hvenær er maður orðin stjúpforeldri ?

irisiri | 16. apr. '15, kl: 23:11:01 | 1024 | Svara | Er.is | 0

ég er að spá í einu ... hvenær myndið þið segja að maður sé orðin að stjúpforldri barns maka síns?

 

sjomadurinn | 16. apr. '15, kl: 23:12:57 | Svara | Er.is | 8

Um leið og þú ert farinn að tala um einhvern sem maka þinn

irisiri | 16. apr. '15, kl: 23:23:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

finnst það einmitt líka.. vildi bara vita hvort ég þyrfti hjálp eða hvort það væri eh að hjá mér, eins og mamman vill meina afþví ég kalla mig stjúpmömmu barns maka míns eftir 4 ára sambúð, barnið er hjá okkur helmings tímans...

irisiri | 16. apr. '15, kl: 23:27:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jú og svo kem ég ekki uppeldi barnsins við afþví ég er ekki foreldri barnsins (samkvæmt mömmu barnsins).. er þetta alveg eðlilegt? ég veit að það eru oft smá erfiðleikar í svona flókum fjölskyldum en .. það hefur aldrei verið neitt vesen fyrr en nú... ég skil líka alveg að það er erfitt fyrir konur að það sé kanski önnur kona sem elskar barnið og hugsar um það, en ætti það ekki að skipta mestu máli að barnið sé elskað og að því líði vel... stundum þarf maður bara að kingja sínu og hunsa um hag annarra... er ég alveg úti að aka hérna eða?

Anímóna | 16. apr. '15, kl: 23:30:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Úff mér heyrist hún frekar þurfa á hjálpinni að halda.

fálkaorðan | 16. apr. '15, kl: 23:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei þú ert ekki úti að aka en eflaust er þetta eitthvað sem þú getur gert lítið í. Það er að þú getur ekki stjórnað eða haft áhrif á hennar gerðir og tilfinningar.


Mæli með að ræða við aðra stjúpforeldra, er ekki stjúptengsl góður steinn til að byrja á. Svona fá ráð og reynslusögur frá öðrum í sömu klemmu.


http://www.stjuptengsl.is

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

strákamamma | 16. apr. '15, kl: 23:49:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er ekki þitt vandamál...   þetta er hennar issjú.  Ef þú kæmir ekki að uppeldi barnsins væriru hræðileg manneskja, barnið býr hjá þe´r helming lífs síns, hvað...áttu bara að hundsa barnið þegar það er hjá þér?




En ég skil þig vel...  blóðforeldrar stjúpsonar míns eru ekki sammála um þetta atriði heldur.    Synir mínir 4 eiga svo aftur allir stjúpmæður heima hjá sínum feðrum og mér finnst það alveg frábært hvað þessar konur hafa tekið sonum mínum vel og hvað þeir eru glaðir með hinar mömmur sínar. 

strákamamman;)

Myken | 17. apr. '15, kl: 05:45:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sýnist þú vera með alveg eðlileg við horf, frekar mamma þín og barsmóðir maka þíns sem þurfa að laga sitt atitjút.
Mitt er því fleirri sem elska börnin mín og bera hag þeirra fyrir brjósti því ríkari erum við  :)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

bdi | 17. apr. '15, kl: 14:16:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þú ert ekki úti að aka. 

holyoke | 19. apr. '15, kl: 18:38:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Bara það að vera innan um barnið á heimilinu YKKAR er hluti af uppeldi. Þær reglur sem eru þar eru væntanlega reglurnar ykkar allra. Þó svo hun vilji ekki að þú farir með barnið i læknisskoðanir eða á skólafundi þá ertu samt stjúpforeldri hvort sem henni líkar eða ei og það er alltaf barninu fyrir bestu ef makar hafa líka áhuga á að sinna því.
Barnið mitt á 3 foreldra sem allir koma að uppeldi (er líka með viku og viku) og allir hafa rödd ef eitthvað er. Þegar stjúpmamma kemur inn í myndina myndi ég frekar vilja bjoða hana velkomna í líf barnsins míns og vonast eftir því að hún taki sem mestan þátt en að fæla hana frá. Og eg vona að það fari að koma að því að barnsfaðir minn hafi einhvern sér til trausts og halds eins og ég hef.
Stjuppabbi minn er pabbi minn eins og sá líffræðilegi, ég hef alltaf séð hann þannig því hann tekur þátt. Kannski er hun hrædd um að vera "síðri" mamman, en samt sem áður þá ætti hun að sjá þetta frá hlið barnsins :)

Spáðu bara í því hvað barnið ykkar verður heppið að geta beðið 3 foreldra um hjálp við heimanámið! (eða 4) Þá hlýtur amk einn að vera laus til þess ;)

THE princess | 20. apr. '15, kl: 00:30:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vá... barnsfaðir minn og konan hans eru búin að vera saman í 2 ár núna held ég og búin að búa saman í þó nokkurntíma og strákurinn minn er bara aðra hverja helgi hjá þeim, en ég tala samt sem áður um hana sem stjúpmömmu barnsins míns.. hún hugsar um hann líka þegar hann er hjá þeim og sendir mér myndir af honum og við erum almennt í mjög góðum samkiptum þegar kemur að stráknum, þannig að auðvitað tel ég hana sem stjúpmömmu hans :O

strákamamma | 16. apr. '15, kl: 23:46:30 | Svara | Er.is | 0

tja...  þegar barni kærasta/kærustu þinnar eyðir pabba/mömmu tíma með ykkur...ekki bara blóðforeldri sínu.    Ég átti kærasta í 3 mánuði áður en ég kynntist syni hans, þa´var ég abra kærastan hans pabba.   stuttu síðar fóru þeir að vera heima hjá okkur á pabbatíma...og þá varð ég stjúpa hans. 


Veit ekki hvort það er lagalega skilgreining til á þessu samt...  en svona var þetta hjá okkur.  


Maðurinn minn varð svo stjúpi sona minna þegar hann flutti inn til okkar, þá hætti hann að vera bara kærastinn hennar mömmu

strákamamman;)

irisiri | 17. apr. '15, kl: 00:45:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

takk fyrir þessi svör, ég er ekkert að stressa mig á þessu, held ég hafi bara þurft að heyra það að ég væri ekki laveg klikk... eins og ég sé þetta elska ég barnið og hugsa um það með pabba þess, ég er ekki bara einhver vinnukona sem eldar matin og þvæ þvott af öllum og fæ ekki leifi til að elska eða hafa afskipti um það sem gerist í lífi barnsins...
mér er alveg sama hvaða DNA barnið er með ég hef samt alveg hellings áhrif og fullt af umhyggju, og minn sterkasti eiginleiki er ekki að halda á uppþvottabursta eða brjóta saman þvott!! ég bara skil ekki svona hugsanahátt... því fyrir mér myndi ég vera ánægð ef fyrverandi maður minn myndi finna konu sem elskar barnið mitt eins og sitt eigið.. hvað meira getur maður beðið um?

bozo55
bozo55
Charmed | 19. apr. '15, kl: 21:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Viltu þá meina líka að foreldrar sem ættleiða börn geti aldrei myndað eðlilega tengingu við barnið?
Þessi kona talar um það að barnið sé til jafns hjá þeim og hinu foreldrinu því hlýtur hún að hafa á þessum fjórum árum myndað góða tengingu við barnið.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

SantanaSmythe | 20. apr. '15, kl: 00:46:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djöfulsins kjaftæði, á bæði stjúp mömmu og pabba, ég á oft auðveldara með að tala við þau en foreldra mína,

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

randomnafn | 17. apr. '15, kl: 01:56:45 | Svara | Er.is | 0

Ef þú ert með manneskjunni og þið eruð "saman" þá ertu strax orðin stjúpforeldri a.m.k. á einhverju "leveli".
Besti mælakvarðinn er væntanlega þegar þú ert orðinn fullur þáttakandi í uppeldi barnsins þá hlýturðu að kallast stjúpforeldri.

randomnafn | 17. apr. '15, kl: 01:58:40 | Svara | Er.is | 0

Annars er þetta nokkuð merkingarlaust hugtak ef það er nægir ekki regluleg þáttaka í barni maka þíns til að þú kallist stjúpforeldri þá er bara hægt að leggja þetta hugtak af.


Samkv. íslenskri orðabók:

stjúp·móðir KVK
• kona sem er gift eða býr með föður þess sem um er rætt og kemur honum/henni í móðurstað, stjúpa

stjúp·faðir KK
• karl sem er kvæntur eða býr með móður þess sem um er rætt og kemur honum/henni í föðurstað, stjúpi

svarta kisa | 20. apr. '15, kl: 02:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkvæmt þessari skilgreiningu þá er fólk ekki stjúpforeldri nema það komi barninu í móður eða föðurstað. Þannig að ef líffræðilegir foreldrar barnsins eru báðir inni í lífi þess og hugsa um það þá ættu makar þeirra í rauninni ekki að kallast stjúpforeldrar því þau eru ekki að koma í stað hinna, eða þannig skil ég þetta...
En til að svara upphafsinnleggi þá held ég að ég myndi ekki líta á mig sem stjúpmóður barns fyrr en og ef barnið vill hafa það þannig. Einnig finnst mér mjög varhugavert að ætla að fara að koma mikið að uppeldi stjúpbarna með beinum hætti. Ég segi fyrir mitt leiti að ef ég væri með manni sem færi svo að skammast í barninu mínu og þess háttar (því uppeldi er ekki bara regnbogar og glimmer...) þá myndi ég sennilega fljótt hætta að vera skotin í honum. Í mínum augum er það ekki í boði fyrir neinn nema mig og pabba stráksins míns að aga hann til... Barnsfaðir minn er búinn að eiga kærustu núna í rúmlega 2 ár en þau búa ekki saman þannig séð. Það hvarflar ekki að neinu okkar held ég að kalla hana stjúpmömmu hans...

randomnafn | 20. apr. '15, kl: 03:43:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda var orðabóka-skilgreiningin bara til hliðsjónar, ekkert endilega sammála henni.
Held að traust sé besti mælikvarðinn.
Þegar barnið upplifir þig sem hluti af sínum nánustu þá ertu orðinn stjúpforeldri og náttúrulega að þú takir reglulega þátt í uppeldi barnsins þar með talið skamma það, kenna þeim ákveðin gildi osfrv.

strákamamma | 20. apr. '15, kl: 06:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

vá..ég er akkúrat öfugt...ef maðurinn minn tæki aldrei slaginn við börnin mín sem búa hjá okkur væri hann ekki maðurinn minn..  Ekki séns að maður geti búið með manneskju og haldið henni frá því að mynda foreldratengsl við barnið manns...enda meikar það ekki nokkurn sens.   Reglurnar á okkar heimili eru gildandi fyrir alla...hvort sem ég er heima til þess að passa uppá þær eða maðurinn minn..


eins þarf hann ekki að kalla í mig til þess að ala upp börnin ef eitthvað kemur uppá, hann er alveg jafn fær og ég til þess, en auðvitað gerist svona smátt og smátt þegar um stjúpbörn er að ræða, það kemru ekki bara nýtt stjúpforeldri inní líf barna yfir nótt og fer að ala viðkomandi barn upp.



Ég myndi kalla kærustu barnsföður þíns stjúpu stráksins ef hún þekkir hann og strákurinn eyðir sínum pabbatíma með þeim...en ekki bara honum... hvar svo sem hún býr.




foreldri sem kemur í stað blóðforeldris er fósturforeldri. 

strákamamman;)

dekkið | 20. apr. '15, kl: 10:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála þér. Maðurinn minn er jafn mikið foreldri á okkar heimili og ég þegar kemur að stjúpbörnum hans. Mér finnst það einmitt kostur að maðurinn minn kemur fram við börnin eins og sín eigin. Í gegnum súrt og sætt í uppeldinu ;)

strákamamma | 20. apr. '15, kl: 18:14:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl

strákamamman;)

alboa | 20. apr. '15, kl: 10:58:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fósturforeldri er manneskja sem tekur að sér barn í fóstur. Stjúpforeldri getur alveg komið í stað blóðforeldris ef það er ekki til staðar eða jafnvel látið. Kjörforeldri (ættleiðing) getur líka komið í stað blóðforeldris.


kv. alboa

edeliaa | 17. apr. '15, kl: 06:02:38 | Svara | Er.is | 0

til ad teljast stjúpforeldri þarf þá ekki barnid börnin ad búa hjá foreldrinu ?

♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥

Myken | 17. apr. '15, kl: 06:13:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

1. barnmið byr 50/50 hjá foreldrum sínum
2. Nei ekki finnst mér það, Stúpforeldri er maneskjan sem býr með foreldri þínu hvort sem þú býrð þar eða ekki..Ef það færi eftir því þá væri stjúpforeldri ekki lengur stjúp eftir að þú flytur að heiman


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Grjona | 17. apr. '15, kl: 06:31:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

strákamamma | 17. apr. '15, kl: 13:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei.... einn sona minna td býr hjá mér, fer til pabba síns einus inni til tvisvar á ári (býr í öðru landi)   þar á pabbi hans unnustu sem er hin mamma sonar míns. Hún er stjúpa hans þó hann hitti hana ekki oftar en þetta, hún er kona pabba hans, kona sem þykri vænt um hann eins og hennar eigið barn og hugsar um hann með pabba hans þegar hann er hjá þeim.


Hvað annað gerir fólk að stjúpforeldri?




samkvæmt skilgreiningu þinni er stjúpa 5 ára sonar míns ekki stjúpa hans því hann fer til pabba síns aðra hvora helgi....en býr ekki hja´þeim.  Hún er samt kærasta pabba hans, mamma litla bróður hans og hugsar um hann og elskar hann og tekur þátt í foreldrafundum og lætur sér annt um velferð hans...

strákamamman;)

alboa | 19. apr. '15, kl: 15:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, stjúpforeldri er maki foreldris. Í barnalögum er reyndar talað um stjúpforeldri og sambúðarforeldri einhverra hluta vegna.


kv. alboa

Grjona | 17. apr. '15, kl: 06:29:52 | Svara | Er.is | 3

Þegar þú verður maki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

dekkið | 17. apr. '15, kl: 13:38:28 | Svara | Er.is | 0

Eftir 4 ár í sambúð með pabbanum ertu löngu orðin stjúpmamma. Leiðinlegt að þetta sé svona hjá henni. Það tók nokkur ár fyrir mig og fyrrum stjúpmömmu strákana minna til að ná sáttum. Allskonar smá drama frá beggja hálfu en ákváðum einn daginn að börnin væru númer eitt og að byrja upp á nýtt. Við erum mjög góðar vinkonur í dag. Reynar er hún og pabbinn skilin og hann komin með nýja konu og hún er hreint út sagt frábær og er í góðum samskiptum við hana. Þetta er ekkert frá þinni hálfu heldur frá hennar. Vona að þetta muni lagast því ósjálfrátt lenda börnin oft á milli

irisiri | 17. apr. '15, kl: 15:27:06 | Svara | Er.is | 0

Það er nefnilega verst þegar börnin verða á milli og taka eftir eh erjum eða leiðindum.... halda jafnvel að það sé þeim að kenna... en vonandi er þetta bara tímabil... held þetta hafi byrjað afþví þegar barnið fer til mömmu sinnar talar hún oft um mig og hvað við gerum og svona,.. mamman sagði það meira að segja við manninn minn að henni þætti þetta leiðinlegt og sárt... sem ég botna nú ekki alveg... vill maður ekki að barninu sínu liði vel... þegar barnið talar um mömmu sína svara ég held ég bara með jákvæðu.. og þótt hún sé að segja barninu eh vitleysu er ég ekki að rakka það niður eða tala illa um hana... þótt með líki ekkert endilega við hana. En barnið má alveg halda að mér líki vel við mömmuna og að okkur semji vel saman.

strákamamma | 17. apr. '15, kl: 16:21:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki þetta vel.


mamma stjúpsonar míns hefur rætt þetta í "retsmægling"   ss fyrir rétti...  hvað henni finnist leiðinlegt hvað ég hafi mikið með barnið að gera...  ég er gift pabba hans. 


enda var horft á hana eins og hún væri ekki alveg í lagi að bera svona persónulega hluti upp við svona aðstæður.    Hún hefur svo líka rætt það við vini sína undanfarnar vikur að hún vilji panta tíma í sáttameðferð hjá sýslumanni hér í DK (statsforvaltning) til þess að ræða það vandamál að ég sé alltaf bara með barnið, aldrei pabbi þess.   Eitthvað sem er algerlega úr lausu lofti gripið og ekki byggt á neinu nema hennar óöryggi.


glatað að díla við svona en það er ekkert sem þú getur gert í þessu annað en einmitt bara að vera jákvæð alltaf þegar barnið talar um mömmu sína...   mamma okkar gutta segir honum allskonar vitleysu og sögur sem ekki standast og við höfum brugðuið á það ráð að segja bara að svona séu hlutirnir bara misjafnir hjá fólki og að það sé allt í himnalagi.   mömmu má alveg finnast eitthvað annað en pabba....alveg eins og honum og bróður hans finnst ekki sama íþróttin skemmtileg...  svo má hann finna út sjálfur hvað honum finnst þegar hann er orðin stór. 


Það virtist sætta hann við hversu ólíkir hlutirnir eru hérna í sambanburði við hjá mömmu hans

strákamamman;)

saedis88 | 17. apr. '15, kl: 15:34:48 | Svara | Er.is | 2

ég mundi segja bara strax og þú ert að hugsa um barnið og þessháttar. Ég átti svosem alveg vandamál með að viðurkenna fyrir sjálfri mér að fyrv kærasta barnsföður míns væri stjúpmamma stelpnanna minna, en ég vissulega gerði mér grein fyrir því allan timann að það væri MITT vandamál, það var ég sem gat ekki gúdderað þá tilhugsun. 


Dætur mínar eiga stjúppabba og ég hef litið á hann sem stjúppabba síðan hann kom inní líf okkar og hann líka :) 

Gale | 19. apr. '15, kl: 14:47:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Held þetta hafi verið minn fyrsti skrollmínus :( sorrý

saedis88 | 19. apr. '15, kl: 14:49:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha það passar, ég var bara hveeeeeeeeeeer mínusar svona! 

Gale | 19. apr. '15, kl: 14:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Einmitt. Þetta var bara gott innlegg í umræðuna: )

Abba hin | 19. apr. '15, kl: 14:51:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tók'ann!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

saedis88 | 19. apr. '15, kl: 14:52:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þakka þér! gefðu svo Gale mínus fyrir þennan dómgreindarbrest, eg tými sko ekki karmastigum í það :')

Abba hin | 19. apr. '15, kl: 14:58:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha skal gert!!!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

1122334455 | 19. apr. '15, kl: 21:11:17 | Svara | Er.is | 0

Eftir 4 ár ertu svo sannarlega orðin stjúpforeldri, sama hvað blóðmóðurinni finnst um það.
Vonandi jafnar hún sig fyrr en síðar.

gruffalo | 20. apr. '15, kl: 00:19:04 | Svara | Er.is | 0

Bara um leið og fólk er orðið virkur þátttakandi í lífi barns.

hillapilla | 20. apr. '15, kl: 19:55:34 | Svara | Er.is | 0

Ef þú býrð með föður eða móður þess, myndi ég halda...

Oskari | 25. apr. '15, kl: 17:52:09 | Svara | Er.is | 0

Þegar sambúð hefst myndi ég segja.

En hvernig er það þá ef að stúpmamman og pabbinn hætta saman. Er hún þá ekki lengur stjúpmamman? Ég veit að stjúpforeldrar hafa engan rétt gagnvart börnunum eftir skilnað, en hættir stjúpmamman að vera það og verður bara að konunni sem var með pabba? Eða heldur hún þessum titli ef að hún heldur ennþá sambandi við barnið/börnin? Eða fer það eftir lengd sambandsins?

Er mikið búin að vera að spá í þessu, en ég á börn og maki minn á barn. Maður þorir varla að tengjast þessum yndislegu börnum, ég er svo hrædd um að mínir strákar verða hændir honum og dóttir hans að mér, eins ég að henni, og ef að eitthvað kæmi upp á (það eru engin vandamál hjá okkur, ég er bara vör um mig eftir erfiðan skilnað þar sem að maki minn fór frá mér og hefur ekki talað við strákana síðan) þá sæti svo stórt gat eftir í hjartanu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
Síða 1 af 47574 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, paulobrien, Hr Tölva, annarut123, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie