Hvernig dílið þið við vandamál barnanna ykkar á netinu?

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 19:03:37 | 636 | Svara | Er.is | 0

Nú á ég sem betur fer nokkur ár í það að börnin mín fari að nota samfélagsmiðla, þau eiga ekki eftir að fara á FB heldur inn á einhverja miðla sem ég mun ekki þekkja og eflaust eru ekki einusinni til í dag. Ég hef nokkur ár til að læra áður en þessi issjú koma upp á mínu heimili. Versta er að ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fara að því. Ég vil bara ekki vera þessi.


Afleiðingarnar geta orðið þær að unglingar leiti síður til fullorðinna með spurningar sem lúta að netinu af ótta við að mæta vantrausti og yfirþyrmandi skilningsleysi. Í starfi mínu sem fyrirlesari hafa unglingar margoft sagt mér frá slíku. „Það er bara svo augljóst að þau skilja ekkert og dæma bara,“ sagði fjórtán ára strákur mér. „Ef ég myndi segja mömmu og pabba að ég hefði séð eitthvað creepy á Snapchat myndu þau bara fríka út og eyða appinu út úr símanum mínum.
Ef ég myndi spyrja þau út í eitthvað sem ég sá á klámsíðu myndu þau ekki svara spurningunni heldur bara yfirheyra mig um af hverju ég var á klámsíðu og slökkva svo á routernum. Fullorðið fólk kann bara svarthvítar leiðir til að díla við netið.“ 

http://stundin.is/pistill/taggadu-ungling/


 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helgenberg | 13. apr. '15, kl: 19:15:26 | Svara | Er.is | 0

ég nota þessa miðla sjálf og skil þá, þú munt gera það lika örugglega, why not?
hvort sem það verður eitthvað nýtt eða eitthvað sem er byrjað.


það er allavega fín byrjun

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 19:21:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota instagram sem FB mynda uploader :/ á að vísu eina 12 ára vinkonu sem ég kíki reglulega á og læka myndirnar hennar. Ég er með snaptjatt og á eflaust 7 vini, kannski 9 og hendi inn hressri mynd af krökkunum eða einhverju dónalegu á kallinn af og til. Ég hef ekki notað tvitter síðan ég var í top 5 íslendingum að nota twitter, það voru eflaust ekki einusinni 5 íslendingar að nota twitter á þeim tíma.


Mér finnst ég doomd og varla hafa færni til að fylgjast með.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helgenberg | 13. apr. '15, kl: 19:26:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo er bara fínt að spyrja þau og horfa með. mín 20 ára dóttir eyðir fáránlega miklum tima í að horfa á 2 hluti á netinu, meik up vidjó og fail vidjó.


hef svo rætt klámið og það við þau öll, gerði það reyndar full seint finnst mer núna, það ætti að vera eitthvað sem maður ræðir við krakka11-12 ára í dag. mín voru miklu eldri þegar ég talaði eitthvað um þau mál

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 19:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég á í engum vandræðum með klámið, frekar sjálsklám á samfélagsmiðlunum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 13. apr. '15, kl: 19:15:26 | Svara | Er.is | 0

Úff ég er ekki byrjuð að hugsa þetta. Ætla að fylgjast með þræðinum.

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 19:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við kaupum okkur kannski bara fyrirlestur hjá Þórdísi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 13. apr. '15, kl: 19:25:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég væri alveg til í að borga dágóða upphæð til að vera undirbúin og einmitt verða ekki mamman sem fussar og lokar á trúnaðartraust barnanna.

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 19:51:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við fáum hana bara til að halda námskeið eftir nokkur ár. Við erum heppnar að hún náði sér í stjúpbörn sem eru orðin og að verða unglingar svo hún tekur hitann og þungann af þessu fyrir okkur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 13. apr. '15, kl: 23:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Díll! 

Bella C | 13. apr. '15, kl: 19:20:55 | Svara | Er.is | 0

Hef verið að lesa rannsóknir um þetta efni og stór hluti barna telja að þeir geti ekki sagt foreldrum sínum frá ef eitthvað kemur upp. En það virðist virka vel að læra með börnum a þessa miðla og fylgjast með nýjungum og sýna börnunum að þú kannt a þá. Gera barninu grein fyrir þvi a þu hafir skilning a því sem gerist a internetinu

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 19:22:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er rosa góð í Candy Crush.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Bella C | 13. apr. '15, kl: 19:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er góð byrjun ;)

T.M.O | 13. apr. '15, kl: 23:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

staðreyndin er sú að stór hluti barna telja að þeir geti ekki sagt foreldrum sínum frá mörgu sem gerist, það er ástæðan fyrir að einelti kemst stundum ekki upp strax og stundum ekki fyrr en eftir á. Ég held að þetta sé alls ekki bundið við netið, meira bundið af því að vera barn og unglingur sem er að gera eitthvað sem það veit að það ætti ekki að gera og því að þessum aldri getur heimurinn verið þannig samansettur að einhver bully á skólalóðinni hefur meira vald en foreldrarnir.

Bella C | 14. apr. '15, kl: 15:57:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda telur stór hluti barna að þeir geti ekki sagt foreldrum sínum frá því ef þeir lenda í neteinelti, þau eru hrædd um að foreldrarnir geti ekkert gert vegna þess að þeir skilja ekki Internetið nóg eða að þeir taki tölvu/síma af þeim eða banni þeim að vera á ákveðnum samfélagsmiðlum. En þetta er auðvitað ekki bundið við Internetið

T.M.O | 14. apr. '15, kl: 21:33:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er hægt að finna samsvaranir við flest sem krakkar lenda í og taka sér fyrir hendur í RL. Ég held að þetta sé bara net útgáfan af hinu venjulega samskiptavandamáli á milli barna/unglinga og fullorðinna. Gallinn er að netið hleypir öllum mögulegum viðbjóði að börnunum sem hefðu ekki verið eins berskjölduð annars og það er eðli unglingsins að telja sig verða að koma sér úr vandræðunum sjálfur eða harka það af sér. Ég kaupi ekki þessa "foreldrarnir skilja ekki netið" skýringu. 


Ég hefði gaman af því að heyra hvort börn hafi meiri tilhneigingu til að segja frá ef foreldrar eru mjög tölvufærir, ég gæti trúað því að í þeim tilfellum þá sé jafn erfitt að segja frá af því að foreldrarnir eru búnir að vara við og segja þeim að gera ekki nákvæmlega það sem þau gerðu.

Bella C | 15. apr. '15, kl: 10:46:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær rannsóknir sem ég hef skoðað um þetta sem eru mjög margar, þá telja margir krakkar að foreldrarnir skilji ekki netið og segja því ekki frá. 

T.M.O | 15. apr. '15, kl: 11:06:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

margir krakkar telja að foreldrar skilji ekki hvernig er að verða fyrir einelti, hvernig er að vera unglingur, valdapíramídinn sem er þar, af hverju skiptir máli að vera í réttu fötunum og eiga réttu græjurnar. Að foreldrar skilji ekki hvers vegna unglingurinn finnur hjá sér þörf til að prófa allan andskotann. Unglingar pikka upp allt það nýjasta á meðan foreldrarnir eru lengur að aðlagast (hafa líka séð tískubólur koma og fara) þetta er ekkert nýtt element. Munurinn er bara sá að tölvan, spjaldtölvan, síminn, er orðinn gluggi beint inn í herbergi hjá barninu sem ræður ekki endilega við að hleypa ekki hverjum sem er inn. Sérstaklega þegar það er fólk þarna úti sem sérhæfir sig í að kjafta sig inn á fólk með úthugsuðum aðferðum. 


Endilega vísaðu í eitthvað af þessum rannsóknum, ég er ekkert að staðhæfa að þær séu rangar, ég er að segja að þetta vantraust sé ekkert nýtt, þess vegna dugir ekkert að segja "þú getur alltaf talað við mig" og telja sig vera að fylgjast með netnotkuninni. Krakkar stelast til að gera hluti sem þau mega ekki gera og eru góð í því, hvað hafa margir foreldrar sagt börnunum sínum hversu hrikalega óhollt það er að reykja? Stundum gerir það að hlutirnir séu hættulegir bara meira spennandi. 


Auðvitað eru flestir krakkar bara skynsamir og föttuðu varnaðarorðin frá fyrsta degi, að foreldrar hafi áhuga á hvað börnin eru að gera, hvort sem það er í íþróttum eða í tölvunni en það er bara spurning um að vera meðvitað foreldri, hefur ekkert sérstaklega með tölvunotkunn að gera.

Bella C | 15. apr. '15, kl: 11:12:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu ég nenni ekki einu sinni að opna lokaritgerðina mín til þess að finna heimildirnar, en auðvelt er að finna þær á leitir með leitarorðinu cyberbullying og parents. En þetta eru allt ritrýndar og fræðilegar rannsóknir. Ég talaði heldur aldrei um að þetta ætti bara við netheiminn, þvert á móti er ég viss um að þetta tengist allt raunheiminum. Þegar samband á milli barns og foreldris er traust og talað er um allt milli himins og jarðar er líklegra að barnið segi frá einelti og það er bara rökrétt að það eigi við netheiminn líka, svo getur verið að eitthvað annað spili inn í líka sem gerir það að verkum að barnið segi ekki frá

Lakkrisbiti | 13. apr. '15, kl: 19:34:39 | Svara | Er.is | 0

Ég geri syni mínum grein fyrir því að hann geti rætt allt við mig og hef sagt honum að þó ég gæti kannski rokið upp í reiði eða gremju til að byrja með þá væru það bara fyrstu viðbrögðin og eftir að ég hefði fengið smá tíma til að átta mig þá myndi ég ræða þetta við hann. 
Nú verð ég bara að vona að það komist til skila og hann muni geta rætt við mig ef þessi staða kemur upp og ég geti bregist við á réttan hátt. 



---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

GoGoYubari | 13. apr. '15, kl: 19:52:23 | Svara | Er.is | 0

ég var einmitt að hugsa um þetta í gær því það var einhver snapchat umræða á beauty tips, það eru einhver channels og verið að fylgjast með fræga fólkinu og eitthvað, ekki hafði ég hugmynd um það. ég er nú bara 26 en finnst ég vera langt því frá internet savy og hálf skammast mín fyrir það

Ruðrugis | 14. apr. '15, kl: 00:12:16 | Svara | Er.is | 0

Ég á einmitt nokkur ár í það ennþá að minn elsti fari í þennan pakka og ég er að æfa mig massíft þessi misseri að taka öllu sem hann segir mér með opnum huga og er með virka hlustun og tek eftir því sem hann segir mér. Þó umræðan sé um einhverjar ofurhetjur úr tölvuleik eða kartöflurnar í hádegismatnum í skólanum eða að krakkarnir í skólanum voru að segja ríða etc. 
Ég legg alla vega upp með að hann sjái árangur með samtölum okkar og að það sé hægt að ræða við mig um hvað sem er og segi ekki alltaf nei (sem fyrsta viðbragð) og er á hans leveli. 
Ég vona a.m.k. að þetta eigi eftir að færa hann nær okkur foreldrunum þegar kemur að unglingsárunum og hann veit það líka að alveg sama hvað hlutirnir eru slæmir (eða góðir) þá getur hann alltaf sagt okkur það, án þess að við dæmum hann.

Carrie Bradshaw | 14. apr. '15, kl: 12:28:25 | Svara | Er.is | 0

Eg er byrjud! Var a samfelagsmidlaradstefnu um daginn thar sem var verid ad tala um framtid samfelagsmidlana og hvert thett er allt saman ad stefna og hef mikid spad i thvi thar sem eg er med einn litinn krakka sem er kominn med smartsima og allir felagarnir lika, thau eru 10 ara.

Hvad er thad helsta sem thu ert ad spa i? Get eflaust svarad alveg fullt af pælingum :)

fálkaorðan | 14. apr. '15, kl: 12:53:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég set þig í bókamerki hjá mér. Elsta mitt er bara 5 ára og á eftir heilt ár á leikskóla enn. Þær vinkonurnar eru bara að horfa á Soffíu prinsessu á iPadinum og video af fólki að opna kinderegg. Svo ég er seif í einhvern tíma enn.


Það er kannski helst það hvernig ég held mér upplýstri til þess að geta brugðist eðlilega við þegar börnin mín leita til mín þó ég verði alltaf risaeðla á þeirra mælikvarða.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Carrie Bradshaw | 14. apr. '15, kl: 13:39:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eg held allavega til ad byrja med tha se thad helst ad fylgjast med thvi sem thau eru ad gera, spjalla vid thau um thad sem thau eru ad gera og syna ahuga. Tha heldur thu their updeitadri lika og veist hverju thu ått ad fylgjast med. Thad sem kom fram a rådstefnunni sem eg var a er ad thad sem er up and coming a næstu årum og verdur stærsti markadurinn eru video. Thad er t.d. hægt ad sja med vinsældum snapchats, breytingum a instagram thar sem hægt er ad leggja upp video, funktionid a facebook thar sem videoid fer af stad an thess ad madur thurfi ad yta a thad, atvinnu-youtubestjørnur osfrv. Thetta kemur bara til med ad aukast i framtidinni! Ein breyting sem mer finnst einnig vera aberandi er ødruvisi sjalfskodun hja krøkkum thegar kemur ad thvi ad "gera eitthvad opinberlega a internetinu". Eg thekki thad sjalf ad sumt langar mig bara ekkert ad leggja upp a tha midla sem eg nota, og stundum langar mig til thess ad vera ofeimnari vid ad nota thetta meira. Mer finnst their krakkar sem eru i kringum minn vera mjøg ofeimnir og ad stundum snuist thetta svolitid frekar um quantity heldur en quality.

Thegar hann kom til min 9 ara og sagdist vilja vera med instagram atti eg erfitt med ad segja nei tho svo mer finnist thad faranlega ungt, en a sama tima finnst mer thetta lika fråbært tol til ad vera i sambandi vid adra og yta undir einhverskonar listræna hugsun. Thetta er einhvernveginn tvieggja blad, ef eg nota mina "samfelagslegu visku" til ad styra minum krakka i retta att, og throska hans hugsun um hvernig hann getur notad thessa midla rett og hvernig kemur madur i veg fyrir ad their seu notadir rangt - an thess ad hræda - tha finnst mer madur geta haft mikil ahrif. Thau eru enntha thad ung ad thau treysta manni til thess ad segja manni hvad er i gangi, hlusta a thad sem madur hefur ad segja og taka mark af thvi ad madur er "eldri og vitrari og reyndari"og svo framvegis.

Mer finnst eiginlega erfidara ad fylgjast bara med thvi se er ad gerast thvi thad gerist allt svo hratt. Madur sjalfur er kannski i heilan dag ad spå hvort madur eigi ad stofna reikning a einhverjum midlinum og tha hvada profile nafn madur a ad hafa og thannig, en madur ma varla lita undan og tha er krakkinn buinn ad stofna 3 nyja reikninga med mismunandi tilgangi. Thannig ad mer finnst thær upplysingar sem madur gefur snuast bara ad miklu leiti um øryggi og sidan bara akvedid uppeldi eins og fjølmidlalæsi, ritskodun, photoshop, hvernig folk er i raunveruleikanum vs. hvernig folk vill syna sig a samfelagsmidlum og svo framvegis,...og tha er madur audvitad lika kominn i umræduna um ad vera anægdur med sjalfan sig og thess hattar. Mer finnst thetta allt tengjast mjøg mikid saman.

Thad lidur eflaust ekki langur timi thar til thitt elsta attar sig a thvi ad youtube dæmid er lika bara allskonar krakkar ad gera eitthvad sjalft og leggja thar inn, og kviknar kannski ahugi a thvi ad gera eitthvad sjalfur lika, og ad stofna youtube ras er bara 2 klikkum i burtu. Og thad er audvitad allt svo fåum "klikk"um i burtu, held ad thegar mitt var litid ad horfa a latabæ i ipadnum thurfti ekki mørg klikk til ad vera kominn i allskonar animated dónalega Latabæja útsnuninga :( sem er audvitad alveg ømurlegt å øllum møgulegum mælikvørdum.

Thegar madur sjalfur var litill tha man eg ad vid vinkonurnar tokum upp "utvarpsthætti" a segulbandstæki og gerdum dans til ad syna foreldrunum. Thetta er alveg eins i dag, madur hefur bara betri tækni sem vid flestøll høfum adlagad okkur ad :)

Carrie Bradshaw | 14. apr. '15, kl: 13:53:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...var ad lesa aftur upphafsinnleggid thitt. Og tha til ad tengja thad vid sem thu quotadir i, tha med thessu sem eg var ad lysa tha er thad ekki internetid eda forritin sjalf sem eru slæm, heldur thad ad thad er vissulega hægt ad misnota thau. Thannig getur thitt barn treyst thvi ad thu dilir vid thad a annan hatt heldur en ad banna thvi ad nota forritin thvi einhver auli er ad misnota thad, og thad lætur thig vita thvi thad vill gera eitthvad i thvi og likar ekki vid thad sem thad upplifir.

Dalía 1979 | 14. apr. '15, kl: 13:05:04 | Svara | Er.is | 0

Ég er með þetta allt sem unglingarnir eru með í simanum eins er ég með njósna forit sem ég nota til að spæja um minn ungling það eru skuggalega mikið af allskonar lokuðum síðum á facebook sem unglingarnir eru á og ýmislegt annað í gangi á netinu 

bhs | 14. apr. '15, kl: 14:08:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar fær maður svona njósnaforrit ?

Felis | 14. apr. '15, kl: 13:08:33 | Svara | Er.is | 0

Ég fylgist með því hvað sonurinn er að gera á netinu, 
hann er með snjallsíma en það er slökkt á gagnastöffinu svo að hann er hvorki að hlaða niður öppum né stunda nein samskipti þar í gegn, 
svo ræði ég við hann um allskonar hluti sem eru í umræðunni einsog neteinelti og svoleiðis. 




hann er ósköp saklaus greyið og frekar tækniheftur og hefur lítinn áhuga á þessu  (ennþá amk), hann er svosem bara 9 ára en mér finnst gott að byrja snemma að ræða svona hluti. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 14. apr. '15, kl: 14:12:22 | Svara | Er.is | 0

Mín er 9 ára og á snjallsíma. Hún er samt ekki með nein forrit til að eiga samskipti við fólk nema sms. Fær ekki Instragram eða snapchat né neitt af þessu strax. Hefur ekkert við það að gera (vonda mamman ég...). Ég hef hins vegar rætt við hana um hegðun á internetinu, myndasendingar og slíkt. Finnst full ástæða til að ræða það strax við hana þó hún fái ekki forritin strax. Hún fær að fara inn á leikja/samskiptasíðu undir mínu eftirliti og hittir vini sína þar.


kv. alboa

túss | 14. apr. '15, kl: 23:05:53 | Svara | Er.is | 0

Minn er ekki með snjallsíma og hefur ekkert að gera við solles. Er 11 ára og er að safna sér fyrir snjallsíma. Fær Facebook ekki strax og ekkert mál. Reglan með iPad er svona. Ef þú ferð á æfingu í íþróttum í klst, færðu klst í iPad. Hægt að safna upp tima.hann er að æfa fótbolta. Erum búin að ræða hvað má og má ekki og alveg gengið hingað til og heldur vonandi áfram.

grannmeti | 15. apr. '15, kl: 08:07:06 | Svara | Er.is | 0

Mín er 6 ára og notar internetid mjög mikid. Ég leyfdi henni ad nota þad snemma vegna þess ad hún hafdi og hefur enn svo mikinn áhuga ad læra. Stjörnufrædi, jardfrædi, líffrædi og bara já allt.
Ég er búin ad ræda alveg helling vid hana um þessi mál og er mjög fegin ad hafa byrjad á því snemma. Ég hef bara sagt henni satt frá byrjun. Fólk á internetinu lýgur, svindlar og setur inn hluti sem eru ekki fyrir börn. Ég sagdi henni ad ég væri ad fylgjast med hvad hún væri ad gera af því ad gódar mömmur passa ad börnin sín fái ad vita hvad er rétt og rangt. Ég sagdi henni líka ad sumt fullordid fólk væri ekki betur statt vitsmunalega en hún þó þad sé fullordid.
Og því duglegri sem hún var ad ræda vid mig allt sem hún lærdi á netinu því meira fékk hún ad skoda. Hún fær ekki ad stofna reikninga á samfélagsmidlum og hún veit alveg af hverju.

Þad er mjög mikilvægt ad þú fáir ekki panikk ef barnid þitt sér eitthvad sem þad hefur ekki skilning á. Bara taka sér tímann til ad kenna barninu hvernig á ad fordast svona. Og láta vita ad þad sé hægt ad spyrja þig um hvad sem er.

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

fálkaorðan | 15. apr. '15, kl: 08:27:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mín 'notar' netið mikið en ennþá er það með mér eða pabba sínum. Eiddum td góðum klukkutíma í gær að gúgla júgur og spena og uppgötva að sum dýr eru með marga þó flest mannfólk sé bara með 2 geirvörtur. Elskar að skoða geyminn og jörðina og sérstaklega innviði mannslíkamans.


Þetta er gott tips.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Síða 8 af 47838 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Guddie, Bland.is, Kristler, annarut123