Í Borgarstjórn þarf að vera stórhuga fólk

kaldbakur | 14. apr. '20, kl: 16:03:47 | 180 | Svara | Er.is | 0

Fyrir rúmum 100 árum árið 1910 þá var Reykjavíkurhöfn byggð.
Grjót var sótt úr Öskjuhlíð til að byggja hafnargarð útí Örfyrisey.
Þá var einungis sandrif frá landi útí Örfyriseyl
Byggður var garður um 4 metra breiður úr stórgrýti út í Örfyrirsey og síðan varnargarður fyrir höfnina í átt
að Ararhólstá þar sem Harpan og Seðlabanki okkar er í dag.
Þetta var stórvirki sem skapaði hafnarlægi fyrir skútur og skip þess tíma.

Í dag höfum við að því er virðist eingöngu meðalmenn eða lakara í Borgarstjórn.
Við þurfum stórhuga fólk til að byggja upp til framtíðar.

Mér kemur í hug góður grjótgarður akfær vegur frá Örfyrisey yfir í Engey.
Við þannig aðgerð stækkar allt athafnasvæði hafnarinnar og nýtt byggingarland væri kærkomið í Engey.
Reykjavík myndi stækka og hafnarsvæðið gjörbreytast til hins betra til langrar framtíðar.

 

kaldbakur | 14. apr. '20, kl: 16:55:17 | Svara | Er.is | 0

Maður trúir því varla að í kringum okkur sé eingöngu smælki ?
Enda veit maður og hefur séð hér stórhuga fólk.
Hversvegna tekur það ekki völdin af svona lágkúru eins og Borgarstjórnin er í dag ?

Kingsgard | 14. apr. '20, kl: 17:54:52 | Svara | Er.is | 0

Engey er á náttúrumynjaskrá. Þar verpa um 30 tegundir fulga. Þetta eitt mælir gegn frekari útvíkkun Reykjarvíkurhafnar á svæðinu. Annað sem má segja óhagstætt við útfærslunina er að allan varning frá og til hafnarinnar þarf að flytja gegnum miðbæ / vesturborg en svæðið er á þolmörkum þungrar umferðar. Þú ert líklega að hugsa um stórskipahöfn. Fiskibátar og smærri bátar þurfa ekki mikið meira pláss en er fyrir hendi, enda nærri búið að útrýma smábátaútgerð. Í stað útgerðar á Granda eru nú veitingastaðir og sjoppur.

Ég held að hugmyndir um stórskipahöfn hafi verið viðraðar á svæði Grundahverfis nærri mynni Hvalfjarðar sem vænn kostur.

Núverandi borgarstjórnar eru auk þess upptekin við þrengingu gatna, herferð gegn verslun og viðskipta í miðborginni og eru í akstursstefnuhvörfum án batavona.
Þar á bæ er ekki hugsað í lausnum en vandamálin hrannast upp með skipulögðum aðgerðum.

kaldbakur | 14. apr. '20, kl: 19:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er ekki endilega verið að tala um stórskipahöfn. Það er langtum hagstæðara veðurfarslega séð að byggja þarna nær sjó og svo auðvitað tengslin við
miðsvæði Reykjavíkur sem gerir þetta svæði mjög hagkvæmt á allan hátt. Að auki er byggingarsvi næri sjávarsíðunni hvarvetna mjög eftirsótt. Svona svæði er alveg einstakt og ótrúlegt að ekki skuli hafa verið byggt þarna fyrir löngu. Engey er t.d. langtum stærra stærri en það svæði sem fer undir Reykjavíkurflugvöll og langtum hagstæðara að byggja þar og gera tengingu við land heldur en að flytja flugvöllinn á eldvirknisvæðið í Hvassahrauni.

kaldbakur | 14. apr. '20, kl: 19:45:59 | Svara | Er.is | 0

Það má vel vera að það sé mikið varp fuga í Engey.
Svo mun líka vera í Viðey, Geldinganesi og Akurey.
Allt eru þetta eyjar nema Geldinganes og allt eru þetta svæði sem eru mjög nærri eldri byggð í Reykjavík.
Það er alveg með ólíkindum að ekki hafi verið byggt á þessum eyjum og gerðar tengingar við fastalandið.
Reyndar var töluverð byggð í Viðey fyrir meira en 100 árum og þar var langtum fullkomnari hafnaraðstaða en í Reykjavik, stærri
bryggjur og jafnvel lestarkerfi.
Það kann að vera að hagstæðara væri og ódýrara væri að tengja Akurey fastalandinu en Engey.

Samgöngumöguleikannn í gegnum miðbæ Reykjavíkur eyðilagði núverandi borgarstjórn Reykjavíkur eins og öllum ætti að vera kunnugt.
Það mun verða nokkuð kostnaðarsamt að lagfæra þau mistök en það er samt óhjákvæmilegt og bíður næstu borgarstjórnar.

Svo er önnur tenging við Reykjavíkursvæðið sem ég vildi að væri skoðuð og það er bygging brúar eða ganga undir Skerjafjörð yfir á
Álftanes frá enda flugvallarins og enda Suðurgötu í Reykjavík.
Allt eru þetta stærri hugmyndir og framkvæmdir en heilabú núverand borgarstjórnar myndi rýma og
verður því að bíða skoðunar næsta meirihluta.

Atli8 | 14. apr. '20, kl: 23:38:30 | Svara | Er.is | 0

Það er nóg landpláss og alveg óþarfi að stækka borgina út í sjó. það þarf að byrja að hugsa um 101 sem úthverfi en ekki miðbæ.

kaldbakur | 14. apr. '20, kl: 23:54:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðborgin hefur sífellt verið að stækka. Landfyllingar t.d. eru flest stóru húsin eins og Tollhúsið, Hafnarhúsið, Eimskipahúsið, Harpan og allt Hafnartorgið reist á landfyllingum. Allt Granda svæðið í Vesturbæ þar sem Bónus, Kron, Netto og allt kringum GRanda/Brim eru landfyllingar.
Öll strandlegjan frá Hörpu í Laugarnes er landfilling.
Þetta eru eðlilega vinsælustu og dýrmætustu svæðin. Úthverfin svo ekki talað um Breiðholt, Árbæ og Grafarvossvæðin eru vart byggileg.
Þar tekur snjó mörgum vikum síðar en í póstnr 101, 107, 170, 105.
Auðvitað verða þessar eyjar nýttar spurning hversvegna ekki fyrir löngu búið ?

Atli8 | 15. apr. '20, kl: 08:11:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar landfyllingar voru upphaflega gerðar fyrir skipaumferð og atvinnustarfsemi í kringum hana, síðan er þetta svæði orðið af túristagildru í dag.

kaldbakur | 15. apr. '20, kl: 08:26:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já allt þetta jarðrask er auðvitað gert fyrir athafasemi, hvort sem það eru vegir, hús eða annað. Allt hefur þetta svæði breyst Alþingishúsið
stóð rétt við vatnsbakka tjarnarinnar. Tjörnin hefur dregist saman. Við flytjum malarefni til Reykjavíkur vegan húsbygginga og milljónir tonna af steinsteypu rís upp. Reykjavík er að því vel sett þegar vantar samgönguæðar þá er hægt að bæta við útí sjó eins og gott dæmi er um með Sæbrautina.
Jú jú túrisminn nýtir sér bæi og veitingahús og flott hótel.

En er þetta bara ekki allt í góðu lagi ?

Atli8 | 15. apr. '20, kl: 10:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hvað ekki í góðu lagi?
Það er enginn ástæða til að gera landfyllingu undir hús sem hefur enga tengingu við hafnarstarfssemi það er alveg eins hægt að reisa það hús upp á landi þar sem er nóg pláss, kostar minna.

Síðan fer sú starfsemi sem skapast í kringum ferðamenn fer ekki endilega vel saman við þá starfsemi sem er fyrir innfædda, verslunareigendur segja að ástæðan fyrir því að fólk sé hætt að koma á laugarveginn sé vegna þess að það er búið að loka fyrir bílaumferð sem er einfaldlega rangt miða við það sem ég heyri frá öðru fólki, fólk er hætt að nenna að fara þangað útaf túristunum.

Miðpunktur höfuborgarsvæðisins er marga kílómetra frá 101 og þetta er ekki lengur miðbær Reykvíkinga

kaldbakur | 15. apr. '20, kl: 13:18:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er miðborgarlíf skemmtilegra með fjölmenni túristum og innfæddum í bland.
Það eru margar borgir sem eru byggðar útí eyjar og sund eins og hér eru möguleikar á.
Strandlíf siglingar útsýni og annað athafnalíf allt í bland.
Það er verið að tala um Sundabraut og hún á auðvitað að tengja Viðey sem er algjör perla.
Eins þarf að tengja Álftanesið sem er önnur perla við Reykjavík yfir Skerjafjörð.
Seltjarnarnesið Grótta, Skerjafjörður og Sundin Blá þetta eru þær dásemdir sem Ingólfur karlinn Arnarsson var
svo slingur að finna út að hentaði okkur best.

ert | 15. apr. '20, kl: 15:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Ingólfur sá það fyrir að þú myndir fæðast i borginni Reykjavík og skildi þarfir þínar. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. apr. '20, kl: 01:48:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Landsspítalinn sem er í byggingu er mikið mannvirki sem mun styrkja mjög allt miðbæjar svæðið.
Það kom heilmikið grjót úr grunninum og var víst notað í Sundahöfn til að búa til lóð og nýjan hafnarbakka.
Ég hefði viljað nýta það grjót til að lengja hafnargarðinn sem er núna útfrá Örfyrisey og stefna honum að Engey.
Þýrfti ekki svo mörg svona hlöss til að ná yfir í grinningar við eyna og þá er mikið land unnið.

Atli8 | 15. apr. '20, kl: 08:21:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að hvaða leiti styrkir þessi spítalabygging miðbæinn sérstaklega?
Ég myndi segja að spítalinn veiki svæðið miða við önnur svæði vegna þess að umferðar þungi eykst á svæðinu með tilheyrandi mengun og tímasóun
á meðan spítalinn þjónustar alla borgina.

kaldbakur | 15. apr. '20, kl: 16:16:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Landsspítalinn LSH er jú settur niður í Reykjavik sem aðstaða til að sinna sjúkum sem best.
Spítalar eru jú auðvitað fyrst og fremst sú læknisþjónusta sem þeir geta veitt. Þangað leita sjúklingarnir úr öllum áttum.
Reykjavík hefur þessa miðlægu þjónustumöguleika frá Háskólanum og stjórnsýslunni allri.
Menntastofnanir og miðlæg þjónusta sem hvergi er að finna í eins ríkum mæli og í Reykjavik hefur dregið að sér það þjónustulið sem er nausynlegt fyrir hjúkrunarhús eins og Landsspítala. Þetta sérhæfða fólk sem mannar spítalann kýs að vera sem næst miðjunni kjarnanum þar sem hlutirnir eru að gerast. Ef LSH hefði verið fluttur eitthvert út af þessu svæði þá hefði hann aldrei náð flugi og koðnað niður fljótlega.
Spítalinn á heima sem næst hringiðunni og þar sem allt gerist.

kaldbakur | 15. apr. '20, kl: 00:09:36 | Svara | Er.is | 0

Svo maður gefi þessari borgarstjórn einhverja jákvæa punkta þá er það helst
uppbyggingin í miðbænum. Þar sem byggingar höfðu fyrir löngu verið rifnar eða algjörlega að hruni komnar hefur verið byggt upp og
hefur víða tekist þokkalega. Harpan er auðvitað mikið bæjarprýði og nýr landsbanki verður vönduð og dýr bygging sem mun gleðja augað n´stu áratugina eða í hundruð ára. Fyrri borgarstjórnir hóf þetta ferli með því að byggja Ráðhúsið og byggja upp Grjótaþorp. Síðan hefur miðbærinn og vesturbærinn stækkað mikið eins og allt Granda svæðið sem er hrein uppbygging útí sjó. Sama má segja um allt hafnarsvæðið það er ekki nema um 100 ár síðan fjaran náði uppað Vesturgötu og Aðalstræti. Miðbærinn hefur að þessu leiti blómstrað og stækkað.
En það þarf að gera stórátak og nýta eyjarnar Engey, Viðey, Akurey og Geldinganes.
Þetta eru lang heppilegustu byggingarsvæðin og eru bara nánast hluti af Miðbæjarsvæðinu.

kaldbakur | 15. apr. '20, kl: 15:38:42 | Svara | Er.is | 0

Því miður er borgarstjórn skipuð smáborgurum að stærstum hluta.
Hefur það sem helsta áhugamál að leggja stein í götu meðborgaranna eins og við sjáum svo vel í samgöngu kerfi okka í borginni.
Skortir allan stórhug til framfara. Helsta áhugamálið að þrengja götur samborgara sinna og gera þeim lífið leitt.

kaldbakur | 15. apr. '20, kl: 15:48:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða hvatir liggja að baki því að fara að beina bílaumferð upp Laugaveg á miðju vegarins ?
Hefði ekki átt að spyrja okkur Rykvíkinga álits ?
Eitthvað kelingartryppi á vegum Pirata er látið stjórna þessu. !
Hvar erum við Reykvíngar stödd með svona vitleysinga - hversvegna keyrum við ekki svona vitleysu niður ?

T.M.O | 15. apr. '20, kl: 15:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Væri ekki sniðugt fyrir þig að blogga bara? Þú ert aðallega að svara sjálfum þèr, áhuginn er ekki meiri hjá öðrum.

kaldbakur | 16. apr. '20, kl: 10:06:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú svo heppinn að fá ráðleggingar og athugasemdir frá þér þannig að maður vill helst ekki missa af því sko.

ert | 16. apr. '20, kl: 21:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gætir fengið meiri athygli og athugasemdir með bloggi. Fjölmiðlar pikka stundum bloggfærslur um umdeild mál en þeir eru ekki mikið að lesa bland

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. apr. '20, kl: 23:05:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er kannski ekkert að keppast eftir athygli.
Frekar að reyna að komast hjá sviðsljósinu.

ert | 16. apr. '20, kl: 23:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Og af því að þú vilt ekki að neinn taki eftir þér þá seturðu inn fjölda innleggja hér.
OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47932 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie