Hversu strangar í mataræðinu?

efima | 12. des. '15, kl: 19:11:41 | 319 | Svara | Meðganga | 0

Hversu strangar eruð þið í mataræðinu og þeim mat sem að á að heita ,,bannaður" eða er óæskilegur á meðgöngu t.d. graflax? mágkona mín fékk mega craving fyrir graflax þegar hún var ólétt og bara gat ekki hætt að borða hann, það var allt í fína lagi.

Og eins og með t.d. coke, sem að er koffín í?

Þetta er fyrsta meðgangan mín og mér finnst ég fá svo misvísandi skilaboð, sumir segja að það sé allt í góðu að borða allt saman bara í hófi og aðrir segja að t.d. graflax sé bara stranglega bannaður!

 

sellofan | 12. des. '15, kl: 19:28:29 | Svara | Meðganga | 0

Mjög ströng á hráum fiski. Í honum getur leynst listería og þá þarf bara 1 bita til að valda fósturskaða og jafnvel fósturláti fram á síðasta dag meðgöngu. Þannig það er heppni ef ekkert gerist. Líkurnar kannski ekki miklar en ég persónulega vil ekki taka sénsinn. Allt er gott í hófi á því ekki við því það þarf bara 1 bita til að valda miklum skaða ef listería leynist í fisknum. 

Eins með hrá egg, þau geta innihaldið salmonellu. Passa sig á t.d. sörum því það eru hráar eggjarauður í þeim. En það er hægt að kaupa gerilsneydd egg (rauður og hvítur) í búðum sem má borða á meðgöngu. 

Ég drekk svo hvorki kaffi né kók þannig ég er ekkert að pæla í koffíni sjálf. 

efima | 12. des. '15, kl: 19:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk fyrir þetta :) Verð að viðurkenna að það er ekki mjög hentugt matarlega séð að vera ólétt yfir hátíðirnar ;)

sellofan | 12. des. '15, kl: 20:20:54 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hehe nei, ég er komin 37v sjálf þannig ég rétt missi af jólagúrmeinu :P Sendi kallinn eftir graflax þegar krílið lætur sjá sig í janúarbyrjun :P Svo þarf maður að passa sig á öllu salta kjötinu líka til að springa ekki af bjúg! En hvað gerir maður ekki fyrir þessa bumbubúa :) Svo koma jól eftir þessi jól :) 

septemberbarn | 15. des. '15, kl: 16:05:47 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ekki það að maður sé að mæla með því að borða hráan fisk, sjálf myndi ég ekki borða einn bita og finnst það heldur ekki gott. En það eru stjarnfræðilega litlar líkur á það þetta sé í matnum hérna á Íslandi, var hjá ljósmóður í dag em sagði þetta. En eins og þú segir þá þarf ekki nema einn bita og afleiðingarnar geta verið fósturlát.

sellofan | 15. des. '15, kl: 17:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Nei nkl, líkurnar eru ekki miklar en ég gæti aldrei fyrirgefið mér það ef eitthvað myndi gerast! Ætla ekki að skemma 9 mánaða "vinnu" fyrir stundargaman!

ilmbjörk | 14. des. '15, kl: 09:29:59 | Svara | Meðganga | 0

ég er mjög ströng á hráum fiski og kjöti.. en ég fæ mér alveg kók og kaffi.. og krem með hráu eggi í (geta valdið salmonellu sem er ekkert gott fyrir móður en hættulaust fyrir barn).. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 14. des. '15, kl: 16:32:02 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Getur ekki líka verið listería í hráum eggjum? Nema það sé pasteurized

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

ilmbjörk | 14. des. '15, kl: 16:45:23 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Nei, eftir því sem ég kemst næst er það bara salmonella.. Má samt endilega leiðrétta mig..

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 14. des. '15, kl: 16:46:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég man bara eftir listeríusýkingu í blue bell ísverksmiðjunni fyrir nokkrum misserum, kostaði 3-4 lífið og mjög margir veiktust. Ég hélt alltaf að það væri út af eggjunum í ísnum, það er allavega ekki hrátt kjöt eða fiskur í ís....

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

nefnilega | 19. des. '15, kl: 20:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Jú, listería hefur greinst í eggjum. Mjög sjaldgæft. Líklegra að það sé salmónella utan á eggjum.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 14. des. '15, kl: 16:33:02 | Svara | Meðganga | 1

Ég skil ekki svona að GETA ekki hætt að borða eitthvað. Hversu erfitt er að hafa smá sjálfsaga?


Ég er hætt að drekka kaffi því ég æli bara af því, en smá kók hjálpar mér með ógleðina, svo ég drekk kannski um 300 ml á dag ef ég er slæm

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Hedwig | 15. des. '15, kl: 07:08:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Ég einmitt skil það ekki heldur að geta ekki sleppt ákveðnum mat í nokkra mánuði.  Ég tók enga sénsa með hratt kjöt eða hráan fisk. Notaði gerilsneydd egg í kokukrem og þessháttar.  Drakk samt alveg kók þar sem ég drekk ekki kaffi og koffinmagn í kóki er svo lítið.  Fannst þetta ekkert mál og er búin að borða svo flest af þessu núna eftir fæðingu.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. des. '15, kl: 20:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég væri að ljúga ef ég segði að mig langaði ekki í ristað brauð með graflaxi og fullt af sósu ;) og líka í túnfisksamloku (ég ákvað að borða ekkert úr áldósum og ekkert sem gæti innihaldið mikið magn kvikasilfurs)


Er ég að fara að láta það eftir mér? No way! Þetta eru bara nokkrir mánuðir, sumir mega aldrei borða eitthvað sjúklega gott vegna ofnæmis og það er bara ekki boði að geta það ekki

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Hedwig | 15. des. '15, kl: 21:33:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég svaraði smá graflax þörf um páskana þegar kallinn fékk sér graflax og ég fékk mér ristað brauð með sósunni. Og til að taka enga sénsa var ég með sér sósu ef skeiðin skyldi eitthvað snerta laxinn hjá kallinum hehe.

sellofan | 18. des. '15, kl: 09:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hehe ég geri það líka :P 

smusmu | 16. des. '15, kl: 10:55:16 | Svara | Meðganga | 1

Ég tek ekki áhættu með hrátt kjöt og fisk. Ég veit að líkurnar eru ekkert miklar en mig langar ekkert að vera mögulega þessi eina sjúklega óheppna og hafa það á samviskunni.

fflowers | 18. des. '15, kl: 09:01:11 | Svara | Meðganga | 0

Ástæðan fyrir þessum ráðleggingum er sú að það voru um 3-4 fósturlát á ári hér á Íslandi sem mátti rekja til neyslu á hráum, ógerilsneyddum afurðum. Það þótti því skynsamlegast að ráðleggja öllum óléttum að sleppa þessum hlutum alfarið. Maður getur líkt þessu við að setja á sig bílbeltið, á meðan það verður ekkert slys (á meðan engin baktería er í matnum) þá skiptir svo sem ekki máli hvort þú varst í belti eða ekki... en það er of seint að fara í beltið eftir slysið.

Það ákveður auðvitað hver fyrir sig hversu mikla áhættu hann ætlar að taka, það eru ýmsar rannsóknir sem maður getur stuðst við. Ég ákvað t.d. að hafa ekki miklar áhyggjur af íslenskum eggjum frá eftirlitsskyldum aðilum, þar sem það hefur aldrei greinst salmonella í íslenskum eggjum (ef það hefur verið listería í Blue Bell ísnum þá hefur það örugglega ekki komið úr eggjunum, frekar bakteríumengun á framleiðslustað). Ég er ekkert að háma í mig hráum eggjum, en ég borða heimagerðan ís og sörur, linsoðin egg og þvíumlíkt. Hins vegar hefur listería (sem er líka í flestum tilfellum hættulegri móður og fóstri/barni en salmonella) greinst í graflaxi hér á landi og það ekki fyrir svo löngu, þannig að ég sneiði algjörlega hjá hráum fiskafurðum.

Koffínið er erfitt þar sem það eru engar afgerandi rannsóknir sem sýna fram á skaðsemi eða skaðleysi ákveðins magns. Það er miðað við 150-300 mg á dag (1-2 kaffibollar). Ég sleppi þessu að mestu, enda kallar koffín oftast á meira koffín... en fæ mér öðru hvoru kaffibolla og öðru hvoru kókglas. Keypti mér reyndar koffínlaust kaffi, finnst það fínt ;)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 19. des. '15, kl: 17:39:44 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Þetta Blue Bell dæmi skeði í USA. Og mig minnir að í Danmörku hafi fólk verið varað við að nota ógerilsneydd egg í það sem á ekki að elda, ekki bara óléttum heldur öllum. En já, mig langar hvorki í listeríu né salmonellu

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

fflowers | 23. des. '15, kl: 11:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já, ég googlaði þetta Blue Bell dæmi og það er mitt mat og vísindalæsi að mjög ólíklegt er að listerían hafi komið úr hráum eggjum :) En salmonella er ekkert skemmtileg heldur sko, get ég ímyndað mér! Ég er einmitt núna að pæla hvort ég geti ekki sleppt því að fara meira í búðir og verslunarmiðstöðvar þessi jólin, þar sem ég er eitthvað ekki spennt yfir því að fá Nóro upp og niður þessa dagana ;)

Lúpínan | 23. des. '15, kl: 13:55:14 | Svara | Meðganga | 1

Ég sleppi öllu hráu en leyfi mér eitt og eitt kókglas. Það er stór munur á að reyna forðast Listeríusmit og að fá sér smá koffín. Það má fá sér koffín í litlu magni en ef þú borðar einn bita af graflax og það leynist listería í honum þá er hætta á fósturskaða eða fósturláti.
Þoli ekki þegar konur segja að það sé allt í lagi að fá sér smá af því þær gerðu það og það gerðist ekkert slæmt, þær voru bara heppnar. Auðvitað eru þetta mjög litlar líkur, en það er ekki þess virði að taka þessa áhættu bara af því manni finnst graflax góður :)

henrys | 25. des. '15, kl: 00:14:49 | Svara | Meðganga | 0

Ég leyfi mér alveg, og "datt í það" í hámi í dag og kvöld. Þegar ég spóla aftur hugsa ég að ég hefði nú alveg geta farið rólegar í hlutina, en krílið er á fleygi ferð svo það hlýtur að vera í lagi. (26v)
Fékk mér m.a. tvíreykt hangilæri (2 pínu litla bita), 2 sörur og svo smá súkkulaðimús, og ekki innihélt þetta gerilsneydd egg.
Finnst graflax sem betur fer ekkert spes, og ég hef alveg haldið mig frá hráum fisk, sushi og svoleiðis, en ég fæ mér stundum tempúrað sushi (eldað) og passa mig á lítið elduðu kjöti.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hormónabumba? baunamóðir 14.5.2016 21.5.2016 | 10:03
Snemmsónar, mynd? bumba3 18.5.2016 18.5.2016 | 20:54
einhver lent í seinu/engu jákvæðu óléttuprófi? Jona714 14.5.2016 15.5.2016 | 20:09
Brjóstaspenna... marel84 11.5.2016 13.5.2016 | 22:15
Stingur í byrjun meðgöngu holyoke 5.5.2016 7.5.2016 | 21:16
Lækkun á hcg escape 5.5.2016 7.5.2016 | 17:05
Septemberbumbur 2016 Sarabía 6.5.2016
ógleði? baunamóðir 3.5.2016 5.5.2016 | 22:15
Að festa base fyrir bílstól mirja 3.5.2016 3.5.2016 | 21:52
Herpes á 13viku Saynomore 29.4.2016 3.5.2016 | 17:09
Reyna aftur eftir missi adifirebird 1.5.2016 2.5.2016 | 10:28
Missir pukka 8.10.2015 30.4.2016 | 11:57
Tækni og óléttupróf? escape 27.4.2016 29.4.2016 | 20:12
Skipta um vinnu á meðgöngu? air2016 27.4.2016 29.4.2016 | 17:24
Að segja frá MommyToBe 28.4.2016 29.4.2016 | 14:27
Óglatt ALLTAF!!! marel84 27.4.2016 28.4.2016 | 22:44
ólétt í fyrsta skiptið í tækni en... sevenup77 6.3.2016 27.4.2016 | 22:48
39 vikur og endalaust svöng efima 27.4.2016 27.4.2016 | 22:45
Fæðingadeild Akranesi - Spurningar. anitaosk123 5.4.2016 26.4.2016 | 11:44
Október bumbur.. Sveskja mamma 7.3.2009 25.4.2016 | 22:53
Hvenær eru þið að segja frá. t.d. vinnunni. sveitastelpa22 24.4.2016 25.4.2016 | 22:52
Októberbumbur 2016 evus86 21.4.2016 25.4.2016 | 10:43
Sitjandi fæðing vs keisari helena123456 23.4.2016 24.4.2016 | 20:50
Ljáðu mér eyra músalingur 30.3.2016 22.4.2016 | 23:30
verkir magga mús dyraland 4.4.2016 22.4.2016 | 22:22
Hvar fæst doppler? villimey123 14.3.2016 22.4.2016 | 20:47
Ólétt :D :D sveitastelpa22 22.4.2016 22.4.2016 | 19:33
12 vikna sónar verð krilamamma 5.4.2016 20.4.2016 | 19:44
Ný fæðingarsögubók! 50fæðingarsögur 19.4.2016
brúnt í útferð á 6+ viku adifirebird 18.4.2016 18.4.2016 | 09:09
leita að bumbuhóp janúar07 16.4.2016 17.4.2016 | 22:33
Lítið legvatn í 20v sónar zaqwsx 19.3.2016 17.4.2016 | 17:04
Heitir pottar og meðganga !!!! utiljos 19.3.2016 13.4.2016 | 12:39
Stingir á 13 viku? Curly27 3.4.2016 7.4.2016 | 16:12
Heimafæðingar í september ... FireStorm 4.4.2016 4.4.2016 | 21:37
Júníbumbur-facebook hópur spæta123 24.2.2016 4.4.2016 | 16:13
Tavegyl á meðgöngu Jólabumba2016 2.4.2016 2.4.2016 | 19:19
hiti og sýking í fæðingu mb123 2.4.2016
Septemberbumbur hópur 25 ára og yngri anitaosk123 28.1.2016 2.4.2016 | 14:10
Miklir fyrirvaraverkir 35 vikur? efima 29.3.2016 1.4.2016 | 20:41
Þvagfærasýking á meðgöngu Rósý83 25.2.2016 1.4.2016 | 17:36
Hvað virkar best við hægðatregðu? talía 4.2.2016 1.4.2016 | 17:28
Doopler 4keisaramamma 8.3.2016 31.3.2016 | 18:32
hvert fer ég (fyrsta skoðun) ? krilamamma 29.3.2016 30.3.2016 | 17:32
Hefur einhver hérna fengið óléttu hita? Leynóbumba 27.2.2016 29.3.2016 | 12:12
Slímtappi og samdrættir Annie88 11.12.2010 28.3.2016 | 21:58
Óglatt allan sólarhringinn bumba16 5.2.2016 28.3.2016 | 20:58
Septemberbumbur 35+ Feykirofa 28.3.2016 28.3.2016 | 20:57
Einhver purfað þessi egglosapróf eb84 26.3.2016 27.3.2016 | 13:21
Öðruvísi lykt og áferð úr leggöngum talía 23.3.2016 26.3.2016 | 18:15
Síða 9 af 7451 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, Guddie