Íbúð í ólagi etir kaup - hver er mín réttindi?

megagells | 28. apr. '20, kl: 20:59:01 | 385 | Svara | Er.is | 0

Ég var að flytja inn í íbúð sem ég keypti nýlega. Fyrir kaup vissi ég af því að innréttingar væru smá lúnar, parketið rispað og gamalt, einn skápur í slæmu ástandi og borðaplatan í eldhúsinu orðin ljót. Eftir flutning kemur hinsvegar ýmislegt í ljós:
- parketlista vantar á ýmsa staði
- listi meðfram svalahurð er brotinn
- svalahurð er það stíf að ég næ ekki að læsa henni
- útidyrahurð lokast bara með miklu afli
- vantar front á póstlúgu
- vatnsþrýstingurinn er of lítill
- blöndunartæki í baðkarinu virkar illa (kemur nánast bara heitt vatn)
- blöndunartæki í sturtu virka illa (kemur varla heitt vatn) og lítill þrýstingur
- ofnar hitna varla og greinilega loft á þeim
- þó nokkrar rafmagnsinnstungur sem virka ekki (á eftir að draga í þær)

íbúðin var mjög óhrein og ég þurfti að rukka fyrir flutningsþrif (sem seljandinn greiddi og ekkert mál). Ég þurfti að flytja inn strax og hafði ekki tíma til þess að biðja hann um að finna fyritæki í þrifin þess vegna þreif ég sjálf. En það situr smá gremja í mér að íbúðin hafi verið skilin eftir í þessi ásigkomulagi og svo bætist allt þetta ofan á það.

Mér finnst eins og fasteignasalan vilji humma þetta svona svolítið af sér.
Þetta er mikill aukakostnaður fyrir mig. Ég sá ekki fyrir mér að þurfa eyða pening í einhverjar framkvæmdir eða lagfæringar.
Ég þarf að fá bæði
- pípara til að skoða þrýsting á vatni, skoða ofnana og blöndunartækin.
- Rafvirkja til þess að koma rafmagni á innstungur sem ekki virka
- svo veit ég ekki enn hvert ég þarf að leita útaf restinni

þetta verður mikill kostnaður sem ég reiknaði ekki með.
Hver eru réttindi mín?
Á seljandinn ekki að greiða fyrir þetta því þetta var "leyndur galli"?
maður á að búast við að hlutirnir virki fullkomlega þegar maður kaupir nýja eign nema annað sé tekið framm. Hvað á ég að gera?

 

kaldbakur | 28. apr. '20, kl: 21:31:13 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft að gera athugasemdir sem fyrst..
Hafa samband við fasteignasalann, telja þetta allt upp.
Gera kröfur og gæta þess að vera ekki búin að greiða eftirstöðvar til að hafa sterkari stöðu.
Fasteignasalinn hefur skyldur. Hafa umkvartanir allar skriflegar og seljandinn verður að fá þetta líka skriflegt.

TheMadOne | 28. apr. '20, kl: 21:56:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef kaupandi heldur eftir greiðslu fyrir eitthvað sem er ekki lagalega viðurkenndur galli sem þarf að bæta þá má setja greiðsluna í löginnheimtu á kostnað kaupanda.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

megagells | 28. apr. '20, kl: 22:01:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hugsa mér að gera það einmitt, takk

TheMadOne | 28. apr. '20, kl: 21:40:32 | Svara | Er.is | 2

Leyndur galli er ef fólk meðvitað felur galla á íbúð, málar yfir skemmdir, segir rangt frá ef spurt um ákveðna hluti. Kaupandi þarf að sanna að viðkomandi hafi leynt upplýsingum. Ef galli er minna en 10% af verðmæti þá er ekkert hægt að gera lagalega. Gátuð þið ekki skrúfað frá krönum við skoðun? Voru gólflistarnir teknir í burtu eftir að þið skoðuðuð? Er þetta hús það gamalt að viðhald sé eðlilegt? Hvað spurðir þú út í vatnslagnir? Hvað spurðir þú út í raflagnir? Þú skrifar undir við kaup að þú hafir kynnt þér ástand eignarinnar og ekkert sem þú telur upp er falið.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

TheMadOne | 28. apr. '20, kl: 21:40:33 | Svara | Er.is | 0

Leyndur galli er ef fólk meðvitað felur galla á íbúð, málar yfir skemmdir, segir rangt frá ef spurt um ákveðna hluti. Kaupandi þarf að sanna að viðkomandi hafi leynt upplýsingum. Ef galli er minna en 10% af verðmæti þá er ekkert hægt að gera lagalega. Gátuð þið ekki skrúfað frá krönum við skoðun? Voru gólflistarnir teknir í burtu eftir að þið skoðuðuð? Er þetta hús það gamalt að viðhald sé eðlilegt? Hvað spurðir þú út í vatnslagnir? Hvað spurðir þú út í raflagnir? Þú skrifar undir við kaup að þú hafir kynnt þér ástand eignarinnar og ekkert sem þú telur upp er falið.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

megagells | 28. apr. '20, kl: 21:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefði ég þá átt að taka með mér ljós og prófa að stinga því í samband í alla tenglana?
Er það þannig að maður á að gera ráð fyrir að allt sé bilað og passa að spurja útí hvern einasta hlut?
Svörin sem ég fékk frá fasteignasalanum voru alltaf frekar loðin eins og :já ég geri nú ráð fyrir því, eða ég veit ekki betur.
Ég skrúfaði ekki frá öllum ofnum þegar ég gekk hér um að skoða. Annars var dót frá þeim fyrir nánast öllu þessu svo ég hefði ekkert getað séð þetta.

TheMadOne | 28. apr. '20, kl: 22:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Spurðir þú um ástand rafmagns- og vatnslagna?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Galdrakall69 | 28. apr. '20, kl: 22:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk gerir yfirleitt ráð fyrir að hlutir seu i lagi nema annað sé tekið fram. Veit svosem ekki hvernig reglurnar eru en það er galið að seljandi þurfi ekki að greiða fyrir kostnað á hlutum sem ekki virka. Finnst það frekar a hans abyrgð að vita hvort hlutir seu i lagi og lata vita af þvi ef svo er ekki.

TheMadOne | 28. apr. '20, kl: 22:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í þessum bransa þá gerirðu ekki ráð fyrir neinu. Ekki nema þú sért að kaupa glænýtt hús. Fólk tekur með sér fagmenn til að bæði skoða og spurja réttra spurninga.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Galdrakall69 | 28. apr. '20, kl: 22:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki hvað er lagalega rétt í þessu samhengi en þú hljómar eins og manneskja sem er tilbúin að svindla á folki og skammast þín ekkert fyrir það!!! Ef það er eitthvað sem a að virka en virkar ekki og þu selur það er það a þinni abyrgð að vita það aður en þu auglysir það til sölu og þú átt að láta vita af þvi! Skammastu þín svo!

TheMadOne | 28. apr. '20, kl: 23:05:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei, ég hef bara setið báðu megin við borðið. Síðast þannig að ég hafði þessi 10% í kröfu vegna mjög alvarlegs galla, hafði engar sannanir að hann hafi verið leyndur af ásetningi en sterkann grun, fékk fyrir rest ca.helminginn af kostnaðinum og lögfræðingurinn tók 40% af því. Trúðu mér, þetta snýst ekki um hvað þér finnst réttlátt heldur lögin. Ég veit alveg hvernig þér líður, ég er að deila með þér reynslu, ef þú talar svona við fólk sem er að reyna að hjálpa þér þá færðu lítið frá fólki sem þarf ekki að gera neitt fyrir þig frekar en það vill.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Fanney14 | 29. apr. '20, kl: 21:36:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafðu samt í huga að Galdrakall69 er ekki með upphafsinnleggið. Þannig að viðkomandi er í raun ekki að biðja um hjálp.

TheMadOne | 29. apr. '20, kl: 22:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er rétt hjá þér, ég hélt að þetta væri sá sami.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

leonóra | 28. apr. '20, kl: 22:08:23 | Svara | Er.is | 0

Vonandi hefurðu haldiið eftir greiðslu - og semur þá um lækkun á verði eignarinnar sem báðir sættast á.

leonóra | 29. apr. '20, kl: 08:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skoðanabyrði er mjög sterk í fasteignakaupum - sérlega ætti að skoða vel gamlar eignir sem eru líklegri til að leyna galla.

kaldbakur | 28. apr. '20, kl: 22:26:05 | Svara | Er.is | 0

Ég tel að margt af þessu sem þú telur uppp eigi að vera í lagi.
Innstungur með rafmagni, hægt að loka útihurð og svalahurð, vatnsþrýstingur í krönum og blöndunartæki.
Ofnar þurfa að hitna. Ýmislegt sem á að bæta og ekki greiða áður en bætt.

TheMadOne | 28. apr. '20, kl: 22:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ábyrgð kaupanda á að kanna sér ástand eignar er þannig að lagaleg krafa þarf að vera lágmark 10% helst 15% af verðmæti eignarinnar til þess að kaupandi geti gert kröfu á seljanda. Allt annað er bara samningsatriði ef seljandi er tilbúinn að gefa eftir eitthvað af góðmennsku.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 28. apr. '20, kl: 23:29:36 | Svara | Er.is | 0

Eins og TheMadOne segir þá er það þannig að: " Ef galli er minna en 10% af verðmæti þá er ekkert hægt að gera lagalega" Ég les í grein: " af dómaframkvæmd má sjá að rýri galli virði eignar um meira en 10 prósent kaupverðs þá er gjarnan talið að um leyndan galla sé að ræða."
Það þarf að tilkynna, gera athugasemdir strax eða mjög fljótlega, tala við fasteignasalann, yfir það sem viðkomandi telur galla. 
Þú telur upp: - parketlista vantar á ýmsa staði
- listi meðfram svalahurð er brotinn
- svalahurð er það stíf að ég næ ekki að læsa henni
- útidyrahurð lokast bara með miklu afli

- vantar front á póstlúgu
Þetta allt ætti húsasmiður að geta hjálpað þér með


Já þarft sjálfsagt bæði pípara og rafvirkja á svæðið. En ef þetta er gamalt hús þá má alveg búast við að það þurfi að yfirfara svona. Auðvitað hefði seljandinn átt að tala við þig um ýmislegt sem þarna er nefnt og var í ólagi. Venjulega er fólk t.d. ekki að prófa allar innstungur við skoðun en samt alveg hægt að spyrja við skoðun hvort allt virki eðlilega með hita, vatn og rafmagn. En íbúðin var mjög óhrein, það eitt hefði sagt mér að þarna búi fólk sem er ekki mikið að spá í að hafa hlutina í lagi.


Alltaf betra að hafa með sér fagmann eins og húsasmíðameistara áður en skrifað er undir kaupsamning á íbúð í gömlu húsi eða ef verið er að spá í að kaupa gamalt hús. Ég myndi ekki einu sinni spá í að kaupa gamalt hús nema að láta ástandskoða það af fagmönnum.


https://www.dv.is/frettir/2019/11/10/galli-i-fasteignakaupum/

https://www.visir.is/g/2014706169993

kaldbakur | 29. apr. '20, kl: 01:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að lög frá 2002 nr. 40 18. apríl gildi um fasteignakaup.

Þar stendur ma:

"Gallar.
37. gr. Almenn ákvæði.
Nú er fasteign gölluð, án þess að því valdi atvik sem kaupanda er um að kenna eða hann af öðrum ástæðum ber ábyrgð á, og getur hann þá beitt eftirtöldum vanefndaúrræðum, séu skilyrði þeirra fyrir hendi:
a. krafist úrbóta skv. 39. gr.,
b. krafist afsláttar skv. 41. gr.,
c. rift skv. 42. gr.,
d. krafist skaðabóta skv. 43. gr.,
e. haldið eftir greiðslu skv. 44. gr.
Reglum um galla skal beitt, eftir því sem við getur átt, um aðrar vanefndir seljanda"

Þú skalt fara fram á úrbætur á þeim liðum sem ég nefndi.
Skoðaðu lagalegan rétt þinn.

ert | 29. apr. '20, kl: 09:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Síðasta hlutinn í þessu er áhugaverður:
Skilaboðin eru þau að annmarkar á fasteign eru ekki endilega gallar í lagalegum skilningi. Nokkuð algengt er að kaupendur grípi til þess úrræðis að hafna því að greiða einhvern hluta kaupverðsins ef þeir verða varir við annmarka á fasteigninni, því þeir telja að þeir geti nýtt peninginn til þess að lagfæra viðkomandi annmarka. Mikilvægt er fyrir kaupendur að grípa ekki til þessa úrræðis nema þeir séu vissir í sinni sök að um galla sé að ræða. Ef þeir grípa til úrræðisins án þess að annmarkarnir uppfylli þá kröfu að teljast galli í lagalegum skilningi eru kaupendurnir að vanefna kaupsamninginn og þurfa að greiða kaupverðið með dráttarvöxtum.
Dráttarvextir eru háir

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

darkstar | 29. apr. '20, kl: 03:15:09 | Svara | Er.is | 1

þú situr uppi með þetta, þú átt að yfirfara allt og athuga hvort ofnar og kranar virki og allt sé í lagi þegar þú skoðar íbúðina.. greinilega gerir algjör byrjenda mistök
með því að taka ekki einhvern með þér sem hefur vit á þessu.

Kaffinörd | 29. apr. '20, kl: 09:28:05 | Svara | Er.is | 1

Þetta nær örugglega ekki 10% af söluverðinu. Svo ber kaupanda lagaleg skylda til þess að kanna ástand íbúðar sem virðist ekki hafa verið gert nægjanlega vel m.v. þessar upplýsingar.

Hauksen | 30. apr. '20, kl: 19:56:34 | Svara | Er.is | 0

Þetta eru ekki leyndir gallar. Eg myndi gleyma því að gera veður ut af tessu

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

jaðraka | 30. apr. '20, kl: 21:35:16 | Svara | Er.is | 0

Það skiftir líka miklu máli hvernig eigninni var lýst í söluyfirliti fasteignasalans.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Líf eftir Covid19 - Hvað tekur við á Íslandi ? kaldbakur 9.5.2020 10.5.2020 | 20:14
verkir í mjóbaki á meðgöngu Alza1 24.4.2020 10.5.2020 | 19:06
Trumpaðu þetta. Flactuz 11.2.2020 10.5.2020 | 14:26
Rapidbrow Rapidlash Rapid Eye 20.000 👀 Jogibjorn 8.5.2020 10.5.2020 | 13:26
Sambýli theburn 10.5.2020 10.5.2020 | 12:23
Nýjar dýnur í tjaldvagn? túss 9.5.2020 9.5.2020 | 22:51
Við hverju bjóst maðurinn? spikkblue 5.5.2020 9.5.2020 | 18:34
Gengisvísitalan lækkar aftur? amina5 8.5.2020 9.5.2020 | 17:46
Gæsin er mætt aftur Sessaja 6.5.2020 9.5.2020 | 17:41
Enn ein mistökin ! Flactuz 5.5.2020 9.5.2020 | 02:38
Hjalp er endalaust að blæða ur leghálsinu Loufugl 7.1.2020 9.5.2020 | 02:31
Hvar get ég keypt Melstonin hérlendis? elskum dýrin 8.5.2020 8.5.2020 | 20:40
Rannsóknarverkefni Missoverkefni2020 8.5.2020
Nýjustu skoðanakannarnirnar Júlí 78 6.5.2020 7.5.2020 | 23:04
Kefir - fæst svoleiðis á Íslandi? goge70 24.2.2016 7.5.2020 | 16:26
Afmælisdagurinn hennar serjin 3.5.2020 7.5.2020 | 16:06
svæfing og hálsbólga lebba 5.5.2020 7.5.2020 | 13:48
Tryggingastofnun bergma 6.5.2020 7.5.2020 | 13:12
Mótefnamælingar hjá Heilsugæslu Gormagleypir 7.5.2020
Tími til að banna egg? Hr85 2.5.2020 7.5.2020 | 11:55
Næsta framtíð - þessi öld sem við lifum á. kaldbakur 7.5.2020 7.5.2020 | 05:42
Peningar Blómabeð 4.5.2020 6.5.2020 | 20:08
Endurfjármögnun? loveva 3.5.2020 6.5.2020 | 17:33
Gólfmottur looo 30.4.2020 6.5.2020 | 16:30
Danskin sokkabuxur unadis99 6.5.2020
Gömul matar og kaffistell kolbrun93 6.5.2020 6.5.2020 | 09:52
Efling og verkfallsgleðin kaldbakur 5.5.2020 6.5.2020 | 02:14
Fá úr tryggingum hjá Sjóvá? GelleG 5.5.2020 5.5.2020 | 22:21
M e r k i l e g t ? Kristland 5.5.2020 5.5.2020 | 20:47
Kaffivélar seppalina 4.5.2020 5.5.2020 | 19:51
ramagnsvespa thomas2 5.5.2020
Rafmagnsreiðhjól!! kirivara 5.5.2020 5.5.2020 | 16:19
permanent se 5.5.2020
Krónu Krakkar clanki 31.3.2020 5.5.2020 | 10:27
Hefur einhver hérna farið nokkrum sinnum í Covid-19 prufu? Hr85 3.5.2020 4.5.2020 | 23:34
Hvað heitir þetta lag með Bubba ??? silungur 25.2.2007 4.5.2020 | 19:52
Setja mynd á kodda? Sessaja 4.5.2020
Hvað á heimurinn að gera við Kína ? kaldbakur 2.5.2020 4.5.2020 | 17:42
Icelandair Voucher Alisabet 1.5.2020 4.5.2020 | 16:20
Kettlingur með umbilical hernia Loufugl 4.5.2020 4.5.2020 | 14:09
uppsögn á leigu tove 30.4.2020 4.5.2020 | 12:56
Bílar bakkynjur 1.5.2020 3.5.2020 | 22:52
Borga féló á mánudaginn ?? iconic 1.5.2020 3.5.2020 | 21:02
Stærð á hjóli fyrir 6 ára neutralist 23.4.2020 3.5.2020 | 00:04
Grunnskólar á Akureyri, Oddeyrarskóli vs. Glerár?? mækúldjakkson 28.4.2020 2.5.2020 | 21:59
Hver er hin efnahagslega staða Íslands og þjóðfélagsins ? kaldbakur 30.4.2020 2.5.2020 | 00:38
Hvaða Apótek í Reykjavík eru opin í dag? bergflétta104 1.5.2020 1.5.2020 | 15:14
Fjarnám lonelybee 30.4.2020 1.5.2020 | 15:06
Brúðkaupsleikur bkbhg 18.7.2014 1.5.2020 | 12:58
john lennon er snúinn aftur Twitters 30.4.2020 1.5.2020 | 12:44
Síða 3 af 24592 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, vkg, rockybland, tinnzy123, Bland.is, flippkisi, superman2, mentonised, TheMadOne, MagnaAron, aronbj, anon, ingig, Krani8, joga80, krulla27, Gabríella S