Hvernig þvottavél?

FrúFiðrildi | 5. júl. '15, kl: 21:22:45 | 214 | Svara | Er.is | 0

Eldgamli Siemens vinnuþjarkurinn minn er að gefa upp öndina. Ég hélt að það yrði nú lítið mál að skipta honum út en féllust hendur þegar ég var búin að þræða nokkrar verslanir, enda úrvalið orðið allt of mikið!

Með hverju mynduð þið mæla af vélum sem kosta helst undir 100 þús.? Er eitthvað merki betra en annað í dag? Og er eitthvað sem maður ætti að skoða sérstaklega fyrir utan kolin?

 

labbi86 | 5. júl. '15, kl: 21:28:48 | Svara | Er.is | 0

Ég skoðaði þetta þegar ég var að kaupa nýja vél fyrir 4 árum og þá fengu Siemens bestu meðmælin og ég á svoleiðis sem ég er mjög ánægð með. Svo annar Siemens vinnuþjarkur fær mín meðmæli ;)

bananana | 5. júl. '15, kl: 21:31:00 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi ekki einu sinni skoða það að kaupa þvottavél sem gengur fyrir kolum. Það er mikil vinna að moka kolunum í hana, reykur og lykt sem kemur og líka bara erfitt að fá góð kol. Gengur ekki að nota grillkol -- gangi þér vel í þessu. 

Jules Cobb | 5. júl. '15, kl: 21:35:06 | Svara | Er.is | 3

Miele

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,, My level of sarcasm is to a point where I don't even know if I'm kidding
or not"

Caveat venditor | 5. júl. '15, kl: 22:17:24 | Svara | Er.is | 0

Hef átt Electrolux í 7 ár og hún er dásemd. Er líka með Electrolux þurrkara sem er sömuleiðis að standa sig vel.

skodi123 | 5. júl. '15, kl: 22:21:02 | Svara | Er.is | 1

hef alltaf elskað Electrolux en keypti mér Samsung í vor, hún fær alveg 100% með mæli frá mér

Snobbhænan | 5. júl. '15, kl: 22:46:51 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti siemens um daginn, bilaði við fyrsta þvott og er onýt. Væntanlega verið verksmiðjugalli, En þar sem Elko átti ekki annað eins eintak, valdi eg Samsung þvottavél. So far so good.

xarax | 5. júl. '15, kl: 23:33:24 | Svara | Er.is | 0

Ég er með samsung og er að þvo af 5 manns þar af 3 leikskólabörnum og vélin stendur sig eins og hetja.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Kaffinörd | 6. júl. '15, kl: 00:56:03 | Svara | Er.is | 0

Miele Miele Miele og ekkert annað. Langbestu þvottavélar og þurrkarar á markaðnum.

sigurlas | 6. júl. '15, kl: 12:42:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já er það. Hvernig þá? Hefurðu prófað eitthvað annað ?

Kaffinörd | 6. júl. '15, kl: 15:50:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég hef prófað annað. Þessar vélar eru með mikla endingu og mér finnst þær fara betur með þvottinn.


Það er ein 8kg vél í sameiginlegu þvottahúsi í 9 íbúða stigaganignum sem ég bý í og mikið af börnum. Það eru allskonar prógrömm fyrir gluggatjöld,rúmföt,borðdúka,útifatnað,svartan þvott,viðkvæman þvott,ullarþvott og fleira og fleira. Hvert prógramm tekur rúman 1klst eða skemur og þvotturinn kemur það vel þurr úr vélinni að hann þornar á um 12klst upp á snúru. Þessi vél er í mikilli notkun alla daga og orðin um 10 ára gömul og slær ekki feilnótu. 


Amma átti líka heimilisþvottavél og þurrkara úr þessu merki sem virkaði líka frábærlega þó svo að þvottatíminn sé eitthvað lengri.

sigurlas | 6. júl. '15, kl: 15:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skil þig

dogo | 6. júl. '15, kl: 12:54:14 | Svara | Er.is | 0

Elska mína miele og get hæglega mælt með henni nema hana er sennilega erfitt að finna nýja á undir 100 þús. :/ Er svo búin að fá mér miele þurrkara eftir að hafa gefist upp á 2 electrolux þurrkurum og er enn sem komið er mjög sátt við hann þó hann sé ekki eins fínn og þvottavélin enda töluvert ódýrari.

trilla77 | 6. júl. '15, kl: 12:55:56 | Svara | Er.is | 0

Ég er núna með Whirlpool sem hefur reynst afskaplega vel síðustu 4-5 árin, hef ekki hugmynd um hvað slík vél kostar

farfugl | 6. júl. '15, kl: 15:59:19 | Svara | Er.is | 0

Fer allt eftir hvernig maður fer með vélarnar.
Skoða reynslusögur frá fólki og svo taka ákvörðun og það er rétta ákvörðun :)
Ég fékk mér aeg vélar 2010, þvottavel, þurkkara og uppþvóttavél.
Notað alveg hægri vinstri, alltaf fullar og oft yfirfullar.

Er búinn að skifta um opnara/lás á uppþvottavélinni (undir 5000kr) og þarf að skifta um inntaksslöngu (yfir 8000kr) þar sem ventilinn hleypir fram hjá sér og þannig fyllist hún af vantni, tækla þetta með því að skrufa bara fyrir þegar hún er ekki í notkun

Svo er ég búinn að skifta um reim í þurkkaranum (um 5000kr) það var freka auðvelt en ég tók hana samt alla í sundur til að þrífa allt i henni.

Svo fóru legurnar í þvottavélinni (undir 5000kr) það var soldið mál og þurfti að taka hana alveg í sundur.
En þetta fór vel og notaði ég bara youtup til að sjá sambærilega vélar tekna í sundur

Þær kostuðu undir 300 þúsund saman fyrir 5 árum síðan

Kaffinörd | 6. júl. '15, kl: 16:22:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta finnst mér frekar mikið að gera fyrir vélarnar eftir aðeins 5 ára notkun

sigurlas | 6. júl. '15, kl: 17:03:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já eins og hún segir, stundum yfirfullar vélar. Þá fara auðvitað legurnar....

farfugl | 6. júl. '15, kl: 17:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jepp einsog ég (hann) sagði þá oft yfirfullar
Langar að benda á eitt með að versla dýr heimilsitæki er að hægt að hafa það bak við eyrun að velja tæki með góða þjónustu hérna á íslandi, ábyrð og soelis, verð á varahlutum og möguleika að gera þetta bara sjálf eða sjálfur. Sum tæki eru bara flóknari en önnur
Þægilegt td að finna varalutina í aeg hjá ormson og þá bara í gegnum síma og panta, einsog í mínu tilfelli þegar maður býr út á landi.

Ígibú | 6. júl. '15, kl: 17:05:14 | Svara | Er.is | 0

Ég er rosalega ánægð með siemens vélina mína sem er búin að endast og endast og endast. (alveg í ein 10 ár eða svo ) Veit ekki hvað þær kosta í dag en kaupi mér örugglega aftur þannig ef þessi tekur upp á því að deyja

Hedwig | 6. júl. '15, kl: 20:08:49 | Svara | Er.is | 0

Ef þú skoðar siemens þá hafa í huga að þau tæki er svakalega overprized hér á landi hjá smith&norland. Vorum að spá í þurrkara og kostaði sá sem okkur langaði i frá samsung 150 þús. Skoðuðum svo siemens á sama verði. Þegar við athuguðum svo hvað þessir þurrkarar kostuðu úti þá var siemens eitthvað á um 450$ en samsung á rúmlega 1000$ en kostuðu báðir 150 þús hér. Þannig að við vorum fljót að fá okkur samsunginn frekar enda voru það mun betri kaup en einhver ódýr þurrkari með alltof mikilli álagningu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46385 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Kristler, Bland.is, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123