Hvernig get ég haldið jól :(

allalone | 12. des. '18, kl: 01:32:34 | 942 | Svara | Er.is | 0

Þori ekki að koma fram neinsstaðar undir nafni því ég skammast mín svo mikið. Peningur sem ég gekk út frá að fá fyrir jólin kemur ekki og nú á ég ekkert. Á jólagjafir barnanna minna eftir, jólaföt og allan mat og allt til að lifa út mánuðinn. Þegar ég fékk þessar fréttir áðan að peningurinn kæmi ekki fyrr en eftir áramót var eins og það væri þrengt um brjóstkassann á mér og ég næ varla andanum. Allt of seint að sækja um úthlutanir eða aðstoðir, ég á engan nálægt mér sem lánar mér pening þó ég skuldi ekki. Er á vanskilaskrá svo ekki hoppa ég í banka eftir yfirdrætti.
Hvað á ég að gera? :(

 

kirivara | 12. des. '18, kl: 02:38:05 | Svara | Er.is | 1

Ég eiginlega veit ekki hverju svara skal, ég sem byrja að skipuleggja jólin á vorin þegar bókamaraðurinn er og svona fikra ég mig eftir öllu sumrinu og haustinu með góðum útsölum með bæði mat, drykk og fatnað.  Föndra svo heilmikið þannig að útgjöld eru aldrei stór liður hjá mér í des. En það kemur þér svo sem ekki að góðum notum núna en reyndu
 endilega að tala við kirkjuna í þínu hverfi og félagslega kerfið líka, annars gangi þér vel og ps. ég ætla að vera í sömu fötunum og ég hef verið í undanfarin ár, þau passa enn og standa alveg fyrir sínu...

Sessaja | 12. des. '18, kl: 02:46:23 | Svara | Er.is | 0

Fá lánað hjá foreldrum?

allalone | 12. des. '18, kl: 03:01:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki til staðar.

ÓRÍ73 | 12. des. '18, kl: 09:22:49 | Svara | Er.is | 1

taka lán þangað til peningurinn kemur? 

ÓRÍ73 | 12. des. '18, kl: 09:23:13 | Svara | Er.is | 0

ok gleymdi að lesa. Prófaðu facebooksíður eins o gmataraðstoð og jólakraftaverk. 

Lúpínan | 12. des. '18, kl: 09:25:31 | Svara | Er.is | 0

Sendi þér skiló

Nammipokinn | 12. des. '18, kl: 11:02:45 | Svara | Er.is | 3

Hæ Allalone,

Ég vil endilega benda þér á að hringja í 1717 og segja þeim frá þessu. Þau eiga að vera komin með upplýsingar um alla aðstoð sem þú átt að geta fengið. Engar áhyggjur! Mátt senda á mig póst eftir að þú hringir ef þú vilt frekari upplýsingar.

xx

malata | 12. des. '18, kl: 15:39:28 | Svara | Er.is | 0

Um að tékka á fjölskylduhjálp lika, átti að geta hjálpað eða bent á samtök sem hjálpa. :)

Splæs | 12. des. '18, kl: 16:33:13 | Svara | Er.is | 0

Hringdu strax í fyrramálið í Hjálparstofnun kirkjunnar þó auglýstur umsóknartími sé liðinn og spurðu um hvaða möguleikar séu i stöðunni.

Sessaja | 12. des. '18, kl: 18:25:20 | Svara | Er.is | 1

Ferð í góða Hirðirinn eða hjálpræðisher búð verslar gott ódýrt spil og hefur svo grjónagraut og spagettí rétt. Aðal atriði jóla er að slappa af með fjölskyldunni.

allalone | 12. des. '18, kl: 23:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hér verða jól eins og annarsstaðar sama hvernig þau ganga í garð. Ég get víst ekki frestað eða stöðvað tímann frekar en aðrir. Þú hlýtur samt elsku besta að skilja að það slappar enginn af yfir jólin eða fram að jólum þegar hátíðarhöldin eru spil og grjónagrautur og spagettí. Fannst þetta frekar niðrandi svar frá þér án þess að vera með heimtufrekju. Ég er fullkomlega í stakk búin að halda jólin sem ég get hvorki frestað né sleppt en fram að því að kirkjuklukkurnar hringja skal ég berjast fyrir öllum leiðum til þess að þau komi með öðru en grjónaspagettíi og spili. :)

Sessaja | 13. des. '18, kl: 00:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tók nú spagettí sem dæmi þú kannski finnur eitthvað sem kostar ekki svo mikinn pening til að borða. Annars hlýturðu að fá aðstoð frá kirkju eða mæðrastyrktanefnd með mat.

allalone | 13. des. '18, kl: 00:17:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt í góðu mín kæra en nei.... það er enga aðstoð að fá frá kirkju, mæðrastyrksnefnd, fjölskylduhjálp eða neinum af þeim stofnunum af því að ég er of sein að sækja um. Það eru stífar reglur um að sækja um í tíma. Neyðin er mun meiri á Íslandi en fólk áttar sig á.

Sessaja | 13. des. '18, kl: 00:20:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert ekki að djóka djöfulsins rugl er það. En að tala við matvöruverslanir um að fá afganga eða semja um greiðslur?

Sessaja | 13. des. '18, kl: 00:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Féló?

allalone | 13. des. '18, kl: 01:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lánar engin matvöruverslun og féló hjálpar engum einn tveir og bingó þvíaðsíður korter í jól sem almennt er yfir tekjumörkum :)

Sessaja | 13. des. '18, kl: 09:24:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin að spyrja? Veiatu ég trúi þessu varla. Ef ísland sendir 100 milljónir fyrir annað land þá hlýtur að vera til hjálp fyrir þig.

allalone | 13. des. '18, kl: 17:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spyrja Bónus eða Nettó hvort þeir láni í reikning? Sorrý en ég bara veit það yrði hlegið að mér. Starfsfólk og eigendur fá ekki skrifað hvað þá Pétur og Páll

Sessaja | 13. des. '18, kl: 17:37:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur lika frestað jólunum þangað til þú færð peninginn.

allalone | 13. des. '18, kl: 18:38:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt segja við börnin mín að við höldum jól eftir áramót? Kemur aðfangadagur og bara "Sorrý núna eru jól hjá öllum öðrum en okkur því mamma hefur ekki efni á þeim"

Sessaja | 13. des. '18, kl: 19:23:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það eru jól en gjafir koma eftir jólin þegar mamma fær peninginn. Getur keypt spil þangað til og reynt að hafa gaman. Súpur og eitthvað ódýrt. Reddast reyna vera jákvæð :) Annars geturðu prufað að setja reikningsnr. Kannski einhver vill hjálpa með smá aur handa þér.

Sessaja | 13. des. '18, kl: 19:27:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er bara erfitt að gefa fólki sem maður þekkir ekki til. Það hafa verið sumir hérna inn á að svindla á fólki og gerir erfitt fyrir aðra að treysta því sem er sagt hérna inná bland.

BjarnarFen | 16. des. '18, kl: 04:50:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist aldrei hvert peningurinn fer. Sama hverjum þú gefur. Steve Hughes sagði það best;

https://www.youtube.com/watch?v=Qm6kl17HH9s

Zagara | 16. des. '18, kl: 10:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það halda ekki allir jól á aðfangadag hér á landi. Fólk hefur hliðrað til jólahaldi af minna tilefni en þú nefnir. 

BjarnarFen | 13. des. '18, kl: 19:42:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mun betri séns að kaupmaðurinn á horninu geti lánað þér. Það tíðkast ennþá ef þú ert reglulegur kúnni.

allalone | 13. des. '18, kl: 17:30:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins ótrúlegt og þér finnst það þá er staðan í ALVÖRU svona. Ríkið dælir út fyrir landsteinana og í erlenda ríkisborgara á meðan að þeirra eigin þegnar eiga margir ekki í sig né á. Ég er ekki eina dæmið trúðu mér!

neutralist | 19. des. '18, kl: 02:13:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, ríkið “dælir” ekkert peningum út fyrir landsteinana eða í erlenda ríkisborgara. Og af hverju ætti ríkið að láta þig fá peninga, manneskju sem er almennt yfir tekjumörkum eftir því sem þú segir sjálf? Það er ömurlegt að sjá fólk eins og þig drulla yfir aðstoð sem einhverjir aðrir fá, einhverjir sem eflaust eru mun verr settir en þú. Virkilega lágkúrulegt. Það er ekki ríkinu að kenna þó að þú sért óskipulögð í fjármálum. Ef þú ert almennt með góðar tekjur hefðir þú getað lagt til hliðar fyrir jólunum svo að þú þyrftir ekki að borga allt á síðustu stundu.

amazona | 13. des. '18, kl: 02:03:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það eru EKKI stífar reglur, það eru einstaka stífir starfsmenn.

allalone | 13. des. '18, kl: 02:06:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að reyna allt.

askvaður | 12. des. '18, kl: 21:44:39 | Svara | Er.is | 0

myndi tala strax við möðrastyrksnefnd, fjölskylduhjálp, kirkjuna og félagsráðgjafa í þínu hverfi og segja frá stöðunni. Færð pottþétt hjálp. Er enginn möguleiki á pinu yfirdrætti? 
en já sama og einhver sagði ofar ég byrja strax i januar og er allt árið að redda jólunum svo þetta gerist ekki.

allalone | 12. des. '18, kl: 23:39:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fjölskylduhjálp, kirkjan og allir sem tengjast svona aðstoð í mínu hverfi/bæjarfélagi eru búin að loka fyrir umsóknir um úthlutun. Möguleiki á yfirdrætti er enginn þar sem ég er á vanskilaskrá. Mér þykir frábært að þeir sem geta og gera það að kaupa jólagjafir yfir árið geri það og séu skipulagðir fyrir sín jól en það hjálpar mér ekkert í þessari stöðu að hugsa um það sem ég hefði átt að gera öðruvísi. Það er engin lausn :) Staðan er svona án þess að ég hafi kosið hana eða haft grun um að hún kæmi upp og þá þarf ég að leita lausna ekki hoppa ofan á hraðahindrununum grenjandi yfir því sem ég gerði vitlaust eða hefði átt að gera öðruvísi. Ég verð barnanna minna vegna að halda jól og gefa þeim að borða.

askvaður | 12. des. '18, kl: 21:46:37 | Svara | Er.is | 2

já er svo ekki hægt að fara í mat hjá hjálpræðishernum á aðfangadag. kósý og öðruvísi saman ??

askjaingva | 12. des. '18, kl: 22:32:19 | Svara | Er.is | 0

Það dræpi heldur ekki fólk að gefa eins og einn hamborgarhrygg eða sósaupakka og meðlæti eða eitthvað slíkt

amazona | 13. des. '18, kl: 02:01:15 | Svara | Er.is | 3


Það er ekki of seint að sækja um mataraðstoð, ég droppaði við hjá mæðró í dag, fæ úthlutun 18.
Jólaföt eru ekki nauðsyn hafa ekki verið það á mínu heimili, maður er bara í sínu besta pússi.
Hvað eru börnin þín gömul

allalone | 13. des. '18, kl: 02:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jólaföt eru munaðarvara og á sama tíma óþarfi á mínu heimili :) við höfum klæðst náttfötum/kosy fötum á jólum.

Mæðrastyrksnefnd er ekki í mínu bæjarfélagi en fékk þau svör samt sem aður það væri of seint og sama frá fjölskylduhjálp. Kirkjan hefur líka úthlutað sínu. Get sent þér aldur í einkaskilaboðum

adrenalín | 13. des. '18, kl: 16:57:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á glænýjar gallabuxur í stærð 146 og glænýjan bol stærð 140 ( stráka) ef þú átt strák sem getur notað þetta

jak 3 | 15. des. '18, kl: 09:32:10 | Svara | Er.is | 0

Tala við bankann ef þú getur sýnt fram á að þú fáir þennan pening er kanski séns, en er nauðsynlegt að allir fái ný föt fyrir jóla? Eru ekki allir bara sáttir með gjöf og góðan mat

birkirbjork | 17. des. '18, kl: 15:20:24 | Svara | Er.is | 1

Maður þarf ekki ný föt fyrir jólin, það er gaman er ekki nauðsynlegt að fá ný föt. Þetta með jólagjafirnar, hérna á Íslandi fá börn svo margar gjafir, frá öfum og ömmum, fænkum og frændum að það er ekkert víst að þau taki mikið eftir því að þau fá ekki gjöf frá þér akkúrat á aðfangadagskvöld.
Þetta með jólamatinn, reyna að hafa bara eitthvað sem öllum finst gott, það þarf ekki að vera dýrt.


Þegar börnin mín voru lítil þá hafði ég ekki efni á jólagjöfum eða jólafötum á börnin. Þau fengu eina jólagjöf hvort sem var frá foreldrum mínum þau fengu ekkert frá föðurfjölskyldunni sinni, þau fengu ekki gjafir frá jólasveininum eins og tíðkaðist þar því ég einfaldlega hafði ekki efni á því. Við bjuggum úti og frændfólk var ekkert að senda gjafir út til okkar því það var svo mikill sendingakostnaður. Stundum keypti ég heilan kjúkling og gerði sósu og bakaðar kartöflur með, þeim fannst það gott. Þau áttu alveg góð jól þó svo að þau hafi ekki fengið ný föt, fullt af gjöfum og veislumat. Við foreldrar erum meistarar í að setja þessa pressu á okkur, ég veit það því að mér leið alltaf illa yfir því að geta ekki gefið þeim jólagjöf. 
Ég vona samt að þú náir að fá einhvern mat handa ykkur. 

allalone | 19. des. '18, kl: 07:01:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er allt rétt sem þú segir og auðvitað erum við og pressan á okkur meira vandamál en blessuð börnin. Burtséð frá því hvernig þið þurftuð að halda jól sem mér þykir afar sorgleg lífsreynsla þá tek ég það fram að ég sagði aldrei vera áhersluatriði eða vandamál að klæðast glænýjum fötum og hef afþakkað spariföt vegna þess að þau vantar ekki. Hér er aldrei og hefur aldrei verið allt glænýtt eða best.

Gdaginn | 17. des. '18, kl: 17:22:11 | Svara | Er.is | 1

Mig langar að leggja í púkk til að aðstoða þig.. Ég hvet fleiri til að hjálpa, margt smátt gerir eitt stórt. Værirðu til í að senda mér reikningsnr í skilaboðum “Allalone”?

Gulur13 | 17. des. '18, kl: 17:54:20 | Svara | Er.is | 0

Hvað eru börnin gömul? Og hvað eru þau mörg?

Gdaginn | 17. des. '18, kl: 20:32:44 | Svara | Er.is | 0

Núna er ég buin að millifæra smáræði og ég get staðfest að þetta er ekki neitt plat.

askjaingva | 17. des. '18, kl: 21:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ert þú upphaflega nikkið þá

hamingjanuppmáluð | 17. des. '18, kl: 21:24:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að biðja okkur hér um að leggja inn á þig pening eða ertu bara að deila tilfinningum þínum með okkur? Endilega vertu skýr.
Það eru ekki allar leiðir lokaðar ennþá en þær eru það ef þú viðheldur þessu viðhorfi. Gangi þér ofsalega vel.

allalone | 18. des. '18, kl: 11:19:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var nú bara að tjá mig og vonaðist eftir ráðleggingum um lausnir. Að ég sé að betla pening er eitthvað sem aðrir tóku uppá að ákveða. Ég tala bara mitt tungumál en rek mig statt og stöðugt á það að flest sem ég segi er mistúlkað. Viðhorf mitt veit ég ekki hvað þú telur að sé kæri/a þú en hér koma jól eins og annarsstaðar ??

Gdaginn | 17. des. '18, kl: 22:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er bara tveggja barna móðir sem finn til með fólki sem er fátækt.

allalone | 18. des. '18, kl: 11:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki allt í gúddí krakkar? Þvílíka tortryggnin

Selja2012 | 18. des. '18, kl: 12:45:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst ekkert að því að fólk vilji frekari upplýsingar áður en það reiðir fram pening sí svona í nafnleysi á bland. Mér finnst heldur ekki rétt af þér eða öðrum að ásaka fólk að vera eðlilega tortryggni. Fyndist líka liggja öðruvísi fyrir ef þú værir að óska eftir jólamat en ekki/þiggja peningg.

Þekki til margra sem hafa nýtt sér aðstoðar hjá stofnunum og er hægt að gera undanþágur, uppfylli viðkomandi skilyrðin. Félagsþjónustan hjálpa fólki líka í gegnum kerfið að fá aðstoð. Veit líka um ansi mörg dæmi að fólk pretti og nýti sér góðsemi fólks á þennan hátt.

Leyfi mér að segja að lokum að þeir sem stökkva til og blammera aðraí leiðinni þá sem voga sér að efast um eða svo mikið sem spyrjast frekar fyrir, eru að gera þetta góðverk í eigin þágu, ekki fyrir meintu manneskjuna í neyð.

allalone | 18. des. '18, kl: 15:17:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver bað um peninga til nafnlausar manneskju? Ekki ég! Hvar óskaði èg eftir peningum en ekki mat? Hvað er að gerast hérna? :o

Selja2012 | 18. des. '18, kl: 17:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get ekki lesið ofangreint öðruvísi en beiðni um peninga hjálp (sem þú ert búin að þiggja) og allt sem stungið er upp á gengur ekki. Walden og Bjarnifen búin að benda á úrræði sem hægt er enn að nýta. Gangi þér annars vel.

allalone | 19. des. '18, kl: 06:40:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig getur þú skilið eitthvað úr orðum sem ég aldrei sagði? Ef þú segir "jólatré" en ég ákveð að þú meinir "snjókall" hvar er þá vandamálið? Ég sagði jólatré og meinti bara það! Það sem stungið er upp á og gengur ekki? Ég er með tölvupósta frá öllum hjálparstofnunum sem ég leitaði til áður en ég í örvæntingu skrifaði hingað þar sem mér var sagt að ég væri of sein. Ég fæ ekkert lán eða reddingu í banka þegar lánshæfismat mitt bannar það, skiptir engu máli hvað ég reyni það oft. Bönkum ber lagaleg skylda til að fara eftir því mati. Ég sendi á alla þá sem á var bent í umræðunni og ég hef þakkað allt sem mér hefur verið boðið. Afþakkað það sem ég ekki þarf að nota og í peningum hef ég þegið mun færri krónur en þið ákveðið, 2 hafa styrkt mig í aurum. Ég veit ekki og skil ekki hvað það er sem þið ætlist til af mér. Þetta er nafnlaus umræða en þegar á einkaspjall er komið er enginn nafnlaus. Ég er ekki að ljúga né pretta, hér ákveður fólk að svo sé og það er ekki á mína ábyrgð.

Selja2012 | 19. des. '18, kl: 15:34:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einfaldlega að segja þér að erfitt er að trúa bláókunnugri manneskju gegnum netið um neyð þegar margir því miður nýta sér þessa leið á slæman hátt. Þú ert kannski með góðar fyriráætlanir og veist það sjálf, en getur ekki ætlað öðrum að trúa því sí svona. Þýðir ekki að reiðast yfir því að fólk efist. Eðlilegur hlutur að hugsa áður en verið sé að styrkja manneskju rétt fyrir jól.

Jólatré og snjókarl... Nei þú sagðir ekki beinum orðum "Gefiði mér pening" en ef einhver lýsir yfir neyð minni á netinu eða við aðra, þá er auðvitað verið að biðja um hjálp. Ef þú hefur allt nema pening, þá ertu væntanlega að biðja um peningaaðstoð -sem þú líka þáðir frá þessum aðilum. Allt í góðu með það og þá sem vilja styrkja þig. Enginn að snúa út úr, því þetta lág að baki skrifum þínum, annars hefðriu t.a.m. ekki þáð peningana.

Enn og aftur, gangi þér vel og gleðileg jól.

allalone | 19. des. '18, kl: 06:46:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meinti að sjálfsögðu: "Ef þú segir "jólatré" en ég ákveð að þú meinir "snjókall" hvar er þá vandamálið? Þú sagðir jólatré og meintir bara það"

allalone | 18. des. '18, kl: 15:18:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eiginlega bara orðlaus yfir orðunum sem mér eru lögð í munn og ásökununum sem ég sit undir.

Margretbene | 18. des. '18, kl: 17:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sendu mér upplýsingar í einkaskilaboðum. Reiknings. Ég skal sjá hvað ég get gert.

allalone | 19. des. '18, kl: 06:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl Margretbene þegar ég smelli á notandanafn þitt kemur að notandi sé ekki til.

Allegro | 18. des. '18, kl: 18:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig getur þú staðfest að þetta er ekki plat?

allalone | 19. des. '18, kl: 06:43:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef margsagt hér að ofan að hér er ég nafnlaus eins og þú og aðrir. Þeir sem við mig hafa talað í einkaskilaboðum hef ég ekki falið mig. Hvernig getur þú sjálf staðfest að eitthvað eða einhver sé ekki plat og hvað varðar mig um það á nafnlausum umræðuvettvangi? Af hverju þarf ég að vera undir nafni en ekki þið?

Allegro | 19. des. '18, kl: 08:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efa ekki að þú getir staðfest að þú sért til. Eins er langt frá því að ég sé að biðja þig að staðfesta tilveru þína eða nokkuð annað varðandi söguna þína. Svo þetta sé á hreinu.
Hinsvegar fannst mér forvitnilegt að vita með hvaða hætti viðkomandi nikk gæti staðfest að þetta væri "ekki neitt plat". Þess vegna spurði ég viðkomandi, bara af einskærri forvitni og það var ekki skot á þig eða söguna þína. 


Frábært að þetta hafi leyst hjá þér og að þú hafir fengið aðstoð. 

                     

walden | 18. des. '18, kl: 11:04:50 | Svara | Er.is | 5

Var að sjá þetta á facebook:

Elsku vinir, Catch The Fire Reykjavík, vill aðstoða fjölskyldur með jólamatinn í ár. Erum að einbeita okkur að 112,113 (hverfið umhverfis kirkjuna). Eldum Rétt ákvað að aðstoða okkur við þetta þarfa verkefni og við kaupum af þeim einn jólapakka og þeir gefa annan á móti. Ótrúlega höfðingjalegt af þeim. Double portion eins og lofað er í Biblíunni ?? veist þú um fjölskyldu í neyð? Ertu í neyð? Hafðu þá endilega samband við okkur á reykjavik@catchthefire.com ekki láta skömmina ræna þig og hafðu samband ??

Www.eldumrett.is/jolapakki

BjarnarFen | 18. des. '18, kl: 16:45:13 | Svara | Er.is | 1

Ég þurfti aðstoð fyrir jólin 2008 og leitaði hjálpar. Það kom maður til mín með poka fullann af allskonar gúmmelaði nokkrum dögum fyrir jól. Hann sagði mér að ég hefði verið aftarlega í röðinni afþví það væri svo mikið af einstæðum mæðrum sem væru í forgangi, sem ég skildi vel.
Rauði krossinn útvegar föt og gjafir fyrir börn og mæðrastyrksnefnd útvegar mataraðstoð.

Það þarf bara að bera sig eftir björginni væna.

BjarnarFen | 18. des. '18, kl: 16:53:26 | Svara | Er.is | 2

Mættu á morgun niður í Hátún. Þá er færðu aðstoð.

https://www.maedur.is

allalone | 19. des. '18, kl: 06:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bý ekki í Reykjavík og þökk sè stórkostlegu fólki á ég jólamat. Takk fyrir ábendinguna :) ég vona að sem flestir þori að biðja um aðstoð og sækja hana

daffyduck | 19. des. '18, kl: 00:10:19 | Svara | Er.is | 1


Geturðu ekki fengið visa kort ef þú ert á vanskilaskrá ?
Ef ekki....hvað með þessi skíta smálána fyrirtæki þau lána öllum held ég. Ég veit að það er ekki hagstætt en kannski í lagi í neyðartilfelli eins og að bjóða börnunum sínum upp á Jól.

'eg veit að þessi lán eru skítur ég hef tekið svona lán þau eru með háa vexti en ef þú greiðir þau strax þá er þetta allt í lagi svona einu sinni. Þeir sem hafa lent í mesta skítnum út af þessu eru þeir sem hafa ekki greitt þau strax á gjalddaga.

allalone | 19. des. '18, kl: 06:49:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kæra þú, ég fæ ekki smálán, kreditkort, yfirdrátt, lán hjá foreldrum eða öðrum, úttektarheimild hjá kaupmanni eða neitt þvíumlíkt. Ég er ekki að vanþakka hugmyndir þínar en því miður er þetta staðreyndin hvað mig varðar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Síða 9 af 47604 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Kristler