Í DAG

Elegal | 11. sep. '15, kl: 18:19:37 | 145 | Svara | Þungun | 0

Halló halló blendingar :)

Við makinn höfum verið að reyna núna í einn mánuð og ég veit að það er alls ekki mikið, en við urðum óvænt þunguð fyrr á árinu en misstum í sumar.
Ég fór til kvennsa fyrir um 3-4 vikum, þar sáum við tvö frekar stór egg og hann benti mér á að egglos myndi vera eftir þrjá daga um það bil.
Ég sagði makanum frá því en það varð þannig að við komumst ekki í heimaleikfimina á sjálfum deginum en við gerðum það hins vegar daginn fyrir og daginn eftir.
Í dag á ég að byrja á túr og við vorum eitthvað svo hrikalega spennt (ég þori þó ekki að gera mér miklar vonir) og ég tók NoDoubt próf núna rétt í þessu og það kom neikvætt.
Við erum að nálgast þrítugt, barnlaus og búin að vera saman í nokkur ár.

Ég er bara eitthvað svo svekkt að þetta sé ekki að virka (erum frekar spennt og jú, ætli ég sé ekki byrjuð að vona!) þegar við vissum af egglosinu, ég sá þarna tvö egg í sónarnum hjá lækninum og samt gerðist ekkert, en við urðum algjörlega óvart þunguð fyrr á árinu og við þurftum svo engan veginn að hafa neitt fyrir því!

Er einhver von um að það sé baun og að ég þurfi að halda áfram að taka próf eða er það bara ekki neit og nú þarf bara að bíða eftir næsta mánuði og reyna þá?

Ég er ekki komin í egglos-prófin eða neitt svoleiðis, en er það eitthvað sérstakt sem ég ætti að reyna?

 

Hedwig | 11. sep. '15, kl: 22:22:57 | Svara | Þungun | 0

Það eru bara um 15% líkur á að þungun verði í hverjum hring þrátt fyrir að maður hitti á egglos og hvaðeina. Það er t.d bara 30% líkur á að glasameðferð heppnist en þá er búið að frjóvga eggið og koma því í legið og eina sem fosturvisirinn þarf að gera er að festa sig. 


Myndi bara reyna að leiða hugann aðeins frá þessu og njóta reynerisins. Þetta kemur á endanum hjá langflestum og með skipulögðu reyneríi þar sem ekkert er að getur það tekið allt upp í ár og eftir þann tíma er gott að láta athuga hvort allt sé í lagi.

everything is doable | 12. sep. '15, kl: 11:27:11 | Svara | Þungun | 1

Það er ekki öll von úti fyrren þú byrjar á túr =) svo ef þú byrjar ekki á túr þá myndi ég taka annað próf eftir 2 daga. 
En ég get alveg verið með þér í því að þetta er ótrúlegta fúlt, við erum búin að reyna í 16 mánuði og þar áður voru þeir 5 þar sem við vorum kærulaus og þá með egglosprófum og öllum pakkanum, ég hef 2x orðið ólétt og misst snemma en það merkilega er að í bæði skipin sem ég varð ólétt þá var ég svo handviss um að þetta hefði ekki tekist að ég hafði ekki einu sinni fyrir því að taka próf fyrren maðurinn minn spurði hvort ég ætti ekki að vera byrjuð á túr :P
Maður þarf svolítið einmitt bara að muna að það eru bara 15% líkur í hverjum hring og það er ef allt gengur upp =) Það besta sem við höfum gert er að reyna að vera róleg og njóta þess að vera saman. Núna er ég reyndar bara farin að ögra sjálfri mér þar sem fyrst þegar við byrjuðum að reyna vildi ég ekki pannta stóra ferð eða neitt þannig langt fram í tíman nú erum við búin að pannta 3 mánaða heimsreisu eftir tæpt ár. Gott er að hafa í huga að þetta gengur hjá langflestum innan árs =)

Elegal | 14. sep. '15, kl: 14:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir gott svar.

Það er sannarlega ömurlegt að vera í þessu ferli. Ég bjóst svo innilega ekki við því að vera svona en það er eins og það hafi opnast fyrir eitthvað þegar þessi sannarlega óvænta ólétta kom í ljós fyrr á árinu þá fundum við að við vorum alveg gjörsamlega tilbúin í barn (sem voru að vísu tvíburar) en svo vorum við svo innilega óheppin að missa fóstrin á 10. viku og eftir það er ólétta og barneiginir nánast það eina sem hægt er að hugsa um. Tilhlökkunin er gífurleg en þetta var víst ekki ólétta þennan mánuðinn því hún gamla góða Rósa mætti nú í morgun og staðfesti það.
En maður heldur áfram að reyna og vona (með fyrirvara!)

Gangi þér og ykkur ótrúlega vel - mér líst vel á þessa hugmynd með heimsreisuna! Það er algjör snilld - þá hugsar maður um eitthvað annað en þetta leiðinlega ferli og er það ekki einmitt þá sem maður getur orðið heppinn?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4440 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien