I busstad med makanum?

Ljufa | 16. júl. '15, kl: 15:53:57 | 1528 | Svara | Er.is | 1

Er eg ein um þad ad þykja ekkert audvelt að vera i busstad i viku med kallinum, eg a vid ad vera svona stanslaust saman allan daginn?

 

Kv. Ljúfa

Raw1 | 16. júl. '15, kl: 16:00:44 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst það a.m.k. ekkert mál, sama hvort við förum upp í bústað, í útilegu eða bara heima, er ekkert mál að vera bara við tvö.

Humdinger | 16. júl. '15, kl: 16:05:03 | Svara | Er.is | 23

Ef ég myndi ekki þola að vera ein með kallinum í heilan dag þá myndi ég líklegast ekki nenna að vera í sambandi með honum. 

Ljufa | 16. júl. '15, kl: 17:25:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg var reyndar ekki ad tala um einn dag heldur eina viku!

Kv. Ljúfa

Raw1 | 16. júl. '15, kl: 18:28:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það ætti ekki að breyta neinu.

Zagara | 16. júl. '15, kl: 19:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takið þið sumarfríin ykkar á sitthvorum tímanum til að þurfa ekki að vera of mikið með hvort öðru?

Humdinger | 16. júl. '15, kl: 21:05:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, en samt. Ég skil alveg að einstaklingar þurfa sitt "alone time" í samböndum, gera eitthvað einir með sjálfum sér án makans, eiga eigin áhugamál og allt slíkt. En það ætti samt ekki að vera þannig að þig kvíði fyrir að eyða tíma með makanum. Ég myndi bara hlakka til svona viku.

monsy22 | 16. júl. '15, kl: 16:12:13 | Svara | Er.is | 7

Eitthvað er ekki í lagi,,

daggz | 16. júl. '15, kl: 16:19:16 | Svara | Er.is | 3

Mér myndi ekki finnast það neitt mál. Ég gæti samt aldrei bara verið að hangsa í bústaðnum í viku. Ég myndi þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni (annað en ríða, sofa og éta).

--------------------------------

icegirl73 | 16. júl. '15, kl: 16:22:56 | Svara | Er.is | 4

Oh nei alls ekki. Elska að vera bara tvö saman. Engin börn og bara kósíheit, pottur og gott í glasi og þess háttar. 

Strákamamma á Norðurlandi

Alpha❤ | 16. júl. '15, kl: 17:28:09 | Svara | Er.is | 0

nei ert ekki ein um það. Ég yrði geðveik

Ziha | 16. júl. '15, kl: 17:33:32 | Svara | Er.is | 4

hef bara aldrei upplifað að vera ein með manninum minum í viku í bústað... veit ekki alveg hvenær það verður.... :oP  En sjálfsagt yrði ég smá "lost" að vera barnlaus... en það væri það eina.

Ég er n.b. búin að vera gift manninum í bráðum 27 ár.... og elska að vera með honum, hvort sem það væri í bústað eða annarstaðar.   :o) 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Santa Maria | 16. júl. '15, kl: 17:48:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ættirdu ekki ad þola það eins og ad vera med honum heima?

Ziha | 16. júl. '15, kl: 17:53:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha.. ég gæti alveg þolað það, lastu svarið mitt?  Ég yrði bara smá týnd að vera barnlaus... ef ég væri ein með honum.. :o)

Við eigum n.b. 4 börn, það yngsta er 7 ára og það elsta 27 og hef lengst verið ein með honum í eina nótt og það á hóteli, ekki í bústað, nei, reyndar fórum við einu sinni út saman barnlaus en þá gistum við samt inni hjá öðrum í heimahúsi og það er auðvitað ekkert það sama :o)

Reyndar er eiginlega betra  að vera með honum í bústað upp á það að þá er engin tölva til að hanga í... og hann sér yfirleitt um 70 % af tiltektinni... :oP  Heima er það meira svona 50:50... þ.e. þegar við erum bæði í fríi. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Felis | 16. júl. '15, kl: 17:41:35 | Svara | Er.is | 1

Ég hef ekki prófað það en ég held að ég myndi elska það

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 17. júl. '15, kl: 10:34:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

haha og ég myntist á þessa umræðu við manninn og hann varð alveg dreymandi á svipinn og sagði "ahh já svoleiðis ferð væri æði"
ég held að við verðum algerlega að fara í amk einhverja helgarferð bara tvö saman áður en krílið bætist við. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Alfa78 | 18. júl. '15, kl: 09:29:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við gerðum það á báðum meðgöngunum. Bústaður, gott að borða, heitur pottur og bara VIÐ 2 :) Mæli með því

nærbuxur | 16. júl. '15, kl: 18:05:11 | Svara | Er.is | 0

nei, þú ert ekki ein um það.  Minn maður er með sumar-þunglyndi og því ekki sá hressasti á þessum árstíma

Ziha | 16. júl. '15, kl: 18:11:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ömurlegt... en er hann þá einkennalaus á veturnar?  Er hann með eitthvað ofnæmi sem triggerar þunglyndið?  Maðurinn minn fær oft "jólakvíða"... og það lagast ekki fyrr en jólamaturinn, jólasælgætið og eitthvað af gjöfunum er komið í höfn..... þá slakar hann loksins á....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

nærbuxur | 16. júl. '15, kl: 18:27:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er skárri þá.    Ég held að þetta snúist um að lífið fari úr rútínu þegar hann fer í sumarfrí og út af væntingum um að það verði alltaf að gera eitthvað skemmtilegt á sumrin.   Já þetta er frekar leiðinlegt :/

Orgínal | 17. júl. '15, kl: 11:19:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki eina sem er svona. Hún hefur náð sér góðri með því að vera búin að plana öll frí fyrirfram; þ.e., plana að gera eitthvað eða ekki neitt þess vegna.

Gunnýkr | 16. júl. '15, kl: 18:31:34 | Svara | Er.is | 0

fór með mínum í þrjá daga í bústað í vor. hefði alveg vilja vera lengur.

Máni | 16. júl. '15, kl: 19:13:28 | Svara | Er.is | 0

Hvað finnst þér erfitt við? Maður les oft um ad sumarfrí geti verid álag á sambönd.

Ljufa | 16. júl. '15, kl: 19:28:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nakvæmlega tad sem eg a vid. Mer finnst þad nokkud álag ad vera stöðugt saman. Venjulega fer folk i vinnuna eda sinnir einhverjum àhugamalum uti vid. Eg þarf amk. smà breik, tima fyrir mig etc. hvort sem eg er i frii eda ekki. Þad kom mer mjog à ovart ad svo virtist sem eg væri eitthvad óeðlileg... :)

Kv. Ljúfa

Ziha | 16. júl. '15, kl: 19:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég fæ alveg tíma fyrir mig í bústað.. við erum ekkert límd við hvort annað sko..... stundum fer annað okkar t.d. út að ganga eða leika með krökkunum... eða í pottinn og hitt fær þá "frí" á meðan (nú eða eitt í afslöppun i pottinum og hitt er með barnið/börnin)... svo situr hann kannski og les og ég líka, eða þá að ég er í símanum núorðið... ef ég er með net sem kostar ekki hönd og fót.   Við myndum líka gera þetta ef við værum barnlaus í bústað, vera smá út af fyrir okkur....

Hef líka tekið með mér föndur eða handavinnu og sinni því ... alveg nóg að gera, maður þarf ekkert alltaf að fara út sko....

  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Humdinger | 16. júl. '15, kl: 21:07:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En er ekki möguleiki að þú takir þennan tíma fyrir þig til að lesa, fara ein í göngutúr eða bara hvað sem er þó þið séuð "saman í bústað"? 

presto | 19. júl. '15, kl: 21:49:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er etv. Ójafnvægi í þörf ykkar fyrir samveru? Er hann "needy" að vera með þér og þú með meiri þörf/unun af einveru? Êg hef verið í sambandi við aðila og á ferðalagi þar sem ég varkomin með upp í kok að halda í höndina á honum! (Sleit þessu)
Viltu vera með makanum? Dugir hann þér?
Hvernig liði þér að vera alein í bústað í viku? Hvað myndir þú gera annað/öðeuvísi?
Hvað finnst þér gaman að gera og hvað finnst ykkur gaman, kósí,rómó að gera saman?
Ef þig langar alls ekki að vera ein í bústað með makanum í viku er um að gera að plana hlutina öðruvísi- bjóða vinum með ykkur, í heimsókn eða gistingu eða breyta planinu á annan hátt. Taka aðeins stjórnina og ábyrgð í lífinu:)
(Hef verið með mínum ein á sólarströnd í viku en aldrei í bústað, hefði frekar viljað vera í fjallgöngu á hálendinu!)

ilmbjörk | 16. júl. '15, kl: 19:17:10 | Svara | Er.is | 3

ómægod hvað ég væri til í viku í bústað, barnlaus og bara með kallinum! herre gud - fjarlægur draumur eins og er ;)

Dalía 1979 | 16. júl. '15, kl: 19:41:51 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst það æði að fá að vera með kallinum í viku i bústað 

Tipzy | 16. júl. '15, kl: 19:50:44 | Svara | Er.is | 4

Ohhh hljómar eins og draumur. Áttum 8 ára sambandsafmæli í gær og spurði einmitt kallinn fyrst við gátum ekkert gert núna til að halda upp á það hvort við ættum ekki að skella okkur ein barnlaust í bústað í haust áður en krílið fæðist. Elska þessi örfáu barnlausu skipti sem við fáum, mætti vera mun oftar.

...................................................................

Soigné | 17. júl. '15, kl: 10:29:07 | Svara | Er.is | 1

Eg hef farid med minum manni tvivegis i halfs ars ferdalag um heiminn og einu sinni i 3 manada. Og a þessum ferdalögum þa hofum vid verid limd vid hvort annad allan timann. Met finnst þad ekkert tiltökumal, bara gaman og hefur bætt pkkar samband.

Degustelpa | 17. júl. '15, kl: 10:43:02 | Svara | Er.is | 1

bestu stundirnar mínar með manninum mínum voru stundirnar sem við vorum bæði heima allan daginn. Ég gæti verið bara með honum hvar sem er í endalaust langan tíma!

ingbó | 17. júl. '15, kl: 10:48:40 | Svara | Er.is | 0

Meðal bestu fría sem við hjónin höfum átt - og erum búin að vera gift lengi, lengi - eru svona vikufrí tvö ein í sumarbústað. 

Orgínal | 17. júl. '15, kl: 11:15:40 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst það æði eftir að ég fattaði að vikan þarf ekki að vera eins og stanslaust datenight.

disarfan | 17. júl. '15, kl: 11:30:49 | Svara | Er.is | 2

Svona mikil nálægð getur alveg tekið á en meira að segja í sumarfríi og bústað þarf lífið ekki að vera endalaust partý og gleði 24/7. Þú getur tekið þinn tíma til að fara út að hlaupa eða lesa eða slaka á ein - ef þið eruð ekki vön því að vera svona mikið saman getur vel verið að honum þyki þetta erfitt líka og þurfi líka sinn "me-time".  Í svona ferðum finnst mér líka ágætt stundum að draga manninn minn með í göngutúra sem reyna aðeins á - þá göngum við mikið saman í þögn og njótum náttúrunnar og það reynir ekki mikið á samskiptin okkar á milli. 

ræma | 17. júl. '15, kl: 11:36:11 | Svara | Er.is | 1

Vá en skrýtið samband segi ég nú bara. Ekki myndi ég nenna að vera með manni í sambandi sem mér fyndist ekki gaman að eyða tíma með.

Mae West | 17. júl. '15, kl: 12:20:49 | Svara | Er.is | 0

Finnst vika lítið svosem. En ef það er ekkert verið að skreppa út neitt í sundur að minnsta kosti smástund á dag eða hitta annað fólk eitthvað (skreppa saman í búð eða í sund, heimsókn í annan bústað bara aðeins að bjóða góðan dag út á palli eða eitthvað) þá gæti ég orðið pínu pirruð af og til útaf næstum engu. 
Hann færi létt með þetta, honum finndist alltaf ágætt að hafa félagskap bara, þyrfti ekki að vera ég einu sinni. 

Mae West | 17. júl. '15, kl: 12:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tek fram að ég veit ekki hvort hann gæti verið tölvulaus samt meira en sólahring, hann getur varla eytt helgi á ströndinni af því hann þarf að komast í tölvuna alltaf. En með tölvuna með sér þá er allt frábært hvað hann varðar og allir dagar jafnir og allur félagskapur góður. 

Splæs | 17. júl. '15, kl: 12:30:55 | Svara | Er.is | 1

Fólk hefur mismikið þol gagnvart stöðugu nábýli. Sumir þurfa tímabundna einveru daglega til að funkera. Farðu ein í labbitúra, taktu með þér teppi og lítinn kaffibrúsa og komdu þér fyrir á þægilegum stað. Ef umhverfið býður ekki upp á slíkar gönguferðir, farðu þá annað á bílnum.
Inni við getur þú "lagt" þig, lokað að þér og sett músík í eyrun á meðan þú dunar þér í litabókinni eða öðru.

Gale | 17. júl. '15, kl: 13:01:29 | Svara | Er.is | 1

Mér þætti svona ferð æði. Það þarf samt ekkert að sitja og horfa í augun í hvort öðru 24/7 samt.

T.d. vill annar kannski lesa, leggja sig eða vera á pallinum í sólbaði á meðan hinn vill fara í göngutúr eða keyra í næsta þorp til að fara í sund eða kaupa í matinn. Það er bara fínt.

sophie | 17. júl. '15, kl: 20:35:38 | Svara | Er.is | 0

Nei, þvert á móti! Elska að vera bara tvö í bústað. Fara í göngutúra, sund og golf, fara í bíltúra og skoða umhverfið, spila Sqrabble, útbúa saman góðan mat, fara í pottinn, rautt og bjór á kantinum og almenn kósýheit. Við eigum bara uppkomin börn svo við erum ekki að skilja neinn eftir - skil alveg að fólk sem er með mörg börn finnist vika langur tími í svona "chill" bara tvö. Maður þarf að trappa sig niður.

Snobbhænan | 18. júl. '15, kl: 00:36:48 | Svara | Er.is | 1

Þegar að sambandið var i lagi þá var það bara fint og fott. En þegar það var ekki  í lagi þá hefði ég ekki getað hugsað mér það.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 18. júl. '15, kl: 00:42:44 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi elska það útí eitt....

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Eine kleine | 18. júl. '15, kl: 01:09:47 | Svara | Er.is | 1

Ég gæfi miiikið fyrir að fá viku í bústað með mínum!!!
Nei fyndist það ekki neitt mál.

*************************
Pælið í því sem pælandi er í...

Louise Brooks | 18. júl. '15, kl: 02:16:54 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst fátt æðislegra en að vera ein með makanum í bústað. Það eina sem ég þrái samt núna er að fá að fara eitthvað ein og vera yfir helgi eða nótt því að í tæplega ca 9 ár þá hef ég aldrei fengið að vera ein með sjálfri mér í heilan sólarhring. Ég hef alltaf haft talsverða þörf fyrir einveru en var að ræða við alveg tvær vinkonur um þetta og þær voru báðar steinhissa og skildu ekki hvers vegna ég væri ekki bara inni á geðdeild í hvíldarinnlöng hehehe en já þær voru báðar á því að það væri mjög óeðlilegt að hlutirnir væru svona því að makinn hefur oft fengið að vera einn heima yfir helgi þegar ég hef tekið barnið okkar með mér í bústað foreldra minna. Ég skil ekki af hverju honum finnst þetta óeðlilegt að ég þurfi sólarhrings hvíld frá öllum kröfum um þjónustu við aðra. 


Mér finnst ég sjálf alltaf mæta afgangi og læt þarfir annara fjölskyldumeðlima alltaf ganga fyrir öllu. Ég elska makann og barnið meira en allt í heiminum en núna langar mig bara í smá hvíld. Af hverju telst það eigingirni í mér? Ég bara skil ekki af hverju maðurinn er svona neikvæður fyrir þessu því að hann er æðislegur maki :/

,,That which is ideal does not exist"

alboa | 18. júl. '15, kl: 09:21:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefur hann aldrei verið einn með barnið?


kv. alboa

Louise Brooks | 19. júl. '15, kl: 21:02:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki yfir nótt nei. Hann hefur samt oft verið einn með drenginn og græjað fyrir þá dinner og komið drengnum í rúmið en hefur aldrei verið einn með hann í sólarhring, hvað þá lengur. Ég hef aftur á móti alveg nokkrum sinnum verið ein með drenginn og hann verið annarstaðar. 

,,That which is ideal does not exist"

alboa | 19. júl. '15, kl: 21:32:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Oh my lord hvað ég væri búin að plana mæðraorlof og skilja karlinn eftir einan heima með krakkann.


kv. alboa

Louise Brooks | 19. júl. '15, kl: 21:35:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er einmitt að reyna að skipuleggja eitthvað og finnst það pínu skrítið að hann skuli taka því að mig langar að vera ein í smá tíma  svona persónulega. Þetta hefur ekkert með hans persónu að gera og við erum alla jafna mjög samtaka og happí. Ég er bara farin að finna verulega fyrir þörf fyrir að fá að vera ein meira en bara hluta úr degi.

,,That which is ideal does not exist"

alboa | 19. júl. '15, kl: 21:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann þarf svolítið að eiga það við sig og kannski væri það góð hugmynd að fara í einn tvo tíma í sambandsráðgjöf til að heyra frá hlutlausum aðila hvað þarf að gera til að halda sambandi góðu. T.d. þetta með að fá tíma til að rækta sjálfan sig.


Getur þetta verið hræðsla við að vera einn með strákinn í lengri tíma? 


kv. alboa

Louise Brooks | 19. júl. '15, kl: 21:45:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gæti verið. Ég bara veit það satt best að segja ekki. Fyrst fannst mér þetta virka eins og einhverjir höfnunarkomplexar en er ekki viss um það lengur. Hann getur alltaf fengið aðstoð með drenginn frá fjölskyldunni minni.

,,That which is ideal does not exist"

Ljufa | 19. júl. '15, kl: 23:08:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já akkúrat,, það hefur heldur ekki neitt með hans persónu að gera að mér finnist erfitt að vera stöðugt saman í marga daga. Ég hefði líklega átt að geta þess fyrr, þú varst fyrri til Louise Brooks! Ég þarf sennilega meiri aktion en hann, en nei, mér þætti heldur ekki gott að vera ein í bústað í marga daga.....

Kv. Ljúfa

Ziha | 20. júl. '15, kl: 13:17:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er það líklegast bara vandamálið... að þér finnst bara ekkert gott að vera í marga daga í bústað!  Það er ekkert fyrir alla og ekkert undarlegt þannig séð, en bara af forvitni, hefurðu farið til útlanda og ef svo er er það þá öðruvísi?  Ég veit um eina sem gat eiginlega ekki farið neitt í ferðalög fyrr en hun fékk sér fyrst tjaldvagn og svo hjólhýsi.... það er allt öðruvisi, þá er hún meira "heima"... :o) 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Catalyst | 18. júl. '15, kl: 10:18:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta þykir mér ekki eðlilegt ef satt skal segja. Maður þarf ekki að vera að fara oft en það er nauðsyn að fá að fara smá hvort sem það er ein með vinkonum/ættingjum eða alveg ein.

Louise Brooks | 19. júl. '15, kl: 21:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við höfum oft fengið pössun yfir helgi og verið ein saman en það er þetta með að gera hluti i sitt hvoru lagi sem hefur gleymst og núna þegar ég ræddi þetta þá bar hann t.d. fyrir sig að hann hefði bara ekki þörf fyrir að fá að vera einn og án okkar. Hann hefur nokkrum sinnum farið án okkar, tvisvar í spilerí með bandi og svo í fermingu og jarðarför hinum megin á landinu. Ég treysti mér ekki með í ferminguna því að sá litli var svo lítill þá og jarðarförin tja besti vinur hans dó og við bara höfðum ekki efni á að fara öll. Bróðir hans aftur á móti kom að utan til að fara í þessa jarðarför og þeir fóru saman. 


Núna á ég góðan vin fyrir norðan sem hann hefur kynnst ágætlega og höfum við lengi talað um að fara norður í heimsókn en ég veit að hann yrði t.d. mjög sár ef að ég færi bara og myndi skilja hann eftir heima. Honum og vini mínum kemur mjög vel saman btw. 


Ég á vini sem eru allir úr sitt hvorri áttinni svo að það er engin saumaklúbbur eða neinn félagsskapur sem ég gæti farið með í bústað. Mig langar satt best að segja bara að fá að vera ein til að geta lesið bók og hlustað á tónlist t.d. ef mig langar til án þess að vera sagt að ljósið trufli og að hann eða drengurinn þurfi næði. Drengurinn er á einhverfurófi svo að það er margt sem að honum finnst stuðandi og höfum við svolítið hagað okkar lífi eftir því hvað hann höndlar og höndlar ekki.

,,That which is ideal does not exist"

musamamma | 20. júl. '15, kl: 10:32:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á strákurinn þinn heyrnarhlífar? (Þá getur þú hlustað á tónlist). Ég skil þig vel, eg blasta allt um leið og skottan mín fer í skammtímavistunina. Hún vill samt ekki fara þangað lengur og eg er buin að vera barnlaus i 3 tíma í sumarfríinu.


musamamma

Louise Brooks | 20. júl. '15, kl: 12:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hann á ekki heyrnahlífar. Ég hef ekki einu sinni getað vanið hann á að nota headphone þegar hann er að blasta sjálfur einhverjum tölvuleikjum í tölvunni. Hann segir að það sé óþægilegt. Ég skil t.d. mun betur að einstætt foreldri eins og þú þurfir skammtímavistun. Við eigum góða að svo að drengurinn hefur margoft farið yfir helgi með foreldrum mínum í bústaðinn en núna síðastliðin 2 ár er þetta alltaf að verða erfiðara og erfiðara að fá hann til að samþykkja að fara með þeim. Hann er með svakalegan aðskilnaðarkvíða greyið og ég veit að ef ég segði honum að ég væri að fara eitthvað burt og yrði yfir nótt að þá myndi hann fara að gráta með ekka. Hann þolir mig ekki þessa dagana en hann er samt svona tengdur mér :/


Ég þarf btw að sækja um liðveislu fyrir veturinn og þyrfti að athuga með skammtímavistun líka eða stuðningsfjölskyldu. Fæ kannski að senda þér skiló og fá að vita hvernig ég á að snúa mér í þessu.

,,That which is ideal does not exist"

musamamma | 20. júl. '15, kl: 12:22:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mátt spyrja mig einsog þu vilt :)


musamamma

Louise Brooks | 20. júl. '15, kl: 19:31:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk musamamma :)

,,That which is ideal does not exist"

presto | 21. júl. '15, kl: 11:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einhverfubörnin með mínum í bekk notuðu heyrnarhlífar mikið, keypti hlífar fyrir mín börn líka vegna hávaða í skólastofunni- gæti hjálpað...

presto | 19. júl. '15, kl: 21:54:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetra er alveg stórfurðulegt hjá þér! Drífðu þig að heiman og leyfðu þeim að vera einum heima manneskja!
Mér dettur í hug að hann hafi ekki heldur fengið mikiö tækifæri til að vera einn í fæðingarorlofi (meðan þú sinntir þínu starfi)- getur verið að það passi?
Það er skiljanlegt að vinkonur þínar telji þig stefna á geðdeildina.

Louise Brooks | 20. júl. '15, kl: 01:34:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er öryrki þannig að þann tíma sem hann var í fæðingarorlofi þá var ég heima með honum. Hann tók alveg 2 mánaða fæðingarorlof og missti svo vinnuna fyrir vikið. Gat tekið 3 mánuðinn í framhaldi af uppsagnarfrestinum og fékk svo vinnu um miðjan þann mánuð. 


Ég er með álagstengda sjúkdóma og finn bara eitthvað svo vel fyrir því allt í einu núna þegar við erum loksins hætt að ströggla svona hvað mig langar bara að hvílast. 

,,That which is ideal does not exist"

presto | 21. júl. '15, kl: 11:22:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff! er neitt úrræði sem kemur þér ad heimilinu? yngra barnið mitt var heima í 2 ár en við skiptumst á a vinna- "hvíld" að komast út af heimilinu og í vinnuna!  þú þarft að drífa þig í húsmæðraorlof!

dekkið | 19. júl. '15, kl: 21:19:26 | Svara | Er.is | 0

Hef aldrei prófað. Við fórum fyrir 2 árum tvö saman ein í bústað í fyrsta sinn yfir helgi og skal alveg játa að mér kveið fyrir einmitt þessu, að hafa ekkert að gera segja þegar engin börn eru nálægt. Þetta var yndisleg ferð, fyrir utan ónýtan pott sem var bara með kalt vatn. Við nutum þess að spila, spjalla og elda saman. Stundum var ég að lesa og hann að horfa á tv. Þurftum ekki alltaf að vera ofan í hvort öðru og ég væri meira en til að komast í burtu með mínum í viku bara tvö

harmnoone | 20. júl. '15, kl: 12:49:24 | Svara | Er.is | 0

Ég held að þú sért kannski í fárra hópi sem hafa upplifað þetta. En, gangi þér vel.

ingbó | 20. júl. '15, kl: 20:12:26 | Svara | Er.is | 0

Mér og mínum finnst mjög gott að vera bara tvö ein í sumarbústað - en það þýðir svo sem ekki að við séum bara inni í eða við bústaðinn. Förum í skoðunarferðir um nágrennið - dagsferðir út frá bústaðnum.  En okkur finnst almennt afar gott að vera saman - eftir margra ára hjónaband. Svo ef annað okkar er ekki í stuði fyrir gönguferð þá fer hitt bara eitt. Upplifum þetta aldrei öðru vísi en notalegt. 

timneh | 20. júl. '15, kl: 20:20:06 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi skila honum. Eigið klárlega ekki saman.

mars | 20. júl. '15, kl: 22:14:47 | Svara | Er.is | 0

Ég er með mínum kalli mestallan sólarhringinn allt sumarið, þar af helling í bústað. 
Við erum svo heppin að líða bara vel saman.
Ég færi að hafa áhyggjur ef mér finndist of mikið að vera með honum alveg í eina viku, vika er stuttur tími, færi þá hreinlega að endurskoða sambandið en það er bara ég.

Kristabech | 21. júl. '15, kl: 12:51:31 | Svara | Er.is | 1

Jii ég tel niður dagana að verslunarmannahelgi því þá ætlum við loksins barnlaus í frí! Reyndar bara yfir helgi en það verður algjört æði eigum líka sambandsafmæli svo mér finnst við alveg eiga það skilið :) Mér finnst bara yndislegt að vera með honum í bústað, fórum oft áður en seinna barnið fæddist en höfum farið einu sinni eftir að hún kom í heiminn og þá með tengdó og mágkonu minni og dóttur hennar, ekki beint kósý fýlingur í því :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.7.2023 | 09:40
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 22.6.2023 | 15:07
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
Síða 9 af 46329 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva