þá hefuru sannað það að ímynd ykkar skiptir ykkur meira máli en að bæta stöðu kynsystra ykkar.
Þið ættuð að skammast ykkar! Annaðhvort eruð þið að deyja úr eigingirni eða þá að þið eruð bara rasistar.

ert | 10. okt. '18, kl: 16:32:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fann ekki að " að íslenkar konur þær vilja ekki berjast fyrir réttindum innflytjenda. Jafnvel ekki til að aðstoða kynsystur sínar." í þessari ritgerð. Ég fann ekki sönnunina. Geturðu bara ekki sett inn blaðsíðutalið þar sem þetta stendur? Og þá er málið dautt. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 16:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þér alveg sama um stöðu fátækra kvenna á íslandi, ef þær eru innflytjendur. Eða ertu svona reið að ég skuli vera tala um kvennréttindi sem koma mér bara ekki við. Ég sé ekki að þú hafir sett einn samúðarstaf niður til kvenna sem þurfa upplifa kúgun í okkar samfélagi. Það sem skiptir þig máli er að ég sýni eitthvað sem er ekki til. Vegna þess að ef að hvítar konur á íslandi sýndu kynsystrum sínum stuðning, þá væri auðvelt að finna það, ekki satt. En þú villt bara að ég finnni sannanir um eitthvað sem er ekki gert. Þú villt bara grafa málið og gleyma því að kynsystur þínar frá öðrum þjóðum eru kúgaðar á íslandi.

Þú ert ekki femínisti, þú ert rasisti!

ert | 10. okt. '18, kl: 16:47:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei
Nei
Þú hefur greinilega ekki lesið innlegg mín hér.
Ég persónulega tel það staðreynd að það sé illa farið með fólk af erlendum uppruna hér á landi og að konur sæti kynbundnu ofbeldi. Í því felst að ég tel að konur af erlendum uppruna twice disadvanged og því í mjög slæmri stöðu.
Það þýðir samt sem áður ekki að ég hafi fundið í því sem þú sendir inn fullyrðingar um  " að íslenkar konur þær vilja ekki berjast fyrir réttindum innflytjenda. Jafnvel ekki til að aðstoða kynsystur sínar."
Geturðu ekki sagt mér á hvaða síður það stendur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 17:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"þú veist greinilega ekki mikið hvað er í gangi í samfélaginu af því að þetta er einfaldlega rangt. Að þú hafir ekki séð eitthvað er ekki sönnun þess að það sé ekki til."

Ég birti linkinn á greininga til að benda á að ég veit hvað er í gangi í samfélaginu.

Ef þú villt sönnun um aðgerðarleysi. Þá var það sett á oddinn í femínistabaráttunni að konur í forstjórastöðum fengju jafnrétti til að komast að í stjórnunarstöðum. Þá myndu þær geta breitt hlutum og bætt t.d. stöðu kvenna sem eru innflytendur. Nú eru margar konur í stjórnunarstöðum og hafa þær beitt valdi sínu fyrir femínista. NEI! Þær hafa gjörsamlega gleymt kynsystrum sínum, eftir að þær fengu sitt.

Hefur staða asísku konunar batnað í íslensku samfélagi síðast liðin 30ár? NEI! Afhverju ekki? Vegna þess að það er enginn sem berst fyrir réttindum þeirra.

Ef þú getur sannað annað, gjörðu svo vel.

ert | 10. okt. '18, kl: 18:17:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Erum við að skilja hvort annað rétt? Setturðu þessa grein inn til að sanna að  " að íslenkar konur þær vilja ekki berjast fyrir réttindum innflytjenda. Jafnvel ekki til að aðstoða kynsystur sínar." eða til að sanna að það sé umræða um stöðu kvenna af erlendum uppruna í samfélaginu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 18:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég setti hana þarna inn til að sanna að þú sért hvítur femínisti. Sem ræðir bara um málefni sem kemur hvítum konum við. En bregst ílla við þegar minnst er á kúgun kynsystra sinna sem eru af öðrum kynþáttum. Og í stað fyrir að sýna þeim málum samúð, þá fer hvíti femínistinn í vörn og ver sína skoðun. Sem kæfir enn meira umræðuna um kúgun á konum sem eru í minnihlutahópum.

Öll feminísk umræða sem snýst um annað en kúgun kynsystra þinna. Dregur úr vilja samfélagsins til að hjálpa kynsystrum þínum sem þurfa þína hjálp mest. Þó svo vissulega hafa femínistar rétt á að ræða öll mál sem þeim viðkemur. En þegar umræðan sem við kemur þeirra kvenna sem upplifa mesta kúgun, fær minnsta athygli. Þá er það vegna þess að umræður einsog þessi þráður er að beina umræðunni annað. Og það kemur sér afar ílla fyrir kynsystur þínar sem sæta mestri kúgun í samfélaginu. Og þú ert ekki að sýna þeim neina samúð. Hvernig geturu kallast annað en hvítur-femínisti?

ert | 10. okt. '18, kl: 18:32:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ha? Þannig að ritgerð í skemmunni sannar að þegar ég tala um stöðu kvenna af erlendum uppruna og tala um litaðar konur  þá er ég að tala um hvítar konur.
OK: Það er ritgerð í Skemmunni sem sannar að þetta innlegg þitt var um hrossskít.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 18:34:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég byðst afsökunnar á að kalla þig rasista. Kannski eru bara svona vitlaus.

ert | 10. okt. '18, kl: 18:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er örugglega vitlaus. Kannski er ritgerð í skemmunni sem sannar það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 18:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki veit ég það, en það er til ritgerð sem sýnir fram á að staðalýmynd sem við höfum á asískar konur sem hafa flutt til íslands eru til þess gerðar að ýta undir fátækt og kúgun á þeim konum.
En þótt að þú kallir þig femínista þá kemur þér kvennakúgun á inflytjendum ekki við.

ert | 10. okt. '18, kl: 19:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú getur ekki ákveðið að það komi mér ekki við. Ég mun halda áfram að hafa áhuga á málefnum kvenna af erlendum uppruna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 19:46:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott, vitundarvakning er fyrsta skrefið gegn hvítum femínisma.

askjaingva | 10. okt. '18, kl: 20:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvernig er vitundarvakning gagnvart hvítri karlrembu, hvernig fer það fram?

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 20:05:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef breitt bak sem hefur þolað margt. Ég ætla bara að fyrigefa þér þetta.

TheMadOne | 10. okt. '18, kl: 11:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru engin sönnunargögn þarna og frekar vafasamar staðhæfingar inn á milli sem koma þessu hérna máli ekkert við.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grrrr | 14. okt. '18, kl: 07:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða máli?

vigfusd | 9. okt. '18, kl: 17:03:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er talað um það í afar, afar fáum þráðum ;)

Grrrr | 10. okt. '18, kl: 19:01:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef einhver kona ásakar kallinn þinn um nauðgun. Farið þá til hjónabandsráðgjafa eða talið við therapista. Það fólk er þjálfað í að sjá í gegnum lygara. En ef að kallinn þinn vill ekki fara, þá er honum sama um tilfinningarnar þínar. Og það er bara deal-breaker.

Og þú þarft ekkert að trúa öllum konum sem segjast hafa verið nauðgað. Það er nóg að ætlast til að þær fái allar hjálp, samúð og sanngjarna málsmeðferð. Og ég ætlast til að karlmenn sem segjast hafa verið nauðgað fái sömu málsmeðsferð. Það er hópur sem fær litla athygli. Þá vil ég helst nefna straight karlmenn sem er nauðgað af karlmönnum. Þeir vilja oft ekki leita sér hjálpar útaf skömm, alveg einsog margar konur. Karlmenn eiga oftar til að vera harðir af sér og byrgja svona inni. Nauðganir eru viðbjóðslegt ofbeldi sama hver á í hlut. Og við sem samfélag eigum að hjálpa fórnalömbunum sem best við getum. Og fordæma gerendurnar. Það væri fínt að banna dæmdum nauðgurum að gifast, timabundið eða þar til sálfræðingur gefur blessun sína. Þeir hafa ekkert að gera með að vera búa til aðstæður sem gætu nýst til falinna ofbeldisverka.

Kerti1 | 21. okt. '18, kl: 08:37:16 | Svara | Er.is | 0

Best að taka enga afstöðu í einhverju sem maður hefur ekki hugmynd um. Leyfa kerfinu að vinna úr málum í stað þess að gerast dómari eingöngu vegna ásakana. Svoleiðis hegðun hefur ekkert gott upp úr sér.

Grrrr | 21. okt. '18, kl: 08:57:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er sá sami og svindlaði á skattinum. Sagði svo að afþví hann hafði borgað einhverju fjármála vitringi fyrir fræga fólkið að sjá um bókhaldið, þá komi málið honum ekki við.
Þegar menn eru orðnir svo ríkir að skatturinn kemur þeim ekki við. Þá þarf að flengja menn á almannafæri. Mér það vera næg ástæða til að úthrópa manninn skíthæl og aumingja. En það er öllum sama um það ef ríku kallarnir borga ekki skattinn. Við hin getum borgað bara.

sakkinn | 21. okt. '18, kl: 19:47:27 | Svara | Er.is | 0

mjög fordómafull

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Afhverju má ekki gera grín að feitu fólki lengur? Lýðheilsustofa 12.12.2018 17.12.2018 | 18:59
Klausturs klúðrið og Bára Halldórs kaldbakur 17.12.2018 17.12.2018 | 18:59
Hvernig get ég haldið jól :( allalone 12.12.2018 17.12.2018 | 18:42
Playstation 4 leikir fyrir 11 ára bros30 14.12.2018 17.12.2018 | 16:49
Elly Borgarleikhús Helga31 15.12.2018 17.12.2018 | 15:56
Einmana félagsvera kaktusakaka 16.12.2018 17.12.2018 | 15:49
Eldgos Sessaja 17.12.2018 17.12.2018 | 15:11
jólagjöf fyrir 9 ára strák kittyblóm 17.12.2018
Er hægt að fara í aðgerð (þarna niðri) ? honeyluv 17.12.2018 17.12.2018 | 11:24
Húsmæðraskólar - rétt að endurreisa þann skóla. kaldbakur 15.12.2018 17.12.2018 | 10:48
Sodastrem hjálp hobbymouse 16.12.2018 17.12.2018 | 10:25
Enn leitar þessi afmyndaði vanskapnaður að sökudólgum. spikkblue 16.12.2018 17.12.2018 | 08:49
Fjölskylduspil Sessaja 16.12.2018
flytja betra útsýni til borgarinnar? pepsico 16.12.2018 16.12.2018 | 22:03
Aftur kerti, góð ilmkerti og á góðu verði? Friðrikka 30.11.2011 16.12.2018 | 21:45
Trúleysi Presta - eru þeir Hræsnarar ? kaldbakur 15.12.2018 16.12.2018 | 21:36
hvar fæ ég evrópufrímerki? dagny06 16.12.2018 16.12.2018 | 21:33
jólagjöf fyrir foreldra aósk 15.12.2018 16.12.2018 | 21:25
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 16.12.2018 | 21:15
Erlendir eiginmenn bouanba 7.9.2006 16.12.2018 | 21:12
barnavernd .fósturbörn vallieva 13.12.2018 16.12.2018 | 18:28
Örorka og flytja erlendis janefox 16.12.2018 16.12.2018 | 13:21
hvar fær maður dread lokka í hárið i Reykjavik? looo 16.12.2018
FROTTÉ baðsloppar? Ljufa 15.12.2018 16.12.2018 | 09:55
Evrópskt sjúkrakort músalingur 16.12.2018 16.12.2018 | 08:58
Mæðrastyrksnefnd bergma 16.12.2018
Apríl bumbur 2019 svissmiss 21.11.2018 16.12.2018 | 01:08
Lirfa Nainsi 15.12.2018 16.12.2018 | 00:15
Getur maður treyst WOW kronna 14.12.2018 15.12.2018 | 23:48
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 15.12.2018 | 21:45
Jólagjöf fyrir aldraðan afa Miss Lovely 15.12.2018 15.12.2018 | 21:45
Sneakers áhugi (blæti) burrarinn 15.12.2018 15.12.2018 | 20:47
Kertastjakar baldurjohanness 15.12.2018 15.12.2018 | 19:57
Costco jólaopnun Logi1 15.12.2018
Vitið þið um ? heima2 15.12.2018
Hlutfall feitra stefnir í að verða 70% fyrir næstu kynslóð BjarnarFen 14.12.2018 15.12.2018 | 00:10
Kaþólska í krísu ? Dehli 2.12.2018 14.12.2018 | 22:57
Barnaníðingarnir í Landsrétti passa upp á sína spikkblue 14.12.2018 14.12.2018 | 22:55
Gleðileg jól frá alþingi BjarnarFen 13.12.2018 14.12.2018 | 22:49
Gunnar Nelson Sessaja 10.12.2018 14.12.2018 | 22:49
Út að borða Auja123 14.12.2018
Mín fyrrverandi JæjaLOL 29.11.2018 14.12.2018 | 21:54
Ástæða fyrir sambandsslitum? Maggarena 9.7.2011 14.12.2018 | 21:51
Þessi hrokabykkja gefur sig ekki spikkblue 8.12.2018 14.12.2018 | 21:34
Neglur kringlunni 0206 14.12.2018
Hárblásari didda1968 13.12.2018 14.12.2018 | 16:39
Vægara orð yfir vanvirkni... minnipokinn 17.11.2018 14.12.2018 | 15:27
Hvaða vörur vantar á íslandi sem eru seldar erlendis? karma14 14.12.2018 14.12.2018 | 14:59
Kópavogsbær kókó87 14.12.2018
Jólahlaðborð sunnudagskvöld? Stóramaría 13.12.2018 14.12.2018 | 09:12
Síða 1 af 19680 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron