Þú spyrð hvort fólk sé ekki allt gott inn við beinið. Ég vil segja að fólk geti verið gott við náungann, það sé ákvarðanataka. Það er margt sagt á netinu en um að gera að taka ekki allt of alvarlega. Alveg sama hvernig Jón og Gunna lætur á netinu þá þarf það ekkert endilega að hafa áhrif á "mig". Best að hugsa þetta þannig. Hérna er líka stundum verið að grínast eða fíflast í einhverjum, best að reyna að sjá gegnum slíkt. En svo sem ágætt að hafa í huga: "Aðgát skal höfð í nærveru sálar". Ég er ekki fullkomin, ekki þú heldur, bara enginn held ég en við getum öll bætt okkur.
En ef við lítum á heiminn allan þá er fullt af fólki sem er slæmt og lætur illskuna ráða. Það að fremja hryðjuverk eða að drepa mann og annan er eitt það versta sem fólk gerir. Því miður eru börn alin upp þannig sums staðar að þeim er kennt að slíkt sér réttlætanlegt. Svo kemur þetta unga fólk út í lífið og fremja svona illvirki í "nafni trúarinnar" eins og sagt er. Ekki veit ég hvaða trú leyfir slíkt. Ef einhver heldur að t.d. kóraninn leyfi slíkt þá er það örugglega afbökun á trúnni. En ég hef reyndar ekki lesið kóraninn.
Mér finnst þetta sýna að það skiptir miklu máli hvernig við ölum börnin okkar upp. Við þurfum að kenna þeim að vera gott við hvort annað og alls ekki leyfa einhverju einelti að grassera. Líka sorgleg svona dæmi eins og þegar barn býður fullt af krökkum í afmæli en enginn kemur í það. Það þarf að passa upp á að enginn verði fyrir svona "útilokun", það getur haft slæm áhrif á sálarlíf barns.
leaarna | Nei narsisistar eru út um allt þeir finna ekki tilfinningar nema sjálfsvorku...
Nei narsisistar eru út um allt þeir finna ekki tilfinningar nema sjálfsvorkunn. Þeir eru grimmir við fólk og það hlakkar í þeim þegar þeir sjá að orð þeirra særa. Þeir upplifa sig æðri og egóið stækkar við að koma fólki í uppnám. Það hlakkar í þeim og þeim finnst þeir hafa unnið ef þeir ná að koma manneskju í uppnám. Venjuleg manneskja með tilfinningar getur ekki skilið þannig fólk.