Hvernig hættir maður í sambandi?

botty | 1. maí '16, kl: 23:17:58 | 868 | Svara | Er.is | 0

Sorry varð að setja þetta inn aftur því fyrirsögnin kom ekki hinu megin...

Hvernig hættir maður í sambandi?
Er ekki að grínast með þessari spurningu, ég er svo óhamingjusöm með manninum mínum, miklir erfiðleikar sem hafa verið í gangi og hann stjórnar mér algjörlega. Það sjá það allir í kringum mig en ég er einhvernvegin svo meðvirk, get ekki tekið neinar ákvarðanir nema tala við hann fyrst t.d.

Ég elska hann samt og við eigum mikla sögu saman. En hvernig endar maður svona. Segir maður bara, heyrðu ég er óhamingjusöm og vil að við hættum saman?
Ef hann tekur því sæmilega hættir maður þá bara allt í einu að nota ástin mín og elskan mín?
Hvernig er tímabilið frá því að hætta saman og framyfir flutninga í sitthvora íbúðina?

Sorry ef þetta er heimskulegt en mér finnst þetta svo yfirþyrmandi. Einhver hér nýbúin að standa í þessu?

 

piano79 | 1. maí '16, kl: 23:26:50 | Svara | Er.is | 0

Er í sömu stöðu. Hef enga lausn en bíð spennt eftir svörum. 

botty | 2. maí '16, kl: 15:24:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þið með börn?
Og er þetta búið að standa lengi hjá ykkur?
Ég er alveg orðin viss um að ég geti ekki meira, en veit ekki hvernig ég á að koma mér útúr þessu

fólin | 1. maí '16, kl: 23:36:51 | Svara | Er.is | 3

Þú getur sagt honum að þú sért ekki hamingjusöm og þér finnist þið ekki jafningjar í sambandinu og þú viljir slíta þessu, ég mundi reyna flytja eitthvað annað eða biðja hann að fara, það er rosalega erfitt að búa saman og vera hætt saman og ég mundi hætta alveg með elskan og ástin mín.

klínk | 1. maí '16, kl: 23:44:07 | Svara | Er.is | 6

Það hefur reynst mörgum vel að koma frá sér í bréfi, hvað þeim langar að segja.Þá er ekki hægt að grípa fram í fyrir manni ,öskra eða rjúka út.

Elisa7 | 1. maí '16, kl: 23:52:29 | Svara | Er.is | 0

Ertu viss um að þú viljir ekki prófa einhverja sambandsráðgjöf fyrst þú elskar hann ennþá? Skil samt vel að þú viljir enda sambandið ef þú hefur enga trú á að það geti lagast.

botty | 2. maí '16, kl: 09:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er alveg viss, búið að vera í svo langan tíma. Stakk uppá ráðgjöf fyrir ári síðan en hann ætlar sko aldrei í svoleiðis!
Ég er sjúklega meðvirk þessu ástandi en er samt farin að sjá þetta núna og veit að það er engin framtíð fyrir mig í þessu. Verð bara óhamingjusamari með hverri vikunni

Elisa7 | 2. maí '16, kl: 09:38:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ok, skil, ég hvet þig þá eindregið til að fara frá honum. En hvet þig líka til að leita þér í framhaldinu hjálpar svo þú lendir ekki aftur í svona meðvirku sambandi.

lean | 2. maí '16, kl: 01:54:58 | Svara | Er.is | 7

Ég er sjálf komin úr mjög svipuðum aðstæðum eins og þú lýsir. Eftir á þá sé ég hversu ójafnt þetta samband var þar sem hann stjórnaði flestu og ef það kom ágreiningur eða við rifumst þá spurði hann yfirleitt ,,eigum við ekki bara að hætta saman??!" og ég lofaði þá að ég myndi breyta mér og að við gætum bjargað þessu og blabla og hringurinn byrjaði aftur...
Svo seinast þegar hann hótaði þessu þá ákvað ég að ,,stökkva á tækifærið" og sagði bara jú, hættum saman og við gerðum það og ekki í neinum leiðindum þannig séð. Vorum búin að vera saman í 9 ár. Þetta var svo miklu léttara en ég hélt. Fluttum bæði úr íbúðinni og settum hana á leigu, en bjuggum saman í viku eftir að við hættum saman en sváfum í sitthvoru herberginu. Það var ekkert gaman, en var nauðsynlegt vegna anna. Núna er bara lífið allt öðruvísi hjá mér og ég er að gera hluti sem ég hefði aldrei gert með honum. 

lean | 2. maí '16, kl: 03:52:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og það eru 2 mánuðir síðan þetta var :)

botty | 2. maí '16, kl: 09:05:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta gæti verið ég sem skrifaði þetta, hann segir nákvæmlega þessi orð alltaf þegar það koma rifrildi!
Við eigum samt einn gaur saman og svo eru 3 stjúpbörn á heimilinu og mér finnst ég svo bundin vegna þeirra.
Hann sagði um daginn að það væri betra að hætta nuna í góðu en eftir ár í illu, sem ég var alveg sammála, en samt byrjaði hann strax þá að búa til samviskubit í mér og ég bakkaði bara!

Cheddar | 2. maí '16, kl: 09:11:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

mér finnst þú ekki geta haldið þessu áfram vegna þessara stjúpbarna, foreldrar þeirra verða bara að taka ábyrgð á þeim, þú tekur ábyrgð á þér, þínu lífi, þinni hamingju og velferð.

botty | 2. maí '16, kl: 10:06:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg satt, vinkona mín var einmitt að ræða þetta við mig. Verð að passa uppá mig og mitt barn.
Bara svo ótrúlega flókið og erfitt finnst mér.
Segjum svo að hann ætli sér ekkert að finna aðra íbúð og búa áfram með hin börnin, heldur bara senda þau til mömmu sinnar. Hver á að sjá til þess að systkinin hittist? Nokkuð viss um að það verði ekki fastar pabbahelgar...

Cheddar | 2. maí '16, kl: 10:07:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þau verða þá bara að kynnast síðar þegar þitt barn verður orðið stærra.

botty | 2. maí '16, kl: 10:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þau eru samt svo sjúk í hvort annað. En ég gæti þá kannski bara fengið þau eina nótt aðra hvora helgi eða eitthvað. Er sjálf ekki tilbúin að missa þau. Þau hafa oft sagt að ég sé besta stjúpmamma í heimi og þau vildu óska að ég væri bara mamma þeirra...

Yxna belja | 2. maí '16, kl: 11:44:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Veistu að það eru fjölmörg dæmi um að mæður samfeðra barna taki þetta hlutverk að sér ef faðirinn sinnir því ekki. Ekki samt falla í þá gryfju að ákveða fyrirfram að hann muni ekki sinna þessa, gefðu honum smá séns á að gera það. Hvernig er samband þitt við móður barnanna? Ef það er gott þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að börnin fái áfram að heimsækja þig annað slagið og jafnvel gista. Í framhaldinu gæti svo opnast sá möguleiki að barnið þitt færi í heimsókn til þeirra.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 2. maí '16, kl: 11:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ var ekki búin að lesa alla leið niður þega ég svaraði þér.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

botty | 2. maí '16, kl: 15:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er svosem ágætt samband milli okkar, en ég treysti henni ekki í eina sekúndu. Hún vill algjörlega stjórna okkur og er ekki til í að samræma neinar reglur eða neitt svoleiðis. Æj samskiptin við hana eru alveg heil saga útaf fyrir sig.

En hún myndi ábyggilega leyfa þeim að koma til mín þegar ég/þau bæðu um það. Minn fengi samt aldrei að fara til hennar. Því miður

LaRose | 2. maí '16, kl: 07:09:37 | Svara | Er.is | 0

Ef þú ert búin að taka ákvörðunina og það eru ekki börn í spilinu geturðu kannski fengið að gista hjá vinkonu í nokkrar nætur.

Svo segirðu að þú þurfir að tala við hann og segir eins og aðrir segja að þetta samband sé ekki að gera sig fyrir þig lengur og þú hafir ákveðið að slíta því.

Ef hann er svona stjórnunartýpa getur verið hann fari í paník og breyti um taktík og grátbiðji þig um að fara ekki...eða verði brjálaður eða hvað sem er....málið er bara að tilkynna þína ákvörðun og segja að þú farir heim til X og gistir í nokkrar nætur (þá getur hann ekki vælt í þér eða skammast og látið þig efast um allt).

Svo geturðu bara hringt í hann og sagt að þið þurfið að spá í hinu og þessu...td að gera eitthvað með íbúðina (leigja/selja) og ef hann vill fara að ræða ykkar samband segirðu bara aftur að þú hafir valið að slíta því.

botty | 2. maí '16, kl: 08:51:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ahh já gleymdi að taka fram, í spilinu eru 3 stjúpbörn og eitt barn sem við eigun saman...
Hann er samt algjör stjórnunartýpa, hefur oft sagt eins og fyrrverandi hennar lean, hættum bara saman núna, og ég þá farið í grátbiðju gírinn og ætlað að bæta mig hundraðfalt fyrir hann. En um daginn sagði ég, já það er líklegast fyrir bestu og hann bara samþykkti og svo eftir smá stund varð hann geðveikt reiður og fór að segja allskonar til að planta samviskubiti og ég bara hugsai, vá við getum alls ekki hætt saman!

Gæti farið til foreldra minna en yrði að taka litla barnið okkar með og skilja stjúpbörnin eftir heima, fæ samviskubit yfir því, því ég sé um þau að mestu leyti

Elisa7 | 2. maí '16, kl: 09:35:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru stjúpbörnin alfarið í ykkar umsjá, ekki neitt hjá móður sinni?

botty | 2. maí '16, kl: 09:56:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau fara aðra hvora helgi til mömmu sinnar, elsta er reyndar farið að sækjast meira í að vera hjá mömmunni núna því vinirnir búa nær henni, við erum lengra frá skólanum.
Ég er bara hrædd um hvað verður um hin börnin. Er nokkuð viss um að pabbinn sé ekki að fara að búa einn með þau! En svo kemur aftur á móti að ég get ekki boðið mínu barni uppá þetta heimilislíf

T.M.O | 2. maí '16, kl: 11:16:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú getur ekki látið stjúpbörnin binda þig í  vondu sambandi. Ef pabbinn getur ekki hugsað um þau eftir að þú ert farin þá er það bara þannig. Þú getur reynt að koma á góðu sambandi við mömmuna svo að þið getið fundið eitthvað samkomulag ykkar á milli á nýjum forsendum en þessi maður er greinilega snillingur í að stjórna fólki með samviskubiti.

Elisa7 | 2. maí '16, kl: 09:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hvet þig til að fara samt. Það er ekki gott heldur fyrir börn að alast upp við svona aðstæður, þið eruð fyrirmyndirnar sem þau taka með sér út í lífið.

botty | 2. maí '16, kl: 09:58:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sorry skrollmínus! En já það er satt. Sagði einmitt við hann hvort hann vildi að synir hans myndu tala svona við sínar konur í framtíðinni, eða hvað hann myndi gera ef maður dóttir hans kæmi svona fram við hana! Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og það kemur ekki til greina að minn sonur fái að heyra það að mamma hans sé fífl eða fáviti þegar pabbi hans verður pirraður!

LaRose | 2. maí '16, kl: 09:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú treystir þér til að standa með sjálfri þér eftir að þú tilkynnir skilnaðinn geturðu verið heima auðvitað meðan þið leysið úr íbúðarmálum.


botty | 2. maí '16, kl: 10:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt, erum að leigja með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Hann sefur hvorteð er oftast í gestaherberginu. Það er einn eitt stjórnunartækið hans.
Þegar við rífumst segir hann jæja ég sef sko ekki hjá þér í nótt og fyrst var ég alltaf svo leið og grátbað hann en núna er mér slétt sama og sýni engin viðbrögð við því hvar hann sefur. Er yfirleitt bara með litla uppí, þannig hann hafi ekkert valið og stjórnina.

Cheddar | 2. maí '16, kl: 10:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

gerðu það fyrir þig og þitt barn að koma þér frá þessum leiðinlega og óþroskaða manni....

leonóra | 2. maí '16, kl: 09:33:11 | Svara | Er.is | 4

Have been there.  Gefðu þessu sem fæst orð, hafðu þau skilmerkileg og stattu við allt sem þú segir.  Stattu með sjálfri þér endalaust og horfðu bara í eina átt þ.e. fram.  Alls ekki detta í rökræður eða umræður um óhamingjuna eða sambandið.  Núna ertu komin með lausn fyrir þig sem er byggð á óhamingju þinni og ekki láta hann hafa áhrif á það.    Mér fannst best að kenna engum um - heldur - svona voru bara hlutirnir eins og slæmt ástand eða sjúkdómur sem þurfti lækningu eða eins og gömul flík sem passaði ekki lengur.  Voða gott að hafa einhvern óháðan fagaðila sér til styrktar fyrstu vikurnar. 
Ekki vera meðvirk - þú getur haldið áfram að vera í sambandi við stjúpbörnin á þínum forsendum i framtíðinni.   

botty | 2. maí '16, kl: 09:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir uppbyggjandi og gott svar!
Mér finnst þetta svo erfitt, en við einhvernvegin vitum bæði að þetta gengur ekki en þorum held ég bara ekki að viðurkenna það.
Hann vill samt örugglega innst inni ekki hætta því ég er svo mikið öryggi fyrir hann. Þegar við byrjum saman býr hann inná vini sínum og hittir börnin bara heima hjá mömmu þeirra. Í raun er það alfarið mér að þakka að þau búa hjá okkur núna og gengur vel í lífinu, ég held þessu saman. Er bara svo hrædd um að hann fari bara í sama pakka, taki ekki ábyrgð á börnunum og sendi þau afyur til mömmu sinnar, sem er engan vegin gott fyrir þau! En vinkona mín sagði líka að ég yrði að hugsa um mig og mitt barn, vil ekki að það alist upp við þetta og hin eiga sett af foreldrum sem eiga að geta passað uppá þau, eiga ekki að vera á minni ábyrgð

LaRose | 2. maí '16, kl: 10:16:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað eru hin börnin gömul?

Þú getur fullvissað þau um að þú hættir ekki að elska þau og þau megi alltaf koma til þín og svona....svo ef það verður bannað af hálfu pabbans eða eitthvað þá vita þau amk að þú verður til staðar fyrir þau síðar.

Ef hann er svona gaur sem tekur ekki ábyrgð á neinu þá sér hann kannski kosti í því að þú hittir börnin hans með ykkar barn...þá er hann amk í fríi á meðan.

botty | 2. maí '16, kl: 10:42:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann myndi pottþétt vera sáttur við að ég tæki þau reglulega. Er allavega ekki tilbúin til að missa þau.
Þau eru 7,9 og 14

LaRose | 2. maí '16, kl: 10:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá ætti þetta að vera gefið :)

botty | 2. maí '16, kl: 10:47:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, er bara svo hrædd við viðbrögðin þegar þau vita að við hættum saman. Og hrædd við að þau fari aftur til mömmu sinnar sem er algjör rugludallur :/
Væri næstum til í að þau, allavega yngri tvö, gætu bara búið hjá mér. Finnst enginn vera að passa almennilega uppá þau nema ég

LaRose | 2. maí '16, kl: 11:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég skil þig...vill mamman fá þau aftur eða er hún sátt við að þau búi hjá ykkur?

Gætuð þið deilt þeim á milli ykkar?

Finnst þú virka ótrúlega góð manneskja by the way að hugsa svona vel um stjúpbörnin.

botty | 2. maí '16, kl: 15:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki viss um að hún vilji eitthvað fá þau, hún er mjög þunglynd og þau fluttu til okkar því hún gat ekkert sinnt þeim. Mættu ekki í skólann og þau bara voru sjálfala. En ef hún veit að ég er farin frá manninum þá kannski tekur hún þau aftur.
Þetta verður allavega sjokk fyrir hana...

TARAS | 2. maí '16, kl: 17:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég heyri að þér er annt um börnin og treg við að yfirgefa þau. En ætla líka að benda á að börn læra það sem fyrir þeim er haft og í dag eru þau að læra að það er greinilega í lagi að koma svona fram við einhvern og að maður eigi bara að sætta sig við það. Spurning hvaða greiði þeim er gerður með því?


En auðvitað er þetta allt flókið, en fátt í þessu lífi er einhverntíman einfalt.

Wild Horse | 2. maí '16, kl: 11:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikið ertu fallega hugsandi manneskja.

Elisa7 | 2. maí '16, kl: 16:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er auðvitað möguleiki að hann komi til með að nota stjúpbörnin sem stjórntæki á þig ef hann áttar sig á hvað þau eru þér mikilvæg og ákveði að þú fáir ekki að hitta þau áfram. Vertu viðbúin öllu og ekki láta honum takast að telja þér hughvarf. Þótt hann segi eitthvað slíkt í byrjun þá líklega myndi hann breyta því þegar frá líður. En vonandi tekur hann þessu bara vel og þið finnið farsæla lausn með stjúpbörnin. Gangi þér vel!!

Wild Horse | 2. maí '16, kl: 11:05:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hann virðist hafa þörf fyrir að vera með stjórnun við þig líklegast af því hann veit hann stjórnar ekki eigin lífi og er í vanlíðan. Þetta hljómar eins og einhvers konar ást/hatur í þinn garð, hann veit hann er háður þér og nýtur margs góðs frá þér en þolir um leið ekki að upplifa sig í þeirri stöðu svo hann fer í mótþróa við þig og lítillækkar þig sem mest hann getur til að virðast stærri karl eða halda þér niðri. Hann er eins og unglingur í mótþróa við foreldri sem hann innst inni veit en þolir ekki að hann er upp á kominn.


Þetta með stjúpbörnin finnst mér flóknast í þessu öllu saman. Jafnvel þótt ég viti að þú getur einungis hugsað um sjálfa þig og þitt barn og berð ekki beinlínis ábyrgð á þeim, þá gerirðu það samt að vissu leyti. Við berum öll einhverja ábyrgð gagnvart þeim sem við tengjumst. Finnst mér. En nú ríður samt meira á að þú berir ábyrgð á sjálfri þér og leyfir þér að vera eigingjörn, svona einu sinni, og hættir með honum. Gerðu það fyrir þig. Mér líst vel á að þú talir náið og vinalega við börnin hans og útskýrir þetta fyrir þeim. Að þú elskir þau og sért ekki að hafna þeim, heldur honum. Kannski meira að segja skilja þau þig betur en þig órar fyrir. Börn eru svo skynug.
Annars dettur mér í hug að þú gætir skrifað þeim - hverju fyrir sig - bréf. Það gæti verið þeim ómetanlegt.


Ég var sjálf í sambandi við mjög stjórnsaman mann, hann reyndi að stýra því hvað ég hlustaði á og hvað ég kaus og hvernig ég hreyfði mig! Um leið og hann stjórnaði mér var hann samt svo gersamlega háður mér, ég var mamma hans, ráðgjafi, sálfræðingur, fjárhaldsmaður og bara allt! Hann mergsaug mig og ég var að hverfa. Alveg hreint ótrúlega óhollt og vont samband. Ég varð að ljúka því og skrifaði bréf til hans, sem hann reyndar tók ekki gilt en ég endaði á að labba út. Bókstaflega. Það var eina leiðin því hann tók ekki mark á neinu sem ég sagði og reyndi að snúa mér í hringi og rugla mig í ríminu svo ég missti alltaf sjónar á eigin haus. Eina leiðin fyrir mig var semsagt að ganga út. Ég var of meðvirk og hann of manipulatívur til að ég gæti gert þetta á eðlilegan hátt. Enda kannski enginn "eðlilegur" háttur til að slíta sambandi til.


Vonandi get ég eitthvað hjálpað með skrifum mínum.


Já og eitt, varðandi meðvirkni og sjálfsmat.....ef þú gerir þetta, vitandi að þetta er það sem þú þarft að gera, fyrir þig, þá leggurðu grunn að sterkara sjálfsmati og sjálfstrausti, með því að standa með þér. Slíkt hjálpar þér í átt að minni meðvirkni. Ég hef nefnilega lært að maður fæðist ekki með gott sjálfstraust, maður byggir það upp. Og svona skref eru í þá átt.


Gangi þér vel.
Wild Horse

botty | 2. maí '16, kl: 15:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir svarið! Ég sé alveg að þetta er eitthvað sem ég get ekki lifað við. Bara að koma sér í að segja honum ákvörðunina... úff!

stjarnaogmani | 2. maí '16, kl: 16:51:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finndu þér íbúð og farðu bara. Byrjaðu að byggja upp þitt líf og barnsins þíns og taktu á því seinna hvort þú takir hin börnin. Endilega ekki hafa neinar áhyggjur á því hvað hann gerir, það er ekki þitt mál. Við getum ekki stjórnað því hvernig annað fólk hegðar sér. Þú getur bara stjórnað þér sjálfri. Stattu með sjálfri þér og með þínu barni.

botty | 2. maí '16, kl: 22:58:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohh þetta er svo erfitt :/

musamamma | 2. maí '16, kl: 17:07:32 | Svara | Er.is | 2

Hæ vinur. Ég hef hugsað málið og finn að við eigum ekki samleið lengur. Væri til í að halda góðum samskiptum ef það er raunhæfur möguleiki. Viltu taka þér eins og einn dag að melta þetta og svo ræðum við skipti á eignum. 


musamamma

botty | 2. maí '16, kl: 22:56:34 | Svara | Er.is | 0

Ohh ég gat þetta ekki í kvöld, ræddum saman og ég sagði að mér fyndist svo margt vera að og ég vissi ekki hvort það væri hægt að laga þetta eitthvað. Hann kemur með hvort að eftir allt sem við höfum byggt upp sé bara búið núna og ef ég vilji það þá segi ég það bara og hann verði farinn út um næstu mánaðarmót.
Hann nennir ekki þessum leik að annaðhvort lagist allt eða við hættum saman, og ég sé svona óákveðin um hvað ég vilji, svo hann bað mig um að segja bara hvað ég vildi og hann myndi bara taka því. Það yrði ekkert svo erfitt fyrir hann enda þriðja langtíma sambandið sem endar hjá honum en hann hélt að núna væri þetta bara komið og við yrðum bara alltaf saman.
Er svo lost stelpur, elska þennan mann og við eigum svo margar fallegar og góðar stundir saman, en jafnframt langar mig líka að losna frá og vera ég.
Er ég bara að ímynda mér eitthvað grænna gras og bara að gera öþarfa vesen??

rosamama | 2. maí '16, kl: 23:05:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kvöldið er ekki búið. Miðað við lýsingarnar þínar er grasið mun grænna. Reyndu að losna úr þessari meðvirkni, lestu aftur svarið þitt og taktu eftir því hvernig þú ert að fórna því að "vera þú" vegna þess að "hann hélt að núna væri þetta bara komið og við yrðum bara alltaf saman".

You can do it! Þetta er brjálæðslega erfitt en verðlaunin verða svoo góð - þú getur ekki einu sinni ímyndað þér léttinn sem kemur :)

Wild Horse | 2. maí '16, kl: 23:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá hvað ég hef verið þarna. Maður verður alveg kexruglaður á svona ástandi!


Ég get ekki svarað fyrir þig, einungis þú getur ákveðið þetta. Jafnvel þótt ég viti hversu pirrandi það er örugglega fyrir þig að heyra það.
Enginn getur sagt þér hvað skal gera.


Ég var í þessu limbói sjálf í nokkur ár þartil ég slúttaði alveg. Það er ekki þarmeð sagt að þú verðir það líka. 


Ég elskaði líka minn fyrri mann sem ég yfirgaf en áleit sem svo að mér væri best búið án hans samt.


En stelpa........hvað er hann að meina með því að bíða eftir því að þú segir til. Hvað, er honum semsagt alveg sama? Er hann þá kannski ekkert hrifinn af þér lengur eða hvað? Ég hélt að maður berðist fyrir þeim sem maður elskar :(

alboa | 2. maí '16, kl: 23:12:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Verði farinn út um næstu mánaðamót? Hvaða dulda hótun er það? Ef þið hættið saman fer annað út strax, ekkert hangs í heilan mánuð takk fyrir!


En í guðanna bænum ekki hlusta á þetta væl í manninum. Þú segir að hann stjórni þér algjörlega. Þetta sem hann er að segja er stjórnunartæki og ekkert annað. Ef þú ert að fórna þér til að vera í þessu sambandi elskar þessi maður þig ekki. Að elska einhvern þýðir að maður styður manneskjuna til að vera besta útgáfan af sér. Hann er ekki að því. Ef þú þarft að fórna þér fyrir sambandið er þetta ekki ást heldur eitthvað sjúkt ástand.


kv. alboa

stjarnaogmani | 4. maí '16, kl: 18:40:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er bara leið hjá honum til að draga þig á asnaeyrunum. Hann segir "annaðhvort lagist allt eða við hættum saman" Þetta þýðir fyrir þig að ef hann er ekki tilbúin að takast á við erfileikana þá labbar þú út. Hann veit að þú gerir ekkert í því og þar að leiðandi þurfi þið ekkert að tala saman. Svona samskiptaerfiðleika enda bara í illu. Þú þarft að hafa kjark til að fara. Ég veit að það er ekki auðvelt ef þú elskar hann en þér líður greinilega illa og það er þá betra að vera einn en að líða illa. Þið gætuð verið góðir vinir í framtíðinni

Cheddar | 4. maí '16, kl: 19:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú þarft að reyna að stíga aðeins út fyrir þig og skoða þetta, ertu hrifin af honum eða ertu hrifin af hugmyndinni um að vera í sambandi? ertu hrædd við verða ein? ertu hrædd við höfnun? Það er ekkert "allt" að fara að lagast ein tveir og nú... til að ástand breytist þarf að vinna í því og vera tilbúin til að vinna í því.
Hefur þú prófað að setja upp töflu, kostir við að vera áfram í sambandi? gallar við að vera áfram í sambandi? kostir við að hætta í sambandi, gallar við að hætta í sambandi? fá jafnvel einhvern sem þú treystir vel til að skoða þetta með þér? Hvað viltu fyrir þig? þú átt allt það besta skilið og átt að vilja allt það besta fyrir þig.

Elisa7 | 4. maí '16, kl: 19:06:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu þá til i að líða illa það sem eftir er? Þú segir ofar að þér líði verr og verr með hverri vikunni og hann ætlar sér ekki að breytast neitt. Er ástin og góðu stundirnar nóg til að bæta fyrir stöðuga vanlíðan þína? Eða hefurðu enga trú á að þér muni líða betur þótt þú farir frá honum?

Vona að þú finnir út úr því hvað þú vilt gera og verðir sátt við ákvörðun þína.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47864 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie