Hversu margir barnsfeður

LaRose | 9. maí '16, kl: 11:51:53 | 1198 | Svara | Er.is | 0

Finnst ykkur algert no að eiga meira en 2 barnsfeður?

Spyr af því ég var í samræðum við vinkonu um daginn sem tilkynnti mér að henni myndi þykja það mjög undarlegt ef ég myndi eignast einn barnsföður enn og hún myndi tala alvarlega við mig ef það stefndi í það ;)

Ég var svo klumsa af því að:

Ég var ung þegar ég eignaðist fyrsta barn og kærastinn fór frá mér.

Giftist nokkrum árum seinna og eignaðist annað barn og er gift þeim manni í dag sem er frábær stjúpi líka.

Nú enda 50% hjónabanda í skilnaði svo tölfræðilega er séns á því við skiljum...og hvað þá ef ég fyndi nýjan maka og myndi eignast barn með honum? Ætti þá bara að brenna mig á báli?

Fannst þetta svo skrítin skoðun að ég væri bara hræðileg ef ég ætti 3 börn með þremur mönnum og þótt ég myndi ekki taka mig af markaðinum eftir skilnað þá yrði ég að passa að eignast ekki fleiri börn....bara upp á að halda ærunni.

Einhverjar hér sem eiga fleiri en tvo barnsfeður?

 

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 11:58:21 | Svara | Er.is | 4

Ég held að það sé ekkert algert no en held að mörgum myndi finnast það fráhrindandi

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:01:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fráhrindandi? Þá 4.manninum sem myndi ætla að deita mig? Eða bara myndi fólki finnast ég fráhrindandi persóna með þessa sögu?

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 12:02:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei auka vesen. Nógu slæmt er það með einn eða eina

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:03:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig ekki enn. Ertu að meina að þriðja kannski verðandi barnsföður myndi þykja auka vesen að ég ætti þegar 2 barnsfeður?

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 12:07:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það sem ég hef lesið hjá sumum. Minnir alveg sterklega að ég hafi lesið Svör við þessari spurningu áður hérna á bland. Gæti samt hafa verið á Facebook.

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 12:16:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér sérðu að fullt eiga fleiri barnsfeður

https://bland.is/messageboard/entry.aspx?advtype=52&advid=2495484

Og hérna er umræða um fordóma - nenni ekki að lesa yfir hana
https://bland.is/messageboard/entry.aspx?advtype=52&advid=12530928

niniel | 9. maí '16, kl: 12:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Er það ekki bara þannig að því meira samsett sem fjölskylda er, því meiri líkur eru á ýmsum flækjum.
Þó það sé auðvitað ekki algilt, þá getur það boðið upp á alls konar flækjur ef að 3-4 börn í samsettri fjölskyldu eiga öll sitthverja foreldrana, fleiri heimili sem þarf að samræma dagskrá og reglur og skipulag með.

Þó ég myndi aldrei hneykslast á vini/vinkonu sem ætti 3-4 börn með mismunandi mökum þá finnst mér það ekkert eftirsóknarverð staða heldur.

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 12:21:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er akkúrat það sem ég hef lesið. Er hræðileg að útskýra

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 12:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er allavega það sem ég hef lesið frá sumum. Hugsa samt að flestum sé sama. Veit alveg um konur með tvo þrjá barnsfeður en eiga samt ekkert erfitt með að finna sér karl.
Ég allavega get ekki sagt fyrir mig því ég hef bara áhuga á sambandi með barnlausum einstaklingum. Svo fyrir mér er það slæmt sama hvort það er ein eða tíu barnsmæður þvi ein er nóg til að ég hafi ekki áhuga því það þýðir að maðurinn er ekki barnlaus.

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:10:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Langar þig sjálfa í börn samt?

Maðurinn minn var barnlaus þegar við kynntumst og mér fannst það fínt en hefði ekki sett hitt fyrir mig, ekki frekar en hann gerði með mig.

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 12:11:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:11:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK.

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 12:17:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ef ég myndi vilja eignast börn myndi ég vilja að það væri með barnlausum.

josepha | 9. maí '16, kl: 12:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Ég myndi varla nenna að gefa manni séns sem ætti 3 börn með 3 konum. Þætti maðurinn ekkert fráhrinda persóna samt fyrir þessar "sakir"- bara myndi ekki nenna að flækja mitt eigið líf inn í þennan pakka. 

Brindisi | 9. maí '16, kl: 13:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég myndi ekki nenna að gefa manni með þrjú börn með einni barnsmóður séns en vissulega myndi barnsmæðrafjöldinn flækja meira

josepha | 9. maí '16, kl: 13:12:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála því. Þrjú börn væru líka off hjá mér óháð barnsmæðrafjölda.  

Brindisi | 9. maí '16, kl: 13:17:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

börn væru reyndar yfirhöfuð off hjá mér, sem gerir mig reyndar að algjörum hræsnara

Svala Sjana | 11. maí '16, kl: 22:34:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aldur barnanna skiptir nú höfuðmáli í þessu sambandi finnst mér

Kv Svala

Brindisi | 12. maí '16, kl: 09:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já.....en samt ekki, ef þau væru orðin 18 ára væri það skárra en þá færi að styttast í fjölskyldur hjá þeim og barnabörn þannig að nei það er engin aldur betri fyrir mig

Alpha❤ | 13. maí '16, kl: 08:23:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig gengur að finna barnlausan mann? eða ert kannski með einum?

Brindisi | 13. maí '16, kl: 08:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

náði einum fyrir 14 árum :) en við eigum samt eitt 15 ára :)

Alpha❤ | 13. maí '16, kl: 08:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó eg skil. En hvernig væri það ef þið mynduð skilja? Það eru ekki miklar líkur að finna barnlausa eftir 25-30 :/

Brindisi | 13. maí '16, kl: 08:52:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held ég yrði bara ein

Alpha❤ | 13. maí '16, kl: 10:06:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég hugsa það líka. 

Brindisi | 13. maí '16, kl: 10:08:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var einmitt að hugsa þetta um daginn, ekki það að þetta sé á dagskrá en mér býður við því að fara að deita eða hitta einhvern karl, finnst allir á mínum aldri vera orðnir svo gamlir :)

Alpha❤ | 13. maí '16, kl: 10:11:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

næliru þér þá ekki bara í einn ungan? haha

Brindisi | 13. maí '16, kl: 10:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hryllir líka við því :) vonandi held ég bara í minn sem lengst

fálkaorðan | 9. maí '16, kl: 12:56:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sorrí ég er alveg vælandi af hlátri hérna.


Ímyndaði nýjimaðurinn mindi skilja við þig um leið og þú yrðir bomm eftir hann. Af því að oj. Shitt hvað þetta er eitthvað klikkuð pæling.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

LaRose | 9. maí '16, kl: 13:02:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gott ég geti skemmt þér.

cithara | 9. maí '16, kl: 12:10:37 | Svara | Er.is | 2

Ég þekki eina sem átti tvö börn með þremur mönnum og meira að segja hún eignaðist mann og með honum börn...


Faðernisruglingur eins barnsins var svo reyndar leiðréttur nokkru síðar og núna á hún bara börn með tveimur mönnum

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki eina sem á 4 börn með 3 mönnum og ber mikla virðingu fyrir henni; frábær kona og móðir.

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 12:21:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held það segi nú ekkert um hvernig móðir eða manneskja manneskjan er heldur meira eins og niniel nefnir fyrir ofan

Zagara | 9. maí '16, kl: 12:27:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


Er virðing þín út af barna og feðrafjöldanum eða hennar persónu? Þetta er frekar skrítin fullyrðing hjá þér.

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:29:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei alls ekki. Hún er almennt frábær manneskja og móðir. Ég ber samt extra virðingu fyrir því hvað hún er flink að fá allt til að ganga upp með þetta tiltölulega háa flækjustig í fjölskyldunni.

kindaleg | 9. maí '16, kl: 12:13:14 | Svara | Er.is | 5

Ok ég get ekki séð það hvernig það snertir vinkonu þína ef ÞÚ eignast börn með þremur mönnum!
Ég virkilega innilega næ ekki svona! Mér er svo innilega slétt sama hvort sigga eignist 3 börn með einum manni eða 3 börn með 3 mönnum! Svo lengi sem Sigga hugsar vel um börnin sín og gefur þeim alla ást og umhyggju sem þau þurfa þá er mér slétt! 


Finnst þetta ótrúlega smábæjarslúðurstemning og virkilega spes athugasemd frá vinkonu

fólin | 9. maí '16, kl: 12:27:30 | Svara | Er.is | 3

Finnst nú vinkona þín ansi þröngsýn, hún á að styðja þig en ekki dæma þó þú ættir barnsfeður stundum bara tekur tíma að finna þann rétta og þá getur maður orðið nokkrum börnum ríkari á lífsleiðinni.

Gale | 10. maí '16, kl: 05:04:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt :) 

Mamma mín átti 3 börn með 3 mönnum, en fann svo hamingjuna með þeim fjórða.

Felis | 9. maí '16, kl: 12:30:09 | Svara | Er.is | 0

Ég á 2 barnsfeður og ætla ekki að eignast fleiri einfaldlega út af því að eg ætla ekki að eignast fleiri börn en þau sem ég á + það sem ég geng með núna.

Hvað aðrir gera kemur mér ekki við og mér finnst ekkert að því að eiga 3 eða fleiri barnsfeður.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:31:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er ekki með fleiri barnsfeður á stefnuskránni; ef það kemur eitt enn verður það með manninum mínum.

Það sem sló mig við samræðurnar var að hún var ekki að tala um flækjurnar sem þetta vissulega getur valdið....heldur að maður myndi hreinlega missa æruna við að eiga fleiri en 2 barnsfeður (og ég hef hana grunaða um að hafa sömu skoðun á þeim sem eiga tvo barnsfeður ;) )

Felis | 9. maí '16, kl: 13:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi það eru pottþétt margir sem hugsa svona. Því miður því þetta kemur þeim ekki við.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:32:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og bíddu, ertu ólétt að 3.barninu? Þú tekur þetta með trompi ;)

Felis | 9. maí '16, kl: 13:24:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha já og svo ætla ég að vera búin

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LaRose | 9. maí '16, kl: 13:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó mæ....ég pældi í þessu (8 ár á milli 1 og 2) en svo fékk ég mér bara hormónalykkjuna og nýtt starf og ákvað að leggja hitt í ís í 1-2 ár svo respect!

Felis | 9. maí '16, kl: 13:33:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var innilega ekki planað og afskaplega stór ákvörðun að ákveða að halda því.

Ég er ekki viss um að ég hefði lagt í aðra meðgöngu ef þetta hefði ekki gerst svona.

Ég upplifi samt ákveðin létti. Núna klárum við bara ungbarnapakkann á einu bretti og ég upplifi mikla vissu um að ég ætli ekki að gera þetta aftur. Svo að annað hvort okkar (eða bæði) fer í klippingu eftir þessa meðgöngu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Alfa78 | 9. maí '16, kl: 13:11:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hva! Á að henda í írska tvíbba? Er ekki bara korter síðan þú áttir?!?!

Felis | 9. maí '16, kl: 13:27:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tæpt korter finnst mér en jú ólétt aftur. Pcos, brjóstagjöf og getnaðarvarnir var greinilega ekki nóg til að stoppa okkur.

Það verða 12-13 mánuðir á mili.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tjúa | 9. maí '16, kl: 15:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Innilega til hamingju :D 

minnipokinn | 10. maí '16, kl: 23:11:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe kannaðist við systur í denn fæddar í jan og des. 

☆★

Felis | 13. maí '16, kl: 08:18:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff þetta verður sem betur fer ekki þannig. Eldri er í okt og það yngra verður í okt eða nóv (nóv ef það kemur á réttum tíma en sá eldri kom mánuði fyrir tímann svo ég treysti ekki á það)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Savica | 9. maí '16, kl: 12:52:33 | Svara | Er.is | 8

Ég á tvö börn með tveimur mönnum. Var einmitt ung þegar ég átti fyrra barnið og við pabbi hans hættum saman þegar sonurinn var lítill. Er núna í sambandi með öðrum manni og á með honum eitt barn. Ætlum að gifta okkur í sumar. Ef við myndum svo skilja og ég eignast þriðja barnið með þriðja manninum og vinkona mín teldi þörf á að veita mér tiltal fyrir það þá myndi ég bara segja henni að skíta í píkuna á sér og finna mér aðra vinkonu.

LaRose | 9. maí '16, kl: 12:53:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha

Petrís | 9. maí '16, kl: 12:54:10 | Svara | Er.is | 2

Ég get ekki séð að það skipti nokkru einasta máli hve margir feður eru á bakvið barneignir þínar. Ef fólki finnst það í alvöru vera issue er vandamálið þeirra megin en ekki þín

fálkaorðan | 9. maí '16, kl: 12:55:14 | Svara | Er.is | 1

Ég átta mig ekki alveg á þessu.


Finst henni að ef þú mindir skilja og ákveða að eiga fleiri börn eftir það að þú ættir að ná þér í sæði hjá einhverjum gömlum lover?


Ég get ómögulega skilið það að fólki sé ekki bara nákvæmlega sama um þetta.


Ég veit af manni sem á 10 börn með aðeins færri konum. Mér er slétt sama hversu margar barnsmæður hans eru.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

LaRose | 9. maí '16, kl: 13:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki hvort hún hefur pælt í möguleikanum að nota sæði frá gömlum, notuðum barnsföður.

En annars finnst henni ég ekki geta eignast fleiri börn ef ég skil við manninn minn, því þá væri ég bara of mikil drusla held ég.

fálkaorðan | 9. maí '16, kl: 13:34:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég næ því svona óljóst að barnsfeðramargar konur eigi samkvæmt þessari kenningu að vera einhverskonar skemmd vara.


En ég átta mig ekki á rökunum fyrir því. Mér finnst þetta bara út úr kú.


Ég á sjálf 5 systkini og systkini mín eiga systkini sem eru ekki systkyni mín og gott ef að þau systkini sytkina minna eigi ekki systkini sem ekki eru systkini systkina minna. Allt mjög eðlilegt og íslenskt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

LaRose | 9. maí '16, kl: 15:13:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst þetta með æruna ut úr kú en skil mögulegar flækjur

Alpha❤ | 9. maí '16, kl: 13:09:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En ef þessi maður hefði verið maðurinn þinn núna? Hefðiru haft áhuga á honum og viljað flækja málin ef hann ætti 10 börn og 7 barnsmæður?

fálkaorðan | 9. maí '16, kl: 13:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér hefði verið alveg sama þó að maðurinn minn hefði átt mörg börn með mörgum konum þegar að ég kynntist honum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Vasadiskó | 10. maí '16, kl: 10:23:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjitt, pældu í hvað maður þyrfti að læra mörg ný nöfn.

Alpha❤ | 10. maí '16, kl: 10:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nei takk og pældu í hvernig húsnæði maður þyrfti og hvaða börn koma sumar helgar og önnur kannski viku skipulag og önnur hinar helgarnar. Held þetta væri örugglega versta martröð hugsanleg. Eins og að vera með leikskóla heima hja sér.

Vasadiskó | 10. maí '16, kl: 11:25:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir hefðu reyndar örugglega gaman af því. 

Myken | 9. maí '16, kl: 12:57:00 | Svara | Er.is | 0

þegar ég var 18 ára já...í dag skiftir það mig engu máli enda með 2 barnsfeður sjálf...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

bogi | 9. maí '16, kl: 13:06:23 | Svara | Er.is | 1

Ég man að við vinkonurnar vorum einhvern tíman að ræða svona, og þá voru við bara svo barnalegar að þykja þetta algjört nono. Mér finnst það ekki lengur, er sem betur fer búin að þroskast eitthvað aðeins :)

Abba hin | 9. maí '16, kl: 13:36:19 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst að fólk megi bara haga sínu barneignalífi eins og það vill helst, en ég myndi tæplega nenna í samband með manni sem ætti tvær barnsmæður. Það þyrfti alveg að toga mig á eyrunum inn í samband með manni sem ætti bara eina barnsmóður, þ.e. ég þyrfti að vera SVAKA skotin til að nenna að verða stjúpmamma. Því fleiri barnsmæður/feður, því líklegra er að flækjustigið sé meira, þó það sé auðvitað alls ekki algilt og þetta geti verið allavega. 


En eins og ég segi, each to his own og það er ekki fjöldi barnsmæðranna per se sem mér þætti slæmur, heldur bara flækjustigið sem gæti fylgt því.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

perla82 | 9. maí '16, kl: 13:54:53 | Svara | Er.is | 0

Ég á vinkonu sem á 5 börn með 3 mönnum og hún er að fara að giftast manni sem á ekkert þeirra... Honum allavega hefur ekki fundist það fráhrindandi... Elskar þau öll sem sín eigin og á engin börn sjálfur ;)

Sardína | 9. maí '16, kl: 15:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á 4 börn með 3 mönnum en er gift manni sem á ekkert af þessum börnum. Við ætlum reyndar ekki að einast fleiri börn. 7 stykki er alveg nóg.

Sikana | 9. maí '16, kl: 15:32:13 | Svara | Er.is | 0

Meðan þeir eru ekki fleiri en börnin þá sé ég ekki að það skipti máli uppá sóma eða æru (what?) Tek samt undir það að ég myndi ekki leggja í samband við aðila sem ætti svo flókna fjölskyldu. Enda bý ég erlendis en stefni ekki endilega á að búa hér alla ævi, og það margfaldast flækjustigið á svoleiðis lífsstíl því fleiri fjölskyldna sem þarf að taka tillit til. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Brindisi | 9. maí '16, kl: 18:03:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það flækir stöðuna enn meira þegar barnsfeðurnir eru fleiri en börnin

Sikana | 9. maí '16, kl: 18:52:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, finst þér ekki? Það eru einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að tala alvarlega við vinkonu mína ;)

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

staðalfrávik | 9. maí '16, kl: 15:57:42 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst eiginlega bara aðdáunarvert í fari fólks að óttast ekki að leita hamingjunnar eftir skilnað/sambandsslit. Barn er blessun ef fólk er á þeim stað að langa í og geta eignast mörg börn og séð vel fyrir þeim og mér finnst eiginlega fásinna að neita sér um barn af einhverjum ástæðum öðrum en manns eigin. Ég á líffræðilega 3 barnsfeður en aðeins einn er í raun og veru inni í myndinni. Elsta barnið er fullorðið og því lítið samband milli mín og pabbans. Ég varð fljótt ein eftir það enda við rosa ung og sambandið ungt.

 6 ár líðu og ég hélt ég hefði hitt þann rétta. Sá hætti við að vilja barnið eftir 3 mánuði af meðgöngunni svo ég gekk ein í gegn um hana. Pabbi þess barns svona birtist í og með, hef heyrt í honum 2svar á þessu ári og það barn er 13 ára. Maðurinn minn hefur verið honum sem besti faðir en honum þykir gaman að fara til pabba síns þegar það er í boði. Svo kynntist ég manninum mínum og við eignuðumst barn 21 mánuði seinna og aftur 10 árum seinna. Bara glætan að ég færi að spá í hvað einhverjum öðrum finnst, mín hamingja er bara mín og ég skapa mér hana og maðurinn minn í tilfelli barnanna minna og okkar fjölskyldu. Ekki neinn annar. Hefði ekki viljað gera neitt öðruvísi.

Þeir verða sjálfsagt ekki fleiri úr þessu þar sem ég fer að komast af barneignaraldri og hef eiginlega ekki áhuga á að eignast fleiri börn. Ef aðstæður væru að einhverju leiti öðruvísi, ef ég hefði skilið eftir 3ja barnið og verið kannski um þrítugt - 35 hefði ég alveg skoðað það að gifta mig aftur og eignast fleiri börn með enn einum manninum.


.

Silaqui | 9. maí '16, kl: 17:37:51 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst svona svo feðraveldislegt (þeas að frjósemi kvenna sé eitthvað tengd einhverjum karlmönnum og sé einhver heiður falinn í því hvernig konur láta sanna á sig kynlíf).
Ég þekki eina konu sem á þrjá barnsfeður. Sá fyrsti dó, hún skildi við næsta eftir heillangt samband, og ákvað að eiga barn eftir þann þriðja þó að sambandið hafi verið dauðadæmt. Hvað hefur það sem á daga þessara konu drifið nokkuð að gera með hve heiðarleg eða merkileg hún er? Ekki neitt. Hefði hún verið betri manneskja ef hún hefði ákveðið að fara í fóstureyðingu á yngsta barninu, eða farið í ófrjósemisaðgerð eftir skilnaðinn? Því þannig hefði hún getað takmarkað fjölda barnsfeðra.
Þetta er svolítið eins og þegar menn voru að velta sér upp úr því að ég væri einstæð móðir, ólétt og síðan með ponsu barn. Hefði viðkomandi liðið betur yfir ástandinu ef ég hefði farið í fóstureyðingu. Þá væri ekkert barn og engin sjáanleg sönnun fyrir "falli" mínu. Einhvern veginn er ég viss um að fólki finnst fóstureyðing ekki siðferðislega betri kostur en barneign (þó að það væri skynsamari kosturinn stundum).

Felis | 9. maí '16, kl: 20:11:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þessi kona býr núna með fjórða manninum!

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Silaqui | 9. maí '16, kl: 20:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég gleymdi því.
En siðapostularnir myndu örugglega vilja að hún myndi fara í ófrjósemisaðgerð (ég hef náttúrulega ekki grænar um hvað henni finnst um svoleiðis aðgerðir einu sinni.) til að halda skikki á barnsfeðrafjöldanum.

Snobbhænan | 9. maí '16, kl: 19:57:57 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta ekki segja neitt um manneskjuna, en f mig persónulega þætti mér meiera turnoff því fleiri barnsmæður sem viðkomandi maður ætti.  ekki út af neinni æru eða heiðri, heldur líklegu flækjustigi.



Degustelpa | 9. maí '16, kl: 20:18:17 | Svara | Er.is | 0

ég hef bara 1 sinni hugsað "svona". En þá var ein stelpa sem er jafn gömul mér, vorum 16 ára þarna. Hún var að segja mér frá ungum manni sem hún var að hitta og ég fann mig knúna til að vara hana við því hann átti 2 börn með 2 konum og mér fannst það bara ekki vera nógu gott fyrir þessa stelpu. En ástæðan var ekki fjöldi barnsmæðra heldur að mér fannst eins og honum væri sama, jafnvel tilbúinn til að fjölga sér meira og ég nokkuð viss um að hún myndi ekki neita honum um annað barn fljótlega.

staðalfrávik | 10. maí '16, kl: 00:07:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort það sé almennt eitthvað rosa sniðugt fyrir svo unga konu að fara í samband með manni með fullt af börnum, hvað sem mömmurnar eru margar.

.

Degustelpa | 10. maí '16, kl: 06:20:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkúrat.

Chaos | 9. maí '16, kl: 20:39:02 | Svara | Er.is | 0

Allskonar getur gerst í lífinu sem leiðir til þess að kona eða maður endi með marga barnsfeður eða -mæður. Segir eitt og sér ekkert um manneskjuna - annað en að eitthvað gerðist sem olli þessu, röð atburða. Hins vegar skil ég alveg að það geti verið erfitt og krefjandi og oft djöfulli leiðinlegt og sárt að þurfa að díla við margar barnsmæður/feður og tækla stjúpbarnatengslin. Ekkert óeðlilegt að fólk hugsi sig um tvisvar. Jafn dásamleg og þetta getur líka verið. 

En það geta fullt af öðrum hlutum verið líka, er manneskjan föst á Íslandi en þú býrð erlendis, haldin veikindum, ber merki þess að vera mögulega kannski ekki góð manneskja, líkleg til að taka skaðlegar ákvarðanir, virða þig ekki, halda framhjá þér, hafa ekki áhuga á því að sjá hver þú raunverulega ert. Að vera frá mismunandi menningarheimum getur verið krefjandi, að koma frá gjörólíkum reynsluheimum líka, að vilja börn en maki ekki, að vilja eitthvað, hvað sem er, af öllu hjarta en maki skilur það ekki, að skilja ekki af hvejru maki skilji ekki að þú viljir það ekki. O.s.frv. Það oftast hægt að finna eitthvað hjá hverjum og einum. 


Það er flókið að vera manneskja og það er enn flóknara að vera manneskja í nánu sambandi við aðra manneskju. Ef þessir tveir hlutir takast nokkurn veginn upp í einu þá fara þessir utanaðkomandi hlutir sífellt að skipta minna máli og verða auðveldari viðureignar. Ekki létti - oft drulluerfiðir - en betri. Maður er saman í liði. 

leigubílstjóri dauðans | 10. maí '16, kl: 16:45:24 | Svara | Er.is | 0

Það er árið 2016 - bentu vinkonu þinni á það. Finnst henni það sama um menn sem eiga fleiri en tvær barnsmæður?
Að tala um æru í þessu samhengi finnst mér ofsalega 1950 og eitthvað. 

-----

Alli Nuke | 10. maí '16, kl: 18:14:12 | Svara | Er.is | 1

Æji þetta er orðið alveg gott. Ég þekki nokkrar sem eiga þrjú með þremur mismunandi og svo stráka sem eiga tvö með sitthvorri konunni.

Ég myndi ekki nenna að deita konu sem væri komin í þann pakka að eiga tvö eða fleiri börn með tveimur eða fleiri mönnum. Þetta er nokkuð algengt á Íslandi og er líka nokkuð örugg vísbending um að það sé eitthvað að hjá þessu persónum.


Trolololol :)

Trunki | 10. maí '16, kl: 23:31:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég á þrjú börn með tveimur mönnum, varð ólétt af elstu eftir one night stand, hin tvö voru plönuð með fyrrverandi manni mínum, ég var viss um að hann væri sá rétti og við mundum alltaf vera saman en svo hélt hann framhjá mér það er eitthvað sem ég gat ekki fyrirgefið þannig ég skildi við hann. Hvað er að mér?

___________________________________________

Lilith | 10. maí '16, kl: 18:22:01 | Svara | Er.is | 0

Tala alvarlega við þig??? Rilí???

Blah!

karamellusósa | 10. maí '16, kl: 18:30:03 | Svara | Er.is | 0

hey gerðu bara eins og ein sem ég þekki.. hún á þrjá barnsfeður... en tveir þeirra heita saman nafni.. þannig að börnin eru "samanafns-dóttir/son"    það lookar rosa vel á póstkassanum..




hehehe en án djóks.  þú bara hefur þetta eins og þú vilt.   auðvitað máttu eignast eins mörg börn og þú vilt og þú þarft ekkert að eiga þau öll með sama manninum.  þrjú börn með þremur mönnum er nú bara MJÖG algengt.  ég þekki nokkur dæmi um það sjálf.   

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

tennisolnbogi | 11. maí '16, kl: 07:20:10 | Svara | Er.is | 0

Ég er þriðja barnsmóðir mannsins míns :) Saga hans þegar við kynntumst meikaði bara alveg sens og ég sá ekki nokkra ástæðu til að dæma hann fyrir þessa atvikaröð. Ég var heldur ekki tilbúin að fara í samband þar sem ekki kæmi til greina að eignast barn/börn, svo við þurftum bæði að taka ákvörðun frekar snemma í sambandinu - þar sem hann hafði í raun ákveðið að eignast ekki fleiri börn. Dóttir okkar er 3gja mánaða þannig að það er nokkuð ljóst hver niðurstaðan var :)

Ég myndi samt mögulega taka öðruvísi ákvarðanir í dag eftir þá lífsreynslu að vera með þessum manni - af því að það var miklu erfiðara en ég gerði mér grein fyrir að standa í þessu. Aðallega þar sem sambandið við fyrri barnsmóður hans er ekki gott (og við seinni er jafn gott og hitt er slæmt). Ég hefði kannski ekki gefið honum sama séns í upphafi, áður en ég varð ástfangin. En það er bara flækjustigið sem væri fráhrindandi... Þó ég hafi nú þurft að fullvissa mig um manninn áður en ég tók þá ákvörðun um að deila uppeldi með honum um ókomna tíð.

adaptor | 13. maí '16, kl: 03:09:38 | Svara | Er.is | 1

það er allur gangur á því en ég persónulega færi ekki að vera með kerlingu með krakka grislinga sama hve margir feðurnir væru

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

LaRose | 13. maí '16, kl: 06:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol....frábært svar.

Alpha❤ | 13. maí '16, kl: 08:49:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kaldhæðni? Mer finnst þetta ágætis svar

Brindisi | 13. maí '16, kl: 08:52:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sammála, þetta er karlkyns ég :)

Alpha❤ | 13. maí '16, kl: 10:07:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já hér ílka. Verst að maður er talinn vera freak of nature að vera með þetta "viðhorf"

Brindisi | 13. maí '16, kl: 10:09:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér er bara alveg slétt sama :) en hédddna erum við þær einu sem eru vakandi núna?

Alpha❤ | 13. maí '16, kl: 10:11:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo virðist vera eða fólk er farið annað því bland er dautt

Brindisi | 13. maí '16, kl: 10:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alltof dautt, þetta er ömurlegt

LaRose | 13. maí '16, kl: 08:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, mér finnst þetta í alvöru frábært svar. Kerling með krakkagrislinga er frábær lýsing svo ég skellti upp úr.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Síða 8 af 47604 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Kristler