Íbúð í ólagi etir kaup - hver er mín réttindi?

megagells | 28. apr. '20, kl: 20:59:01 | 548 | Svara | Er.is | 0

Ég var að flytja inn í íbúð sem ég keypti nýlega. Fyrir kaup vissi ég af því að innréttingar væru smá lúnar, parketið rispað og gamalt, einn skápur í slæmu ástandi og borðaplatan í eldhúsinu orðin ljót. Eftir flutning kemur hinsvegar ýmislegt í ljós:
- parketlista vantar á ýmsa staði
- listi meðfram svalahurð er brotinn
- svalahurð er það stíf að ég næ ekki að læsa henni
- útidyrahurð lokast bara með miklu afli
- vantar front á póstlúgu
- vatnsþrýstingurinn er of lítill
- blöndunartæki í baðkarinu virkar illa (kemur nánast bara heitt vatn)
- blöndunartæki í sturtu virka illa (kemur varla heitt vatn) og lítill þrýstingur
- ofnar hitna varla og greinilega loft á þeim
- þó nokkrar rafmagnsinnstungur sem virka ekki (á eftir að draga í þær)

íbúðin var mjög óhrein og ég þurfti að rukka fyrir flutningsþrif (sem seljandinn greiddi og ekkert mál). Ég þurfti að flytja inn strax og hafði ekki tíma til þess að biðja hann um að finna fyritæki í þrifin þess vegna þreif ég sjálf. En það situr smá gremja í mér að íbúðin hafi verið skilin eftir í þessi ásigkomulagi og svo bætist allt þetta ofan á það.

Mér finnst eins og fasteignasalan vilji humma þetta svona svolítið af sér.
Þetta er mikill aukakostnaður fyrir mig. Ég sá ekki fyrir mér að þurfa eyða pening í einhverjar framkvæmdir eða lagfæringar.
Ég þarf að fá bæði
- pípara til að skoða þrýsting á vatni, skoða ofnana og blöndunartækin.
- Rafvirkja til þess að koma rafmagni á innstungur sem ekki virka
- svo veit ég ekki enn hvert ég þarf að leita útaf restinni

þetta verður mikill kostnaður sem ég reiknaði ekki með.
Hver eru réttindi mín?
Á seljandinn ekki að greiða fyrir þetta því þetta var "leyndur galli"?
maður á að búast við að hlutirnir virki fullkomlega þegar maður kaupir nýja eign nema annað sé tekið framm. Hvað á ég að gera?

 

kaldbakur | 28. apr. '20, kl: 21:31:13 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft að gera athugasemdir sem fyrst..
Hafa samband við fasteignasalann, telja þetta allt upp.
Gera kröfur og gæta þess að vera ekki búin að greiða eftirstöðvar til að hafa sterkari stöðu.
Fasteignasalinn hefur skyldur. Hafa umkvartanir allar skriflegar og seljandinn verður að fá þetta líka skriflegt.

T.M.O | 28. apr. '20, kl: 21:56:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef kaupandi heldur eftir greiðslu fyrir eitthvað sem er ekki lagalega viðurkenndur galli sem þarf að bæta þá má setja greiðsluna í löginnheimtu á kostnað kaupanda.

megagells | 28. apr. '20, kl: 22:01:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hugsa mér að gera það einmitt, takk

T.M.O | 28. apr. '20, kl: 21:40:32 | Svara | Er.is | 2

Leyndur galli er ef fólk meðvitað felur galla á íbúð, málar yfir skemmdir, segir rangt frá ef spurt um ákveðna hluti. Kaupandi þarf að sanna að viðkomandi hafi leynt upplýsingum. Ef galli er minna en 10% af verðmæti þá er ekkert hægt að gera lagalega. Gátuð þið ekki skrúfað frá krönum við skoðun? Voru gólflistarnir teknir í burtu eftir að þið skoðuðuð? Er þetta hús það gamalt að viðhald sé eðlilegt? Hvað spurðir þú út í vatnslagnir? Hvað spurðir þú út í raflagnir? Þú skrifar undir við kaup að þú hafir kynnt þér ástand eignarinnar og ekkert sem þú telur upp er falið.

T.M.O | 28. apr. '20, kl: 21:40:33 | Svara | Er.is | 0

Leyndur galli er ef fólk meðvitað felur galla á íbúð, málar yfir skemmdir, segir rangt frá ef spurt um ákveðna hluti. Kaupandi þarf að sanna að viðkomandi hafi leynt upplýsingum. Ef galli er minna en 10% af verðmæti þá er ekkert hægt að gera lagalega. Gátuð þið ekki skrúfað frá krönum við skoðun? Voru gólflistarnir teknir í burtu eftir að þið skoðuðuð? Er þetta hús það gamalt að viðhald sé eðlilegt? Hvað spurðir þú út í vatnslagnir? Hvað spurðir þú út í raflagnir? Þú skrifar undir við kaup að þú hafir kynnt þér ástand eignarinnar og ekkert sem þú telur upp er falið.

megagells | 28. apr. '20, kl: 21:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefði ég þá átt að taka með mér ljós og prófa að stinga því í samband í alla tenglana?
Er það þannig að maður á að gera ráð fyrir að allt sé bilað og passa að spurja útí hvern einasta hlut?
Svörin sem ég fékk frá fasteignasalanum voru alltaf frekar loðin eins og :já ég geri nú ráð fyrir því, eða ég veit ekki betur.
Ég skrúfaði ekki frá öllum ofnum þegar ég gekk hér um að skoða. Annars var dót frá þeim fyrir nánast öllu þessu svo ég hefði ekkert getað séð þetta.

T.M.O | 28. apr. '20, kl: 22:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Spurðir þú um ástand rafmagns- og vatnslagna?

Jeppakall101 | 28. apr. '20, kl: 22:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk gerir yfirleitt ráð fyrir að hlutir seu i lagi nema annað sé tekið fram. Veit svosem ekki hvernig reglurnar eru en það er galið að seljandi þurfi ekki að greiða fyrir kostnað á hlutum sem ekki virka. Finnst það frekar a hans abyrgð að vita hvort hlutir seu i lagi og lata vita af þvi ef svo er ekki.

T.M.O | 28. apr. '20, kl: 22:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Í þessum bransa þá gerirðu ekki ráð fyrir neinu. Ekki nema þú sért að kaupa glænýtt hús. Fólk tekur með sér fagmenn til að bæði skoða og spurja réttra spurninga.

Jeppakall101 | 28. apr. '20, kl: 22:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki hvað er lagalega rétt í þessu samhengi en þú hljómar eins og manneskja sem er tilbúin að svindla á folki og skammast þín ekkert fyrir það!!! Ef það er eitthvað sem a að virka en virkar ekki og þu selur það er það a þinni abyrgð að vita það aður en þu auglysir það til sölu og þú átt að láta vita af þvi! Skammastu þín svo!

T.M.O | 28. apr. '20, kl: 23:05:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei, ég hef bara setið báðu megin við borðið. Síðast þannig að ég hafði þessi 10% í kröfu vegna mjög alvarlegs galla, hafði engar sannanir að hann hafi verið leyndur af ásetningi en sterkann grun, fékk fyrir rest ca.helminginn af kostnaðinum og lögfræðingurinn tók 40% af því. Trúðu mér, þetta snýst ekki um hvað þér finnst réttlátt heldur lögin. Ég veit alveg hvernig þér líður, ég er að deila með þér reynslu, ef þú talar svona við fólk sem er að reyna að hjálpa þér þá færðu lítið frá fólki sem þarf ekki að gera neitt fyrir þig frekar en það vill.

Fanney14 | 29. apr. '20, kl: 21:36:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafðu samt í huga að Galdrakall69 er ekki með upphafsinnleggið. Þannig að viðkomandi er í raun ekki að biðja um hjálp.

T.M.O | 29. apr. '20, kl: 22:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er rétt hjá þér, ég hélt að þetta væri sá sami.

leonóra | 28. apr. '20, kl: 22:08:23 | Svara | Er.is | 0

Vonandi hefurðu haldiið eftir greiðslu - og semur þá um lækkun á verði eignarinnar sem báðir sættast á.

leonóra | 29. apr. '20, kl: 08:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skoðanabyrði er mjög sterk í fasteignakaupum - sérlega ætti að skoða vel gamlar eignir sem eru líklegri til að leyna galla.

kaldbakur | 28. apr. '20, kl: 22:26:05 | Svara | Er.is | 0

Ég tel að margt af þessu sem þú telur uppp eigi að vera í lagi.
Innstungur með rafmagni, hægt að loka útihurð og svalahurð, vatnsþrýstingur í krönum og blöndunartæki.
Ofnar þurfa að hitna. Ýmislegt sem á að bæta og ekki greiða áður en bætt.

T.M.O | 28. apr. '20, kl: 22:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ábyrgð kaupanda á að kanna sér ástand eignar er þannig að lagaleg krafa þarf að vera lágmark 10% helst 15% af verðmæti eignarinnar til þess að kaupandi geti gert kröfu á seljanda. Allt annað er bara samningsatriði ef seljandi er tilbúinn að gefa eftir eitthvað af góðmennsku.

darkstar | 29. apr. '20, kl: 03:15:09 | Svara | Er.is | 1

þú situr uppi með þetta, þú átt að yfirfara allt og athuga hvort ofnar og kranar virki og allt sé í lagi þegar þú skoðar íbúðina.. greinilega gerir algjör byrjenda mistök
með því að taka ekki einhvern með þér sem hefur vit á þessu.

Kaffinörd | 29. apr. '20, kl: 09:28:05 | Svara | Er.is | 1

Þetta nær örugglega ekki 10% af söluverðinu. Svo ber kaupanda lagaleg skylda til þess að kanna ástand íbúðar sem virðist ekki hafa verið gert nægjanlega vel m.v. þessar upplýsingar.

Hauksen | 30. apr. '20, kl: 19:56:34 | Svara | Er.is | 1

Þetta eru ekki leyndir gallar. Eg myndi gleyma því að gera veður ut af tessu

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

jaðraka | 30. apr. '20, kl: 21:35:16 | Svara | Er.is | 0

Það skiftir líka miklu máli hvernig eigninni var lýst í söluyfirliti fasteignasalans.

ZgunnZ | 13. jún. '20, kl: 23:47:29 | Svara | Er.is | 0

Það er ekkert af þessu neitt sem er leyndurgalli, íbúðin selst í því ásikomulagi sem hún er í og ef þú vilt tiptop íbúð þá verður þú að borga meira.
Ég skil ekki að þú búist við að hlutirnir eigi að virka fullkomnlega þegar þú kaupir nýja eign, já þeir eiga að gera það svo sannarlega nema annað sé tekið fram en hvernig getur hún verið ný íbuðin ef innréttingar eru smá lúnar, parketið rispað og gamalt, einn skápur í slæmu ástandi og borðaplatan í eldhúsinu orðin ljót??? Ég býst þá við að hún sé ekki ný heldur notuð og það alveg vel. Ef það er komið að því að skipta um parket og jafnvel innréttingar og fleirra þá er svo augljóst að flest allt annað er orðið lúið og mjög greinilega ekki leyndur galli, íbúðin er seld í því ásikomulagi sem hún er í og virðist allt saman vera eðlilegt.

Leyndur galli er til dæmis ef mygla er í vegg og eigandi setur upp fastan skáp yfir þann vegg áður en hann selur og viljandi felur það fyrir kaupanda.

Þetta er auðvitað glatað en það er alveg mjög mikilvægt að fara varlega þegar maður kauðir íbúð, ég veit um mörg tilfelli þar sem það er mun verra en þú telur upp en staðan vonlaus. Það virðist sem þú hafir ekki farið varlega og stökkið dálítið á þessi kaup, það er ekki óskynsamlegt að láta annann fagmann skoða og verðmeta íbúð sem þú ert að fara skoða, og jafnvel fá algera úttekt á eignini, þú ert að kaupa eign sem er notuð og sést vel á henni við skoðun að það hefur ekki verið gert neitt í langan tíma þar og treystir fasteignasalanum um verð og hendir þér á þetta ánþess að hafa opnað svalahurðina.

Ef þú hefur eitthvað mál þá hefur þú mál gegn fasteignasöluni en ekki seljanda. Ef þú fékkst hana á góðuverði þá er þetta kjörið verkefni til að gera upp og allt sem þú talar þarna um eru ekki nein stórmál, ég hef gert svona íbúðir upp á ekki löngum tíma og það oft með miklu miklu verri hlutum en þú talar um.

Bara ekki treysta þessu fasteignasölum aftur, en samt sýnist mér þér þú hafa verið seld notuð íbúð sem er komin tími á markt í.

Gangi þér vel

saedis88 | 15. jún. '20, kl: 17:34:56 | Svara | Er.is | 1

Þetta sem þú nefnir er allt eitthvað sem átti að sjást við skoðun á húsnæðinu. 

askjaingva | 15. jún. '20, kl: 18:59:29 | Svara | Er.is | 0

Það er þitt að skoða og spyrja spurninga, tékkaðirðu á rennsli vatns í eldhúsi og baði, skoðaðirðu parketið og listana, var reynt að fela þessa lista? Spurðirðu um vatnslagnir og frárennslislagnir og fékkst röng svör, skoðaðirðu hurðirnar, hvernig sástu ekki að það vantaðu frontinn á póstlúguna. Hljómar eins og þú hafir ekki skoðað neitt, spurt um neitt eða staðið undir þeirri skoðunarskyldu sem á kaupanda er lagt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Síða 3 af 47845 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie