Hvernig losna ég við ?

theisi | 24. maí '16, kl: 19:52:19 | 767 | Svara | Er.is | 0

um 7 aukakíló ?? - á heilbrigðan hátt. Hef prófað Herbalife, er ekki fyri mig og ekki brennslutöflur eða annað. Vil borða bara hollt og hreyfa mig og láta þetta verða að lífsstíl.

Er að reyna allt gjörsamlega en finnst ekkert vera að gerast. Þið sem hafið einhvað vit á þessu getið þið sagt mér hvað ég er að gera vitlaust. Ég tók lífstílsbreytingum fyrir um 2 árum síðan og tók út glúten og mjólkurvörur. Mér líður betur þannig. Ég tók líka út egg þar sem þau fara illa í mig. Ég nota ekki smjör, nota ólífuolíu og ég elda allt lífrænt og geri sjálf frá grunni allar sósur, hummusa og fl. Ég borða helst ekki unna vöru. Ég er búin að vera núna í stóru átaki með mataræði og hreyfiingu í um 3 mánuði til að ná af mér aukakílóunum. Mér fannst nóg að taka út mjólk og glúten og egg og venjast því til að byrja með. Núna hins vegar langar mig að missa aukakílóin. En ég hef ekki misst gramm á 3 mánuðum þrátt fyrir allt þetta sem ég er að gera.

Ég hreyfi mig á hverjum degi. Ég fer í tvo göngutúra á dag þegar ég er ekki í ræktinni og þegar ég er í ræktinni þá fer ég eftir prógrammi sem fyrrum einkaþjáflari lét mig hafa. Það er ýmist upphitun á skíðavél, hljóli og hlaupabretti ásamt æfingum með lóðum, bolta/pilates og fleira. Ég fer að meðaltali 1 x í viku í mikla hreyfingu og þolþjálfun í íþróttasal í alls kyns íþróttir. Ef ég kemst ekki í ræktina þá geng ég eða skokka eða syndi.

Er það kannski mataræðið mitt ???

Venjulegur dagur í mataræði hljómar ca svona hjá mér:

Morgunmatur: Hafrgrautur m.hrísmjólk eða möndlumjólk eða chiagrautur með berjum og hrísmjólk/mönldumjólk eða boozt með hrísmjólk, banana, chia fræjum og frosnum berjum
Snarl: Epli með pínu hnetusmjöri eða annar ávöxtur eða boozt
Hádegismatur: Baunaréttur, fiskur eða kjúklingur með hrísgrjónum eða kartöflum og grænmeti eða 2 grófar brauðsneiðar (glútenl..) með hummus úr kjúklingabaunum og grænmeti.
Snarl nr.2: Hrökkbrauð með vegan osti og grænmeti eða poppkex með hummus eða ávöxtur eða hnetur
Kvöldmatur: Sama og í hádegimat
Snarl nr.3 (stundum ekki alltaf, þá um 20:30-21:00) : ávöxtur, boozt, melóna eða popp

Svo er ég með svindldag 1 x í viku þar sem ég leyfi mér 1 óholla máltíð en borða á öðrum tímum eins og venjulega og bland í poka eða snakk og gos.

Hvað er ég að gera vitlaust ?????

Getur verið að ég sé ekki að ná að léttast út af þessum svindldegi ? er alveg til í að prófa að sleppa honum en ég nota hann til að verðlauna mig og væri það örugglega erfitt.

Ég er 168 á hæð og 75 kg. Ég þarf að losna við 7-10 kg allavegana.

 

musamamma | 24. maí '16, kl: 20:11:55 | Svara | Er.is | 2

Með því að átta þig á að það er ekki heilbrigt að sjá 7-10 kíló sem eitthvað sem verður að losna við, sama hvað. Heilbrigður hugsunarháttur skilar sér í heibrigði.


musamamma

theisi | 24. maí '16, kl: 20:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er alveg heilbrigt. Ég bætti þeim á mig og þarf núna að losna við þau. Ég er með heilbrigðan hugsunarhátt. Ég er ekki að sækjast eftir einhverjum staðalímyndum heldur að losna við þessi kíló svo ég geti verið heilbrigðari. Mér líður ekki vel svona. Ég er miklu þyngri á mér einhvern veginn. Ég hef aldrei verið of þung eða neitt þannig, en hef ekki bætt heldur svona mikið á mig áður og nú kann ég ekki að losna við þetta.

musamamma | 24. maí '16, kl: 20:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ætlarðu að gera þegar þau eru farin? Lifa samkvæmt svona stífu prógrammi eins og þú lýsir? Til frambúðar?


musamamma

theisi | 24. maí '16, kl: 22:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst þetta ekki í raun vera stíft prógramm. Lít frekar á að breyta lífstílnum til frambúðar :) Langar að lifa á frekar hreinu fæði, bara upp á almennt heilbrigði en líka til að halda mér í kjörþyngd. Ef ég lít á árin áður þá hef ég lifað of óheilbrigt, ólst upp við óheilbrigðan matarstíl og lífsvenjur og hef verið smá saman að læra eitthvað nýtt og vil læra meira. Ég trúi því að maður er það sem maður borðar. En hins vegar kann ég ekki alltaf að borða rétt. Þetta með æfingarnar. Ég elska að hreyfa mig og var mikið í íþróttum. Ég finn að ég þarf að hreyfa mig á hverjum degi svo mér líði vel, líka andlega. Ég var áður að berjast við þunglyndi og mikinn kvíða og finn að hreyfing hjálpar til með það. Það verður líka að verða lífstíll...ekki bara eitthvað sem ég geri í smá tíma til að ná af aukaþyngd.

LaRose | 25. maí '16, kl: 10:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin að reikna út hvað þetta eru margar kaloríur á dag? Með þeim kaloríum sem þú ert að brenna í ræktinni?


Salvelinus | 24. maí '16, kl: 20:30:30 | Svara | Er.is | 5

Draga niður kolvetnin, borða meira prótein og bæta svolitla fitu í þetta

theisi | 24. maí '16, kl: 22:23:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok. Ætla að prófa það. En ég spyr þig líka eins og annan hér neðar...hvað get ég sett inn í millimál sem prótein ? (borða ekki mjólkurvörur, egg, glúten)

Salvelinus | 25. maí '16, kl: 08:17:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haltu þig við einn ávöxt á dag og slepptu hrísgrjónum, kartöflum, hrökkbrauði, poppkexi og poppi. Meira grænmeti í staðinn, salat, baunir, hnetur. Próteinrík millimál t.d. hnetur, harðfiskur, brokkolí, baunir, ostur, egg. Getur líka gúglað low carb recipes til að fá fleiri hugmyndir. 
Svolítið slæmt að sleppa eggjum, þau eru nánast hin fullkomna fæða :) ertu viss um að þú sért með eggjaofnæmi?

theisi | 25. maí '16, kl: 12:11:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk kærlega fyrir þessar hugmyndir

theisi | 25. maí '16, kl: 12:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég fæ bara illt í magann

Dalía 1979 | 24. maí '16, kl: 20:39:30 | Svara | Er.is | 2

Þú ert í réttri þyngd greinilega mida vid hvad tú ert búinn ad reyna

Splæs | 24. maí '16, kl: 20:39:32 | Svara | Er.is | 0

Kannski ertu bara ekkert 7 kílóum of þung og líkaminn reynir að halda í þau.
Að öðru leyti. Það er gríðarlega stórt hlutfall af kolvetnum í þínum fæði, takmarkað prótín og lítil fita. Það er ekki heppilegt til að léttast. Þú þarft að auka prótínneyslu (kjöt og fiskur) og holla fitu. Þó þú fáir prótín úr baunum þá færðu líka mikil kolvetni úr þeim. Svo ættirðu líka að reikna út hversu margar hitaeiningar þessi upptalning þín er fyrir einn dag.
Þetta eru öll kolvetnin sem ég sé í upptalningunni þinni:
Morgunmatur - hafrar, rísmjólk, banani, ber (fersk/frosin), banani.
Snarl: Epli eða annar ávöxtur eða boost
Hádegi: Baunir, hrísgrjón, kartöflur, brauð, hummus
Snarl 2: Hrökkbraut, popplex, hummus, ávextir
Kvöldmatur: Sama og í hádegi
Snalr 3: ávöxtur,  meira boost, popp
Þú toppar síðan kolvetnaneysluna einu sinni í viku með enn meiri kolvetnum: nammi/snakki og gosi.

theisi | 24. maí '16, kl: 22:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er örugglega það, ég þarf að bæta meira af próteini í fæðuna.....en hvað gæti ég sett þar inn í millimál ? ég á auðveldara að finna eitthvað í hádegis og kvöldmat

Splæs | 24. maí '16, kl: 23:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur nartað grænmeti, helst grænmeti sem vex ofanjarðar. Rótargrænmeti er yfirleitt kolvetnaríkara. Sveppir, blómkál, brokkólí, hvítkál. salat, blaðlaukur, sellerý, hnúðkál, paprika, tómatar, kúrbítur, eggaldin, Rótargrænmeti er yfirleitt kolvetnaríkara.

theisi | 25. maí '16, kl: 12:13:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk

theisi | 24. maí '16, kl: 22:23:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega :)

probook | 24. maí '16, kl: 20:55:08 | Svara | Er.is | 0

Ef þú ert ekki að missa kíló þá ertu að borða of mikið af kaloríum. Getur notað myfitnesspal í nokkra daga til að átta þig á hversu mikið af kaloróum þú ert að borða. Getur líka sleppt allavega 2 af þessum snörlum. Þarft ekki að borða á milli morgunmats og hádegismats. Verður svöng fyrst en það venst. Drekka meira vatn. Sleppa öllu gosi og djúsi. Ert líka að borða alltof mikið af kolvetnum að mínu mati. Þarft ekki að fara í öfgar með það, en low-carb virkar best.

Toothwipes | 26. maí '16, kl: 19:58:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf ekkert að vera að hún sé að borða of mikið af kaloríum. Kannski er hún með skjaldkirtilsvesen eða eins og margir benda á, það vantar bæði prótín og fitu í mataræðið.

probook | 26. maí '16, kl: 21:47:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef einhver er ekki að tapa þyngd þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi sé að borða fleiri eða jafn margar kaloríur og líkaminn brennir á sólarhring.

Toothwipes | 26. maí '16, kl: 21:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

" Sumir læknar telja að allt að 15-40 prósent mannfólksins þjáist af vanvirkum skjaldkirtli."   

 

probook | 26. maí '16, kl: 21:59:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er endursögn á 11 ára grein eftir leikmann á vafasamri heimasíðu. Samkvæmt wikipedia er hlutfallið 0.3–0.4%, sbr. tilvísun í bandarískt læknatímarit frá árinu 2012. (wiki/Hypothyroidism) En það breytir ekki því sem ég sagði. Það fyrsta sem maður hugar að í þyngdartapi hlýtur að vera kaloríur inn og út. Hitt er annað mál að sumir brenna færri kaloríum en aðrir, hvort sem það er af sökum kvilla eða ekki. Þá þurfa þeir að leggja meira á sig en aðrir.

Toothwipes | 26. maí '16, kl: 22:23:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir þurfa reyndar lyf til að byrja að missa þyngd.

Blandpía | 27. maí '16, kl: 05:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða lyf væru það?

Toothwipes | 27. maí '16, kl: 11:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer eftir því hvað gæti verið að. Þeir sem eru með vanvirkan skjaldkirtil fá lyf við því.

Orgínal | 24. maí '16, kl: 21:05:46 | Svara | Er.is | 1

Ég er jafn þung og há og þú og í sama vanda. Ég er búin að reyna margt og er að spá í 5:2. Ég held að ég borði hreinlega of mikið og 5:2 virðist hjálpa til við að stjórna matarlistinni.

theisi | 24. maí '16, kl: 22:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hef ekki prófað það. Ég virðist vera að innbyrgða of mikið af kalóríum, kolvetnum og eins og sá sem að ofan sagði, setja meira af próteini inn í fæðuna. Ætla að prófa það allavegana og minnka kolvetnishlutföllin. Ég hafði í alvörunni ekki hugsað út í þetta, fannst ég vera að borða svo hollt haha :)

sjift | 24. maí '16, kl: 21:44:38 | Svara | Er.is | 0

Vá en flottur lífstíll.
Eina sem mér dettur í hug er ef þú borðar ert að fá þér sykurlausar vörur þá eru sumar sætur með fitubrennslu hamlandi efnum. Eins og maltitol.
Eins er öflugt að skipta reglulega um prógrömm eða tegundir af hreyfingu.
Svo er góður svefn algjört möst.
Ef að lifrin er þreytt eða stífluð eða á fullu að vinna streituboðefni úr blóðinu þá kemst hún ekki í að vinna forða.

LaRose | 25. maí '16, kl: 08:10:11 | Svara | Er.is | 3

Borðaðu þegar þú ert svöng, hættu þegar þú ert södd og ekki skipta mat upp í góðan og vondan. Haltu áfram að hreyfa þig og njóttu og gefðu skít í þessi 7 kg. Mér persoónulega finnst matseðillinn hrikalegur ;) og eins og auglýsing frá einhverjum heilsupýramída. Af hverju að taka egg út? Eða glútín?

Brindisi | 25. maí '16, kl: 08:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún segir að það fari illa í sig, sem er alveg glatað og minnkar fjölbreytileikann alveg gríðarlega

LaRose | 25. maí '16, kl: 10:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ok, las aftur þetta með eggin.

En hún segir ekkert um að glúten og mjólk fari illa í sig er það?

Anyways, þessi matseðill myndi gera mig suicidal...en það er kannski bara ég. Mér finnst verið að gera (matseðilslega séð) einfalda hluti flókna. Held við getum alveg borðað skynsamlega án þess að taka út heilu fæðuflokkana (af því einhverjir sem græða á annarskonar fæði halda því fram þetta sé eitur) og étið chiakorn með möndlumjólk í öll mál.

Brindisi | 25. maí '16, kl: 10:43:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei en segir að sér líði betur þegar hún sleppir því, ég á stundum svo erfitt með gellurnar í kringum mig, ein fyrirlítur sykurlaust gos því það inniheldur aspartam sem er eitur í hennar augum, svo étur hún skyr sem að inniheldur fullt af því :) svo hneykslast þær á mér fyrir að éta snickers fyrir hádegi en corny eftir hádegismat er bara hollt, hafragrautur, hnetusmjör og hrökkbrauð allla daga GARG svo eru þær alltaf að baka hollustunammi úr steviu, kakói, hnetum, möndlum og hundrað öðrum efnum, fáið ykkur bara snickers!!!!! KRÆST

LaRose | 25. maí '16, kl: 10:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg með þér í að eiga erfitt með þetta....svo er þessu troðið í sig meðan maður fussar og sveiar yfir heilaþvætti landbúnaðarafla heimsins, alveg án þess að sjá eigin heilaþvott, framkvæmdan af heilsugúrúum.

Ég skil bara ekki hvernig maður getur nennt að eyða svona miklum tíma í að hugsa um þetta. Ég var obsessed megrunarsjúklingur í mörg ár svo ég veit hvað það tekur langan tíma daglega að hugsa um mat/ekki mat/kaloríur...en þetta er tekið á nýtt stig þegar maður hættir að versla í Bónus og tekur vikuinnkaupin í Heilsuhúsinu.

Brindisi | 25. maí '16, kl: 11:44:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hugsa reyndar sjúklega mikið um mat, það er bara passion, held einmitt að meirihluti þessara sem ég er að tala um, hugsi einmitt voða lítið um mat, hefur bara heyrt að hrökkbrauð, hnetusmjör og skyr sé hollt og þ.a.l. er það bara borðað, það er bara lesið nýjasta kúratrendið og skellt sér á það, vantar allan frumleika, ekki megrunartengt en dæmi, ein fékk sér alltaf tvær ristaðar brauðsneiðar í morgunmat með smjöri, osti og marmelaði og engan sagði neitt um það en þegar ég smellti í grillsamloku með osti var ég álitin ekki í lagi

LaRose | 25. maí '16, kl: 11:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég líka og elda mikið...elska mat; borða, elda, fá vini í mat, veitingastaðir, matreiðsluþættir...you name it.

Það er margt af þessu stórundarlegt. Hnetusmjör td...af hverju er það allt í einu orðið málið? Á sama tíma og jarðhnetur teljast til bauna í öðrum heilsukressum og eru algert no no. Chia, kínóa...allt fínt...en haframjöl er líka fínt.

Þetta eru trúarbrögð nútímans...Vantrú ætti að kíkja á málið og athuga hversu mikið af staðhæfingunum um eilíft líf og heilsu stenst nánari skoðun.

theisi | 25. maí '16, kl: 12:15:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með glútenóþol og mjólkuróþol og fæ alltaf illt í magann af eggjum :( þolu illa feitan mat líka

LaRose | 25. maí '16, kl: 12:20:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

OK, má ég forvitnast og heyra hver greindi óþolin? Læknir?

Brindisi | 25. maí '16, kl: 12:26:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

líka forvitin um það, allt í einu er annar hver maður með glúteinóþol, bryðjandi chiafræ og drekkandi kókosolíu með, ég finn þrýstinginn hækka hjá mér

Nói22 | 26. maí '16, kl: 19:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læknar þurfa ekkert endilega að greina óþol. Ef manneskju líður illa af einhverri matartegund (verkir, niðurgangur,uppþemba etc.) að þá er það greinilega merki líkamans um að þessi matartegund fari illa í hann.

Toothwipes | 26. maí '16, kl: 19:57:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf læknir alltaf að greina óþol? Er það ekki frekar sjálfgefið að maður sé með óþol ef maður fær niðurgang og uppköst af tilteknum matarflokkum? Er til einhverskonar mataróþols próf annars?

Brindisi | 25. maí '16, kl: 08:35:55 | Svara | Er.is | 0

það eru alltaf nokkrar í kringum mig sem eru að reyna að léttast og mér finnst þær allar vera að borða það sama og ekkert gerist hjá þeim, þetta eru skyrdrykkir, hnetur, poppkex og hrökkbrauð endalaust, alveg hryllilega boring og enginn nær árangri, svo finnst mér líka fyrir mitt leyti allavega þessi millimál algjör óþarfi

theisi | 25. maí '16, kl: 12:17:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já haha :)

Gale | 25. maí '16, kl: 23:58:24 | Svara | Er.is | 0

Ég sá um leið og ég las þetta að það er nær engin fita þarna.

Þú gefur ekki upp neinar skammtastærðir, en ég myndi giska á ca. 70% kolvetni, 15% prótín og 15% fitu.
Það er ALLT of mikið af kolvetnum, eiginlega of lítið prótín og ALLT of lítil fita. Til að vera ekki of róttæk í uppástungum, þá myndi ég benda þér á að prófa max 50% kolvetni, 20% prótín og 30% fitu.

Svo las ég svörin og sá að fleiri tóku eftir fituleysinu, en það voru svörin þín sem ég tók mest eftir. Taktu eftir feitletruðu orðunum hjá þeim sem svara og þér.

Salvelinus
| 24. maí '16, kl: 20:30:30
| Svara
| Er.is
| 5


Draga niður kolvetnin, borða meira prótein og bæta svolitla fitu í þetta

theisi
| 24. maí '16, kl: 22:23:07
| Svara | Fyrri færsla
| Er.is
| 0


...hvað get ég sett inn í millimál sem prótein ? 


Splæs
| 24. maí '16, kl: 20:39:32
| Svara
| Er.is
| 0




...Það er gríðarlega stórt hlutfall af kolvetnum í þínum fæði,
takmarkað prótín og lítil fita. Það er ekki heppilegt til að léttast.
Þú þarft að auka prótínneyslu (kjöt og fiskur) og holla fitu...

Gale | 26. maí '16, kl: 00:03:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

theisi
| 24. maí '16, kl: 22:16:16
| Svara | Fyrri færsla
| Er.is
| 0


Já það er örugglega það, ég þarf að bæta meira af próteini í
fæðuna
.....en hvað gæti ég sett þar inn í millimál ? ég á auðveldara að
finna eitthvað í hádegis og kvöldmat


Orgínal
| 24. maí '16, kl: 21:05:46
| Svara
| Er.is
| 1


Ég er jafn þung og há og þú og í sama vanda. Ég er búin að
reyna margt og er að spá í 5:2. Ég held að ég borði hreinlega of mikið
og 5:2 virðist hjálpa til við að stjórna matarlistinni.

theisi
| 24. maí '16, kl: 22:17:43
| Svara | Fyrri færsla
| Er.is
| 0


Já ég hef ekki prófað það. Ég virðist vera að innbyrgða of
mikið af kalóríum, kolvetnum og eins og sá sem að ofan sagði, setja
meira af próteini inn í fæðuna. Ætla að prófa það allavegana og minnka
kolvetnishlutföllin. Ég hafði í alvörunni ekki hugsað út í þetta, fannst
ég vera að borða svo hollt haha :)

Gale | 26. maí '16, kl: 00:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tókstu eftir einhverju?

P.S. "Holl" fita sem myndi passa inn í þetta mataræði væri t.d. Avocado, hnetur og kókosolía.
Man ekki eftir fleiru í augnablikinu, en er viss um að margir hérna geta bætt einhverju við.

(Afsakið, en Bland var mjög óhjálplegt við formöttun og innsendingar. Þetta var fyrst skrifað sem 1 innlegg, en kom ekki allt inn)

Brindisi | 26. maí '16, kl: 08:39:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

beikon

Nói22 | 26. maí '16, kl: 19:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Beikon?

Brindisi | 26. maí '16, kl: 19:32:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já beikon það er gott :)

Nói22 | 26. maí '16, kl: 19:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er mjög gott en það er mjög óhollt.

Brindisi | 26. maí '16, kl: 20:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég segi nei við því, beikon er fínt í hófi með spældum eggjum mmmmm, stendur endalaust með manni, fitulítið beikon eldað í ofni og auka fita þerruð af er ekkert slæmt, ég borða t.d 3 sneiðar af beikoni, 2 spæld egg og smá bakaðar baunir stundum í morgunmat og ég vil meina að það sé ekki verra en étandi hrökkbrauð og skyr alltaf í morgunmat

Nói22 | 26. maí '16, kl: 22:24:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki endilega fitan sem er vandamálið við beikonið heldur er það saltið og reykingin.

Haffibesti | 27. maí '16, kl: 16:11:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er mikið af umframsalti í beikoni sem gerir það hættulegra en aðra saltaða matvöru? Svo er flest allt beikon ekki reikt í alvöru heldur sprautað með reikbragðefni og eldað í ofni.

Splæs | 27. maí '16, kl: 08:08:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ólivuolía. Holl fita er líka rjómi og smjör en daman neitar sér um það.

tjúa litla | 26. maí '16, kl: 18:41:11 | Svara | Er.is | 0

Ertu með glúten-ofnæmi,,,ef ekki myndi ég frekar borða lágkolvetna brauð frekar en glútenlaust.

Castiel | 26. maí '16, kl: 19:52:41 | Svara | Er.is | 0

Eg er búin að missa 10 kg síðan á jólum með minni matarskömmtum er að borða nammi bara minna magn og drekk meira að segja gos á hverjum degi er í kjörþyngd núna. Neita mér ekki um neitt bara minna af því :)

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

Brindisi | 26. maí '16, kl: 20:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

like, held að þetta sé svo mikið tengt skammtastærðum hjá fólki sem er að reyna að léttast

tjúa litla | 26. maí '16, kl: 22:26:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engin spurn, er einmitt of létt hér, því einfaldlega ét of lítið, og fæ reglulega að heira það, eða: Borðaðu bara MEIRA. Gildir ekki það sama með of feita, Þ.e. Að borða minna,,,voða einfallt en drulluerfitt. Þekki það einmitt á öfugan hátt.

Nói22 | 26. maí '16, kl: 22:49:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það gildir ekkert endilega það sama um feita. Enda er það ekkert endilega þannig að fólk sé í ákveðinni stærð vegna þess að það borði of lítið/mikið. Veikindi og efnaskipti geta haft mikil áhrif á það í hvaða stærð fólk er.

tjúa litla | 26. maí '16, kl: 23:05:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu hérna mjóir geta líka verið of vegna efnaskipta, svo afhverju gildir það osfrv.?

Nói22 | 26. maí '16, kl: 23:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segist sjálf vera of grönn vegna þess að þú borðir of lítið.

tjúa litla | 27. maí '16, kl: 00:21:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það á við mig, svo eru aðrir grannir sem eru það vegna annarra orsaka einsog á við um of feita

Nói22 | 27. maí '16, kl: 00:41:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat. Það sama og á við þig á ekkert endilega við um einhvern annan mjög grannan. Af hverju ertu þá að láta eins og það sama eigi ekki við um feita, þ.e að þeir séu feitir af alls konar ástæðum?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Síða 1 af 47418 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Kristler, Bland.is