Hvenær má mamma skipta sér af?

cithara | 3. mar. '15, kl: 09:22:53 | 1226 | Svara | Er.is | 0

Ég á við smá vandamál að etja og langaði að athuga hvort
einhver hér gæti ráðlagt mér.

Dóttir mín er í 5. bekk og reynir að gera sér upp veikindi
til að þurfa ekki að fara í skólann, eða kannski ekki gera sér upp, en íkja
alla mögulega vanlíðan. 


Ég hef farið þá leið að ef hún er ekki með hita og ekki með
ælupest þá fer hún í skólann með góðu eða illu, það er oft bras en hefst alltaf
– og þegar ég meina bras þá meina ég ekkert að ég þurfi að fara með hana með
valdi eða hún grenji allan morguninn, bara svona að ég þarf stundum að byrsta
mig og hún situr með fýlusvip í morgunmatnum. 


Nú sá ég mætingarskráningarnar
hennar í gær og sé að þegar hún er hjá pabba sínum (tvisvar sinnum þrjá
skóladaga í mánuði) er hún yfirleitt veik að minnsta kosti einn, oft tvo daga.

Ég vil ekki ryðjast inn í líf annars fólks en ég tel það
vera vandamál í uppsiglingu að venja sig á svona ‘vinnubrögð’ að íkja alla
vanlíðan og geta bara ekki farið í skólann því henni er svo illt í hálsinum eða
puttanum eða með svo mikinn höfuðverk – sem er svo horfinn eftir hálftíma.

Er þetta eitt af því sem ég má skipta mér af eða?

Ég veit að það eru allskonar ástæður fyrir því að hún vill
ekki fara í skólann, hún er með námsvanda og á stundum í félagslegu basli
(ekkert einelti eða neitt þannig samt), hefur óbeit á íþróttum og kann ekki að
synda. Ég er samt þeirrar skoðunnar að ekkert af þessu batnar við að mæta ekki
í skólann því við erum að vinna í öllu þessu í samstarfi við skólann.

 

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Máni | 3. mar. '15, kl: 09:25:52 | Svara | Er.is | 1

Hvernig eru ykkar samskipti?
Ef það er ekki hætta á að allt fari í háaloft myndi ég ræða þetta.

cithara | 3. mar. '15, kl: 09:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Samskiptin eru frekar góð bara og ég efast um að allt fari í háaloft þó ég ræði þetta

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

strákamamma | 3. mar. '15, kl: 20:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held ég myndi ræða þetta vivð pabbann...eða stjúpuna, hvort þeirra sem er meira með krakkana þegar þær eru hjá pabba sínum.   Bara svona að þetta sé vandamál heima hjá þér líka og að þú takir á þessu svona og svona....í samstarfi við skólann, og að það myndi kannski hjálpa ef þið leggðuð sömu línurnar þó það kosti kannski smá átök við stelpuna af og til

strákamamman;)

Felis | 3. mar. '15, kl: 09:31:44 | Svara | Er.is | 0

í flestum tilfellum þætti mér eðlilegt að ræða þetta saman. Ræða þetta þá út frá því að það sé verið að vinna með þessi vandamál og það sé mikilvægt að hún fari í skólann sé hún ekki klárlega veik en ekki út frá því að hún sé alltof oft skráð veik þegar hún sé hjá honum. 


En ef eru samskiptavandamál þá held ég að ég myndi bíða aðeins og fylgjast bara með á kanntinum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

kisugrey | 3. mar. '15, kl: 09:31:44 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að mamma megi alltaf skipta sér af. Og pabbi líka. Myndi ræða þetta við kennarann ef að samskipti ykkar foreldranna eru stirð. Eða senda vinalegan póst um að þið þurfið að samræma aðgerðir, hennar vegna, til að taka á málinu. 

Louise Brooks | 3. mar. '15, kl: 09:33:55 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi ræða þetta við pabbann og segja frá hvernig hún er hjá þér og lýsa þeim afsökunum sem þú hefur heyrt. 
Er svo sammála að það þurfi að kæfa þessa hegðun í fæðingu. Minn 1. bekkingur er byrjaður á þessu og ég bara verð að vera hörð við hann en hann á einmitt mjög erfitt námslega og líka félagslega. Hann er með mikið adhd og einhverfurófsröskun.

,,That which is ideal does not exist"

Snobbhænan | 3. mar. '15, kl: 11:04:02 | Svara | Er.is | 0

Það þarf að taka á þessu og pabbinn verður að vera með. getur þú ekki átt sojall við hann um þetta - eða skrifað honum?


Það er mjög vont ef hún kemst upp á lag með þetta.

Splæs | 3. mar. '15, kl: 11:10:40 | Svara | Er.is | 1

Þetta yrði ekki afskiptasemi heldur sameignleg ábyrgð á uppeldi. Veit faðirinn að barnið reynir að koma sér undan skólanum hjá þér? Hefur hann séð mætingayfirlitið? Þið verðið í sameiningu að ákveða viðbrögð og vera samstíga í þeim.

this10 | 3. mar. '15, kl: 11:24:44 | Svara | Er.is | 1

Và mér líður eins og þú sért að skrifa um mig :) ég var svona barn sem gerði mér alltaf upp veikindi til þess að þurfa ekki að fara í skólann. Mamma hefur oft spurt mig út í þetta og það eina sem mér dettur í hug er kvíði annars var engin önnur àstæða fyrir þessu.

Adam Snær | 3. mar. '15, kl: 12:08:28 | Svara | Er.is | 1

Ég fæ flash back síðan ég var barn þegar ég les þetta, seinustu 8 ár hef ég tekið lyf við kvíða.


Ég myndi athuga hvort þetta geti verið kvíði. Það er ekkert grín að eiga við! Gangi ykkur vel

ingei | 3. mar. '15, kl: 12:17:39 | Svara | Er.is | 6

Þetta hljómar mjög líkt og dóttir mín var, en ástæðan fyrir hennar trega fyrir að fara í skólann var lesblinda. Ég fékk að heyra allar afsakanir sem hægt er að hugsa sér og meira til. Hún fann leið til að feika hitamælinn og jafnvel búa til stærðar marbletti á sjálfa sig, til að nota sem afsökun. 
Er búið að útiloka að eitthvað þannig sé að hrjá hana? Hver er ástæðan fyrir námsvandanum? 


Þetta hljómar mikið meira eins og að það þurfi að finna út ástæðuna fyrir "veikindunum" og vinna í því, frekar en að reka hana í skólann með hörkunni og eiga á hættu að enda með samskiptin í rúst. 
Nú hef ég heilmikla reynslu af því að vinna með skólum (á 3 börn sem þurftu mikla séraðstoð í gegnum alla skólagönguna og oft skipt um skóla) og því miður er það svo að oftast eru skólarnir "aðeins" á villigötum, sérstaklega ef það liggja ekki fyrir réttar og góðar greiningar. Algengasta afsökunin sem maður fékk samt að heyra var að skólinn fengi ekki nægt fjármagn til að takast á við sérþarfir, sem er algjört bull!


Einn skóli var meira að segja svo hrikalega týndur að ég endaði með strák (sem langaði að læra allt og ELSKAÐI skólann) í að neita að læra heima og alls ekki að læra fyrir kennarann sinn og missti áhugann á öllu skólatengdu. Hann var einungis hálft ár í þessum skóla en áhrifin eru enn til staðar nú 7 árum síðar og endaði hann með undanþágu frá heimanámi. Þessi skólinn stóð samt fast á sínu með hve góða reynslu kennarinn hefði af börnum með sérþarfir og ekkert athugavert við hennar störf og því var vonlaust að vinna með skólanum. Ég vissi samt nákvæmlega hvað kennarinn var að gera rangt, en hennar reynsla var tekin framyfir mína svo ekki var hlustað á mínar ábendingar. Það sem dró svo aðeins úr skaðanum var svo að næsti skóli sem hann fór í stóð sig hreint út sagt frábærlega að hlúa að öllum hans vanda.


Ég var einmitt líka alltaf í samstarfi með skólunum (voru 5) með mína "skróp" dóttur, en það var í raun bara einn þeirra sem áttaði sig á hve vandinn var erfiður, hafði skilning og þar með vann "rétt" í honum og árangurinn lét ekki á sér standa. Í hinum var þetta meira alltaf "jú fullur skilningur, bla bla bla... EN... 
Mín reynsla er því að oftar er það skólinn sem er vandamálið og kerfið hér á landi, því að fá rétta aðstoð fyrir börnin sín er bara alls ekki auðfengið. 
Hjá þér hljómar þetta einmitt eins og ekki sé verið að vinna rétt í málinu og þrátt fyrir samstarf að þá getur verið að þið séuð hreinlega á villigötum með úrlausnir, hvort sem það er vegna skort á góðum/réttum greiningum eða trega skólans til að átta sig á vandanum. Það er engin lausn að pína krakkann í skólann, ef skólinn er svo ekki að standa sig á móti. Eina sem hefst upp úr því er unglingur á slæmu mótþróaskeiði.
Ég mundi segja að kannski sé kominn tími á að endurskoða vandann frá grunni og ef engar framfarir hafa orðið í þessu samstarfi í skólanum að þá þarf einfaldlega að sópa út af borðinum núverandi starfi og reyna eitthvað nýtt.


Ég hamraði t.d. einu sinni í geng þá lausn fyrir aðra dóttir mína (líka lesblind) sem var ALLTOF samviskusöm og stressuð með heimanámið sitt að hún fengi þau skilaboð frá kennaranum sínum að hún mætti BARA læra heima í klst. og síðan yrði hún að hætta, alveg sama þó hún væri ekki búin með lærdóminn. Þrátt fyrir fuss og svei frá skólanum að þá var þetta samt samþykkt að lokum og viti menn... það virkaði nákvæmlega eins og ég vissi að það mundi gera. Hún fór að slaka á og hætti að einblýna á þessa ósýnilegu "pressu" frá skólanum með heimanám, fókusinn var ekki á hvað var mikið eftir af verkefnunum heldur bara að gera það sem hún komst yfir. Á innan við viku var hún orðin róleg með heimanámið og náði að klára mikið meira en áður og þó hún hafi fljótlega verið farin að læra aftur í meira en klst á dag, að þá vissi hún að enginn mundi "skamma" hana ef hún kæmi ólærð í einhverja tíma. Sú vitneskja dugði henni til að létta á pressunni frá skólanum og laga þar með ýmis önnur vandamál sem fylgdi.
Foreldrarnir vita nefnilega oft mikið betur hvað kemur til með að virka á sitt barn heldur en skólinn, vandinn er svo að fá skólann til að hlusta og átta sig á því að stundum eru lausnirnar ekki það sem fellur undir þeirra hugmyndir.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

fálkaorðan | 3. mar. '15, kl: 12:23:37 | Svara | Er.is | 0

Þarf ekki frekar að taka á vandanum hjá barninu.


Hefur hún farið til sálfræðings?


En jú ég mindi tala við pabbann um að það hjálpi ekki barninu að leyfa því að vera heima.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

trans parent | 3. mar. '15, kl: 12:38:42 | Svara | Er.is | 1

Er hún með einhverja greiningu?

~~~~~~~

bababu | 3. mar. '15, kl: 12:41:17 | Svara | Er.is | 1

Ég kannast við þessa hegðun - mikill kvíðasjúklingur 


Þetta versnaði bara með árunum hjá mér 


mamma má alltaf grípa inn í!

presto | 3. mar. '15, kl: 12:46:26 | Svara | Er.is | 0

Þið foreldrarnir ættuð helst að finna út úr því í sameiningu hvað vandamálið er, þ.e. hvers vegna VILL barnið ekki fara í skólann, hvers vegna líður henni svona illa??
Mér dettur fyrst í hug einelti, því það er það sem ég þekki næst mér- barn sem var "endalaust" veikt því það bara vildi ekki mæta í skólann (og skipti að lokum um skóla)
En það gætu verið aðrar ástæður og mikilvægt fyrir ykkur að átta ykkur á stöðunni og greina vandamálið. 
Mitt barn hefur verið voðalega vælið og ómögulegt og þá hefur langvarandi sýking verið ástæðan- ekki nóg til að vera veikt en nóg til að líða endalaust illa.

cithara | 3. mar. '15, kl: 16:10:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er auðvitað verið að vinna í því að hjálpa henni. Hún er greind með skriftarvanda, kvíða, athyglisvanda og rætt hefur verið um sluggish cognitive tempo. Hún er líka með slaka vöðvaspennu.


Ég vinn mjög náið með kennurunum hennar, pabbi hennar er alltaf boðaður líka þegar eru fundir. Það er hins vegar svo að ég er kennari, og vinn í sama skóla og dóttirin gengur í, þess vegna eru ýmis mál sem eru bara leyst hér innanhúss og fara ekki endilega formlegu leiðina. Kennarinn hennar situr við næsta skrifborð við mig, þið skiljið, þá er oft einfaldara að tala bara saman heldur en að senda tölvupóst, hringja og boða formlegan fund. Ég upplýsi hins vegar pabba hennar alltaf um þess háttar.


Annar kennarinn hennar nær mjög vel til hennar en hinn ekki. Hún er ekki lögð í einelti en það er ákveðið nudd í gangi í bekknum, margar af stelpunum sem hún hefur leikið mest við hingað til eru að detta í pre-teen og hún fylgir því ekki alveg, er sjálf enn jafn mikið beibí og í hitteðfyrra. Skilur þær ekki alveg og verður dálítið útundan stundum vegna þess. Athyglisvandinn háir henni félagsstarfi utan skóla, hún helst ekki í neinu því hún gefst upp á öllu um leið og það verður erfitt. Hún hefur ekki úthald til að takast á við það sem er erfitt. Eins og að mæta í skólann ef maður hrekkti einhvern í gær, eða er ekki búinn að klára eitthvað verkefni sem átti að gera fyrir þremur dögum. Ég reyni að fylgjast vel með og passa að hún sé ekki að lenda í svona aðstæðum námslega en félagslega er auðvitað erfiðara við að eiga. Hún hefur samt í skólanum greiðan aðgang að starfsmanni sem hún treystir afskaplega vel og sér um að leysa agamál og samskiptavandamál milli nemenda. 


Ég veit að ekkert af þessu lagast við að mæta ekki í skólann. Þó það sé erfitt.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Louise Brooks | 3. mar. '15, kl: 23:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á einn 6 ára sem að er ofboðslega gjarn á að gefast upp ef eitthvað er erfitt og er nýgreindur með adhd og var greindur með einhverfurófsröskun síðasta haust. Hvað myndir þú sem kennari ráðleggja foreldri að gera til að vinna með svona vanda?

Ég er að lenda í því heima fyrir að hann bara tekur kast ef að ég vil að hann hljóði sig í gegnum orðin þegar hann er að lesa heima. Hann virðist bara nota sjónminnið við lestur en vill ekki þjálfa sig upp í að hljóða sig í gegnum orðin. Meira að segja sérkennarinn segir að hann eigi mjög erfitt með þetta hjá sér og þau eru ca 4 saman í hóp þannig að vinna í minni hóp er ekkert að hjálpa honum.

Ég sé að honum líður margfalt betur á frístundaheimilinu heldur en í skólanum og hann reynir líka svona stöðugt að spila sig veikann til að sleppa við að mæta í skólann. Ég féll fyrir þessu til að byrja með en er hætt því í dag. Þetta er voða vandmeðfarið því að ég vil að við eigum gott og náið samband. Hann hefur verið mikið frá vegna þess að hann er astmaveikur og það var alveg þó nokkuð vesen að fá skólann til að pústa hann á skólatíma. Vegna einhverfunnar að þá hefur hann ekki gott skynbragð á það hvenær hann þarf púst. Líf okkar hefur aldrei verið jafn flókið og eftir að hann byrjaði í grunnskóla.

,,That which is ideal does not exist"

cithara | 4. mar. '15, kl: 08:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ráðlegg foreldrum að reyna að komast að því hvers vegna barnið vill ekki fara í skólann - ég tel mig vita hvers vegna það er í okkar tilfelli. Og svo reyna að finna lausnir við þeim vanda svo barnið vilji fara í skólann. Við erum að vinna í því, en ákveðið lykilatriði í þeirri vinnu er að hún fari í skólann... svo þetta er snúið. Í hvert skipti sem hún fer ekki í skólann eru næstu þrír dagar ennþá erfiðari.


En í sambandi við að vilja ekki æfa sig að lesa dettur mér í hug að gera stuttar lotur, mögulega bara lesa á skilti þegar þið labbið heim úr skólanum, hengja upp orð heima og fara í leik að finna ákveðið orð sem þú segir honum en ekki sýnir, fara í keppni við tímann, hvað næst að lesa mörg orð á einni mínútu? leyfa honum að velja orð sem þú svo skrifar eða prentar og hann les í keppni við tímann (eða ekki)

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Louise Brooks | 4. mar. '15, kl: 08:49:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir þetta. 

,,That which is ideal does not exist"

presto | 4. mar. '15, kl: 18:48:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki einfalt, en ég held að þið foreldrarnir þurfið að skoða þetta sameiginlega. Einstefna í upplýsingagjöf og það að þú fáir miklu meira "insider info" er ekki endilega gott í því samhengi.
Þó hún verði ekki fyrir beinlínis einelti getur henni liðið illa í skólanum og etv. Þarf að fara betur yfir planið og kröfurnar, endurskoða og aðlaga.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 3. mar. '15, kl: 12:48:50 | Svara | Er.is | 2

Spurning að biðja um viðtal við kennara og mæta báðir foreldrarnir.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Mae West | 3. mar. '15, kl: 12:55:55 | Svara | Er.is | 1

Það er eitthvað að. Það hættir ekki að vera að þó þú neyðir hana til að mæta þegar hún er ekki með þessi típísku veikindi hita eða ælupest. 

Burtséð frá öllu þá verður þú að komast að því hvað er að. Það er alveg mikilvægast í þessu öllu að finna rót vandans. Það er mjög líklegt að það sé eitthvað eitt en allt hitt svo bara eitthvað sem hefur bæst ofan á það og kannski smá clusterfuck orðið úr þessu öllu saman. 

xlnt | 3. mar. '15, kl: 15:16:33 | Svara | Er.is | 0

Það er erfitt að eiga við svona skólaleiða en þetta system á bara ekki við alla. Að sitja í bekk með fullt af krökkum og læra hálfan daginn, kannski í hávaðasömum bekk með tilheyrandi áreiti. 
Ég á stelpu sem er mjög samviskusöm og finnst gaman í skóla sem vill helst mæta þó hún sé með hita og flensu. En strákurinn minn hins vegar sem er í 5. bekk væri alveg til í að sleppa þessu skólaveseni. Hann er voðalega duglegur að mæla sig ef honum er heitt og hósta með tilþrifum ef hann fær í hálsinn. Ég reyni bara að koma honum í skilning um að það sé í hans eigin hag að mæta og vera duglegur að læra, svo hann taki svolítið ábyrgð á þessu sjálfur. S.s. hann er ekki að mennta sig fyrir foreldrana eða kennarann heldur sjálfan sig. En ef hann er engan veginn upplagður leyfi ég honum bara að vera heima, held að vandamálið verði stærra ef maður pínir krakka um of að mæta...svo vonar maður bara að þetta sé tímabil sem gangi yfir...

daggz | 3. mar. '15, kl: 15:28:43 | Svara | Er.is | 0

Þetta er vandamál sem þarf hiklaust að ræða við pabbann um. Hvernig svo sem þið takið á þessu þá þarf að vera ákveðin eining á milli ykkar. Það verður að vera tekið á þessu á svipaðan hátt.

Annars held ég að það geri henni ekkert gott (tala af reynslu) að neyða hana í skólann í stað þess að byrja að vinna með vandann. Auðvitað má samt ekkert leyfa þessu bara að viðgangast. Hún hefur heldur ekkert gott af því að fá bara að vera veik heima. Þetta er vandmeðfarið vandamál og eins og ég sagði áðan verður pabbinn líka að vera inni í þessum málum.

--------------------------------

tjúa | 3. mar. '15, kl: 20:31:22 | Svara | Er.is | 0

ég myndi ræða þetta, en út frá mögulegum kvíða barnsins. Mér finnst ekki gott að neyða barn með kvíða í skóla, veikindi eru veikindi sama hvort þau séu andleg eða ekki..... ekki nema það sé ákveðið plan í gangi um hvernig eigi að meðhöndla það. Ég á mjög svo kvíðið barn sem var mikið frá skóla í 2. og 3. bekk, en er núna í 5. bekk og það er að ganga miklu betur, þannig að kannski er þetta tímabil sem hún þarf að komast í gegnum. 

blandabína | 4. mar. '15, kl: 00:40:12 | Svara | Er.is | 2

en kannski er hún veik en kann ekki að segja almennilega hvað er að - það er betra að segja ég er með hálsbólgi heldur en, mér finnst lífið tilgangslaust, ég er kvíðinn, ég er svo þunglynd. Ég er að ganga í gegnum vandamál sem eru svo vandræðaleg að þú skilur þau ekki.

er þetta möguleiki.

kveðja sú sem var með höfuðverk, hálsbólgu, magapílur og guð veit hvað fleirra en endaði svo ílla lasin á geði fyrir að leita aldrei af hjálp og segja frá.

Steina67 | 4. mar. '15, kl: 08:15:46 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi ræða þetta við pabbann og skólann og reyna að finna út af hverju hún vill ekki fara í skólann en mér þykir það líklegt að það sé námsvandinn sem gerir það að verkum að hún vilji ekki fara.


Er verið að gera OF miklar kröfur til hennar og þess vegna vill hún ekki fara?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Louise Brooks | 4. mar. '15, kl: 08:54:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega! 


Ég veit að minn drengur kvartar stöðugt undan því að hann sé látinn vinna of krefjandi verkefni og biður mig á hverjum degi um að fá að fara í skóla sem skilur að hann þarf léttari verkefni. Það er vont fyrir svona börn að finna það stöðugt að þau séu verr stödd námslega en allur bekkurinn eða þannig upplifir minn skólann og ég þykist vita að það er verið að gera ýmislegt til að hjálpa honum. Það er bara ekki nóg.

,,That which is ideal does not exist"

cithara | 4. mar. '15, kl: 09:56:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það sé ekki verið að gera of miklar kröfur til hennar, hún fær tilslakanir með skrift, fær oft að tala inn svör við spurningum í stað þess að skrifa, hún er með allar verkefnabækur í iPad og getur skrifað inn í þær þar, fær að lesa mikið - sem hún er góð í, í staðinn fyrir ýmislegt sem er henni erfiðara. Hún má nota vasareikni við alla stærðfræði - þó hún vilji ekki alltaf nýta sér það. Hún fær aukatíma í sundi þar sem eru bara hún og 3 aðrir illa syndir krakkar og henni finnst gaman í því þó henni finnist almenni sundtíminn erfiður. Hún er líka á samning í íþróttum þar sem hún og nokkrir aðrir fá undanþágu frá boltaíþróttum og er alltaf boðið uppá eitthvað annað þegar slíkt er í gangi. Þannig að það er fullt verið að gera til að hjálpa henni. Hún kvartar ekki lengur yfir að námið sé erfitt, sem hún gerði mjög mikið í fyrra, núna er hún miklu oftar að koma stolt heim með eitthvað sem hún gerði.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Steina67 | 4. mar. '15, kl: 10:24:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta gæti líka verið angi frá því í fyrra og hún sé að notfæra sér það núna að vera heima af því að hún kemst upp með það.  Hún virðist komast upp með það hjá pabbanum og nýtir sér það greinilega hiklaust.


Það er gott að það er verið að vinna með hana og hún fái tilslakanir þar sem veikleikar hennar liggja.


Minn hefur ekki fengið að komast upp með neitt múður og hann var "rekinn" með harðri hendi í skólann, ekki fengið að vera "veikur" nema hann hafi augljóslega verið með hita eða ælu eða hreinlega slasaður.  Það tók tíma að komast yfir það en um leið og honum fór að líða betur í skólanum, bæði námslega og félagslega  sem kom allt með aukinni hreyfingu hjá honum (ræktin, íþróttir, körfubolti, skólahreysti).  En hann reyndi alltaf reglulega þó allt væri komið í lag.  Hann var einmitt linari við mig og röflaði við mig endalaust um að vera heima því ég gaf oftast eftir frekar en pabbi hans. En eftir að ég byrjaði í skólanum að þá hreinlega bauð ég ekki uppá að hægt væri að ná í mig og því var það pabbinn sem sá um þetta.  Á endanum var það þannig að hann bara neitar að vera heima ef hann er eitthvað slappur og segir MAMMA ÉG ER EKKI MEÐ HITA.  Og hann biður ekki um að vera heima nema hann sé virkilega lasinn og það fer ekkert framhjá neinum þegar hann er lasinn.


Ræddu við pabbann og sjáðu hvort að hann sé ekki til í að taka á þessu með þér og verða ákveðnari.  Ég þekki vel þetta mömmu/pabba dæmi þar sem foreldrarnir búa ekki saman.  Bróður dóttir mín gerði þetta og pabbinn áttaði sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en honum var bent á það af bæði mér og barnsmóðurinni.  Stelpan var að reyna að ná í auka tíma með pabba sínum og notfærði sér það eins og hún gat.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

cithara | 5. mar. '15, kl: 11:14:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stjúpa hennar (kona pabbans) er auðvitað heima í fæðingarorlofi með litla krúttlega systur - svo það er mun meira spennandi að vera heima þar heldur en að hanga ein heima allan daginn heima hjá okkur...

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Steina67 | 6. mar. '15, kl: 19:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bingó, þarna er ástæðan komin.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Louise Brooks | 5. mar. '15, kl: 09:16:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað þetta er flottur skóli sem stelpan er í. Ég er að vinna í því að fá Ipad í gegn fyrir minn dreng og er ekki bjartsýn á það. Þrátt fyrir greiningar að þá fær hann ekki eins miklar tilslakanir og stelpan þín en hver veit, kannski verður þetta allt komið í betra horf næsta vetur þegar að skólinn verður búinn að fá aukafjárveitingu vegna hans. 

,,That which is ideal does not exist"

cithara | 5. mar. '15, kl: 11:13:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að við séum mjög heppin með skóla. Það fylgja engir peningar með minni stelpu.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Steina67 | 6. mar. '15, kl: 19:35:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu gengið á eftir þeim?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Louise Brooks | 6. mar. '15, kl: 22:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að fara á ca 3 teymisfundi og ræða þessi mál og það er alveg verið að vinna gott starf finnst mér. Vandinn er bara hvernig drengurinn upplifir sig lítinn og vanmáttugan í skólaumhverfinu. Ég hef alveg rætt það ef einhverjir eru að taka hann fyrir og þá er það kæft í fæðingu. Hann vantar samt alveg rosalega bara sjálfstraust og á alveg rosalega erfitt með allar þessar auknu kröfur. Hann hreinlega langar oft ekki að standa undir þeim, hans viðhorf gagnvart þessu er ekki beint að hjálpa honum í stöðunni.

,,That which is ideal does not exist"

Steina67 | 4. mar. '15, kl: 10:14:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn er náttúrulega orðinn það þroskaður að hann veit hvar takmarkanir hans liggja og getur orðað það.   Þetta náttúrúlega tók tíma með hann og var ekki auðvelt.  En hann var tekinn út úr náttúrúfræði sem voru gjörsamlega að drepa hann, kennarann og hina nemendurna.  Þegar hann hætti þar þá fóru hlutirnir að gerast og hann fór í meira verklegt í staðinn og aldrei það sama, alltaf eitthvað nýtt á nýrri önn. 


Það þarf jafnframt að passa að þau upplifi þetta ekki sem neikvætt hvar þau eru stödd námslega gagnvart skólafélögunum.  Ég hef alltaf hrósað fyrir hvert lítið skref, lagt litla áherslu á heimanám. En við þurfum líka að passa að ganga skrefinu lengra því annars læra þau aldrei neitt nýtt en þau þurfa á móti lengri tíma.  Minn t.d. fór aldrei í algebru í grunnskólanum og er núna í fornámi í framhaldsskóla og þar er algebra og hann er að höndla þetta bara mjög vel finnst mér, hann lærir heima og fyrir próf svo vinnan hefur skilað sér.


Þau þurfa aðlagað námsefni og einstaklingsnámskrá miðað við þeirra þroska og þarfir en jafnframt áskoranir líka þar sem styrkleikar þeirra liggja.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Síða 1 af 47539 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien