Hver hefur unnið á öldrunarheimili?

Muffins1 | 8. des. '06, kl: 10:48:39 | 1258 | Svara | Er.is | 0

Það er kona sem skrifaði greyn um upplifun að vinna í viku á Grund.
Þar finnst henni margt ábótavant.
Hún er að vitna í hluti sem eru nákvæmlega eins ogá öðrum öldurnarheimilum.
Böðin hjá fólkinu,fleyrri en einn á herbeki og fl.
Þetta er nú sama og er á Hrafnistu og finnst mér aðbúnaður til skammar ,sérstaklega á hjúkrunardeildum!
Ég prufaði að vinna á Hrafnistu í 5 ár og er þetta skemmtilegasta starf sem ég hef unnið og mest gefandi.
En ég var ein af þeim sem brann út í þessu starfi vegna líkamlegs erfiðis.
Hvað hafið þið um þetta að segja?

 





Sissý | 8. des. '06, kl: 10:50:59 | Svara | Er.is | 0

Ég var ekki beint að vinna á öldrunarheimili en var á öldrunardeild á litlu sjúkrahúsi, mér fannst það frábært en launin voru fyrir neðan allar hellur en það var æðislegt að sinna fólkinu.

♥ Daman mætt 22 maí ♥

nefnilega | 8. des. '06, kl: 10:51:52 | Svara | Er.is | 1

Ég hef verið að vinna á Grund (vann sem vaktstjóri) og þetta er nákvæmlega einsog hún segir, ef ekki verra. Starfsfólkið setti bara rúmteppi yfir pissublaut rúmin. Mér fannst þetta svo hræðilegt að ég kveið fyrir að fara í vinnuna á hverjum degi.

Ljósið12 | 8. des. '06, kl: 11:00:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Égvar að vinna á skjóli og fannst alveg æðisleg upplifun að vinna þar en það var ein kona sem virkilega fór í mig því þegar hún var að vinna mátti ekki tala við fólkið heldur það átti að borða fara klóset og sofa ég vorkendi svo fólkinu þegar hún var á vakt,ég hugsaði nú hvernig þetta yrði þegar hún færi á aldraðarheimili hvernig það yrði hjá henni hvort hún vildi láta koma svona fram við sig!!!!!!!

Muffins1 | 8. des. '06, kl: 11:10:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það eru til svona kellur :(





punkturcom | 8. des. '06, kl: 11:25:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Annars langar mig að segja að ég starfa á hjúkrunarheimili núna. Ég er að sjálfsgöðu bundin þagnaðarskyldu en get fullyrt að aðstæður eru langt frá því að vera eins og umræddur "blaðamaður" gefur upp.
Það er mikil áhersla lögð á andlega og líkamlega vellíðan hjá þessu fólki.

Frú Bóvarý | 8. des. '06, kl: 13:05:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Þagnarskyldu" ;)

punkturcom | 8. des. '06, kl: 13:06:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djók, auðvitað :)

punkturcom | 8. des. '06, kl: 11:23:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og þú sem vaktstjóri, hversvegna gerðir þú ekki eitthvað í málinu?

ert | 8. des. '06, kl: 11:28:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Athyglisverð spurning. Það væri gaman að fá svar við henni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kátína | 8. des. '06, kl: 11:33:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki vel til í þessum "geira" og mér finnst þessi grein út í hött. Í hvaða glimmer og glans heimi lifir þessi stúlka/blaðamaður, hvernig heldur hún að það sé að vera gamall og hundveikur og ekki geta bjargað sér sjálfur. Veit ekki betur en að starfsfólkið á þessum stöðum reyni og geri allt sem það getur til að hlúa að fólki eins vel og hægt er. Þeir sem eru heilabilaðir gera oft hluti sem er erfitt að koma í veg fyrir. Þetta er bara svona....þegar fólk er orðið svona veikt þá bara er það að kúka og pissa á sig og hvað með það ?
Kv.

Muffins1 | 8. des. '06, kl: 11:35:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var nú ekki að setja út á starfsfólkið!
Hún var að benda á að stjórnvöld fyrftu að leggja meiri peninga í öldrunarheimilin svo það sé hægt að hækka laun þessa fólks og auka við þjónustuna við eldriborgara.





Kátína | 8. des. '06, kl: 11:39:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka í góðu lagi að taka umræðu um það og að það þurfi að útrýma biðlistum og stækka herbergi og búa betur að fólki að því leitinu til. En greinin gengur mestmegnis út á pissulykt og hlandflöskur á náttborðum og neðanþvott og eitthvað svoleiðis bull sem á ekkert að vera að einblína á.
Kv.

hljóðkútur | 8. des. '06, kl: 12:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. þekki mann sem liggur á elliheimili og hann hreinlega verður að hafa pissflöskuna uppi a borði, svo að hann geti teygt sig í hana

------------

****

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:00:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. Held að blessaðir karlarnir hefðu nú ekki orðið hrifnir hefði maður ætlað að setja þvagflöskuna einhvers staðar annars staðar en á náttborðið í fagurfræðilegum skilningi. Þeir vildu (og vilja væntanlega enn) hafa hana einhvers staðar þar sem auðvelt er að ná í hana en hún verður náttúrulega að vera á góðu undirlagi.

Það væri nú lítið spennandi að sofa með þvagflösku undir koddanum er ég hrædd um.

huggy | 8. des. '06, kl: 12:26:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega muffins, það er verið að benda á hvernig ástandið er almennt, og að launin eru fáránlega lág og starfsfólk undir alltof miklu álagi.

Ég var að vinna á hjúkrunarheimili, og mér fannst það rooooosalega erfitt, ekki að annast fólkið, en álagið og launin... úff..

هريفنا

Muffins1 | 8. des. '06, kl: 11:29:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það væri gaman að vita það?





AFP | 8. des. '06, kl: 11:37:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef unnið á öldrunarheimili og var það mjög mannlegt og gott heimili og mjög vel hugsað um fólkið:)

Krabbadís | 8. des. '06, kl: 11:38:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vann eitt sumar á Grund, fannst nú annsi mörgu ábótavant svo ekki sé meira sagt.
Þá er ég að tala um stjórnendur en ekki starfsfólk.

punkturcom | 8. des. '06, kl: 11:41:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég starfaði á Grund í 2 ár, auk þess þekki ég stjórnendur heimilisins. Er ekki sammála þér með þetta. Vissulega erum við öll mannleg, þú getur rétt ýmindað þér hversu erfitt það er að reka eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins. En þetta er fólk sem gerir sitt allra besta og ferst starf sitt vel úr hendi.

nefnilega | 8. des. '06, kl: 12:14:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var sama hvað ég sagði við deildarstjórann, hún fann alltaf einhverja kosti við starfsfólkið sem hún taldi mikilvægari en gallana. T.d. æ hún er nú svo ljúf eða e-ð álíka.

Og svo var ég líka svo ung

punkturcom | 8. des. '06, kl: 12:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú sem vaktstjóri berð heilmikla ábyrgð. Mér finnst ekki vera afsökun að benda á deildarstjórann.
Sennilega hefur þú verið of ung í þetta starf.

nefnilega | 8. des. '06, kl: 12:23:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem að þú virðist þekkja til stjórnenda þarna þá ætla ég ekki að fara að nefna nein nöfn, en sá deildarstjóri sem var minn yfirmaður var vægast sagt ekki starfi sínu vaxinn. Ætla ekkert að tjá mig meira um það.

En já, ég var vaktstjóri og var t.d. að vinna um helgar og á kvöldin og bar þá ábyrgð á deildinni. Þurfti að kljást við starfsfólk sem mætti beint af djamminu í vinnu á sunnudagsmorgni, haugafullt. Ég þurfti að ganga á eftir öllum verkum til að athuga hvort þeim hefði verið sinnt. Starfsfólkið laug að mér, sagðist t.d. vera búið að baða fólkið en var ekki búið að því. Starfsfólkið faldi sig niðri í búningsklefa af því það nennti ekki að vinna. Einn starfsmaður sinnti alltaf bara sömu þremur íbúunum, hafði komist upp með það í 20 ár og ætlaði ekki að fara að sinna neinum öðrum á þessari stóru deild þó svo að starfsfólk vantaði og allir væru á hlaupum.

Þetta eru bara örfá dæmi úr mínu starfi, nenni ekki að telja meira upp á þessum vef. Blame me ef þér finnst ég ósanngjörn.

punkturcom | 8. des. '06, kl: 12:24:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu, ég sagði þig aldrei ósanngjarna. Mér fannst bara skrítið hvernig þú orðaðir þetta í fyrstu.

nefnilega | 8. des. '06, kl: 12:26:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok það var kannski klúðurslegt. En það er sárt þegar ekki er hlustað á kvartanir starfsfólks, sárt gagnvart gamla fólkin sem fær ekki nógu góða umönnun

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:03:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rosalega voru þessir þrír íbúar (eða vistmenn) langlífir.

Tuttugu ár? Á elliheimili?

kúrimús | 8. des. '06, kl: 15:27:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe góður punktur vatnalilja með langlífið

nefnilega | 8. des. '06, kl: 17:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú hefðir lesið það sem ég skrifa þá stendur þarna að STARFSMAÐUR sem var búinn að vinna þarna í 20 ár og komast upp með að sinna alltaf bara 3 íbúum

kúrimús | 8. des. '06, kl: 17:12:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Snillingur þú sagðir líka að þessi starfsmaður hefði komist upp með að sinna alltaf sömu 3 vistmönnunum = þessir 3 hljóta að vera lifandi, vona allavega að hún hafi ekki verið að eiga við dáið fólk.

nefnilega | 8. des. '06, kl: 17:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ ég nenni ekki að rökræða þetta, starfsmaðurinn var búinn að vinna þarna í 20 ár. Sinnti alltaf bara 3 íbúum. Alltaf bara sömu þremur þegar hún var á vakt. Ef einhver hafði dáið þá kom nýr sem hún gat sinnt. Minn punktur er sá að hún sinnti aldrei fleiri en 3 á sinni vakt, sama hversu mikið var að gera á 30 íbúa deild, kannski bara 2 aðrir starfsmenn. En ef þú vilt vera með endalausa útúrsnúninga og dónaskapa - gjörðu svo vel.

kúrimús | 8. des. '06, kl: 18:04:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry get bara ekki að því gert að mér finnst svörin þín svolítið loðin og útúrsnúningsleg

Ídaló | 8. des. '06, kl: 20:01:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já sumir hafa nú alveg verið á elliheimili í 20 ár... það er ekkert óalgengt!

Ídaló | 8. des. '06, kl: 20:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef sjálf verið vaktstjóri á elliheimili ogég get alveg sagt ykkur að ein manneskja yfir 3-4 manneskjum í 30 herberjum með álíka mörgum íbúum getur engann eginn haft auga með öllu sem gerist!!! og það var oft sem ég tók eftir einvherju eftir á eins og t.d breitt yfir pissublaut rúmm sem ég gat ekkert kennt neinum um, þrjóturinn löngu farinn!!! ellihemili eru mjög busy staðir og allt á fullu!

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 12:55:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað gerir 'vaktstjóri' á elliheimili?

kúrimús | 8. des. '06, kl: 15:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrirgefðu fröken vaktstjóri en var það ekki doldið á þína ábyrgð að kenna fólkinu til verka og setja fólki fyrir að skipta um á rúmum?

nefnilega | 8. des. '06, kl: 17:11:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég kenndi þeim til verka sem voru nýir, aðrir sem voru búnir að vinna þarna lengi tóku ekki tilsögn frá tvítugri stelpu

catsdogs | 27. ágú. '18, kl: 21:38:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er rosalegt. Getur þa ekki veriað það hafi verið ein mannneskja .Þá getur maður látið vita.
Var nú að vinna þarna sjálf og varð ekki vitni að svoleiðis löguðu

veg | 8. des. '06, kl: 11:39:42 | Svara | Er.is | 0

Ég hugsa að greinin sé alveg raunsönn mynd af ástandinu eins og það er.
Ég gat ekki lesið út úr greininni að hún væri neitt að hnýta í starfsfólk eða gamalmenni.

Svo er það bara alltaf spurning hvort okkur finnist það eðlilegt að nákvæmlega þetta bíði manns þegar maður er búin að slíta sér út alla starfsæfina.

Á maður ekkert betra skilið?

AFP | 8. des. '06, kl: 11:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar get ég lesið greinina??????

veg | 8. des. '06, kl: 11:42:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í nýjasta Ísafoldarblaðinu.

Muffins1 | 8. des. '06, kl: 11:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega!
Þegar ég vann á hrafnistu þá lagði ég mig alla fram að reyna að hlúa að fólkiu með andlega þáttinn.
Stundum var bara eninn tími til þess því maður þurfti að klára dagsverkið til að allt gangi upp.
Allt of fáir um marga skjólstæðinga.





Myken | 28. ágú. '18, kl: 17:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ætti að vera hámark 4 vistmenn á hvern starfsmann á dagvöktum jafnvel kvöldvöktum líka þá fyrst væri hægt að hafa þetta mannlegt og ná að sinna andlegu hliðinni líka..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

punkturcom | 8. des. '06, kl: 11:42:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var þessi kona ekki á vegum Reynis Trausasonar? Hingað til hefur hann verið ansi umdeildur og fer svo sannarlega ótroðnar slóðir.

veg | 8. des. '06, kl: 11:46:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og kannski veitir ekki af.

Það að spyrja stjórnendur og stjórnvöld kurteislegra spurninga skilar voða litlu.

Mér finnst fínnt að lýsa þessu svona frá fyrstu hendi og svo getur maður spurt sig sjálfan hvort maður vill eyða síðustu æviárunum svona.

punkturcom | 8. des. '06, kl: 11:47:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vann þessi umræddi starfsmaður bara á einni deild?

Ég hef ekki lesið greinina..

veg | 8. des. '06, kl: 11:53:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú þekki ég ekki til deildarskiptingar á Grund. En hún var að vinna á þremur göngum.
Hún bað sérstaklega um að vinna þar sem fólk væri nokkurnvegin sjálfbjarga.

kúrimús | 8. des. '06, kl: 15:29:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef lesið greynina og hún var á einni deildi og það rétt svo í 4 vaktir. Að mínu mati ekki nóg til að geta gerst svona sérfróð um þetta mál

ert | 8. des. '06, kl: 11:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það verður seint hægt að koma í veg fyrir að gamalt fólk pissi á sig eða í rúmið og maður hefur lítið val um það hvort maður lendi í slíku nema maður hafi vit og getu til að kála sér áður en að slíku kemur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 8. des. '06, kl: 11:54:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en það er kannski hægt að koma í veg fyrir að maður endi í pínulitlu herbergi með manneskju sem maður þolir ekki.

punkturcom | 8. des. '06, kl: 11:54:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur þú komið þarna inn?

veg | 8. des. '06, kl: 12:00:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei,
Hef bara lesið greinina í Ísafold.

Það hefur ekkert verið hrakið sem þar stendur, ekkert.

ert | 8. des. '06, kl: 12:08:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en nú fjöldi fólks til dæmis á sjúkrahúsum í þeirri aðstöðu og það eru ekki allir að dvelja þar í nokkra daga. Sumir eru þar mánuðum saman. Ertu viss um að einkastofur sé raunuverulega betri? Heldurðu að þær skapi ekki meiri eingangrun þessa fólks.

Þú gerir líka vonandi grein fyrir því að fólk sem velur að fara á elliheimili er ekki að velja það af því að það er heilt heilsu heldur er heilsan farin að gefa sig og yfirleitt mjög mikið. Fólk fer ekki á elliheimili af því það er smá slappt og þarf aðstoð heldur af því að það getur ekki séð um sig sjálft. "Deild á elliheimilum þar sem fólk er nokkuð sjálfbjarga" í þeirri setningu heufr sjálfbjarga allt aðra merkingu en maður sjálfur leggur venjulega í orðið.

Ég get alveg verið sammála um að það þurfi betri aðbúnað þessa fólks, stærri herbergi og þess háttar en þá þarf að taka öðruvísi á málumþ Væri ekki ráð að taka félög aldraða í þá umræðu í staðin fyrir að láta fólk sem virðist ekki hafa mikla þekkingu aðstæðum aldraðra stjórna umræðunni.

Ég hef nýlega lent í því að þurfa að venjast því sem fylgir öldrun og hrönun. Ég hef séð fólk deyja úr krabbameini og er vön slíku en hrönun með öllu því sem því fylgir hef ég ekki séð áður og það tekur tíma að venjast því. Þetta er hluti lífsins. Ég kippti mér ekki orðið upp við hlandflöskur upp á borðum og finnst einfaldlega að fólk sem yfirhöfuð hefur fyrir því að ræða slíkt eigi eftir að kynnast og venjast ákveðnum atriðum í lífinum. Ég man líka að það er afskaplega stutt síðan mér þótti hland eða hlandflöskur uppi á borði óviðurkvæmlegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 8. des. '06, kl: 12:09:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

P.S. Herbergin á Grund voru stækkuð fyrir nokkrum árum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 8. des. '06, kl: 12:44:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkvæmt Ísafold voru tvær konur saman í herbergi sem í komst tvö rúm, tvö náttborð og tveir stólar!

Hvernig voru þau áður?

punkturcom | 8. des. '06, kl: 12:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hverju vill hún koma þangað inn? Nuddpott og borðstofuborði?

veg | 8. des. '06, kl: 12:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hlýtur að vera afskaplega nægjusöm kona fyrst þetta myndi duga þér.

Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar þú ert sjúklingur eða með alsheimer á hæðsta stigi þá ertu nú ekki að biðja um meira!

veg | 8. des. '06, kl: 12:51:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef þú ert það ekki?
Það var ekkert í greininni sem bennti til þess að þessar tvær konur væru í þeirri stöðu!

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:08:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er aðbúnaðurinn og plássið á sjúkradeildum. Ekki það sem kallað er 'vist', þ.e. einstaklingsherbergi eða hjónaherbergi sem þú 'innréttar' með þínum eigin munum. Það er til dæmis stærsti hlutinn af Hrafnistu, fólkið fær þá aðstoð sem það óskar eftir og þarf, fer í matsalinn til að borða, lyfin eru skömmtuð fyrir þau og svo er mismunandi hversu mikla aðstoð það þarf utan þess.

Á sjúkradeildum eru þeir allra lélegustu til heilsunnar. Þá þarftu til dæmis að vera í sjúkrarúmi, ekki gengur að flytja þitt eigið rúm inn. Það er mín reynsla að fólki, sem komið er á sjúkradeild, sé nú minnst að spá í innréttingar eða aðra muni.

veg | 8. des. '06, kl: 13:12:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kom ekki fram í greininni að um væri að ræða sjúkradeild.
Þetta fólk var allt fótafært. Klæddi sig (eða var klætt) og mætti í matsalin o.s.fr.

Og þessar blessuðu konur virtust eiga svo illa saman að það var til vandræða. Önnur vildi hafa útvarp á fullu en hin ekki, önnur vildi hafa gluggan alltaf opin en hin ekki o.s.fr....

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:25:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en í greininni var deildinni lýst svo vel að allir sem þekkja eitthvað til vita nákvæmlega um hvaða deild er verið að ræða.

Fyrir utan að neðanþvottur er til dæmis eitthvað sem fylgir sjúkradeildum.

ert | 8. des. '06, kl: 13:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki mjög lítið til - ég dróg samt sem áður mínar ályktanir um hvernig deild var að ræða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:49:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Teppið á gólfunum var dead giveaway. Bara ein deild með svoleiðis.

Ídaló | 8. des. '06, kl: 20:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahah já teppagangur... það er ekki staður með al heilufólki!

Nynne | 8. des. '06, kl: 20:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en það er rosalega gott þegar þú ert alsheimers sjúklingur að hafa eitthvað af þínum eigin húsgögnum í kringum þig .. sama hve langt sjúkdómurinn er genginn.

__________________________________________________________
Hreinræktuð ljóska

punkturcom | 8. des. '06, kl: 12:50:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var nú bara að grínast, ég ætla að lesa greinina.

Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehehe

huggy | 8. des. '06, kl: 12:33:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef félög aldraðra gætu yfirhöfuð e-ð gert væru þau þá ekki búin að því?

هريفنا

veg | 8. des. '06, kl: 12:42:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örugglega væri eina vitið að taka félög aldraðra inn í umræðuna (ekki það að það hafi mikið verið hlustað á það félag undanfarið) og allt það. En mér finnst ekkert óeðlilegt að vekja umræðuna með þessum hætti.

Þeir sem liggja mánuðum saman á sjúkrahúsum eru þar venjulega vegna þess að þeir komast ekki á hjúkrunarheimili sem er náttúrulega angi af sama vandamáli.

Ég sé mig ekki í anda óska eftir að vera sett í herbergi (sem rúmar tvö rúm, tvö náttborð og sinhvorn stólin við rúmgaflin) með bláókunnugri manneskju. Ætli ég myndi ekki hrökkva upp af mjög fljótlega við þær aðstæður.

Ég kippi mér ekkert upp við hlandflöskur og neðanmittis þrif, það fylgir bara.

En mér finnst að við mættum bera það mikla virðingu fyrir þessu fólki að umhverfi þess sé mannsæmandi og að starfsfólkið í kring um það sé ekki afgangsstærðir í launamálum.

Aðstæður gamals fólks á íslandi eru til skammar. Ég hef persónulega reynslu af hreppaflutningum á gömlu og ósjálfbjarga fólki og úræðaleysi þegar mikið er farið að bjáta á.

Og mér finnst það bara alveg hræðilegt og fagna allri umræðu um það.

ert | 8. des. '06, kl: 13:19:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Ég sé mig ekki í anda óska eftir að vera sett í herbergi (sem rúmar tvö rúm, tvö náttborð og sinhvorn stólin við rúmgaflin) með bláókunnugri manneskju."
Ertu að segja að ef þú þyrftir að fara á elliheimili þá myndirðu neita og frekar vera ósjálfbjarga heima hjá þér, jafnvel í eigin hlandi sem þú gætir ekki þrifið?

Mér finnst undarlegt að vekja umræðuna á þeim nótum að þeir sem þekkja aðeins til geti þekkt einstaka sjúklinga. Mér finnst undalegt að ræða hlandflöskur í svona í grein og mér finnst undarlegt að þessi stúlka komi ekki sjálf fram.

"Þeir sem liggja mánuðum saman á sjúkrahúsum eru þar venjulega vegna þess að þeir komast ekki á hjúkrunarheimili sem er náttúrulega angi af sama vandamáli." Neibb ekki endilega. Fólk getur verið það veikt í marga mánuði að læknar trysti sér ekki til að útskrifa viðkomandi og ekki eiga allir erindi á hjúkrunarheimili- taka þau við fólki undir ákveðnum aldri?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held einmitt að fólk, til dæmis hér í umræðunum sem fæst er á gamals aldri, geri sér ekki grein fyrir að verðmætamat og það sem skiptir máli fyrir okkur sem yngri erum, breytist þegar við verðum gömul. Hlutir eins og húsgögn skipta einfaldlega ekki máli.

Þegar fólk kom fyrst inn til okkar á sjúkradeild (þeir sem voru klárir í kollinum að minnsta kosti), voru það aðallega myndirnar af ástvinunum sem það vildi hafa hjá sér. Við hengdum þær upp fyrir ofan rúmið.

Kannski verður þetta öðruvísi þegar við förum á elliheimili. Ég myndi kannski vilja hafa lappann og iPoddinn, en samt veit ég það ekki. Ef ég sé mjög illa, hef ég ekkert við tölvu að gera. Ef ég heyri mjög illa, er Poddinn bara eitthvað drasl.

veg | 8. des. '06, kl: 13:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi stúlka kemur sjálf fram. Það er bæði nafn undir greininni og mynd af henni fyrir framan Grund.

Ég ætla ekkert svosem að fara að svara fyrir efnistökinn hvert og eitt. En mér fannst þetta áhugaverð grein og í samræmi við það litla sem ég þekki til þessara mála.

það að konan lýsi sinni upplifun af þessu finnst mér bara allt í lagi. Hún virðist vera fyrst og fremst að lýsa sinni upplifun sem ungri konu inni á elliheimili í fyrsta sinn.

Fárveikt fólk á heima inni á sjúkrahúsum og sjúkrahús eru ekki skilgreind sem heimili fólks og því gilda önnur viðmið um þau en elliheimili.

Ég myndi sennilega neita og verða mjög erfitt gamalmenni ef ég fengi ekki einstaklings herbergi.
Svo yrði mér samt komið fyrir þar af því að annað væri ekki í stöðunni og þar yrði ég pain fyrir starfsfólkið og enda sennilega eins og gamla konan sem datt og fótbrotnaði og það kom ekki í ljós fyrr en síðar því að hún kvartaði hvort eð er alltaf yfir öllu. :)

ert | 8. des. '06, kl: 13:38:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, því miður getur fólk stuðlað að sínum eigin erfiðleikum.
Annars var ég að tala um að stúlkan hefur ekki komið fram til að verja greinina í fjölmiðlum mér vitanlega.
Ég þekki fólk sem vinnur og dvelur á Grund.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Arriba | 8. des. '06, kl: 13:46:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var í viðtali á stöð 2 sennilega í morgunþætti. Sá einhverjar endursýningu á milli 10 - 11 í morgun.

Sirrý og Heimir voru spyrjendur - sjá þau ekki um einhvern morgunþátt?

~~~~~~
Common sense is not so common

ert | 8. des. '06, kl: 13:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá bara harðasta liði í bænum sent á hana ;)
Kíki á þetta ef ég hef tíma.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Muffins1 | 8. des. '06, kl: 14:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég sá hann.





veg | 8. des. '06, kl: 13:48:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er það ritstjórinn sem ber ábyrgð á birtu efni og eðlilegt að hann svari fyrir það.

Jú jú, fólki sem lýður illa á það til að gera illt verra.

ert | 8. des. '06, kl: 13:51:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og fólk sem aldrei hefur lært mannleg samskipti og síðast og alls ekki síst gott yndislegt fólk sem lendir í heilabilun á gamals aldri.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 8. des. '06, kl: 13:54:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú og undirmannað örþreytt starfsfólk hættir að láta gamla erfiða fólkið njóta vafans.

ert | 8. des. '06, kl: 13:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Njóta vafans á hverju?
Þekkirðu til á Grund? Veistu í hvernig ástandi fólk er þegar það fer þangað? (Þarna er ekki verið að tala um Minni-Grund heldur Grund sjálfa.)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 8. des. '06, kl: 14:00:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að tala um gömlu konuna sem fannst liggjandi á gólfinu í herberginu sínu og var vippað emjandi upp í rúm. Talsvert seinna kom í ljós að hún var fótbrotin.

Það var ekki tekið mark á emjinu strax af því að hún er "erfið"

ert | 8. des. '06, kl: 14:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gerast mistök alls staðar. Mér finnst ekki málið hvort mistök gerast heldur hvernig er tekið á því þegar mistök verða og til hvaða aðgerða er gripið. Það finnst mér skipta meira máli en það mótast kannski bara af því að hafa persónulega reynslu sem þolandi mistaka í unnönnurnargeiranum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

huggy | 8. des. '06, kl: 12:29:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og spurt sig ekki síður hvort maður vilji virkileg a að amma og mamma lifi svona. Mitt svar er nei, frekar hef ég þær báðar elliærar hérna hjá mér, og það er sko mikil fórn þvi þær eru ekkert skemmtilegar.

هريفنا

punkturcom | 8. des. '06, kl: 12:30:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL

Muffins1 | 8. des. '06, kl: 14:12:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í morgun var líka komið inná að aðstandendur verið að vera virkari að sækja sitt fólk heim og sjá til þessa að gamlafólkið í lífi þeirra séu með mannsæmandi föt,sér í lagi mnneskja sem missir þvag því það er bagalegt að ná lygt úr fötum af fullorðnu manneskju.
KOma reglulega til síns f+olks.
Þvi miður eru margir gamlingjarnir okkar með skammtíma minni og of dugar ekki að hringja á hverjum degi því minni er orðið mjög gloppótt.
Þetta samfélag er orðið svo hratt að fólk hefur ekki tíma í allt sem það þarf að komast yfir og hvað þá að það geri sér ferð til foreldra sinna og lesi fyrir það eða spjalli við það.
Þó ég viti að það er ekki statt svo fyrir öllum.





snúllus | 8. des. '06, kl: 11:47:37 | Svara | Er.is | 0

Ég vinn líka á svona heimili. Ég hef nú ekki lesið þessa grein en ég sé fréttina og viðtalið sem var í kastljósinu. Mér finnst þessi grein vera aðeins út í öfgar..allavega miðað við það sem ég sá í kastljósi.
Þar sem ég er eru max 2 saman á herbergi, þá eru herbergin líka tveggja manna. Veit ekki hvernig það er annarsstaðar.
Böðunin, sumir þurfa ekki að fara oftar en einusinni í heilbað í viku, sumir fara 2x í viku því þeir óska eftir því.
Þessi vinna er rosalega erfið líkamlega alveg eins og Muffins sagði.
En þetta er líka ROSALEGA skemmtilegt starf! Maður þroskast um heilan helling við að vinna við svona.

Persónulega finnst mér ekki hægt að skrifa grein um þetta eftir viku vinnu.


____________________________________
Ég fæ kraft úr kókómjólk

Zzx | 8. des. '06, kl: 12:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála því að vika er ekki nægur tími til að geta skrifað grein um þessi mál. Ég er sjálf að vinna á öldrunarheimili og það er rosalega gefandi starf þó vissulega geti það verið erfitt bæði líkamlega og andlega. En ég held að markmið hvers og eins sem er að vinna á svona stöðum sé að reyna að láta gamla fólkinu okkar líða sem best, því það eru örugglega fáir sem vinna þessa peningana vegna (þar sem að launin eru ekki upp á marga fiska). En mér finnst launin líka felast í því þegar maður fær bros og þakklæti frá skjólstæðingunum.

Það er rétt og löngu tímabært að stjórnvöld fari að hugsa og leggi meira fjármagn í þetta í stað þess að vera alltaf að skera niður í heilbrigðis geiranum.

En vil líka benda á að þar sem ég vinn er gert allt sem hægt er að gera fyrir einstaklingana sem þar búa og aðbúnaður er ekki slæmur þó hann gæti orðið betri með auknu fjármagni. Vil samt ekki segja hvar ég vinn vegna þagnarskyldunnar.

Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:13:47 | Svara | Er.is | 0

Ok. ég get ekki lesið greinina. ég hef starfað á Grund í nokkur ár, af og til frá 2001- 2005. og margt þar má bæta, þetta er stór stofnun með mikið af mismunandi fólki í vinnu og mismunandi vel gefnu fólki sem hefur mismikinn áhuga á starfinu! ég varð oft vitni af leiðindum þar sem starfsfólk hagaði sér eins og fífl og einmitt nenniti hvorki að hugsa um nér þrífa eftir fólkið. en meiri hluti starfsfólksins þarna er alveg frábært og reynir virkilega að gera vinnu síba vel. Þetta er gamalt hús sem er verið að taka í gegn smátt og smátt og þess vegna eru aðstæður ekki alltaf bestar, en fólkið fær nánast alltaf góða aðhlynningu og líður vel.
Mér persónulega fanst starfið æðislegt og gefandi og elskaði að mæta í vinnuna og hitta allt þetta ljúfa fólk:) á æðislegar sögur þaðan og gleymi seint þessari reynslu! og það fór virkilega í taugarnar á mér þegar fólk sem langaði ekkert að vinna við þetta tók svona störf að sér og ger'i þau ílla, þetta er ekki verslun, þetta er lifandi starf með lifandi fólki! og þú þarft virkilega að hafa taugar og þolimæðina í lagi ef þú ætlar að meika þetta!
ég held að við ættum að virða betur það sem er gert á þessum stöðum og hætta að þrasa yfir einum og einum þegar megnið er að gera gott!

huggy | 8. des. '06, kl: 12:32:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og einmitt vegna þess hversu léleg launin eru þá er mjög erfitt að manna og því miður ekki hægt að gera almennilegar kröfur til starfsfólks.

هريفنا

nancybc | 8. des. '06, kl: 12:17:38 | Svara | Er.is | 0

Ég hef bæði unnið á Grund og öðrum öldrunarheimilum, ég kýkti aðeins á þessa grein áðan á búðarrápi, og mér fannst "fyndnast" þegar hún átti að sinna gömlum manni, og passaði sig að horfa á alla aðra staði en hún átti að sinna, henni fannst sem sagt hræðilegt að þurfa að horfa á typpið á gömlum manni, sem gat ekki séð um sig sjálfur, og var rosa hissa þegar önnur starfsstúlka gerði þetta bara eins og ekkert væri.
Átti þá bara að láta fólkið eiga sig, sem gat ekki komist á wc, og ekki skipta á því eða neitt, fyrst það var svona hræðilegt að þurfa að horfa á ( hvað þá snerta ) þessa staði.

Það er greinilegt að þessi stúlka veit ekki hvað felst í því að starfa við umönnun, og því fáránlegt að senda hana þarna "undercover", hefði alla vega verið skárra að það væri manneskja sem vissi eitthvað hvað felst í orðinu umönnunarstörf.

Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:26:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jiii.... það sem maður hefur ekki þurft að snerta og grípa og hreinsa... svona fólk hefur bara ekki græna glóru um hvað starfið gengur útá... þú getur engann veginn verið feimin við þvað, kúk, kynfæri eða annað í þessu starfi! þetta er bara hjæukrunarstarf og því fylgir ekki bara að taka hitann (sem by the way er nú tekin í rassinum) ég þurfti að sprauta fólk, hjálpa því að æla, sitja með því þegar það dó og svo framvegis!

huggy | 8. des. '06, kl: 12:32:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar var hún að benda á hæfni þessa starfsmanns, sem er góður starfsmaður að geta umgengist þetta svona.

هريفنا

nancybc | 8. des. '06, kl: 12:43:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er fólk virkilega svo vitlaust að það ráði sig á öldrunarheimili, ef það getur ekki sinnt þessu

Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

man eftir mörgum sem urðu grænar í faman á fyrsta degi og bara urðu að hætta.

punkturcom | 8. des. '06, kl: 12:47:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heyrði af einni sem fór í kaffi fyrsta daginn og sást svo ekki meir,

Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heheh gott!!!

nancybc | 8. des. '06, kl: 12:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL ........ ég hef einu sinni gert það, þá réð ég mig í vinnu í hallæri við saumastofu Iðunnar, og átti að sauma á bansetta saumavél, ég fór í kaffi og fór aldrei til baka í vinnuna.............

Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha

huggy | 8. des. '06, kl: 13:08:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff já maður hefur heyrt af mörgum þannig, Mér þykir þó verra þegar hæft starfsfólk þarf að hætta því það hefur ekki efni á að vinna þessa vinnu.

هريفنا

alboa | 8. des. '06, kl: 12:25:40 | Svara | Er.is | 0

Þetta með þvagflöskurnar finnst mér eiginlega bara fyndið. Sumir eru orðnir nánast blindir eða með skerta hreyfigetu og geta ekki beygt sig til að ná í flöskuna. Oft finnst körlunum þægilegra að hafa hana upp á borðinu og biðja um það því þar er þægilegast að ná í hana.
Sumir vilja ekki vera einir á herbergi og njóta þess að hafa félagsskap. Eru ekki jafn einir í heiminum. Þar sem ég vann eru tveir einstaklingar saman í herbergi sem eru orðnir bestur vinir eftir að hafa kynnst hjá heimilinu. Þeir passa upp á hvorn annan og vilja ekki fara frá hvor öðrum. Það eru ekki allir sem vilja vera einir í herbergi þó okkur þyki það sjáflsögð réttindi. Þeir sem eru á heimilinum núna eru flestir vanir einhverjum þrengslum og finnst það heimilislegra heldur en vera einn. Auðvitað vilja líka margir vera einir á herbergi og, allavega þar sem ég vann, var reynt að sjá til þess eftir því sem hægt var.
Margir vilja hreinlega ekki fara oftar í bað en einu sinni í viku og finnst það eiginlega of mikið bruðl. Aðrir vilja fara oftar og er reynt að sinna því. En þegar hver starfsmaður er með 4-5 einstaklinga til að baða er ekki allt hægt. Það gengi seint upp að allir fengu að fara í bað einu sinni á dag. Þá þyrfti mun fleiri böð á deildir og MUN fleira starfsfólk. Við megum ekki ákveða hvað fólkið sem er á heimilunum núna út frá því hvað við myndum vilja. Felst er þau vön allt öðru og vilja annað (ekki allir auðvitað).

Auðvitað er mörgu ábótavant en með þessi litlu fjárframlög er lítið hægt að gera nema reyna eftir bestu getu að láta öllum líða vel. Og ef einhver breiðir teppi yfir hlandblautt rúm skiptirðu annað hvort á því sjálfur eða kvartar í yfirmann, rýkur ekki í blöðin með látum því þetta er vanhæfni þess starfsmanns, ekki heimilisins.

kv. alboa (já, þessi grein fór mikið í mig :þ )

beikonrass | 8. des. '06, kl: 12:31:13 | Svara | Er.is | 0

vann nokkur ár á Grund og ég verð að segja að þegar ég verð gömul læt ég frekar renni í bað fyrir mig og brauðristarinn en að fara þangað.
:(
Endalaus mannekla og sparnaður þar.

Krúttmagi | 8. des. '06, kl: 12:41:10 | Svara | Er.is | 0

ég var að vinna á öldrunarheimili og það sem mér fanst erfiðast var hve sjaldan skyldmennið þeirra komu í heimsókn! Og það leyndi sér ekki hve einmanna fólkið var

Ídaló | 8. des. '06, kl: 12:46:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guð það á eftir að vera svo gaman hjá mér:) tónlist og vitleysisgangur:)

micro | 8. des. '06, kl: 12:41:21 | Svara | Er.is | 0

Ég hef unnið á hrafnistu, á lokaðri deild, eitt sumar. Mér fannst aðbúnaðurinn hryllilegur, og mér leið illa að vinna þarna því ég fann svo til með fólkinu sem var látið þola þessa aðstöðu :(

Ömurlegt að þurfa að eyða ellinni með 2-3 öðrum á stofu, færð ekkert prívat, ert baðaður einu sinni í viku. Og bara lágmarksþörfum sinnt nánast :( Bleyjuskiptin alltof fá finnst mér, og það var einsog mörgu starfsfólkinu væru bara alveg sama um fólkið.

Enda erfitt að fá gott fólk í vinnu fyrir skítalaun.

california | 8. des. '06, kl: 13:09:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alveg sammála ég vann á elliheimili í soldinn tíma, og var á deild fyrir heilabilaða og maður vorkenndi þeim so bað einu sinni í viku og bara lélega aðstaða. .

punkturcom | 8. des. '06, kl: 13:11:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég fer fram úr, byrja á því að þvo mér með rökum þvottapoka, undir höndum, á baki, undir brjóstum o.s.f.r., þvæ mér að neðan, bursta tennur og þvæ mér í framan er ég þá ekki að þvo mér?

Arriba | 8. des. '06, kl: 13:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gerir þú það ef þú ert heilabiluð? þ.e. þessi sem þú ert að svara segist hafa unnið á deild fyrir heilabilaða.

~~~~~~
Common sense is not so common

punkturcom | 8. des. '06, kl: 13:13:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en þetta eru þættir í daglegri umönnun sjúklinga og vistmanna. Sé þeim sinnt eins og ber að gera, þá finnst mér hæpið að tala um að fólk sé einungis þvegið einu sinni í viku.

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þess vegna ertu á sjúkradeild. Þetta er það sem er gert fyrir fólkið.

Kátína | 8. des. '06, kl: 13:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held bara að fólk geri sér oft enga grein fyrir hvernig ástand er á hundveiku gömlu fólki. Það er bara ekkert við hlandbleytu að gera annað en að skipta á viðkomandi. Auðvitað vill enginn verða svona, enda lífið á þann hátt að vera ekki fær um að sinna grunnþörfum sínum en svona er þetta bara. Svona er þetta á spítölum líka. Svo er endalust hægt að tala um stækkun á heimilum, hærra kaup fyrir starfsfólk svo að það veljist líka gott fólk í störfin því auðvitað á gamla fólkið okkar góðan aðbúnað skilið. Svo er þetta líka kynslóð fólks sem er bara ekki vant þeim lúxus sem við yngra fólkið þekkjum og það hefur bara engann áhuga á sumu því sem við erum að tala um og krefjast.

veg | 8. des. '06, kl: 13:20:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amma mín er á níræðisaldri, sem betur fer mjög heilsuhraust, hún færi sennilega yfirum ef henni væri boðið upp á þessa aðstöðu.

Systir hennar var flutt "hreppaflutiningum" austur fyrir fjall þega hún var orðin veikburða. Sett á heimili þar sem ekkert nema sveitafólk var, sem talaði bara um heyskap og skeppnuhald. Það er altalað í minni fjölskyldu að hún hafi dáið úr leiðindum 4 mánuðum síðar.

Ég held að nægjusömu kynslóðirnar séu nánast að deyja út. Núna eru að koma inn kynslóðir fólks sem fór til útlanda árlega, bjó vel og er góðu vannt.

Kátína | 8. des. '06, kl: 13:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú ekki svo slæmt að ná þessum aldri. Gott að verða saddur lífdaga bara. Erum við ekki öll af sveitafólki komin. Reykjavík ekki nema 200 ára og var nú bara þorp lengi vel. Heyskapur og skepnuhald það sem hélt lífinu í landanum framan af.
Kv.

veg | 8. des. '06, kl: 13:41:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að vísu en ömmusystir mín fór í nám erlendis fyrir seinna stríð og vann í banka alla sína tíð og hafði engan áhuga á heyskap og skepnuhaldi. Hún var fædd í sjávarplássi úti á landi og alin upp í Reykjavík og aldrei verið í sveit.

er ekki | 8. des. '06, kl: 19:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, á fólk allt í einu að fá áhuga á heyskap og svona bara af því að það er orðið gamalt?

ert | 8. des. '06, kl: 19:30:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örnólfur karlinn gæti nú alveg rætt heyskap ef ekki væri annað í boði. Það getur verið að úti á landi sé bara fólk á elliheimilum sem vill tala um heyskap og hefur aldrei haft áhuga á öðru (ég reyndar stórefa slíkt) en við skulum gera okkur grein fyrir því að það er óskaplega venjulgur þverskurður af fólki á elliheimilum. Þar má m.a. finna þýðanda að jólabókunum í ár. Það er ekki bara fólk sem hefur áhuga á heyskap sem missir heilsuna heldur líka fólk sem búið hefur erlendis, hefur doktorspróf o.s.frv.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ídaló | 8. des. '06, kl: 13:34:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahhahah..... já ég hefði fílað það...:)

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég ætla að fara að stunda jaðaríþróttir þegar ég verð orðin of gömul.

Dagurinn sem ég vakna hlandblaut verður dagurinn sem ég fer á snjóbretti niður Hvítá.

Dagurinn sem ég man ekki lengur hvað börnin mín heita, verður dagurinn sem ég fer í fallhlífarstökk. Muna að toga í spottann? Ha?

Nei, segi bara svona. Ég er að miða við hvernig ég er í dag og hvernig ég vil hafa hlutina í kringum mig. Ég veit að það á eftir að breytast þegar ég verð gömul.

Arriba | 8. des. '06, kl: 13:20:19 | Svara | Er.is | 0

Margt í þessari grein litast náttúrulega af því að þarna er að koma inn í vinnu manneskja sem hefur ekki unnið við umönnunarstörf áður. Þeir sem hafa unnið slík störf kannast eflaust margir við það að fá örlítið sjokk fyrstu vaktirnar sínar og sumir gefast strax upp.

Mér finnst ekkert nýtt koma fram í þessari grein (þ.e. þessum fyrrihluta sem er kominn) sem við (þjóðfélagið) vissum ekki fyrir. Það er alveg vitað að umönnunarstörf eru allt of illa borguð, það er alveg vitað að það vantar meira fjármagn og fleira hæft starfsfólk. Á mörgum hjúkrunar-og elliheimilum er ýmislegt sem betur má fara t.d. varðandi herbergi íbúa.

Bara fínt ef þessi grein getur ýtt undir umræðu um úrbætur.

~~~~~~
Common sense is not so common

Vatnaliljan | 8. des. '06, kl: 13:21:26 | Svara | Er.is | 0

Já. Sex heil sumur og í átta ár var ég alltaf að vinna aðra hvora helgi og á stuttum kvöldvöktum virka daga (16-20 eða 17-21) með skólanum á veturna.

Að vinna á elliheimili er eitt það mest gefandi starf sem hægt er að vinna. Þetta er gamla fólkið okkar, fólkið sem vann hörðum höndum svo við yngri kynslóðirnar gætum haft það betra, og það var gott að geta gert þeim lífið léttara undir lokin. Maður átti sko marga afa og ömmur og mér þótti afskaplega vænt um allt þetta fólk. Það kenndi mér líka svo margt um lífið og tilveruna. Ég stend fast á því að ég er miklu betri manneskja fyrir vikið eftir að hafa unnið við þetta.

Launin eru ekki góð, það er alveg satt, en peningar eru svo sem ekki allt. Með því er ég ekki að segja að það sé í lagi að þau séu svona lág, en eftir á að hyggja finnst mér ég hafa grætt svo miklu meira á þessum árum en tekið er fram á launaseðlum.

Aumingja stelpan sem tók það að sér að vera snápur fyrir Reyni Traustason. Hafið þið spáð í að hún á örugglega eftir að eiga í miklum vandræðum með að fá vinnu eftir þetta? Hún hefur örugglega ekki gert það. Hvaða vinnuveitandi vill ráða manneskju sem hann veit fyrirfram að er ekki treystandi?

veg | 8. des. '06, kl: 13:32:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er blaðamaður og í starfi sem slík.

knitty | 8. des. '06, kl: 13:24:06 | Svara | Er.is | 0

ég er að vinna á hjúkrunar og dvalarheimili og ég elska það... auðvitað má margt bæta eins og t.d. aðstöðuna og launin en þetta gefur mér svo mikið að ég tími ekki að hætta.. ég vil frekar sætta mig við það að það er ekki pláss fyrir öll hjálpartækin og ég fæ ekki mikið útborgað því þetta gefur mér svo mikið andlega. Maður sníðir sér stakk eftir vexti eiginlega...

Golda Meir | 8. des. '06, kl: 14:13:54 | Svara | Er.is | 0

Ég vann á Grund í nokkrar vikur sem unglingur. Fékk alltaf þyngsli fyrir hjartað þegar ég kom þarna inn og gekk um gangana. Var nú samt bara í eldhúsinu.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

mosaeydir | 8. des. '06, kl: 14:17:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef unnið við ummönnunar störf á elliheimili í 5 ár, þetta var eina vinnan sem ég hef unnið sem gaf mér eitthvað, þroskaðist við þessa vinnu og já því miður þá eru til starfsfólk sem gera þetta og með baðiði finnst mér bara hræðilegt, t.d um jól þá er bara baðað einu sinni:(

z3lda | 8. des. '06, kl: 15:15:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vann á Grund í 7 ár, eða 7 sumur og svo 4 vetur aðra hvora helgi í býtibúri. Auðvitað er margt sem þarf að laga og stjórnendurnir eru að reyna sitt besta og alltaf eru einhverjar endurbætur í gangi. Þetta tekur tíma og pening sem erfitt er að fá. Langflest af starfsfólkinu vinnur sína vinnu vel og þykir vænt um gamla fólkið en svo eru auðvitað sumir sem eiga bara alls ekki að vinna með fólk.

Er svo rík á sætasta strákinn fæddan 30. júní 2006 og yndislega bollustelpu fædda 15. mars 2010 :D

tekker | 8. des. '06, kl: 15:21:52 | Svara | Er.is | 0

Já ég hef unnið á öldrunarheimili og þetta getur verið mjög gefandi en það er algjörlega óviðunandi þegar það komu upp tímabil eins og sumarfrí og vetrarfrí og annað og allt var undirmannað þá naut maður sín ekki vel í starfinu allt of mikið stress og áreiti á of fáar manneskjur og helst ekki fengin önnur manneskja ef einhver var veikur. En þegar allt rúllaði eins og það átti að vera var þetta mjög fínt en launin svo sannarlega og lág og oft var mjög erfitt að taka ekki vinnuna með sér heim þá er ég að tala um þá andlegu reynslu sem maður verður fyrir eins og þegar einhver deyr eða verður mjög veikur skyndilega..

RakelÞA | 8. des. '06, kl: 20:18:56 | Svara | Er.is | 0

Ég var að vinna í borðstofunni á Grund einu sinni, fannst Grund þannig staður að ég myndi ekki vilja setja mitt fólk þangað inn.

Amma mín var líka á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og það var fínt, gott fólk og henni líkað vel.
Hún lenti svo í því að vera rosalega veik á baðdegi og langað svo mikið að fara í bað 1-2 dögum eftir að baðdagurinn var afstaðinn og það var bara ekki í boði því baðdagurinn var einu sinni í viku.
Ég rölti fram og spurði hvar ég gæti baða hana ömmu mína og konurnar bara baðdagurinn er búin, ég sagðist ekki vera að spyrja af því heldur hvar ég gæti baða hana þar sem ég ætlaði að gera það sjálf, eftir smá þrögl og hótun frá mér að ég færi bara heim til mín með hana til að baða hana, þá var mér bent á það hvar ég gæti baðað gömlu konuna sem ég og gerði.

fks | 8. des. '06, kl: 20:23:19 | Svara | Er.is | 0

ég hef verið að vinna á hrafnistu líka og amma mín er á grund. Þessi grein er fáránleg í alla staði. Það er farið þarna inn og bara horft á það vonda og slæma. Það getur hún gert hvar sem er. Afhverju einblíndi hún ekki á þetta góða á stofnuninni, ég hefði miklu frekar vilja lesa það en eitthvað rusl

fks | 8. des. '06, kl: 20:24:36 | Svara | Er.is | 0

síðan fannst mér ekkert samræmi í neinu sem hún var að segja

GUX | 8. des. '06, kl: 20:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nennti engan veginn að lesa í gegnum þetta allt.

Eina skoðunin sem ég hef á þessum málum:

Ummönun aldraðra er sennilega eitt mest vanmetna starf sem til er.

Ég ætla að vera stónd með vinkonu mínum á ströndum Bahamas á elliárunum....pissublaut eður ei.

pílapína | 9. des. '06, kl: 01:23:09 | Svara | Er.is | 0

Ég var að vinna á Grund í ca. 2 ár. Aðstæðurnar þar eru mjög bágbornar. Mikil þrengsli og starfsfólkið oft á tíðum ekki starfinu vaxin. T.d. var einn starfsmaðurinn sem var þekktur fyrir það að stela munum frá gamla fólkinu, og enginn gerði neitt í því að reka hana.

Ég var bara unglingur á þessum árum og mér finnst í dag ótrúlegt að mér var treyst til að bera ábyrgð á 28 manns á næturvöktunum, og þá var ég eini starfsmaðurinn á deildinni. Einnig var ég látin gefa sjúklingunum næturlyfin. Það reyndar var alltaf næturhjúkka í húsinu sem kíkti einstaka sinnum upp, en alls ekki á hverri nóttu. Mér fannst sjúklingunum alls ekki líða vel þarna, og einn og einn skjólstæðingur lagður hreinlega í einelti af starfsmönnum.

Einnig fannst mér hræðilegt fyrir gamla fólkið að þurfa að bakka inná klósettið, (þ.e. ef það var í göngugrind), því baðherbergin eru mjög þröng og mjög hrörlegur og slæmur aðbúnaður. Engin örvun eða neitt til að stytta sjúklingunum dagana, ekkert gert fyrir fólkið.

Baðtímarnir voru bara færibandavinna. Einsog að spúla kjötskrokka í sláturhúsi. Gamla fólkið tekið tvennt til þrennt í einu inná sturtuherbergi og einn og einn tekin í einu, sett á stól og svo spúlað yfir þau. Starfsfólkið í hvítum sláturhúsastígvélum með hvíta sláturhúsasvuntu.

Varðandi matartímana þá stóð starfsfólkið einsog hrægammar og átu mat sjúklinganna (frítt) og nenntu varla að sinna sjúklingunum í matartímanum. Mér fannst líka alveg ótrúlegt hvað fæðuúrvalið er einhæft. Það er t.d. alltaf hræringur og skyr á kvöldin, nema þrjú kvöld í viku þegar það á að vera heitur matur. Eitt af þessum kvöldum sem fólkið á að fá heitan mat, er boðið uppá egg og súpu! Ekki mikill matur það.

Sjúklingar sem báðu um kaffi milli mála var neitað um það!!!

Sjúklingarnir voru 2-7 í herbergi og starfsfólkið reyndi upp til hópa að sinna því sem minnst. Gaf sig lítið útí spjall. Sat þess í stað yfir sjónvarpinu eða spjallaði við hina starfsmennina sem voru á vakt.

Í hádeginu eiga sjúklingarnir að leggja sig! Ekkert val um það! Einnig ótrúlegt að valfrelsið var ekkert, þ.e. matur, pissa (hvort sem sjúklingurinn þurfti á wc eða ekki), hvíla sig og svo frv.

Ég gleymi því aldrei þegar ein gamla konan var orðin mjög veik og mér fannst einsog henni liði hálf illa. Ég kallaði á hjúkrunarfræðinginn sem var á vakt en hún sinnti því ekki. Gamla konan lést svo í fanginu á mér þetta kvöld.

Ég veit það hins vegar að sumt starfsfólkið lagði sig allt í starfið og gerði sitt besta. Einnig getur verið að aðbúnaðurinn hafði breyst síðan ég vann þarna, því það er orðið langt síðan. Ég vona það að minnsta kosti.

Ég mundi ekki vilja að fólkið mitt legðist inná Grund. Það þarf að bæta aðbúnaðinn og fá betra starfsfólk í þessi störf. Þetta er síðasta stöð einstaklingsins í lífinu, og gamla fólkið á miklu betur skilið en þetta. Það er til háborinnar skammar hvernig þetta þjóðfélag er. Auðvitað á aðbúnaður aldraðra og fatlaðra að vera sem allra bestur.

z3lda | 9. des. '06, kl: 01:53:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín upplifun á Grund var ekki svona. Á þeirri deild sem að ég var að vinna fékk fólkið kaffi ef það vildi utan kaffitímans og mola með ásamt kexköku eins mikið og þau vildu. Ekki höfðum við tíma til að borða matinn í matartíma vistmannanna því að við vorum að aðstoða þau. Jú þegar við vorum að skammta matinn varð þetta færibandavinna eins og er í mötuneytinu niðri enda fólkið flest ekki fært um að skammta sér sjálft en það fólk sem gat skorið matinn sinn gerði það en hinir fengu aðstoð.
Það er margt í boði fyrir vistmennina að gera, ég var einmitt hissa á hvað væri margt í boði reyndar ekki margt sem að mestu sjúklingarnir geta gert en þeir sem eru í hressari kantinum geta gert margt t.d. farið í föndur, alls kyns íþróttaviðburði, hlustað á sögur, spilað osfrv.
Á minni deild lögðu sumir sig í hádeginu en hinir gengu um eða horfðu á sjónvarpið og oft gat maður spjallað aðeins eða setið hjá fólkinu og jafnvel haldið í hendina á því.
Ég er sammála því að baðtíminn er ekki eins og ég myndi vilja hafa það, þar er ég sko alveg sammála þér og baðherbergin eru ekki eins og þau ættu að vera með tilliti til aðstæðna þ.e. að oft þarf fólkið hjálp og það er sko ekki mikið pláss og alls ekki komast hjálpartæki þangað inn eins og hjólastólar og göngugrindur. Auðvitað er margt sem þarf að laga, og ef launin myndu lagast yrði starfsmannaskorturinn ekki svona bágborinn og kannski fleira fólk sem hefði raunverulegan áhuga á gamla fólkinu. Mér þótti allavena mjög gott að vinna þarna og vinkona mín vann á Hrafnistu og ástandið er mjög svipað þar þannig að það þarf að laga aðstæður á öllum elliheimilum.

Er svo rík á sætasta strákinn fæddan 30. júní 2006 og yndislega bollustelpu fædda 15. mars 2010 :D

Ronja R | 9. des. '06, kl: 02:02:19 | Svara | Er.is | 0

Ég hef aldrei unnið á öldurnarheimili en ber hag aldraðra mikið fyrir brjósti.

Mér finnst fyrir neðan allar hellur hvernig aðstæður aldraðra eru í dag, ég held að þeir sem stjórni landinu átti sig ekki á því að þeir verði gamlir og vilji kannski ekki eyða síðustu árunum í herbergi með ókunnri manneskju.

Reyndar gæti hundurinn legið grafinn í því að þeir sem stjórna landinu eru í þannig aðstöðu að þeir koma ekki til með að þurfa að eyða síðustu árum ævinnar með svo skítslegum hætti, því þeir eru jú þeir sem þeir eru, háir herrar sem verður stjanað undir rassgatið á fram í rauðan dauðann!!

Gruggi | 9. des. '06, kl: 02:08:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar langamma mín var nánast útúr heiminum reyndum við alltaf að heimsækja hana á matmálstímum því oft var því ekki sinnt að gefa henni að borða. Ef maður kom eftir mat var stundum enn kaldur matur þarna. Þetta var mjög óþægilegt sér í lagi þar sem hún var með annari á herbergi sem var mikið hressari og sagði okkur að oft væri diskurinn bara lagður þarna og tekinn eftir klukkutíma. Við kvörtuðum reglulega en var sagt að þetta væri bara rugl í langömmu þar sem hún væri heilabiluð (var samt ekki hún sem sagði okkur það) bara kunnum ekki við að segja að herbergisfélaginn hefði sagt frá.

Hún var í þannig ásigkomulagi að við gátum ekki tekið hana heim til ættingja þar sem hún þurfti mikla aðhlynningu lækna og fagfólks. Vantaði mikið uppá ummönnunarþáttin sem ég held að sé einna helst manneklu um að kenna.

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
SAME SHIT-DIFFERENT TOILET!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Síða 4 af 47422 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie